Heimskringla - 27.08.1896, Síða 2
HEIMSKRINGLA aGÚST 27 1896.
Heimskringla
PUBLISHED BY
The Heimskringla Prtg. & Pabl. Co.
•• ••
Verð blaðsins í Canda og Bandar.:
$2 um árið [íjTÍrfram borgað]
Sent til íslands [fyrirfram borgað
af kaupendum bl. bér] $ 1.
• •••
Uppsögn ógild að lögum nema
kaupandi sé skuldlaus við blaðið.
• •••
Peningar sendist í P. O. Money
Order, Registered Letter eða Ex-
press Money Order. Bankaávis-
anir á aðra banka en í Winnipeg
að eins teknar með afföllum.
•• ••
EGGERT JOHANNSSON
BDITOR.
EINAR OLAFSSON
BUSINESS MANAGER.
• • ••.
Office :
Corner Ross Ave & Nena Str.
P. O. Box 305.
International-lög.
Eins og kunnugt er hafa stjórnir
Breta og Bandaríkja um undanfarinn
tíma verið að skrifast á um það, hvert
tiltækilegt sé fyrir þær að bindast samn-
ing um að útkljá öll sín þrætumál fyrir
þar til kjörnum sátta rétti. Og eins og
kunnugt er hafa báðar stjórnir gefið í
skyn, að horfurnar á samkomulagi í
þessu efni séu hinar vænlegustu.
Nú fyrir skömmu gerði forseti hæzta-
réttardómaranna á Englandi sér ferð til
Ameríku, til þess sérstaklega að mæta
á ársfundi allsherjar lögfræðingafélags
Bandarikja og flytja þar ræðu um In-
ternational-lög, eða lög, sem nllar þjóðir
eiga að hlýða. Það er með öðrum orð-
um, ræðu um það, hvort tiltækilegt sé
að hafa sáttarétt, til að útkljá þrætu-
mál þjóðanna og með því koma í veg
fyrir stríð og styrjöld.
Það er sagt »ð báðar stjórnir hafi
hvatt Russell lávarð, en ekki latt, til
fararinnar, eftir að kunnugt var að lög-
fræðingafélagið bauð honum á fundinn.
En hvert sem það var eða ekki. þá er nú
þegar viðurkent, að með ræðu sinni hafi
hann stutt málefnið mikillega. Það er
hvorttveggja að Russell lávarður er
nafnfrægur maður, í enskutalandi lönd-
um að minnsta kosti, enda var honum
fagnað eius og þjóðhöfðingja, bæði þeg-
ar hann kom til New York fyrst og aft-
ur á fundinum. Ef til vill á hann það
meðfram því að þakka: að hann af eigin
ramleik hefir hroðið sér veg úr fátækt
og þrengingulh í ungdæmi sínu til þess-
arar miklu upphefðar, auðs og valda;
að hann er fyrsti Irlendingurinn, sem
náð hefir þvíeftirsóknarverðatakraarki,
að verða Lord Chief Justice Breta; og,
að hann svo snildarlega varði Ch. S.
Parnell um árið gegn ofsóknum •Times’,
eða eiganda þess blaðs. En hvert sem
þetta hefir átt mikinn eða litinn þátt í
viðtökunum sem houm hafa verið sýnd-
ar, þá er það eigi að síður vottur um á-
huga fyrir málefninu, að miklu fleiri
frægir lögfræðingar og stjórnmálamenn
þyrptust saman til að hlusta á Russell
lávarð, en fengu þrengt sér í fundarsal-
inn. Því fremur er þessi áhugi eítir-
tektaverður þegar athugað er, að á-
heyrendurnir flestir taka sinn ósvikinn
skerf í kosninga-baráttunni sem hajin
er og sem hélt áfram uppihaldslaust á
meðan foringjarnir viku frá, til að stú-
dera International-lög.
Russell lávarður byrjaði ræðu sína
með því að segja, að til hefðu verið
margir frægir lögfræðingar, sem segðu
það álit sitt, að í raun og veru væru
engin International-lög til. Það álit
sagði hann þeir bygðu á því, að ‘’lög”
væri valdboð til hinna undirgefnu, en í
International-laga skilningi væri ekkert
shkt vald til, sem boðið gæti hinum að
gera svo og svo, því stórveldin legðu
þann skilning í reglur þær allar, sem
kallaðar eru International-lög, að
minsta veldið sé jafnt þvi voldugasta
é, meðan deilt er nm þýðingu þessa eða
hins atriðis í International lögum. En
hann kyaðst ekki alskostar samþykkur
þeirri skoðun, að “lög” séu skipun yfir-
boðarans. Á sínum tíma hafi sjálfsagt
verið rétt að líta þannig á þau, en eftir
því sera stjórnarfyrirkomulag hafi
breytzt í alþýðlegra form, eftir því hafi
merking laganna breytzt. Þau séu nú
miklu fremur vottur um vilja alþýðu,
hygð á hefð og samkomulagi.
Hvað snerti svo nefnd Internation-
al-lög, eða reglur þjóðanna, er ráða
skyldu breytni einnar gagnvart annari,
þá sagði hann minst af þeim væri fært
í nokkurt greinilegt letur, — enginn In-
ternational-laga-bálkur væri til. Það
væri hefð og vani, sem þar væri miklu
fremur um að gera og sem síðan væri
framkominn í anda og ákvæðum samn-
inga sem ein þjóð gerir við aðra. Þrátt
fyrir það, aðþessilögeruí þessu ástandi,
sagði hann tiltölulega auðvelt að rekja
þau, og sýna á hverju þau eru bygð.
Og í þessu ástandi kvaðst hann álíta
heppilegt að þau væru fyrst um sinn, á
meðan þau væru á þroskaskeiði og sí-
feldum breytingum undirorpin. Hann
kvaðst ekki álíta heppilegt að þau væru
skráð í skorðum bundinn lagabálk.
Þá fór hann mörgum orðum um
stefnu þessara laga og hvaða helztu
breytingum undirorpin. Komst hann
að þeirri niðurstöðu, að þau væru ár
frá ári meir og meir að verða mannúð-
legri. Og til dæmis um hvernig- hinn
mentaði heimur nú liti á breytni bar-
bara þjóða, minti hann áheyrendur sína
á hve öllum hefði ógnað fréttin um að
Menelek Abyssiniu-konungur í fyrra
hefði látið höggva hægri hönd og hægri
fót af 500 herteknum Ítalíu mönnum.
Fyrir ekki svo mörgum árum sagði
hann að enginn mundi hafa fengist um
slíkt, eða álitið annað en sæmilega
hernaðar-aðferð.
Þá mintist hann á hernaðar-andann
og herkostnað þjóðanna á landi og sjó
og komst %ð þeirri niðurstöðu að sátt
og friður væri ekki ríkjandi. Taldi
hann svo fram herkostnað 6 Evrópu-
rikja í fyrra (Englands, Frakklands,
Þýzkalands, Austurrikis, Rússlands,
Italíu), samtals fullar 900 miljónir doll-
ars og sagði svo, að þegar þessi ógna-
gjöld væru athuguð, þá væri ekki und-
arlegt þó alvörugefnir menn og fram-
gjarnir töluðu margt í þá átt, að þús-
undára ríkið yrði hafið sarndægurs og
fengist alsherjar samkomulag allra
þjóða um að leggja niður vopnin, en út-
kljá öll sin þrætumál fyrir dómstóli.
En þrátt fyrir alt sem búið er að gera í
þessa átt, áleit fyrirlesarinn samt, að
enn væri þúsundára rikið ekki fyrir
dyrum. Hann sagðist ekki vera nógu
vongóður til að trú því. Takmarkalaus
metorðagirni, ágyrndin, drambið sem
valdinu fylgir.— alt þetta óttaðist hann
að réði of miklu enn, til þess að hægt
væri að segja striðs og styrjaldatímabil-
ið útrunnið, enda þó menn hlytu að
viðurkenna að heilsusamlegt álit alþýðu
hefði meiri áhrif nú orðið en nokkru
sinni áður. En svo sýndi hann jafn-
framt fram á hvað miklir réttmætir
örðugleikar mættu þeim, sem vildu fá
sáttarétt stofnaðan. Það væri ekki ein-
göngu hroki, o. þ. 1., sem væri þrep-
skjöldur á veginum. Og vist sagði hann
það, að ill og hræðileg eins og stríðin
væru, væri þó annað tii enn skaðlegra
fyrir þjóðirnar, svo sem vanheiður,rang-
læti í öndvegi og framhald drepandi
harðstjórnar. Þegar alt shkt væri tek-
ið til greina, sagði hann nokkurn veginn
augljóst, að þó International-sáttarétt-
ur kæmist á, gæti hann aldrei dæmt í
nema sumum af ágreiningsmálum þjóð-
anna. Annað sem jafnf/amt þyrfti að
athuga væri það, að nema allar stór-
þjóðirnar bindust í bræðralag í þeim
tilgangi að þrengja einstökum þjóðum
til að hlýða og framfylgja úrskurði sátt-
aréttarins, en sem þau án þess banda-
lags gætu þegar þeim sýndist neitað
að framfylgja.
“Eigum við þá að álykta að aflið
sé eina valdið í heiminum enn?” spurði
hann svo og svaraði sér sjálfur, að það
væri ekkert Hkt því. Hin önnur öflin,
sem aftra herskáum manni og óbil-
gjörnum sagði hann væri engin smá-
ræðis-öfl, og öfl sem þroskuðust ár frá
ári. Það væri á aðra hönd óttinn yið
að leggja í stríð og á hina: álit og undir-
eins ávítanir alþýðu hvervetna. Al-
menningsálitið léti til sín taka nú orðið
í heiminum í hverri kró og í hverjum af-
kima heimsins og hvergi fremur en í
mentuðustu ríkjunum. Og sterkustu
öflin sem það almenningsálit hefði ráð á
'og sem undireins væri beitt, hvar sem
eitthvert ranglæti ætti sér stað, væri
prentvélarnar og telegraf-þráðurinn. Á
þennan hátt yxu áhrif almenningsálits-
ins og veldi þess vikkaði ár frá ári. Það
stórveldi hefði hvorki herflokka á landi
eða herskipaflota á sjó, en þó væri það
svo voldugt orðið að þjóðhöfðingjarnir
voldugustu óttuðust það ©g beygðu sig
fj-rir veldissprota þess.
Vaxandi viðskiftiog viðkj-nnig þjóð
anna fj-rir sívaxandi ferðalög landa og
ríkja á milli, sagði hann einnig hefðu
friðstillandi áhrif. Þess betur sem ein
þjóð kynntist annari og þess nánari við-
skiftaböndum sem þær tengdust, þess
meir styrktust bönd friðarins.
Ekki leizt honum ráðlegt að skipa
fasta menn sem International-dómara,
en heppilegra miklu að kjósa þessa menn
til að dæma í þessu málinu og hina i
hinu. Það sem hann einkum óttaðist,
væri viðvarandi sáttaréttur ákominn
með ákveðnum dómurum, var það, að
þá kynnu ýmsar þjóðir að kæra þar
mál sem ekkert hefðu við að Slyðjast,
nema ofsafulla barsmíð íjdgismanna í
því landi og sem því miður svo mikið
væri til af hvervetna,— menn sem héldu
það föðurlandsást að gumaaf sínu landj
hafaíframmi hótanir, en níða aHa aðra.
Ræðu sína endaði Russell lávarður
á þessa leið:
“Herra forseti. Ég byrjaði með að
tala um hinar tvær stóru deildir ensku-
talandi þjóðarinnar — í Ameríku og á
Englandi — sem vér, þér og ég, erum
fulltrúar fyrir á þessum fundi. Og ég
ætla að minnast á þessar deildir með
fáum orðum í lok ræðu minnar. Hver
er sá sem dregur efa á að þessar deildir
hafi mikil og góð áhrif á mannkynið, —
tryggi því heUsusamlegar framfarir og
friðsæld? En víst er það, að eigi þessi
áhrif að sýna sig eins og má, verða báð-
%
ar að vera samtaka, vinna saman í bróð-
erni, hver i sínum sérstaka verkahring.
Ef þær hafa mikil völd í höndum, er á-
byrgð þeirra að sama skapi mikil.
Ekkert fyrirtæki sem þær styTija getur
algerlega mishepnast. Ekkert fjrir-
tæki, sem þær andæfa, getur haft góðan
byr. Framtíðin er að miklu leyti í
þeirra höndum. Það er þeim gefið að
ráða hvernig sagan verður á komandi
öldum. Sorglegasta slj'sið sem hægt er
að hugsa sér, er það, ef eitthvað skyldi
koma fyrir, sem slitið gæti samvinnu
og vinaband þeirra. Látum oss vona
og biðja að það komi aldrei fyrir. Lát-
um oss biðja að þær, jafnframt og hver
um sig varðveitir heiður sinn og mann-
orð, verndar þjóðarmerki sitt og heldur
því á lofti, verndar land sitt og eignir
og viðurkennir rétt annara manna, svo
að hvor um sig uppfylli í hæsta máta
allar mikilvægar kröfur einnar þjóðar,
— látum oss biðja, að jafnframt og þær
gera þetta, séu þær og verði ætið sam-
taka í að vinna að framförum og frið-
sæld hvervetna í heiminum”.
Áheyrendurnir voru nær 5,000 tals-
ins og um leið og Russell slepti síðasta
orðinu, reis hver einn og einasti maður
á fætur. Og samtímis laust upp fagn-
aðarópi, sem haldið var uppi í fullar 15
minútur svo að aldrei varð hlé. — Þeg-
ar þögn fékst, fluttu þeir Edw. J.
Phelps frá Vermont og J. C. Carter frá
New York þakklætis-ávarp til Russell’s
lávarðar, og strax á eftir flutti E. F.
Bullard, hershöfðingi í New York, svo-
látandi uppástungu, er samþykt var
umræðulaust:
“Að lögfræðingafélag Bandaríkja
er samþykt þeim skoðunum, er Russell
lávarður svo ljóslega li rir lýst í ræðu
sinni, og
Að ræða hans sé nt nefndinni,
sem hefir á hendi að rs .: - ika og yfir-
vega International-lög álita og at-
hugunar áhrærandi þa'> ; að heppilegt
þj'ki að gera til efling öessu mikil-
fenglega máli um Intei ...tional sátta-
rétt”.
Silfur-villan.
Vinur vor, Stephán Eyjólfsson, seg-
ir í síðasta blaði Hkr., að hann skilji
ekki við hvað vér höfum átt, er vér
nokkru áður sögðum á þá leið í blaðinu,
að atkv.greiðslan á Chicago-þjóðfund-
inum sýndi hvaða aðferð hefði verið
viðhöfð heima í héraði, er fulltrúar voru
kjörnir á fundinn. Mr. Eyjólfsson
segist ekki skilja við hvað vér eigum
með þessari kæru. Það sem vér eigum
við er það, að hvernig sem á því stend-
ur, hafa meðmælendur silfur-fríslátt-
unnar augsýnilega viðhaft allar veiði-
brellur til að draga sem flesta fiska úr
sjó á veiðistöðvum demókrata, — með
öðrum orðum, innan vebanda þess
flokks. Það þarf ekki langt að leita til
að sjá, að þetta lítur þannig út. Tök-
um til dæmis nágranna-ríkin Norður-
Dakota og Montana. Hvort um sig
sendi sex fulltrúa á þjóðfund repúblíka
og aðra sex á þjóðfund demókrata. Á
þjóðfundi repúblíka greiddu þessir tólf
menii atkv. með gull-verðmiðli einvörð-
ungu og á móti frísláttu silfurs, en á þjóð-
fundi demókrata gre'ddu þeir tólf menn
sem þessi tvö ríki sendu, atkv. með frí-
sláttu silfurs og ákveðnu verðgildi þess
gegn 1. Nú er það vitanlegt, að í
báðum þessum ríkjum eru f jölda margir
guH-demókratar, en þeirra gætti ekki,
komust hvergi að. Þetta sannar að að-
ferðin heima í héraði hefir verið eitthvað
einkennileg, ef til vill eitthvað áþekk
þvi, er silfur-ítar á þjóðfundinum út-
boluð réttkjörnum gull demókrötum frá
Michigan, en settu í þeirra stað silfur-
íta, svo að þeir væru vissir með að hafa
§ atkvæðanna á fundinum. Beinlínis
þarf sú aðferð ekki að hafa verið við-
höfð heima í héruðum, en það sýnir þá
samt einhverja einkennilega aðferð, að
í sama ríkinu skuli þannig veljast til
repúbHka einungis guU-menn, en til de-
mókrata einungis silfur-menn. Það
hefði einhvern tíma verið sagt, að æði
eins og þetta silfur æði, liti út fyrir að
vera veiðibrella, til þess fyrst og fremst
að sundra liði demókrata og gera þeim
ómögulegt að ná völdum í þessari sókn,
og í öðrulagi til þess, að koma á þá ó-
orði í Norðurálfunni.
Hvað snertir aðal-efnið í ritgerð
vinar vors, S. E., þá förum vér ekki
langt út í það mál í þetta sinn. Eins
og svo ótal margir aðrir fer hann þar
villur vegar og veit ekki af. Eins og
þeim sem viltur er finnst honum hann
fara rétta leið, en allir aðrir ranga.
Silfur-náma eigendurnir eru sem sé
búnir að komaþeirri meinloku svoræki-
lega inn i höfuðið á fjölda fólks,
að öllu böli fjöldans væfi aflétt, fengist
fríslátta silfurs með fast ákveðnu nafn-
verði silfurpeninganna. Af því þröngt
er í búi ár eftir ár, af því samkepni fell-
ir ár frá ári bændavarning allan, eins
og í rauninni allan varning, þó verðhrun
bóndavörunnar sé tilfinnanlegast, og af
því auðmennirnir halda áfram að græða
án nokkurs uppihalds, þó allir aðrir
tapi eða standi í stað, — af þess-
um ástæðum er fjöldinn svo mót-
tækilegur fyrir kenningu silfur-náma
eigendanna, þá, að alt böl sé bætt, fáist
takmarkalaus mótun silfur-peninga.
Fengist það, yrði peninga-magnið í
landinu svo mikið, að allir hefðu vasana
fulla og auðmennirnir með öllu sinu
bolmagni gætu ekki klófest þá og hald-
ið að vild sinni í járnskápum bankanna.
En alt þetta er misskilningur, þó
menn sjá það ekki nú. Það er ekki
misskilningur að auðmennirnir, hvert
heldur einstakir eða i félagi, séu að verða
ríkari og ríkari, en þeir fleiri og fleiri
sem verða fátækari og fátækari, eða, ef
ekki virkilega þá samt við pamanburð-
inn tiltölulega fátækari. En það er
misskilningur að hugsa að endalaust
flóðaf silfurpeningum með nafnverði
helmingi hærra en virkilegt verð þeirra,
geti unnið svig á þessu og jafnað leik-
inn.
Fyrst og fremst er það misskiln-
ingur að veUíðan fjöldans sé aðal-lega
undir því komin, að svo og svo miklir
peningar séu í veltg. Það er miklu
fremur komið undir bankafyrirkomu-
lagi og þar af leiðandi meðhöndlun pen-
inganna sem til eru. Það eru mörg
ríki í Evrópu sem hafa mjpna en helm-
ings peninga magn í veltu, að meðaltali
á mann hvern, en Bandaríkin, og er þó
óvíst alveg að velHðun alþýðu sé meiri
í Bandaríkjunum en í þessum peninga-
litlu ríkjum. Það þarf heldur ekki að
fara út fj’rir Bandaríkin sjálf til að sýna
að vellíðan er ekki komin undir peninga-
magni í veltu. Þannig voru peningar í
veltu í Bandaríkjunum:
1860 ..................$ 442,102,477
1872 .................. 738,809,549
1896................... 1,509,725,200
Peningamagnið í veltu hefir þannig
stöðugt farið vaxandi, ár frá ári, eins
og auðsætt er af þessum tölum. þó ekki
séu tilgreind nema 3 árin. Af þessu sjá
menn þá, að einmitt á því tímabili sem
peningarnir í veltu voru lítið meira en
helmingur á móti því sem nú er, ein-
mitt þá var vellíðun í Bandarikjunum
mest. Ekki heldur tjáir að framsetja
þá mótbáru, að þó upphæðin í veltu nú
sé meir en helmingi meiri en fyrir 24
árum síðan, þá sé fólksfjöldinn þeim
mun meiri, að minni peningar komi á
höfuð hvert nú en þá. Samkvæmt
skýrslum Washington-stjórnar komu á
höfuð hvert:
1860...................... $14,06
1872........................ 18,80
1896 ....................... 21,15
Það er svo vel sannað sem verður.
að peningamagn í veltu í einu ákveðnu
landi, er ónóg til framleiða fjör í iðnaði
og verzlun. Reyndin sýnir, að séu
peningar of miklir falla þeir í vevði rétt
e'ins og hver annar varningur. Verðfall
þeirra verður að eins meira eða minna
eftir því hvemikiðtraust handhafar pen-
inganna nafa á mætti og vflja hlutað-
eigandi stjórnar að innleysa peningana
með nafnverði. Bandaríkin sjálf hafa
reynslu fyrir sér í því efni, þar sem eru,
eða voru, stríðs-seðil-peninga*nir, sem
gefnir voru út í innanríkis eða þræla-
stríðinu. Um stund voru þeir peningar
góðir og gildir, en þar kom samt, að
fyrir einn gull-dollar mátti kaupa þús-
und þessa seðilpeninga.
í fljótu bragði Htur það glæsilega út
ef, eins og sagt er, aðmeððOcentasllfur-
dollurum viðteknum sem lögeyri í allar
skuldir, fengju menn helmingi meira
fyrir hveiti sitt og allan afrakstur bú-
jarðarinnar og þyrftu þar af leiðandi
helmingi minna af ákveðinni vöru til að
mæta ákveðinni skuld. Setjimaðurnú
svo, að þetta sé rétt áætlun um afleið-
inguna, hjá silfur-ítum, þá gefur að
skilja að hér er sýnd bara önnur hliðin,
eða öllu heldur, ein hliðin, því þær eru
margar á þessu máli. Það er augsýni-
legt, að stígi varningur bænda í verði
um helming, þá stígur annar varningur
það öldungis eins. Það er þá líka jafn-
augsýnilegt að virkflegtkaup daglauna-
mannsins fellur um helming, enda þótt
það á yfirborðinu kunni að sýnast stíga
upp. Tveggja dollara kaup á dag yrði í
raun réttri ekki nema eins dollars kaup.
Það þarf ekki langt að leita til að sjá,
að þetta er dagleg reynsla. I Mexico,
nágranna-ríki Bandaríkjanna að sunn-
an, er fríslátta silfurs í gildi og silfrið
hinn eini verðmiðiU. Það er meira af
silfri í hverjum einum Mexico-silfurdoll-
ar, en í samskonar peningi Bandaríkja-
stjórnar. Þó getur Bandaríkjamaður,
hver sem viU, keypt Mexico-silfurdoUar
fyrir 50 centa Bandaríkja silfurpening.
Bandaríkjaþegni er þannig gefið að tvö-
falda eign sína á augnahliki. Ef hann
vill getur hann keypt $1,000 Mexico-silf-
urdollara fyrir $500 Bandaríkja silfur-
doUara og haft í höndum, auk helmingi
fleiri dollara, talsvert meira af hreinu
silfri. En græðir hann þá nokkuð á
kaupunum? Hann græðir nafnið en
heldur ekki annað. I Bandaríkjunum
gengur Mexico-doUarinn á 50 cents,
þrátt fyrir að hann hefir að
geyma meir en helmingi meira af
hreinu silfri. Og í Mexico gildir dollar
þeirrar stjórnar í raun réttri ekki
meira en 50 cents. Til að sann-
færast um það þarf ekki annað en
benda á verðið á einstöku vörutegund-
um, þegar Mexico-dollar er framboðinn
sem andvirði vörunnar. Smjör er þá
75 cent pundið; eitt bakarabrauð 12 cts;
eitt pd. kaffi 60 cts; einn pottur mjólkr
16 cts; eitt pd. svínsflesk 20 cts; ódýr-
asta kjöt 12 cts pundið; bómuUar-léreft
ódýrast 10 cts yardið. Að sama skapi
hafa laun öU stigið niður. Yinnukonur
fá í kaup, að meðaltali, $4,00 um mán-
uðinn; vinnumenn $8,00 um mánuðinn;
skrifstofuþjónar og afhendingarmenn í
búðum $35,00 til $50,00. Þetta eru laun-
in goldin í Mexico-silfurdoUars, og eru
þau því í raun réttri ekki nema helm-
ingur fyrgreindra upphæða, ef miðað er
við gangverð Mexico-peninganna utan
þess ríkis. Alvega að sama hlutfalli
hröpuðu verkalaunin í Bandaríkjunum,
ef silfur verður gert að verðmiðli og al-
veg að sama skapi hækkuðu i verði
(um helming) aUar vörur sem menn
þurfa að kaupa. Að svo hlyti að verða,
er augsýnilegt þegar athugað er, að
silfurpeningurinn eða silfur-ávísunin
(ef seðilpeningur er boðinn) hefir ekki í
sér nema helming nafnverðsins. Að
Bandaríkja silfurdollarinn, þó efnis
minni sé en sá í Mexco, gengur manna
á milli og í flest stjórnargjöld með fullu
ákvæðisverði, er því að þakka og því
einu, að gullið er enn þá verðmiðill í
Bandaríkjum, en ekki í Mexico.
Það er einhverju öðru en silfurpen-
inga eklu að kenna, ef þröng er og þörf
á að gera einhverja stórkostlega bylt-
ingu. Fyrst og frerast veldur silfrið
sem verðmiðill landi og lýði melra tjón,
en mögulegt er að gera sér grein fyr-
ir. Þar bíða þá allir tjón nema eigend-
ur silfurnámanna, sem selt geta þá 50
centa virði af silfri á dollar. Svo er og
af stjórnarskýrslunum að sjá, að silfur
urekla geti naumast átt sér stað, eða sé
hún, þá sé það af því, að alþýða vilji
alt aðra peninga heldur en silfur. Það
sér maður ef maður athugar hve mikið
silfur JBandaríkjastjórn hefir mótað í
peninga á síðustu árum. Á fjögra ára
tímabilinu, frá 1. Janúar 1873 til 31.
Desember 1877 lét hún móta alls $8,031
238 af silfucpeningum, eða rúmlega $2
milj. á árí. En á síðustu 17 árunum,
frá 1. Janúar 1878 til '31. Desember
1895 lét hún móta $129,289,916 virði af
silfurpeningum. eða nærri 25J milj. doll.
ars á ári hverju, Hafi handhafar þess-
ara peninga ekki látið bræða því meira
af þeim og brúka til smíða, hljóta þeir
allir að vera í veltu enn og gera þeir
silfurpeningar einir, sem mótaðir hafa
verið á síðustu 17 árunum, að meðaltali
sem næst $6,50 á mann hvern, sé íbúa-
tal Bandaríkjanna nú áætlað 67 milj.
Það sýnist þess vegna að silfureklan sé
ímyndunarveiki, en að það sé eitthvað
annað sem þrengir að og sem fiöldanum
hefir enn ekki tekizt að sjá hvað er og
því síður að fá gert við,
Til fróðleiks setjum vér hér skýrslu
er sýnir verð silfursins á ýmsu tímabiK,
frá elztu tíð er menn muna :
1493 til 1520 gull-únz ígildi 13.3 silfrúnz
1521 “ 1544 11 11 11.2 .(
1545 “ 1580 t l “ 11.5 t<
1581 “ 1600 11 “ 11.9 11
1601 “ 1620 i t (■ ■ 13.0 “
1621 “ 1680 “ 14 11
1681 “ 1740 i t , 11 15 ( (
1741 “ 1780 t • (t 14.8 (t
1781 “ 1870 11 • t 15 tt
1871 “ 1873 tt “ 16 ((
1873 “ 1875 t i “ 16.5 t(
1876 11 “ 17.8 11
1877 « t 11 17.2 11
1878 “ .( 17.96 (t
1879 (t K 18.39 • l
1880 t t tl 18.05 t •
1881 11 t( 18.16
1882 t < t í' 18.19 11
1883 “ t ( 18.64 i t
1884 “ 11 18,57 (l
1885 (t t< 19.41 11
1886 t 1 t( 20.78 i (
1887 t i (l 21.13 II
1888 1 • (t 21.99 11
1889 “ (( 22.09 11
1890 t< 1 t 19.76 ( t
1891 (t t l 20.92 • t
1892 “ “ 23.72 (1
1893 t( “ 26.49 i 1
1894 tt “ 32.81 ( (
Hvað það er sem veldur þessu sí-
felda verðfalli silfursins á heimsmark-
aðinum, látum vér ósagt. En þó má
benda á tvent, sem líklega á ekki lítinn
þát,tíþví. Fyrst það, að ár fráári
vex gnægð silfursins í frummynd sinni.
Það líður helzt aldrei dagur nú orðið
svo, að ekki firinist silfurnáma eins-
hversstaðar. Annað sem sjálfsagt á
þátt sinn í verðfalHnu er það, að sam-
tímis og silfur forðinn hefir dagsdag-
lega aukizt, hafa menn fundið ný og ný
verkfæri og vélar til að vinna málminn
úr jörðu, eigendunum miklu kostnaðar-
minna en áður. Fróðir menn í því efni
segja, að þær málmvinnuvélar megi nú
kaupa fyrir $27, sem fyrir fáum árum
kostuðu $100. Fyrir fáum árum kost-
aði $60—65 að draga málm úr einu
tonni af grjóti, en nú fá menn það gert
fyrir $10—12. Það liggur í augum
uppi að þessi rýrnun kostnaðarins við
málmtekjuna rýrir verð málmsins,
ekki sízt þegar brunnur málmsins virð-
ist helzt óuppáusanlegur.
Þjáningar kvenfólks
mundu færri vera, ef að ekki
væru stingir og kvalir, og
enn færri mundu vera þján-
ingar karla og kvenna væri
the Great South American
Remedies í húsi hverju.
Engin tegund gigtveikis eða tauga-
veiklunar er svo þrálát að ekki linist
hún fyrir hinu dásamlega lyfi South
American Rheumatic Cure. Þannig
segir Mrs. John Beaumont, Elora, Ont.
‘I 15 ár hefi ég þjáðst afgigtveiki ákafri
og hefi ég tneð köflum orðið að liggja í
rúminu. Ég leitaði allra nálægra lækna
en ekkert dugði, og voru menn von-
lausir um bata minn. En þá kom vin-
ur minn einn mér til þess að reyna
South American Rheumatic Cure. Eg
tók nokkrar inntökur og fór þá að geta
komizt á jætur, og þegar ég var búin
með 4 flöskur var ég orðin heil heilsu.
Og þegar litið er til þess, að kvalirnar
voru svo miklar að ég þoldi enga hreyf-
ingu í rúmiuu, þá er ekki að furða þó
að ég kajli lækningu þessa hina dásam-
legustu.
Einhverjir hinir varasömustu sjúk-
dómar eru nýrnasjúkdómar og það er
fyrst á seinni árum að læknunum hefir
tekizt að stemma stigu forir þessum
voðakvillum. I þúsundatali hafa menn
fengið lækningu af raeinum þessum við
South American Kidney Cure, og er
það sönnun fyrir því, að eigandi lyfsins
sem læknar svo dásamlega, hefir ná-
kvæmlega rannsakað sýki þessa, og
lækningarnar sýna hvi'líkan dýrindis
sannleika menn hafa fundið. er menn
fundu meðal þetta upp. Tollgæzlu-
maður, A. Williamson. frá Kincardine
í Ont., alþektur borgari þar, gefur vott-
orð m hinn raikla kraft lyfs þessa á
þessa leið: ‘Ég get fastlega mælt með
l.vfi þessu sem hinni mestu blessun öll-
um þeim er þjást af sjúkdómum í blóð-
inu og nýrunum. Það læknaði mig
þegar ekkert annað dugði’.
Hver er sá er eigi kenni í brjósti
um magaveiklaða manninn? Hann er
grindhoraður, þreytulegur, ólundarleg-
ur, og tekur út kvalir miklar bæði á
sál og Hkama. Og hversu margir eru
efgi þeir. sem hafa öll þessi sjúkdóms-
einkenni og vanhirða um að leita lækn-
inga við þeim og eru því á óskiljanlega
stuttura tíina orðnir herteknir af alls-
konar líkamssjúkdómum. South Ame-
rican Nervine bregst aldrei í slíkum til-
fellum. Það linar sjúkdómirin undir-
eins og haldi menn áfram með það, þá
iæknar það raenn ætíð að fullu og öllu.
‘Eg tók út vcrulegar kvalir af melting-
arleysi og raagaveiklun’, seijir W. F.
Bolger frá Renfrew, Ont. 'Ég var tal-
inn á að rejraa sern hina síðustu tilraun
South American Nervine, og 2 flöskur
af því bættu mér þjáningar þær, sem
ekkert hafði áður getað linað’.