Heimskringla - 12.11.1896, Blaðsíða 1
WINNIPEG, MAN., 12 NOVEMBER. 1896
NR. 46.
X. ÁR.
FRÉTTIR
DAGBÓK.
FIMTUDAG 29. OCT.
Hungursneyð og hallœri á Labra-
dorströndum einu sinni enn og eins og
endrarnær, er það sprottið af aílaleysinu
í sumar. Læknir nýkominn þaðan til
Nýfandnalands segir ástandið hræði-
legra en svo, að því verði með orðum
lýst,
Blað gamla Bismarks, “Hamburger
Nachriohten”, hefir kveikt bál mikið á
Þýzkalandi og enda víðar í Evrópu, og
er ekkiséðhvað af því hlýzt. Blaðið
opinheraði sem sé leyndardóm, sem kom
mönnum hvervetna til að líta upp stór-
um augura. En leyndardómurinn var
þess efnis, að sérstakur sóknar og varn-
ar samningur mill Þjóðverja og Bússa
hafi verið í gildi frá 1886 til 1890; að
Bismark einn hafi útvegað það banda-
lag, en hafi ekki endurnýjað samningiun
1890 af því þá var uppkomin misklíðin
sem endaði með því, að karl veik ur
stjórnarráðinu.
Duiferin lávarði var haldin veizla í
Belfast á frlandi í gærkvöldi og sagði
liann þar, að ellilasleiks og heyrnar-
deyfu vegna tæki hann ekki framar
þátt í stjórnmálum. —Hann hefir ný-
lega sagt af sér ráðherrastöðunni á
Frakklandi.
Laurier var haldin veizla í Quebec í
gærkvöldi og gaf hann í skyn í ræðu
sinni að eitthvað þyrftí að gera fyrir
þessa gömlu, frægu borg, svo að hún
næði þvi stigi, sem hún ætti skilið í stór-
borga-flokknum. Hann sagði og að
skólamálið væri svo gott sem útkljáð.
FÖSTUDAG 30. OKT.
Fellibiljir valda eignatjóni miklu í
Louisiana. — Ofstveður mikið um mið-
bik Bandarikja, alt norður í Wisconsin,
og olli bæði lífs- og eignatjóni.
Eftir síðustu fregnum að dæma er
soldán Tyrkja orðinn hræddur við stór-
veldin, — liræddur um að alvara sé í
hótunum þeirra og lofar nú öllu fögru;
meðal annars lofar hann ábyrgðarfull-
um ráðherrum. Hinir yngri menn allir
í Tyrklandi viija ekki heyra þetta og
hóta nú uppreist og að vísa soldáni frá,
en setja annan verri. Ráðherrar stór-
veldanna hafá nú telfl#*-«>íeraö stjórnum
sínum og spurt hvað sé til ráðs.
Póllendingur, Protousky að nafni, i
Indíana-riki, ærðist út úr kosninga-
áhyggjum og deilum og fyrirfór sór i
gær. Nágrannar hans höfðu stritt hon-
um af því að hann vildi kjósa McKin-
le.y. Hann reit þessi orð á spjald, er
fanst jafnsnemma og hann sjálfur,
dauður: “John Protowsky skal með
blóði sínu brejast fyrir McKiniey”.
Nú er gert ráð fyrir að Venezuela-
þrætan verði lögð fyrir International-
nefnd, á sama hátt og Bæringssunds-
þrætan um árið, til endilegs úrskurðar.
Á síðastl. 7 mánuðum hefir stjórnin
á Spáni aukið herafla sinn á Cuba svo
nemur 165,551 mönnum.
Hærra og hærra. Keisari Kín-
verjanna liefir boðið Li Hung Chang að
flytja til Peking og búa þar framvegis.
Hann kveðst ekki mega vera án hans
nokkurn einn dag.
LAUGARDAG 81. OKT.
Rússakeisari hefir að sögn í huga að
kalla saman stórveldafund til að KOra
eitthvað endilegt í Tyrkjamálinu, og
með því augnamiði aðhonum verði gefið
leyfi til að herja á þnrsann.
Vilhjálmur Þýzkalandskoisari hefir
fyrir löngu sýnt að liann*er til alls bú-
inn. Nú situr hann við að semja leikrit
með ungu, ónefndu skáldi, er forstöðu-
maður konunglega leikhússins í Wies-
baden kom á framfæri við hinn “við-
förla” keisara.
VKITT
HÆSTtT VBRDLAUN A JIRIMSSVNINGUNN
Dlt
8AKING
POWDFH
IÐ BEZT TILBÚNA
óbiönduð vinberja Cream of Tartar
powder. Ekkert álún, ammonia eða
önnur óholl efni.
40 ára "eynslu.
McKinley-menn höfðu skrúðgöngur
margar og stórar í ýmsum stöðum, í
dag, til að sýna fylgi sitt og afl. í New
York voru 110—130,000 menn í göng-
unni. — í dag er áætlun flokksforingj-
anna þessi: Atkv. McKinleys alveg
vís 311, atkv. Bryans vís 78, óviss 58.
Þetta er álit McKinley-manna. Álit
Bryans-manna er það, að Bryan eigi
alveg vís 258 atkv., eða34 atkv. umfram
nauðsynlega tölu til að hafa yfirburðina.
Snjófall með ofsaveðri hefir staðið
yfir síðan 28., f Wyoming, Colorado,
Kansas, Nebraska, Iowa, Suður-Dakota
Snjór liefir fallið viðar, en i þessum rikj-
um hefir snjóburðurinn verið uppihalds-
litill í 4 daga.
MÁNUDAG, 2. NÓV.
Sykurræktunarmenn allir í nýlend-
um Breta á Vest-Indiaeyjum og í Gui-
ana segj'i, að Frakkar og Þjóðverjar
séu búnir að eyðileggja sykurræktun í
þessum nýlendum og biðja nú um toll-
verndun, eða þá það, að tilgjöf Þjóð-
verja og Frakka sé afnumin. Stjórnir
þeirra landa sem sé greiða sykurgerðar-
mönnum svo og svo mikið fyrir hvert
sykurpund, sem þeir selja í útlöndum.
Þar af leiðandi selja þeir sykrið lægra
verði en aðrir geta framleitt það fyrir.
Það bætist nú á aðra neyð Labra-
dormanna, að þorskur hefir fallið í
Portúgal svo nemut 24—28 cents 100
pundin, en Portúgal er aðal fiskimark-
aður Labrador- og Nýfundnalands-
manna.
Srórrigningar og ,flóð á Frakklandi
og ítaliu. Tiðarfar í Evrópu á sinn
máta eins óviðfeldið eins og það hefir
verið vestan Atlantshafsins.
Þýzkalandsstjórn talar mikið um
að hefja málsókn gegn blaði Bismarcks
fyrir uppljóstrun leyndarmála. Ef af
því verður, er búizt við að margt fróð -
legt komi í dagsljósið, en ekki alt sem
happdrýgst fyrir Þýzkalandsstjórn. —
Karl sjálfur kvað ekki vera kendur við
þetta, en Herbert sonur hans og bíður
liann alls óhræddur. — í stjórnarskr if-
stofum Norðurálfu er helzt ekki um
annað talað en þetta.
ÞRIÐUDAG, 3. NÓV,
Viðskifti Canada við útlönd á síð-
astliðnu ári voru samtals «239,024,852 .
Er það $15 milj. meiraen árið næsta á
undan.
Tekjuhalli Bandaríkjastjórnar í síð-
astliðnum Októbevmánuði var samtals
$7,655,458. — Á mánuðinum jókst þjóð-
skuldin svo nam $7,195,000.
í Ontario, einkum í Toronto, er
fögnuður mikill yfir kolanámufundi í
grend við Sudhury. Ont. En svo segja
jarðfræðingar sambandsstjórnurinnar,
að það muni ekki vera eiginleg kol,
heldur það sem nefnd sé ‘ Anthraxolite,
eitthvert brenniefni, sem tekið hafi
myndbreyting í jörðunni. Þeir segja
vandræðalaust að brenna því, en af því
helmingur efnisins verði eftir sem aska
muni það aldrei ná alþýðuhylli sem
eldsneyti.
Hungursneyð er sögð í mörgum
héruðum á Indlandi vegna framhald-
andi hita og þurka og þar af leiðandi
uppskerubrests. Nú þegar er búið að
flytja þangað svo þúsundum tonna
skiftir af hveiti frá Ameriku, — af
Kyrrahafsströndinni, norður Califor-
niu og Oregon.
MIÐVIKUDAG, 4. NÓV.
Tvöhundruð samninga um póst-
flutninga hefir hinn nýi póstmálastjóri
Canada upphafið síðan hann tók við i
sumar.
Sem svar upp á spurningu, sagði
Hanataux, utanríkisráðherra Frakka, í
gær á þinginu, að stórveldin væru ein-
huga og sammála i að því er snertir
tyrkneska málið og að þau muni áður
enlangt líður láta til sín taka.
Laglegt vikustarf. Á seinustu 7
dögunum í Október voru tekjur C. P»
R. félagsins $790,000, — nokkuð yfir
110 þúsunddollars á dag að meðaltali.
Þrír jjræningjar rbðust á 26 verju-
lausa menn skamt frá Minneapolis, sem
voru á lieimleið með járnbrautarlest úr
uppskeruvinnu, og rændu þá öllu fé
mætu. Eftir að hafa rænt hvern einn
létu þeir þá hlaupa út úr vagninum,
sem var á fullri ferð, og ef hann neitaði
að hlaupa fleygðu þeir honum út af
lestinni.
FIMTUDAG, 7. NÓV.
í annari ferð sinni vestur yflr haf
í vikunni sem leið, íór hið nýja skip
Dominion-línunnar, 'Canada’, frá Liver
pool til'Quebec á tæpum 6 sólarhring-
um. Erþsðsemnæst ígildi ferðhröð-
ntu skipanna sem ganga milli New
York og Liverpool.
I Pittsburgh, Pennsylvania, höfðu
úrslit forsetakosninganna þau áhrif, að
strax daginn eftir kosningarnar sendu
tvö verkstæðisfélag út þann boðskap að
taka skyldi til starfa undireins. Þar fá
5,600 menn atvinnu, en sem um fleiri
mánuði hafa beðið aðgerðalausir.
Því er á ný fleygt fyrir að fátt sé
um vinskapmilli Bandaríkjastjórnar og
umboðsmanna Spánarstjórnar á Cuba
og sagt að innan skamms muni heyrast
einhver nýmæli frá Washington áhrær-
andi Cubamálið.
Það er sagt að með tiltöiulega litl-
um kostnaði megi þurka meginhluta
landsins í Roseu County í Minnesota
(rétt sunnan við Manitoba-landamærin).
Verkfræðingar hafa ný lokið við mæl-
ingu landsins og segja framskurð auð-
veldan. Hin nýja bygð íslendinga frá
Dakota er í þessu héraði.
Yfir 40 þúsund vagnhlöss af hveiti
voru flutt eil Duluth og nágrannabæja
í síðastliðnum Október. Er það meira
en nokkru sinni áður á sama tímabili.
FÖSTUDAG 6. NOV.
í gær viðurkendu Bryans-menn að
McKinley virkilega væri kjörinn og í
gær sendi Bryan andvígismanni sínum
hamingjuósk sína í þessu orðum: “Sena-
tor Jones hefir í þessu kunngert mér $ð
fréttir úr héruðunum bendi á að þér
séuð kjörnir og flýti ég mér því að færa
yður heiliaósk mína. Vér höfum lagt
málið undir dóm Bandaríkja þjóðar og
hennar úrskurður er lagaboð”.
Stjórnin á Havai-eyjum hefir gefið
fyrverandi drottingu sinni, Liliouka-
lani, fullt frelsi og borgaraleg réttindi.
Hún liefir verið í haldi að undanförnu.
Það er kunnugt orðið nú, að fyrir
hálfum mánuði síðan stakk stjórn Breta
uppá, að fulltrúum stórveldanna í Kon-
stantinópel væri gefið vald til þess sam-
eiginlega að búa til stjórnarbóta-frum-
varp og sjá um að Tyrkir lögleiddu það.
Rússar sögðu nei við þassari uppá-
stungu og féll hún því í gegn.
Bimetallista-félagið á Englandi
fagnar yfir sigri McKinley’s. Þykir að
nú só miklu meiri von til en áður, að
saman gangi um alsherjar frisláttu
silfurs.
Allur f jöldi blaðanna í Evrópu læt-
ur vel yfir kosninga-úrslitunum í Banda
ríkjum. Fagna yfir sigrinum að því er
gjaldeyrismálið snertir, en hryllir hálfi
partinn viðhinni alkunnu tollmálastefnu
McKinleys.
LAUGARDAG 7. NÓV.
Seglskip rakst á gufuskip á höfninni
í St. Johns á Nýfundnalandi, í gær, og
sökk. Fórust þar 13 menn af 23 á skip-
inu.
Bryan forsetaefni hefir gefið út á-
varp til þjóðarinnar, þar sem hann
þakkar þeim sem veittu silfurmálinu
fylgi og sýnir fram á að sigurinn sé vís.
Það sé ekki langt til ársins 1900, en að
í millitíðinni muni margur maður sem
nú fylgir gullmönnum, breyta skoðun
sinni.
Ofviðri mikið á stórvötnunum eystra
og veldur talsverðum skipaskaða.
Verkstæðiseigendur í Bandaríkjun-
nm hvervetna eru nú kátari en um
langan undanfarinn tfma. Þeir sem
ekkert hafa gert um langan tíma eru nú
að taka til starfa hver um annan þver-
an.
Kónsúll Bandaríkja í Cuba var lengi
á eintali með forseta Bandaríkja í gær
og ræddu þeir þá eingöngu um Cuba-
málið. Forsetinn situr nú við að semja
þingsetningarræðu sfna og hagnýtir þar
þær upplýsingar sem hann fékk hjá
konsúlnum áhrærandi Cuba.
Áætlunin um flokkaskiftinguna í
efri deild þjóðþings Bandarikja, eftir að
kjörnir hafa verip nýir senators, er sú,
að þar sitji 44 repúblíkar, 35 demókrat-
ar og.óháðir 13.
MÁNUDAG, 9. NÓV.
Hertoginn af York, sonur prinzins
af Wales, er væntanlegur til Canada
næsta sumar ásamt frú sinni og fylgd-
armönnum mörgum. Ef til vill fer
liann til Ástralíu héðan og þaðan heim
aftur um Indland og Suez.
Bandaríkjamaður einn í London
segir f blaðinu ‘St. J.araes Budget’, að
McKinley hafi haft miðríkin og sumt af
vesturríkjunum undan Bryan með því
að lánfélögin sem héldu skuldabréfum
bænda buðu að endurnýja þau um 5 ár
gegn lágu afgjaldi, ef þeir kysuMc-
Kiuley.
Afríku-konungurinn Cecil Rhodes
vill nú verða þingmaður íra á þingi
Breta. Er því spáð að að honum kveði
þar, ekki síður en í Afriku, ef hann
kemst á þing.
Carnegie-félagið stóra f Pittsburgh
hefir ákveðið að verja $1J milj. til að
auka yerkstæði sín, $3J til að byggja
járnbraut norður að stórvötnunum og
$1 milj. til að koma upp bókasafnl og
lestrarsal f Homestead, Penn. Hann
segir gróðrarár mikil fyrir hendi og lof-
ar að gera sitt til að sii verði raunin.
Tyrkja-þrætan. Nágrannaríki
Tyrkja eru að sögn að búa sig í stríð,
Gríkkir, Serbar og Búlgaríumenn og
þykir það benda á að dómsdagur Tyrkja
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
Tombola.
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
:
♦
I
|
I
:
3
£
o
£
£
4>
X
CA
bl)
O
s
o
£
o
cS
E
c
3
eö
u
a
E
0>
>
o
Z
d
C
C
• *n«
bJO
W
O
3
s-<
E
E
E
Fimtudagskvöldið 19 þ. m.
verður haldin
Tombola og
Skemtisamkoma
á UNITY HALL,
(á horninu á Pacific Ave. og Nena St.)
♦
♦
l
:
:
!
:
♦
Það hefir lengi og vel verið unnið
að' þvf að koma á þessari tombolu, og
hefir netndin, sem fyrir henni stend-
ur, gert sér alt far um að hafa drætt-
ina svo gdða, að allir megi vel við
una og fái sem bezt virði peninga
sinna ; enginn dráttur minna en 25
cts. virði og upp í FIMM DOLLARA.
Programm :
1. “Instrumental Music.”
2. Solo: A. Crick.
3. Tala: B. L. Raldwinson.
4. Solo: Albert Jónsson.
5. Recitation: Ó. Eggertsson.
6. Solo: H. Halldórsson.
7. Stuttur leikur: Hlaupárið.
8. Violin Duet: Wm. Anderson og
P. Dalmann.
9. Solo: ’ S. Anderson.
10. Solo: A. Crick.
11. Upplestur: S. J. Scheving.
12. Solo: S. Anderson.
13. “Instrumental music.”
3
5’
o
Tojnbolan byrjar kl. 7), síðdcgis.
Inngangur 25 cent.
Einn dráttur ókeypis.
[Sjá auglýsing í Lögbergi næst.]
:
:
♦
♦
I
♦♦♦♦♦♦♦♦♦:
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
:
♦
:
:
:
♦
♦
:
♦
:
♦
:
♦
♦
♦
♦
♦
♦
:
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
:
♦
♦
:
♦
♦
♦
♦
:
:
:
♦
♦
:
:
♦
♦
♦
♦
♦
♦
3 &
<-t- 10 C/1 3
o « 3
ST oq
o 3
OK?
c •o GK?
■o O
O*
3
3
Cu
n
V fp rF
> "-t# CL rF
sé í nánd. Annað sem bendir á það,
eru fregnir þess ofnis, að Bretar séu til-
búnir að sleppa tilkallinu til Cyprus-
eyjar, ef stórveldin þá vilji vera sam
taka og taka til starfa án frekari undan-
dráttar. í millitíðinni er soldán laf-
hræddur og iofar öllum hugsanlegum
umbótum.
ÞRIÐJUDAG 10. NÓV.
Kona á þingi. í Utah náði kona
ein kjöri til þings um daginn, Mrs.
Ernethe R. Labarth að nafni. Önnur
kona, Martha H. Cannon náði kjöri til
efri deildar þingsins.
Nú er það fullyíst, að tilgátan um
að Bretar sleppi Cypress-eyjunni er
hugarburður einn. Salisbury tók af
skarið í því efni og það greinilega í gær-
kvöld, í ræðu um allsherjarmál, Vene-
zuela þrætuna, o. fl., í Lord Mayors-
gildinu mikla i London.
Auðmannskona frá San Francisco,
Mrs. Castle að nafni, var fyrir fáum
dögum dæmd í þriggja mánaða fang-
elsi i London, fyrir stórkostlegan þjófn-
að úr búðum. Hún ætlaði að ærast.
Bayard Bandaríkja-ráðherra skarst í
leikinn og fékk því til leiðar komið, að
hún var látin laus í dag. Hefði hún
verið fátæk og stolið skildingsvirði af
matvælum, þá hefði hún fengið að út-
taka sina hegningu og enginn fárast um
það.
Spánarstjórn ákveður að senda 20,000
hermenn til Cuba frá þessum tíma til
15. Des. næstk. Á Cuba er nú Weyler
sjálfur, og í fyrsta skifti dreginn fram á
vígvöllinn.
I Seattle, Wash., er unnið að því af
kappi, að fá Bryan forsetaefni kjörinn
efrideildar-þingmaun fyrir Washington-
ríki.
MIÐVIKUDAG, 11. NÓV.
Venezuelaþrætan er þegar útkljáð.
Það verða kjörnir 5 menn til að útkljá
málið. Formaður þeirrar nefndar verð-
ur Óskar Svíakonungur, en tvo menn
kjósa Bretar og tvo Bandaríkjamenn.
Verða það yfirdómarar víð hæsta rétt
þeirra ríkja, sem tilnefna mennina.
Lög eru gengin í gildi í Höfðaný-
lendunni (Cape Colony) i Afríku, sem
algerlega banna innflutning ávaxta og
ávaxtatrjéa frá bæði Bandáríkjum og
Cauada.
Skriða hljóp á Northern Pacific-
sporið í Montana vestarlega og vissi
engin af fyrri en fólkslest hljóp á hana.
Gufuvagninn brotnaði, vélastjórinn
beið bana, kyndarinn meiddist og að
sögn meiddust og biðu bana 8 eða 10
farþegjar.
Blaðamaður frá Chicago varð úti
vestur í Montana í vikunni sem leið.
Skrá
yfir raenn utan Winnipeg-bæjar, sem
tekið hafa að sér að veita móttökn (og
senda féhirði nefndarinnar hér í Winni-
peg) peningasamskotum í hjálparsjóð
handa þeim í Árness- og Rangarvalla-
sýslum er biðu tjón af jarðskjálftunum
sfðastl. Ágúst og September:
S. A. Anderson, Ross P.O., Rosseau Co.
Minneota.
Job Sigurðsson, Ely P.O., Bottinau Co.,
N. Dak.
P. J, Skjöld, Hallson, N. Dak.
Thomas J. Knudson, 39 Warner Str.,
Glouchester, Mass.
Halldór Halldórsson, Lundar, Man.
Nikulás Snædal, Otto, Man.
Jóhann Straumfjörð, Hekla, Man.
J. S. Thorlacius, Theodore, Assa.
Séra Fr. J. Bergman, Garðar N. Dak.
ERV FAlVíiLY
5HO'JLD i;: \o’;j that
la a vory rcmaiRable remedy, both fzx TtT-
TSRNAL arid EXTERNAL use, and woa-
dcrful in its quíck action to relievo distiosn.
PAIN-KILLER
Tl» roa (, C o n ý h
fíiitls, Dlnrrlia'a, f>j>entcry, iraiui^,
í ItOK iM, autl all Aiowel CompiaiuU.
PAIN-XILLER
HIckn«'M, filrk Mcadftchc, Pnm in
Lack or mde« Kl»e»iiuaUsm anu Ncnralulu,
PAIN-KILLER iwssí?
MAI>E. Ií l.rjnfr.t spr.FDY and 1' I'M w.:r '
i'i : íi caaca of iiritiavti* CiUs, Li|>rai«s, ftcvcM*
Burns, elc.
P ATN-Tv TT T F P i* tbo well trloil ai' u
i iwi-LHV trusted l'rioinl of the
Klcrlinnic, Fnrmcr, l*la»*l«*.r. Sallor, amlln
fact nll ditpsug wnntitiír n im ilicinc nlwRjg athand.
aml safr Tu i:sk iuteruaily or exlcrnaily wlU»
CortRinty of relief.
)’*ew:»re of imitations. Ttko non* but the f»onu.u#
**: . ».:<Y DW' t»n|d . voryvvhore ; 7-lc. l/ij; uofUe.
* Vt» . » c.
verður haldin föstudagskveldið 13. Nóv,
í Martin Luther kyrkjunni
(á Kate Str.)
POGRAMM :
Ræða : Manitoba, heimili fyrir íslend-
inga. (Rei'. Dr. Brycé).
Ræða : (Rev. Joseph ITogg).
Instrumental Music. (Prof.J. McArthur)
Söngflokkr frá Manitoba College syngur.
Solo : (Mr. F. Henderson).
Solo : (Miss S. Simpson).
Ræða : Um trúboð Presbyteriana með-
al íslendinga, (Mr. ,7. Jóhannsson).
Það er einnig vonast eftir að Dr. King
yfirkennari á Manitoba College, tali.
Samkoman byrjar kl. 8 e.m.
Aðgangur 25 cents.
Ágætis veitingar ókeypis
eftir prógrammið. J. BuaSOIl.
Skrá
yfir nöfn þeirra, sem gefið hafa peninga
í sjóð til hjálpar því fólki í Árness- og
Rangárvalla-sýslum á íslandi, er urðu
fyrir tjóni af jarðskjálftum, í Ágúst og
Septembermán., 1896:
Áður auglýst $152.75
Jón Sigfússon, Clarkleigh, Man. 2.00
Ónefnd, Maryland St., Winnipeg 25
Sigurrós M. Guðlaugsdóttir, Wpg. 5.00
Sigríður J. Thorkelsson, Winnipeg 1.00
Gestur Jóhannsson, West Selkirk,
hefir safnað $13.75, sem fylgir :
Páll Símonarson Selkirk
Ólafur Helgason “
Jón Ólafsson “
Mrs. M. Ólafsson “
JónasLeó “
Þorsteinn Þorkelsson “
Hjörtur Jóhannesson “
Markús Guðnason “
St. Oliver & Byron “
Capt. J. Bergmann “
Sohn Baldvinsson “
Mrs. Kr. Schaldemose “
Jónas J. Schaldemose “
S. Sölvason, Westbourne, hefir
safnað $14,00, sem fylgir :
Guðm. fsberg, Kinosota, Man.
J. A. Magnússon, Westbourne
J. Thomasson
Guðm. Sturluson “
Páll Árnason “
Helgi Bjarnason “
Þiðrik Eyvindsson “
Mrs. G. Eyvindsson “
Einar Þiðnksson “
Eyvindur Tr. Þiðriksson “
Pétur, Þiðriksson “
Ingibjörg Þiðriksdóttir “
Halla F. Þiðriksdéttir “
Jón Þórðarson “
Þorgeir Símonarson “
Mrs. Anna Símonsson “
Sigríður Halldórsdóttir
Elísabet Halldórsdóttir “
J. S. Crawford “
Pétur Einarsson “
Mrs. Halla Magnúsdóttir “
Magnús Pétursson “
Vilh. Pétursson “
Ingvar Ólafsson “
Rútur S. Sölvason “
Einar Mýrdal, Garðar, N. Dak.,
hefir safnað $32.55, sem fylgir :
Yinur, Edinburgh, N. D.
J. Lindal “ “
J. P. Peterson “ “
W. Adams “ “
Ónefndur “ “
G. E. Adams “ “
J. B. Jameson “ “
O. Dalby » “ “
Dr, Floten “ “
E. G. Brandson “ “
H. H. Ármann, Garðar “
B. Matthíasson “ “
Jón Matthíasson “ “
G. Eiuarsson “ “
Kr. Magnússon “ “
Ásm. Eiriksson “ “
Vinur “ “
C. Johnson “ "
Sigm. Jónsson “ “
Einar Melsted “ “
B. Jónssoá “ “
J. J. Breiðfjörð “ “
Ónefndur “ “
F. Samson *• ' “
S. EyjölfsSon “ “
Jón Brandsson “ “
S. ísfeld
Jón Bardal # “ “
G. Jónsson
S. Jónásou
Þórunn Jóharmesson “ “
.Tón Mýrdal “ “
Jón Sigmar “ “
Ch. Gíslason “ “
Einar Mýrdal “ “
$1,00
0,50
1,00
0,50
1,00
1,00
1,00
0,50
5,00
0,50
0,50
0,25
1,00
$0.25
50
50
1.00
50
25
1.00
1.00
10
10
10
10
10
50
2.00
1.00
25
25
50
1.00
1.00
50
50
50
50
$1.00
1.00
1.00
50
50
50
50
50
50
1.00
1.00
1.00
1.00
1.00
25
2.00
50
50
1.00
1.00
50
50
30
1.00
1.00
1.00
1.00
1.00
1.00
50
1.00
50
1.00
1.00
5.00
Samtals : $221.80
Winnipeg, 9. Nóv. 1896.
H. S. Barðat,,