Heimskringla - 28.01.1897, Page 1

Heimskringla - 28.01.1897, Page 1
Heimskríngla. XI. ÁR. WINNIPEG, MAN., 28. JANÚAR. 1897. NR. 5. FRETTIR. DAGBÓK. FIMTUDAG, 21,-JAN, Indíáninn Bad-Young-Man, eða Charcoal, í McLeod vestra, sem í haust er leið drap 4 menn áður en hann varð höndlaður, var í gær dæmdur til aftöku 16. Marz næstk. Hinn nafnkunni þingmálamaður íra, John Redmond, er að ferðast um austurfylkin — flutti fyrirlestur í Otta- wa í gærkveldi. Nefnd efri deildar Bandaríkjaþings- ins sat við í gærdag að athuga sátta- réttarsamning Bandaríkja og Breta. Olney utanríkisstjóri var á fundi með nefndinni og skyrði samninginn grein Í3rrir grein. Hann kvaðst ekki sjá að samningurinn hefði nokkur veruleg, sízt skaðleg áhrif á stefnu Bandarikja- manna, að því er snerti Monroe-regl- una. Orð ýmsra þingmanna virtust benda á að samningurinn, eða ýms at- riði í honura, mættu mótspyrnu, er til umræðu kæmi & Jflngi. Bandaríkjastjórn liefir ákveðið að verja $*> milj. til að koma upp sæmi- legri tollbúð í borginni New Yrork. Strætisbrautarfélagið í Toronto flutti 23,537,911 farþegja á síðastl. ári og fékk fyrir þann flutning 8997,273. Vinnu og viðhaldskostnaður nam 8507, 730. Thomas C, Platt var kjörinn þjóð- þings senator á New York ríkisþingi í gær í stað David B. Hills, er víkur frá. Platt er repúblikan og hefir almenn- ingsorð á sér fyrir að vera jafnoki Matt. S. Quay frá Pennsylvania í öllu sem að póliiiskumbrelluni lýtur. Stjórnarformaður Spánverja kvað vera eyðilagður síðan Bandaríkjastjórn tilkynti honum, aðhún ætlaði ekki að eiga meira við Cubamálið, en eftirláta McKinley-stjórninni það, eins og það stæði. Stjórn Spánverja sem sé er hrædd við McKinley. .pfíqTUDAC. 32. JAN. Canadastjórn keppir við að búa út menn og skip í rannsóknarferð norður á Hudsonflóa í vor. Er sagt að Mani- tobastjórninni verði boðið að senda mann með og enn fremur að félögunum tveimur. sem vilja b>'gííja járnbraut þangað, verði boðið það sama — að senda fulltrúa. — Skipið á að fara svo snemmn.að fregnað verði hve nær skipa leið er opin, og svo á það að dvelja nyrðra þangað til vist er orðið hve lengi að skip fara um sundið að haustinu. Sendimenn eiga og að rannsaka fiski- og hvalaveiðar í flóanum, því stjórnin er fáfróð í því efni. Það er sagt að fiski- og hvalveiðar á þeim stöðvnm sé mikilsvirði, en sannanir allar í því efni vanta. Spánverjar eru nú hræddir orðnir við bandalag Bandaríkjastjórnar og Japanstjórnar. Það sem þeir óttast er það, að Japanítar hafi í hug að taka Philippine-eyjarnar, en þær vilja Spán- verjar anda síður missa en Cuba, og er þó öllum ljóst hvaða kapp þeir leggja á að halda þeirri ejr innan vebanda rík- isins. Edward 0. Wolcott, Þjóðþingsmað ur frá Colorado, ákafljmdur silfurmað- ur, er nú að ferðast í Evrópu í því skyni að athuga hvernig ganga muudi að fá saman allsherjarfund, til að ræða um bimetallism. Er sagt að Wolcott muni I raun réttri sendimaður hinnar tilvonandi McKinleystjórnar ogað Mc- Kinley sjálfur hafi kjörið hann til farar- innar. Wolcott er enn á Englandi og fær enn sem komið er heldur daufar undirtektir, þó silfurmenn þar láti í Ijósi að þeim sé sigurinn vís áður langt líður. Er svo að sjá, að sú skoðun sé að veitt HÆSTI7 VBRÐLAUN A HKIMSSÝ'NINGUNN DR Mtm w CREAM BAHINO POHDIR IÐ BEZT TILBÚNA dönduð vínberja Cream of Tartar jwder. Ekkert álún, ammonia eða mur óholl efni. 40 ára »-«ynslu. útbreiðast í Norðurálfu, að heppilegast mundi fyrir Bandarikin að byrja og að hún svo skuli heita hverju þvi ríki, er fjdgir i fótspor þeirra afslætti á toll- gjaldi svo nemi 10%. Með því móti er haldið fram að Evrópa mundi að heita má Ji augnabliki gera silfurpeninga jafnoka gullpeninga í öllum viðskift- um. Hertoginn af Marlborough, sem í fyrra kvæntist Miss Vanderbilt og 15 miljónunum hennar, er nú sagður i svo mikilli fjárþröng, að hann sé að selja sumt af landeign sinni og veðsetja aðal' eignina. Spurningin er: Hvar eru þessar 815 milj. ? Nú eru komnar greinilegar fréttir af manndrápunum á vesturströnd Afriku um daginn. Það voru um 250 rnanns, er drepnir voru. Sendimenn Breta féllu 7, en tveir komust af og af eitthvað 250 þjónum þeirra, svertingj- um, komst ekki lifs af nema einu. — Sendimennirnir voru á ferð til höfuð- borgar héraðsins, Benin City, þriggja daga göngu upp með Nigerfljótinu. Heitir svertingjahöfðinginn í því hér- aði Obbah og þykir hveimleiður; hefir mannfórnir á ári hverju í borg sinni, sem af þvi liefir fengið nafnið Blóð- borgin. Sendimennirnir voru allir vopn- lausir og var erindi þeirra að tala um ver/.lunarviðskifti. I stað vopna báru þjónar sendimannanna ósköpin öll af gjöfum til konungsins. Það var ráðist á göngumennina í þéttum skógi og þeir drepnir í strá. Það þykir ekki ótiúlegt að stj-rjöld sé i vændum á Iudlandi, sem ein afleið- ingin af “svarta dauðanum”, sem þar geysar, Er sú ástæða fyrir þeirn ótta, að ludverjar vilja ekki hlýða læknun- um og verða óðir og ærir í bvert skifti sem tekið er til að brenna pestnæmi úr húsum, eða sjúkir menn teknir og sett- ir í þar til ætluð sjúkrahús. Þeir vilja alt annað en almennar heilbrygðis- reglur. LAUGAKDAG 23. JAN. Faure forseti á Frakklandi hefir fast- ákveðið að ferðast suður í nýlendu rvakku í Afiitu,—Al/.ir. jtJángað hehr enginn þjóðhöfðingi Frakka komið síð- an Napoleon III. var keisari. Bandaríkjamaður, R. E. Brownað nafni, hefir nýlega unnið mál gegn Transvaal-stjórn og verið dæmdar $5 milj. skaðabætur. Sir Isaac Pitman, hinn nafnkunni fræðimaður, er fyrstur manna uppgötv- aði hraðritunaraðferð þá sem ber nafn hans siðan, — (Pitman-system), — lést í Londoní gær, rúmlega 84 ára gamall, fæddur 4. Jan. 1813. Hann hafði verið heilsulaus maður um langan tíma og tekið út miklar þjáningar rneð lcöflum. I Havana á Cuba er gosin upp drep- sótt sem likist taugaveiki. ,Er talið að hún stafi af því, að drykkjarvatn í öll- um vatnsfarvegum í héraðinu sé ban- eitrað orðið, og er nokkur efi á hvort heldur eitrið er komið af rotnuðum lík- um manna og dýra, eða livort Spánverj- ar hafa borið eitur í uppspretturnar. Hungursneyð er nú sögð í Suður- Afríku, innan landeigna Suður-Afríku- félagsins breska. Sömu neyðarsögurnar af Indlandi. Þar vinna nú um 4000 manns að því að verka óþverra allan af strætum og stíg- um i Bombay, en jafnharðan útbreiðist drepsóttin. Stjórnin er nú búin að banna pílagrímsgöngur, en samt eru menn hræddir orðnir að drepsótt þessi eigi eftir að ná til Evrópu og enda Ame- ríku. Kostnaðurinn við að halda lífinu í nauðstöddu fólki á Indlandi, nemur nú 860,000 á dag. MÁNUDAG 25. JAN. Uppreist er sögð I vændum og það í stórum stíl í Argentínu. Uppreistar- menn hafa aðalstöð sína Brasilíu megin við landamærin og hefja að sögn her- göngu sína nú á hyerjum degi. Vilhjálmur Þýzkalandskeisari liefir ákveðið að fara til Englands og taka sinn óskerða þátt í hátíðahaldinu í vor i Júní í minningu þess, að þá eru liðin 60 ár siðan amma hans, Victoria drottning var krýnd. Það þykir fullvíst að Cubamenn séu búnir að ná undir sig algerlega auðugu héraði á Cuba, — Santa Clara-héraðinu, ekki all-langt frá Havana. Ef sannar eru fregnirnar, sigra þeir nú í hverju striði. Svertingi að nafni Joseph lózt í gær í Ridgeway, Ontario, er sagður var 115 ára gamall. I ungdæmi sínu var Jones þræll í suðurríkjunum og sagðist þá hafa verið þjónn George Washingtons einusinni. Kona þessa svertingja er á lífí enn og er 105 ára gömul. Afríkukongurinn Cecfll Rhodes kom til Englands í gær, til að halda uppi vörn fyrir Suður-Afríkufélagið, þegar athæfi þess verður rannsakað nú bráð- lega. Stórhríð og vonzkuveður á Bret- landseyjum og Frakklandi undanfarna daga, Skipströnd eru sögð ákaflega mörg og á landi snjófall svo mikið sam- fara veðurhæðinni, að umferð er sum- staðar algerlega bönnuð. Eldur kom upp í þorpinu Red Lake Falls í Minnesota á laugardagskvöldið og lagði þriðjung bæjarins í rústir.— Eignatjón 840,000. Kínverji var tekinn og hengdur án dóms og laga í British Columbia í vik- unni sem leið. Hann hafði tekið málma lóð af öörum manni og lét svo lífið fjrr- ir. Er þettji ef til vill í fyrsta skifti að maður hefir verið hengdur án dóms og laga í Canada, og ætla yfirvöldin að reyna að leita þá uppi og hegna að mak- legleikum, sem valdir eru að ódæðis- verkinu, og sem ætlað er að einnig séu Kínverjar. ÞRIÐJUDAG, 26. JAN. Það er sagt að um mörg ár haíi Rússar ekki unnið eins kappsamlega að herbúnaði eins og nú. Að þeir ætli sér í herferð sýnist augsýnilegt, en hvert ferðinni er heitið er ekki sagt, þó bein- ast liggi við að ætla að takmarkið sé Konstantínópel. Það er sagt að 82.388 manns hafi dáiö í miðhéruðum Indlands um- fram þann fjölda sem venjulega dejrr i sömu sveitum á einu ári. Er sagt að flest af þessu fólki hafi fallið úr harð- rétti, því ekkert hafi verið litið eftir á- standinu í þessum hóruðum á síðastl. ári, Þremenninga-lýðveldið nýmj ndaða i Mið-Amoriku (Nicáragua er í banda- laginu) andæfir nú tilraunum Banda- rikjamanna að fá gerðan skipaskurð ylir Nicaragua Veldur það umtali miklu íWashington. Stórhríð með hörkufrosti nú í tvo eða þrjá undanfarna daga í N<jw,Y''’k- ríki og alt vestur undir ’ Mississippi. I Chicago var frostið 20 fjrrir neðan zero í gærmorgun. Af þessu kuldakasti leið- ir óvanalega mikla neyð í stórbæjunum öllum. McKinlej- heflrgefíð í skyn að hann muni kalla saman þjóðþing Bandaríkja á aukaþing um 15. Marz næstk. Maður einn í Ontario gekk i sumar er leið í nýtt kyrkju- eða trúbragðafé- lag. sem meðal annarssegir syndsam- legt að vera í lífsábyrgð. Maðurinn var þá í 82 þúsund lífsábyrgð, en hætti þegar að borga og ábyrgðin hætti. Nú dó hann í vikunni sem leið og skilur eft ir konu og börn algerlega allslaus. Frá því "plágan” kom upp í Bom- bay til 25. þ. m. hafði hún orðið 9,835 manns að bana þar I borginni. MIÐVIKUDAG, 27. JAN. Allsherjar verzlunarfélag Banda- rikja lýsti því yfir í gær á ársfunui, að það fagnaði yfir sáttaróttarsamningi Breta og Bandaríkjamanna og sagði engan þýðingarmeiri samning hafa ver- ið gerðan, er sögur fari af. Jafnframt því skoraði félagið á efri deildina að staðfesta samninginn. Cubamenn hafa sprengtburtu járn- brautarbrú yfir vatnsfall á ejrnni, og með því hindrað ferðalag með tveimur járnbrautum. Ontariofj-lkisstjórnin hefir ákveðið að gefa 86000 til styrktar nauðstöddu fólki á Indbmdi, svo framarlega sem þingið veitir þá upphæð. Svo er talið að 75,000 manns í Chi- cago hafi ekkert af að lifa. Mayor Swift segir að í augnablikinu þurfi 8100, 000 til að bjarga þessu fólki. Kuldinn þar siðan 23. þ. m. er sagður dómluus alveS. PYNY-PECTORAL Positively Cures COUGHS and COLDS íií a surprisingly short time. It's a sci- entific ccrtainty, tried and true, soothing and hcaling iu its effects. W. C. McComber & Son, Douchette, Que., rpport in n lottfir that Pjrny-Pectoral cured Mm. C. Oarcrau of i hroniocoM tn rhe*t and bronchial ^ tubon, atid alKO cured W. G. McCoinber of a flrj lun^-Htandiná cold. Mr. J. II. Hutty, Chemist, 528 Yonge St., Toronto, writes: “ As a genei al couch and lun^ syrup Pyny- Pcctoral ia a most invalunblo pirpnration. It bna Kiven tlie utnumt satisfaction to all wbo have tvied it. mauy baviug apoken to mo of tko benefits dorived irom itu use in thwir familioe. lt is 8uitablo for old or young, b«‘ing pleasant. to tho taste. Its sale with me has been wonderful, nnd I can alivnys recotnmend it as a safe and reliable cough medicino. “ Largc IKoitlo, 25 (’ts. DÁVI0 &■ T.AVVRENCE CO., Ltd. Solo Pioprietora MoxrKKAL Atliugagrein. Ht rra ritstjóri “Heimskringlu.” f blaði jrðar 19. og 26. Nóv. f. á. hafa birzt greinar tvær eftir Gunnar Gíslsson til þess að hvetja menn til að að -ita Landnámu Yestur-íslend- inga og setja á stofn allsherjar ættartölubók handa þeim. Málefni þetta er í rauninni merkilegt og ætti að hafa framgang, þó að ekki §é það er- indi mitt við yður i þetta sinn að fara að skifta mér af því. . Hitt var tilefni miðans, að Gunnar hefir í greinum sín- um í'tað langt mál um íslenzkar ættir og ættfræðisritan íslendinga bæði að fornu og nýju, og má svo kalla, að þess- ar gr únar sé nær um ekkert annað, og er svo sem ekki að þvrí að finna; en það sem mér þótti einkennilegast við þessjír greinár þegar ég fór að lesa þær var það, að mér fanst ég sjálfur hafa skrifað þær svona hér um bil orðrétt fvrir'skömmu og sá þá þegar að var gáð að Gunnar hefir svo að segja orði til orðs, að villum fráskildum, skrifað alla ættfræðaþuluna upp úr inngangi að Is- lenzkum ártíðaskrám og skýringum mínum við ættarskrár þær, er þeim fjdgja. Þetta var mér í sjálfu sér alveg bagalaust, og Gunnari karlinum var það r elkomið minna vegna að gefa þetta út ui.dir sínu eiginnafni, ef hann hafði gaman af því eða gat gert sér eða öðr- um nagan með því. En hitt er mór ver við að Gunnar hefir ekki kunnað næri i allstaðar að fara rétt með orð mín. Að visu er Gunnar svo nærgætinn við mig, að geta þess ekki, að þessi ættfræði og fiásögn um ættfræðisrit sé öll- eftir mig, svo að þess vegna þj-rfti ég ekki að skifta mér af þessu. En hann hefir þrætt svo það, sem ég hefi sagt. að ailir. sem nokkuð gæta að, sjá hvaðan mál hans er runnið, og hverjum mun þá detta í hug, að maðurinn hafi ekki haft ’ , \tls, V-urn.v«gsnn rétt. oftir? En því ferfjarri. Fj-rst og fremst misskilur Gunnar alveg ættarskrár þær, sem fvlgja Ártíðaskránum. Þeim fjdgja alls 25 ættarskrár, og af þeim ættum verða ekki nema nokkrar raktar niður til vorra daga, og sumar þeirra eru þrotnar þegar í fornöld. “Nú eru,” segir Gunnar, “25 aðalættstofnar á íslandi,” og kveðst hann viija í stuttu máli geta þeirra, og þjdur svo upp einmitt þæ- 25 ættir,sem standa á skránum við Ártíðaskrárnar, þótt sumar þeirra só aldauða fyrir mörgum lnindruðum ára. Með ættar- skránum við Ártíðaskrárnar var ekki verið að sýna hvað margar ættir vesru nú til á Islandi — þær eru miklu lieiri en 25 —, heldur var þar verið að rann- siika, að hve miklu leyti yrðu raktar þær helztu ættir, sem mest kemur fram af í skránum, meðfram skránum til skýringar. I einstökum atriðum hefir aflagast margt hjá Gunnari mínum og sumt nokkuð skoplega, svo sem þar sem hann lætur séra Jón Ólafsson áLamba- vatni (sem annars dó 1703, en ekki 1723, eins og Gunnar segir) vera að “bæta við og fylla ættartölubók sér Jóns á Lambavatni.” En hitt er þó verra að sumstaðar fer öll ættfræðin á ringul reið, eins og þar sem hann lætur Grund- ar-Helgu, sem var enn á lífi 1362 eða lengur, vera konu Þorvalds Vatnsfirð- ings, sem þá var dáinn fyrir 154 árum (d. 1228); son Þorvalds og Grundar- Helgu lætur hann svo vera Einar í Vatnsfirði, sem var Eiríksson og einmitt maður Helgu. Það, sem vilt hefir Gunn- ar, er líklega það, að móðir Einars í Vatnsfirði er talin Vilborg dóttir Einars eldra í Vatnsfirði Þorvaldssonar Vatns- firðings. Að Gunnar hefir ekkert hirt um ýmsar leiðréttingar og viðauka í síðasta hefti skránna, er fram hafa kom- ið við rannsóknir, sem gerðar voru eftir að fyrri heftin komu út, og telja ýmis. legt fjrllra og réttara, ætla ég ekkert að fást um; ekki ætla ég heldur að fara hér frekara út í annað einstaklegt í þess um greinum, sem athugavert er, en beð- ið vildi ég hafa þá menn vestan hafsins, sem kynnu að fást eitthvað við ættfræði að fara heldur eftir mínum eigin orðum í ártiðaskránum, ef þeir þvirfa að nota þær, heldur en útgáfu Gunnars af þeim í Heimskringlu. Að endingu óska óg þess Gunnari Gíslasyni, sem kvað vera gamall maður og fróður um margt og hafa ást á fróð- leik, ef hann skyldi takast það verk á hendur að semja Landnámu Vestur-ís- lendiuga, að hann mætti þá fara var- lega með ættfræðina, þvi að hún er vandakind, og hvergi hægara að mis- stígn sig en þar, og þar getur munaó svo mikið um hvert misstigið fet, að úr því má verða villa þvert. úr átt. Mór þætti hálfvænt um, ef þér vild- uð, herra ritstjóri, smejrgja þessum lín- um inn í blaðið yðar við góða hentug- leika. Kaupmannahöfn, 3. Jan. 1897. Jón Þorkelsson. Páll Olafsson. (Eftir “Bjarka”.) Það var einn dag fyrir nokkru síð- an-, að mér var sagt, að Páll Ólafsson væri kominn hingaðá Seyðisfjörð. Ég hafði hálft í hvoru verið að hugsa um sækja hann heim, því mig hafði lengi langað tii að sjá manninn og heyra hann tala í óbundnu máli. Ég hafði að sönnu séð hann snöggvast á götu í Reykjavík, að migminnir sumarið 1875, en ég mundi ekki svo vel eftir honum sem mér líkað, og hafði ég þó gert mér far um, að skoða manninn vel, því ég kunni þá þegar margar vísur eftir Pál. Hann var þá á gangi með öðrum raanni, léttlegur að sjá og glaðlegur og^ smáhló öðru hvoru, og þegar hann hvarf fyrir húshornið fanst mér eins og ég sæi þar á eftir vísum iians léttfættum og smá- hlægjandi. Þetta og fleira fór um hugann í fluginu þegar ég heyrði að Páll var kominn; og þá var ekki beðið boðanna eins og menn geta skilið. og það mj-ndu víst tleiri íslendingar en ég verða tíjótir að búa sig ef þeir vissu af Páli Ólafssj-ni í næsta húsi. Skyldi óg þekkja hann ? Skyldi ég fá að hej-ra einhverja nýja vísu ? Skj-ldi ellin taka hann sömu þrælatökum og aðra menn, eða skyldi glíman vera þar öðru vísi en annarsstaðar ? Ég barði að dyruiu þar sem mér %-ar sagt að Páll myndi vera. “Kom inn” sagði einhver. Eg opnaði og sá þar þrjá menn í stofunni. Tvo raennina Þekti óg vel. en hefði óg ekki átt von á Páli Ólafssyni þar, þá er ég ekki viss um að óg hai'öi |«mtzþriðja raanninn. E i hér var enginii tímitil nð virða fyrir sór, eða bera satnan fornt og nýtt, því óðara en ég rak inn höfuðið nefndi eiahver nafu niitt, og að fáeinunt inín- útum liðnum sátum við þar sarnan eins og uldavinir eða öllu heldur eins og fað- ir og sonur, og varð heldur lítið um sevimóníur. Páll sagðist nú orðið heldur hliðra sé'- hjá sterkum drj-kkjum en halla sér að léttmetiuu, svo sem bjór, portvíni og þess háttar. Líkaminn er, sem von er til, nokkuð farinn að bila, en þó miklu minna en líkirtdi gætu verið til. því Páll er nú á sjötugasta ári. Hann kvartaði lika um, aö gigtúi væri sér illa mein- söm, on nuuar.s si ekki neiu ellimörk á Páli. Harin er fremur lítið hæröur, ó- lotinn að sjá, og töluvert eftir af fjöri í fasi og hreyfíngum og “andinn hans getur aldrei dáið”. Það er gaman að tala við Pál. Við mintumst á kvæði hans og annara og lét hann okkur hej'ra nokkrar stökur fornar og nýjar, en var þó miklu fúsari á að fara með velkveðnar vísur eftir aðra en sjálfan sig. Iila kveðnar, eða illa rimaðar vísur eiga ekki við PAl, og þegar ég meðal annara kvæða eftir aðra menn lót hann heyra eitt, sem stirt er rímað, en annars ágætt kvæði, furðaði hann á því, að ég skyldi hafa getað lært það. Hann mmtist og á dóm Einars Benediktssonar í Dagskrá um kvæði sín og talaði hlýloga um hann, en jók því við, að sér væri margt það kent víða um land, sem hann ætti ekkert í.. Páll hifði því miður svo mörgu að sinna, en viðdvölin hér svo stutt í þetta sinn, að við gátum hvorki hálftalað né altalað, en skammlífur verður annar okkar þá, ef við náum ekki saman seinna því fárra stunda minnist ég, sem mér hafi þótt ánægjulegri en þessi var þó hún væri stutt. Andi Páls er-svo léttur og firaur, að það má vera hreint dauðífli sem hann getur ekki sett líf i, of hann vill, og liann er í viðræðum svo hnittinn og orðhepp- inn eins og liann ætti annað mái fyrir sig, auk þess sem við eigum allir sam- eiginlega, hvort sem talað er í gáska eða alvöru. Og hann er engu síður hlýr og innilegur, e'i hann er gamansamur og fyndinn. Þessi einkenni sj ist þóenn glöggvar á kvæðum hans og sórstaklega á lausu vísunutn og þarf ekki að lýsa þeim fyrir neinum eða skrifa-skýringar við þær, því þær eru í hvers mans inunni. og þær skilja allir. P.ill þarf ekki að gefa þær út á prent. eins ou aði ir inenn, til þess að þær fari um landið, það er nóg að einn maður læri stökur hans, þá er alt búið, því yfir þeim getur enginn þagað. Þó kvæði Páls séu mörg ágæt eins og til dæmis þetta: “Úr kaupstað þegar komið er”, og mörg fleiri, þá er eins og manni finnist stundum, sem svo þung vopn séu honum óhandhægri, og að við þá fyrst sjáum snilli hans alla þegar hann tekur bogann. Þess munu fá dæmi, að þessar hvassj-ddu, léttu og spefilfáðu örvar hans hafi flogið utan hjá markinu, og svo hárbeittar eru þær enn, að jafnvel hákallar, fílar og flóð- hestar kveinka sér undan þeim. Þeir láta svo sem ekki hefði á þá komið, en gretturnar og tannagnýstrið sýnir svið- ann, og til þess eru jafnvel dæmi að mótstöðumenn Páls hafa gleymt svo mjög bæði stillingu sinni og öllum kristi legum dj'gðum, j-fir vísum, sem skáldið hefir sent til sóknar eða varnar i skær- um daglegs lífs, að þeir láta sér ekki nægja að ausa yfir Pál helmingi ljótari orðum en hann hafði sjálfur sagt, og neyta alls sein hönd festir á til að skaða efnahag hans og mannorð, heldur vinna þeir jafnvel til, að baka sér óvirðingu og gera sig að athlægi opinberlega með því að hlaupa eins og naut I hann nú, þegar hann <p- orðinn sjötugur og farinn að lýjast og eiga óhægra með vörnina. Svo skynlaus getur enginn maðurverið, að hann sjái ekki, að alþjóðarást Páls og álit getur enginn hnekt með því, að tina upp títuprjóna úr sínu eigin sorpi og senda á hann. Slikt hittir ekki Pál, en mjög hætt við að sá sem sendi, standi eftir með foruga fingur. En tækifæris og gaman vísur Páls hitta engvu síður það sem á er miðað. Sjáum vísuna: Skuldirnar mig þungar þjá, þó er bót í máli, að kútinn láta allir á orðalaust hjá Páli. Það er vandfengið annað, sembetra sé að senda með tómum kút til kaup- manns en þetta — að krónum undan- teknuin. Páll sagði líka að sér þætti vænst um þessa visu af því, að það hefðu fáir kútar komið tómir heim á eftir. Hér er ekki rúm til að fara út í hið innra gildi skáldskapar Páls Ólafssonar, en geta má þesi, að ég þj-rft’ ekki langt að leita, ti) að fiuna áhritin af formi og vandvirkni Páls á íslenzk ljóð. Páll er nú að leggja síðustu hönd á ljóðasafn sitt og búa það undir prentun, og er það mikið verk, því hann mnn hafa kveðið miklu meiraeu nokkur ann- ar Islendingur lífs eða liðinn, nema ef vera skj-ldi eitthvað af ríinnaskáldun- um, og treystum vór svo hamingju ís- lenzkrar tungu og íslenzkra bókmenta, að honum megi endast aldur til, að búa syo um ljóð sín sem hann óskar og gefa þau á prent. Það er ýkjulaust, að þau ljóð þrái hver Islendingur sem ljóð kann að virða, bæði innlendur og erlendur. Siðasta vísa Páls, sem ég veit af, stendur í bréfi sem liann skrifaði mér núna 15. Nóv. Þar stendur svo að endingu : “Eg er nú andvaka og uppgefinn við að skrifa bréf í ýrnsar áttir ; klukkan er að ganga til 5. Ellin gefur engum grið, alla meun nún beygir; grafarbakkinn blasir við — bráðum skiftast vegir.” Það væri gaman að verða sjötugur og geta kveðið svona þá — eða hafa gert það áður. Þ. E. Stórkostleg^ svik. Hvernig menn eif a að komast hjá því að láta svíkja ‘út við sig liti, sem sem þeir ætla ekki að kaupa. Sumir kaupmenn i Canada kaupa litarefni, sem er svo ónýtt að það þarf fyllilega þrjá pakka af þvi á móti ein- um pakka af Diamond litum, Þessir ó nýtu litir sem í rauninni kosta fjögur til fimm cents eru seldir í 10 centa pökk um, sem er sama verð og Diamond litir. Þegar kaupmenn reyna til að snuða fólk á þennan hátt, ættu menn að vara sig. Þessir uppgerðarlitir eru búnir tij einungis með þeim tilgangi að græða A þeiin peuinga. Þeir eru svikeamlegar snörur sem lagðar eru fyrir þær hús- mæður sem kaupa þá. Svikum þeim og fyriihöfn má afstýra með því að biðja um Diamond Djfe. Skoðið pakkana og gáið að pví, að á honum standi ‘Diamond’. Þegar þú hefir Diamond Dj-e, þá eru viss um að lita vel og íá fallega og endingargóða liti. “BJARKI,” ritstjóri Þorsteinn Erlinqsson, langbesta blaðið sem gefið er út á ís- laudi. Kemur út í hverri viku. Kostar að eins 81.00 um árið. Útsölumenn fá góð sölulaun. Skrifið til M. PÉTURSSONAR, P.O. Box 305, Winnipeg.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.