Heimskringla - 03.09.1896, Síða 1

Heimskringla - 03.09.1896, Síða 1
neimskrmgla. X. ÁR. WINNIPEG, MAN., 3. SEPTEMBER 1896. NR. 36. FRETTIR. DAGBÓK. FIMTUDAG 27. ÁGÚST. Langa “jáiö” hans McKinley, með öðrum orðum, svar hans upp á áskor- unina um að gefa kost á sér sem forseta efni Bandaríkja, var birt almenningi í dag. Er það ritgerð er samanstendur af 10,000 orðum og höndlar um þvjú að- al málefni: Gjaldeyrismálið og um það fer haun flestum orðum, um tollmálið og um jafnréttisviðskifti við aðrar þjóð- ir. Tollinn segir hann þurfi að hœkka og með því kúga aðrar þjóðir til að slaka til og biðja um jafnréttis viðskifti. Gjaldeyrismálið áhrærandi segir hann, að lieiður þjóðarinnar sé undir því kom- inn, að haldið verði áfram að hafa gull fyrir verðmiðil, þangað til þjóðirnar komi sér saman um að ákveða jafnræði bæði gulls og silfurs. Upphlaup mikið átti sér stað í Kon- stantiópel og voru margir drepnir. Byr jaði það þannig að ræningja-flokkur fór inn í Ottoman bankann, aðal-banka Tyrkja, ráku þjónana burtu, en her- tóku bygginguna og aðrar í grendinni. Leið svo dagur til kvölds, þrátt fyrir öfluga sókn, að ræningjarnir héldu bankanum. Húsbruni kom upp í þorpinu On- tonagan í Wisconsin í gær og mátti heita að hann gjöreyddi þorpinu áður en hann varð slöktur. 2000 manns eru hús- viltir. Independend order of Forester-stór- stúkan i Quebec fylki, er um það að klofna. Þjóðflokka-stríð er ástæðan. Fransk-kaþólskir menn eru fleiri orðnir en enskutalandi menn í félaginu og vilja nú einir ráða. Af 4 eða 5 írum sem lausir vor látnir nýlega, eftir 10—12 ára fangelsi fyrir dynamite sprengingar, eru nú 8 sagðir ýmist algerlega brjálaðir eða hálf-brjálaðir. Kenna írar það fanga- vörðunum og illri meðferð og bitnar það á stjórn Breta. Daðþykir ekki ólíklegt að rannsókn verði hafin til að komast eftir hvert slíkar kærur hafa við nokk- uð að styðjast. FÖSTUDAG 28. ÁGÚST. Repúblikar hófu forseta-kosninga- sóknina í gærkvöldi, með fundi í Carne- gie Hall í Nevv York. W. H. Harrison, fyrverandi Bandarikja forseti var aðal- ræðumaður. — Sama kvöldið flutti Bryan forseta-efni ræðu í Buffalo, N.Y. Var Bryan tekið betur í Buffalo en í nokkrum öðrum stað eystra. Útríkjastjóri Breta, Joseph Cham- berlain, er á leiðinni til Ameríku í kynn- isför. Kona hans er fædd og uppalin í Boston og lætur hann sem aðal-erindið sé að heimsækja fólk hennar. Aðallega mun hann þó koma til að tala við Can- adastjórn. Ávarpið til^sambandsþingsins var í gær samþykt í Ottawa. án þess gengið væri til atkvæða, Soldáninn sem ríkt hafði f Zanzibar i Afríku um undanfarin ár lézt í vikunni er leið og lék grunur á að hann hefði verið drepinn á eitri, Hann var ekki fyrri liðinn en maður gaf sig fram og kvaðst vera róttur erfingi stólsins. Hét sá Said Khalid og var í rauninni ekki annað en verkfæri í höndum þræla- verzlunarmanna, er svíðurhve mikil ráð Bretar hafa í héraðinu, er gersamlega banna þrælasölu alla. Tilgangurinn var því að ná stólnum áður en Bretar vissu af og hrífa svo héraðið úr þeirra höndum. Þeim tókst að ná stólnum, en áður en liðnir voru margir dagar voru 4 herskip Breta komin á höfnina °g er þessi sjálfgerði soldán neitaði að víkja úr höll soldáns, var hafin skothríð og innan skamms var höllin í björtu VBITT HÆSTIT VEUDr.ATJN A HEIMSSÝNINGUNN DH BÚKING P0MDIR IÐ BEZT TILBÚNA Óblönduð vínberja Cream of Tartar jowder. Ekkert álún, ammonia eða finnur óholl efni. • 40 ára reynslu. báli, en hinn nýji soldán og hermenn hans flúnir á náðir konsúls Þjóðverja. Zanzibar er á samnefndri eyju rétt fram af meginlandinu og hafa nú Bretar skip- að vörð svo þrjótar þossir komist ekki af hólmanum og geri uppreist á megin- landinu. Ráðsmaður Manchester skipaskurð- arfélagsins, er sem stendur í Ottawa. Vill koma á beinum viðskiptum milli Manchester og hafnbæja í Canada. LAUGARDAG 29. ÁGÚST. Bréfin sem fóru á milli fyrverandi Canadastjórnar og Aberdeens landstjóra í sambandi við misklíðina út af em- bættaveítÍDgum, voru lögð fyrir þingið í gær. Populistar í Bandaríkjunum eru ekki á því að sleppa Watson sem vara- forseta-efni, Og af því silfur-demókrat- ar halda eins fast í Seewall halda þeir báðir áfram sókninni enn og óvíst alvag livernig því máli lýkur. I viðtali við fregnrita blaðs í Mont- real í gær, sagðist Russell lávarður frá Englandi álíta skyldu stjórnarinnar að borga fyrir verslega uppfræðslu á al- þýðuskólum, enda þótt fulltrúi ákveð- ins trúarbragðaflokks veitti þá tilsögn og enda þótt auðsætt væri að það væri skylda stjórnarinnar að annast um verzlega uppfræðingu að eins. Herskip Bandaríkja í Berhings- sundi hafa tekið föst tvö selaveiðaskip frá British Columbia og rekið þau heim til sín. Li Hung Chang náði til New York í gær. Skipafloti mikill fór til að mæta honum langt út á höfn og meðal þeirra nokkur Bandaríkja-herskip. Sú ólíklega fregn kemur frá Cuba, að þar hafi Bandaríkjamaður nýlega verið brendur lifandi að boði Weylers, af því hann hafði Cuba-manna féttablað í vasanum ! Sagan segir að hann hafi verið sveipaður í Bandaríkja-fána og síðan brendur. Sagan er ærið ótrúleg, en sé hún sönn, getur afleiðingin orðið tilfinnanleg fyrir Spánarstjórn, Á Englandi er talað um að Wm Waldorf Astor muni kvongast Victoriu prinzessu af Wales og samstundis krýndur hertogi. MÁNUDAG 81. ÁGÚST. Utanríkisráögjafi Rússa, Labanoff- Rostovsky, varð bráðkvaddur á járn- brautarlest í Austurríki í gær. Hann sat á tali við Rússakeisara í vagninum þegar hann alt í einu hneig niður ör- endur. Voru þeir á ferð til Þýzkalands Frakklauds og England. Átti sú ferð aðhafa mikla þýðingu, að því er snertir úrlausn “austrænu” þrætunnar, — Tyrki, Armeníu og Krit, m. m. Er sagt að furstinn hafi verið með samning í vasanum áhrærandi samvinnu Rússaog Austurríkismanna í þessu efni, og fylgi Þjóðverja var einnig talið víst. — Nú verður ekki af neinu þessu fyrst um sinn, að ætlað er. og skemtiferð Rússa- keisara er á enda. Frakkar og Japanítar hafa staðfest nýjan verzlunarsamning, er gildir í 12 ár. Upphlaup og manndráphaldaáfram í Konstantinópel. — Orustur skæðar á Krit undanfarna daga, en fréttir þaðan alt annað en greinilegar. Að Tyrkir megi miður ráða menn samt af ný- komnu skeyti frá soldáni þess efnis, að hann gaugi að kostum stórveldanna á- hrærandi úrlausn Krítar-málsins. “Afriku-konungurinn” Rhodes er væntanlegur til London i Desember í vetur. I Janúar verður hafin rannsókn í máli hans og Suður-Afríku-félagsins, í sambandi við herferð Jamesons. Skógareldar valda tjóni miklu i Wisconsin ríki norðanverðu. Tveir menn á vitlausra spítalanum í Brandon, Man., voru notaðir til að mjóika kýr. Á laugardaginn þegar þeir voru að þessu kom vitleysis kast að öðrum. Hann þreif exi og hjó hinn banahögg í höfuðið. D. R, Francis, fyrrum governor í Missouri, er orðinn innanríkisstjóri Bandaríkja, í stað Hoke Smiths. ÞRIÐJDAG 1. SFPTEMBER. Clara Barton, foringi “rauða kross” félagsins, er síðastl. 8—9 mán. hefir ver- ið i Armeniu að útbýta gjafafé, fór af stað í dag frá Englandi til Ameríku. Félag þetta hefir bjargaðlifi og eignum 200 000 Armeníumanna. Kona féll niður af loftfari, fulla hálfamílu, í St. Louis, Missouri, í gær, Mátti heita að hvert bein í líkama henn- ar væri brotið. — Sama daginn fór karl- maður sömu förina í Denver, Colorado, en það vildi honum til, að hann var kominn að eins 80 fet upp, þegar hann datt og því mögulegt að hann lifi. — Samt halda menn áfram við að ‘skemta’ fólki með þessu, — að faraupp í körfu- lausu loftfari og hlaupa svo út, með út- búnað í regnhlífar líki, en margfalt stærra, er takmarkar ferðina. En svo bilar sá búnaður stundum eins og sýndi sig í þessum tveimur stöðum. Bryan er enn að prédika hið nýja gjaldeyrisguðspjall fyrir lýðnum í New Yorkríki. Var í Jamestown í fyrradag og talaði fyrir 10.000 áhe.yrendum. W. B. Cochraneá að fylgja á eftir honum fyrir hönd repúblíka, og flytja tvær ræður í viku, þar til kosningar eru af- staðnar. Mr. F. R. Burnham, hernjósnar- inn, sem í sumar skaut átrúnaðargoð Matabelamanna, er á leiðinni til Ame- ríku. Eftir 25 daga vinnu að gulltekju í sandi og leir í Caribou-héraðinu í Brit. Columbia, fékk félag eitt 81 þús. dollars virði af gulli. Er það sögð mest gull- telija ermenn þekkja á jöfnu tímabili. Þjóðfundur Ira verður settur í dag í Dublin. Þar mæta 1700 fundarmenn frá öllum löndum. Bryan forsetaefni náði til Cleve- land í Ohio i gærkveldi. 16,000 manna á funo.i hans, og í öðrum stað 8000. MIÐVIKUDAG, 2. SEPT. íbúarnir á Formosa eru seinir til að viðurkenna Japaníta sem herra sína Smáupphlaup gegn Japanstjórn hafa alt af átt sér stað, og skeyti nýkomið segir, að nú sé að lieita má hver maður á eyjunni genginn í lið með uppreistar- mönnum. Li Hung Chang heimsótti Kínverja bygðina í New York í gær og var meir en vel tekið. Veizla var honum haldin til dýrdar og réttir allir þeia sömu eins og ef hann hefði verið austur í Peking. Skemtunum héldu Kínverjar áfram þangað til í dögun í morgun. Burtrekstur conservative-skrifstofu þjóna sambandsstjórnar, var aðal-um- ræðuefni á sambandsþingi í gær. Um það flutti Hon. H. J. Macdonald ræðu, meðal annara. Sagði að tiltölulega fáir hefðu enn verið reknir í Winnipeg, en kvaðst þó ekki geta látið vera að minn- ast á óverðskuldaðan burtrekstur B. L. Baldwinsons, sem hefði unnið landinu stórmikið gagn sem íslenzkur umboðs- maður, Sér vitanalega hefði hann aldrei haft afskifti af sambandsþingskosning- »m, þó hann hefði tekið þátt í fylkis- stjórnmálum. Jafnframt mintist hann á að J. A. McDonnell þingm. fyrir Sel- kirk væri enn eða hefði verið til skamms launaður starfsmaður Manitobastjórn- ar. Hann sýndi og að aðrir þjónar fylkisstjórnar hefða tekið ósvikinn þátt í kosningunum, en þó skifti yrði í Mani- toba mundi hann ekki biðja um burt- rekstur þeirra þess vegna. Frá löndum. OTTO, MAN., 21. ÁGÚST 1896. Fréttir eru litlar eins og vant er. Heyskapurinn gengur seint fyrir all- flestum sökum vatns og svo eru af og til einlægt rigningar, svo lítið getur þornað. Þó er von fyrir að fjöldinn nái svo heyjum að ekki þurfi að lóga fyrir fóðurskort. Nú er byrjað á að grafa skurðinn vestur í Álftavatnsnýlendunni, en held- ur verður hann stj’ttri en menn bjugg- ust við, og verði hann ekki lengdur kemur hann að litlum notum. Samkoma var haldin hér í bygðinni laugardaginn 1. Ágúst, sem menn köll- uðu Islendingadag, í þetta sinn. Skemt- anir voru: ræður, hlaup og fleira því- líkt, sem vanalegt er að hafa á þesskon- ar samkomum. Mr. Daniel Sigurðsson talaði fyrir mipni íslands og Mr, Jón Bildfeld fyrir minni Canada og mæltist þeim báðum vel. Þá talaði Mr. N. S. Snædal nokkur orð um Bandaríkin. Að endingu talaði Mr. B. S. Líndal sköru- lega um þýðing íslendingadags tilhalds- ins og þótti mál komið að menn kæmu sér alment saman um einlivern vissan dag, þótti —sem og líka er—nógu mikið orðið af blaðadeilum út af þeim degi. Hann stakk upp á að menn f þessari bygð kæmu sér saman um vissan dag til þess hátíðahalds, á meðan ekki væri alment búið að ákveða neitt visst, og var kosin 5 manna nefnd til að ákveða þjóðhátíðardag. Mr. James Walton frá Stonewall var hér á ferð í síðastl. viku að kaupa gripi. Hann keypti hér í bygðinni yfir 70 gripi, en gaf lieldur lægra verð fyrir þá nú en fyrirfarandi sumur, frá 828 til $27 fyrir 3 ára ‘steers’ (par aknauta). Hinn “þríeini”. SigtryggUr Jónasson hefir skrifað í Lögberg heillanga æruleysis-skamma- grein um mig, út af því að ég með fá- um orðum ávítaði hann sem ritstjóra fyrir það, að fara að birta í blaði sínu skammagrein til mín frá E. H. án þess jafnframt að sýna fólki framá fyrir hvað ég var skammaður. Auðvitað er annað eins kjaptæði og þessi áminsta grein Sigtr., miklu fram- ar fyrirlitningar en svara verð í sjálfu sér. En vegna þess að óg er ekki alveg vonlaus um að mögulegt kunni að vera að betra þann náunga lítið eitt, með því að reyna með göfugum fortölum og ó- rækum röksemdum að sannfæra hann um hans eigin s.ynd, eða um það, hve viðbjóðslegur veraldar-ódámur að hann sjálfur er í rithætti, þá tek ég það ráð í þetta sinn að svara honum nokkrum orðum, í því trausti, sem sagt, að hann reyni til að taka sór ofurlítið fram, svo framarlega að ekki liafi tekist'svo herfi- lega illa til, að liann hafi tapað allri sam- vizku og sómatilfinning og séþess vegna alveg óbetranlegur. Ég gæti auðvitað ausið Sigtrygg verðskulduðum óbótaskömmum, svo kunnugur er ég lífsferli hans og það á- lítur fólkið líklega sjálfsagðast að gert sé. Og ég gæti einnig talið upp öll auk- nefnin sem hann hefir áunnið sér hér vestra, og hvernig á þeim stendur, svo sem t. a. m. “Taðhaugstryggur”, “Hundtryggur”, “kjafteinninn” og fl.; einnig gæti ég sjálfur gefið honum nokkur makleg auknefni. Og þótt mér kynni að takast að framsetja þessháttar óþverra eins viðbjóðslega og “safnaðar- forsetanum” þá álít ég að betra væri að vera laus við það ef þess væri nokkur kostur. Til afsökunar ósvifni sinni segist Sigtr. hafa tekiö upp í Lögb. Isafoldar- grein E. H. til mín til þess að sýna fólki hér hvað verið væri að skrifa héð- an heim um almenn mál hér vestra, og ódæðið sem ég framdi var svo ekki ann- að en það, að ég gat þess sem ég nú er búinn að sanna að er rétt, að k.félags- skólinn hérna sé mislukkuð prestaskóla- stofnun; þannig, að ef takandi er tillit til þess sem skrifað stendur í hinum “helgu” bókum kyrkjufél. (Lögb. og Sam.) um þetta skólabrask þess félags. þá var prestaskólahugmyndin lang- sterkasta tilgangsatriðið í því máli frá byrjun, sem og eðlilegt var, þareð aðal- inál kyrkjufél. fram á þennan dag hefir verið “prestleysis plágan”, en lútersku prestaruir á íslandi svo ólúterskir, að vænta má að þeir hefðu steindrepið kfél. ef tekist hefði að fá nógu marga af þeim hingað vestur. Ef svo að það er sann- arlega tilfellið sem út lítur fyrir að sé, n.l. það, að framsögu menn þess máls vilji nú ekki kannast við prestaskóla- hugmyndina í samþandi við þá stofn- unartilraun (af hvaða ástæðum sem þeir gera það) þá Segir það sig alveg sjálft, að sem prestaskólastofnunartilraun er skólamál kfél. alveg mislukkað, eða eins og ég komst að orði í Þjóðólfi: “mis- lukkuð tilraun til prestaskólastofnun- ar”. Þannig eru þá mótmæli E. H. gegn þessu eina atriði í grein minni er hann mótmælir, á engum rökum bygð: bara bull út í veður og vind. Svo að þó að Sigtr. hefði verið að sýna fólki hér fram á það, hvað óg hafi skrifað um skólam., með því að birta grein mína í Lögb. (sem hann þó gerði ekki), þá hefði málstaður hans orðið engu betri í raun og veru, vegna þess að ég hafði á alyeg réttu að standa. En til þess að koma i veg fyrir að það yrði opinbert, þá birtir hann ekki grein mína, en segir svo fólk- inu að hann hafi ekki álitið hana þess verða að koma út í Lögb.! En hann ætti alvarlega að gæta, þess, að vegna þess að þessi ám. Þjóðólfsgrein min er er ómótmælanlega ekki einungissiðlegri og háfleigri og sannleikanum samkvæm ari, heldur og einnig langtuin fimlegar stilfærð en flest það sem hann sjálfur ber á borð fyrir almenning í Lögb. — að þá er alveg ómögTilegt að.trúa því að hann hafi ekki álitið gretn mína verða þess að birtast f blaðinu, nema því að eins að maður hafi áður verið kominn að þeirri niðurstöðu um safnaðarforset- ann, að hann sé gjörsneyddur öllum vel- sæmiseiginleikum og öllum náttúrleg- um möguleikum til þess að meta hið sanna og góða hjá öðrum mönnum nema að það miði honum sjálfum til metnað- ar og hagsmuna. En mór getúr ekki betur skilist, en að það geti verið vara- samt fyrir forseta “kristins” safnaðar að gera sér far um að verðskulda slíkt almennings álit, þótt honum kunni að Meðalið bjargað lífi hans. Mr. G. Caillonelle, lyfsali í Beaversville, Ill.,segir: “Ég á líf mitt að þakka Dr. Kings New Discovery. Eg fékk influ- enza og reyndi alla lækna í nágrenninu, en það var árangurslaust, og mér var sagt að mér gæti ekki batnað. Ég hafði Dr. Kings New Discovery í búð minni og sendi óg eftir einu glasi, og fór að brúka það, og frá því ég byrjaði á þvi. fór mér að batna. og þegar ég var búinn úr þremur glösum, /\-ar ég orðinn frísk- ur. Eg liefi það ætíð í búðinni og heima hjá mér.Fáið að reyna það fyrir ekkert. Til í öllum lyfjabúðum. finnast sem svo að hann sé því nú óháð- ur vegna tignar sinnar. Og sjálfur ætti hann að geta séð það. að takist honum að koma því inn hjá fólki alveg alment, að liann sé blygðunarlaus mannlastari og ofstækur klikkuböðull, sera einskis þess svifist er ekki varðar við hegning- arlögin, til þess að undirþrykkja mót- stöðumönnum sínum, eða þá menn sem dirfast að lifa án þess að lúta honum, að þá getur vel svo farið, aðhann yðrist sinnar illu breytni (en of seint og árang- urslaust fyrir þetta líf) eins og Júdas forðum, þegar að því kemur að kon- ungdómurinn verður frá honum tekinn og fenginn í hendur öðrum sem eru betri en hann, þ. e. a. s. þegar liberals og kyrkjufél. hafa neyðst til að leggja nið- ur völdin. Það má búast við að valt verði að treysta fylgi indíánakynblend- inganna, þegar ölið er af könnunni. Ég hefi nú hrakið það eina atriði sem Sigtr. tilfærir til afsökunar fyrir ó- svífni sinni, eða því, að hafa birt Isa- foldargrein E. H., án þess að birta Þjóðólfs-grein mína jafnframt. Og ég hefi einnig sannað, að ég hafði alveg á réttu að standa viðvíkjandi ágreinings- atriðinu (prestaskólaspursmálinu) og ég hefi sannað það með eigin orðum aðal valdsmanns kyrkjufélagsins (sjá svar mitt til hr. E. H. í Hkr.). En svo er nú eftir að athuga aðal- innihald skammagreinarinnar til mín frá Sigtr., en það eru persónulegu níð- yrðin sem þar eru frainsett um mig, og sem ekki koma málefninu nokkurn hlut við, og eru auk þess alveg óverðsk uld- uð. Það er t. d. ekki gott að sjá hvaða þýðing það hefir ágreiningsspursmálinu til upplýsingar, þótt hann líki mér við æskufólaga('P) sinn Sölva Helgason. Fyr ir utan það, að ég hygg það láti miklu nær, að líkja Sigtr. við þann mann, en mér, það er að segja að því er snettir óvöndun í vali meðalanna til að koma sér áfram með í heiminum. En líklegt tel ég þó það, að Sölvi sál. hafi verið miklu gáfaðri og fjölhæfari maður en Sigtr. er. Eða er það t. d. ekki eitthvað skylt passafölsun !Sölva, að fara til Is- lands á kostnað almennings í Manitoba til þess að starfa að því að fá þarlagð- ar járnbrautir, sem eftir hugsjóninni (en án tillits til kringumstæðanna þó) mundi leiða til þess. að koma í veg fyr- ir útflutning þessfólks frá Islandi, sem ferðin var gerð til að flytja vestur hing- að. Þetta eina dæmi er nægilogt til að sýna, hve vandaður maðurinp er, þrátt, fyrir það þótt hann nú liafi slampast i opinbera heiðursstöðu f.vrir óhappa til- viljun. Þar sannast það sem skáldið segir: “Sa-ir er saur, þótt sólin á hann skíni, og gaur er gaur, þótt gæfa heims hann krýni”. Það er haft fyrir satt, að Sigtr. hafi á Manitobaþinginu í vet- ur lialdið því fram sér til varnar í þessu járnbrautarmáli, þegar verið var að rifja upp fyrir honum járnbrautarraáls- fréttirnar eftir ísafold, að á íslandi væri ekkert blað til með þvi nafni, Isa- fold, eins og það var borið fram at mót stöðumanni hans, Mr. Roblin. Ef |það var þá ein sterkasta varnarástæðan í því máli, þá er ekki gott að gizka á hvernig hann muni verjast gagnvart þeim sem vfta upp á hár að blaðið Isa- fold er til á íslandi, og sem kunna að bera það frain rétt, sem munu vera all- ir fslendingar í heimi. Ég gæti haldið áfram í það óendanlega að tilfæra þessu lík sannanagögn fyrir andlogum skyld- leik safnaðarforsetans og Sölva Helga- sonar, gn óg læt þetta eiua nægja í bráð jafnframt er ég skora á safnaðarforset- ann. bf í honum er ærlegur blóðdropi, að sýna fram á og sanna (ekki með ljúgvitnum þó). þó ekki só nema eitt einasta, þessu likt atriði i öllu mínu lífi og sem þá megi skoðast sem heimildar- atriði fyrir þvi að likja mér við Sölva Helgason. En hafi hann ekki gert það á fullnægjandi hátt innan 30 daga frá þeim degi nð þessi grein Jkemur út í Hkr., þá sé hann af sjálfum sér brenni- merktur nð almennings vitund sem við- bjóðslngt inannhrak, sem hafi neyðzt til að meðganga að hann hafi af óviðráð- anlegu grimdaræði lagt mig i einelti án allra saka til þess að fk mig dæmdan sekan fyrir lians eigin tilverknað, eða annan samskonar og hans eigin, af þeirri einu ástreðn að ég hefi aldrei vilj- að falla fram og tilbiðja bann. Hvnð “prófessors” uppnefnings- fígúruna snet tir, þá er hún í sannleika lélegt vopn. Eg yæti auðvitaö gengið fram hjá þvi atriði, vegna þess hve ó- ekta það er i sjálfu sér, en þó vjl ég gefa því svo sem nugnabliks alhygli rétt að gamni. í fyrst.a lagi, þá lýgur herra’safn- aðarforsetiim því, að ég gangi hér undir þessu prófe-ssorsnafni og vitandi að svo er, þá óvirðir það safnaðarforsetann meira en góðu hófi gegnir, að hafa gert sig seknn i að segja þetta. En setjum nú svo til dæmis aö það væri satt að ég gengi hér undir þessu nafni, og af læim ástæðum sein “kjaft.” tekur frani, nefnil. þeim, aö ég hafi svo mikið álit á sjálfum mér, að ég telji mig að hafa eitthvert vit á t. a. m. hagfræði, stjórn- fræði, trúfræði o. s. frv. Væri þaö þá ekki ókristilegt og alveg ófyrgefanlegt af forseta kristins safnaðar að fara að meiða tilfinningar mínar með því að tilkynna heiminum það, (mér til óvirð- ingar) þrátt fyrir það þótt ég væri ut- ansafnaðar hans? En ef það skildi svo verða ofan á við nánari yfirvegun að safnaðarforsetinn sjálfur hefði svo mikl meira álit á sér, en ég á mér, sem störf þau er hann fúskar við eru í sjálfu sér vandasamari en þau sem ég stunda, þrátt fyrir það að hann hefir ekki nema meðal vinnumannsgreind, þá verður ljóst, að houum ferst ekki að álasa mór fyrir sjálfsálit. Eins og menn vita, þá hefir Sigtr. verið kallaður “kapteinn” (í skopi) af því að hann einu sinni stýrði bátskrifli á Winnipegvatni. Það hefir að vísu verið reynt til að gera það >að óverð- skulduðu auknefni að virðulegum titli manngarminum til metnaðar, en samt sem áður stendur nú svo á, að kapteins titillinn er jafn óverðskuldað auknefni fyrir Sigtr. sem prófessors auknefnið er fyrir mig. Því eins og það ei; víst að ,ég hefi ekki áunnið mér prófessorsnafn- bótina í neinum skóla eða annarsstað- ar, eins víst er það, að Sigtr.hefir aldrei svo mikið sem fúskað inn i sjómanna- fræði, né á annan háttfullnægt skilyrð- unum fyrir því að nokkru leyti að verða kallaður kapteinn, nema þá í háði, eftir þeirri merking sem það orð hefir haft meðal íslendinga fyrr og síðar. En svo ætti ég kanské að reyna til að hafa framvegis minna álit á sjálfum mór—helzt ekkert, og að sama skapi meira álit á safnaðarforsetanum, til þess að honum mætti þóknast náðar- samlegast að hætta við að halda að mér prófessorsnafnbótinni og í þess stað að stj’ðja mig til metorða undir hans hand leiðslu í söfnuðinum. Að ég reyni það er líklega það sem hann á við þar sem hann segir: “Ef prófessórinn vildi taka sér fram og hætta að þroskast niður á við, : þá yrði hann í meiri metum en hann er”. En tilfellið er nú það, að þótt ég guðsfeginn vildi nú reyna að gera svo lítið úr mér að fara að komast til metorða í söfnuðinum, þá væri mér það hér um bil ómögulegt velsæmis míns vegna, meðan söfnuðurinn verður að líða þá óvirðingu að hafa annan eins mann fyrir forseta og Sigtr. er ; mann sem út lítur fyrir að lífs-ómögulegt sé að blygðast sín fyrir nokkurn skapaðan hlut. Mann sem státar sig af öðru eins og þvi, að standa frarami fyrir almenn- ingi rymjandi, sparkandi og ausandi ó- þverranum viðstöðulaust í allar áttir og á alla sem ekki vilja ilúta honum, til- biðja hann og vegsama fyrir hve dug- legur og veglegur skítmokari hann er. í þetta sinn nonni ég ekki að span- déra meiru á þennan náunga. Og ég vildi óska að hamingjan gæfi honum náð til að sjá að sór áður en það er orð- ið of seint. Efsvovel tekst til. þá er ég glaður yfir að hafa gert mér þetta ó- mak honum til frelsunur. Winnipeg í Júlí 1896. S. B- Jónsson. [Ath.: Rúmleysi í blaðinu um und anfarinn tima veldur því að greín þessi kemur ekki út fyrri en þetta. — Ritstj.] Hjartveiki er lækn- anlcg. Alfred Couldrey frá West Stafford, Quebec, læknaði alveg í sér hjartveiki, sem h«nn hafði haft í 4 ár með Dr. Ag- news Cure for the Heart. Stúlka f Pembroke læknuð af hinu ve.rsta kvefi með Dr. Agnews Catarrhal Powder. Dr. Agnews áburðir við gylliniæð, og lifraroillur. Fjögur mjög merk mt ðöl. Nýjar verulegar uþpfindingar gefa von um að hægt verði að lækna flesta kvilla sem menn þjást af. Jafnvel eins háskaleg sýki eins og lijartveiki er lækn anleg. Það er sýnt og sannað á degi hverjum. Dr. Agnews Cure for the Heart ir meðal það scm linar veikina í öllum tilfellum á hálfum tima eftir fyrstu inntöku. og er það mjög svo á- ríðandi, þvi lijartveiki er oft svo varið nð hún drepur á fáum mínútum. Alfred Conldry frá West Stafford, Quebec, þjáðist af hjartveiki i 4 ár. Hanu fékk ekkert meðal seni gerði honum gagn fyr en hann náði í Dr. Agnews Cure for the Heart. og segir hann um það: ‘Þeg- ar óg var búinn að brúka 8 flöskur af þessu meðali. var þessi hræðilega veiki horfin. Kvef á versta stigi er haldið ó- læknandi. En hér er það sein George Graves frá Ingersoll, Ont., segii: ‘Eva litla dóttir mín sem er 13 ára. fékk of- ur slætnt kvef fyrir 1 árum siðan. Við reyndmn öll ji<‘kt meðöl við þeirri veiki, og fetigutn læknishjálp meir en þrjú ár, eu það dugði ekki. Við álitum þessa sýki ólæknandi. Síðastl. vetur heyrði ég utn liið mikla orð setn fór af Dr. Ag- news Catarrlial Powder og lét ég Evu litlu reyna eina flösu af því, og verð ég að viðnt kenna, vegna þeirra er kynnu aðliafa gagn af því. að dóttir inín varð alheil eftir að hafa brúkað upp úr tveim ur flöskuin. Dr. Agnews hefir búið til 4 meðöl, sem hvert utn Sig er óvggjandi við fieiri | sýkt setti þaneru ætlnö fyrir. Hið mikla J smyrsli hans læknai* hina verstu tegund j af gyUiniæö á þremur til sex dögum. Á þessutn timum þegar alt er fullt at lifrarpiilum, er það eftirtektavert að Dr. Agnews Liver Pills eru í miklu á,- liti hjá þeim sem þekkja þær. G’ <i með fjörutíu inntökumkostar tíu cts.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.