Heimskringla - 14.01.1897, Blaðsíða 2

Heimskringla - 14.01.1897, Blaðsíða 2
HBIMSKRINGLA 7. JAN 1897. Heimskringla PUBLISHED BY The HeimskrÍDgla Prtg. 4 Pnbl. Co. •• •• Verð blaðsina í Canda og Bandar.: $2 um árið [fyrirfram borgað] Sent til Islands [fyTÍrfram borgað af kaupendum bl. hér] $1. • ••• Uppsögn ógild að lögum nema kaupandi sé skuldlaus við blaðið. • ••• Peningar sendist í P. O. Money Order, Registered Letter eða Ex- press Money Order. Bankaávis- anir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með afföllum. • • •• EGGERTJOHANNSSON editor. EINAR OLAFSSON BUSINESS MANAGER. • • •• Office : Corneff Ross Ave & Nena Str. P. O. Box 305. Ófriðar-ský. Það er “fátt sem fulltreysta mál’ ■og fátt sem síður má fulltreysta, en almennum blaðafregnum um ástand- ið hér eða á hinum staðnum. Það getur verið og er sjálfsagt alloftast, að ástandið er svo og svo í dag, en á morgun er útlitið alt breytt. Þann- ig er því varið nú, að þó fregnriti blaðsins ‘Times’ í New York, sem á skilið að sagt sé um í þessu sam- bandi, að sé eitt ólýgnasta blaðið í allri Ameríku, — laust við skrum og ofstopa allan,—þess vegna, sem sagt þó fregnriti þess blaðs í London segi að ófriðarský sé að dragast saman á framtíðarhimni Frakka og Þjóðverja, þá verður að öllum líkum ekkert úr því. Fregnritinn er að rita yfirlit yf- ir evrópiska ástandið um áramótin síðvstu, og bera saman við á- stapdið um áramótin í fyrra. v Hann viðurkennir, að í sainanburði við á- standið í Janúar 1896 sé ástandið nú eins friðsamlegt eins og framast geti hugsast. f fyrra um þetta leyti hafi útlitið verið í meira lagi rosalegt. Þá var austræna þrætan hvað óáiit- legust, þá voru Þjóðverjar að heitast við Breta, “froðufella og bíta skjald- arrendur’’, þá voru ósköpin í Afríku út af herferð Jamesons til Bóara- landsins og þá var Yenezuelaþrætan í blossa, og Bandaríkin enda viðþols- laus af herfararsýki. Nú aftur á móti er alt kyrt, að undantekinni austrænu þrætunni, sem stendur í stað. En þó segir fregnritinn ófrið- arský á lofti og að engan skyldi undra þó Frakkar og Þjóðverjar leiddu saman hesta sína áður en langt líður. Hann segír enda suma—marga —eiga von á undirbúninginum strax á fyrstu mánuðum ársins. . Á hverju byggir hann svo þetta álit sitt ? Á því fyrst og frem3t, að báðar stjómir era nú að reyna að skrúfa stórfé út úr þjóð og þingi til herbúnings—stórfé um-fram venju- lega fjárveiting til hermáladeildar- innar. Það er grunt á því góða milli þjóðanna. Þjóðverjar ýfðu upp öll gömul sár, viljandi eða óviljandi með 25 ára minningarhátíðunum öll- um í fyrra. Frakkar sýndu það þá, að þeim sveið, enda ekki nema eðli- legt, þar sem nágrannaþjóðin gum- aði sem mest hún mátti af sigri sín- um og óforam hinnar á öllum helztu orustustöðunum gömlu. Frakkar héldu áfram að búa sig, — að kepp- ast við að láta ekkert vanta af nýj- ustu gögnum við hermensku og juku að auki herafla sinn, þangað til þeir era komnir langt á undan Þýzka landi í því efni. Nú í haust er leið var sem mörg þýzku blöðin vöknuðu af væram svefni, og tóku til að fár- ast um að í Apríl næstk. eigi Frakk- ar nærri 70 þúsundum fleiri æfðra liermanna og vígfærra, heldur en Þjóðverjar, — að nú sé alt í veði ; þetta megi ekki þannig ganga. Þess- um són fyrir norðan lfnuna svara Frakkar með því að dylgja um þýzku hundana, sem sendir séu til að snuðra uppi launungarmál Frakka Og svo er æfinlega á takteinum her- ópið gamla: að hefna, heróp sem aldrei bregzt, ef vel er á haldið, I Það ,er ekki meiningarleysa, þetta uppþot í þýzkum blöðum. Þjóð- verjum kemur helzt ekki í hug að fara í ófrið við eina eða aðra þjóð. Þeir eru sem stendur aðallega að hugsa um verzlun sína, sem óðum er að aukast og sem þeir þar af leið- andi era niðursokknir í. Verzlunar skipastóll þcirra er orðinn feikna mikill, en herflotinn allsendis ónógur til að verja hann, ef á þyrfti að halda. Það vill þess vegna svo vel til, að í því efni eru þeir samtaka verzlunarmenn og keisarinn, sem nú langar alt af út af lífinu til að eign- ast flota, sem að minsta kosti geti slagað upp í þann brezka. Alt þetta fjaðrafok um að hið þýzka keisara- veldi sé e\ðilagt, ef Frakkar komist fram fyrir Þjóðverja með tölu víg- færra, æfðra karla, er þess vegna að- allega uppfundið í því skyni að greitt gangi að fá samþykt lögin um auka-styrk til hersins á sjó og landi. Ekkert þvílíkt vakir fyrir Frökk- um, en hvað það þá er, sem vakir fyrir þeim, segir fregnfitinn óvíst al- veg. Það eitt scgir hann víst, að Frakkar séu öi uggari miklu nú og óhræddari heldur en fyrir þremur mánuðum síðan. Það er ekki sagt að þeir æski eftir handalögmáli við Þjóðverja, en óhræddari eru þeir sagðir síðan Rússakeisari heimsótti þá í síðastl. Okt. Þess vegna er full yrt að nú veitti þeim létt að hópa mönnum saman, með hrópinu um hefnd og það þó því ópi fylgdi skip- unin: “Af stað til Berlínar”. Fregn- ritinn, sem sagt, segir óvíst hvað vaki fyrir Frökkum, en það segir hann að framsýnum mönnum í Evr- ópu þyki benda á að eitthvað sé í bruggi, að stjórn Frakka hafi rétt nýlega keypt þögn og samvinnu síns rammasta andvígismanns í þjóðmál- um, M. Doumer’s, með því að gefa honum governorsembættið yflr land- eign sinni á suðaustur-Asíuströndum. Það þykir og alt benda á að innan skamms verði Bourgeois, sósíalistinn sem um stund var stjórnarformaður Frakka, sendur til London sem ráð- herra Frakka. Ef af því verður þykir það órækur vottur þess, að Frakkar séu að búa sig 1 glímu. Spursmálið sé þá að eins hver s'i glímufundur sé fyrirhugaður og hverjum þeir bjóði á þann fund. Það sýnist ekki vandráðin gáta, þegar á alt er litið, en svo er hún nú í raun réttri eins vandráðin, samt sem áður eins og vandasamt er að segja að hér sé um meira að geraen missýningar. I þessu sama yfirliti ininnist fregnritinn á hið sérstaka ástand Þýzkalands út af fyrir sig. Ilann segir það mundi þykja nokkuð for- lagatrúarlegt, ef spið væri stjórnar- byltingu á Þýzkalandi, en óvanaleg þung segir hann að sé undiraldan um þvert og endilangt ríkið. Sem vott þess að ekki sé alt í bezta gengi á búgarði Vilhjálms víðförla getur hann þess, að einn þjóðþingmaður- inn, sem er ritstjóri blaðsins ‘Bauer- sche Vaterland’, haldi því fram í blaðinu alls ófeiminn, að hið haturs- verða Þýzkaveldi mundi á augna- inu gliðna og eyðast, ef bara Austur- ríkismenn vildu slíta þríbandið, eins og þeir ættu að gera, og gefa Rúss- um og Frökkum tækifæri til að beygja hið forsmáða Prússland. Það er sízt að undra þó blað Bismarcks gamla krefjist þess, að höfundur þessara og þvílíkra ritsmíða sé tek- inn og kærður fyrir landráð. En að það er ekki gert, kemur að líkum til af því, að þeir yrðu þá æði margir blaðamennirnir sem kæra mætti fyr- ir landráð. Auk þess þykir óvíst að nokkuð styrkist biJndin,sem halda saman veldinu, þó farið væri í þann leik. En svo til þess að bæta gráu ofan á svart, til þess að tífalda ó- spektina, hefir stjórnin nú nýlega veitt gildi lögum, sem gera kaup- mannasamkundum helzt ómögulegt að vera til nokkursstaðar í ríkinu. Þegar þau lög gengu I gildi,var sem eldibrandi væri skotið í sinuflóka. Kaupmenn hvervetna urðu óðir og ærir. Almennir fundir hafa verið haldnir síðan um þvert og endilangt ríkið og hafa kaupmenn verið aðal- ræðumenn og verið svo berorðir og stórorðir, að dæmalaust þykir á Þýzkalandi. Er helzt í ráði að kaup- menn myndi félagsskap hvað sem stjórnin segir og lofa henni Svo að koma og banna þann félagsskap, ef hún þorir. Ilafa þeir látið það á sér skilja, að þeir mundu fagna yfir því tiltæki keisarans, því þeir séu meir en tílbúnir að taka á móti. V erzlanahrun I Canada í síðastl. ári, voru samtals 2 179, eins og áður hefir verið getið um hér í blaðinn. Fylgjandi skýrsla sýnir hvernig þau skiftast milli fylkja^na Fyrri dálkurinn sýnir tölu þrotabú anna á siðastl. ári. en seinni dálkurinn inn tölu þeirra árið 1895 til samanburð ar : 1896 1895 Ontario 930 800 Quebec 870 749 Nova Scotia 155 114 New Brunswick 81 67 British Columbia .' 72 85 Manitoba . 29 38 Prince Edward Island... . 23 10 Norðvesturlióruðin . 19 13 1 Alls 2;179 1876 Samlagðar skuldir þessara þrotabúa allra voru á síðastl. ári tæplega $16,; milj. — nærri 1 milj. meira en 1895 voru þá $15| milj. Samlagðgr eignir þessara þrotabúa, til að mæta skuld unum, voru á síðastl. ári tæplega $6. milj., eða sem næst 5 úr milj. meira en 1895. Hvað snertir þessar tölur, þá benda þær að virðist á, að Vestur-Canada- fylkin séu sloppin, séu komin fyrir “homið”, og að hagsældarár séu fyrir hendi. Manitoba-fylki á tiltölulega lit inn skerf af tölunum í þessum sora- dálki, að er það fagnaðarefni. Verzl anahrun í fylkinu hafa sem sé verið fjórðungi færri á síðastl. ári. en 1895 skuldir þrotabúanna minni, svo neuanr tíunda hluta og eignír til að mæta þeim tiltölulega meiri en 1895. Hið síðastl. ár hefir þótt erfitt og hefir óneitanlega verið það, en fyrrgreindar tölur bera þess vott, að vel hefir gengið hér í sam- anburði við ausurfylkin. í Prince Ed- ward-eyju er likt á komið og i Mani- toba, að því leyti, að þar eins og liér er landbúnaðurinn aðalatvinnuvegur- inn, að fiskiveiðum u ndandregmnrs- Ef ástandið í Manitoba hefði verið eins erf- itt á siðastl. ári eins og það auðsýnilega hefir verið á eyjunni, hefðu hór átt að vera yfir 40 verzlanahrun á síðastl. ári, í stað 29. Að ástæðurnar, þó erfiðar þættu. voru þó talsvert betri en eystra, er nokkuð sem er þakklætisvert, jafn- framt og vonandi er að þær verði þó enn betrí á þessu nýja ári. Síberíubraut Riissa .ungi, sem vis se uarlest getur far- • þvera Evrópu og austur að Kyrra- ' 7000 mílur vegar. Þegar hafin var bygging þessarar miklu brautar,—nærri 5000 mílur ensk- ar (7,112 verst) frá Vladivostok til vest- urtakmarka hennar, vestanmegin Ural- fjalla, var gert ráð fyrir að hún yrði fullgerð, eða ferðafær alla leið um lok aldarinnar. En eftir síðustu fregnum nú úr þeirri átt þykir líklegt að hún verði fullgerð fyrri. Það er álit eins konsúls Bandaríkja í Rússlandi, sem nýlega sendi stjórn sinni skýrslu um þetta stórvirki, að innan tveggja ára verði þessi braut farin að verka út frá sér og það stórkostlega. Hann ráðlegg ur bændalýðnum í v^turhluta Ameriku sérstaklega, að tal til nú þegar að búa sig undir þá hi miklu bj'ltingu í hagfræðislegum sl undireins og járnbre ið i einum spretti yli Asíu, frá Eystrasal' hafi norðanverðu. U' Hvernig menn eigi 1. 1 búa sig undir þá byltingu, til þess a. ■ standa jafnróttir eftir, segir hann ekki. Það ætiar hann þeim sjálfum að uppgötva. En hann dropurlítillega á yms atriði sem sýni hvaða áhrif þessi braut muni hafa. Hann bendir á hvað leiðin milli austur- og vesturlanda styttist. Ef um Suez er farið, eru menn að minnsta kosti 38 daga á leiðinni frá London til Yokohama í Japan. Ef farið er vestur um haf til New York 03 þaðan til San Francisco eru menn 30 daga á ferðinni milli London og Yokohama, og 25—27 daga ef farið er um Halifax eða Quebec og Vancouver í Canada, Með Síberíu- brautinni fara menn milli London og Yokohama á 13—14 dögum, er sést af því, að ætlast er til að járnbrautarlest- in gangi frá Pétursborg til Vladivostok á 9J degi og ef til vill enda eitthvað skemmri tíma. Vöruflutningslestir er ætlast á að gangi sömu vegalengd á 13 t;l 14 dögum og er sá tími sem ekkert í samanburði við tímann, sem vöruflutn- ingsskip eru að molla milli Evrópuhafn staða og Yokohama eða annara stór- borga á Asíu ströndum. Þetta út af fyrir sig hefir mikla þýðingu. Ef á þarf að halda til að út vega brautinni flutning, mundu ráðs- menn Rússastjórnar ekki hika við að setja ílutningsgjaldið svo lágt, að ann aðtveggja yrfíu skipaoigendur að fæia sitt gjald enn meira niður, eða fara með hálfan farm eða engan. Það er auðsætt að áhrifin í þessa átt geta orðið mikil, en þau áhrif þarf bóndinn á vesturslétt- unum í Ameríku ekki að óttast. Það sem hann þarf að athuga og hefir á- stæðu til að óttast, er kornyrkjan í Asíulöndum Rússa. Kornyrkjuland er þar sagt hið ágætasta og víðátta þess meiri en nokkur hefir greinilega hug- mynd um enn. í þessi frjóvsömu hér- uð eru nú Rússar að dyngja öllum sem þeir geta ráðið við úr ríki sinu í Evr- ópu, og þegar litið er á hve örfáir Rúss- ar flytja vestur um haf á seinni árum. er auðsætt að það er meira en eintómt gum úr Rússunx að Síberíulönd þeirra sóu óðum að umhverfast í þéttbygð- ar sveitir. Það eru enda fleiri en Rúss- ar farnir að gefa þessum landflákum gætur. Því til sönuunar þarf ekki ann að en geta þess, að nú fyrir tæpum mánuði síðan tóku sig upp úr Banda- ríkjunum 100 menn norskir að uppruna og fóru alfarnir til Síberíu; tóku sér far til Japan og þaðan til Vladivostok. Vit- anlega voru þeir flestir, ef ekki allir, ráðnir til að yinna að Síb^ríubrautar- gorðinni, en svo var tilgangur þeirra að nema þar land og mynda norska ný- londu. Vitaskuld liggur máské næst að spá því, að þesSir menn þoli ekki til lengdar harðstjórn Rússa og hverfi þess vegna aftur til Ameríku fyrri en varir. en það er tilgáta ein. Það er enginn að svo stöddu fær um að segja hvernig lög Rússar sníða fyrir landnema í Síb- eríu.ef þeim er virkilega ant um að laða þangað annara þjóða menn. En setji maður svo að þangað fiytji engir aðrir en Rússar, þá geta þeir samt gert meir en lítið að verkum við kornyrkjuna. Þeir eru skæðir í því efni nú og eru þó Svartahafsslétturnar ekki 'iema skek • ill I samanburði við landflæmið sem sem korn vex á í Síberíu. En svo er fleira en kornmatur i Sí- beríu. í fjalllendinu i grend við braut- ina eru fundnar margar námur, sem efalítið er að verða hagnýttar undireins þegar brautin er orðin ferðafær. Það eru fram með brautarstæðinu bæði gull og silfur og járn og kola námur, — alt sem útheimtist til að reka iðnað alls- konar i stórum stíl. Skógur er þar og feykilega mikill, fura og birkiskógar um miðbik Síberíu og allskonar trjáteg- ’ýndi.r þegar nálgast Kyrrahafið. Sem vott þess hve kappsamlega er urmið að bygging brautarinnar má geta þess, að á síðastl. ári nam fjárveiting stjórnarinnar til brautargerðarinnar 85 milj. rúbla'. A árinu unnu að brautar- gerðinni að staðaldri um 9000 manns í 3 aðalfiokkum. Að vestan er brautin nú fullgerð til Krasnoiarsk við Yenesei fljótiðog er þar aðalstöð eins af þessum þremur flokkum. Annar flokkurinn hefir aðalstöð í Irkutsk og vinnur pað an bæði austur og vestur. Þriðjiflokk- urinn er á austurendanum og hefir að- alstöð í Vladivostok. Við suðurendann á Baikalvatni (skamt frá Irkutsk) er lítt kleifur fjallabálkur, og til þess að eyða ekki tíma í að bora göng í gegn um mnn, er nú verið að koma upp ferju er dragi járnbrautarlestirnar þvert yiir vatnið, og som tekur lestina viðstöðu- laust af sporinu á einni bryggjunni oj setur það á sporið hinsvegar. Viðstaða verður sem engin, því gufuvagn fylgir hverri lest og er feröbúinn um leið og hann kemur á. þurt land. Þetta bui o'ð eins cg mörg önnur fleiri álitærandi járnbrautir lærðu Rússar hér ( landi. Þeir ætluðu sér í fyrstu að hafa gufu- skip á Baikalvatni, ferma þau og af- ferma og flytja vörurnar og fólkið eftir endilöngu vatninu. En í millitíðinni kom einn erindreki þeirra til Ameríku og sá þessar tröllaferjur. Þá var búið. Legu brautarinnar var breytt og verða nú lestirnar ferjaðar yfir Baikalvatn þar sem það er mjóst. “Eg hefi brúkað Ayer’sCherry fc Pectoral í húsi mínu í 22 ár og F mæli með þvi við aðra, við kvefi og hósta og kíghósta. Hefi ekki fe heyrt um eitt einasta dæmi þar sem það hefir brugðist við kíg- F hósta, þegar * J Hœdni og hosti.} Maðurinn sem hæðist að því, er vinur hans ráðleggur honum að ‘taka eitthvað við þessum hósta," heldur áfram að hósta þangað til annaðhvort að hann breptir skoðun sinni, eða breytir um jarðneskan bústað sinn í hinsta sinni. Það er annars undarlegt hve menn eru þráir og hve lengi þeir tefla á tvær hættur, þó heilsa og líf sé í veði, þegar þeir gætu fengið læknað hóstann, kvefið og lungnaveikina með nokkrum inntökum af Ayer’s Cherry Pectoral. * Þessi vitnisburður er fullum stöfum i Ayer’s hundruðum annara. Fæst ókeypis hjá J. C. Ayer Co., ‘Carebook” ásamt Lowell, Mass. •fR,clief for* iLang ®Trozibles z*Zj I'n CO.VSSIItPTíOK anil a!I ll'NG © »1SEA9*S, HMTIKtfl OiP BIOOO, © _ coiCH, ioss or ipprrns, ^ bCSllIT'.'. IJ>« Oe.ionMurtUiJ q articSc afc inost manlfest. By thf nlrl otTh'í "D. & I. " Emulslon. ! havc /nt rld ojii 1j.<’ king whi< h hnd ir<>uhleti nm for (?) over a yenr, und n.ivc j'nmud considorahly in weight. I líked thís Emnl.don so wcil I was glad rA wUexi iho tiiuocarno aiound lotulco it. 'w T. II. WINCIIAM, C.E., Montreal ^ .Wc. aiad öl r>t*r ® OAViS & UWHSítCE 03., tTo., Momíbbu. ® ®©®©-© o O <3000® Gas. Það kom lítillega til tals í vetur, að bærinn hefði hag af að eiga gas og raf- Ijósaáhöld sín sjálfur og selja svo íbúum bæjarins Ijósin. Frumvarpið um þetta efni, sem borið var ur.dir kjósendur, var auðvitað felt, eins og hin frumvörpin. Það var heldur ekki nerna eðlilegt, því ef bæjarmenn komast af vatnslausir, eða að öðrum kosti drekka óætið, sem vatns- veitingafélagið býður, þá vitanlega kom- ast þeir þeim mun betur af gaslausir. Að auki er og góð og gild ástæða til þess, að Winnipegraenn hugsi sig tvis- var um, áður en þeir veita stórfé til gas gerðar. Fyrst^og fremst er efnið f gasið hingað flutt svo dýrt, að gasljós verða hér altaf dýrari ljós en rafmagnsljós, á meðan annað tveggja ekki finnast olíu- brunnar eða góð gas-kol hér vestra. í öðru lagi stendur til að innan fárra mánaða verði reynt að flytja vatnsafl umhverft í rafmagn austan frá Rat Portage hingað til bæjarins, til lýsinga úti og inni og sem vinnuafl. Takist það er lítill efi á, að verð rafmagns'jósa að minnsta kosti hrapar niður, því vatns- aflið í Winnipegánni er ómælilega mikið á milli Rat Portage og Winnipeg-vatns og sumir fossarnir í því fljóti eru ekki meira en 50 milur frá bænum. Auk þess er 10—15 þúsund hestaafl í Rauðár- straumnum og sem innan handar verð- ur að nota nærri alt, þegar gert verður viðSt. Audrews strengina. Vatnsaflið í grend við bæirin, sem umhverfa má í rafmagn og leiða hingað, er þess vegna rétt ómælilega mikið, og þar af leiðandi mæla allar líkur með, að verð rafmagns- ljósa lækki stórum, og að þau innan fárra ára verði almennustu ljósin í hús um manna. Þegar þá gasefnið er svo dýrt, enn eem komið er, flýtur þar af að gasljósia verða dýr og að allir sem geta leggja þau niður en taka rafmagnsljós. Með þessa möguleika fyrir augum er ekki að undra, þó bæjarmenn hiki við að veita fé til gasljósagerðar. Það er heldur ekki nema eðlilegt, að menn hiki við að veita fé til rafljósagerðar á með- an óreynt er, en væntanleg tilraunin þá og þegar, hvernig tekst að leiða raf- magnið hingað aö austuii frá upptökum Winnipeg-fljótsins. En svo er það eigi að síður sannleik ur, að bærinn ætti sjálfur að eiga allar slíkar stofuanir, sem altnenningur altaf þavf að lmgnýta, svo sem : vatn, ljós str ætaspor vegi m. m. Það er nokkurn- vegiu undantekningarlaust, að slíkar eignir reynast féþúfur hlutaðeigandi bæja og borga hvar sem er. Að því er kunnugt er. er Glasgow á Skotlandi komin lengst allra stórborga í þessu efni. Sú borg á allar slikar almennar stofnanir, og reynast þær eignir svo vel að 1. Jan. þ. á. var ákveðið að hætta að leggja skatt á borgarbúa. Eignirnar gefa svo mikið af sér umfram vinnu og viðhaldskostnað allan, að þær tekjur eru nægar til að mæta öllum almennum bæjargjöldum. Það verða sjálfsagt nokkur ár enn þangað til að nokkrir menn í Ameríku verða i jafn ákjósan- legum kringumstæðum og GlasgoW' menn, en fyrri er nú vænlegt ástandið Sem sagt sór maður rétt hvar sem mað- ur lítur, að slíkar eignir, eða einhver þeirra, eru gróðavegur bæjanna. Það er fróðlegt að athuga þesskyns skýrsl- ur, en þær eru ekki æfinlega við hend- ina. Fyrir tilviljun rákum vór oss á brot úr einni slíkri yfir gasgerð í Phila- delphia, úr Philadelphia “Press.” Ýms blöð höfðu leitast við að sýna að gasgerð Philadelphia manna væri enganvegin girnileg, en blaðið segir eign þessa að minnsta kosti 30 milj. dollara virði, 'að hún hafi fært bæjarsjóð yfir $5J miljóna tekjur á 8 árunum frá 1887 tíl 1895, án þess nokkuð sé reiknað fyrir strætaljós- in öll og öll gasljósin í byggingum hins opinbera í bænum. Eftir að goldinn var viðhalds og vinnukostnaður 1895 og $54,598 varið til varanlegra umbóta á eigninni, voru eftir i sjóði $115.854. Sé sett upp sama verð fyrir strætaljós og ljós í opinberum byggingum, eins og þau ljós sem bærinn seldi öðrum, þá yrðu tekjurnar fyrir þau ljós $638,498. Verða þá samlagðar tekjur, að frádregn- um öllum kostnaði, fyrir gasljósin $754- 352. Þó er gasið selt bæjarmönnum á $1 hver þúsund fet, og því baldið fram, að borgaði bæjarstjórnin fyrir gasið sem hún sjálf brúkar, til götulýsinga o. s. frv., væri innan handar að færa verð þess niður í 75 cent þúsund fetin, og borginni alveg að kostnaðarlausu. Áþekkar eru þessar skýrslur úr hvaða át.t sem þær koma, og sanna þannig að virðist, að Winnipegmönnum er óhætt alveg að leggja út í slík kaup. Bæjarskuldin auðvitað eykst um leið og það er gert, en sá skuldarauki er nafnið tómt, þ. e. eykur í engu gjöld annaraen þeirra, sem kaupa þá vöru er eignin framleiðir og þeir hinir sömu fá þá vöru bæði miklu betri og ódýrari en áður. i, sem þúsundir sanna er það, að Paines Celery Compound gerir menn unga aftur. í>a«k-.4clic, Faco-Aclic, Kclatic Pain.H, Xenralclc Pains, l*afn in tlie HiUc, ctc; Promptly Relleved and Curod by Ths “ D. & L.” Menthol Plaster Ilnvlngr U3ed yovr D. * L Menthol PlMtor , for H<*vory pain In tho b«<’Jc »,l<i lumba-o, I u/ihoflitatiiudy recommend »anie as a safe, •ure and r.apid remody : i» f»ct< they act liko öiagie.—A. LapoINTK, Elizabethtown, Ont. I*ricc 2.V. DAVIS & LAWRENCE CO., Ltd. Proprietors; Montreal. maður einn læknaðist, seg- ISTHONUM SVOFRÁ: “ÉG ER EINS FRÍSKUR OG VÆRI EG ORÐINN DRENGUR AFTUR. Það er hið rótta lyf fyrir sjúka karla og konur. Öll samanlögð öfl jarðarinnar geta ekki stemt stigu fyrir sannleikanum er hann breiðist út um Canadaríkið okkar og segir frá hinum læknandi og lífgandi kröftum Paines Celery Compound, Þús undir lrinna beztu manna staðfestá hin- ar einföldu og óýktu frásögur um Paines Celery Compound, sem auglýst- ar eru við og við, þúsundir manna sem læknast senda svo sannfærandi vottorð til blaðanna, að hinir harðsnúnustu ef- unarmenn neyðast til að játa, að vott- or ð þessi eru bygð á bjargi sanuleikans og trúmenskunnar. Eftirfylgjandi bréf frá Mr. A. R. McGruer frá Dixon Corners í Ontario fullvissar þig um það, að þó að þú sért fársjúkur fyrir dauðans dyrurn og þó að læknarnir bregðist og meðölin reyn- ist ónýt, þá bætir Paines Celery Com- pound þig meira en þú hefðir getað gert þér nokkra von um. Mr. Gruer segir : Fyrir nokkru stðan var óg mjög hættulega veikur og tók út sárar kvalir Eg lá í rúminu 3 daga í viku hverri, og oft sagði óg við vini mína að bezt þætti mét, ef að drottinn vildi kalla rnig burtu. Þrír hinir beztu læknar stunduðu mig, en gátu ekki Irjálpað mér. Þá var mér' ráðlagt að róyna Paines Celery Compound og batnaði mér þegar, er ég gerði það. Við það nð brúka þetta nýja meðal finst mór ég verða ungur maður og svo frískur sem. væri ég 18 ára. Hygg ég að lyf þetta sé hið bezta í heimi, og vil sterklega mæla með því við alla sem sjúkir eru”.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.