Heimskringla - 09.07.1896, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGIxA. 9. JÚLÍ 1896.
Heimskringla
PUBLISHED BY
The Heimskringla Prtg. k Publ. Co.
•• ••
Verð blaðsins í Canda og Bandar.:
$2 um árið [fyrirfram borgað]
Sent til íslands [fyrirfram borgað
af kaupendum bl. hér] $ 1.
••••
Uppsögn ógild að lögum nema
kaupandi sé skuldlaus við blaðið.
• •••
Peningar sendist i P. O. Money
Order, Registered Letter eða Ex-
press Money Order. Bankaáyis-
anir á aðra banka en í Winnipeg
að eins teknar með afföllum.
• • ••
EGGERTJOHANNSSON
EDITOR.
EINAR OLAFSSON
BUSINESS MANAGER.
• • ••
Office :
Comer Ross Ave & Nena Str.
P. O. Box 305.
Stefnu-skrá republika.
Það yrði langt mál að taka hana
fyrir lið fyrir lið og sýna hver hún er,
að þvi er snertir iðnað og verzlun.
t>ess má að eins geta, að það er ekki
skortur á ákvæðum í henni, sem benda
á að viðhalda þurfi verndartolli og auka
hann heldur en lækka. Þetta atriði í
stefnunni bendir á það:
“Verndartollar og jafnréttis-við-
skifti eru alsystkini í stefnuskrá repú-
blíkana og megaekki aðskiljast. Demo-
kratastjórnin hefir eyðilagt hvort-
tveggja. Hvorttveggja hljótum vér því
að endurreisa. Vér þurfum tollvernd
fyrir það, sem vér framleiðum, en toll
numinn af öllum nauðsynjavörum sem
vér ekki framleiðum”. Þetta atriði
bendir sannarlega á að repúblíkum þyki
lítið koma til 41% tollsins, sem nú hvílir
á aðfluttum tolluðum varningi, oghugsi
sér að hækka hann enn meir. Verði af
því og ef Laurier-stjórnin í Canada tek-
ur tollinn burtu, eða lækkar hann að
mun, og sem hún hlýtur að gera vilji
hún vera sjálfri sér samkvæm, er þegar
í upphafi auðsætt hver útkoman verð-
ur, — hver afleiðingin af .lágum eða
engum tolli umhverfis Canada, en ó-
kleifum tollmúr umhverfis Bandaríkin.
Sérstaklega er ekki í viðtekinni stefnu-
skrá minst á sórstakar vörutegundir,
sem þurfi að hækka tollinn á, að undan-
teknum sykri og ull og ullar-varningi
öllum. Það er ótviræðilega gefið i skyn
að tollinn á þeim vörum Jiurfi að hækka,
ef vel eigi að fara.
Meðal annara atriða í stefnuskránni
má nefna það, að ákveðið var að halda
fast við Monroe-regluna í öllum grein-
um; mælt með að ná haldi á og ráðum
öllum á Havai-eyjum; mælt með að
Bandaríkjastj órn láti gera skipaskarð
yfir Nicaragua-eiðið og eigi hann síðan;
mælt með að Bandaríkin kaupi hinar
dönsku eignir í West India-eyjaklasan-
um; mælt með að Bandaríkjastjórn ljái
lið sitt til að útvega Cuba-raönnum
sjálfræði í stjórnmálum; mælt með að
Bandaríkjastjórn sé ekki nísk á eftir-
launum til hermanna; mælt með að
auknar séu fjárveitingar til sjóflota-
aukninga og strandvarna; mælt með að
bannaður sé innflutningur nema þeim,
sem kunna að lesa og skrifa; mælt með
að fyrirbygð sé aftaka rnanna án dóms
og laga, að svo miklu leyti sem mögu-
legt er; mælt með að lögskipuð sé sátta-
nefnd til að rannsaka og dæma öll
þrætumál milli vinnuveitenda og vinnu-
manna. Miklu fleiri atriði en þetta voru
viðtekin, en þau, sem upptalin eru,
eru, að sumuleyti að minnsta kosti, hin
þýðingarmestu. Meðal annara atriða
sem viðtekin voru má nefna það, að
flokkurinn taldi sig hlyntan þvi, að
karlmenn og kvennmenn fengju jöfn
laun fyrir jafna vinnu. Bendir það
atriði á hve ríkjandi það óréttlæti er
enn, að konan skuli ekki fá jöfn laun og
karlmaðuriun fyrir sömu vinnu og
jafnmikla vinnu af hendi leysta á jafn-
löngu tímabili.
Álit blaðanna á þeim mönnum, sem
kjörnir voru til að bera merki flokksins
í forseta kosningasóLninni og álit þeirra
á stefnuskránni yfir höfuð, og gjald-
ej’ris-málinu sérstaklega, er ærið mis-
munandi. Fer það alt eftir því hverj-
um flokki blaðið tilheyrir. Undantekn-
ingar nokkrar eru samt hér sem annars
staðar. Það eru til þau blöð repúblika
og þau allmörg, sem eru samþykk allri
stefnuskrá flokksins að undanteknu
gjaldeyris-málinu. Og það mál skiftir
flokknum sem hríf ur. Forseta-efni silf-
ur-ítanna er sem sé svo vel metinn mað-
ur og svo laus við eigingirni, að enda
römmustu andvígis-blöð silfurítanna í
flokki repúblíka hafa ekki nema gott
eitt um hann að segja. Þau viðurkenna,
að tjónið sem hann gerir repúblíkum sé
ekki auðveldlega metið og harma þess
vegna villutrú lians á silfrið. Þess
vegna viðurkenna þau líka,að kosninga-
sóknin verði hörð og úrslitin ekki svo
auðsæ. Þau óttast áhrif Clevelands,
þegar hann leggur sig fram, eins og
hann gerir nú, til að snúa væntanlegum
fundi demókrata á rétta leið í gjald-
eyris-málinu, og að af því leiði svo, að
lítils liðs verði að vænta þaðan, til að
fylla það skarð, er Teller gerði i flokk
repúblíkana, er hann gekk af fundi með
23 menn með sér, og sem sýna minnst
af liðinu, sem hann hefir að baki sér
þegar til kemur.
Gjaldeyrismálið.
Af því gull- og silfur-málið er að
virðast aðalmálið á dagskrá í Banda'
ríkjakosningasókninni, álítum vér að
fróðlegt sé fyrir íslenzka kjósendur í
Bandaríkjunum að sjá hvernig sendi-
mennirnir á repúblikafundinum í St.
Louis, greiddu atkv. am það mál.
Breytingaruppástunga, sem senator
Henry M. Teller frá Colorado (ekki Chi-
cago, eins og stóð hér í blaðinu fyrír
skömmu) kom fram með, var á þessa
leið:
“Flokkur repúblíka er hlyntur jafn
ræði bæði gulls og silfurs, sem verð-
miðils og bindur sig til að vinna að þvi,
að viðtekinn verði fri og óhindruð mót-
un bæði gull og silfur peninga, með lög
ákveðnu verði silfurs þannig, að 16 únz
ur af því séu ígildi einnar únzu af gulli
Þessi uppástunga var feld með 8181 at-
kvæði gegn 106£ og aðaluppástungan,
sú um viðhald gullsins eins sem verð-
miðils, síðan samþykt með 812J gegn
HOJ atkv.
Fylgjandi skýrsla seýnir hvernig at-
kvæði hinna ýmsu ríkja féllu, er sam-
þykt var aðaluppástungan. Tölurnar
niðurundan orðinu “já”sýna tölu atkv.
sem greidd voru með gullinu, en tölurn-
ar niðurundan “nei” sýna atkv. silfur-
Já Nei
Alabama 19 1
Arkansas 15 1
California 4 14
Colorado 0 8
Connecticut 12 0
Deleware 6 0
Florida 7 0
Georgia 25 1
Idaho 6 0
Illinois 46 2
Indiana 30 0
26 0
Kansas 15 5
Kentucky 26 0
Louisiana 16 0
Maine 12 0
Maryland 16 0
Massachusetts 30 0
Michigan 25 3
Minnesota 18 0
Missouri 33 0
Mississippi 18 0
Montana 6 0
Nebraska 13 3
Nevada 0 6
New Hampshire 8 0
New Jersey 20 0
New York ■ 72 0
North Carolina n 14*
North Dakota 6 0
Ohio 46 0
Oregon 8 0
Pennsylvania 64 0
Rhode Island 8 0
South Carolina 18 0
South Dakota 7 1
Tennessee 23 1
Texas 30 0
Utah 0 6
Vermont 8 0
Virginia 17 7
Washington-ríki 8 0
West Virginia 12 ' 0
Wisconsin 24 0
Wyoming '■ 0 6
Arizona 0 6
New Mexico 2 4
Oklahama 0 6
Indian Territory 6 0
District of Columbia (borg-
in Washington) 2 0
Alaska 4 0
Alis 812J IlOi
Af þessari skýrslu sést, að það voru
að eins 8 ríki og territories, sem gáfu
silfrinu fleirtölu atkvæða sinna.
Harriet Beecher
Stowe.
Þess er getið á öðrum stað í blaðinu
að Harriet Elizabet Beecher Stowe sé
dáin. Hún verðskuldar að hennar sé
minnst með meira en örfáum orðum.
Mrs. Stowe var fædd 15. Júní 1812.
Hún andaðist 1. Júlí 1896 og var þess
vegna rétt 84 ára og 15 daga gömul.
Hún var prestsdóttir, dóttir hins nafn-
togaða prests, Lyman Beecher. Bræð-
ur hennar tveir urðu og prestar — Ed-
ward og Henry — og annar þeirra sér-
staklega nafntogaður, — hinn alkunni
frihyggenda-prestur í New York: Henry
Ward Beecher. Þriðji bróðir hennar
var nafntogaður lögfræðingur —Thomas
K. Beecher. Systur átti hún og eina —
Catherine.
Þegar á alt er litið, er nokkuð óvíst
hvert lausn og frelsi svertingjanna í
Suður-Bandaríkjum er meir að þakka:
byssu og sverði í höndum norðanmanna
eða pennanum í hendinni á Harriet
Beecher Stowe. Víst er það, að enginn
einn, maður eða kona, vakti jafn-ítar-
lega umhugsun um þræla-málið eins og
Mrs. Stowe gerði með sinni makalausu
sögu: “UncleTom’s Cabip”.
Fyrst framan af æfinni átti Mrs.
Stowe við bág kjör að búa. Hún misti
móður sína meðan hún var á barnsaldri
og ólst hún svo upp hjá ömmu sinni.
Þegar hún var 14 ára gömul tókst hún
á hendur barnakenslu og hélt þeim
störfum af og til til þess er hún (1836)
giftist Calvin Ellis Stowe, er síðar varð
háskólakennari. Hann var fátækur
ekki síður en hún sjálf og til þess að
leggja eitthvað “til búsins” jafnframt
manni sínum, stofnaði hún skóla fyrir
unglinga ásamt Katrínu systur sinni og
jafnframt reit hún greinir í fréttablöð
og tímarit og fékk litla borgun fyrir.
Um þessar mundir bjó hún í Cincinnati,
Ohio,og þaðan,fyrir handan Ohio-fljótið,
blöstu við henni hinar blóðidrifnu Ken-
tucky “strendur”. Svertingja kona ein
var þá vinnukona hjá henni og reit Mrs.
Stowe mörg bréf fyrir hana til manns
liennar er var þræll á búgarði einum
fyrir handan fljótið— I Kentucky. Þessi
svertingi kom oft yfir fljótið með leyfi
eigandans, en svo tryggur var hann, að
þó honum oft væri segt að strjúka nú á
meðan hann var Ohio-megin við fljótið,
neitaði hann því allajafna, þó harm-
þrunginn héldi hann ætíð burt frá konu
sinni — heim til sín í þrældóminn. Af
þessari viðkynningu lærði Mrs. Stowe
að meta stöðuglyndi og trygglyndi
svertingja og þó hún vissi það ekki þá,
kom þessi viðkynning henni að gagni
nokkrum árum siðar, og hún kyntist
líka miklu fleiri svertingjum og ýmsu í
sambandi við þræla málið, á meðan hún
dvaldi á bökkum Ohio-fljótsins. Það
var einmitt í þorpi fáar mílur frá Cin-
cinnati að faðir hennar var nokkur ár
rektor á prestaskóla og þar var aðal-
stöðin ein til að bjarga str<> cumönnam
úr flokki þrælanna. Þar ' u þeir ferj-
aðir yfir fljótið í náttmyrb > i og þeim
svo skotið undan áður ei. ,<gur rann.
Og fremstur í flokki til a >j >lpa þess-
um aumingja flóttamönnu » rareinmitt
faðir hennar.
Árið 1850 flutti hún með manni sín-
um austur í ríkið Maine og voru þá ný-
lega í gildi gengin flóttamanna lögin, er
samþykkt voru á þjóðþingi, er öllum
ofbuðu er athuguðu þau og skildu. Ef
svertingi strauk frá eiganda sinum og
þó hann kæmist klaklaust yfir tak-
mörkin, — í norður rikin, frelsisinsr
heimkynnið sem þá var, hafði eigand-
inn óskert lagavald til að skipa hvern
mann sem hann vildi lögregluþjón og
taka með sér í leitina, til að taka stroku
manninn fastan hvar sem hann fyndist.
Með þessu lagaákvæði voru allir norð-
urrikja menn gerðir að böðlum suður-
ríbja manna. Og kæmi kallið — og það
gat komið á hverjum degi, — tjáði eng-
in undanfærsla, engin afsökun. Menn
urðu að ganga frá verki sínu og fara f
þræla leit, með hinum samvizkulausu
sunnanmínnum og leggja fjötra á menn
sem ekki höfðu annað til saka unnið en
það, sð þeir leituðu að frelsi til að ráða
sjálfum sér á þessari “í'relsisins fimbul-
storð !”
Sem nærri má geta ollu þessi þræls-
legu lög meir en litlum æsingum, er
menn fóru að skilja þau. Og þær æs-
ingar urðu til að vekja Mrs. Stcwe,
þannig, að bróðir hennar, Edward, reit
henni og komst að orði á þá leið, að gæti
hann haldið á pennanum eins og hún,
skyldi hann rita eitthvað er sýndi þjóð-
inni hvílík bölvun þrælahaldið væri.
Mrs. Stowe las bréfið upphátt og sagði
við áheyrendurna um leið og hún lagði
það frá sér: “Já, ég skal skrifa eitt-
hvað, — ef ég lifi”. Afleiðingin var að
hún tók til að rita söguna “Uncle Toms
Cabin” og var að því nokkuð raeir en
árlangt. Kom sagan fyrst út í litlu
blaði, “The National Era” og var að
koma út frá því í Júní 1851 til þess í
April 1852. í því formi gaf henni eng-
inn gaum, en rétt á eftir keypti félag í
Boston (John P. Jennett) einkarétt til að
gefa söguna út fyrir 10% af söluverðinu.
Þar með var lokið fátæktar-basli Mrs.
Stowe. Fyrir að prenta söguna í “Era”
borguðu útgefendurnir henni $300.00 og
nú fékk hún loforð fyrir tíunda hluta
alls þess, er inn kæmi fyrir bókina, frá
útgefendunum i Boston. Hvað mikið
það fé hefir verið má ráða af þvi, að inn-
an iárra daga eftir að hún kom út voru
seldar 10 þús. bækur. Innan eins árs
seldust 300 þúsund eintök og innan 5
ára alls 500 þúsund, eða hálf milj. ein-
tök. Fyrr eða siðar hefir engin skáld-
saga fengið aðrar eins viðtökur í Banda-
ríkjunum, á jöfnu tímabili. Samtímis
flaug sagan og um mörg ár á eftir eins
og logi yfir akur um alla Norðurálfuna
og var þýdd á eitt tungumálið eftir
annað.
Það er ef til vill ekki auðgert að
benda á þetta eða hitt og segja: Þetta
verkaði sagan “Uncle Tom’s Cabin”.
En því verður þá heldur ekki neitað,
að óbeinlinis verkaði hún mikið, meira
en nokkuð annað til að undirbúa norð-
anmenn í lausnarstríðið. Hún var rödd
hrópandans í eyðimörkinni. Á eftir
henni og eðlileg afleiðing, komu her-
sveitir norðanmanna og á eftir þeim
lausnarskrá Abrahams Lincolns. En
sem vott um það," að sagan hafi haft
áhrif meir en að nafninu til, má geta
þess, að stuttu eftir að hún kom út
sendu frjálslega sinnaðar konur á Eng-
landi ávarp til kvennþjóðarinnar í
Ameríku og fólu Mrs. Stowe á hendur
að birta það. Höndlaði það ávarp um
hið sama og “Uncle Tom’s Cabin”, og
undir það voru rituð nöfn meir en hálf
milj. kvenna á Englandi — 562,418. Er
þa* órækt sýnishorn af áhrifum bókar-
innar.
Auk þessarar sögu hefir Mrs. Stowe
rit*ð margar aðrar skáldsögur, — átján
eða tuttugu alls, að meðtöldum ferða-
sögum og smáæfintýrum, og eru hinar
merkustu af þeim, hvað ritsnilli snertir
að minnsta kosti, “Kvonbænir prests-
ins” og “Orrseyjar perlan”. Auk þessa
hefir hún og gefið út ljóðasafn eftir
sjálfa sig og eru ljóð þau mest andlegs
efnis. En ekkert af þessum ritverkum
kemst í nokkurn samanburðvið “Uncle
Tom’s Cabin”, í áliti alls fjölda manna.
8ú saga geymist í hjörtum enskutal-
andi manna hvar sem er, ef ekki annara
og með henni nafn höfundarins, um ó-
talda ókomna áratugi.
pörtunum, sem þau eru< við, gera þau
2—3 saman eins mikið verk eins og full-
kominn karlmaður. Sama er um það,
að þó kvennfólk .yinni sötnu vinnu og
karlmenn og geri jafnmikið á jafnri
tímalengd, hvert i heldúo inni í verk-
smiðju eða úti á engi eða akri, fær kon-
an aldrei meira en 5 oenbs þar sem karl-
maðurinn fær >■ ÍO > cents. Með öðrum
orðum: Hún fær að vinna eins mikið
og maðurinn, en fær aldrei nema helm-
ing þeirra launa, sem hoiium eru goldin.
Til dæmis um þetta ogr sínu máli til
sönnunar segir hann frá einu stóru te-
verzlunar félagi, sem heár í vinnu yfir
800 manns (808); og er það alt fullorðið
fólk, konur og karlar. Launa-skýrsla
þessa fólks er sem hér segir.
20 fengu í dágláun. 21 cents hver
90 U II. 18 “
50 (1 II 15 “
335 li ,1 12 “
278 ll . . “ 10 “
5 . II . . II. 9 “
30 11 11 6* “
Framsóka Japaníta
í iðnaði og verzlun og annars öllu sem,
að framförum lýtur, verður eitt umtals-
efni Bandaríkjamanna í kosningasókn-
inni, sem þar er hafin. Mönnum flestum
hér í landi ofbýður sú framsókn í iðna>ði'
og verzlun af því, að Japanítar, eins. og
fcliir iðrir Asíu-menn, geta framfléytt
liii s nu í 7til 14 daga á því, sem manni i
Aiiu-.riku nægir að eiiis til sólarhrings.
Hra Robert E. Porter, umsjj&nar-
maður Bandarikjastjórnar við að taka
manntalið í ríkjunum síðast, hefir um
undanfarinn tíma verið að ferðast um
Japan og athuga allar ástæður, vinnu-
laun, vinnuaðferð, viðurværi o. s. frv.
Hefir hann samið skýrslu um þær at-
huganir sínar og var hún lesin upp fyrir
þingnefnd í Washington í vor, er verið
var að ræða um þetta mál. í þeirri
skýrslu er sýnt, að daglaun handverks-
manna og manna sem æfðir eru í að
stýra vinnuvélum í verksmiðjum eru
frá 5 œnts til 33, fyrir 12 kl.stunda-
vinnu. Þetta eru daglaunin reiknuð
eftir hérlendu peningaverði, en að nafn-
inu til eru þau nálægt helmingi hærri í
japaniskum peningum, en peningar þeir
eru silfur-peningar, sem ekki ganga
meir en 50—55 cents dollarsvirðið, í
Ameríku eða Norðurálfu. Trésmiðir,
steinhöggvar, múrarar, prentarar o. s.
frv. fá ekki nema 26 til 33 cents fyrir
12 st.unda vinnu og verkréla-stjórar í
verksmiðjum hæzt 20 cents fyrir jafn-
langan vinnutíma. í Japan eru engin
lög sem banna kvennfólki og börnum
að vinna í verksmiðjum og af því leiðir,
að þar vinna 6 til 8 ára gömul börn svo
hundruðum og þúsundum skiftir. Dag-
laun þeirra eru að eins 1—2 cents, eftir
hérlendum mælikvarða, en þegar þau
hafa lært að stjórna vélunum, eða véla-
Meðal-kaup'.þessara 808 manna er
þess vegna lítið yfir 12: «ents á dag og
fyrir fulla 12 kl.stunda v[nnu á hverjum
degi. Með. öðrum orðum: launin eru
sem svarar 1 cent á klukkustund að
meðaltali. Hér í lándli mundu meðal-
laun jafnmargra manna við sama verk
verða áttfalt: meiri, en vinnustunda
tíminn í degi hverjunsi að minnsta kosti
einum 6 hluta skemmri.
Sama er hlntfallíð i hvaða stétt eða
stöðu sem er. Launira eru svo lítil, að
frá hérlendu sjpnarmiði er ekki auðgert
að sjá hvernig menn þar fara að draga
fram lifið af svo litlu. Til dæmis má
geta þess, aðf’venjuleg laun fullkominna
vinnumanna á búgörðum, hjá bændum
og við þessk vns alínenna vinnu, eru sem
svarar $1.44ium mánuðinn, eða tæplega
5.) cent á dog að meðaltali.
TiL skajnmGtima létu Inenn í þessu
landi þetta sig engia skifta, enda ekki
sýnilegt að1 þeim kæmi þaðneitt við.eða
það hefði minstu áhrif á þetta land eða
önnur löndi En> menn athuguðu ekki
eins veLþá-og menn gera nú, að Japan-
ítar eru velgefnir menn, framgjarnir og
allra manna fljótastir að læra Evrópu-
siðu alla, að meta og viðtaka alt það
góða. og gagnlega, sem hin vestræna
mentun heftr í för með sér. Þessir eig-
inleikarilandsmanna yalda því, að ekk-
ert landihefiir tekið jafn miklum stakka-
skiftum á jafnfáum árum, eins og
Japp>n. Stjórnarskipulagið er umhverft
oröið ogcsuikið eftir háttum nútíðarinn-
ar, og.sama er að segja um menntamáL
ölli að'þau eru umhverfð að meira eða
minna, leyti. Skólar eru hvervetna og
Eýrópumenn stjórna öllum æðri skóln
um.. í hagfræðislegu tilliti er fram-
isóknin að sama skapi, og það er þar
sem. skórinn kreppir að Ameríku-möncn
umv — nágranna-þjóð Japaníta. Fyrir.
‘10) árum siðan var þar nýbyrjað að
leggja járnbrautir, en nú eru þar fnll-
gerðar yfir 3,000 mílur af járnbrautum.
Fýrir einum ára tug nam öll útlend
verzlun Japanita $78000,en á árinu.1995
nam hún fullum 300 milj. dollars.. Þetta
er framhlaup sem að kveður. Fyrir
10 árum sendu Japanítar vefnað alls-
konar, silki, léreft, gólfklæði o. s, frv..,
til útlanda upp á $1.366,000. Á siðastl.
ári seldu þeir fullra 30 milj. dolllara virði,
af þessum varningi í útlöndmm.. Að
sama skapi er framsóknin í allum öðr-
um iðnaði. Og nú, til þess að full-
komna sig í samkeppninni, eru Japan-
ítar að koma upp gufuskipum, er ganga
skulu milli Japan og Norðurálfu, milli
Japan og Ameríku og mHli Japan og
Ástralíu. Þessi síðasttalda fyrirætlan
þeina sýnir ljóslega að þeir eru að húa
sig í verzlunarstríð. Þeir eru augsýni-
lega búnir að sjá það og skilja, að komi
þeir upp hjá sér verksraiðjum, þar sem
vinnan er svo gott sem einskis virði,
og eigi þeir sjálfir gufuskipin, tU að
flytja óunnin efni að verksmiðjunumog
verksmiðjuvarninginn burt frá þeim,
til útlendra markaða, geta þeir selt
varninginn fyrir miklu minna verð en
verkstæðiseigendur i Ameríku eða í
Evrópu, sem þurfa að borga mönnum
sínum frá sex til tuttugufalt hærri
laun. Hvað þessi væntanlega iðnaðar-
sókn hefir í för með sér, er bágt að segja.
Skoðanirnar um það efni eru ærið mis-
munandi. Því hefir verið spáð, að þear
hinn “sofandi jötun” austurlanda, þjóð-
in kínverska, vaknar af svefni sínum
og tekur til starfa með sömu verkvél-
ium og Evrópumenn þá noti, þá hljóti
austurlönd að ráða örlögum heimsins,—
draga vesturlanda laun og lifnaðarháttu
niður á sama stigið og þeir sjálfir
standa á.
Þessari kenningu andæfa aftur aðr-
ir. Hafa þeir það fyrir aðalástæðu að
jafnframt því er Japanítar læra a£ Eyr-
Hið cina a£ þeirri
tegundi
Paines Cclery. Cómpound er
lífs viðurhaM um
hitatímann.
o
Fjöldi fólks er lasið' og veiklulegt
um hitatímann, þó það* sé heilbrigt á
öðrum tímum ársins. Þetta er veðrinu
að kenna og loftslaginu. Hinir las-
burða geta varizt öllum illum áhrifum
loftslags og veðuráttu með þvi að brúka
Paines Celery Compound, hið bezta lýf
sem líðandi mannkyni heflr verið boðið.
Vér tökum ■ hér upp.orð eins af fræg-
ustu læknum í Canada : ‘Ef menn og
konur fengjust til að brúka Paines Ce-
lery Cdmppand1 um hitatímann, á
sumrum þrisvar eða fjórum sinnum á
dag, þá mundiiþað sannast, að fólkið
yrði heilsubetra, lystarbetra og hraust-
ara í öllú tilliti, . en það annars er”.
Það sera Paines . Gélfery Compound
hefir fram yfir. önnur meðöl er, að þ»ð
læknar það sem önnur meðöl dugaekki
við, og að það er hið eina patent-meðal
sem lækuar ráðleggj*. við ýmsum kvilh
um.
Q
ópumönnum að* ftamleiða sí-vaxandi
auð með vinnu' sinni og verkvélum,
jafnframt i læri þeir og að njóta lífsinS
betur en áður. >arfir þeirra verði
margfalt' fleiri'en.áður og þar af leið*
andi i þúrfl' þeir að Ikafa miklu meira
kaup isn áður, og* gangi lika eftir þvi«
Það eEi' óefað mikiö' til í þessu, en þé
getúíE. enginn. maður ímyndað sér að
kaupgjtjd í iJapan. eða Kína nokkurn-
tíma komist'á sama stig og í Evrópu
eða Amerikui. 5>að er sanngjarnt að (
hugsa sór að það hækki að sama skapi
og bér í landi og Evrópulöndum, en þé
svo verðiy verður það samt ekki neffla
lítill ihlitti á móti kaupinu hér. Til
sönnunax þ’ú, að þegar alt verður koffl'
ið á .rekspölinn eystra,- þegar iðnaður
kemst á.áþekkt stig og í vesturlöndum
þá .breytasr lifnaðarhættir allir svo, »ð
alfc j^fni sig, og að Amerikumenn þur-i1
ekkertiað ófctast, — til sönnunar því eí
bent á.að'járnbrautalagning í Japan sé-i
að meðáltali nærri því eins dýr þar
lp.étr-.. Þrjp- þúsundl mílurnar, sem fúll'
gerðar eru, hafa koetað 75 milj. dollars,-
eða $2Bi000.mílan að meðaltali, en
|neðaltali hefiir hver járnbrautarmfla1*1
Bandaríkjunum kostað tæplega $30,009»>
tlér þar.f þess eins að geta, til að sý3**
ónáhvæmnina, að alt efni í allar þessaT'
bteautir er keypt i Evrópu og AmeríkÞi-
að-þaðan voru íengnir allir verkfrse^’
ingar, allír verkstjórar og fjöldinn all®1’
iaú verkamönnum fyrst um sinn,
leididi að fyrir alt slíkt þurftina^
sgjaldá sörnu laun og goldin eru í V8S*1'
jurlöndlunuino. Það er ekki sýnt að fía^
wegiskosti járnbrautirnar í Japan.oi®8
mikið og þær hafa kostað að uadö®
förnu.
I Það sýnist máské lang-sótt, þ*®
er eigi að siður víst, að japanisk 4ðna^
armál hafa einhver áhrif á hugi
^iikosningasóknin ni sem nú .stendur y®r
eða er að byrja í Bandaríkjunum... P*®
er lika víst, að það er engirja. hlutur
h'klegri en að einmitt þetta .mál hafi
innan fárra ára stórvægHegr áhrif ®
stjórnmál í endilangri Ameríkoi.
getur farið svo að verkalýðuriinn her
landi fari að spyrja sjálfan sig I>v°rt
heppilegra sé undir kringumstseðunui11'
free trade”, eða tollur, sem takm»r'í'
innflutning þess varnings, er laun»
lausir menn í Japan og Kina fralD
leiða.
FVERY FAMIL^
■" 6HOULD KNOW THAT
Ib a vcry remarkable remedy, bollx
TERNAIj and EXTERNAIj uae, an J
derful in ita quiok action to relieve
PAIN-KILLER Tliroat, ^“íiíln*)
Chllla, I>larrh«»n, BjHcntcry*, ^rtt
Cholcra* and »11 Howol Complaluts.
PAIN-KILLER aPWff/S
Hirkii*»hh. Hlck Ilcadarlic, Faln
llack or Hlde. Rh. umntÍHm »i. l W««»rtt,,>
PAIN-KILLER
HADE. It bringfl SPKVDY AND> PERMAN*>T^verO
ln »11 caM of Urnlses, Cuts, »prains» ”
Burns, cte, j
PAIN-KILLER truited
Norhanlr, Farmcr, Pfantcr. »t baV*dh
l»ut all t:la$sei wantíiitf » mcdlclnc
and hakk to urk lutcrually or cxt«rntt , .
wrtalnty of rclief. t ccn»1Dr
U«Wiir«' of imitotion«. Tako none but Æ*.
••PKKKY DAY18." öold evoryif hero ; 26«. Wf
Yery Wrtwe, Wc.