Heimskringla - 21.01.1897, Side 1
Heimskringla.
XI. ÁR.
WINNIPEGr, MAN., 21. JANtJAR. 1897.
NR. 4.
FRÉTTIR.
DAGBÓK.
TIMTUDAG 14. JAN.
Það þykir fullvíst orðið að gamli
John Sherman. senator fyrir Ohio, verði
utanríkisráðherra McKinleys. Er sagt
að karl hafi þegar gefið kost á sér, svo
að víst sé að hann verði næsti ráðherra-
forseti í Bandarikjum.
Bændur í New York-riki biðja um
hærri toll á öllum aðfluttum varningi.
Járnbrautir í Kina. Um járn-
brautarlagning i Kínlandi er nú tíð-
ræddaraí því gulumanna heimkynni en
nokkuð annað. Er nú búið að mæla
brautarstæðin fyrir stúfa hér og þar og
stendur ekki á öðru til þess byrjað verði
en útvegun peninganna. Hvernig það
verður gert þykir óvíst, en talað um að
stjórnin gefi út seðilpeninga mergð.
Hamburg-Amerícan gufuskipafé-
lagið hefir ákveðið að auka# stofnfé sitt
svo nemi 15 milj. marka. Hreinn ágóði
þess á síðastliðnu ári er sagður 8J milj.
marjra.
Hjálparsjóður Lord-mayorsins í
London til nauðstadda fólksins á Ind-
landi er eftir fárra daga söfnun orðinn
175 þúsundir dollars. Það er tekið til
þess, að enn hefir enginn Canadamaður
gefið neitt og spyrja sum blöðin nú :
hvar sé allur áhugi Canadamanna nú,
fyrir veldiseiningu Breta, — að nú ein-
mitt gefist þeim tækifæri til að sýna að
þeir séu samveldismenn meira en í orði
kveðnu.
Röntgen-geislinn segir eftir. Bóndi
eiun í Towa kærði lækni einn fyrirhand-
vömm við lækningu á brotnu beini.
Læknirinn varðist svo vel sem mátti,
en Röntgens-geislinn sýndi að bóndi
sagði satt. Beinin voru ekki sáruð sam-
an sem skyldi.
FÖSTUDAG 15. JAN.
Hon. Edward Blake, hinn Cana-
diski stjórnmálamaður, sem nú situr á
þingi Breta, hefir verið kjörinn fram-
sögumaður i málinu á þingi um að biðja
um stjórnarbætur á írlandi. að því er
skatlaálögur snertir. Er það nú spá
manna að innan fárra ára verði Blake
orðinn aðal-forvígismaður þjóðiðanna
irsku.
Tveir sendimenn (?) Canadastjórnar,
Joha Charlton og Edw. Earrar, eru nú
í Washington í því skyni að þreifa fyrir
sér áhrærandi toll-jafnaðarsamning við
Canada. Áttu þeir í gær tal við for-
mann þeirrar þingnefndar, er meðhöndl-
ar öll þesskyns mál.
New York ríkisþingið samþykti í
gær lög sem vonað er að fyrirbyggi
framhald einokunar félaga — trusts.
Þingið samþykti samskonar lög í fyrra,
en Morton ríkisstjóri synjaði þeim stað-
festingar.
Það er sagt að Wanderbilts-bræð-
urnir og þeirra járnbrautarfélag sé að
hugsa um að kaupa Union Pacific-braut
ina og samvinnubrautir allar í því kerfi
og mynda þannig óslitna braut og eign
eins félags frá Boeton og New York til
San Francisco.
Frá Toronto kemur sú fregn að víst
sé orðið að C. P. R. félagið takist í fang
að byggja járnbraut í sumar um Hrafna
hreiðurs-skarð til Rossland og áfram
þaðan beinustu leið til Vancouver við
Kyrrahafið. — Samtímis segir og mað-
nr einn í Golden, Brit. Col., — þorpi
vestan undir austasta fjallgarðinum,
við C. P. R. brautina, að hann hafi tekið
að sér að höggva járnbrautarbönd sem
þurfi fyrir þessa braut.
Cubamenn segja enn sem áður, að
þeir líti ekki við sjálfsforræðis-boðunum
sem Spánverjar og Bandaríkjastjórn séu
að búa út. Þeir segjast annaðtveggja
falla í strá eða slíta sig undan Spán-
VEITT
HÆSTU VBRBLAUN A HEIMSSÝNINGUNN
DH
BAKIING
POHDIR
IÐ BEZT TILBÚNA
óblöhduð vínberja Cream of Tartar
powder. Ekkert álún, ammonia eða
önnur óholl efni.
40 ára r«ynslu.
verjum alveg. — Bólusýkin er sagt að
aukist hræðilega á eyjunni,
í fulltrúadeild þjóðþings voru í gær
samþykt lög, er ákveða að framvegis
skuli stjórnin slá opnu sem heimilsrétt-
arlandi öllu landi sem hún kaupir að
Indiánaflokkum, Sem stendur er þann-
ig til yfir 38 miljónir ekra sem nú fást
ókepyis, að undanteknum venjulegum
skrif stofugjöldum.
LAUGARDAG 16. JAN.
Stjórn Breta hefir ákveðið að senda
5 herskip til vesturstrandar Afríku og
senda lið á land til að herja á svertingja
höfðingjann, er um daginn lét drepa 10
eða 12 brezka þegna og svertingja-þjóna
þeirra alla.
Maceo dauður. Það er nú engi
efi á því lengur, að Maceo féll í kviðu
þeirri, sem sagt var frá snemma í Des-
ember. Cubamenn skiþuðu nefnd manna
til að rannsaka það mál alt og segir nú
nefndin að víst sé orðið, að hann hafi
verið svikinn í hendur Spánverjum, eins
og sagt var í fyrstu. Og svikarinn var
sá, sem í fyrstu var nafngreindur, einn
af læknum Maceo’s, Zertuchia að nafni,
— er aðrar sögur segja að hafi fengið 50
þús. dollars fyrir níðingsverkið. Þessi
læknir hafði áður verið læknir Maximo
Gomez sjálfs, en framkoma hans þótti
Svo grunsamleg, að hann var tekinn
og mál hans rannsakað. Úrslitin urðu
þau að Gomez bauð að taka læknirinn
og skjóta, en Maceo kendi í brjósti um
hann, trúðiekki sögunum eða vitnunum
og bjargaði lífi hans, með þeim skilyrð-
um, að hann yrði læknir sinn og kæmi
aldrei fyrir augu Gomez. Og svo laun-
aði Zertuchia honum lífgjöfina þannig.
Tillaga var borin upp á þjóðþingi
Bandarikja í gær, þess efnis, að stjórnin
verji 200 miljónum dollars til að kaupa
eina Cuba að Spánverjum. Spence
þingm. frá Mississippi er flutningsm.
Cubamenn vinna nú hvern sigurinn
á fætur öðrum. Megin her Gomez er
nú óðum að nálgast Havana og eru
borgarbúar nú hið fyrsta orðnir hræddir
og teknir að flýja.
Frumvarp til laga hefir verið borið
fram á Dakota þingi, sem ákveður að
hjónaskilnaður fáist ekki fyrr en kær-
andinn hefir búið árlangt í ríkinu.
Hjónaskiinaðar millan þykir ganga of
liðugt sem stendur.
MÁNUDAG, 18. JAN.
Nokkrir auðmenn i Bandaríkjum
hafa leigt nærri 2000 ekrur af steinolíu-
námalandi í Ontarío og hafa ákveðið
að stofna þar olíugerðarhús.
Stjórn Kínaveldis hefir gefið ákveðnu
félagi leyfi til að byggja járnbraut um
Manchuria-héraðið, er tengjast skuli
Síberíubraut [Rússa. Bæði Rússar og
Kínverjar eru í félaginu, en engir aðrir
Sem stendur eru Kínverjar alvarlega
farnir að hugsa um járnbrautarbygg-
ing, þar sem nú stendur til að bygðar
verði brautir bæði suður og norður um
landið.
Fimtán börn brunnu til dauðs i
munaðarleysingjastofnun í Dallas í Tex
as á laugardagsnóttina var.
Rússnesku keisarahjónin eru veik
nú, og er sagt því að kenna að eitri hafi
verið blandað í fæðuna. — Keisarainn-
an verður flutt suður i Livadiuhöllina
við Svartahafið.
I Konstantínópel er búist við á-
hlaupi þá og þegar og árás á heimili
ráðherra hinna |ýmsu stórvelda. Enda
soldán sjálfur er hræddur um þetta og
hefir þegar fyrirskipað allar mögulegar
varúðarreglur.
Samkvæmt nýgerðum samningi
Bandaríkjastjórnar og Canadastjórnar
verður 90 daga vörður á nautgripum og
öðrum lifandi peningi ekki þarflegur
eftir að samningurinn gengur í gildi.
Skoðunarmenn hvorrar stjórnar gera
sig ánægða með vottorð hinna um að
gripurinn sé heilbrygður.
í London er nú talað um að skifta
risaborg þeirri í 42 stjórnarumdæmi —
að hvert umdæmi fyrir sig beri borgar-
nafn og sérstaka stjórn á öllum sínum
sérstöku málum. I stað einnar borgar-
stjóinar yrðu þá 42 borgarstjórnir í
London og þó 43, því sérstök stjórn á
að vera yfir öllum hinum, er hafi um-
sjón allra allsherjarmála. Um þetta er
talað af þvíborgin þykir óviðráðanlega
stór fyrir eina sameiginlega stjóru.
ÞRIÐJUDAG 19. JAN.
Svarti-dauðinn. Evrópa öll er orð-
in hrædd við hann. Búist við að hann
berist með pílagrímum til Mecca og þá
má Norðurálfa gæta sfn. Eru nú allar
þjóðir teknar að búa sig og fyrirskipa
varúðarreglur. Svo er og Bandaríkja-
BOÐSBREF.
Úr því að Islendingar hér vestra hafa þörf á tveim mánaðarrit-
um um trúmál — eins og reynslan sýnir að þeir hafa, — þá er ekki 6-
liklegt að þeir geti líka melt eitt lítið mánaðarrit veraldlegs efnis, er
flytti þeim ýmislegt til fróðleiks og ef til vill smávegis til skemt-
unar um leið, einkum ef það gerði sér far um að vanda málið, svo
að það verði með réttu nefnt íslenzka.
Annars þykir óþarfi að fara að leiða rök að því, að þörf sé á
slíku riti eða rúm fyrir það; því að til lítils kæmi snjallar röksemda-
færslur um það, ef reynslan vildi þá ekki á eftir láta svo lítið að stað-
festa þær. Er því óbrotnast að láta hana skera úr því.
Ef nógu margir eru á því máli, að þetta sé tilraunar vert, þá
gefst þeim nú kostr á að sýná það í verki, því að ég ætla að byrja að
gefa út ÍSLENZKT MÁNAÐARRIT, 32 blaðsíður á mánuði í ekki
minna broti en “Sameiningin” og “Dagsbrún” eru í, og selja árgang-
inn á $1,00. Menn fengju með því móti að minsta kosti helmingi
meira af veraldarorðinu, ep þeir nú fá af guðsorðinu, fyrir alveg
sama verð.
Þeir herrar Jón Ólafsson og Steingrímur Stefánsson, bók-
vörzlumenn við Newberry-bóksafnið hér í bænum, ætla að hafa rit-
stjórnina á hendi. Tilgangr ritsins á að vera, að víkka sjóndeild-
arhring lesendanna og efla smekkvísi þeirra með því að flytja þeim
fróðleik í alþýðlega rituðum greinum á hreinu og auðskildu máli og
að öllu leyti í aðgengilegum og boðlegum búningi. Verðr því efnið
meðal annars bæði frumsamdir og þýddir fræðiþættir og ágripslegar
yflrlitsgreinir, og verðr íslenzkum bókmentum sérstakr gaumr geflnn.
Ritið verðr að öllu leyti sniðið sem tímarit almenns efnis og verðr að
því leyti enginn keppinautr vikublaðanna né kyrkjulegu mánaðarrit-
anna í Winnipeg. En því vilja ritstjórarnir lofa, að reyna af megni
að veita lesendum sínum ekki lakara andvirði að tiltölu fyrir dalinn,
heldr en íslenzk blöð og tímarit hér vestra nú gera.
Þeir sem vilja sr.yðja fyrirtækið með því að gerast áskrifendr,
eru beðnir að gera það sem allra-fyrst undirskrifuðum útgefanda
Stefáni Pétrssyni til kynna og verða þeir að Iofaþvf, að borga fyrsta
árgang við móttöku fyrsta mánaðarheftis. Það verðr alls ekki byrj-
að á ritinu nema því að eins að útgefandi sjái sér fært að enda ár-
ganginn, og leggr því enginn neitt í sölumar með áskrift sinni, ef
ritið kemur ekki út.
Útgefandinn og ritstjóramir mælast til þess, að enginn skrifl sig
fyrir ritinu, sem álítr að hann geri þeim meiri þægð en sjálfum sér
með því. Reynist það ekki, að til séu svo sem 250—300 íslendingar
hér vestra, sem þyki svo mikils umvert að slíkt verði út geflð, að
þeir vilji kaupa það og borga, þá getum yið, sem höfum ætlað að gera
tilraunina, vel stilt okkr um að verja ómaki og fyrirhöfn til þess.
Því að ómakið og fyrirhöfnin er alt, sem við erum til með að leggja
í sölurnar, en ekki viljum við þurfa að borga út peninga þar á ofan
fyrir þá ánægju að gefa fólki tímarit að lesa.
Að ending má þess geta, að tímaritið verðr sett og prentað hér í
Chicago og verðr vandað að ytra frágangi og pappír góðr.
Hver sem sjálfr vill kaupa rit þetta eða útvega því áskrifendr,
er beðinn að senda áskrifendanöfnin til útgefandans fyrir lok Febrú-
ar næstkomandi.
Hver sem safnar 5 áskrifendum eða fleirum og sendir andvirðið
til útgefanda innan mánaðar eftir móttöku fyrsta heftis, fær flmtung
í sölulaun (þ. e. sendir borgun að eins fyrir fjóra fimtu hluti).
Chicago, Ills., 7. Jan. 1897.
Stefán Pétrsson,
útgefandi,
Ritstjórar: , 284 Grand Ave.
Jón Ólafsson, )
Steingr. Stefansson. j Newberry Library.
stjórn að gera. — Drepsóttin eykst held-
ur en rýrnar í Rombay og stöðugt flýja
menn burtu úr borginni. Er ætlað að
2 af hverjum 3 borgarbúum séu flúnir.
Cubamenn sprengdu léttiskip Spán-
verja, eitt af þeim sem notuð voru til
strandvarna og vöruflutninga milli her-
stöðvanna. Fórst þar skipstjórinn,
yfirmenn hans allir og eitthvað af há-
setum. En þeir sem undan komust
voru sárir.
Nú er sagt að McKinley muni bjóða
Harrison, fyrverandi forseta, ráðherra-
stöðuna á Englandi.
C. P. R “líau”-skipin á Kyrrahafi,
milli Vancouver, Yokohama og Hong
Kong, verða íramvegis ekki verjulaus.
Er nú verid að búa þau út með 6 fall-
byssur hvert.
Þrír bankar urðu gjaldþrota í gær
í Bandaríkjum : tveir í Kentucky og
einn í St. Paul, Minn.
Brezkt herskip “Warren Hastings”
fórst hinn 14. þ. m. austur af Afríku.
Skipverjar allir, 1232 talsins, komust af.
London-blaðið “Pall Mall Gazette”
bendir kaþólíkum í Canada á, að gangi
þeir of langt í að heimta pólitisk völd,
geti þeir auðveldlega eyðilagt framtíð
sína í ríkinu.
í Washington eru menn farnir að
óttast að sáttaréttarsamningurinn verði
feldur í efri deild. Til að fá hann stað-
festan þarf § atkvæðanna, en lítil von
sögð að fáist helmingur þeirra hvað þá
meira.
Kaupmannafélagið i London serir
ógerlegt að hagnýta Hudsonflóa sem
skipaleið.
MIÐVIKUDAG, 20. JAN.
Nú er fullyrt að Frakkar séu til-
búnir að gera sáttaréttarsamning við
Bandaríkjastjórn áþekkan þeim brezk-
ameríkanska, undireins og sá samning-
ur er staðfestur. En svo óttast nú sum-
ir að hin komandi stjórn repúblíka sé
andvíg samningnum og að hann þess
vegna verði ekki staðfestur. — Rikis-
þing Sví kom saman í gær og í ávarpi
sínu fór Oskar konungur hlýjum orð-
um um samninginn og kvaðst með á-
nægju taka boði þeirra stjórna og verða
æðsti dómari í ákveðnum málum, ef
á þyrfti að halda.
Blöðin á Spáni segja nú að Banda-
ríkjastjórn sé hætt við tilraunir allar að
semja við Spánarstjórn fyrir hönd Cu-
bamanna.
Þing Breta kom saman í gær. í
ræðu í lávarðadeildínni sagði Salisbury,
að úti væri um stjórn Tyrkja, ef ekki
kæmi bráðum allmiklar umbætur.
Ófagurt æfintýri.
(Þýtt af H. Setinmann.)
Eg var eitt sinn boðinn til kvöld-
verðar hjá nokkrum vinum mínum í
París, og af því ekki var orðið mjög á-
liðið þegar ég fór þaðan, og átti skamt
heim, þá datt mér að koma við í klúbbn-
um að gamni minu, því ég hélt að ég
myndi máske sjá þar einhverja af kunn»
ingjum minum.
ina við hin mörgu spilaborð. Eftir að
hafa staðið þar á að geta hálfan tíma
kemur til mín ókunnur vel búinn mað-
ur, og spyr mig að hvert ég vilji ekki
“koma í slag” við sig. Þó maður þessi
kæmi að vísu beldur vel fyrir i fyrstu,
þá fanst mér þó strax hann hafa eitt-
hvað það við sig, sem mér geðjaðist ekki
sem bezt, svo ég neitaði boði hans. En
hann lét ekki af að heldur, heldur á-
málgaði þetta þar til ég lét undan.
Hann spilaði bæði vel og rétt, og
sýndi enga spilahrekki, nokkuð sem ég
hálfpartinn bjóst þó við í fyrstu. En
lukkan var stöðugt á móti honum, og á
kortum klukkutima var hann búinn að
tapa talsverðri upphæð. Þegar við svo
bjuggum okkur til að hætta, og gera
upp reikningana sagði hann: “Ég
skulda þér 700 krónur; fylgdu mér heim
og ég skal borga þér strax. Eg á heima
skammt héðan”.
Eg vildi auðvitað gjarnan fá mína
peninga, svo ég fylgdi honum orðalaust
og umhugsunarlaust. Hann gekk hratt
gegnum margar götur, þar til hann
staðnæmdist við dyr á húsi oinu sem
stóð afsíðis frá öðrum húsum. Hann
opnaði dvrnar og leiddi mig upp stiga
og inn í hreinlegt herbergi. sem leit þó
meir út fyrir að vera brúkað fyrir ein-
hverskonar verkstæði en til íbúðar. Ég
varð ekki lítið hissa og órólegur þegar
ég sá hann loka dyrunum að innan á
eftir okkur og stinga lyklinum í vasa
sinn.
Hann lagði strax merki til að mig
furðaði á þessu, og sýndist mér eins og
sigurbros leika um varir hans. Síðan
setti hann fram tvo stóla sinn við hverja
hlið á borðinu sem stóð á miðju gólfi og
bað mig setjast. Ég datt fremur en
settist niður á annan þeirra, en hann
gekk að kommóðu er stóð þar í einu
horni, tók spilabúnka upp úr einni
skúffunni og lét á borðið.
“Nú skulum við spila kvitt eða tvö-
falt,” sagði hann kurteyslega en þó í
skipandi tón.
“Nei, það kæri ég mig ekkert um,”
sagði ég. “Eg er óvanur við og hefi
aldrei spilað upp á svoleiöis skilmála.”
“O, ég er viss um að þú vilt gera
mér svo litla þénustu,” svaraði hann
glottandi, og fór að stokka spilin. Ég
veit ekki hvað það var, en það var eitt-
hvað í framkomu hans sem ég var eins
og nauðbeygður til að liliða. Svo gof
hann. Yið spiluðum og hann vann.
“Þú hefir unnið, og við erum kvitt-
ir,” sagði ég hálf ergilegur og stóð upp.
"Ef þú vilt nú gera svo vel og opna
dyrnar, svo ég geíi farið heim....”
“Ha, ha!”hló hann með reiðisvip
“Þú sleppur nú ekki svona létt. Til
hvers heldurðu að ég hafi komið með
þig hingað?”
“Ekki í neinum illmannlegum til-
gangi vona ég,” svaraði ég.
Hann gekk fast upp að mér ogsagði:
"Ég ætla að drepa þig.”
Ég starði á hann orðlaus. Var hann
brjálaður, eða var hann að reyna að
hræðá mig að gamni sínu?
“Þú ert að spauga við mig,” sagði
ég, með vandvæða brosi.
“Þvert á móti, ég hefi aldrei talað í
meiri alvöru,” sagði hann, “og ég skal
fullvissa þig um að ég segi satt og að
mér er alvara”. og um leið dróg hann
marghleypu upp úr vasa sínum, miðaði
henni á höfuð mér og sagði: “Ég þarf
nú ekki annað en gera ofurlítið átak
með einum fingri til þess að þú liggir
dauður við fætur mér, en ég skal gefa
þér eitt tækifæri enn. Eg hefi gaman
af að spila, og þú spilar vel. Yið skul-
um spila einu sinni enn, og ef þú vinnur
þá ertu frí, en ef þú tapar, drep ég þig.
Nú hvað segirðu ?”
Hvað átti ég að gera annað en að
spila ?
“Eg geng að því,” sagði ég.
“Ja það hugsaði ég,” sagði hann.
“Nú skulum við spila "interesting”
spil. En ég ætla ekki að hafa það langt.
Við drögum bara sitt spilið hvor — það
hærra vinnur”.
Hann stakk marghleypunni niður í
vasa sinn aftur, og lagði spilin á borðið.
Ég dróg eitt spil — það var hjarta
ás. Hann dróg líka og dróg spaða ás.
Hann stokkaði stra.x spilin aftur og
lagði þau á borðið.
“Nú er það mitt að draga fyrst,”
sagði hann, og dróg laufa tvist. Ég sá
að ég gat i a't fall ekki tapað í þetta
sinn. Mér varð ögn léttara um hjartað
og dróg en það var þá — hjarta tvistur.
“í þriðja sinn afgorist það,” sagði
hann, og á ásjónu hans lýsti sér hin
djöfullegasta gleði af að sjá hvaða spenn
andi áhrif þes-i leikur liafði á mig.
Hann lét nú spilin á borðið í þriðja sinn.
Nú átti ég að draga fyrst, og dróg
laufa drottning. Hann dróg og það var
spaOa kóngur og — ég hafði tapað.
Með villimannlegu sLurorgi stökk
hann á mig og henti mér flötum á gólf-
Eftir að ég kom inn í klúbbinn stóð] ið, og hvernig sem ég braust um gat
g stundarkorn og horfði á spilamensk- liann bundið mig með reipi áhöndum og
fótum. Svo dróg hann mig út að öðr-
um enda verelsisins, og batt mig þar i
hring sem var fastur í vegnum.
“Ef þú atlar að myrða mig. fantur-
inn þinn,” sagði ég, “þá segðu mér
það minsta fyrir hyaða orsök þú gerir
það.”
“Ertu máske búinn að gleyma
því ?” sagði hann. “Það ert þú með öll-
um þinum svikum sem varst orsök í
því, að ég tapaði öllum eigum mínum>
og stend eftir allslaus. Er það piáske
ekki nógu fullkomin orsök? Ég hefi
svarið að hefna mín, og nú er stundin
komin.”
Eg reyndi með öllu móti að sann-
færa hann um að ég væri ekki sá maður
sem hann ætti við, en það var alt á •
rangurslaust. Hann hlustaði ekki á
neitt er ég sagði því viðvíkjandi, og þeg-
ar ég fór að kalla um hjálp, stakk hann
klút í munn mér, svo ég kom ekki upp
nokkru hljóði framar.
“Þessi hérna afgerir það nú fljótara.
en ég eiginlega kæri mig um,” sagði
böðullinn í því hann tók marghleypuna
upp úr vasanum, “þyí óg vil gefa þér
tækifæri til að lesa allar bænir þinar
áður en þú deyrð.” Að því búnu tók
hann krukku ekki svo litla út úr skáp
er stóð þar. setti hana á borðið og tók
lokið af.
“Púður,” sagði hann, og rak aðra
höndina niður í hið svarta dupt. Svo
gekk hann að skápnum aftur, tók þar út
kertisstúf, stakk öðrum endahans ofan ;
púðrið og kveikti á þeim efri.
“Þetta er hreint ekki svo vitlaus
hugmynd,” sagði hann. “Þetta Ijós log-
ar hér um bil hálfan tíma, og á meðan
getur þú lesið bænirnar og skemt þér
við að horfa á hvernig ljósið færist ein-
lægt neðar og neðar, nær og nær púðr-
inu. Þegar ljósið nær þangað, er þér
óhætt að segja farvel til þessa lifs. Ha,
ha, ha I”
Hlægjandi stökk hann svo út úr
verelsinu, og smellir útidyrahurðarinn-
ar tilkyntu mér að nú væri ég aleinn
andspænis dauðanum.
Ég reif og sleit í böndin sem héldu
höndum minum og fótum, en alt til
einskis. Stórir svitadropar steyptust
um enni mér, og meir dauður eu lifandi
vaktaði ég ljósið sem með hræðilegri
hægð færðist neðar og neðar.
Alt i einu heyrði ég einhvern undar-
legan þyt eða hljóð utan við gluggann,
og eins og druknandi maður sem grípur
um hálmstrá, leit ég þangað í þeirri von
að frelsið kynni að koma þaðan, þó ó-
líkleet væri. En það var þá bara stórt
fiðrildi, sem var að flögra og slá vængj-
unum við gluggann. og algjörlega vou-
laus og örmagnabeindiég augunum aft-
ur að ljósinu.
En litla dýrið við gluggann át.ti þó
samt sem áður að verða til þess að hjálpa
mér úr þessum örðugu kringumstæðum
Ég hafði ekki tekið eftir því, að stykki
var brotið úr einni gluggarúðunni, en
fiðrildið, sem samkvæmt eðli sínu var að
reyna að komast inn, að ljósinu, fann
gatið og flaug litlu seinna inn í verelsið,
og — beint í ljósið. Þetta varð mér til
lífs, því ljósið sloknaði sem annars hefði
eftir svo sem tvær mínútur kveikt í
púðrinu.
Þessi snögglega breyting á háska
þeim, er ég var staddur í, hafði þau á-
hrif á mig að ég féll í nokkurskonar
yfirlið eða dá, og þegar ég kom til sjálfs-
mín aftur var komið fram á dag, og orð-
ið ljóst inni af dagsbirtunni. Með end-
urnýjvðum kröftum fór ég nú að brjót-
ast um í böndunum aftur, ogeftirnokkr
ar atrennur losnaði hringurinn úr vegn-
um, en sarat var ég ekki laus. Eg gat
samt skriðið út að glugganum, og gat
með því að slá höfðinu við glnggann,
vakið eftirtekt fólks á mér. Litlu síðar
var óg laus.
í verelsinu fann ég umslag; á því
var bæði hússnúmer og nafn strætis
eins í einum útjaðri Parísarborgar.
Skömmu síðar lagði ég af stað og fann
strætið og húsið sem var heimulegt vit-
skertrahús. Með þvi að spyrjast þar fyr-
ir, frétti ég að þessi spilafélagi minn
hefði átt þar heima en sloppið þaðan fyr-
ir tveimur mánuðum, og öll fyrirspurn
og leit honum viðvíkjandi hafði orðið
árangurslaus.
Mér var sagt að hann væri Englend-
ingur að uppruna, en hefði búið lengi í
París og eytt og spilað burt stórmiklu
fé. Ut úr því hafði hann orðið hálf-
geggjaður, og stóð á því fastar en fót
unum, að einn eður annar hefði rænt
hann öllum eigum hans, og hans eina
rnarkmið var að koma fram hefnd fyrir
þennan ímyndaöa órétt. Þessihugmynd
hans hafði auðvitað ekkert við að styðj-
ast, því það var engum öðrum en hon-
um sjálfum að kenna, að hann var orð-
inn öregi. En hann trúði þessu statt og
stööugt og stóð í þeirri meining að hann
myndi fyrr eða síðar finna þann, sem
hefði ræut sig og gert sig að þurfa-
manni.
Nokkru eftir þetta frétti ég að hann
hefði mætt dauða sínum við járnbraut-
arslys á Þýzkalandi.