Heimskringla - 30.07.1896, Síða 1

Heimskringla - 30.07.1896, Síða 1
IflUBf uosio -g-3 w w • tl ® f neimsKnngla. X. ÁR. WINNIPEG, MAN., 30. JÚLÍ 1896. NR. 31 íslands-bréf. (Niðurlag frá 2. bls.) hafa alt sem frjálsast, aðrir eru því mótfallnir, mest fyrir þá sök að þá geti, ef til vill, fáir menn náð undir sig öllu kyrkju fénu. En ég segi, því má ekki leysa upp hina lútersku þjóðkyrkju, láta landssjóð (þjóðina) taka til sín eignir allar og láta síðan hvern þann flokk er vill, taka sér sinn prest og hafa sitt eig- ið form, eða þá að sumir er það- kysu mœttu vera utan við alt, vera sjálfir sinir eigin sálusorgarar. Hávaðinn af mönnum vill að sönnu hafa lúterska presta, aj minnsta kosti únítara presta, en menn vantar fé til að launaþeim, segja menn. Má þá ekki launa þeim úr landssjóði? Landssjóður hjálpar hvort sem er, undir nú gildandi lögum. * Þá sný ég mér að atburðum þeim, er gerzt liafa meðal manna í Þingeyjar- sýslu út af trúarbrögðum, og mér finst þess vert að á það sé minnst. Er þá fyrst til að taka að haldin var sam- koma í Múla í Aðalreykjadal af ungum mönnum eða ungu fólki. Var það um jólaleytið 1894, Eitt, af því sem til skemtunar var haft var kvæði er Ind- riði bróðir Jóhannesar á Felli hafði ort og kom upp sá kvittur, að allóvirðulega væri þar talað um Maríu mey. Þetta barzt til eyrna hins röggsama drottins- Þjóns, séra Benedikts Kristjánssonar á Grenjaðarstað. Var vinnufólk hans að hafa vísur þær á spöðunum og náði hann svo í kvæðið með cinhverjum ráð- um. Leið svo um hríð, þar til frétt sú kemur að kvæðið sé komið til byskups og hann búinn að skipa amtmanni að láta sýslumann rannsaka málið og koma Indriða í sekt fyrir að hafa hæðzt að trúarbrögðunum. Kom það upp að þetta var alt fyrir aðgerðir séra Bene- dikts. Var svo málið tekið fyrir haust- ið 1895,, og hefi ég lítið af því frétt ann að en það, að Indriði dæmdist frí af sektum, en 19 kr. málskostnað varð hanh að borga, og gaf þó sýslumaður helming. Þannig orsakaði flutnings- maður hins kristilega kærleika fátæk- um manni fjárútlát, en orðin um Mariu gátu ekkí orðíð útskafin að heldur. Ekki vill Indriði iurta kvæðið. Tvær vísur hafa samt borizt, og eru það ein- mitt þær er mest meiddu Maríu. Þær hljóða þanníg : “Nú fyrst eru nálæg jól, er nógu vel til fallið, að minnast þess er María ól, —sú mundi til í brallið. Kunni ei feðra krakkann drós, svo karlinn hlaut að nýta. Það gengur svona, rjóða rós, já, rós og liljan hvíta”. Þar næst er að geta greinar þeirrar ®r Jóhannes Þorkelsson reit í fyrravet- ur. Hún vakti kurr mikinn og var sem sumir klerkar klóruðu sér bak við eyrað og yrðu hálf-vandræðalegir, en sumir fundu hjá sér köllun til að svara og hafa nú flestir lesendur Heims- kringlu að líkindum lesið þau svör, og mi er svar Jóhannesar að koma út í ‘Ejallkonunni’ á móti þeim og þykir mörgum sem hann fari all-ómjúkum orðum um ritgerðir og stefnu séra M. Jockumsonar, en flestum þykir hann faera gild og góð rök fyrir sínu máli, og eg er einn meðal þeirra. En það var annað sem ég ætlaði að segja frá þessu viðvikjandi og það er, að séra Bened. Kristjánsson, sem er sálusorgari Jó- *) Nær virðist að fríkyrkjunni væru gefnar allar eignir ríkiskyrkjunnar og kyrkjustjórnin svo látin annast um laun presta. Ættu pólitiskir valdsmenn að launa þeim, væri þar ekki um neinn virkilegan aðskilnað ríkis og kyrkju að gera, og þar af leiðandi ekki um frí- kyrkju heldur nema i orði kveðnu. Ritstj. VEETT HÆSTU VERÐI.AUN A IIP.IMSSÝNINQUNN DR BASdNd KHi , IÐ BEZT TILBÚNA hlönduð vínberja Crearn of Tartar cfo-wder. Ekkert áiún ammonia eða -Rnur óholl efni. 40 ára ™?ynslu. hanne^ar, varð æfur mjög. Sagt er að hann hafi þrisvar byrjað að rita móti honum, en alt af orðið of skjálfhentur og seinast látið sór nægja með að senda til ‘Austra’ hina stuttu grein eða sam- líking um Herostratus hinn gríska og eru sumir á að hann hafi þar slegið sjálfan sig á munninn. En svo stefnir hann til fundar á Grenjaðarstað og hef- ir það víst átt að heita nokkurskonav rannsóknarréttur og jafnvel átt að reyna að fá Jóhannes til að taka sumt til baka af því er hann sagði í grein sinni um kyrkjuna og prestana, og líka vildi prestur fá að vita hve margir i sín- um söfnuði væru sama sinnis og Jó- hannes eða honum fylgjandi. 'Jóhannes varði grein sína með kjarki og gætni og var mér sagt, að prestur hefði þar enga sæmdarför farið, og svo lauk, að söfn- uðurinn kaus Jóhannes í sóknarnefnd, og sagði klerkur, að slíkt sýndi að söfn uðurinn væri Jóhannesar megin, en ekki sin megin i skoðunum, því úr söfnuði vildi klerkur hafa hann umfram alt. Á fundinum töluðu þeir Jón al- þingismaður frá Múla og Guðmundur Friðjónsson frá Sandi, og var það lielzt í þá átt, að vara prest við að vekja flokkadrátt eða ofsóknir gegn Jóhann- esi, því þá mundi fljótt öll vopn á lofti, bæði illog góð, og varla sýnt hvort Jó- hannes stæði e i n n á þeim vígvelli, en flestir mundu þó friðinn kjósa sem lengst. Var það allviturlega mælt, þótt ég aldrei geti sóð að komist verði hjá flokkadráttum og andlegum róst- urp, ef ræsta skal vel til og hreinsa hið andlega og kyrkjulega líf á Islandi, enda er nú mót á að slíkt sé í góðri byrjun þar sem hjálpræðisherinn bá- súnar nú í Reykjavik, og í öðru lagi kaþólski klerkurinn og Jón Helgason komnir í hár saman. Kyrkjublaðið er þar mitt á miiji, en vantrúarmennirnir að einsskjóta örfum við og við í 'Fjall- konunni’, ‘Stofni' eða ‘Eimreiðinni’. Það lítur út fyrir að flokkarnir sé í að- sigi hvað som út þiú verður, og um hjálpræðisherinn er það að segja, að mótihonum só óg ekki mælt, nema það sem gamli Gröndal hefir óspart dregið að honum og liygg cg það sé hin rótta aðferð til að benda öðrum á hve hoimskuleg og fáranleg sú gnðsdýrkun er, sem sáluhjálparherinn brúkar. Auð- vitaðsegir það ekkert gagnvart þeira sem gengnir eru í ha’nn á annað borð. Að öðru leyti get óg ekki skilið að sá flokkur eigi mikin viðgang í vændum hér á Islandi. Þá er að minnast á tíðarfar. Það hefir verið hið ákjósanlegasta alt þetta ár, þótt snemma snjóaði síðastl. haust. Snjókoma hefir verið mjög lítil í vetur og síðan um sumarmál hefir verið næst um hver dagurinn öðrum blíðari, og nú eru tún farin að grænka. Þó hefir liaf ís verið að flækjast hér fyrir landi öðru livoru. Verzlun lítur dauflega út, ef inn- flutningsbannið á Englandi verður að lögum um langan tíma. Þó hugsa menn sór að korna upp isliúsum og senda kjötið í ís til Englands. JÓHANNBS SlGURÐSSON. Hvað ég elska. F,g olska mæra morgun stund, Sem merki ber um gleði fund; Þá vaknar alt við lifsins ljóð Og litblóm vermir sólar glóð. Ég elska fagran fugla söng Og fögur, iðgræn skógar-göng, Og sanuan kælu, er kveður lirein, Sinn kærleiks-óð við laufga grein. Ég elska blíða aftan-stund. Þá eygló sendirkveðju’ í lund Og skóg, er klæðist gyltri gerð, Þar gripihn skuggi var á ferð. Eg elska rósa-krans á kvist, Sem kvöldsól hefir áður kyst, Og dögg í harma huldri ró, Þeim hjúp úr tára-perlum bjó. Ég elska læk með ljúfan nið, Sem liðast gegnum bakka hlið, Og sei’r við blómið: “Sofðu rótt, Eg syngja skal þér góða nótt”. Ég elska þetta af heilum hug'; Það hefir vikið sorg á bug, Því það að elska er óg írjáls, Sem aldrei verður mér til táls. H. Heíir þú nokkurntíma reynt Electric Bittors sem meðal við vcikindum þínum, Ef ekki þá fáðu þér flösku nú og láttu þér batna. Þetta meðal hefir re.vnst að vera sérlega gott við öllum ujúkdómum sem kvennfólk á vanda fyrir. Með því það erir líilærin sterk og vinnandi. Ef þú efir matarólyst, hægðaleysi.höfuðvei'k, svima, eða ert taugaveiklaður, átt báot með að sofa etc. þá þarftu að fá þór El- ectric Bitter, það er meðaliðsem læknar — 50 cts. og Sl.OOÍöllum lyfjabúðum. FRETTIR. DAGBÓK. MIÐVIKUDAG, 22. JÚLÍ. Barkskip á ferð frá Boston til Bue- nos Ayros í Argentina kom til Halifax í gærmorgun. Hafði snúið aftur af því skipstjórinn, koua hans og undirstýri- maðurinn höfðu verið myrt. Yfirstýri- maðurinn er grunaður og fleiri af skip- verjum og eru allir í haldi. Stjórnmálamaðurinn nafnkunni, Crispi, á Ítalíu, ersVo fátækur, að hann hefir neyðzt til að biðja stjórnina um eftirlaun, af því hann sé orðinn of gam- all til að gegna málafærslustörfum. — Þykir Itölum þar farast illa við svo mikinn mann. I dag var settur þjóðfundur popul- ista og repúblíka siliuríta í St. Louis. Að því er séð verður í upphafinu eru populistar óánægðir með Bryan, íor- setaefni silfuríta, en vilja ekki líða Se- wall, varaforsetaefnið, af því hann er ríkur maður, bankastjóri o. þvl. I dag voru þau gefin saman í hjóna band, Carl prinz, sonarsonur Kristjáns IX., og Maud prinsessa, þriðja dóttir prinzins af Wales. Vígslan fór fram í kapellunni í Buckingham-höllinni í við- urvist stórmennaskara mikils. En úti á strætunum var tiltölulega lítið um dýrðir, — ekki nærri eins mikið og venjulegt er við samskonar tækifæri. Borgin Cleveland í Ohio er 100 ára gömul í dag og stendur þar yfir minn- ingarhátíð borgarinnar. FIMTUDAG 23. JÚLÍ. Járnbrautaskýrsla Bandaríkja- stjórnar, fyrir síðastl. fjárhagsár, er út komin, og sýnir að mílnatal járhbrauta i Bandaríkjunum i lok fjárliagsáráins, var 180,657 mílur. Stofnfó þeirra sam- tals 10,685J milj. dollars. Nærri fjórði hluti allra þessara brauta var þá gjald- þrotaogundir umsjón stjórnarinnar. Stofnfé hinna gjaldþrota bTauta sam- tals S2500 milj. Tekjur allra járnbrauta- félaganna á árinu voruYúmlega $2 milj. meiri en árið næsta á undan og var það því að þakka, að viðhalds- og vinnu- kostnaður við þær var á árinu rýrður um §5£ milj. Við járnbrautaslys töp- uðu lifi: Járnbrauta þjónar 1,118; far- þegjar 270; — samtals 1,388. Eu 28,071 slösuðust moira og minna. Rússar fá því ekki framgengt að Li Hung Chang hætti við Ameriku-ferð 3Ína. Eftir að hafa heimsótt Breta- stjórn fer karl beinaleið til Washington. Repúbiíkar i Norður Dakota komu saman á fundi í Grand Forks í dag til að ákveða hverjir skuli sækja um ríkis- stjórnar-embættin pndir merkjum flokksins. Nú or uppkomið að Hermann prest- ur í Utah, sem þar hefir ráðið tveimur stúlkum bana. hefir að sögn drepið marga menn heima í Svíaríki. Útnefningafundi Dakota-repúblíka er lokið. Voru þessir kvaddir til sókn- ar: þjóðþingmannsefni M. N. Johnson; governor, Frank A. Briggs frá Mandan; vara-governor J. M. Devin frá Lamoure Co.; ríkisritari, Fred Falley frá Rich- land; féhirðir Geo. E. Niohols frá Cass Co.; reikninga yfirskoðari. .1. U. Cowan frá Ramsev Co.; ábyrgða-eftirlitsmaður, Fred Fancher frá Stutsman Co.; um- boðsmaður montamála, J. G. Holland frá Traill Co.; umboðsmaður akuryrkju og atvinnutnála H. U. Thomás frá Ben- son; járnbrauta-umboðsnefnd: Geo. H. Keyes frá Dickey, L. L. Walter frá Wells og J. E. Gibson frá Pembina Co. FÖSTUDAG 24. ,TÚLÍ. Laurier hefir elcki tilnefnt neinn inn anríkis stjóra enn. Josepli Aiartin, sem gjarnan vill ná i embættið, er kominn á heimleið svo búinn og er ekki neitt á- nægður með Laurier. M’Innes, senator frá British Columbia, vill einnig ná erabættinu og vakir yflr því í Ottawa. Það mál liggur milli liluta þangað til ráðherra-kosningar eru afstaðnar. jUvógareldur tnikill geysar á Kyrra- hafsBröndinni, — við Puget-fjörð norö- austanverðan, rótt fyrir sunnan British Columbia landamærin. Segir skeyti frá Seattle að skaöinn sé nú þegar orðinn ¥1—2 milj. Banka-félög í Bandaríkjum hafa ákveðið að hlaupa undir bagga meö stjórninni og.lána henni gttll, jafnótt og þarf, sem nregi til að halda gullsjóðn- unt í lögákveðnum mæli — S100 milj. Tolla-strlð mikið hefir staðið yfir um undanfarinn tima tnilli stjórnanna á Jamaica og Colontbia og er það nú nærri búið að oyðilegjrja báðar. Kjörherrarnir sem í ár kjósa Banda- ríkja-forseta, —- sem almenningur kýs til að kjósa fyrir sina hönd — verða 417 talsins. Þó enn sé óvfst hvort demó- kratar senda út forsetaefni eru blöðin farin að gera áætlun um úrslitin. Er fyrsta tilgáta sú, að af 447 atkvæðun- um fái McKinley 272, en Bryan 175 atkv. LAUGARDAG 25. JÚLÍ. Nú kemur sú fregn frá Ottawa að Laurier muni bjóða Sir Donald A. Smith innanrfkis-stjórnina. Fylgir það og fregninni að Sir*Donald muni taka því boði. Læknir einn í Berlín hefir látið fótó- grafa sig 30 sinnum fneð X-geislanum, í þeim tilgangi að fá sem nákvæmastar myndir af innýflunum. Af því leiðir að hann er nú næ.r dauða en lífi. Hárið alt er af höfðinu, andlitið orðið gul- mórautt á lit og eins og brunasár á brjósti og baki. JÍaria, elzta dóttir skáldsagnahöf- undarins nafnfræga, Charles Dickens, lézt í London 23. þ. m. Populista þjóðfundinum í St. Louis er lokið. Lyktaði með því að tilnefndir voru þeir Bryan og Sewall, — merkis- berar demókrata-silfuríta. Smá-hreður eiga sér stað á landa- mærum Grikkja og Tyrkja í Mace- dóníu, og veitir Grikkjum betur. Thos. F. Bayard, ráðherra Banda- ríkja á Englandf, er nú að skemta sér í Noregi. . Auk 30,000 sem fórust í Japan í vor mistu þar 60,000 manns aleigu sína, í jarðskjálftanum og flóðinu. MÁNUDAG 27. JÚLÍ. Flóð mikið og óvanalegt í Ohio- fljótinu. Northern Pacific-félagið, eða braut- ir þess allar, voru seidar við uppboð á laugardaginu 25. þ. m. fyrir §13 milj. Sama daginn var Duluth og Winnipeg brautin seld íyrir tæplega $21 milj. Að nafninu til var IJað félag í New York er keypti, en viikilega er það C. P. R. félagið “Cataract Construction”-félagið, sem er að hagnýta vatnsaflið í Niagara,- fossi, er um það bil að stofna verksmiðju Canadamegin við fossinn. Hefir að sögn lokið samningi það áhrærandi við Ontario-st.jórnina. Sir Donald A. Smith, nú heimkom- inn frá London, segir hlægilegt að stinga upp á að hann t.aki við stjórn innan- ríkisdeildarinnar. Laurier hefir auglýst (í ræðu á póli- tiskum fundi) að á j-firstandandi ári verði ekki snert við tollinum. En við því býzt hann, að innan 6 mán. verði skólamálið útkljáð. ÞRIÐJDAG, 28. JÚLÍ. Fregn frá Ottawa segir, að Sir Do- nald A. Smith verði okki látinn “segja af sér”, en fái að halda áfram sem er- indreki Canadamanna í London. Það er þegar víst orðið áð frumvarp Breta um fjárveiting til að byggja járn- brautina um austur-Afríku frá Mom- basa upp til Victoria Nyanza. Það var sem sé samþykt í gær raoð 239 gogu 86 atkv. að hleypa málinu til annarar um- ræðu, og þá er sigurinn æfinlega talinn vís. í millitiðinni er haldið áfram járnbrautargorðinni. Ofsaveður ogsteypiregn olli miklu tjóni á ökrum sumstaðar í Ontario og Ohio í gær. Mikillhluti af skipasmiðisverkstöð þeirra Harl mds & Wolfs í Belfast á ír- landi brann í gær. Eignatjón $1J til 2 milj. .Tapanitar fara að sögn með Kin- verjana á eynni Formosa cins og Tyrk- ir fara ineð Armeníu-menn, — drepa þá og brena býli þeirra. Er sagt að þeir séu þannig búnir að leggja 60 kínversk þorp í oyði. MIDVIKUDAGUIl 29. JÚLÍ. MexicO'Stjórn er að selja Japanit- um til landnáms og ræktunar 300 þús. ekrur af landi i óslitinni spildu og byj'j- ar innílutningur Japaníta undireins og kaupin eru gerð. Verðið er$l,00elcran. Gullsjóöur Bandaríkjastjórnar var í gær kominu niður í tæpar 90 milj. doll- ars, — 10 inilj. minni en lögin heimta. Victoria drotning verður yfir-dóm- ari 1 landamerkjaþrætu-málinu milli Chili og Argentíuu-rikjanna í Suður Ameriku. Dr. Jamieson, sá er í vetur er leið Iióf herforðina gcgn Transvaal-mönnum I or eekuv fundinn og félagar hans allir, uindur til 15 mánaða faagelsis. Isiendinga- dagurinn 3. August 1896. i Exhibition Park. Forseti dagsins: Árni Friðriksson. Garðurinn opnaður kl. 9 árdegis. Forseti dagsins setur samkomuna kl. 10 ardegis. Nefndin vill láta þess getið, að þótt, því miður, hr. Þorsteinn Er- lingsson ekki gæti beðið hér fram yf- ir Islendingadaginn, þá skildi hann eftir kvæði sem verður prentað, og lesið upp á Islendingadaginn. Aðgangur að garðinum er 15 cts. fyrir fullorðna, lOc. fyrir hörn 6—12 ára; yngri börn ókeypis. Hluttökueyrir er: fyrir nr. 10,12 14, 15, 16 og 17 á prógramminu 20c. fyrir hvert. Fyrir hjólreið 20c. fyr- ir hvert atriði. Fyrir stökk 15c. fyr- ir hvert. Fyrir glímnr 20c. Evan’s Consert Band spilar á sam- komunni. Hr. Jchn Hall hefir á hendi veit- ingar í garðinum, og geta þeir sem vilja fengið keypt hjá hontim mat (lunch), mjóik, kaffl, allskonar kalda drykki, allskonar ávexti, vindla 0. fl. Alt með mjög sanngjörnu verði. —_— \ *» Programm: kl. 10 f. m. til. kl. 1 e. m. Kapphlaup : 1. Stúlkur innan 6 ára.... .50 yds. 1. verðl. sólhlif 50c. 2. “ brúða 25c 2. Dreugir innan 6 ára... .50 “ 1. verðl. mnnnharpa 60c 2. “ bolti 25c 3. Stúlkur 6—8 ára....:. .50 “ 1. verðl. eldhúsáhöld Sl,25 2. “ Hattur 75c 4. Drengir 6—8 ára.......50 “ 1. verðl. lilaupaskór 75c 2. “ hnífnr 35c 5. Stúlknr 8—12 ára......50 “ 1. vcrðl. brjóstnál $1.50 2. “ brúða í kerru $1,25 3. “ Skæii 50c 6. Drengir 8—12-ára......50 “ 1. vcrðl. hnífur $1.25 2. “ iiúfu 75c 3. “ hiaupaskór 50c 7. Stúlkur 12—16 ára.... 100 “ 1. verðl. sólhlíf $2,00 2. “ silfur-brjðstnál $1,50 3. “ Llfstykki 50c 8. Drcngir 12—16 ára.... 100 “ 1. verðl. $2.00 virði 2. “ tíkyrta $1,50 3. “ blanj'askðr 75e 9. Ógiftar konurylir 16 ára 100 “ 1. verðl. 1 dús. myndir $4,00 2. “ Skór $3,00 3. “ Brjóstnál $1,50 4. “ Autograpli album 75c 10. Ógiftir karlm.yflr I6ára 150 “ 1. vcrðl. sígarakassi $3,00 2. “ Tri’iune 6 mos. $3.00 3. “ h.attur $2,00 4. “ lilanpaskór 60c,slipsi 50c 11. Giftar ):ormr........100 j-ds. 1. veiði. Piclvle stand : 3.50 2. “ veggjapappír $2,50 3. “ fruit casa $2,25 4. “ ’ doK.silförskeiðar$1,00 12. Kværitir menn........150 yds. 1. verðl. 'akór $5,00 2. “ Úocking Chcr $3,00 3. “ sigarakassi $2,00 4. “ 1 doz. hntfapör $1,50 13. Konur.giftarsein ógiftar 100 vds. 1. verðl. Diessing bottles $5,00 2. “ Album $3,00 3. “ 1 basket berries $1,50 4. “ sýrópskanna, smjörkúpa, kaffibrennari $1,25 14. Kariar, giftir og ógiftir 200 yds. 1. verðl.: Málverk $6,00. 2. “ klukka §3,00 3. “ 1 sekkur haframjöl $1,50 4. “ Roast $1,00, | sekk mjöl 50c 15. Allir kvæntir menn hálf míla. 1. verðl. reykpípa í hulstri $3,00 2. “ feltskór $1,50 16. Allir ókvæntir menn hálf míla 1. verðl. gullpenni $4.00 2. “ lampi $2,00 17. Islendingadagsnefndin 150 yds. 1. verðl. hattur $3,00 2. “ bók $2,50 18. “Potato liace.” 1. verðl. slifsispinni $1,00 2. “ hlaupaskór 60c HJÓL^ETÐ : 1. Kvart míla. 1. verðl.: medalía $4,50. 2. “ ‘ ‘sici or.ic Ti''« $2,00 2. Ilálf míla. 1. verðl. medalia $4,50 2. “ 1 doz. myndir $4,00 3. Ein míla. 1. verðl. medalía $4,50 2. “ sígarakassi $4,00 4. Ein míla “handicap race.” 1. verðl. medalía $4,50 2. “ Nor-Wester, 6 mos $3,00 3. “ $1.50 virði. 5. Tvær mflur “handicap race” 1. verðl. medalía $4,50 2. “ Free Press 6 mos. $4.00 3. “ belt $1,50 Kl. 2—5 e. h. RÆÐUR OG KVÆÐI. Vestur-Islendingar: Kvæði: Kr. Stefánsson Ræða: Jón Ólafsson. Island: Kvæði: Þorst. Erlingsson Ræða: Valtýr Guðmundsson. Ameríka: Kvæði: Jón Ólafsson Ræða: W. II. Paulson. Kl. 5—7 e. li. Aflraun á kaðli, verðlaun $16,00. (Conservatives og Liberals togast á). Stökk fyrir alla : 1. Hástökk. 1. verðl. skyrta og hnappar $1,50 2. “ Tvenn bollapör $1,00 2. Iláftökk jafnfætis. 1. Skyrta og silkiklútur $1,75 2. “ 3 kassar kaldir dr. $1,50 3. Langstökk. 1. verðl. vindlakassi $1,50 2. “ Lampi $1,25 4. Hopp-stig-stökk. 1. verðl. úrkeðja $2.00 2. “ hlaupaskór,slippers$l,10 5. Stökk á staf. 1. verði. hattur $2,00 2. “ göngustafur $1,50 Glimur. 1. verðl. 1 doz. myndir $4,00 2' “ buxur $3,00 3. “ hattur $2,00 Dans að kvöldinn til klukkan 11.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.