Heimskringla - 13.08.1896, Blaðsíða 1

Heimskringla - 13.08.1896, Blaðsíða 1
X. ÁR. NR. 33. Heimskringla. WINNIPEG, MAN., 13. ÁGÚST 1896. Kvœði. ÍPlutt á íslendingadaginn í Winnipeg, 3. Ágúst 1896. Kæra þjóð, á góðri gleðistundu, 'Gleðjum oss á Vesturheimsins storð ; Úr fjarlægðinni, fósturlandsins grundu Finst oss skylt að senda vinarorð; Sem frjálslvnd þjóð vér frelsis merki berum, Sem fornar hetjur sigur kveðum brag ; 'Og könnumst við að íslenzkir vér erum, I þá minning hðldum þennan dag. Og þó vér-séum fjærri fósturlandi, Og fylgja hljótum amerískum sið, Sarat er eins og okkar líf og andi ■Sé æskustöðvar sínar bundinn við. Og'hver er sá á feðra frægð svo gleyminn Að finnist ekki hitná’ í æðum blóð ? Við eigum líka vini viða’ um heiminn Seai viðurkenna okkar litlu þjóð. En ef vér viljum viðurkenning slíka, Að vera göfug, framsækjandi þjóð, Við hljótum þá að hjálpa’ oss sjálfir líka Og hrinda margri vanþekking og hnjóð. Og við ef annars að því gefum gætur, Sem greinilega’ í ritum mörgum sést, Að pólitík og trúarbragðaþrætur Tvístra vorum kröftum einna mest. Við vorum, erum, verðum drengir hvítir Og viljum fram meö tímans hraða straum; Á mentastigi margir reynast nýtir, Þó margir ráfi’ í vanþekkingar draum. En málum þá ei okkur sjálfa svarta, Með sómalausum vanþekkingar hnjóð, En iðkumsvo það sanna, hreinaog bjarta Og sýnum að við elskura vora þjóð. Fámennir og framandi hér stöndum, Frelsi og hreysti þurfum allrar við ; Nú ef ekki höldum saman hötídum Hverfum við sem annað sundrað lið. En stöndum þétt og göngum ekki’ í greypur Vor göfug þjóð er frægum sigri ann ; Munum fornu hetjuna, sem hleypur Hringinn yfir stundum þrefaldann, Meðan fönn á fjailatindum hvílir, Og fellur elfan tær í breiðan mar, Meðan hlíðin dalnum djúpa skýlir, Og dafna blóm í jöðrum hér og þar, Meðan fugl á sævarskeri syngur Og svalköld báran rymur hátt við sand, Meðan ætti einn liver íslendingur Að elska og muna þig, vort íöðurland! Þið íslenzk fljóð, sem elskið frægð og framann, Til fullkomnunar sýnist ykkar þrá, Starfið allar eins og syetur saman, Þið sannarlega miklu orkið þá. Fram! áfram, vor fijóðin blíð og drengir Og fjörugt eflum lands og þjóðar hag. Ríki friður, frelsi’ og lukkugengi Framvegis hjá okkur, sem í dag. Þohstbinn M. BorgfjöRð. Hriíinn frá dauða. Dr. Agnew’s hjartveikis-lyf bjargar lífi konu einnar í norðvesturlandinu. Hið merkilega Catarrhal Powder hans læknar mann frá Nova Scotia. Þegar maður fær afleysi í hjartað, þá eru afieiðingarnar ætíð hættulegar nema hægt sé að auka vöðva-afi þess með ein- hverju móti. Það er af þessu að svo margir deyja af hjartveiki. Efnin, sem Dr. Ágnew’s “Cure for the Heart,” er búið til úr, eru þess eðlis að þau bæta undir eins. án þess að gera nokkrar skemdir á líkamanum, og ef það er brúkað um tíma upprætir það sýkina alvg. Mrs. J. L. Hillier frá Whitewood. N. W. T,, segir hlátt áfram að þetta meðal hafi bjargað lífi sínu. Hún hafði verið mjög slæm af hjartveiki og gat varla nokkurn tíma sofið eða legið svo mjög lá henni við að kafna. Beztu læknar í norðvesturlandinu dugðu ekki, Hún segir: “Lyfsali einn ráðlagði mér að reyna ,Dr. Agnew’s “Cure for the Heart”. Ég reyndi það og varð afleið- ingin sú að mór fór þegar að batna, og þegar ég hafði brúkað það um stund var ég orðin albata. Það er enginn efi á því, að eftir útliti að dæma er rétt að álita, að þetta meðal hafi bjargað lífi mínu”. Það væri rangt að ætla að Dr. Ag- new’s Catarral Powder lækni að eins mjög veegt kvef, Að vísu læknar það væga kvefsótt, og það fijótt og vel. en það læknar oinnig hið versta kvef og afleiðingar þess, eins og dæmi Mr. J. Maclnnis frá Watlinahuck Bridge. N.S., sýnir. Þessi maður var orðinn heyrn- arlaus af kvefi og þar af leiðandi nef- rensli, en þegar hann var búinn að brúka eina flösku af þessu meðali, þá heyrði hann eins vel ems og hann hafði heyrt nokkru sinni áður, Þetta meðal er þægilegt meðferðis; linar þrautir á tíu minútum og bætir alveg á stuttum tíma. FRETTIR. DAGBÓK. FIMTUDAG, 6. ÁGÚST. Konungur Grikkja (Georg sonur Kristjáns IX.) hefir við orð að segja af sér, ef stórveldin banna honum að renna vonaraugum til Krítar sem til- vonandi útríkis Grikkja. Demókratar og populistar sóttust í Alabama í ríkiskosningunum, sem þar fóru fram 3. þ. m. og hafa demókratar borið sigur úr býtum. Hafa vald á 3 af hverjum 4 mönnum á rikisþingi. Eru þar kjörnir í neðri deild 74 demókratar og 20 popúlistar, en 6 eru óvissir enn ; í efri deild eru kjörnir 20 demókratar, 3 popúlistar, 1 óviss. í Toronto er hafin orusta um það, einusinni enn, hvort strætisvagnar skuli ganga á sunnudögum. Sem stend- ur er orustan um það hvort fólkið skuli hvatt til að greiða atkv. um það mál í September næstk. eða ekki. — Þar hefir fylkisstjórnin ekki, þó ‘liberöi’ sé, svift bæjarmenn atkvæðisrétti í því efni, eins og ‘liberal’-stjórnin í Manitoba. Atkvæði féllu gegn stjórn Breta í dag í efri málstofunni. Irsku land- kaupalögin voru á dagskránni og urðu orsökin í þessu hrapi. Ríkir lands- drottnar vildu hreyta ýmsum atriðum og reyndust Salisbury of sterkir. Spánarstjórn hefir skipað konsúl sínum í New York að útvega tölu Spán verja í borginni og grendinni, nöfn þeirra og heimili. Stjórnarformaður Laurier kom til Ottawa í gærkveldi alfluttur, og var honum mikillega fagnað. í skrúðgöng unni voru 800 menn með blys. FÖSTUDAG, 7 ÁGÚST. Sú ólíklega fregn kemur frá New York, að D. B. Hill hafi afráðið að fylgja Bryan að vígum í forsetasókn- inni. Ofsa hiti eystra og syðra um und- anfarna daga. I New York var hitinn 91 stig í skugga í gær og var lítt þol- andi í hinu rakafulla lofti. Boston-menn viija ekki hafa nakið kvennlíki (úr bronzi) i bókasafni bæjar ins. Kvennlíki þetta þykir meistara- verk og gaf höfundurinn (í Paris) safn- inu það. Bankafélög öll i Montreal hafa á- kveðið að neita að taka Bandaríka silf- urpeninga og seðilpeniriga innleysan- lega moð silfri. Cleveland forseti Bandaríkjanna lief- ir ekkert sagt né ritað um þjóðmál og horfur síðan útnefningafundirnir voru haldnir. En nú er von á bréfi frá hon- um á hverjum degi, HeiU hópur af fólki í þorpi ei nu í Ohio er brjálaður orðinn út af trúarofsa Fyrirliðarnir þykjast umgangast guð dagsdaglega. Hafa nii þrír þeirra ver- ið höndlaðir og settir á vitlausra spít- ala. Það er búizt við blóðsúthellingum út.af þessu stórfelda æði. Stjórn Breta hefir slept tilkalli til hólmans Trinidad fram af Brasilíu, sam kvæmt úrskurði Portugisa, er dæmdu í því þrætumáli, George Henry Murraj’, sá er í vet- ur en leið sótti gegn Sir Charles Tupper í Cape Breton, er orðinn stjórnarfor- maður í Nova Scotia í stað Fieldings, hins nýja fjármálastjóra Lauriers. Maður frá Milwaukee í Wisconsin var með öðrum að klifra upp á fjalls- tind í Klettafjöllunum í grend við C. P. R.-sporið, þegar hann féll fiam af 50 feta háum hamri og valt yfir 900 fet þaðan niður fjallshlíðina. Hann beið bana af. LAUGARDAG, 8. ÁGUST. I New York er verið að byggja skrifstofuhyggingu, sem verður 386 feta há, verður 30 tasíur. Til að sjá verð- ur hún líkari turni en húsi. Silfurítar í Bandaríkjunum eru í iílri klípu. Á Chicag’o-fundinum var Sewall tilnefndur sem varaforseti, en á populista-fundinum 1 St. Louis, var Watson frá Georgia kjörinn. Núvill hvorugur víkja fyrir hinum, þó öllum brögðum hafi verið beitc til þess, Er nú helzt talað um að fá báða til að hætta og láta framkvæmdarstjórn beggja flokka koma sér saman um nýjan mann. Það þarf að gerast fyrir 12. þ. m. Bretar og Matabelamenn háðu skæða orustu hinn 5. þ. m. Matabelamenn voru um 5000 á móti 700 brezkum her- mönnum. Bretar báru samt sigur úr býtum. Cubamenn, uppreistarmennirnir, eru á ný teknir til að brenna eignir og eyðileggja. Núna í vikunni lögðu þeir í rústir eignir virtar á 600 þús. <Joll,— 2 stór tóbaksræktunarbú og eitt kaffi- ræktunarbú með öllu tilheyrandi. Bretar og Þjóðverjar eru saupsátt- ir á ný. Vilhjálmur keisari hefir neitað að ti^sa þátt í heimboði og skemtunum, sem amma hans bauð honum til, og blöðin skamma þjóðirnar og stjórnirnar á víxl hvert í kapp við annað. Sir Donald A. Smith og Sir Stephen sem gáfu Montreal-bæ hið svo nefnda Royal Victoria-sjúkrahús, er kostaði meir en $1 milj., hafa nú gefið þessari stofnun $800,000 sem framfærslufé. MÁNUDAG 10. ÁGÚST. Á sambandsþingskjörskrá í Canada við síðustu kosningar voru nöfn 1.367,- 735 kjósenda, en ekki greiddu atkvæði nema 890,711. Af þeim fengu liberalir og patrónar, sem þeim eru hlyntir, sam- tals 397,104 atkv. eða 96,223 atkv. færra en conservativar og óháðir menn sem telja sig þeim megin, og 15,812 atkv. íærra en conservativar einir út af fyrir sig. Þó liberalir þannig hafi mikinn minnihluta atkv. hafa þeir að öllu sam- töldu 25 mönnum fleiri yfir að ráða á þingi. Bryan, forsetaefni silfur-íta, lagði af stað í austurferð sina, til New York á laugardaainn, og er för hans sann- nefnd sigurför. Þúsundir manna biðu hans á hverri einustu vagnstöð. Það var ákveðið á fundi demókrata í Indíanapolis, Indiana, fyrir helgina, þar sem mættu fulltrúar frá 35 ríkjum að efna til þriðja þjóðfundarins og senda út þriðja flokkinn af forseta-umsækj- endum. Til aðgreiningar frá silfurdemo- krötum kallar þessi flokkur sig “nati- onal demokrata”. Þjóðfundurinn verð- ur settur í Indianapolis 2. September næstk. Verkamannaforingjar á Englandi hafa í huga að gera hina stærstu skrúfu sem sögur fara af á Englandi, 16. þ. m. Er hugmyndin að ein milj. uppskipunar og hafn-vinnumanna hætti þá vinnu. Þeir viija fá styttan vinnutímann og launin samtímis aukin um 50 cents á dag. Það þykja horfur á að ríki Tyrkja í Evrópu sé um það að gliðna sundur. Þar hjálpast alt að: féleysi, styrjöldin á Krit og vaxandi ófriður innanríkis. Hinn 8. þ. m. sat Andrée loftsiglari enn á Spitzbergen. Loftfar hans var þá ferðbúið, en vindur var óhagstæður. ÞRIÐJUDAG 11. ÁGÚST. Tyrkir eru byrjaðir á sömu ódæðis- verkunum á Krít eins og þeir hafa unnið í Armeníu. Drápu þannig 30 kristna menna á sunnudaginn, konur og börn jafnt og karla. Ekkjufrú Tennyson, ekkja skálds- ins nafnfræga á Englandi, er látin. Lávarðarnir hræddir. — Eins og áður hefir verið skýrt frá, tók lávarða- deildin á þingi Breta til að umhverfa írska landlögunum um daginn, livað sem stjórnin sagði. Kom þá í ljós sú löngun stjórnarinnar, að rýra völd lá- varðanna, eins og Roseberry forðum ætlaði sér. Lávörðunum leizt þá fokið í flest skjól, óttast nú og gefa í skyn að þeir muni sleppa landlögunum. Svo var heitt í Chicago á laugar- daginn var, að því er blöðin segja, að 65 menn sýktust og af þeim deyja 20 svo víst sé, en 3 urðu æðisgengnir alveg. Sama daginn féllu 250 hestar dauðir úr hita á strætunum. Maður að nafni E. E. Anderson þreytti kappreið á reiðhjóli gegn gufu- vagni, í St. Louis á sunnudaginn, og fór hann miluna á 1 mín. og 3 sekúndum. Brautin sem hann fór eftir var þiljuð með borðyið. Á laugardaginn ætlar Li Hung Chang að heimsækja Gladstone gamla að Hawarden-kaStala. Wasliington-stjórn gerir aætlun um að í Bandríkjum verði hveiti-uppskeran í ár sem svarar 75 hush. á móti 100 bush. í meðal ári. Tvö canadisk gufuskip, “Vancou- ver’’ Dominioa línunnar, á austurleið og “Lake Ontario” Beaver línunnar, á vesturleið, rákust á í þoku á Lawrence- fljóti skammt fyrir austan Quehec í gær. Bæði brotnuðu illilega, en annað slys varð ekki að. Hafnsögumenn tóku þau þegar til Quebec til aðgerðar. írsku landlögin voru samþykt með öllum atkv. í lávarða deild hrezka þings ins í gærkvöldi, en með þeim breyting- nm, sem lávarðarnir þegar höfðu gert. MIÐVIKUDAG, 12. ÁGÚST. Skeyti frá Ottawa segja að Robort Watson, ráðherra opinberra starfa í Manitoha, hafi verið boðin innanríkis- stjórnin í ráðaneyti Lauriers, og að hanu hafi svarað, að enginn Manitoha- maður gæti gengið í ráðaneyti Lauri- ers á meðan stefna sambandsstjórnar- innar í skólamálinu er óákveðin. Li Hung Chang heimsækir Canada stjórn og verður gestur hennar á ferð sinni um Canada. Kemur til Canada frá Washington snemma í Sept. næstk. Indíánar 500 mílur norðvestur frá Victoria, B. C., sáu hinn 10. þ. m. loft- far sigla beint til norðurs. Er nú getið á að það sé Andrée ; hafi hrakist fyrir yindi og ekki náð réttri stefnu fyrri en þarna. Fregnin þykir ósennileg. Uppreistarmenn á Krít hafa mynd- að hráðabyrgðarstjórn, er nú situr á þingi. Maðurinn með hunds- hausinn hefir nýlega fundið hjá sér hvöt til að fara um mig nokkrum dóna orðum út af svari mínu til Lögbergs, þar sem ég andmælti meðferð þess á íslendinga- dagsmálinu. Það er ekki tilgangur minn að svara þessmn óviðjafnanlega sóðaskap orði til orðs.því málefnið gæti ekkert grætt á því. Grein mín hefir auðsjáanlega verið honum of örðug til þess hann gæti hrakiðhana með rökum. Maðurinn með hundshausinn hefir sem sé ekki hundsvit á málefninu og sleppir því þess vegna fram hjá sér, en leggur til mín persónulega með öllum þeim dónaskap sem eðli hans er svo eiginlegt. Við þess konar mann er aldrei mælandi málefna vegna, en það liggur stundum við að það sé skylda aðsvara þeim samt og enda að mæla þeimíþeirra eigin mæli þó viðbjóðslegur sé. Sá sem ekk- ert annað hefir fram að bora sem afsök- un þegar til reikningsskapar kemur, en það, að hann hafi ekki betur vit á, þarf að læra að þekkja sjálfan sig eins og aðrir sjá hann, og í þessu tilliti er mað- urinrt meðhundshausinn engin undan- þága. Hann hefði eflaust gott af að hugsa út í það, að það sem gefið er út á almannafæri legst þannig fyrir dóm a 1- mennings, og í sambandi við það, að asnaskapurinn slær ætíð hann fóstra sinn fastast á munninn. Það er nú raunar ekki von að ‘skepnan’ sé komin svo langt að vita þetta, og fjarri sé það mér að mælast til að hann só lát inn gjalda þess, en hins væri óskandi, að sem flestirgæfu bonum góð ráð og bend ingar við og við ; slikt væri víst mjög þakka vert. Upplag garmsins er raun- ar í lakara lagi, og heldur er hann tor- næmur, en ef liann fengist til að láta minna í magan og meira í höfuðið mán- aðartíma eða svo, þá ætti hann með gnðsnáð að lagast. Ef að þessar línur geta því vakið eftirtekt á aumingjanum svo að greiðviknir náungar, sem elska hann af öllu hjarta, miskuni sigyfir hann og gefi honum ‘lexiu’ við og við, þá er tilganginum náð. Hann ætti fljótlega að komast á svo hátt þroska- stig að hann segði það ekki lýgi í dag, sem hann sagði sannleika fyrir fáum dögum síðan, enda þótt þessi tvö atriði (sannleiki og lýgi) hafi alt af verið ósköp blönduð í honum, — og garmurinn mjög vanafastur. En það er lireinasta hneyksli að láta hann alastupp í svona óstjórnlegu óvirðingarleysi fyrir sjálf- um sér, og hreint sorglegt fyrir aðstand endur hans, sem sagðir eru bæði margir og vandaðir. Vegna rúmleysis í blaðinu get ég ekki sagt meira að sinni, enef þörf ger- ist hefi ég allan vilja á að brýna fyrir almenningi síðarmeir, að leggja meiri rækt við fáráðinn heldur en að undan- förnu. Og svo kveð ég þá manninn með hundshausinn i bráðina. E. Ólafsson. Ur bréíi frá Spanish Fork. .... Af því að í dag er 3. Ágúst, dagurinn sem þér kallið íslendingadag, held ég ekki væri úr vegi, að senda yð- ur og- öllum löndum, sem taka þátt í þeirri gleði,vorar innilegustu lukkuósk- ir héðan. Það getur nú annars skeð, að það þyki heldur um seinan, en “betra er seint en aldrei,” Vér landar hér er- um í sumum hlutum mestu seinlætis- menn. svo það verður að virða oss til vorkunar, þó vér séum á eftir í þessu sem öðru sem að íslenzkri manndáð og menningu lýtur. Vér erum hér að vísu margir íslendingar ; en þó vitum vér ekkert um hvað íslendingadagur er, eða íslenzk þjóðhátíð, nerna rétt að nafninu til. Svoleiðis samkoma hefir ekki verið haldin í manna minnum hér í “Zion,” og mikið óvist að það verði á þessari miklu framfara öld. Ekki aru þó ís- lendingar svo fáir hér, að ekki mætti halda laglega samkomu ; og samkomu- hús eiga þeir, en samt eru samkomur liér meðal Islendinga mjög fáar, sem mest mun stafa af því, að oss vantar hér framtakssamann leiðtoga, en hann er ekki fundinn enn. Að vísu höfum vér nú samt til vor á meðal þessleiðis mann, og að ég mætti segja menn, sem því væru vaxnir að geta verið framfara leiðtogar þjóðflokks vors, en því er ein- hvernveginn þannig varið, að vér höf- um ekki borið giftu til, eða haft vit á, að hagnýta oss þeirra hæfileika upp á þann hátt sem hezt átti við og oss mundi mestur sómi og gagn af verða. Að halda árlega meðal Islendinga víðsvegar um bygðir þeirra í Ameríku þjóðhátið Islendinga, hljótum vór allir að viðurkenna, að bæði só fagurt o g nauðsynlegt. en eftir því sem ráða má af blöðum vorum liér, þá eru skoðan ir manna nokkuð margskiftar með það, hvenær og í hvers minningu að daginn skuli halda. Ég er þeirrar meiningar, að það væri mikið nauðsynlegt fyrir o'ss Vestur-íslendinga, að ráða því máli til lykta og fastákveða einhvern dag, sem allir skuli halda hátiðlegan í einu, sem þjóðminningardag. Og svo ég geri mína uppástungu um daginn heyrum kunna. þá skal ég tilnefna daginn sem Ingólfur gamli Arnarson sté fyrst fæti áísland fyrir 1022 árum síðan, því þá fyrst virðist mór að byrjað hafi tilvera hinnar íslenzku þjóðar. En til að koma reglulegu skipulagi á þettaog koma sér saman um daginn hvert heldur væri þessi eða annar, hygg ég eina og bezta veginn, að Islendingar í Ameríku haldi nokkurskonar þjóðþing á einhverjum hentugum stað í Ameríku og léfeu Þar til kjörna fulltrúa fastákveða daginn og ráða þessu máli til lykta Að íslendingar í Ameriku halda þenna svonemda þjóðminningardag rétt eftirhlutföllum, og hentugleikum, finst mér í meiralagi hneykslanlegt:það lýsir skorti á félagsskap, og þekkingu vor á meðal, og gerir oss sem þjóðflokk hlægi- legan í augum samþegna vorra. héi í landi, aí öllum þjóðflokkum, sem flestir halda sinn dag á fastákveðnum og í föstum og vissum tilgangi. Og þvi skildum vér íslendingar ekki geta gert hið sama, úr því vér erum á annaðborð, að leitast við, að viðhalda þjóðerni voru tungu og bókmentum ! Nu lira. ritstjóri, svo ég ekki þreyti lesendur vora á oflangri ritgerð um þetta mál, að þessu sinni, virðist inér bezt að slá nú botniní, og bíða þessa, að heyra frá löndum vorum í gegnum blöð- inn okkar íslenzku skýrt og skilmerld- legt álit þeirra um þjóðminningardag- inn. Blöðin, “Iíkr.” og‘Lögberg’hafa allareiðu sagt nógu mikið af sínu áliti, um þennan dag, og vil ég þar fyrir á- lykta, að nóg sé nú komið af því. Það eru raddir almennings, sem hljóta að koma fram, og ég hefi engan efa á. að blöð vor taka fúslega á móti ritgerðum um það efni, því allir ættu að geta skrifað um það Jfyrir utan hnútukast eða persónulegheít. ■ / Islands-fréttir. (Eftir “Stefni”.) Akureyri 15. Júlí 1896. Danskur fornfræðingur, lautenant Bruun er hér á ferð um landið í því skyni að rannsaka fornmenjar af bygg- ingum o. fi. Hann er frægur fyrir raim- sóknir sínar á bæjaleifum hinna göm'lu Grænlendinga. Tíðavfar heitt með smáskúrum það af er þessum mánuði, og búist við með- algrassprettu liér um sveitir. “Bremnæs" fór skemtiferð til Gríms- eyjar eins og til stóð 9. þ. m. með um (30 farþegja. Margir fleiri vildu fara en gátu eigi komist fyrir rúmleysi. Verðlag á ull er nú 60 — 70 au., há- karlalýsi 26 kr. 75 au. tunnan, saltfisld stórura 35 kr. skippd., smáum 30 kr., ísu 25.kr. (Eftir “Þjóðv. Unga”.) ísafirði 12. Júní ’96. Tlðavfar einatt fremur kalt, svo að illa horfisc tneð gróður, ef ekki breyt- istjtíð. Hafisinn rak héðan af firðinum í öndverðum þ. m., svo innsiglingin var að eins teft um viku-tíma. 22. Júni. Rannsóknarferðir. Dr. Þorv. Thor- oddsen heldur í sumar áfram landfræð- isrannsóknum sínum, og ferðast um Eyjafjarðar- og Skagafjarðar-sýslur, og óhyggðir þar, alla leið suður að Hofs- jökli. Landbúnaðarfélagið danska sendir hingað í sumar inspektor P. Feilberg, til þess að kynna sér ástand landbúnað- arins og búnaðarskólanna hér á landi. Tíðarfar. Sama kulda-tíðin helzt enn, svo að vor þetta má yfirleitt teljast eitt af köldustu vorum hér vestra. Síldin er einatt nóg hér á pollinum, og hefir aflazt mjög vel af henni, síðan um miðjan f. m., í vörpur þeirra L. A. Snorrasonar og Á. Ásgeirssonar kaup- manna, svo að sjaldan hefir verið hér beituskortur, enda hafa þeir Kristinn Gunnarsson og Hertervig, sem fyrir vörpunum eru, sýnt mikinn dugnað og lag við veiðar þessar. Sparisjóðsrentan lækkuð. Á fundi, sem ábyrgðarmenn sparisjóðsins á Isa- firði héldu fyrir skömmu, var samþykkt að lækka rentuna af sparisjóðs-innlög- um, svo að hún er nú að eins 3J%, enda hafa sjóðnum að undanförnu borist svo mikil innlög, að hann hefir orðið að senda allmikið fé tíl ávöxtunar i lands- hankann. Aflabrögð mega einatt teljast jafn- góð hér við Djúpið, en megnið af aflan- um, sem fengist hefir nú um hríð, er ísa og smáfiskur (“ruslfiski”, sem almenn- ingur hér kallar). — Nú fyrir helgina kippti þó nokkuð úr afla hér við Út- Djúpið, og kenna sjómenn það slægingu ýmsra fiskiskipa, sem hafa hafst við á Bolungarvikur-miðum. — Svo segir og sagan, að einhverjir formenn í Bolung- arvík og Hnífsdal hafi syndgað gegn slægingarbanni fiskiveiðasamþykktar- innar eigi aUs fyrir löngu. i Norskur hvalveiðamaður, erNielsen nefnist, var hér á ferð fyrir skömmu, og ráðgjörir að flytja beykistöðu sína hing- að til landsins, og reisa hvalveiða hús á tveim stöðum, líklega í Jökulfjörðum (í Grunnavikurhreppi) og á Siglufirði nyrðra. — Mælt er, að liann hafi 6 hval- veiðagufubátum yfir að ráða, er séu eign fiánarbús Sv. Foyn, hvernig svo sem eignar-ráðunum verður varið, þeg- ar hingað kemur, og skipin þurfa að skrásetjast sem íslenzk eign. 11. .Túní þ. á. andaðist að Kirkju- bóli i Valþjófsdal merkiskonan Gróa Grcipsdóttir. Hún var fædd í Breiðdal neðri 3. .sept. 1808. 30. Júní. Tíðarfar. Síðan síðasta nr. blaðs- ins kom út hafa komið stöku hlýinda- dagar og regnskúrir, svo að gróður hef- ir ögn lifnað. Tíðarfar. Rigningar og óþerrar hafa nú gengið hér vestra um nokkurn tíma. Grasið hefir þotið upp undanfarna daga, og eru liorfur lijá landbændum því mun betri, en áhorfðist. Vöruverðlag. Matvara er í ár dýr- ari hér í verzlununum, en í fyrra: rúgur á 14 kr., rúgmélá 16 kr., bankabygg á 20—22 kr., og hrísgrjón á 22 — 24 kr., tunnan. — Kaffi er nú selt á 1 kr. 10 a., eða 5 aurum lægra, en í fyrra, kandís á 35 aura, melís á 30—35 a., og önnur vara flest með svipuðu verði, eins og í fyrra. 25. f. m. andaðist í Bolungarvík Bárður Magnússon lausamaður, 46 ára að aldri. Róðrum er nú almenningur hættur hér við Djúpið, enda sagt fremur fátt um fisk í Djúpinu, nema reitingur nokk- ur af ísu og fisk-smælki. Kvef-vesöld hefir gengið Iiér vestra, og hafa nokkur smábörn á fyrsta ári látizt úr henni. VEITT UÆSTU VKRÐLAUN A HKIMSSÝNINQUNN DEt’ P0WDIR IÐ BEZT TILBÚNA Óblönduð vínberja Cream of Tartar Jowder. Ekkert álún, ammonia eða Snnur óholl efni. 40 ára ^eynslu.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.