Heimskringla - 14.01.1897, Blaðsíða 1

Heimskringla - 14.01.1897, Blaðsíða 1
NR.~9r*$ , C,rf •►V .<£ * XI. ÁR. Heimskringla. WINNIPEG, MAN., JANtJAR. 1897. FRÉTTIR. DAGBÓK. FIMTUDAG 7. JAN. Canada-kolin bezt. Samkvæœt ný- útkominni skýrslu frá Bandaríkjastjórn nm gæði kolategunda, sem reynd hafa verið á herskipum Bandarikja á tímabil- inu frá 1883 til 1895, er mest brenniefnj og minst aska í kolunum frá Canada- námunum i Klettafjöllunum skamt fyr- ir vestan Calgary í Alberta. Samskon- ar skýrsla kemur og frá formönnunum við horskipastöðvarnar og hergagnabúr- in í New York og Navy Island, þar sera reyndar hafa verið flestar kolategundir. 325 þúsund manns hafa flúið burtu úr borginni Bombay á Indlandi vegna “plágunnar” sem þar gengur. Hafþráðúr Canada og Ástralíu. Nefndin sem setið heíir við að ræða það mál, helir nú lokið starfi síuu og sent Chamberlain útríkiastjóra Breta. IJað er leyndarmál enn hvað nefndin segir, að undanteknu því, að hún vill fá haf- þráðinn lagðan tafarlaust, að sagt er, og að aðalþráðurinn verði hvergi lagður á land nema á lanáeign Breta. • En kvísl af þræðinum er sögð fyrirhuguð til Hawaieyja. Þráðurinn er sagt að muni kosta um 10 milj. dollars. Cecil Rhodes, Afriku-konunginum, var haldin veizla í Cape Town nú ný- lega og í ræðu við það tækifæri sagði hann margt það sem veldur umtali síð- an. Gamli Kruger í Transvaal segir síð- an, að með þeirri ræðu hafl hann hindr- að samlag sinnar stjórnar og Breta. Enda vinum Rhodes í London lízt eng- an vegin á ræðuna. Nunnuklaustur brann i Quebec-fylki i gær og fórust 7 nunnur í eldinum. California-menn vilja fá verndartoll á aðflutt aldini. Segja nldinarækt ó- mögulega með nokkrum ávinningi eins og nú er. FÖSTUDAG 8. JAN. Eftir fregnum frá Spáni að dæma þakkar nú Spánarstjórn fyrir, ef Banda- rf)'.jastjóm vill hliuipa. r r.'lir bí.gga og reyna að stilla til friðar á Cuba með ó- tvíræöum loforðum um gagnlegar stjórnarbætur. Utanríkisstjóri Spán- verja hafði í gær átt langt tal við ráð- herra Bandaríkja á Spáni, um þetta mál og ekki dulið það, hann yrði feginn mill- göngti Bandarikja. Hafði hann minst á umtaiaðar stjórnarbætur og er ráð- herra Bandaríkja lét lítið yfir þeim, var hann spurður ráða. Róði hann þá Spán- verjum aðlofa Cubamönnum fullu sjálf- ræði í þeirra sérstöku málum, m. m. Fregn um þetta sendi hann svo Olney, utanríkisstjóra Clevelands forseta, or lýsti ánægju sinni yfir. Auk annara hörmunga á Cuba er nú bólusóttin komin upp þar. Geysar nú um vesturenda evjarinnar, — Pinar del Rio-héraðið. Þegar siðast fréttist hafði hún lagt 400 manns í rúmið. Það er sízt að undra þó Spánverjar séu um það bil að knékrjúpa fyrir Cleve- land og biðja hann að miðla málum. Þeir geta að sögn ekki fengið nýtt lán til að halda áfram stríðinu og verða að sögn gjaldþrota alveg eftir tyo til þrjá mánuði. Ontariomenn hafa með frjálsnm sam- skotum gefið $15 þúsundir til styrktar nauðlíðaudi Armeníumönnum, Efrideild Bandaríkjaþjóðþings kvað vera hlynt því, að Inter-national-fundur verði haldinn til að ræða um gull og silfur löggjöf. Transvaal-stjórn heimtar $10milj. sem skaðabætur fyrir áhlaup Jamesons í fyrra. Bretastjórn verður sendur reikningurinn. Þrátt fyrir regnið sem afstýrði VKITT HÆSTU VHRÐLAUN A HEIMSSÝNINGUNN DR BASflNG PflWMR 1Ð BEZT TILBÚNA óblönduð vinberja Cream of Tartar powder. Ekkert áiún, ammonia eða önnur óholl efni. 40 ára ’-eynslu. hungursneyð á Indlandi að miklu leyti, eru þar samt 750 þúsandir manns, sem ekkert hafa á að lifa nema það sem stjórn Indlands hjálpar þeim um. LAUGARDAG 9. JAN. Þrátt fyrir alt umtalið um aftur- köllun Weylers herstjóra á Cuba, þykir nú sannfrétt að hann sitji kyr, — að Spánarstjórn hafi eins mikið álit á hon- um nú og nokkru sinni, en það er að þakka viðtökunum sem hann fékk í Havana um daginn, eftir herferðina um Pinar del rio héraðið. Fregn frá Washington segir að inn- an viku sé von á nefnd manna frá Ca- nadastjórn til að ræða urn tolljafnaðar- samning við leiðtoga repúblikana. Er sagt að John Charlton verði formaður þeirrar nefndar, og sagt ennfremur, að nokkru síðar muni bæði Lanrier og Sir Richard Cartwright koma til Washing- ton nefndinni til hjálpar. Ríkiskona í Chicago var í gær nörr- uð frá heimili sínu og rænd 1300 dollors virði af gullstássi og gimsteinum. Skömmu síðar fannst hún meðvitundar- laus, en ræningjarnir komust undan. Nýdáinn er í Montreal Sir Joseph Hickson, 66 ára gamall. Hann hafði verið aðalráðsmaður Grand Trunk fé- lagsins í 21 ár, frá 1874 til 1895. Þegar hann tók við stjórn félagsins átti það ekki nema rúmlega 1300 niúur af braut- um, en þegar hann skildi við það, voru brautarmilurnar orðnar nærri 4000. Þá hafði hann og nýlega lokið við jarð- göngin miklu undir Detroit fljótið. Ríkisstjórnin í Georgia hefir með sérstökum lögum lagt öll einveldisfélög í því ríki í rústir. Lögin gengu í g'ldi 23. Des. síðastl. og í gær gafst siðasta einveldið upp, — treysti sér ekki að stríða gegn lögunum og hætti að vera til. Hazen S. Pingree, hinn nýi gov- ernor í Michigan, vill láta rikisþingið fyrirbjóða öll flokksþing, eða útnefning arfundi, — segir að ekkert nema illt ftandi af þeim, mútur og allskonai hrekkjabrögð. Ilann vill og að þingið fyrirskipi 2 centa fargjald fyrir hverja mihi vecar með járnbrautum innen rik- isins. Spænskt herskip með fallbyssum og öllum útbúnaði er nýfundið í jörðu í Minnesota, í dalverpi með fram sam- nefndri á, er fyrrum var stórfljót og skipgengt. Þuð er álitið að þetta skip só frá 1600 eða um það leyti, — að það hafi siglt upp Mississippi og af því upp Minnesotafljótið. MÁNUDAG, 11. JAN. Samningurinn um sáttarétt til að útkljá ágreiningsmál rnilli Breta og Bandaríkjamanna var fullgerður á laug ardagskvöldið, — breytingar allar tekn- ar til greina, sem gerðar voru á fyrsta uppkastinu. Samningurinn er tvíritað- ur og er eitt afritið nú komið af stað til Englands fyrir stjórn Breta að stað- festa. Hitt atriðið verður lagt fyrir þjóðþing þessa dagana, í sáttaréttin- um sitja 3 hæstaréttardómarar Breta og 3 hæstaréttardómarur Bandaríkja. Samningurinn verður í gildi 5 ár frá því hann er staðfestur. Að undanteknum þrætumálu.n út af Venezuelaþrætunni og Behringssundsþrætunni, hefir þessi sáttaréttur úrskurðarvald í öllum þrætumálum nú á dagskrá, eða sem upp kunna að koma milii rikjanna á þessum 5 árum. Undanþegin eru og öll mál sem suerta heiður annarar- livorar þjóðar eða æðsta ráð þeirra. Auglýst er að á næsta Dominion- þingi verði beðið um leyfi til að byggja svo nefnda Winnipeg, Duluth og Hud- sonflóabraut, frá landamærum Mani- toba, um 20 mílur fyrir vesta.n Skóga- vatn til Winnipeg, þaðan vestanmegin Winnipegvatns norður á móts við Mikley, þá austuryfir vatnið um Mikl- ey °ít Blackey og áfram þaðan norður beinustu leið. Því miðurer þessi braut ekki komin nema á pappírinn enn, annars væri hún ósegjaplega mikils virði fyrir Ný íslendinga. — Þá er og auvlýst að beðið verði um leyfi til að hyggja járnbrant frá Belmont (í Ar- gyle nýlendu) vestur til Lethebridge og vestur þaðan um Hrafnahreiðursskarð í Klettafjöllum alla leið til Kyrrahafs. Það félag nefnir sig Manitoba & Pacific Ry. Co. Hvítir menn réðust á 6 Japaníta á búgarði í California, festu snöru um háls þeirra og hengdu þá upp um grein- ar á tré og létu þá hanga þangað til þeír voru nærri dauðir. Þetta gerðu þeir hvað eftir annað, en lífguðu þá við á inilli. Þeir hótuðu að gera slíkt hið sama við eiganda búgarðsins, ef hann héldi sér ekki í stilli. Það er sagt, að Ma.vimo Gomez, vfir herstjóri Cubamanna, hafi ritað vinum sínum í Bandaríkjum, að Cubamenn geti ekki lengur haldið áfram uppreist- inni. En svo er þess að gæta, að fregn þessi komur frá Spáni. Hungursneyðin á Indlandi er nú sögð miklu meiri. en af hefir verið lát- ið. Er sagt því til sönnunar, að í einu ákveðnu héraði hafi nú þegar fallið úr harðrétti umOOOO manns. ÞRIÐJUDAG 12. JAN. Sáttaréttarsamningurinn var lagð- ur f}’rir efrideild þjóðþingsins i gær, cg fylgdi vel ritað ávarp frá Cleveland fo.'- seta, þar sem hann lét í ljósi þá von, a'j samningurinn yrði viðtekinn. Efri- doildarþingmenn allir, sem mintust ■> málið, tóku því vel, en sögðustekk' geta sagt neitt ákveðið, af því þeir hefðu ekki enn lesið samninginn. 10 eða 12 breskir þegnar hafa verio myrtir á vesturströnd Afríku, auk margra svertingja í þjónustu þeirra. Indíánar í norðvesturhluta British Columbia-fylkis láta ófriðlcga og óttast hvítir menn nyrðra þar, að uppreist sé i vændum. Það er búist við að hermanna- flokkur verði sendur norður tafarlaust. Tekjuhalli Rússa á síðastl. ári er á- ætlaður nærri 73 milj. dollais. Er það tingöngu að kenna fjárveitingunum til Síberíu-brautarinnar. Senator Roger Q. Mills frá Texas lét heyra til sín i gær á þjóðþingi, á- hrærandi Cubastyrjöldina. Ef forset- inn hefði breytt rétt, hefði hann í á varpi sínu átt að skora á þingið aðleyfa sér að senda herskipaflota til Havana og leggja virki Spánverja i rústir. — Mills var að mæla með frumvarpi sinoi um að viðurkenna Cubamenn sem sér- staka þjóð, og að veita $10,000 sem laun Bandaríkjá ráðherra í Cuba lýð- veldinu. Ráðherra Þjóðverja í Japan hefir verið kærður fyrir að berja japaniska drengi með svipu sinni, án þess þeir liefðu nokkuð til saka unnið. Er beðið að Þjóðverjar kalli hann heim aftur. Otiðmikil í Evrópu. Ofsaveður og Steyþiregn á Lnglandi og Frakkiandi. —Jarðskjálfti í Svíaríki á sunnudaginn 10. þ. m. — Skipskaðar margir við Englands strendur. Kólera barst til Englands fyrir fá- um dögum með skipi frá Indlahdi. — Skipið cr í sóttverði ogjvonað að tekið verði fyrir sýkina. MIÐVIKUDAG. 13. JAN. Lord-Mayor(inn) í London er um það að senda út almenna áskorun til fólks á Englaudi að skjóta saman fé til hjálpar nauðstöddu fólki á Indlandi. Það eru nú fyrst farnar að koma lýs- ingar af hinu hræðilega Astandi eystra. Um 800 menn sem hafa bankastörf á hendi, eða önnur áþekk, komu saraan á fundi í.Indianapolis í Indiana í gær, til að ræða um fjárhagsmál landsins, bankafyrirkomulag o. s. frv. Olney utanríkisstjóri Bandaríkja situr nú við að búa út samning uin stjórnfrelsi á Cuba með ráðherra Spán- verja í Washington. Sem stendur virð- ist því að farið sé að bjarma fyrir frið- ardegi á Cuba. Eyöilagt starf. Fékk ekki hinn rétta lit. Hví ertu að vinna fyrir gýg? Hví ertu að reyna að lita bómull eða bóm- allarkendan vefnað með vanalegum lit- um, sem búnir hafa verið til fyrir ullar- vefnað? Það er raunar ekki eingöngu þérað kenna sjálfum. Verzlunarmaðurinn, er seldi þér litinn og sagði þér að hann væri jafngóður fyrir ull sem bómull, er maðurinn sem ábyrgðina ber fyrir það að liturinn mishepþnaðist. Hann seldi þér ónýtan lit, af því hann hafði hagn að af þvi. Ef að þú hefðir keypt Diamond Dyes, sem sérstaklega eru gerðir fyrir bómullarvefnað eða bómullarkendan, þá hefði verkið að lita verið vel gert og varanlega. Þessir sérstöku ■ bómullnr- litir úr Diamond Dye eru hinar nýjustu uppfindingar beztu efnafræðinga heims- ins og eru miklu betri en nokkur annar litur á bómullarvefnað. Sterkir Diamondlitir fyrir bómull þola vel ljósið, og ef að þú liíar með þeim gólfdúkana og djTadúkana þína, þá verður þetta eins litfallegt eftir fleiri ára slit, sem hinir dýrustu gólfdúkar, er þú getur rengið. Ef þú þarft aðl ta bómullarvefnað eða bómullarkendan. þá biddu um sterkan Diamond Dye for Cotton. og taktu engan annan lit. Frá löndum. MOUNTAIN, N. DAK., 5. JAN. 1897. Uoðilegt nýjár til allra lesenda Hei.iskringlu. Tfðin hefir verið hin ákjósanlegasta gegrum allan Desember. En svo brá með nýárinu; 2. Janúar var hríð og stonaur og frostharka, sem hélst við þar til aðfaranótt þess 5. Er nú meiri snjót á jörðn. en elztu menn muna um þenna tíma. Búfræðisritin eru að kenmé það, að mikill snjór sé á við góðan á- burð íyrir akrana, eiukanlega þar sem snjóiinn féll á ófrosna jörð, eins og síð- astl. haust, og er óskandi að á þessu nýbyrjaða ári reynist þessi kenning þeirr i sönn. Keilsnfar manna á meðal má heita gott; h.unkomur hafa verið með minsta móti þetta haust. Kvennfélagið hafði eina stmkomu i haust, svo hefir heyrzt að þ;.d sé að koma í gang, að Sigríður Eyjaijarðarsól verði leikin innan skamms. Bræðrfélagið Thingvalla Lodgo nr. 25 (of the A. O. U. W.) hafði opinbnra skemtisamkomu og dans þann 17. I>*- ember í hinum nýja samkomu- sal ytir búð þeirra Johnsons & Reykja- lín, som var bygður að tilhlutun þess félags.síðastl. haust. Tfiingvalla Ixidge var stofnað hér fýrir hálfa öðru ári síðan með 21 með- liin, en nú eru fólagsmenn óðum að fjölga. Það er vonandi að áður margar vikur líða verði allír sem aldur og heilsufars vegna geta orðið meðlimir í þessu byggðarlagi, og með því fengið lífsábyrgð, at coat, fyrir $2000, sem er borgað til þeirra sem lífsábyrgðarskjal- ið er^jtýjað til, strax og meðlimurinn deyr. Lifsábyrgðargjaldið í þessu fó- lagi er svo lágt, að allir geta verið með í fólagsskapnum. Það sýnist ve>a sið- ferðisleg skylda hvers eins að sjá svo um, ef hanu mögulega getur, að fjöl- skylda hans, eða þeir sem liann hefir fyriraðsjá, þurfi ekki að fara á vonar- völ, þó að þeirra sjálfra inissi við. Vér trúum ekki að sá maður fari til himna- ríkis, sem af vanrækt eða öðru skilur við sína i örbyrgð. Á jóladagskveldið messaði séra Fr. J. Berg nann í kyrkjunni á Mountain, (t svo^var jólatréssamkoma A eftir itidssú; ■ ar"ljolcli ióIks samankomin og talsvert af gjöfum útbýtt. Skólinn byrjar með Janúar, og er kennarinn í þetta sinn ensk stúlka. f dag kemur saman þingið fyrir Norður Dakota ríkið í Bismark. Er það fyrsta þing nú um mörg undanfar- in ár, sem íslendingur hefir ekki setið á. Það er vonandi að landar láti það ekki koma fyrir aftur við næstu kosn- ingar, þvi þeim er alhægt að koma sin* um manui að í hvert sinn með dálítilli fyrirhyggju og samtökum. S. Guðmunðsson. / Isjands-fréttir. Eftir Austra. Seyðisfirði, 30, Nóv. 1896. Húsbruni. í gærkveldi brann til kaldra kola á klukkutíma verzlunar- eg ibúðarhús Konráðs kaupmanns Hjálm- arssonar í Mjóafirði, og varð litlu sem engu bjargað af vörum eða húsmunum, en manntjón varð eigi. Málaferli. í dag lét ritstjóri Austra birta verzlunarstjóra Þórarni Guð- mundssyni landsyfirréttarstefnu í út- burðarmálinu, til ónýtingar útburðin- um, skaðabótar og málskostnaðar. Tíðarfar nú hið bezta. Fiskiafli er nú hér góður. 9. Des. Strand “Gránu” á Suðureyjum 17. Október síðastl. Útdráttur úr bréfi skipstjóra L. Petersens til kaupstjóra Chr. Havsteen, dags. Suðureyjum, 23. Okt. 1896. “Þér munuð hafa fengið að vita það hjá stórkaupmanni F. Holme, að nú er “gamla Grána” strönduð, sem er mér hið mesta sorgareíni, því mér þótti undur vænt um skipið, en þakka þó guði fyrir, að hann frelsaði mig og alla skipshöfnina úr þessum mikla lífsháska er ég nú skal leyfa mér að skýra yður nokkuð nákvæmar frá. Snemma á laugardagsmorguninn þann 17. Okt. sneri vindurinn sér og kom á norðan, er varð bráðlega að full- komnu hvassviðri með ákaflega háum brotsjóum af norðvestri. Kl. 7J brotnaði bugspjótið efst, og urðum við að höggva það frá okkur, svo að skipið brotnaði egi að framan. Kl. 6 um kvöldið fengum við hinn voða lega brotsjó yfir okkur, er limlesti alveg vesalings Gránu, og sópaði öllu á stjór' borða yfir borð, eftir að hafa brotið það og bramlað, brotið borðstokkinn á tveim stöðum og brotið stýrishúsfð. Þá brotnaði líka alveg borðstokkurinn á bakborða, tók út báða bátana, og mat- arílátiu öll þeim megin og 4 tunnur af fiski, sem ég Atti sjálfur. Þá fylti ká- etuna og hásetarúmið alveg af sjó. Stói seglisbómuna braut í sundur, en segl rifnuðu til agna og sömuleiðis "stag- fokkan” og fleiri segl, er við reyndum að setja upp, táðust í sundur í ofviðr- inu, svo gamla skinnið hallaðist svo mikið, að ljósberafjölin öðru megin var niðri í sjónum; og verð ég að játa það, að þá ætlaði ég eugum okkar líf,er vor- um um borð, og bað þá mína síðustu bæn (er ég þá hélt að mur.di verða) til hins algóða hitnnaföðursins fvrir mér og veslings konunni minni og börnun- um minum smáu. En þá rak skipið i land úr öllum þessum ósköpum, og við héldum allir lifi. Þegar hinn voðalegi brotsjór reið yfir skipið, fékk ég mikið högg á lífið, svo ég gat varla staðið og er enn lasinn, en mest þjáir mig svefnleysi og sorg yfir að hafa mist miLt kæra skip, mína kærn "gömlu Gránu”, sem ég hafði nú siglt með í 17 ár, og má aldrei hugsa svo til, að mér vökni eigi um augu. Við erum hér á lélegri bóndabæ, en almonnt gerist á Islandi, sem allur lek- ur og streymir yfir okkur. En fólkið vill alt fyrir okkur gera, sem það getur og er ógn gott við okkur, en er hrætt um að óg ætli ekki að friskast, sem ég vona þó að verði með guðs náð, svo kona mín og hin ungu börn mín verði eigi forstöðulaus, og fyrir þá von þakka ég góðum guði. Ég veit það aðGrána var ekki eins heppin 1 siglinguin í ár og vanalega, en óg get hvorki kent inér um það eða strand hennar, og hefi góða samvizku yfir því, að hafa gert skyldu mína sem» skipstjóri A gömlu kæru “Gránu”. Ég vil nú leyfa mér að biðja yður herra kaupstjóri. að skrifa mér um það aftur, hvort ég get haft von um að fá atvinnu hjá Gránufélaginu eftirleiðis. þó ég viti að ég hafi verið syona óhepp- inn i ár. Yðar skuldbundin vin. Laurits Petersen. Vér erum liinum háttvirta kaup- stjóra mjög þakklátir fyrir, að hann léði oss þetta bréf. "Grána” er svo nútengd verzlunarsögu landsins seinni hluta aldarinnar og tilr,<unnnum til að uaila Veikiu/ii/ia, og iwi ijoiuu nial.ua ‘ kær, er mun þykja vænt uin það að fá að heyra áreiðarlega um síðnstu afdrif hennar. Eii skipstjóri L. Petersen, er eins o_' faðiv hans og bræður, fjölda mörguin Islendingum uð góðu kunnur, sjálfsngt væri þaö mjög kært, ef hinn háttvirti kaupstjóri sæi sér mögulegt, að láta liann njóta langrar og dygvrar þjónustu viðGránufélagið. því duglegri og velviljaðri skipstjóra félaginu, en þá Petersenana, fær það aldrei. Ritstj. Með ‘Vesta’ kom hingað upp frá Ameríku, Mr. Bergsveinn Long. timb- urineistari, er hefir dvalið þar í 14 ár, og farið þar viðaum löDd, og er mikið fróður um hagi landa vorra þar vestra, og mjög skeintilegt að eiga tal við hann því maðurinn skýrir víst satt, frá hag mnnna þar vestra og segir kost og löst á verunni þar. sem nokkuð hefir viljað bresta A hjá sumum ‘apentnnum’ þar vestan að, enda fara þeir í erindum Ca- nadastjórnar upp hingað, til að tala menn upp til að flytja vestur, þar sem óhætt mun að fullyrða, að löndum vor- um líði mjög misjafnt, og fáír hafi hrept þar þá sælu, er þeir bjuggust við, og marga sárlangi til íslands aftur. en komast eigi fyrir fátæktar sakir. (Eftir “Bjarka”.) Seyðisfirði 28. Nóv. ’96. Veður gott alla þessa viku: logn og hægt frost seinni hlutann, en blíða fram- an af, svo að snjó tók víða mikið upp hór, en svo snjóaði nokkuð aftur í fyrra dag. Sömu hörkur og snjóþyngsli uppi í Héraði. Enginn fiskur og engin sild, ekki heldur á Reyðartírði. Það var smásíld sögð á Fáskrúðsfirði en enginn veigur í Norðanpóstur kom í gær og segir tiðindalaust nema harðindi um alt Norð- urland. Síld engin á Eyjafirði. Vaagen, sem við höfum hór verið að vonast eftir á hverjum degi, lá við Hjalteyri þegar póstur fór. Seyðisfirði 8. Des. Mesta bh'ðviðri alla vikuna síðustu, þýða og hlýindi svo að snjó hefir tekið mjög upp. Ákðf rigning í fyrra dag. Pöntunarfóð, sem fór með Colinu, seldist í Euglandi á 14 kr. 44 au. kindiu að meðnltali, að frádregnum kostnaði. Fi8kur nógur liér A djúpmiðum, en harðsótt þykir þangað, í skammdeginu og okki hættulaust. Síld engin. Seyðisflrði 12. Des. Þessa viku hefir verið hláka og hlý- indi, og rignt nokkuð svæsið í köflum. Orðið marautt upp eftir öllum brekkum og snjólau8t að heita má uppi í Héraði. Bætir þaö vel úr og kemur i góðar þarf- ir, því ekki mun hafa verið trútt um, að menn væru farnir að búast við að fækka á heyjunum og sutnir þesar bún- ir að ganga nærri lömbunum. Ur þessu er nú þegar bætt að nokkru og lialdi. þessu áfram um stund, verðuv það von- andi hjálp sem dugar. (Eftir “Þjóðv. Unga”). ísafirði 6. Nóv, ’96. Tiðarfar. Þýðviðri og rigningar hafa gengið öðru hvoru undan farna daga, nema norðan snjóhret 2—3 síð- ustu dagana. Aflabrögð við djúpið fremur treg nú um tíma, vegna beituleysis og ó- gæfta. Blautfisks-innlagning hefir i haust verið með minsta roóti hér við Djúp, enda hafa kaupmenn enn ekki alment hækkað verðið, síöan þeir lækkuðu það í vor. I skattskrá Isafjarðarkaupstaðar. sem samin var i haust, eru skattskyldar atvinnutekjur verzlunarmanna hér á Isafirði taldar, sem hér segir : Á. Ásgeirssonar verzlun 10,000 kr; Leonh. Tang’s “ 7,000 ‘‘ L. A. Snorrasonar “ 4,500 “ S. H. Bjarnasonar “ 2,000 “ Á. Sveinssonar “ 1,200 “ M. S. Árnasonar “ 1,200 “ ísafirði 21. Nóv. . Tíðarfar hefir verið fjarska óstöð- ug þessa síðustu viku, sífeldir stormar rf ýmsum áttum, skipzt á hríðar-byljir og stórfeldar rigningar. Þingmálafund fyrir kjósendur í Vestur- Isafjarðarsýslu liefir Matthias kaup- maður Ólafsson í Haukdal, annar Þing- vallafundar-fulltrúi ísfirðinga í fyrra, boðað að Framnesi (Höfðaoddanum) f Dýrafirði, og hefst fundur sá kl. 10 f. li. í dag. Aflabrögð lítil hér við Djúpið þessa viku, sakir gæftaleysis, en allgóður atíi er gefur, alt að 2 hundruðum á skip i Hnífsdal og víðar. Úr Dýraflrði er skrifað 14. þ. m. : Nú er verið að reyna að setja pöntunar- félag á laggirnar hór í fírðinum. Síld hefir aflast nokkur í lagnet hér í Djúpinu. t. d. fengu þeir Kr.Gunnars- son og C. Fensmark í fyrri nótt um 11 t» i V’f.. :>ði, va- hún V i til beitu á 8 aura stykkið, eöa 82 kr. tunnan. ísafirði 30. Nóv. Tiðarfar. Hríðar-byljunum, sem stóðu hér í samfleytt li viku, slotaði loks 25. þ. in., og hafa síðan haldist logn og þýðviðri. Síld og aflabrögð. Síld nefir aflazf prýðisvel í lagnet undanfarna viku, einkum á Alftafirði og Skötufirði. — Fiskafli má og yfir höfuð heita mikiö góður hér við Djúpið nú um tíma, en sumstaðar hór í Út-Djúpinu kvartað uin, að hákarlinn geri slæm spell í veið- arfærum. Kaupfélag er nú sagt stofnað í Arn- arfirði og Dýrafirði, fyrir forgöngu hra Kr. Friðrikssonar verzlunarmans, og kvað lög þess í ýmsum greinum vera rojög svipuð lögum “kuupfélags íshrð- inga”.—- Deildarfulltrúar i félagi þessu kvað vera.' búfr. Kr. Gunnarsson á Núþi fyrir Mýrahrepp, Sig. búfr. Sig- urðsson í Meðaldal fyrir Þingeyrarlirepp hreppstjóri Kr. Kristjánsson í Slapadal fyrir Auðkúluhrepp. og Einar hreppstj. Gislason í Hringsdal í Arnarfirði vestan verðum. GRETTIS-LJÓÐ. Eins og mörg- um íslendingum er kunnugt.hefir skáld- ið Matthias Jochumsson ort ltvæði útaf ýrosum helstu atburðum í Grettissögu Ásmundssonar, og hefir hann selt rit- stjóra blaðs þessa (Þjóðviljans) fyrsta forlagsréttinn að kvæðum þessum. — Verða þau alls um 12—13 arkir prentað- ar. og er áformað að þau komi fyrir al- mennings sjónir á vori komandi. Eftir “Þjóðólfi.” Reykjavík 4. Des. Eyjafirði 30. Okt.: “Þetta haust hefir verið eitthvert hið lakasta, sem komið hefir um mörg ár, og svo var sumarið með þeim erfiðari sökum ó- þurka. Um fyrstu göngur kom stór- rigning, svo alt fór á flot; áttu þá marg ir hey úti, sem þó mun víðast hafa náðst. inn um siðir. í haust hafa komið þrír hríðarbyljir vondir. Sá fyrsti á sunnu- daginn í 24. viku suinars og var liann skæðastur. stóð i 3 sólarhringa með ofsahvassviðri og fannkomu ; fennti þá margt fé, einkum í Hrafnagilshreppi og í Möðruvallasókn, Austan Eyjafjarðar- ár. Nú er hér mikill snjór og 5—10 gr. frost daglega og hagleysur hafa verið miklar um langan tima. — Fiskatíi hefir verið með bezta móti, en ekki notast fullkomlega vegna ógæfta. Síldaratíi enginn nú í mánuð, liggja hér þó 5 norsk skip og biða eftir síld. — Verð 4 lifandi fé, er selt var á mörkuðum, var talsvert lægra en í fyrra, og þó enn lægra á sláturfó, enda munu kaupmenn Niðrlag á 4, bls.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.