Heimskringla - 15.10.1896, Síða 2

Heimskringla - 15.10.1896, Síða 2
HEIMSKRINGLA 15 OCT. 1896. Heimskringla j PUBLISHED BY • The Heimskringla Prtg. k Publ. Co. • •• •• • Verð blaðsins í Canda og Bandar.: # $2 um árið [fyrirfram borgað] • Sent til íslands [fyrirfram borgað • af kaupendum bl. bér] $ 1. • • ••• « Uppsögn ógild að lögum nema 0 kaupandi sé skuldlaus við b[aðið. • •••• j Peningar sendist i P. O. Money J Order, Itegistered Letter eða Ex- • press Money Order. Bankaávis- • anir á aðra banka en í Winnipeg J að eins teknar með aSöllum. • • •• EGGERTJOHANNSSON • EDITOK. • EINAR OLAFSSON J BUSINESS MANAGEK. • • • •• * • Office : • Corner Ross Ave & Nena Str. • P. O. Box 305 2 Ódæðis enskan. Það er sagt að taki kínverskur mað- ur, sem úr landi fer, upp háttu vest- rænna þjóða og gangi hann í því efni svo langt, að hann klippi af sér hárflétt- una löngu, er Kínverjar allir dragnast með. þá sé bann upp frá þeirri stundu útlendingur og enginn Kínverji. Það er ekki ólíkur þessu bugsanagangurinn í grein, sem birtist í Lögbergi 8. þ. m. Það er sagt “hneyksli” og sem vonað er að aldrei komi fyrir aftur, að ensk tunga sé töluð á ræðupalli á Islendingadag. í>að er gefið í skyn, að þetta ógna "hneyksli” sé að kenna Heimskringlu- flokknum, og að það hafi aldrei átt sér stað fyrri en í fyrra og nú aftu r í sum- ar. En það er ekki rétt. í augnablik- inu munum vér ekki svo vér þorum að fuUyrða, að þetta “hneiksli”, ræða á ensku, hafi átt sér stað á þeim öllum, en vist hefir það átt sér stað á þeim flestum. Hafi Lögbergs-menn ekki verið hvata- menn þess, þá höfðu þeir að minsta kosti ekki eitt orð á móti, að enska væri um hönd höfð í fyrsta skifti sem Islend- ingadagur var haldinn hátíðlegur. Og hún hefir aldrei verið betur um hönd höfð en einmitt þá. Vitaskuld voru það ekki alt íslendingar, sem þá töluðu ensku, en ef að þaðer “hneyksli” að Is- lendingar tali hana á íslenzkri samkomu þá er hneiksli að nokkur tali hana þar, að minsta kosti vítavert að enska sé töluð, því af því getur leitt, að einhver fákænn ‘landi’fái þá löngun til að tala málið eins óbjagað og ræðumaður, — tala betur en Hollondingur þegar hon- um tekst verst! En samkvæmt þessari nýju kenningu, sem nú hið fyrsta bólar á, getur það varðað brottrekstri úr tölu íslendinga, ef íslendingur getur flutt ræðu á ensku eins vel og hérlendur maður getur það bezt. Hór í landi hugsa hinir ýmsu þjóð- flokkar um það öllu öðru fremur að halda saman, þó tunga forfeðranna sé týnd og þeim tekst það líka furðanlega vel. Skotar eru Skotar og írar eru írar, hvert heldur heima á ættlöndum sínum eða í fjarlægum löndum, þó ekki kunni nema einn af þúsundi nokkuð í sínu forna feðramáli. Þeir hefðu ekki getað þaðhefðu þeir, sem fyrstir lærðu hið “erlenda” mál,—enskuna, verið úthróp- aðir sem þjóðfóndur, er hvorki mátti sjá eða heyra á opinberri samkomu. Sama mætti segja um Þjóðverja, Svíao. fl., o. fl. hér í landi, sem kunna lítið eða ekkert í máli feðranna, en sem halda saman og eru sannir vinir gamla “heim- landsins”. Eru íslendingar svo margir að þeir sér að skaðlausa geti flæmt þá liðsmenn sina burtu úr flokki sínum, . sem kringumstæðurnar hafa sett þann- ig á æskuárum, að þeir kj'noka sér við að flytja ræðu á íslenzku á opinberum fundi, pa sem hafa ágætustu hæfileika og undireins löngun til að taka þátt í íslenzkum fundahöldum ? Af því Kín- verjar eru 400 milj. að tölunni, sakar þá ekki þó einn og einn sé flæmdur úr flokki, fyrir að skella af sér fléttuna. En af því íslendingar eru ekki meira en 80—90 þúsundir í mesta lagi, alt talið, munar þá um hvern liðsmanninn. Norð- ur hafið er á við Kínverjamúr utan um ísland og þess vegna eðlilegt að þar sé frjósamur akur fyrir allskonar “insular prejudices” eða eylands fordóma. En að gróðrarmagn það só svo mikið, að það á stuttristund grípi þá menn heljar- tökum, sem um mörg ár.hafa andað að sér heilnæmara andlegu lofti, og litið yfir mannlífið af víðsýnni, hærri sjónar- hól, en skólavörðunni hjá Reykjavík, það er ótrúlegt. Þó sýnist það vera til- fellið. Það eru tveir menn sem beinst er að í þessari grein í Lögbergi, sem valdir eru að “hneykslinu” í fyrra og í sumar. Þeir B. G. Skúlason og Magnús Brynj- ólfsson. Þar er ekki neinum blöðum um að fletta. Það er satt, að Barði talaði á ensku í fyrra.af því hann treysti sér ekki til að tala íslenzku eins vel ög hann vildi, en það er líka satt, að þá, eins og endrarnær, í hóp íslendinga, er hann sannur íslendingur og vill helzt ekki tala annað en íslenzku, æskti eftir með ótvíræðum orðum, að menn ávalt töluðu íslenzku sín á milli. Það er líka satt, að í ræðu sinni, þessari ó- dæðis ensku (!) talaði hann ekkert síður hlýlega til íslands en ræðumennirnir, sem í það skiftið töluðu á íslensku. En viðurkendur mælsku maður eins og hann er meðal hérlendra manna, er það þjóðar skömm! að hann skuli láta til sín heyra á íslenzkri samkomu! Þar sér maður einn angann af frjálslyndiskenn- ingunni, sem prédikuð erí þessari frjáls- lyndis-básúnu (!) Yestur-íslendinga. Hvað Magnús Brynjólfsson snertir, þá er það ekki satt, sem óbeinlínis er gefiðí skyn, nð hann hafi ‘stiklað á þeim’ (íslendinguni) 'til metorða’, og að hann álíti ‘alt, sem íslenzkt er, einskis nýtt og fyrirlitlegt’. Það sem hann er kominn, það hefir hann komizt af eigin ramieik, án nokkurar hjálpar Isl. eða annara manna. Það er heldur ekki satt, að hann álíti ‘alt íslenzkt einskis nýtt og fyrirlitlegt’. Hann hefir einarðlega haldið því fram, að íslendingar hefðu hag af því, bæði í tilliti til efnahags og mannvirðinga, að leggja meiri áherzlu á enskunám og minni á íslenzku. Og þó sú skoðun sé ekki samkvæm ramm- islenzkum hugsunarhætti, er hún fylli- lega virðingarverð og hefir við talsvert að styðjast. Það leynir sér ekki, að þeim manni gengur betur að komast í góða stöðu, sem ágætlega er að sér í þjóðmálinu, heldur en þeim, sem kann það bara í meðallagi, — er ‘stautfær’ í því. En í stað þess aðsegja alt íslenzkt ‘einskis nýtt og fyrirlitlegt’ en sannleik urinn er sá, að hann hefir helzt aldrei slept tækifæri til að brýna fyrir mönn- um, að halda fast við alt það sem bezt er af þjóðerniseinkennum Islendinga. Að liann ‘fyrirlíti’ alt íslenzkt, og þá vitanlega íslenzkuna, það sannar hvers- dags framkoma hans, eða hitt þó held- ur. Það er grunur vor að til séu í flokki Lögbergs ekki svo fáir menn, er gjarnar er að bregða fyrir sig ensku í samtali við ‘landa’ sína, ef þeir eru í hóp hórlendra manna, heldur en Magn- úsi Brynjólfssyni. Hvað það snertir, að hann leiti eftir stuðningi íslendinga til kosninga, þá er það nú í fyrsta skift ið að hann æskir þess. Og hann hefir fulla ástæðu til að vonast eftir þeim styrk og ekki einungis frá flokksbræðr- um sínum, heldur einnig frá andvígis- mönnum sínum, þar sem hann sækir gegn. hérlendum manni. Hann átti sinn ósvikna þátt í því að flokksbönd voru að miklu leyti rofin, ef ekki algerlega, um árið þegar E. H. Bergman var í kjöri. Það er óséð að Mr. Bergman hefði þá náð kjöri, hefði hann ekki not- ið fylgis og atkvæða demókrata. Is- lendíngar í Dakota hafa áður sýnt, að sé jöfnuður að öðru leyti, meta þeir heiður landa síns og um leið heiður þjóðflokksins meira en flokkaböndin. Þar í hefir þeim farizt betur heldur en oss í Manitoba, enda hafa þeir ekki til þessa haft sín á meðal eins ram-íslenzka íslandsvini til að troða íslendinginn og heiður islenzks þjóðernis undir fótum, eins og vér hér megin línunnar. I því efni erum vér miklu fremri en þeir, eins og sagan sýnir. En svo er óvist að Da- kota-íslendingar kæri sig um að apa þá sérstöku tegund þjóðrækninnar. Að minsta kosti vouum vér að þeir byrji ekki á þeirri nýbreytni nú, en láti landsmann sinn sitja í fyrirrúmi, sé jafnt á komið með mönnunum að öðru Wti. BUCKLENS ARNICA SALVE. Bezta smyrsl sem til er við skýrðum, mari, sárum, kýlum, útbrotum, bólgu- sárum, frostbólgu, Ííkþornum, og öll- um sjúkdómum á hörundinu. Læknar gylliniæð, að öðrum kosti ekki krafist borgunar. Vór ábyrgjumst að þetta meðaVdugar í öllum þeim tilfellum sem talin hafa verið, ef ekki borgum vér pen ingana tii baka. —Askjan kostar 25 cts. Fæst í öllum lyfjabúðum. Gjaldeyrirs málið í heild sinni. Eftir S. Eyólfsson. Fyrst skulum við athuga, hvenær og hvernig silfur var útilokað frá frí- sláttu. Það byrjaði snemma á þessari öld og gekk England á undan með það. Um aldamótin var England komið vel á veg með að verða hið framfara mesta land í heimi hyað iðnað og auð- safn snerti. Þar sein Napóleon Bouna- parte á aðra hönd sókti eftir að brjóta undir sig Norðurálfuna með herskildi, ruddi Jón Boli (England) sér stöðugt til yfirráða með sínu óstöðvandi, þó hæg- fara, auðsafni, svo að um síðir mætt- ust þessi tvö yfirgangs-öfl: Hinn ósvífni og herskái óróaseggur Napóleon, og yfírgangs jötuninn Jón Boli. Napóleon hafði komist að þeirri niðurstöðu, að auðsafn Englands og þar af leiðandi framför þess, gerði England að sínu öfl- ugasta mótstöðu valdi, svo drottnunar- girni hans kom honum til að benda árás um móti Englandi með verzlunarþving- un og öðru er hann gat yið komið, svo að England ura síðir, ásamt fleiri þjóð- um norðurálfunnar, beitti afli sínu til að reka óvætt þennan af höndum sér og lyktaði sú viðureign þann 18. Júní 1815, með því, að tveir hinir miklu her- stjórar, Napóleon og Wellington, mætt- ust á Waterloo-völlum og um 200,000 manna háðu einn hinn einbeittasta bar- daga, er heimurinn hefir sóð. Napóleon var borinn ofurliða og England stóð hið öflugasta vald í norðurálfunni. Verzl- un þess var nú óhindruð hvervetna. Iðnaði þess fleigði fram og nýttfjör kom í þjóðina. A þessum tímum var banka- fyrirkomulag Englands nokkuð óstöð- ugt. Sumir af bönkum þess, einkum bankar út um landið, höfðu gefið út of mikla seðilpeninga, svo peningaverð féll ýmist eða steig. Um og eftir aldamót- in,var England alvarlega að ihuga hvaða undirstöðu-peninga (standard) það skyldi hafa og nefndir voru settar til að íhuga málið. Nú þegar framför þess stóð í blóma, og þjóðin safnaði stöðugt auð, var ekkert spursmálumaðhún gat valið þann málm er henni sýndist. Hún gat ekki einungis haldið þeim málmi, sem hún hafði, heldur stoðugt bætt við sig og aukið málmpeninga sína með inn- tektum fyrir varning seldan öðrum þjóð- um. Þannig kom svo, að hún valdi dýr- ara málminn. 1816 lögleiddi Bretastjórn gull-'standard’. England hélt svo áfrm að safna auð og fór að lána öðrum þjóð- um peninga, svo að nú tekur England inn peninga frá öðrum þjóðum, í vöxt- um af peningum, svo þótt það undir gull-'standard’ hafi tapað í tilliti til iðn- aðar og akuryrkju og verkalýð þess sé þrykt niður í fátækt, þá samt fer auður Englands í heild sinni sívaxandi. Það er ekki víst, að England hafi fyrirfram séð, hvaða áhrif gull-‘stand- ard’ mundi sérstaklé • i hafa á vöruverð heimsins. En atvi iokkurt viðvíkj- andi bardaganum v ■ v’aterloo kemur mér til að gruna, að rðhækkun gulls hafi verið fyrir sén ; stöku mönnum. Atvik þetta var, að , .6 er, það, aðGyð- ingur einn hafi veri'' i hæð nokkurri skamt frá vígvellinui og með sjónauka athugað með nákv; ini hrikaleikinn, inn allan daginn. E.or kl. 7 um kvöld- ið, þegar hinn konunglegi varðflokkur Napóleons var borinn ofurliða og Wel- lington náði algerðri yfirhönd; þegar franski herinn hopaði undan enska og prússneska hernum, svo að úrslit bar- dagans voru ljós, þá hvarf þessi Gyð- ingur og næsta dag mátti sjá hann i sinni miklu bankabyggingu áEnglandi. Þessi maður var enginn annar en hinn alþekkti bankari Rothschild, einn af gyðinga-familíunni með því nafni, sem er alþekt. Þeir höfðu þá stórbanka á Þýzkalandi, Frakklandi, Englandi og Italíu. Gyðingur þessi hafði farið flughraða með fréttir af bardaganum um nóttina alla leið til Englands, hafði alt svo fyr- irfram undirbúið að hann kæmist til Englands á mikið skemri tíma en nokk- ur annar gæti gert, því hann ætlaði sér að græða á ferðinni, semhann líka gerði, á þann hátt, að hann hafði menn bæði á Frakklandi og Englandi er báru þá sögu út, að Frakkland hefði unnið, en Eng- land tapað bardaganum. Þetta feldi skuldabréf Englands en hækkaði skulda bréf Frakklands í verði. Síðan lét hann menn sína kaupa skuldabréf Englands með afföllum, en selja skuldabréf Frakk- lands með upp settu verði. Gyðingurinn sem sé flutti lygafregn af bardaganum og græddi á því, að sagt er, 20 miljónir dollara. Það er litill efi á þyí að þessir Roth- schilds hafa haft mikil áhrif á lögleið- ing gull-‘standard’s’, bæði á Englandi og víðar. Þeir voru strax um aldamót- in orðnir stórauðugir bankarar. Árið 1802 lánuðu þeir Danastjórn 10 miljónir ríksdala. Síðar lánuðu þeir Frakklands stjórn stórfé. Þó var vald þeirra mest á Þýzkalandi, þar sem þeir voru hinir konunglegu bankarar ,með öðrum hlunn- indum og nafnbótum. En hinn slæg- asti af þeim, N. M. Rothschild, var á Enlandi, — fluttist þangað um eða eftir aldamótin og hafði þar, eins og áður er sagt, stóra bankastofnun. Þessir Roth- schild eru nú hinir öflugustu meðhalds- menn gull-‘standards’, og með sínu mikla bankasambandi er sagt, að þeir ráði yfir meginhluta alls gulls i heim- inum. Þannig var hið fyrsta stig stigið til lögleiðslu gull-‘standards’, og afnáms silfurs; en þó England einsamalt lög- leiddi þetta, virðist það ekki hafa haft nein veruleg áhrif á verðlag silfurs og gulls. Liðu svo yfir 30 ár að ekki kom nein frekari breyting. Árið 1847 fund- ust hinar auðugu gullnámur í California og svo aftur í Ástralíu 1851. Hin mesta gulltekja var í California 1853. Við höfum oft heyrt Portugisa getið við gullnáma og er líklegt, að mikið gull hafi flutst til Pörtugal á þessum árum, enda var Portugal hin fyrsta þjóð á eft- ir Englandi, sem lögleiddi gull-‘stand- ard’, árið 1854, en ekki breyttist verð silfurs að mun fyrir það, og líður svo þar til 1870, að Frakkar og Þjóðverjar börðust. Frakkar, sem voru bornir of- urliða, urðuaðlútaÞjóðverjumog borga 5 biljónir franka er Þjóðverjar heimt- uðu. Þetta jók stórum auðÞýzkalands og til þess að hafa sem mest uppúr sigr- inurn, heimtuðu Þjóðverjar gull af Fiökkum og lögleiddu gull-‘standard’ næsta ár, 1871, en feldu frísláttu silfurs. Hér komu hin fyrstu áhrif á verðbreyt- ing gulls og silfurs. Frakkar, sem byrj- uðu að borga þessar Sbiljónir Í872,höfðu ekki nóg gull og urðu að borga sumt í silfri. Eftirspurn eftir gufli var meiri en framboð, sem eðlilega hækkaði verð þess, eða með öðrum orðum, lækkaði verð silfurs og varnings. En Þjóðverjar voru samt ekki alveg búnir enn. Þeir áttu eftir að gera silfri enn skaðlegri árás, með þvi að heimta inn alla sína gömlu silfurpeninga, sem nam meir en 1 biljón marka og mótaði ánýþarafað eins 3—4 hundruð milj. marka, en setti hitt á markaðinn til sölu í bræddu silfri, sem nam yfir 7 milj. punda. Hér við bættist, að silfur það, er Frakkar borguðu Þjóðverjum, stóð til að verða brætt og boðið til sölu. Þessi mikla silfur upphæð, er sett var á markað í einu og einmitt á þeim tíma, sem voldugasta silfur-þjóðin, af hinum nær liggjandi, Frakkar, voru ekki færir um að kaupa silfur, þá gátu hinar smá- þjóðirnar ekki heldur heldur keypt það alt. Útkoman varð, að silfur féll f verði og allar nær liggjandi þjóðir urðu að afnema frísláttu silfurs, en það voru: Italía, Frakkland, Belgía, Spánn, Sviss- land, Rúmenía, Grikkland, Danmörk, Svíaríki og Noregur. Þegar vér nú athugum, að Þýzka- land gerði smiðshöggið á eyðilegging silfurs, og það einmitt á þeim tíma, sem nábúaþjóðum þess kom sem verst, og gerði það til þess að auðga sjálft sig og kúga hinar, getum vér ekki betur séð, en hinn gyðingslegi gnýjaraháttur komi þar greinilega í ljós. Það var slungið bragð til þess að græða á gull, að setja keppinaut þess, silfur, til sölu á rnark- að og svo mikið í einu, að ekki byðust nógir kaupendur,' svo það hlyti að falla i verði. Eg hefi áður sýnt, að Gyðing- arnir, Rothschild’s, voru hátt standandi á Þýzkalandi og hafa þess vegna getað komið miklu til leiðar í þeesa átt, og bragðið er ekki ósvipað ferðinni til Waterloo. Hvað Bandaríkjunum viðvikur, sem feldu frísláttu silfur úr lögum 1873, þá höfum vér á öðrum stað sagt, að því var harðlega mótmælt af sumum leið- andi mönnum þjóðarinnar, og það hefir verið sýnt, að sumir af þeim sem greiddu atkvæði móti frísláttu silfurs, höfðu ekki athugað málið vel. Mikill hluti þingmanna stóð í þeirri meining.a að þetta lagafrumvarp væri ekki eins þýð- ingarmikið og það var, og þeir síðar sáu að það var. Það er mögulegt að ásigkomlagið i norðurálfunni það ár, hafi haft nokkur áhrif á Bandaríkin, og það er líka mögu legt, að það sé satt sem sagt er, og ekki virðist hafa verið hægt að neita fyrir al- vöru, að England hafi lagt peninga til- þess að afnema frísláttu i Bandaríkj- unum. Þannig höfum vór nú farið stutt lega yfir tildrögin til þess að gull-‘stan- dard’ var viðtekinn og lögleiddur og eyðilegging frísláttu silfurs. Vér sjáum að sérstakar þjóðir, sem hafa safnað auð á kostnað hinna þjóðanna, hafa verið orsökin, og framhald síðar hið sama. Undir gullstaudard græða stöku þjóðir á kostnað hinna, Og líka stöku menn á kostnað fjöldans. Gull-‘stand- ard’ er hagur fyrir lángefandann en skaði fyrir lántakandann, því fyrir ut- an það, sem rentur eru of háar undir gull-‘standard’ og gefa af sér meiri á- góða en iðnaður og framleiðsla, þá gerir verðlækkun varnings undir gull-‘stand- ard’ svo mikið erviðara fyrir lántak- anda að borga lánið. Varningur sá, er hann hefir til að selja, og fá peningana fyrir, gefur honum miklu minni upp- hæð í peningum, en sami varningur gerði, þá er hann tók lánið. Eins gefur líka sama upphæð í peningum lángef- anda miklu meira í varningi þegar hann fær þá borgaða, heldur en þegar hann lánaði þá. England er lángefandi þjóð, en Bandaríkin er lántakandi þjóð. Þess vegna er gull-‘standard’ að þessu tilliti hagur fyrir England, sem þjóð, en skaði fyrir Bandaríkin. Rt. Hon. W. E. Gladstone sagði í ræðu 1893, að viðhald gull-‘standar<ís’ væri hagur fyrir England. "Því”, segir hann, “England er hið mikla lángef- andi land heimsins, og það fer stöðugt vaxandi þannig. Við höfum ekkert að borga öðrum löndum, við skuldum þeim ekkert”. “England hefði engan hag af að taka rentur sínar inn r ódýrum peningum, þó hagurinn yrði mikill fyrir önnur lönd heimsins’V Viðvikjandi hag lántakandi þjóða, sagði Mr. Gladstone: “Þessi ágæta mannkærleika hugmynd, að veita heim- inum 50 eða 100 milj. að gjöf, mundi vissulega verða þakklátlega meðtekið, en ég held að það þakklæti fyrir vorn velgjörning, mundi blandast með alvar- legum efa um visdóm okkar”. Sir W. V, Harcourt var Gladstone samdóma og sagði, að gull-‘standard’ auðgaði enska peningalánsmenn árlega sem svaraði $500 milj. Lundúna blaðið “Economist” sagði nýlega, að verðfall síðan 1890 á fram- leiddum varningi, hefði sparað Englandi %150milj. Nú, það sem er Englands hagur í þessu, það er aftur skaði lántakandi þjóðanna, og verða Bandaríkin fyrir honum lang mestum. Fyrir utan þetta viðskiftamál þjóð- anna, er viðhald gull-‘standards’ eða gulls í landinu, til þess að hafa gull- ‘standard’ að öðru en nafninu til, þarf þjóðin að hafa nóg gull. Þjóð, sem stöð- ugt tekur inn meira gull en hún iætur út, eins og England, getur haldið við sínum gull-‘standard’’ og gulli. Aftur með þjóð eins og Bandaríkin, sem borg- ar út meira en hún tekur inn, er spurs- mál, ttvað lengi hún hefir gull. Skýrsla myntstjórans sýnir, að 1894 var flutt inn í England yfir $58 milj. meira gull en flutt varút, og að yfir$80 milj. meira gull var flutt út úr Bandaríkjunum en ko íiþau. Þar fyrir utan var flutt út xjc Bandarikjunum um $40 milj. meira silfur en inn var flutt. Frá því árið 1889 og til 1895 voru fl'jttar út$206J milj. af slegnu gulli fram yfir það, sem flubt var inn. Þar fyrir utan erfluttút árlega frá $30 til 40 miLj. af óslegnu silfri og gulli. Þxátt fyrir það þó Bandaríkin selji miklu meira virði af varningi út úr landinu, en þau kaupa inn, þurfa þau að borga þetta til viðbótar, til þess að mæta rentum, sem þarf að borga til lángefandi þjóða, aðal- lega Englands. Bandaríkin nema úr jörðu árlega til jafnaðar um $35 milj. gulls, en reiknað er, að þau þyrftu ár- lega að auka málmpeninga siná um $40 milj. til að mæta framförum og fólks- fjölgun. Héir framleiða Bandarikin ekki eins mikið af gulli árlega, eins og þau þurfa til sinna þarfa, en hafa á 7 árum sent út úr landinu $2001 milj. gulls og eiga eftir $560 milj., en sumt af því bara “á pappírnum”. Það er því i það minsta sagt völt bygging sem Bandaríkin hafa, er þau hafa gull-grundyöll fyrir pening- um sínum einungis. En nú skulum við snúa huga vorum að ‘standard’ hinna ýmsu þjóða og upphæð gjaldeyris í öll- um heiminum og þannig koma til or- saka þeirra er leiða til verðlækkunar varningsogeigna, eðaréttara sagt verð hækkunar gulls. Þær þjóðir, sem hafa lögleitt gull- ‘standard’ eru allar Evropu þjóðir að undanteknum Rússum, Bandaríkin, Canada, Ástralía, Egyptaland, Cuba, Haiti, og Tyrkland. Þessi lönd öll til samans hafa 374,200,000 innbúa. Þær þjóðir, sem hafa silfur-‘stand- ard’ eru : Rússland, Mexico, Suður- og Mið-Ameríku-ríkin, að undanteknu Chili og Venesuela, Japan, Indland og Kína. Þessi lönd til samans hafa 880,- 600,000 innbúa. Allár þjóðir heimsins hafa meir eða minna af silfri, en það eru þjóðir með 659,800,000 innbúa, sem hafa ekkert gull. Með öðrum orðum: það er meir en helmingur heimsins að mann- tali, sem ekkert gull hafa til. Stærstar þessara þjóða eru Indland og Kína og gera báðar þessar þjóðir afarmikla verz- un. Þær þjóðir, sem hægt er að segja að hafi nóg gull, eru: England, Frakk- land, Þýzkaland, Ástralia og Egyfta- land. Rússland heflr nóg gull, bara fyrir það, að það er silfur-‘standard’ land, því það hefir að eins $3.80/100 á mann. Þessar áðurtöldu 5 þjóðir hafa alls 139,900.000 innbúa og hafa $2,290,- 000,000 af gulli, eða meir en helming alls gulls í heiminum, sem er samkvæmt skýrslu myntstjórans í Washington $4‘086,800,000 að upphæð. En þessar þjóðir hafa að eins 1/9 part af fólkstölu í heiminum, sem er eftir sömu skýrslu 1.254,800,000.* I gangeyrismáli heimsins er gengið út frá því, að hvaða ‘standard’ sem sé viðtekinn, sé aðalatriðið að gera hann alþjóðlegan (International) og sam- kvæmt framförum vorra tíma þarf það að verða svo. En að gera gull að ‘stand- ard’ í öllum heimi, þar sem meir en helmingur manna hefir ekkert gull, en að eins 1/9 partur manna (að reikna þjóðirnar í heild sinni), heldur helming allsgulls, þá er ekki líklegt að gull- ‘standard’ væri heppilegur og jafnvel sýnist ekki mögulegur fyrir alþjóða ‘standard’, því þótt sumar af þeim þjóð- um, sem ekkert gull hafa, séu hálfsiðað- ar, t. d. Kina, þá*samt gera þær afar- mikla verzlun við hinn mentaða heim, og gera fullkomlega sitt stryk á mark- aði heimsins. En aftur er sjáanlegt, að silfur og gull til samans geti fullnægt þörfum heimsins, sem undirstöðu eða innlausnar peningar. Framh. *) Hún hlýtur að vera farin að hær- ast þessi manntalsskýrsla. Það kemur öllum saman um, að í heiminum séu nú minst 1.485 milj. ibúa. Ritstj. Slappar taugar. ' Veiklaðar taugar og tauga- sjúkdómar strádrepa fólkið. Paines Celery Compound fseí ir taugaveikluðum mönnuna heilsuna. Heilsan er fyrsta og helzta umhugs unarefnið á meðan við lifum. Heilsan an er blessun, sem ekki verður metin sem má. Húner miklu meir áriðandi en auðlegð eða upphefðeða metorð. Einn hinn hræðilegasti sjúkdómur nútíðarinnar er taugaveiklun. Og þád er alment viðurkent að taUgasjúkdónr ur fari óðum vaxandi. Taugasiúkdómarnir, hverju nafm sem þeir nefnast, eiga rót sína að rekja til margra orsaka, og sem þýðingar" laust er að telja upp. En víst á óhófs* lifnaður allskonar sinn þátt í að þúsund ir karla og kvenna hníga í valinn fyrn miklu en skyldi. Það er í allri alvöru og innil*grL einlægni að vér bendum þjáðu fólki a hvaö Paines Celery Comp ound hefir á" orkað sem læknislyf í slíkum tilfellum- Það er óbrigðult meðal alveg ; endur- nærir og styrkir taugarnar, sem áður voru aflvana. Nafntogaðir merm og kopur í öllum áttum í landinu hafa end umýjað þrek sitt og getað haldið stöðu sinni eingöngu með því að taka PaineS Celery Compound. í stórbæjunum ðU- um, þar sem taugaslekja er almennust, er það regla beztu læknanna að segJa fólkinu að brúka Páines Celery Com' pound, og reynzlan hefir sýnt að þa® er bezta meðalið. Fylgjandi bréf frá Mrs. Alfrcd Perryí Port Maitland, N. S., sannar a® Paines Celery Compound á engan sinn líka sem læknislyf við hvaða helz* taugasjúkdóm sem er. “í tvö ár var ég yfirkomin af tauffa' slekju og þjáðist meir en ég get m®^ orðum lýst, af svefnleysi og óstyrk1 taugunum. Með köflum fanst mér ef? mundi tapa rænunni, — svo mikil pinan í böfðinu og hnakkanum. Ui® síðir reyndi ég Paines Celery Compounn fyrir fortölur mannsins míns og áhrifin voru rétt undraverð. Verkurinn hvarI úr höfðinu og ég fór að geta sofið og vært. Og nú kefi ég ákjósanlegusm heilsu. Rg mæli með ánægju með Paine® Celery Compound við alla sem þjAst a likan hátt og ég. Þér hafiðmínar beztU óskir um vaxandi útbreiðslu yðar a gæta meðals’.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.