Heimskringla - 01.10.1896, Side 1

Heimskringla - 01.10.1896, Side 1
NR. 40. Heimskringla. ÁR. WINNIPEGr, MAN., 1 OCTOBER. 1896. Gröf Rousseaus. Eftir Schiller. Minningartákn um minkun tíðarinnar, margfalda níðstöng fósturjarðar þinnar, þú Rousseaus gröf, ég heilsa, heilsa þér ! Friðsæld og ró þór foldin megi veita, friðsæld og ró, þess varst þú æ að leita, friðsæld og ró, það fannstu loksins hér ! Hvenær mun undin forna saman siga ? Svartdimt var fyr, þeir spöku máttu hniga, Ijósara’ er nú, þó leið hinn spaki enn. Sókrates féll mót hópum hártogara, hniginn er Rousseau fyrir kristnum skara, Rousseau, sem kristnum reyndi að breyta í menn. U. U. (Eftir Þjóðólfi). Engilsaxneski flokkurinn. (Niðurlag frá 2. bls.) sex voldugar þjóðir eru þannig tengdar þeim böndum, sem vér höfum áður lýst? Vér stöndum nú þegar á vegamót- unum. Með breytni vorri, með orðum vorum nú, getum vér haft áhrif til ills eða góðs á framtíð ættbálks vors um öll ókomin ár. Eramundan oss liggja tvær brautir, —tvær greinilega merktar brautir,sýni- legar margar mílur framundan. Þessi brautin er eins greiðfær eins og hin. Hverja þeirra eigum vér þá að taka ?” Önnur þessara brauta, segir Sir Walter að leiði til stríðs og styrjalda, sem í öllum afleiðingum sinum reynist eins og hræðilegustu innanrikisstríð. A* þeim leiddi hatur og sundrung sem héld- ist mann fram af manni. Öðrum þjóð- um væri þar gefið hraparlegt eftirdæmi og að auki legðu menn þá í rústir allar vonir um að framkvæmt yrði það, sem hinum engilsaxneskaættbálki var ætlað að framkvæma. Er þvílík styrjöld hugsanleg, spyr hann svo, og svarar því að hún sé enganveginn ólíkleg. Og svo bendir hann á það, að leggi bræður til orustu, einn á móti öðrum, hætti þeir aldrei að berjast. Því liver orusta auki haturseldinn sem áður var. Aðalkjarn- inn í ritgerð hans er svo á þessa leið: “Þess vegna þurfum vér aðbúa svo um, að stríð milli þessara frændþjóða verði ómögulegt. Og þar sem fjórar þeirra [Canada, Ástralía. Nýja Sjáland, Suður-Afríka] eru enn tengdar móður- þjóðinni, þá er að eins að gera strið ó- mögulegt milli hinna tvegga,— beggja stórdeildanna. Hvað mig snertir, þá get ég ekki séð nema einn veg til þessa, — þann, að á komist sáttaréttur, þar sem öll vor á- greiningsmál verði útkljáð. Væri nefnd manna til, sem dæmdi í slikum málum, mundi það í sjálfu sér fyrirbyggja deil- ur, og meðvitundin að strið gæti ekki átt ser stað, mundi breyta orðalagi blað- anna, þegar þau töluðu um frændþjóð sina. Setji maður svo, að þessi sáttarétt- urkomistá. Hvernig lítur framtíðin þá ut? Þjóðirnar sex verða sundur- skildar, en þ<s same i naðar. Hver um sig vinnur að síUUm sérstöku st«rfum að vild sinni og á hvern hátt sem henni sýnist, en standa aldrei ein í hári ann- arar. Þær mundu komast í skilning Rm að óhindruð verzlun þeirra á milli verði happasælust. Blöðin verða kurt- eis, hvert við annað. Þær verða keppi- nautar að eins að því er snertir lista- verk, vísindi oaí bókmentir. Og það sem mest gildir: þær munu ganga i sóknar og varnar samband og hafa þá jrfir þeim herflota að ráða, að allar aðr- ar þjóðir til samans hefðu ekki bolrnagn á móts við þær. Fögur fyrirmynd fyrir alla aðra yrði þetta volduga bandalag frjálsra, löghlýðinna, friðsælla, en fram- gjarnra og hraustra manna, er ekki rnundu hika við að berjast, ef á þyrfti eð halda. Hjá þeim réði gamla vana- festan, gömlu siðirnir. Eins og forfeður Þeirr frá Hollandi, viðurkendu þeir familiuna eininguna; hvert heimili þungamiðju heimsins; hvert township með enda einum 12 búendum í, þunga- miðju stjórnarinnar. Íslknzkr læknir DR. M. HALLDORSSON, Park River — N. Dak. FRETTIR. DAGBÓK. FIMTUDAG 24. SEPT. í dag hefir Victoria Englandsdrottn- ing ríkt lengur en nokkur konungur Breta. Hefir nú ríkt 59 ár og 96 daga, en George III. sem lengst ríkti var kon- ungur í 59 ár og 95 daga. Þessa vega- merkis í sögu gömlu konunnar var minns hátíðlega á Englandi. Gulldemókratar í New York riki höfðu fund í Madison Square Garden í fyrrakvöld til að staðfesta það sem gert var á þjóðfundi gull-demókrata i Indi- anapolis. Fundurinn var mannmargur ekki síður en fundir hinna flokkanna, er áður voru haldnir á sama stað. Gullsjóður Bandarikja er nú sem stendur $121J milj. Fékk í gær milj. frá Ástralíu. Auðmannafélag í Bandaríkjunum er að semja við stjórn Rússa um að koma á fót gufuskipalínu milli Vladi- vostok og San Francisco. Brezk-Indverska gufuskipafélagið stóra hefir ákveðið að koma á fót nýrri gufuskipalínu milli Ástralíu og Van- couver. Fyrsta skipið leggur af stað frá Nýja Sjálandi innan viku. Tíðin hefir verið köld yíðar en liér vestra um undanfarinn tíma. Aðfara nótt hins 23. Sept. var svo mikið frost í New York-ríki og víðar eystra, að ís á vatni varð 1 úr þuml. á þykt. Samkvæmt síðustu fregnum frá Sú- dan er ófriðnum og uppreystinni þar lokið. Fáni Egyfta veifar yfir Dongola rikinu og öll vígin í þessum héruðum eru nú i höndum Breta og Egyfta. Der- visharnir eru Jivervetna á flótta og brezkir hermenn reka flóttamennina eins og sauðfé væri. En mikið er eftir að vinna, að hrinda í lag því sein í ó- reglu er, losa fáráðlinga úr klóm der- vishanna, og byggja ný virki og varnar- garða. Fyrri en alt þetta verður gert verður héraðið ekki búið að ná sér. FÖSTUDAG, 25. SEPT. I gær var haldinn geysistór fundur í Liverpool á Englandi til að ræða um Tyrki og meðferð þeirra á Armeniu- mönnum, til að ávita Tyrki fyrir, og skora á Norðurálfuþjóðir að binda enda á slíkt. Sérstaklega var skorað á stjórn Breta að gera eitthvað. Hún mætti ó- hætt treysta fylgi lýðsins í hvað sem færi. Gamli Gladstone var einn af ræðumönnunum og var honum fagnað mikillega. Þótti hann djarfmæltur og óhlífinn, og ekki óliklegt að Soldán kvarti undan orðum hans ekki síður en í vetur er leið. Karl talaði 20 mínútur og var furðanlega þolinn, svo háaldrað- sem hann er orðinn. Bryan forsetaefni flutti tvær Væður í Brooklyn, N. Y., á miðvikudagskvöld ið fyrir fjölda áheyrenda—5000 á öðr- um staðnum og 8000 í hinum, og var sá mannfleiri eingöngu verkamannfundur. Bryan var vel tekið. Bayard ráðherra Bandarikja á Eng- landi er meðmæltur þvi, að á komist sáttaréttur til að útkljá öll þrætumál milli Breta og Bandaríkjamanna. Sagði það afdráttarlaust í gildi í Liverpool í gærkvöldi. Stjórnleysi algert er ríkjandi i Lead- ville, Colorado. Hermenn hafa verið sendir þangað til varnar, ennámamenn eru að draga saman lið til að yflrbuga þá og vinna bæinn. London ‘Times’ dáist að þreki Glad- stones og tilraunum hans Armeniu- mönnum í hag, en lízt ekki á þá uppá- stungu hans, að stjórn Breta kalli heim erindreka sinn í [Konstantinópel og reki burt ráðherra Tyrkja í London. Meðal fanga, sem Bretar fundu i Dongola og létu lausa, er sonur prívat- VKITT 0Æ8TD VBRÐLAUN a HEIMS8ÝNINQUNN Da BAKINfi P0MDIR IÐ BEZT TILBÚNA Óblönduð vínberja Cream of Tartaf jowder. Ekkert álún, ammonia eða Önnur óholl efni. 40 ára xeynslu. ritara Kína-Gordons, og einn af þjón- um hans. Segja þeir báðir að Gordon hafi virkilega látið Kíið í Kartum. Stúdentaflokkur frá Yale hafði svo hátt um sig á fundi Bryans í gær í New Haven, Conn., að Bryanmátti um síðir til með að hætta. LAUGARDAG 26. SEPT. Auka-gjaldaskrá sambandsstjórn- arinnar var lögð fyrir þingið í Ottawa í gær og er upphæð aukagjaldanna sam- tals $2,889,857.—Af þeirri upphæð koma $8,432 til Manitoba. Venezuela-nefnd Bandaríkjastjórn- ar hefir nú lokið starfi sínu, að öðru en þvi, að eftir er að leita betur i skjala- söfnum í Hollandi, en því verður lokið um miðjan Október. Nefndarálitið verður afhent Cleveland forseta ein- hvern tíma um lok Nóv.mán. Skogareldar miklir í grend við bæj- ina Port Arthur ogFort William. Hefði ekki vindstaða bieytzt í gærkvöldi hefði eldurinn borist inn í bæinn og lagt hann í rústir. 60—70 þúsundir manna hlýddu á ræðu Bryans forsetaefnis i gærkvöldi í Boston. Fundurinn var hafður undir beru lofti. Nú er sagt að Bretar, Rússar og Frakkar séu gengnir í bandalag til að útkljá tyrkneska málið. Tilgangurinn kvað vera, að gera bæði Tyrkland og Egyftaland að skjólstæðingum stór- veldanna allra. MÁNUDAG 28. SEPT. McKinley forsetaefni er ekki ræðu- maður á borð við Bryan og heyrist þess vegna sjaldan til hans. Hann er heima hjá sér í Canton, Ohio, þegai' hann getur og þangað heimsækja menn hann í stór- hópum úr öllum áttum og þar flytur hann sínar helztu ræður. Á föstudag- inn og laugardaginn flutti hann þannig margar ræður heima hjá sér, fyrir 15,000 áheyrendum alls. Repúblikar eru nú farnir að gera á- ætlun um úrslitin ekki siður en silfur- demókratar. Telja þeir McKinley 278 atkv. alveg vis og 35 að auki nokkurn- veginn vís, eða 313 alls. C. P. R.-skipið “Empress of China” er flutti Li Hung Chang yfir Kyrrahaf, kom til Yokohama í Japan á laugardag- inn var. Karl var hinn hraustasti og yfirgaf Canadamenn þar. Steig á kín- verskt herskip, er sent var til að flytja liann það sem eftir var. ÞRIÐJUDAG 29. SEPT. Mattsukaraa heitir hinn nýi stjórn- arformaður Japaníta. Var fjármála- stjóri í ráðaneyti Ito’s greifa, er sagði af sér í lok Ág. síðastl. Búizt er við að sambandsþingi Can- ada verði slitið á laugardaginn 3. þ. m. Telegrafh-þjónar C. P. R. félagsins allir hættu vinnu aðfaranótt hins 29. f. m. Heimta hærra kaup m. m. Eftir síðustu fregnum að dæma eru nú Frakkar einnig tilbúnir að elta grátt silfur við Tyrki. I gær og aftur í dag sitja þeir á ráðstefnu Salisbury stjórnar- formaður Breta og Rússakeisari. Ar- meníu-málið er að sögn aðal-ræðuefnið. Tyrkir í Armeníu. Hið alkunna og merka þýzka blað ‘Reichsbote’ hefir flutt nákvæma skýrslu eftir Jóhannes doktor Lepsius um grimdarverkin í Armeníu. Alls var slátrað 65,000 mönnum, nálægt 2500 þorp og borgir yoru í eyði lögð; 568 kyrkjur og klaustur voru brotin; 559 þorp og borgir voru neydd til að taka Mahúmedstrú með öllum íbúum þeirra; 282 kyrkjur voru gerðar að tyrknesk- um bænahúsum. En sagt er að tala þeirra,er húsviltir eru og ekki eiga mál- ungi matar séu 500,000. Tölur þessar sýna að eins litið á- grip af skýrslunum og eru nákvæmar frásagnir um ódáðaverk þessi enn þá voðalegri. Ef að taldir væru allar þær þúsundir manna, sem myrtir hafa ver- ið í þorpum þeim, sem enn eru ekki komnar skýrslur frá, sem dáið hafa af sárum og sjúkdómum, sem farizt hafa á flótta, soltið í hel eða fent til dauðs í fjöllunum, þá verður óhætt að segja að alls hafi farizt einar 100,000 manns. í sama nr. blaðsins ‘Reichsbote’ setur dr. Lepsius grein með yfirskrift- inni: ‘Dálítið fyrir hraustar taugar’, og skýrir þar nákvæmar frá grimdar- verkum þeim, er hann sjálfui var sjón- arvott.ur að. Sakar hann þar yfírvöld Tyrkja, borgara og hermenn um það, að hafa æst til [hryðjuverka þessara og hvatt og styrkt til þeirra á allan máta. í fyrstu drógu Tyrkir vopnlausa og verjulausa Armeníumenn hundruðum Saman út úr húsum sínum og fylgsn- um og tóku einn af öðrum, hjuggu af honum höfuðið, stungu hann, kyrktu hann, hengdu eða rotuðu með bareflum öxum og járnstöngum. En brátt urðu þeir þreyttir á þessu. Skrillinn tyrk- neski vildi fá tilbreytingu, vildi fá eitt- hvað að skemta sér við. Þeim þótti miklu meira gaman að því að kveikja eld og steykja við þá er særðir voru, hengja suma á staurum og láta höfuð- ið snúa niður, [að stinga hundruðum nála og títuprjóna í þá, eða að binda svo sem hálft hundrað saman og skjótaf svo inn í kös þessa. Til hvers áttu Armeníumenn að hafa svona marga limi, ef ekki til þess að þeir skyldu höggva þá af einn og einn og stinga stúfunum upp í þá. Þeir voru leiknir orðnir í því Tyrkir, að stinga út augu, að skera af nef og eyru. Einkum þótti þeim klerkar þeir, sem ekki vildu trú kasta, ekki eiga betra skilið. En þetta alt er svo gamalt að á þvi er engin nýjung. Þeir tóku og til að brúka steinolíu og kerosene, Yfirvöld- in létu þá hafa kveikjuefni þessi, er þeir þurftu að kveikja í húsum og þvi um líkt, en þau urðu ekkert reið við þá þó að þeir notuðu þau til fleira. Þarna sjá þeir mann einn, ljós- myndasmið með miklu síðu skeggi. Þeir geta ekki stilt sig um að hella stein olíu í það og kveikja svo i. Þeir draga kristna menn saman í hrúgu og hella yfir þ'á olíu og kveikja svo i og þegar kviknað er vel í þeim, !þá kasta þeir fleirum inn í bálið. Sjái þeir konu með miklu hári, þá hella þeir á það púðri og kveikja svo i, og sprengja af henni höf- uðið. Æfingin gerir þá leiknari og leikn- ari. Tyrkneskur yfirmaður, Abdulla að nafni, setur saman ungan mann og konu í klaustrinu Kaghzorhayatz og leikur sér að því að reyna að höggva af þeim höfuðin í einu höggi. Eo svo deyða þeir og fólkið öðruvísi en með eldi eða járni. Kurdahöfðinginn Djev- hörr frá Gabour lætur binda saman bræður tvo og reka þá í gegn með staur um. Það smá fer að koma keppni í þessa morðingja og þeir metast um það hver geti höggið höfuð af sem flestum. I Kesserik var bakari einn, sem drepið hafði 97 Armeniumenn, og til sýnis um það hafði hann skorið af þeim nef og eyru; en ekki þótti honum það nóg, því að hann steig á stokk og strengdi þess heit að ekki skyldi hann linna fyrr en hann næði hundraðinu. Þó var annar honum meiri;“hét sá Hadi Beys frá Tadem. Hafði hann drepið yfir hundrað manns og til að krýna það lætur hann höggva konu eina í f jögur stykki og setja stykkin á staura upp til sýnis. Slátrari einn í Aintap stakk sex höfðum Armeníumanna á steikaratein sinn, og í Subaschigulp slátruðu Tyrkir þeim og hengdu þá upp hér og þar á kjötkróka á strætum úti. Þá fór skríll inn í Trapezunt ekki þokkalegar að. Armeniskur slátrari einn, Adam að nafni, var skotinn með syni sínum. Voru þeir svo skornir í smá stykki og limir þeirra reknir upp á staura og bornir svo um strætin og boðnir til sölu fyrir gjafverð ! ! Jíy medul. Dr. Agnews hafa heppnast tilraunir sínar vlð hjart- veiki og hálsveiki. Flestir hafa verið á þeirri skoðun, að þó lækna megi diphteria og hydro- phobia (vatnsæði),, þáséenginn vegur til að lækna hjartveikl. Það sé að eins hægt að lina þrautirnar. Uppgötvanir Dr. Agnews hafa einu sinni enn sýnt að það er ómögulegt að gizka, hve langt meðalafræðin getur komist. Það hefir nú sannast, að meðal það, sem kallað er Dr. Agnews Cure for the Heart, hefir bjargað lifi marnra sem áður voru álitnir að vera ólæknandi. Eitt af þvi góða við þetta meðal er, að það verkar undireins, ef það væri ekki, þá væri það þýðingarlaust, þvi þegar um hjartveiki er að ræða, þá þarf ætíð fljóta hjálp. Mr. Aaron Nichols frá Peterboro, Ont., segir þetta um Dr. Agnews Cure for the Hart: “Konan mín þjáðist í 20 ár af hjart veiki. Frá þvi fyrst að hún fór að brúka Dr. Agnews Cure for the Heart, og af áframhaldandi brúkun þessa meðals hefir hún haft meira gagn en af öllum öðrum meðölum oglæknum, sem hún hefir reynt. Þetta meðal verkar merki- lega vel á hjartað”. Allir finna til þess, hve ógeðfeld sýki Catarrh er, og þó sérstaklega þeir semeiga að tala framí fyrir almenningi. Hin sterkustu vottorð um ágæti Dr. Agnews Catarrh Fowder eru _ frá eftir- fylgjandi persónum: Biskupií Toronto, Kev. A. Sweatman D. D.D.,C. L. og helztu kennurunum í McMaster Hall, Rev. W. H. Withrow, D. D.; Metho- dista prestum Rev. Mungo Fraser, D. D., frá Hamilton og ýmsum öðrum merkum mönnum. Allir þessir menn hafa undirskrifað vottorð um að Dr. Agnews Catarrh Powder hafi reynzt sér óbrigðult við þessum leiða kvilla. í Vetrar-varningur! | Vöru-upplag vort í fyrra var mikið — meira þá en nokkru sinni áður. Þó eru engar ýkjur að segja það EINUM FJÓRÐA MEIRA NÚ EN í FYRRA. Um þctta getur hver sannfært sjálfan sig, sem geng- ur gegnum búðina, og — vér bjóðum alla velkoipna. Stærsta Alnavoru- kloeclnadar- og Sko-verzlnn i vestnr-bœnum ! Stærsta upplag af karl- manna og drengjaklæðnaði í vestur-bænum. — Yfir- kápur úr ‘Tweed,’ ‘Etoffe,’ Irsku og Canadisku ‘Freize,’ Alklæðnaðir úr “Serge,” “Basket”- klæði (brugðnu klæði), “Etoffe,” ‘Worsted’ o. s.frv.—fyrir karlmenn og drengi, Ýfirkápur á öllu verðstigi, frá $4,50 til $15 og efni, litur og snið að því skapi fjölbreytt. Vér getum fullnægt öllum sanngjörn- um kröfum í því efni, hvort heldur sem er að ræða um yfirkápur eða alfatnað. — Ekkert skran á boðstólum, eða vara sem legið hefir á hyllunum svo árum skiftir. Alt er nytt í búðinnijog vörurnar koma daglega tií vor að austan. Stærsta upplag af skó- fatnaði í vestur-bænum. Eina islenzka skófataverzl- unin í Winnipeg. Skólata- birgðirnar sem vér i vor er leið keyptum af A. F. Reyk- dal & Co., eru, fyrir löngu uppgengnar. í þeirra stað bjóðum vér nú spánýjan skófatnað, á ferðinni nú á liverjum degi beina leið frá verksmiðjunum, og vér kaupum frá sjö skó-verk- smiðjum. Af því má ráða hverju sé úr að velja. Kistur og töskur. Vér höfum þær af allri stærð og á öllu verðstigi, í skó- fatnaðardeildinni. Kistur á $2.75 og yfirog töskur 75c. og yfir. Stórar og vandaðar leðurtöskur kosta auðvitað meira, og vér höfum þær til ekki síður en þær ódýrustu. S.-V. horn Ross Ave. og Isabel Str. m- TII athugunar fyrir ungu piltana. Vér höfum nokkuð nýtt að bjóða ungu mönnunura, sem ýmsra hluta vegna vilja og þurfa að fylgja tízkunni og sem þar af leiðandi hafa þreytt við að kaupa skraddaragerðar kápur. Þeir sem það hafa reynt vita, að þar þarf peninga til. Nú hefir eitt skraddarafélag í Toronto tekist i fang að búa til SKRADDARÁGERÐÁN KLÆÐNAÐ CG YFIRKÁPUR, EFTIR MALI, af mönnum af allri stærð og öllu vaxtarlagi og er þar nákvæmlega fylgt tízkunni. Vér höfum náð i æðimikið upplag af þessum klæðnaði og kápum, sem nú eru til sýnis i búð vorri. Allir sem hafa skoðað þær, dást að sniðinu og öllum frágangi og þekkja ekki frá ‘tailor-made’ kápum. En verðmunurinn er mikill. Fyrir ungu stulkurnar. Vér höfum hugsað um þær ekki siður en ungu piltana. Þær þurfa einnig og ekki síður að fylgja hinni breytilegu tízku. Handa þeim höfum vór stórt upplag af JÖKKUM, sniðnum og gerðum samkvæmt Parisarmóðnum í haust KVENN-JAKKAR þessir eru með öllum almennum litum, svartir, “navy-blue,” gráir, morauðir, o. s. frv. og á öllu hugsanlegu verðstigi,—frá 8 til 20 dollars. í þessu efni getum vér mætt öllum hugsanlegum kröfum. Urvals nærfatnad fyrir karla, konur og börn höfum vér nú á boðstólum og talsvert ódýrari en í fyrra. Meðal nýrra tegunda má nefna “fleece-lined” nærfatnað. Hlýrri nærfatnað er ekki hægt að hugsa sér. Komið og skoðið þau. Yfirkapur fyrir börn $ * AÐ SíðuStU " Vér hikum ekki við að segja, að samskonar varningur, á sama gæðastigi og jafn-nýr, FÆST HVERGI í BÆNUM ÓDÝRARI. Vér höfum Asett oss að selja vörurnar svo ódýrt að enginn geti boðið betri kjör Og vér erum í kringumstæðum til þess nú. Vér skiftum ekki lenj?ur við milligöngumenn, en kaupum beint af sjálf- um verksmiðjueigendunum. Vér stöndum þess vegna jafnt að vigi nú og stórkaupmenn bæjarins, og getum því 5elt med heildsoluverdi ekki síður en þeir, ef stærri kaup eru gerð í einu. KAUPMENN í SMÁBÆJUM OG SVEITUM geiðu sjálfum sér gagn ef þeir vildu finna oss jafnframt og þeir finna aðra heildsala í bænum. Það getur orðið þeim til hagnaðar. Komið og skoðið vörurnar og- spyrjið um verðið. Allir velkomnir ! G. JOJHNSOJM; Suð-vestur horn Ross Ave. og Isabel Str. &

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.