Heimskringla - 03.12.1896, Blaðsíða 2

Heimskringla - 03.12.1896, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGLA 3 DES.1896. Heimskringla PUBLISHED BY The Ileiniskringla Prtg. 4 L’ubl. Co. •• •• Verð blaðsina í Canda og Bandar.: $2 um árið [fyrirfram borgað] Sent til íslands [fyrirfram borgað af kaupendum bl. hér] $1. •••• Uppsögn ógild að lögum nema kaupandi só skuldlaus við blaðið. • ••• Peningar sendist í P. 0. Money Order, Registered Letter eða Ex- press Money Order. Bankadvis- anir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með afföllum. • • •• EGGERTJOHANNSSON BDITOR. EINAR OLAFSSON BUSINESS MANAGER. • • •• Office : Corner Ross Ave & Nena Str. P. O. Box 305. Bæjarkosningarnar. Menn hafa til þessa gefið bæjarmál 'um alt of lítinn gaum og alt of lítið hugsað um hverjir það eru sem á ári hverju eru sendir í bæjarráðið. En það hirðuleysi má ekki leugur eiga sér stað. Bæjarmálin fara að vei ða svo stór að það tjáir ekki að sleppa þeim fram hjá í hugsunarleysi. Að undanförnu hefir að vfsu meira verið talað, en fram kvæmt hefir orðið, en allur sá málandi hefir samt verið til undirbúnings. Og þrátt fyrir aðgerðaleysið að undanförnu að orðaglamrinuöllu frádregnu, er mál- unum nú svo komið, að framkvæmdir æru fyrir hendi og óhjákvæmilegar. Einmitt nú er því meir áiíðandi en ef til vill nokkru sinni áður, að framsýnir, gætnir og trúverðugir menn verði kosn- ir í bæjarstjórnina. Það liggur nú fyrir mönnum að rúmlega viku liðinni. að úrskurða með atkvæðum sínuin, hvort bærinn skuli *taka til láns $l,u25,000 og koma upp íyrir það fé raflýsinga- og gasgerðar- stofnunum og vatnsveitingavélum roeð öllu tilheyrandi. Lögin um þetta efni, sem menn eiga að samþykkja eöa fella, eru þrjú. Þau fyrstu eru áhrærandi vatns- veitingar og leyfa bæjarstjórninni að taka til láns $650,000 til 43 ára gegn 3J% árlegu afgjaldi. Hugmyndin með vatnsveitingarnar er. að keyptar verði 160 til 200 ekrur af landi í norðvestur- hluta bæjarins, að þar verði boraðir 50 brunnar, tjörn gerð í grendinni sem haldi 3 milj. gallóna af vatni. Frá tjörn þessari, sem gerð verður vatnsheld, er svo ráðgert að leggja pípur inn í bæinn og eftir strætum eða bakstígum og inn í hvert hús. Gufudælur stórar verða svo látnar vinna hvorttveggja í senn : dæla vatnið úr brunnunum og vatnið úr tjörninni eftir pípunum inn í húsin. Eftir að þetta er upp komið er áætlað að viðhalds og vinnu kostnaður á ári hverju verði $40,000. Afgjald stofnfjár- ins samtals 822,750, og árlegt innlegg í afborgunarsjóð $6,812,10. Öll gjöld á ári hverju þess vegna $69,592,10. Tekjurn- ar á hverju ári eru á'ætlaðar $85,000, þannig : Fjrrir vatn i 4000 hús $15 að meðaltali ................... $60 000.00 Fyrir 200,000 fet af óbygðu landi við strætin, 10 cents á hvert fet ................... $20,000,00 Fyrir lokræsaþvott, fyrir að vökva stræti o. s. frv.....$ 5,000.00 $85,000,00 VKITT HÆSTU VKRÐLAUN A HEIMSSÝNINGUNN DH BAHING POWDfR IÐ BEZT TILBÚNA óblönduð vinberja Cream of Tartar powder. Ekkert álún, ammonia eða önnur óholl efni. 40 ára reynslu. Þrátt fyrir það að hór er gert ráð fyrir að selja vatn til allra þarfa í hús- in fyrir helmingi minna verð en vatns- veitingafélagið selur, er þó fyrirsjáan- legur tekjuafgangur, sem munar full- um $15,000, eftir að mætt er öllum gjöldum í sambandi við eignina. Það er vitanlegt að á meðanbærinn er vatns laus eins og nú, hafa menn sömu þæg- iridi í honum miðjum eins og ef menn byggju í 100 mílna fjarlægð, að undan- teknum einstöku strætum, og á þeim fáu strætum er þá vatnið næstum því óætt og undireins meiren helmingi dýr- ara en þarf. Samkvæmt þessari áætl- un geta mennnotið allra bæjarþæginda án þess að bæta einum eyri við gjöld sín í bæjarsjóð, en hafa þvert á móti tekjuafgang sem lóttir af manni gjöld- um, er talsverðu mnna. Tilað sannfær- ast um það, þarf ekki annað en geta þess, að það er álitið að míla af inaca- dam á strætum kosti $16—18000. Setji maður þá sem svo, að tekið vaéri til l ins fé sem þyrfti til að leggja roaca- dam á 25 mílur af strætum, þá nægði vatnsveitina-tekjuafgangurinn áhverju ári ($15,407,90) til að borga afpjöldin af því fé öllu. Þetta er hagnaður sem vert er að liugsað sé um og mönnum er innanhandar aðverðaþessa hagnaðar aðnjótandi. Ekki þarf annan en sam- þykkja vatnsveitingalögin. Enþá þarf um leið að velja góða menn, hyggna og trúverðuga, til að meðhöndla alt þetta fó og sem ekki mundu gugna fyrir vatn veitingafélaginu, sern mandi vilja selja sína eign. en sem ekki er viðlit að kaupa. Að vatnsveitingafél. mundi gera það er auðsætt, ef satt er að það sé nú þegar farið að vinna og búið að sveigja á sina skoðun ýmsa málhvata náunga, sem nú andæfa þessum lögum af alefii og búa til úr þeim ægilegar grýlur. Sumir kunna að andæfa lögunum, af því að þeir óttast gjöldin sem af vatnsveitingunum leiði. Þau eru auð- vitað mikil, en þægindin eru líka að því skapi. Vatn til allra hluta í 6—7 her- bercja hús mundi kosta $10—12 um ár- ið, á mótí $24—30 hjá félaginu nú. Einn dollar á mánuði er ekki ægilegt gjald fyrir gnægð af vatni, sem æfinlega er við hendina nýtt og ferskt, ef maður snýr krana á veggnum, það því síður, er maðnr með því gjaldi einnig greiddi vöxtu af öllu fénu, er gekk til að brú- leggja strætið framundan landeigninni. Það er athugaverður sá sannleiki, að frá 1. Janúar næstk. verður allur skattur í borginni Glasgow á Skotlandi afnuminn. Borgin sjálf á allar eignir, sem gefa af sér peninga, svosem: stræt- isbrautir, ljósgerðarhús og vatnsveit- ingaútbúnað og áhöld. Ágóðinn af öll- um þessum eignum nægir til að mæta öllum bæjargjöldum, eftir að greidd eru gjöld í sambandi við eignirnar. Það er ekki von á neinuþvílíku í bráð í Win- nipeg, en “fyrst er vísirinn”. Það er viðurkent fyrir löngu, að bærinn ætti að eiga vatnsveitinga útbúnað sinn og það er komiun tími til að stigið só fyrsta sporið til þess. Tilvera vatns- veitingafélagsins er úti árið 1900. Vatn þess er óhæft (úr Assiniboine-ánni) og þess vegna ekki um endurnýjun leyf- is þess að tala, þó menn vildu halda á- fram að borga því tvo peninga og meira fyrir einn. Ef bærinn sjálfur á að standa fyrir vatnsveitingunum er þess vegna einmitt nú timinn til að byrja. Sé það gert, verður bærinn tilbúinn að veita vatni í 4 hús fyrir 1 nú árið 1900, samdægurs og leyfi vatnsveitingafélags- ins er útrunnið. Það hefir verið fundið þessu fyrir- tæki til foráttu. meðal annars, að þetta sé að eins tilraun. Það sé langt frá því vfst að nóg vatn fáist úr 50 brunnum, eða enda 100. Telja þeir menn því sæmra að kaupa vatnsfræðinga til að ráða hvað gera skal, áður en verkið er hafid. Það er nokkuð í þessu, en hitt er athugaudi, að af $650 þúsundum, eru bara $10,000 sem varið verður til brunn- borunar. Hina upphæðina þarf alla hvaðan sem vatnið verður tekið. Á það er og líka að líta, að þeir bæir eru altaf að fjölga sem á þennan hátt sækja vatn sitt í yður jarðarinnar, — þykir sú upp- sprettan vissust og vatnið bezt. Ef kaupa skyldi nafnfrægan vatnsfræðing, gæti líka saxast á 10 þúsundin, sem annars gengju til brunngerðar. Tor- ontobúar borguðu nafnfrægura vatns- fræðing í fyrra $15.000 fyrir að koma þangað og segja þeim aö gera það, sem þeirra eigin verkfræðingur hafði áður sagt þeirn, en sem þeir ekki viidu trúa. Það er hugsandi að sama yrði ofaná hér. Hvað sem hinum tVeimur lögunum liður, þá ættu þessi, um vatnsleiðsluna, að ná nauðsynlegum fjölda atkvæða. En þá þarf líka jafnframt þvi að velja góða menn í bæjarstjórnina, menn sem ekki raundu svigna íyrir fortölum og fagurgala vatnsveitingafélagsins, sem eðlilega leggur sig fram til að hafa eitt- hvað upp úr eign sinni áður en leyfi þess er útrunnið. Hvað snertir meðráðamennina, þá er ekki enn víst hvað margir verða í kjöri. En það skyldienginn hikavið að spyrja þá sem á boðstólum eru hvort þeir séu viljusir til að andæfa vatnsveitingafé- laginu, hvort þeir sé viljugir til að stuðla til að nema burtu sérstaka skatt- inn (frontage tax) íyrir brúlagning stræta, og hvort þeir ætli að stuðla til að eitthvað talsvert af strætum verði brúlagt i sumar komandi, aðeitthyað verði gert rneira en tala um það. Það skaðar ekkí þó þessar og þvilíkar spurn ingar séu framlagðar. Hvað mayors-efnin snertir, þá er þar um auðugan garð að gresja, þar sem fimm eru á ferðinni. Það má lík- iega setja svo, að feir séu allir góðir menn ogréttlátir, en að öllu jöfnu er Hutchings þeirra álitlegastur. Hann er stórvirkur maður og framgjarn og hefir sýnt að hann kann að fara með efni sín. En svo má segja hið sama um fieiri af þeim sem í kjöri eru, svo það út af fyrir sig hefir máskó ekki mikla þýðingu. En það sem sórstak- lega er álitlegt við hann í augum hinna fátækari bæjarbúa, að minsta kosti, er það, að hann vill hafa fram brúlagning stræta í stórum stíl og það tafarlaust, og—hann vill hafa lögin um sérstaka skattinn (frontage tax) útskafin. Hann vili brúleggja strætin með sandi og grjóti og gera það á kostnað bæjarins í heild sinni, en ekki á kostnað þeirra er búa við það og það strætið sem brúlagt er, og sein til þessa liefir verið þrep skjöldur og hann ókleyfur á vegi fram- fnranna í því efni, af því að fjölda manna er of vaxið að risa undir einum aukaskatti á aukaskatt ofan. En svo vill hann jafnframt gefa þeim tækifæri til að borga þennan brúlagningarskatt sem ekki eru ánægðir með macadam á strætið sem þeir búa við, en biðja um ‘fínna’, áferðarfegurra efni. Þetta er ákveðin stefna hans og all- ir sem nokkuð þekkja manninu vita að hann er stefnufastur maður, en hringl- ar ekki alt af frá einui stefnu til annar- ar. Og þessi stefna er alþýðleg stefna, hlýtur að vera það. Brúlagning kemst aidrei áfram á meðan búendurnir við strætið verða einir aðborga fyrir verkið á 15 árum. Mennrísaekki undir því, en menn risu miklu fremur undir því þó almenni skatturinn væri fyrir brú- lagningu aukinn um eitt eða tvö mills á ári. Þetta er viðtekin stefna Mr. Hutchings, en að því er séð verður er það ekki stefna hinna, er ekki o r ð i n það þegar þetta er ritað. Þó þess vegna jafnt væri á komið að öðru leyti með þessum fimm umsækjenduin á Hut- • chings atkv. skilið ítf»mur en þeir. / / A Iskinds-ferð. Eftir B. M. Long. Commercial Hotel, Leith, 9. Nov. ’93 Ég hafði hálfpart inn lofað því þegar ég lagði á stað í þessa íslands ferð, að senda Hkr. fáeinar línur við tækifæri, svo vinir og kunningjar fyrir vestan haf sæju svart á hvítu ad ég væri þó lifandi. Og svo sest ég þá niður ueð blek og blað. En biðja verð ég lesendurna að virða vel, þó það verdi hvorki langt eða lipurt, sem ég skrifa í þetta sinn, því þegar maður er að hringla hér innan um húsatröll og hávaða, er ómögulegt að hugsa neitt í samhengi. Klukkan 1 á þriðjudag 13. Okt., kvaddi ég seinustu knnuingjana á járn- brautarstöðinui í Winnipeg, settist síð- an inn í vagn og lestin brunaði á stað áleiðis til Atlantshafsins. Þegar óghafð. setið þar stutta stund, hugsandi bæði þarft og óþarft, kemur þar krossaður Posiíively Cures COUGHS and COLDS iu a surprisingly short time. It's a scl- cutilic certainty, tried and true, soothing und beaiing in its effocts. W. C. McCombkr & Sort, Bonchette, Que., re'*ort In a lotter that Pyny-Hectoral curea Mn$. 0. úíirtuau of chronli: rold In and bronchial tuh'N. and aiso curoil W. G. McComber ot a lwii,'.*tanúin, cold. J. II. IIltty, Chcmíst, 528 VonRc St., Toronto, writes: “ Asageuoral «x>u<;h and Iuiiíí »yrup Pynr- rec^»i:t! i» a most iuvaluabla prepur^íion, lt haa glven tbo utinnnt »aii»facti»n to a!l who have tri««l it. rnauy havlng ■pok.cn to me of the beiwfita d»*iivcd froni it» u$e ln thuir iauiili^*. it \* Hfiitabte for old or yonnir, b* ing plenaant to tho t:i»te. Its »:i »0 wlth !»» Iias b*»:n wonderful, hiuI I i' in alway* rrcominend it as a tufo and íeiiuble cough ruedicine. *' lai'KC Uotflc, 23 Ctl. & LAWRENCE CO. Solc Proprietors Montkeal e @ 9 O © O & 0 9 9 \Ralief for* °Trozibles © L a« B*T3ON and rvll 1 OlftKAS£», riKG OF OLOOO, © COIÍOÍf, lOftíi OF A1*PKTXTS» DJ'i'.itLiTV, »M*m-Ct4 of tftiia artdclc are uioet cds.uifetu. Q By tl.ei.id ofTl'.e “rr. /i Eniuision. I havegmt Q rid of u h.rckiu* coiutb whi< b had troubied mefor »v**r a yenr, aud i»*v** gAluud «‘.<*iisideiubly ir» • wevlit. I lihod thia l*.Tniil>i»n 30 wcd I wa» glad qk wlitu iho ti.ue caitio arouinl Lo take ít. q T. H. WIJÍG HA M, C. E., Montreal ^ '(k’. íuiil »1 pcr ® DAVI3& IAV7RtM.CE CO., tTJ., Mohírsal © Ö © ® o © © © ©ooo© kaþólskur prestur og sest i sætið hjá mér; ég ætla ekki að segja af því; við fórum þarna út í guðfræði og gapaskap og létum ganga svo til kvölds, að klerk- ur fór inn í svefnvagn til að sofa en ég sat eftir, því ég brúkaði sætið mitt bæði ;yrir setustofu og svefnhorbergi. Lestin hélt áfram og gamli brúnn blés mæðilega, en fékk þó ekki að stansa nema svo sem eina rnínútu á hverri vagnstöð, þar til á miðvikudags- morguninn ki. 6 að við komum til Fort William, þar var stansað í 15 mínútur, svo var ekki að kalla staðið við aftur fyrr en í North Bay, þar aðrar 15 mín. og á fimtudagskvaldið kl. 6, komum við til Ottawa og þar var stansað í 10 mín. Kl. 8 um kvöldið komum við til Montre- al, eftir 55 tíma ferð frá Winnipeg. — Að segja mikið af landinu á leiðinni, er naumast hægt, það hverfur sjónum manna hvorutveggja jafnfljótt, Mani- tóba o'g slétturnar. Eftir það sér mað- ur lítiðaunað en hraun og hæðir, gil og gjár, og grannar skógar hiíslur, þar til kemur austur undir Ottawa. þá fer landið aftur að verða fagurt og frítt, enda finst þar valla blettur óbygður. Á föstudaginn fórum við Mr. Pa-il- son um borgina eins mikið og tíminn leifði. Borgin er stór og húsin há, og hellulagðar götur en sumsr hefðu göt- urnar þótt mjóar í Winnipeg. Um daginn kviknaði þar í sexloft- uðu húsi, og varð þá mikið hark og háv aði, þvi margt var af manninum, og allir vildu komast sem næst. En sá ó- fagri leikur lyktaði þannig, að eldurinn varð slöktur. en 4 eldmenn létu lifið; féllu niður um þakið og ofan í eldinn. Um kvöldið fórum við um borð í Allanlinuskipið “Laurentian en sigldum þó ekki á stað fyrr en kl. 7 á laugar- dagsmorgunin og kl. 6 um kvöldið kom- um við til Quebec. Er það mjög skemti- legt að sigla um bjartan dag eftir fijót- inu, því landið er víða fallegt á báðar hliðar, og þéttbygt í meira lagi, en mör§ eru heimilishúsin smá. Ekki komum við á land í Quebec og fórum við þó ekki þaðan fyrr en kl. 9 á sunnudagsmorgun. Ég dáðist ekki að neinu i Quebec, sem ég sá af höfninni, nema varnar- virkinu og þeim byggingum öllum þar uppi í hömrunum. Ég hef ekki trú á því, að Quebec yrði fljótt unnin af sjó. A skipinu voru að eins 23 ferða- menn, 9 á fyrst plássi en 14 á öðru. Þar að auki voru á skipinu 360 uxar frá Manitoba nlfaruir til Englands. En það gurir nú iiiiust til, því Mr. Paulsonhefir í hug nö bæta Mauitoba þaö upp aftur á næsta sun.ri, elki roeö uxum sarot, injldur Islendingúiu. Jæja, við sigldum sunnudngiun, mánudaginn’og þriðjudaginn svo að við sáum alt af land þar til kl. 10nm kvöld- ið að við sáum seim'st Ameríku, — Ný- fiindnaland, á hregri bönd en Labrador á vinstri, — og var þá eins og ég sanrx* aði vinar. Þessa þrjá daga höfðuin v'ð haft gott veður og sléttan sjó. og sama veður höfðum við í næstu þrjá daga eða þar til á föstudagskvöld (23. Okt.). Þá kom á móti okkur stormur og stórsjór, svo að gekk yfir þetta litla(!) skip, og það hélst svo áfram þar til á þriðjudags- kvöld kl. 2 að við komum til London- derry á írlandi norðanverðu, og var þar að eins staðið við til að senda póstinn í land og svo haldið áfram. Var þá tals- vert far'ð að lygna og stórsjórinn að minka. Við Mr. Paulson vorum næst- um fullhraustir alla leiðina yfir hafið enda er "Laurentian” ágætt skip og að öllu leyti var farið mjög vel með okkur á leiðinni (þökk sé þeim fyrir það). Kl. 8 á þr'ðjudagskvöldið (27. Okt.), komum við til Liverpool og fórum þar af skipinu eftir 11 sólarhringa dvöl á því. Á innsiglingunn til Liveryool þótti okkur verst að það var orðið dimt svo við gátum ekkert séð nema ljósa- raðirnar á landi, sem við sigldum fram hjá mílu eftir mílu. I Liverpool vorum við í fimm tíma; þá tókum við eimlest- ina til Glasgow um nóttina og komum þangað kl. 7 á miðvikudagsmorguninn, og þó við værum þá hálfsifjaðir, var nú ekki farið að sofa, því nvi var timinn ekki gefinn, en margt að sjá, enda not- uðum við hann eins vel og við gátum. Við vorum þar þann dag ojjs næsta dag til kl. 6. en með því að það var sá 29. en “ Vesta” átti að sigla frá Leith upp til Islands þann 30., þá var nú ekki til set- unnar boðið, svo við settum austur til Leith urn kvöldið og með alt okkar dót um borð í ' Vestu”. En þá fór nú held- ur að fara af gamanið. Vesta var þá 14 daga á eftir tímanum; var rétt komin Vondur forboði haustveðurs. Þúsundir manna eru lafhræddir við kvef þegar "etrarkuldinn kemur. En kAefið geta menn fyrirbvgt með töfraafli Dr. Agnews Cathar- rahl Powder. Þetta er engin euðfræðiskredda þó að furðu djúpt kunni að sýnast tekið í ár- inni. Helstu menn Parlamentisins á Englandi, fremstu klerkar í bysknpa- kyrkjunni,pre8bytera methodista, bapt ista og kaþólsku kprkjunnar hafa vott- að um ágæti lyfs þessa. Mr. John Mc Edwards, hinn alkuntii féhirðir á Cana- dian Pacific skipinu Arthabaska er einn af þeim, sem læknuðust af sárum kvöl- um kvefs við notkun lyfs þessa. Hann er góður drengur og mannkærleikamað- ur osr hefir mælt með því við alla þá sem þjáðir eru. B.vggið fyrir kvefið með því að hafa meðalið við hendina. frá íslandi og átti oftir að fara til Khafnar. Við máttum gera svo vel að setjast hér að (og hér sit ég enn). Dag- inn eftir kom "Laura” frá íslandi langt á eftir tímanum — með allar fréttir frá Frónin>t okkar gamla; háska srijó og harðindi, hreint yfir alt. Það fenti fé og fórnst fyrir giftingar og guð veit hvað hefir gengið á! Kapteinninn á “Laura” sayðist aldrei hafa fengið eins vondan sjó á öllum sínum ferðura upp til Islands. Aftur talaði ég við kapt. á “Thyra”, sem kom bingaðfrá Islandi 5. þ. m. Hann sagðist hafa fengið á" gætt leiði alla leið frá Seyðisfirði og hingað. — Nokkrir íslenzkir farþegjar vora með öllum þessum skipum á leið til Khafnar í ýmsum erinda gerðum. Já hér sit ég og sóa tímanum, ekk1 í yðjuleysi sarnt. því ég er þreittur á' hverju kvöldi. En arðurinn er að eins sá, að maður sér alt af eittnvað nýtt. Ekki þreytist maður af því að maður þurfi að kafa í for, því liér stígur maður aldrei af steini. Hér er alt bygt úr steini: hús. götur, bryggjur. brýr og bágt að víta hvað margt. Borgirnar hérna eru stórar og margt í þeim fagurt og full- komið, en mig undrar hvað sumt af fólkinu er sóðalegt, hvað það er skitið! Maður hefir fulla ástæðu til að hugsa sér að það hafi aldrei þvegið sér, síðan það fór úr laugartroginu ! Ég kenni mest í brjóst um blessuð litlu börnin, sein eru svo þakin í skít á ölluin tímum dags, að maður á engan kost á sjá hyort hörundið er hvítt eða svart. En svo er hér iíka nóg af hvítum lierrum með háa silkihatta. Það dylst engum sjáandi manni, að auður og fátækt er hér á miklu meira mismunandi stígi en fyrir vestan haf. Skotar hér eru stoltir af stórborgum sínum, þó einkum af Edin- burgh; það er sama orðtækið hjá þeim öllum, þegar maður er að tala við þá um byggingarnar hérna: “Hefirðu komið til Edinburgh? Þar sérðu þá fegurstu borg sem til er í brezkaríkinu”. Svo einn góðan veðurdag tók ég eimlestina til Edinborgar, sem ekki er nema 15 mínútna ferð með North Brit- ish járnbrautinni og kostar 1 penny (2 cents). Einkennilegt við þá braut hér á milli er það, að hún liggur meiri part- inn undir jörðunni, og þegar maður kemur á brautarstöðvarnar í Edinburgh gá er maður niðri í gili og þarf því »ð ganga upp steinstigá (því alt er úr steini), 82 tröppur, þar til að maður kemur upp á Princess Str., sem er aðal- gata borgarinnar. Það fyrsta sem mað ur rekur augun í þegar maður kemur upp úr stiganum, er brons líkneski af Wellington í fullri stærð ríðandi þar ú ekkert smáum hesti, sem sýnist í þann vpginn að stökkva oian yfir manii, og 11 liioa liöudina er niarmava ín.vnd af Sir 'ð'nlter Scott, sitj.uiili þar a niiirmuia tTÖppum og feikna i>*óf tm 11 yfir. se n ganga má uþpí topp á. f.vrn finU horg- un. Rótt þar hijá siaiudá 1 v.V Iiihs, nnn- aö er málinyiifilia st.ofa, eu rr.tl er likrt eskjasafn. Af því það var fimtndagni. fékk ég að fara frít tgegH'.m «>.* •’>: i-'.-.-i hús. og er þar inargt Saguri wk aö syi Ok ekki ell nyrt. Euglendingar og Skotar í Wiunipeg höfðu sagt mér, að Princess gata i Edinb. væri álitin að vera fallegasta borgargata í Evrópu. Ég hugsaoi mér því að ganga hana áfram og gerði það líka. Og það var nóg til að sannfæra mig um að satt mundi mér hafa verið sagt. Það næsta sem vakti eftirtekt mína var húsatröll upp á háum klettum í suðurhluta borgarinnar. Ég spurði ná- ungann og hann sagði mér að það væri Edinborgar kastalinn. Ég lagði þvi af Dauði af köfnun. Lág við að illa færi ef ekki heföi verið við hendina Dr. Agnews hjartveik- islyf. Undarleg saga uin frú eina i Norðvesturlandinu. Ætið skyldu menn óttast þaðaðdeyja af köfnun og er það eitt af vanalegum áhrifum hjartveikinnar. Frú J. L. Hiller frá Whitewood. N. W.T., var svo nær dauða komiri af þessu sem hugsan- legt var. Hún segir frá söcunni á þessa leið : “Eg þjádist mjög af hjartveiki og kvað svoramt að því, að ég þorði ekki að sofna eða leggjast út af af ótta fyrir köfnun. Ég reyudialla læknana í grend við mig en þeir gátu ekkert að gert, En þá réð lyfsali einn mér að reyna Dr. Agnews hjartveikislyf. Ég reyndi það og batnaöi undir eins svo að mér hafði aldrei jafnvel liðið, og er ég hélt áfram að brúka meðalið, hvarf sýkin algerlega Það er ekki of sagt að segja að það hafi bjargað lifi mínu.” stað yfir þangaö, en af því að ég var ein- samall og ókunnugur, en vel hægt að villast, þurfti ég að fara gætilega og gá að mörgu. Þegar ég kom upp undir kastalann, kom til rnin gamall öldungur með krossum og titlum og kvaðst vera reiðubúinn til að fylgja mér i gegnum kastalanu og segja mér sögu bans ef ég vildi. Jú, það þáði ég, og lögðum við á stað í gegnum fleiri dyr sem öllum er lokað með ákafiega stórum og sverum járnhurðum; eftir það komum við irin á stórt syæði þar sem fallbyssum er rað- að hringinn í kring og ekki öllum mjög smáum. Karl þuldi og bar ótt á, því sagan er löng, en ég horfði og hlustaði, og þegar karl hafði sýnt mér alt úti, fór hann inn með mig. Fyrst í verelsi drottningar Marju. Það er lítið og skrautlaust, nema gullkóróna kerlingar- innar, sem liggur þar á fiossessu. Mér datt í hug að hafa hettu skifti, en samt varð ekkert af því. Næst fórum við inn í vopnaskála og er þar roargt að sjá, — vopn af öllum sortum og tegundum, á ýmsum aldri, og svona gekk það þar til alt hafði mér verið sýnt, sem sýnt er aðkomandi mönnum til kastalans. Þennan kastala var byrjað að byggja á miðri 14 öld. Hér í Edinburgh eru 24 skemtistað- ir, sem maður getur fengið að sjá, og suma frítt á sumum dögum vikunnar. Á morgun ætla ég að sjá “College Mu- seum”, því þeir guma mikið af því safni hér. Ég vonast eftir Vestu þann 12. eða 13. og verður þá ferðinni haldið áfram. “Seinna mun ég segja þér svona hvernig líður mér i harðindunum heima . . ” I guðs friði allir, allar og öll. Æðahnútur læknast á 3—6 nóttum. Dr. Agnews Ointment læknar allar teg- undir ædahnúta á 3—6 nóttum. Undir eins.og á er borið linar manni. Renni blóð’úr æðahnútnum er það óviðjafnan- legt. Það læknar líka Tetter, Salt Rhe- uin, Eczema, Barbers Iteh og yfir höf- uðöil útbrot önnur á hörundinu. Kostar 35 cents. Frá löndum. MINNEOTA, MINN. 19. NOV. ’9G (Frá frétraritara Hkr.) Tlðnrfar. Fyrripart þessa mánaðar vai wðiáitit fremur óstöðug, snjórkom töhitpi ður (2 [i»ml. djúpur) en tók upp af*iii-. »11 svoer Imitiu nú aftur farinn að stijóa. A'inir. Mttvgir hafahér orðiðseinir »teð anitir síimr, mais-korn er hjá ýms- n.» .'lti 11 á akri enn ; þegar gott er veð- »r sér tnaöor enn alivíða gráa reykjar- stróka upp úr þreskivélunum. Yerzlun. Hveiti hefir komist hér í 70c.; grísir hafa dálitið stigið í verði ; menn búast við að naut muni innan skamms stíga í verði, því tala þeirra hefir mjög svo fækkað hór í Bandar. á þessum síðustu árum. Þá er nú kosningastríðið um garð gengið og hitinn farinn að réna, þó eru dylgjur allmiklar enn með ýmsum. Minneotamenn senda nú í vetur fleiri nemendur á búnaðarskóla sinn en nokkru sinni áður. Þangað hefir vist enginn Islendingur koinið enn. I KISTUR k Llungnaveika mannsins eru máske ekki Feins fullar og hann vildi hafa þær Dóttir min, seytján ára að aldri var mjög heilsulítil, lungun voru altaf veik og stöðugur hósti þjáði hana. Loksins gáfum við henni Ayers Cherry Pectoral, og þegar hún var búin úr þremur flöskum, var hóstinn alvóg far- inn. Hún er við ágæta heilsu * £eins fullar og íiann viidi Bata þær. en -jRrv^T'-jnrvjg-'^Tr-ÍK^r-sRrWW'W.f' f hann er hygginn, þá yfirgefur hann kistur sínar um stund og hugar um heilsuna. Hóstinn, sem í fyrstu ger- ir lítið vart við sig, er eins og lítill hellusteinn i fjallshlíð. Hann sýnist lítill og þýðingarlaus þangað til litil mús kemur við hann og veltir hon- um af stað. Steinninn hleður utan á sig snjónum og loks verður hann orsök í snjóferð sem getur sópað burtu heilli borg. Hættulog sýki byrjar oft með litluin'hósta. Ef byrjað er í tíma, má lækna all«n hósta með Ayer’s Cherry Pectoral. * Þetta vottorð er alt í Ayers “Curebook” ásamt mörgum fleiri n’send frítt frá J. C. Ayer Co„ Lowell, Muss.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.