Heimskringla - 03.12.1896, Blaðsíða 4

Heimskringla - 03.12.1896, Blaðsíða 4
HEIMSKRINGLA 3 DES. 1896. Gat ekki snúið sér við í rúm- inu. Voðalegar þjáningar , frúar einnar frá Elora af gigtveiki,—I fimtán ár þjáð- ist fiún, en læknaðist svo af tveim fiöskum af South American Rheu- matic Cure. Enginn penni getur lýst þeim ógna- þjáningurú og kvölum, sem gigtin veld- ur manni. Frú John Bcaumont frá Elora, Ont., segir á þessa leiö: I fimtán ár hefi ég þjáðst meira og miuna afgigt- veiki. Voru það mest kvalir í bakiriu og oft svo miklar, að ég komst ekki úr rúminu og var ómögulegt að gegna störfum mínum mestan tímann. Stund- um voru kvaliruar svo miklar, aðéggat ekki snúið mér við i rúminu og sýkin var komin á það stig að bæði ég og bóndi minn vorum vonlaus orðin um bata. Þá réði einn vinur minn mér að reyna South American Rheumatic Cure, og þegar ég var búinn að brúka eina flösku, þá fór ég að geta setið uppi. En þegar ég var búin með fjórar flöskur, þá gat ég gengið að verki mínu, sem áð- ur fyrri og hef ég síðan haft hina ágæt- ustu heilsu. Heilsulaus timbursali. Fjárhagslega og líkamlega var hann aumingi orðinn og læknar gátuekkert að gert, en þá læknaðist hann við South American Nirvine. Herra E. Evrett. timbursali og millu eigandi í Merrickville, Ont., var e þjáður af taugaieiklun og neyddist að hætta við atvinnu sína^ Hann segir frá því á þessa leið: “Eg reyndi alt hvað læknar gátu gert og einkaleyfis- meðöl, en ekkert dugði. Svo var mer ráðið að brúka South American Nervme og ég get með sönnu sagt, að undir eins og ég var búinn að brúka hálfa flösku, fór mér að batna. Ég brúkaði svo nokkr- ar flöskur og er nú hraustur og heil brigöur og búinn til hvers sem vera skal þar sem áður fyrri að taugar minar voru svo veiklaðar, að ég gat naumast skrif- að nafnið mitt með penna eða blýant. Því segi ég af heílum hug og fullu viti : fáðu þér flöaku af þessu dásamlega lyfa. VJER ERUM í önnum og ekki að ástæðulausu. Fólk verður þess fljótt vert, þegar hnífur þess kemur í feitt. Af þessum ástæðum hofum yjer ekki haft tima til að breyta auglýsingu vorri nú æði lengi, eða_ þakka Islendignum fyrn: mikil og góð viðskipt, en vér gerum það þá nú. Um leið viljum vér leiða athygli þeirra að NOKKRUM KOSTA' BOÐUM vorum. Karlmanna ullar vetlingar á 15 cts, n þvengrjaskór (moccasins) á 40 cts • (Maður sagði við oss í búðinni um dagin, að hann hefði borgað 9o cts. fyrir samskonar skó). Barna. moccasins (reimaðir) á 40, 50, 60 cts. Karlmanna vetlingar úr leðri á 20 cts. Barna yfirskó (stserðinnar 6 til 10) 85 cts. , íslendingar sem búa í sveitum úti geta þénað peninga á ao senda eftir vöru og verðlista vorum. Ókeypis. Póstspjald nægir. E. KNIGHT and CO. 351 flain 5tr. Andspænis Portage Ave. Gáið að merkinu : Maður á hrafni, \ é * * í # * [ --------^ MÖLUN BYRJflR 8. NOV. \ $ * * Vinum mínum og viðskiftamönnum tilkynni ég hér með, að ég hefi nú keypt The 5t. Thomas Roller Mills, og mala framvegis hveiti fyrir bændur á MÁNUDAG og ÞRIÐJUDAG í hverri viku, fyrir 15 cents bushelið. Ég geri mér far um að framleiða gott mjöl og gera alla mína viðskiftamenn ánægða. Mér verður sönn ánægja að sjá alla mína gömlu skiftavini og svo margá nýju sem vilja heiðra mig með viðskiftum til reyuslu. Sanngirni og jafnrétti” er einkunnarorð mitt í öllum viðskiftum. Með þakklæti fyrir undanfarin viðskifti, er ég Yðar með virðingu. O. DALBY, \ \ St. Thomas, i N.=Dak. f Axjon! I Uppboðssala á allskonar varningi fer fram í búð WM. CONLAN, CANTON, NORTH-DAKOTA. * ♦ á laugardag og mánudag 5. og 7. Desember. Munið eftir að koma þangað. NYJAR HAUST-VORUR! sem til er, og spyrja um verðið, því vér seljum og ætlum að selja eins ódýrt og nokkrir aðrir, ef ekki ó- dýrra. — Vér gefum sérstakan gaum þörfum og áhöldum fiskimanna. og pantanir geta menn sent með pósti. Vér erum nú að raða í búð vora haustvarningi, sem samanstendur af fatnaði, álnavöru, skóm, stigvélum, matvöru og öðrum vanalegum buð- arvarningi. — Vor er ánægjan og yð- ar er hagurinn að koma og skoða það YÐAR MEÐ VIRÐINGU l The Selkirk Trading Company, ; j DAdO BLOCK.........SELKIRK, 5IA5Í. m* * Lá við slysi! Hann Jón Tóusprengur var nærri kafnaður hér um daginn svo mikill asi var á honum að láta Bjðrn nábúa sinn vita hvað góð kaup og vandaða vöru hann hefði fengið á 131 Higgm Str. hjá VV. MLACIÍ AI»BK Slíks kvaðst hann engin dæmi vita ! •••••••••••••••••••®®®08®®5®®®e®®®p®®®®®*®®®®®®®®®0 Winnipeg. Hefirðu séð “Bjarka,” vinur ? Það er andleg hvessing að lessa þesskonar blöð. Hon. Mr. Tarte kom úr vesturför sinni á laugardaginn var og hélt áfram austnr á sunnudaginn. Svar til Sigfúsar Andersons frá séra M. J. Skaptason komst ekki að í þessu blaði, en kemur í næstu viku. Charles J. Mickle, fylkisþingm. fyr- ir Birtle kjördæmið, aflagði embættis- eiðinn sem fylkisritari á föstudaginn 27. Nóv. í yfirstandandi viku s=>ndir Ogilvie mylnufélagið 75 vagnhlöss, yfir 1100 tons af hveitimjöli til Ástralíu frá mylnu sinni hér í bænum. Mrs. Anderson kom til bæjarins sunnan úr Dakota, þar sem hún hafði dvalið hjá föður sínum síðan snemma í sumar, fyrir hálfum mánuði. Mr. And- erson var kominn að sunnan nokkru áður. Thomas Nixon, hinn alkunni bind- indis-prédikari hér í bænum. og Mrs. Nixon, héldu gullbrúðkaup sitt á mið- vikudagskvöldið 25. Nóv., — voru þá liðin rétt 50 ár frá því þau giftust. Magnús málafærslumaður Brynj- ólfsson frá Cavalier og Bogi Eyford frá Pembina, komu í kynnisför til bæjarins á miðvikudaginn var, rétt þegar hin ó- munalega stórhríð var að byrja. Ætl- uðu þeir heim aftur á fimtudag, en urðu veðurteptir til föstudags. Lestagangi á Northern Pacific- brautinni var breytt á sunnudag- inn 29. Nov. Lestin til Brandon og lestin til St. Paul fer nú héðan kl. 1. e. h. Kemur að kl. 2.55 e. h. TilPortage La Prairie fer lestin kl. 4.45 og kemur að kl. 12.30 e. h. Bóluveiki kom upp hér í bænum í vikunni er leið, á innflytjendahúsinu. Var það ung stúlka austurrísk, nýkom- in til bæjarins, sem sýktist. Hún hefir verið sett á hið sérstaka hospital fyrir bólusjúkt fólk og vörður hefir verið sett ur um innflytjendahúsið. Læknar segja enga hættu á að veikin útbreiðist. “BJARKI,” ritstjóri Þorsteinn' Erlingsson, langbesta blaðið sem gefið er út á Is- landi. Kemur út í hverri viku. Kostar að eins Sl.OO um árið. Útsölumenn fá góð sölulaun. Skrifið til M. PÉTURSSONAR, P.O. Box 305, Winnipeg. Athuga. í síðasta blaði voru í gá- leysi prentuð nöfn nokkurra gefenda í jarðskjálftasjóðinn, frá Vernon, B. C., sem prentuð höfðu verið í blaðinu sem út kom 19. Nóv. Upphæð gjafanna er því í siðasta blaði sögð meiri en rétt er svo nemur $5.50. Þar stendur að sam- skotin séu orðin samtals $315.30, en á að vera $309.80, Þannig stendur á að töl- unum í þessu blaði ber ekki saman við þær í síðasta blaði. Samdregin vitnisburður. Chas. B. Hood, umboðsmaður í Col- umbus, Ohio segir að ekkert meðal jafn- ist við Dr. Kings New Discovery sem hóstameðal. J. D. Brown, eigandi St. James Hotel, Ft. VVayne, Ind. segist hafa læknað sig af hósta sem, hann var búin að hafa í tvö ár, með Dr. Kings New Discovery. B. T. Merrill, Bald- winsville, Mass., segist hafa brúkað og ráðlagt Dr. Kings New Discovery og aldrei vita til að það hafi brugðist. Mrs. Henning 222 E. 25th St. Chicap;o hefir það ætíð við hendina, og er þvi ekkert hrædd við barnaveiki. Flaska til reynslu frí i öllum lyfjabúðum. Sifton dómsmálastjóri er orðinn dominion þingmaður fyrir Brandon- kjördæmið. A útnefningafundinum hinum 27. Nóv., var hann einntilnefnd- ur og var hann því löglega kosinn. Að enginn var kvaddur til sóknar gegn honum, kom óefað til af því fyrst og fremst, að það má heita vonlaust að yf- irbuga nýkjörinn ráðherra, og í öðru- lagi af þvi, að án tillits til flokkaskift- inga vilja allir að innanríkisstjórinn, eða einhver ráðherrann, sé fulltrúi ein- hvers kjördæmisins í Manitoba. TÆRING LÆKNUÐ. Læknir einn gamall gaf upp læknri störf sín. en áður hann gerði það fyrsi fult og alt, fann hann það skyldu sína að gera meðborgurum sínum kunna samblöndun lyfs eins úr jurtaríkinu, er kristniboði eínn úr Austur-Indlandi hafði sagthonum frá. Á meðal það fyr- ir fult og alt að lækna tæring, barka- bólgu, kvef, andþrengsli og alla aðra háls- og lungnasjúkdóma. Það er einn- ig óyggjandi meðal við allskonar tauga slekju og taugaveiklun. Var læknirinn búinn að reyna kraft þess í þúsund til- fellum. Knúður af hvötum þessum og lönguninni til að létta mannlega eymd, skal eg borgunarlaust senda fyrirsögn á tilbúningi lyfs þessa til allra, er þess óska, á þvzku, frönsku og ensku, með skýrum leiðbeiningum Tyrir notkun læss. Sendist með pósti að fenginni ut- anáskrift á bréfspjaldi með tilgreindu blaði því, er auglýsing þessi var í fundin. W. A. Noyes. 820 Powers Block, Rochester, N. Y. Hin önnur afmœlishátíð Tjaldbúðar- innar verðurhaldin íkyrkjunni á fimtu- dagskvöldið kemur (10. Des.). Skemt- anir fjölbreyttar og ágætar veitingar,— Sjá Prógramm á öðrum stað. Hinn 1. þ. m.gaf séra M. J. Skapta- son saman i hjónaband Mr. Þorvald Sigvaldason fi-á Isafold. Man., og Miss Elizabet Guðmundsdóttir frá West Sel- kirk. Á miðvikudaginn 25. f. m. voru gefin saman í hjónaband í húsi Mr. og Mrs. J. W. St. Waugh, Gltnboro, af Rev. Mr. Haig Mr. Páll Eyjólfsson, Eyjólfssonar frá Dagverðargerði í Hró- arstungu og Miss Sólreig Sigurðardóttir, Bárðarsonar. Komu hin ungu hjón hingað til bæjarins aftur á þriðjudag- inn var. Heimskringla óskar ungu iijónunum allra heilla. Þess er getið í Tribune, eftir bréfi frá Mr. W. H. Paulson, að á heimferð sinni hafi hann hitt herra Einar Hjör- leifsson á Skotlandi, þá á ferð til Kor- síkaeyjarinnar, þar sem hann dvelur í vetur sór til heilsubótar að lækna ráði. er sevja að tæring sé að ásækja hann. Sagt óvíst að hann hverfi aftur til Is- lands. Kvöldskemtun undir forstöðu hins íslenzka leikfimisfélags verð- ur höfð í Northwest Hall á þriðjudags- kvöldið kemur og er prógram það sem prentað er á öðrum stað í blaðinu vott- ur þess, að þar verður ein hin bezta samkoma sem völ er á. Lesið auglýs- inguna og munið eftir stað og stund. Stórhrið á norðan gekk í garð á miðvikudag um miðjan dag og hélzt til þess um hádegi og enda framundir kvöld á föstudag. Snjóburður var töluverður svo að nú er meiri snjór kominn en oft er í marzmánuði, og ofviðrið fram úr hófi, sérstaklega síðarihluta fimtudags- ins og fram eftir nóttinni. Svo svört var hríðin á fimtudagskvöldið að ekki gat heitið að sæist húsa á milli. Annar slíkur bylur hefir okki komið í manna- minnum, á þessum tíma árs, þó aðrir slíkir hafi sézt í marzmánuði, en verri byl man víst enginn enda i þeim storma- mánuði. Járnbrautarlestir komust ekki áfram nema einstöku ein og þá með ill- an leik. Sama hríðin æddi yfir alt mið- bik landsins, frá Klettafjöllum austur að stórvötnum og suður í Colorado. Hefir þú nokkurntíma reynt Electric Bitters sem meðal við veikindum þínum, Ef ekki þá fáðu þér flösku nú og láttu þér Ifetna. Þetta meðal hefir reynst að vera sérlega gott við öllum sjúkdómum sem kvennfólk á vanda fyrir. Með því það erir líffærin stork og vinnandi. Ef þú efir matarólyst, hægðaleysi.höfuðverk, svima. eða ert taugaveiklaður. átt bágt með að sofa etc. þá þarftu að fá þér El- ectric Bitter, það er meðaliðsem læknar —50 cts. og $1.00íöllum lyfjabúðum. Ef þú ert veikur þá er það sjálfum þér að kenna. Paines Celery Compound er eina meðalið við gigt, sem heimurinn á. ÓÞOLANDI VERKIR TÍMUM SAM- AN, VIKU EFTIR VIKU, OG MÁN- UÐI. EFTIR KVELJA ÞANN SEM ER GIGTVEIKR ÞANGAÐ TIL HANN ER ORÐIN AÐ KRIPPLING, Ef þú þjáist af gigt til lengdar, þá er það sjálfum þér að kenna, þú hefðir eflaust getað komist hjá þjáningum undanfarandi daga ef þú hefðir brúkað Paines Celery Compound. Þú getur ekki réttlætt þig með því að þú hafir ekki þekt þetta meðal því þú hefir óefað heyrtmýmarga tala um það í fréttablöðunum hafa hvað eftir annað sagt frá þeim sigurvinningum þessa meðals yfir gigtveik( og ef lækn- irinn sem þú hefir leitað til hefir ekki sagt þér frá þessu meðali, þá hefir hann gert það til þess að græða á því sjálfur. Ef þú ert enn þá veikur, þá ertu lika hættulega staddur, Þú ’ættir þeg- ar að hætta að gera tilraunir með ónýt meðöl, og fara að brúka meðal sem er orðið viðurkent, eins og til dæmis Pai- nes Celery Compound, sem áreiðanlega upprætir orsakir veikinda sem að þér gengur og gerir þig albata. Þú ert alls ekki ólæknandi, því Paines Celery Compound getur bjargað þér úr hættuuni. Þrátt fyrir það þó allar þínar tilraunir með Nervine, Sar- saparilla Bitters og pillur hafi mistek- izt, þá getur Paines Celery Compound læknað þig, Reyndu það, það bregst aldrei. Mr. W. McWilliam frá Brad- ford, Ont., maður sem lengi hefir þjáðzt af gigt. segir : “Án þess ég sé beðinn um það, sendi ég þennan vitnisburð um ágæti Paines Celery Compound. Ég er nú orð in æði ^amall; og var mjög slæmur af gigt. Ég keypti og brúkaði sjö flöskur af meðali yðar. og er nú alheill og finn ekkert til gigtar’. Onnur árshátíð Tjaldbúðarinnar VERÐUR HALDIN MEÐ Consert & Social í TJALDBtJÐINNI (Cor. Sargent Ave. & Furby) Fimtudaginn io. Des. / Agætar veitingar. Programm: 1. Söngflokkur safnaðarins: Hátíðis- dagurinn. 2. Ms. May Burden: Solo. 3. Rev. H. Pétrsson: Minni Tjaldb. 4. Mr. H. Hjálmarsson: Solo. 5. Mr. P. Dalman: Fiolin Solo (Lily Dale). 6. —7.: Kappræða. Samþykt að betra væri fyrir Canada að vera sjálfstætt ríki, en að ganga í samband við Bandai'íkin. Rev. H. Pétursson og Mr. Stefán Þórðarson. 8. Mr. H. J. Halldórsson: Solo. 9. Mrs. J. Polson: Recitation. 10. Mr. Kristiiin Stefánsson: Kvæði. 11. Miss B. Anderson Solo. 12. Mrs. H. Halldórsson: Tala. 13. Miss Maudie Burden: Solo. 14. Mrs. J. Sigfússon: Upplestur. 15. Miss. Maudie Burden : Solo. 16. Söngflokkur safnaðarins: Lofsöngr. Inngangur 25 cents fyrir fullorðna og 15 cents fyrir börn innan 12 ára. Samkoman byrjar kl. 7Úe. h. Gap og laman. Barnaleiksjjil fyrir tíu cents. Foreldrar og skyldmenni segja það sé tilvalið. Vilt þú fylgjast með? Getur þú staðið þig við að borga 10 cents fyrir beztu tegund af leikfangi, sem hægt er að fá. Wells & Richardson í Montreal, er búa til hinn n&fnkunna Diamond Dye, hafa í hyggju að útbreiða sem mest þeir geta kver sem þeir kalla “Kxcelsior Rhyming A B C Book, mjög vandaða og með fallegum myndum: Tilboð þetta stendur 30 daga. 1. Ein ‘Excelsior Rhyming A B C Boock’ með mjög vönduðum myndum. Bókin er 9J þuml. á lengd og 6 þuml. á breidd. Spjöldin eru skrautleg og marg lit. Hver stafur i stafiofinu er 2;) þutnl. langir og 2 þuml. breiðir og engir tveir stafir með sama lit. Með hverjum staf fylgir snotur mynd og vísa honum til útskýringar. E nn af beztu barnakenn- urunum í Montreal segir : "Það er ein af hinum beztu og óef- að hin laglegasta bók setn hægt er aðfá til að koma börnum til að læra stafrof ið. Það er þegar svo mikil eftirsókn eft- ir þessari bók að prentararnir hafa naumast undan’. 2. Stór og vönduð mynd af hinum 3 tilvonandi konungum Bretaveldis : prinzinum al Wales, syni hans, Duke of York, og aftur syni hans, setn er barn að aldri. Þessi mynd er kölluð “Three Future Kings of England”, og er ágæt fyrir veggjamynd og frá 25 til 30cents væri ekki of mikið fyrir hana. 3. Einn pakki af hinum fræga “Dia- mond Dye Ink Powder’, sem nægir í 16 únzur af bezta bleki. er getur dugað heilli fjölskyldu i meira en ár. Þessir þrír ofangreindir hlutir, sem í raun réttri eru meira en 65 cents virði verða Sendir hverjum sem um þá biður fyrir 10 [cts. Sendið oss 10 cents í peningum eða frímerkjum eins fljótt og þér getið, og svo fáið þið þessa muni undireins. Sendið smá silfurpeninga eða nógu mikið af l,2eða3centa frímerkjuin. Stærri frímerki verða ekki tekin. Lokið bréfum ykkar vandlega, áður en þið sendið þau og munið eftir að láta á þau 3 .cts. frímerki, annars verður þeim ekki veitt móttaka. Wells & Richardson Co., Montreal P, C. WARD 3. Fundur fyrir kjósendur í Ward 3, verðu-i haldinn í gamla Mulway skóla- byggingunn föstudagskvöldið 4. þessa mánaðar kl, 8 e. m.. tilþessað útnefna menn fyrir bæjarstjórn og skólanefnd fyrir Ward 3. næsta ár 1897. W. F. McCreary fyrverandi bæjarnefndarmaður. Jolm O’Donohne, fyrverandi skólanefndarmaður Fundur verður haldin fyrir kjósendur í WARD 4 á laugardagskvöldið 5. þ. m. í North West Hall til að ræða um bæjarkosning- ar — Öllum sem sækja um borgarstjóra- embættið boðið að vera viðstaddir. IV. F. McCi-enry. Þar eð fjölmargir kjósendur í 4. kjördeild bæjarins hafa skorað á mig ad gefa kost á inér sem meðráðandi í bæj- arstjórninni, hefi ég'afráðið að verða við áskorun þeirra. Kunngeri óg þess vegna að ég er i kjöri og held áfraut sókninni hver sem til kemur. Jafn- framt leyfi ég mér vinsamlega að biðja kjósendur í þessari kjördeild um fylgt sitt og atkvæði, Virðingarfylst, C. H. JVilson. Fyrir beiðni margra vina minna nefi ég gefiðkostá mér fyrir bæjarstjóra í Winnipeg fyrir næsta ár. Á almenn- um fundi sem haldinn verður innaii skams gefst rnönnum kostur á að heyra skoðun mína á bæjarmálum. Hér með bið ég yður, íbúa Winnipegbæjar, að veita mér að málum og gefa mér atkv. yðar við komandi kosningar. Með virðingu, E. F. Hutchings. Samkvæmt áskoruu fiölmargra kjósenda í Winnipeg, sem hafa beðið mig að sækja um mayors-embættið, he£ ég afráðið að gera það, og leyfi mér sv® hór með að biðja kjósendur bæjarins um fylgi sitt og atkvæði. Alex. Black. BLUE ST MERKI : BLA STJARMA. 434 Main Str. ♦•♦•♦•♦•♦ Það er oss gleðiefni að tilkynna við- skiftavinum vorum öllum, að vér erum búnir að fá alt vort mikla upplag af haust og vetrarvörum. Umboðsmaður vor er rétt heimkominn og færir þæc góðu fregnir, fyrir oss, að fatnaðins fékk hann fyrir það sem liaim baud. Er sú orsök til þess, að geypistórt heild- sölufélag í Montreal varð gjaldþrota og seldu skiftaráðendur vörurnar fyric framboðna upphæð, þegar mikið var tekið í senn. Af þessu leiðir að í Blue Store geta menn nú fengið sömu vörurnar fyrir HELMINGI LÆGRA verð en aðrir kaupmenn selja þær. Því til sönnunar eru hér talin örfá sýnishorn af vöru- verðinu. $1,75 buxur á .... .$ 1.00 $2,50 buxur á .... .$ 1,50 $3,50 buxur &.■■■■ .$2,00 Drengjabuxur á ... $1,00 drengjabuxur á 0,50. Alklæðnaður karla $ 3,00 virði á $3,50. “ “ 7,00 i( 4,06 “ “ 8,50 i< 6,06 “ “ 13,Oo “ 8 56 Alklæðnaður drengja $3,50 virði á $2,00; “ “ 6,50 “ 3.56 Alklæðnaður barna A 0,75. “Racoou” kápur karla á $20,00 og upp; yfirkápur karla úr Ástralíu bjarn- arskínni á $15,00 og upp; yfirkápur fóðr- ar með grávöru $20,00 og upp. Kvenn-jakkar úr “Persian” lamb- sXinnuin á $48 00; úr vönduðum “Coon’' feldum á $38,50; úr Ástralíu bjarnar- feldum A $18,50; úr rússneskum “Coon* feldum á $20,00. Alt með nýjasta sniði. •••••••• 434 - - MAIN STR. A. Chevrier,

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.