Heimskringla - 15.10.1896, Blaðsíða 1

Heimskringla - 15.10.1896, Blaðsíða 1
X. ÁR. NR. 42. WINNIPEG, MAN., 15 OCTOBER. 1896. ASKORUN til Vestur=Islendinga Meiri jarðhristingur á íslandi. Það var ekki búið með jarðhrist • inginn á íslandi 26. og 27. Ág., Jx5 það hafl menn eflaust vonað. Jarð- skjálfta kviðurnar höfðu haldist af og til mánuðinn út og fram í Sept., en ekki stórfeldar fyrr en aðfaranótt hins 6. Sept. Þá komu tvær hviður hver á fætur annari og ollu miklu meira tjóni en þær í Ágúst,— mann- tjóni þá og meiðslum, þó furðanlega lítið sé, auk bæja og húsahrunsins. Er þetta sagður mestur jarðhrist- ingur á íslandi síðan land bygðist. í landskjálftanum eftir Skaptár-gosið, 1784, hrundu um 90 bæir og 400 til 500 útihús og peningshús. í þessum hviðum nú hafa 155 bæir hrunið og líklega um 1,000 útihús. Björn ritst. Jónsson (ísaf.) fór í rannsóknarferð austur, eftir fyrstu hviðurnar og var staddur eystra (í Rangárvallasýslu) þegar stór-hviðurnar seinni komu. Tekur ferðasaga hans og skýrsla upp 10 dálka rúm í ísafold (9. Sept.). Rúmlejsisvegna getum vér ekki tek- ið nema lítillegan útdrátt úr henni.— ”Eftir skýrslum bænda á hreppsfundi f Ölfusi (7. Sept.), hafa þar í hreppi fallið 30 bæir og 30 aðrir skemst til muna; í Eystrihrepp nál. 20; á Skeið- um 10 á að gizka; í Ytri-hrepp lík- lega annað eins; í Flóa eitthvað milli 10 og 20, eitthvað í Grímsnesi og eitthvað (lítið) í Grafningi". Á “Landinu” eru sagðir gjörfallnir 34 bæir með öllum útihúsum, af 40. “Síðara hrunið er svo nýafstaðið”, segir Isaf., “að ófengnar eru enn skýrslur um hina hrundu bæi í Ár- nessýslu, en nefna má fá eina að lianda hófl um fram þá, er þegar er gctið: Arnarbæli í Ölfusi gjörfallið ásamt öllum útihúsum, 17 alls, en kyrkjan stendur, mjög skekt þó á grunninum; þangað flýði líka fólk allr. á staðnum og lét þar fyrirberast um nóttina”. Þessa bæi telur og blaðið fallna: Kröggúlfsstaði, Þúfu, Yötn og Saur- bæir tveir; Hlemmiskeið á Skeiðum; Árhraun, Útverk, Álfstaði; Skeiðhá- holt í sama hrepp hrundi í fyrri land- skjálftanum, og aftur í hinum síðari það sem upp var komið af nýju þá”. Engar skemdir á Eyrarbakka eða Stokkseyri. Timburhús hafa ekki hrunið, en skemst hafa þau og lam- ast, þar sem torf eða grjótveggir voru að þeim. Sem vott um öldu- gang landsins í hviðunum, er þess getið, að um morguninn 27. Ágúst horfðu menn á timbrn hús á Hvammi á Landi lyftast til endanna á víxl svo nam á að geta 4—6 þuml. Skriðuhlaup urðu víða og or- sökuðu töluverð landspjöll. Land- spildur úr fjallahlíðunum höfðu rofn- að og hlaupið niður á sléttlendið. Er óttast að sumstaðar hafl fénaður orðið fyrir þeim skriðum. Hverir og laugar urðu og fyrir áhrifum hristingsins. Þar sem áður var Reykholtslaug í Byskups- tungum, þar er nú hver, er gýs á hverri klukkustund. Nýr hver kom upp í Ölfusi vestanmegin Varmár, gegnt Reykjum. Hafði sprengt frá sér móbergsklöpp. Þann hver skoð- aði Bjöm ritstj. Segir ketilinn á að geta 3 álnir niður að vatni, sem að eins sjái í, en sem bulli og sjóði í með miklum nið. Ketillinn er sporöskju- lagaður, um 2 faðmar á breidd um miðjuna og um 6 faðma á lengd. VKITT HÆSTU VBRÐLAUN A HKIMSSÝNINOUNN DH BáhlNG POWDfR IÐ BEZT TILBÚNA úblönduð vínberja Cream of Tartar powder. Ekkert álún, ammonia eða önnur óholl efni. 40 ára reynslu. Laugar höfðu horfið hjá Vindási á Landi í fyrri landskj. og hafa ekki komið upp síðan. í sama skiftið jókst hiti f laug á Reykjum á Skeið- um og kom upp heitt vatn víðar í grendinni, eu í seinni hristingnum hvarf þetta alt. Vatn hafði vaxið í Rangá ytri í fyrri landskjáltanum og fengið jökullit, en er annars tært bergvatn. Og víða höfðu ár og læk- ir breytt lit, — orðið hvítgulir. “Harðvellistún all hátt á Miðhúsum í Gnúpverjahreppi varð að dýi alt neð- anvert, en hlaupið var úr því aftur nú um helgina síðustu” (6. Sept.). í kippnum var öldugangurinn svo mikill, að þar sem Þverá (á Rangár- völlum) er hesti á síður, varð hún þur með köflum. Kaupskip á leið- inni að Eyrarbakka var 7 mílur út þaðan aðfaranótt hins 6. Sept. og þar var kippurinn svo mikill að hrikti í hverju tré og skipið kipptist við, eins og ef það hefði siglt á sker. Þar var 100 faðma dýpi. Sprungur eru víða í jörðu og er hin stærsta þeirra á Landinu. Er hún að sögn á 2. mílu á lengd og breiðust nær alin, en víða nær sam- anfallin. Hvergi er hún djúp og hvergi vatn í henni eða hiti. Manntjón varð ekki nema lítið Ekki getið um nema ein hjón á bæ einum í Holtunum, Arnbjörn Þórar- insson og Guðrúnu Magnúsdóttur. Súðin lagðist ofan á þau í rúminu og sperrukjálki lenti á þeim miðjum. Voru þau örend, er þakið hafði verið rist ofan af þeim. En víða skall hurð nærri hælum. Gaflhlað, t. d.. hafði hrunið á Stóra-Núpi rétt við rúm þeirra hjóna, séra Valdimars Briem og frú Ólafar, — en féll út en ekki inn. Fleiri áþekk dæmi mætti nefna, segir Isafold. Nokkrir meidd- ust og meðal þeirra Ólafur ísleifsson er fór til íslands frá Winnipeg fyrir 1| ári. Var á Urriðafossi og flúði á- samt öðru heimilisfólki út um glugga á baðstofunni. Hafði þá skorið sig mikið á höfðinu. Stór-brýrnar, yfir Ölfusá og Þjórsá, eru sem ekkert skemdar. Lausafregn norðan um land seg- ir að vart hafl orðið við jarðhristing- inn að kvöldi hins 5. Sept. á Ási í Vatnsdal í Húnavatnssýslu, en skaði enginn orðið. Og vestur á ísafirði hafði orðið jarðskjálfta vart 26. Ág. Gull- og silfurmálið. Eftir Isl. V. Leifur. Nidurlag. Þingið barðist við úrlausnina á þessari flóknu gátu þar til 1853, að stað fest voru ný pengingalög, um að bianda eða minka silfrið í silfurpeningum þann ig, að silfrið í 50 centa pening væri að eins í raun og veru 48 centa virði sam- kvæmt gulli (silfurdollarar voru lítið i veltu;1836 voru slegnir 1000 silfurdollar- ar 1839 500 dollarar). En aðalbreyting- in var í því fólgin, að þar sem gulleig- endur héldu áfram að fá gull slegið í peninga fyrir eigin reikning, tók Banda ríkjastjórn sjálf að sér að kaupa silfrið eins og með þurfti til peningasláttu. Silfurpeningar voru því slegnir upp á stjórnarinnar kostnað. Sökum þess að silfur varekki fullgildi gulls. voru menn ekki skyldugir til að taka meira en 85 í silfri í senn upp í skuldir né í 'öðrum skiftum. Með öðrum orðum, ætlast til að silfur væri notað við smávegis við- skifti, gull við stærri viðskifti. Með því að líta tU baka og horfa yfir hið liðna tímabil, séstað 1792 voru báðir málmarnir slegnir takmarka laust. að gíldi peningannaí sjálfu sér var hið saraa, að það jafngildi hvarf áður en eitt ár leið, að óánægjan fór í vöxt; [að sú óánægja fór i vöxt eftir því sem árin liðu, að því dýrara sem gullið varð í samanburði við silfur fór það að þverra, því ódýrara sem silfur varð í samanburði við gull, því meira þvarr gullið. Orsakirnar voru tvær: Fyrri orsökin er sú, að gildi silfurs breyttist eins og á hverri annari vöru samkvæmt gnægð þess. Hin orsökin byggist á hinni fyrri, nefnU. sú, að gulleigendur sköðuðust við að slá gull. Silfureig- endurnir græddu á að slá silfur.' Til að ráða bót á þessu var lögunum breytt í gagnstæða átt 1834. Áhrifin urðu þau sömu að eins hausavíxl á málmunum. Silfureigendur sköðuðust við að láta slá silfur sitt I peninga, af því það var of dýrt; guUeigendur græddu áað slá gull ið í peninga, af því það varð of ódýrt. 1853 var gátan ráðin. Þingið leyfði guUeigendum að slá gull eins og áður, en lögleiddi að stjórnin skyldi kaupa silfrið og slá peninga á ;liennar kostnað fyrir eigin hag, og svo hefir það verið síðan. Frá 1853 og fram að þrælastríð- inu var flítið slegið af silfurpeningum, jafnvel þótt silfur væri brúkað sam- hliða við guU. 1878 var farið að slá silfur-dollara og hafa margar miljónii verið slegnar síðað. Væri nú með lögum leyft að ein- stakir menn, þ. e. silfurnámaeigendur og spekúlantar fengju að slá sitt eigið silfur á eigin kostnað ótakmarkað, kæmi hið sama fram, sem átti sér stað i lok síðustu aldar og á fyrri helmingi þessarar aldar, og af sömu orsökum. Afleiðingarnar yrðu hinar sömu, nema stórkostlegri. Gull hyrfi algerlega af velli eins og áður; ódýrt silfur yrði að eins ríkjandi. stöðugt lækkandi í verði, og bréfpeningar, ef til vill, með ódýrt silfur fyrir bakhjall: Imyndaðir pening- ar grundvallaðir á valdboðnum pening- um. Hið verulega markaðsgildi eða málmgildi silfurs hlyti að fara þverr- andi, af þeirri einföldu ástæðu, að silf- ureigendur um víða veröld mundu flykkjast hingað og hrúga upp silfri til peningasláttu. Það mætti einu gilda hvað lágt væri verð á sUfri í saman- burði við gull. I Bandarikjum getur þó æfinlega fengist 1 únza af gulli fyrir 16 únzur af silfri!! Peningar eru vara, sem er keypt annaðhvort fyrir aðrar vörur, svo sem gripi, korn, vinnu, eða aðra peninga. Séu nú þessir peningar minna virði í sjálfu sér en ákvæðisverð þeirra sýnir, það er, vottorðið sem á þeim er og ekkert á bak við þá, hvað lengi mun ákvæðis- verð þeirra haldast ? Að minu áliti er það eins og galla-gripur, svikin vara. Nágrannaþjóðir okkar, sem hafa gull- mælikvarða gætu ekki notað þá sam- kvæmt ákvæðisverði þeirra. Þar af leiðandi gætum við sjálfir ekki notað þá samkvæmt fullu ákvæðisverði. Þetta eru engar bollaleggingar, engin heila- spuni, heldur óhrekjandi vissa. Setjum svo að maður þurfi að bregða sér til Winnipeg. Fargjaldið kostar nú eitt- hvað um $2,50. Ég hefi Bandaríkja frí- sláttu silfurdoUara, 50 centa virði eða þar fyrir neðan! og bið um farbréf. Umboðsmaður farbréfanna þakkar fyr- ir og bíður fyrirgefningar, en hann get- ur ekki komist af með minn en rúma 5 dollara, fyrir fargjald til Winnipeg. Ég skulda manni i Winnipeg 5 dollara, en af því frísláttudollarinn er kring- um 50 cts. (fer minkandi í verði), verð ég að sendahonum $10. Nei, því er ekki svo varið. Silfurlögin eiga að hjálpa mér þar. Ég þarf ekki að borga honum nema 5 silfurdollara, þó þeir skaðist um helming á að hafa hjáipað mér. FrísláttudoUararnir eiga að vera í fullu gildi til hvers sem vera skal; vizka og heiðarleiki silfurmanna fer saman. En sendi ég þessum manni á- vísun, segjum póstávísun, Express- ávísun, ja, þá verð ég að borga fyrir- fram, og þá verð ég að láta nóg, annars verður ávísunin ekki borguð í Winnipeg né á neinum útlendum markaði með gull-mælikvarða. Sem dæmi upp á þetta skulum við setja svo, að ég fái til láns hjá einhverjum kunningja mín- um hér $100, eða einhverja aðra upp- hæð. Ég tek svo í mig að fara til Mexi co og sezt þar að um tíma. Ég kemst þar yfir 100 mexikanska dali, sem í sjálfu sér er hér um bil sama og Banda- ríkja-silfurdollar (jafmikið af silfri |i báðum) og sendi þessum vini mínum, sem fulla borgun á skuld sinni. Þegar hérkæmi fengi þessi vinur minn aðeins $50 og yrði að sitja með sárt ennið og gera sér að góðu að tapa hinum 50 doll- urunum. Þetta er stefnuandi silfur- inga, og væru nokkur líkindi til aðþeir kæmust að, er ekki ólíklegt að nýr at- vinnuvegur mundi opnast í löndum þeim er gullmælikvarða hafafyrir vissa menn, að taka fé að lániog koma svo til Bandaríkja og borga? skuld sína héðan með Bandaríkja-peningum, sem að eins yrðu hálfvirði eða minna, þegar heim kæmi. Ég sé að byrjað er að koma út í Lög- bergi þýðing af ræðu frá Texas. Sú ræða hefir inni að fialda nákvæma lýs- ingu af glæpnum frá 1873! Fer ég því ekki frekar út í það mál að sinni. Beztu menn hverra hinna mentuðu og fram- faramestu þjóða hafa varið starfa sín- um, kröftum sínum og lifi, til að koma peningamálum landa sinna í sem full- komnast ásigkomulag. Frakkland, Þýzkaland, England o. fl. hafa reynt að brúka silfurmælikvarða, en misheppn- ast algerlega og hafa nú tekið upp gull- mælikvarða, og uppgangur þeirra þjóða hefir verið mestur síðan. Það eru þó ýms lönd í heiminum, sem hafa frísláttu silfurs. Við skulum litastum í landinu sem næst okkur er—Mexico. Eins og kunnugt er, er þar fríslátta silfurs. Ástandið er þannig, að öll nauðsynjavara er mjög dýr. Vitinu- laun, erfiðismanna minna en helmingi lægri en hjá okkur. Menntun almenn- ings á mjög .lágu stigi, vinnulýðurinn þjakaður, og yfir höfuð enginn fram- farahugur í miklum hluta þjóðarinnar. Viðurværi og aðbúnaður almúgans svo bágbcrinn að mönnum frá Bandaríkj-' um þykir ekki viðvært. Gullpeningar hafa ekki sézt þarsvo árum skifti, segja þar búsettir menn frá Bandaríkjum.— Silfurdollar frá Bandarikjum gildir þar á við 2 dollara slegna í þeirra eigin ríki. Þegar þeir kaupa varning frá útlönd- um, t. d. New York, verða þeir að borga sem næst $2000 fyrir $1000 virði. Ríkisskuldir i útlöndum verða þeir að borga á sama hátt. Örsökin blátt áfram er sú, að þeirra eigin dollar er ekki meira en sem svarar 50 centum á út- lendum markaði. En fyrir Bandaríkja dollarinn fá þeir dollar í silfri eða þess virðií hverju sem þeir æskja, og á hverj um stað. Við skulum nú litast um í f jarlægu landi, nefnil. Indlandi. Þar var gull mælikvarði fram að 1542, að einn af höfðingjum landsins lét slá hinn fyrsta silfurpening, sem kallast Rupee; þeir gilda nú sem næst 47 cents. Gnægð af silfri var í landinu og ruddi það sér smámsaman svo til rúms, að það varð mælikvarði fyrir peningum á norður- Indlandi, en í suðurpartinum var gull mælikvarði fram að 1812, að Austur- Indlandsfélagið lét slá hina fyrstu silf- ur-Rupee. Ýmsir af hinum indversku höfðingjum höfðu peningasláttu út af fyrir sig með mismunandi verði, stærð og hreinleik. Sumir af þeim voru leikn ir i að smá minka, eða rýra peningana, til að hafa sem mest upp úr þeim (það hafa margir þann sið enn í dag, að tálga af þeim eða bora gat á þá) og bjuggu til nýja peninga úr afklippunni! Þar af leiddi að í einu voru í veltu í land- inu 224 innlendar og 59 útlendar teg- undir af gullpeningum, og 556 tegundir af silfur-Rupee-um og 155 útlendar teg- undir af silfurpeningum. Svik og prett ir voru í frammi hafðir við fávísan al- múgann, sem ekki liafði vit á öðru en trúa þvi sem skálkarnir sögðu honum. Árið 1806 aðhyltist Indlandsstjórn bend ingar Liverpools lávarðar : ‘Peningar sem eiga að vera aðal mælikvarði fyrir eignum manna, liljóta að eins að vera slegnir úr einum málmi; peningar úr gulli og silfri geta ekki verið í veltu jafnhliða með fullu gildi i öllum við- skiftum án mikils skaða, sökum hins flögrandi verðmunará málmunum; eins ómögulegt og það er að varna flögri verðmunarins, eins ómögulegt er að koma I veg fyrir afleiðingar af að hafa peninga i veltu á þann hátt’. Silfurpen ingar voru þá skipaðiraf stjórninni sem verðmælir einungis. Þannig leið til 1818, að stjórnin sá ekki annað fært en að reyna á ný að fá samræmi á milli guUs og silfurs. Þá var reynt að miða 15 únzur silfurs við 1 únzu gulls. Þessi tvöfaldi mælikvarði var eigi siður ó- þokkasæll, en var þó látin standa fram að 1835, að stjórnin gafst upp að berj- ast við tvímálm sem mælikvarða. 1852 fyrirbauð landstjórinn Dalhouse lávarð- ur að tekið yrði á móti gulli eftir 1. Jan. 1853. Á þann hátt var gulli sem peningum hrundið frá viðskiftum manna, endahurfu þá samstundis 120 milj. pund sterling frá verzlunar við- skiftum Indlands. Afleiðingarnar urðu voðalegar, og var reynt að bjarga gull- inu inn i viðskifti aftur, en árangurs- laust, því ekki var hægt að finna stöð- ugan verðmun milli málmauna. Síðan heflr silfur einungis verið ríkjandi á Indlandi. Naumast hefir nokkur einn maður komið meiri þjóðarhörmung á stað; ástand landsins hefir farið dag- versnandi siðan, og búizt við að landið verði gjaldþrota. Að hafa silfur fyrir aðal verðmiðil hefir haft drepandi áhrif á allar stéttir landsins og aUar eignir. Útlendar skuldir Indlands eiga allar að greiðast í gulli, og af þvi sífeld verð- hnignun er á silfri eða minsta kosti á niðurstígandi reiki, er stjórnin í vand- ræðum með að kalla saman nógartekj ur til að mæta hinum vaxandi kröfum, Skattar eru lagðir á alt sem heiti hefir og skattar auknir hvar sem hægt er að koma því við. Öll kvittunarbréf, samn ingabréf, Kaupbréf, sií.uskilmálar, á- visanir, jafnvel fyrir 1 Rupee, formleg leg klögun á þjóf o. s. frv., er keypt af stjórninni. Leyfisbréf verður að fá til hvers eins, hvort lieldur tU að gera eitt- hvað, eða láta eitthvað ógert. Fátæk- ar flökkukerlingar á sjávarströndinni eru settar í varðhald, ef þær sjóða fá- ein hrísgrjón í sjóvatni, af þvi það er skattur á salti! Það er dagleg venja kaupmanna í Kalkutta að auglýsa í fréttablöðunum, að þessi eða hin varan hækki í verði eftir tiltekinn dag, af því að peningar hafi fallið í verði ! Það er næstum hlægilegt að heyra að kartöflu bush. só dýrara í dag en í gœr, því pen- ingar hafi faUið! Hvernig skyldi hin- um heiðruðu silfurvinum þykja að láta það vera sitt fyrsta verk á morgnana að spyrja um livað mikið að peningar hafi falUðigær, svo þeir viti hvað mikið dýrara þeir eigi að selja í dag, egg, kartöflur o. s. frv. 1893 hætti stjórnin að láta slá silfurpeninga, því silfur- straumurinn óx stöðugt og reyndi með öllu móti að koma á gull verðmiðil. Bænarskrár voru sendar tU heimastjórn arinnar undirskrifaðar af flestum stótt- um manna og staðfestar af undirkon- unginum (viceroy), en ekkert dugði. — Indland «r látið eiga sig sjálft livað fjár (Niðurlag á 3. bls.) Eins og yður er kunnugt af því sem staðið hefir f Heimskringlu og Lögbergi, átti mikill jarðskjálfti sér stað á suðurhluta fslands þann 26. Ágúst síðastl. og gjörféllu þá tugir af bæjum í sveitunum í kringum tak- mörkin á milli Ámess- og Rangár- vallasýslna. Það virtist að skaði sá, sem fólkið í sveitum þessum varð fyr- ir, væri ekki meiri en svo, að úr hcn- um yrði bætt með hjálp hlutaðeig- andi sveita- og sýslutélaga og sam- skotum í landina sjálfu. En eins og menn sjá af fréftum frá íslandi, sem birtist í sama blaði og þessi áskorun, átti annar og enn víðtækari jarð- skjálfti sór stað í sömu sýslunum þann 5. f. m. (Sept.), er olli miklu meira tjóni en hinn fyrri, svo öll hús bæði íbúðarhús og útihús, era alger- lega lögð í rústir í stórum og blóm- legum héruðum, en miklar skemdir á húsum og jörðum í sveitum í ná- grenninu, þó alt hafi ekki lagzt “þar í rústir. Er álitið, að jarðskjálftar þess ir só hinir mestu og haíi ollað meira tjóni en nokkru sinni áður hefir kom- ið fyrir á íslandi siðan það bygðist. Það mun óhætt að fullyrða, að um 2000 manna sé algerlega húsvillt eft- ir jarðskjálfta þessa, og hefzt fólk þetta nú við í tjöldum og bráðabirgða hreysum. Þar eð svo var orðið fram- orðiðtima.er eyðilegging þessiskeði, verður ómögulegt fyrir fólkið að koma sér upp hæfilegum skýlum fyr- ir veturinn. Það má því nærri geta, að fólkið í jarðskjálftahéruðunum hlýtur að líða mikið í vetur sökum illra húsakynna fyrir sjálft sig og bú pening sinn. En liér við bætist hið afarmikla eignatjón, sem orðið hefir, og sem vafalaust nemur fleiri hundr- uðum þúsunda kr., þvl auk þess að húsin hrundu, eyðilagðist mjög mik- ið af matbjörg o.<r nllskonar munumí þeim. Þnr t-o jarðskjálftar þessir konm löngu áður en heyskap var lok ið, urðn menn að hætta \ið heyskap í miðju kafi, til að reyna að byggja upp hin hrundu hús sín. Þau hey, er menn voru búnir að afla, skemmdust einnig og liggja undir skemmdum sökum þess, að hlöður hrundu o.s. frv. Af þessu leiðir, að menn neyðast til að lóga miklu af skepnum sínum í haust,svo bústofn manna í jarðskjálfta sveitunum verður mjög mikið skert- ur, en verður fólki til bjargaraukn- ingar á komandi vetri. Fólkið mun þannig að vísu framdraga lífið næsta vetur,þó mjögertitt verði. En að vori kemur til að byggja upp viðunanleg hús í staðinn fyrir þau; sem hrófað verður upp nú í haust, og afla sér bústofns I staðinn fyrir þann sem lógað verður. Eins og liggur í augum uppi, þarfnast fólkið I þeim 3veitum, sem skaðinn varð mesturí, mjög mikillar hjálpar til að geta bráðlega rétt við aftur, og engar líkur eru til, að nóg hjálp fáist í landinu sjálfu til þessa Menn úr útgáfufélögum beggja ís- lenzku blaðanna hér, Hkr. og Lögb., hafa því talað sig saman um þetta mál og koinizt að þeirri niðurstöðu, að það sé bróðurleg skylda Vestur- Islendinga að leggja sinn skerf til þess, að bæta úr hinum voðalegn vandræðum, sem fólkið I jarðskjálfta sveitunum hefir komizl I, á svo 6- væntan og sviplegan hátt. Ofannefndblaðaútgáfufélög hafa því komið sér saman um,að vér und- irskrifaðir skulum vera nefnd til þess að gangast fyrir almennum samskot- um meðal Vestur-íslendinga til l\jálp- ar hinu nauðstadda fólki í jarðskjálfta sveitunum í Árness- og Rangárvalla- sýslum, og slcorum vér því á alla Vestur-íslendinga, konurjafnt sem karla, hvar sem þeir eiga heima í Norður-Ameríku, að gefa fé eftir mætti til þess, að hjálpa hinu nauð- stadda fólki í nefndum sýslum til að rétta við aftur. Mr. Halldór S. Bardal, 613 Elgin Ave., Winnipeg, Man., er féhirðir nefndarinnar, og óskum vér að allir, sem verða við áskorun vorri að legga í jarðskjálfta-hjálparsjóðinn, sendi honum tillög sín. Vér óskum að allir sem senda féhirði peninga í hjáipar- sjóð þennan, sendi þá í póstávísun- um, express-ávísunum, eða í banka- seðlum í registeruðu bréfi, en ekki í banka-ávísunum eða frímerkjum. En mönnum til hægðarauka erum vér að gera ráðstafanir til að setja menn í hinum ýmsu bæjum og bygðarlög- um þar sem íslendingar eiga heima, til að veita gjöfum manna í nefndan sjóð móttölcu, og munum vér aug- lýsa nöfn þeirra bæði í Hkr. og Lög- bergi svo fljótt sem unt er. Þeir sem taka á móti samskotum í nefndan sjóð, senda féhirði skrá yflr alla gef- endur og upphæðirnar, er þeir leggja fram hver um sig, og verða öll nötn- in og upphæðirnar auglýst í báðum blöðunum, jafnótt og féhirðir fær skrárnar, og eins auglýsir hann á sama hátt nöfn og upphæðir allra, er afhenda eða senda honum tillög sín sjálfum beinlínis. Samskotum í sjóð þenna verður veitt móttaka fram að næstu árslokum (31. Des. 1896), og verða því allir að vera búnir að senda féhirði tillög sín fjTÍr þann tíma. Peningarnir, sem koma í þenna sjóð, verða lagðir hér á banka jafnótt og þeir koma inn, og þegar samskotun- um er lokið ráðstöfum vér fénu til þeirra, sem það eiga að fá, á þann hátt, er vér álítum heppilegast eftir þeim upplýsingum, sem vér í milli- tíðinni öflum oss frá Islandi, og á- skiljum oss að mega haga sendingu og útbýtingu sjóðsins 4 þann hátt er vér álítum hentugast og notadrýgst fyrir þá, sem orðið hafa fyrir tjóni af ofannefndum jarðskjálftum. Að endingu vonum vér, að mál- efni þetta fái drengilegar undirtektir hjá almenningi Vestur-Islendinga og að hjálparsjóður þessi verði svo mik- ill, að hið nauðstadda fólk, sem hann er ætlaður, muni talsvert um hann. Winnipeg, Man., 12. Okt. 1896. SlGTR. JÓNASSON Forseti nefndarinnar. B. L. Baldwinson, Ritari. H. S. Bardal, Féhirðir. Á. Fredrikson. Eggert Jóhannson. “Fyrir rúmu ári síðan tók ég að hærast or hárið að detta burt, o(f Þó ég reyndi margt til að taka fyrir þetta, fékk ég ekkert gagn- legt fyr en óg reyndi Ayer’s Hair Vigor. Eftir að liafa brúkað úr einni fiösku var hár mitt orðið * ist & £ * * Ertu gomul ? Það gerir engan mun hve t þú svarar þessari spurningu eða ekki. Það er æfinlega satt að kona er eins gömul og hún sýn- Ekkert $etur aldursinnsiglið eins greinilega á kvennlega feg. urð, eins og gráu hárin. Og hárið venjulega skiftir lit af því það skortir næringu. Ef þú aflar því nauðsynlegrar næringar, þá nær það sínum upprunalega lit aftur. Þannig nær maður eðlilegum lit á hárið með því að brúka AYER’S HAIR VIGQR. f * Þessi viðurkenning er fullum stöfum í Ayer’s “ Curebook.” ásaint hundrað annara. Ókeypis. Skrifið J. C. Ayer & Co., Lowell, Mass.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.