Heimskringla - 04.02.1897, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGLA 4. FEB 1897.
Heimskringla
PUBLISHED BY
The Heimskringla Prtg. & Publ. Co.
•• ••
Verð blaðsins í Canda og Bandar.:
$2 um árið [fyrirfram borgað]
Sent til íslands [fyrirfram borgað
af kaupendum bl. hér] $ 1.
• •••
Uppsögn ógild að lögum nema
kaupandi sé skuldlaus við blaðið.
• •••
Peningar sendist í P. O. Money
Order, Kegistered Letter eða Ex-
press Money Order. Bankaávis-
anir á aðra banka en í Winnipeg
að eins teknar með afföllum.
09 ••
EGGERTJOHANNSSON
EDITOR.
EINAR OLAFSSON
BUSDÍESS MANAGER.
• • ••
Office :
Comer Ross Ave & Nena Str.
P O. Itox 305.
Hvernig er áttunda
boðorðið ?
Þegar á alt er litið ættu menn að
mega panga úr skugga um, að ritstj.
Lögberg-s kunni tíulagaboðorðin í ís-
lenzka barnalærdómnum. Þð ber
Lögberg sjaldan vott um að ritstjóri
Jæss muni hvemig 8. boðorðið hljóð-
ar, ef hann á í höggi, eða heldur að
hann eigi í höggi við einrf eða annan
út af pólitiskum málum. Það er til
dæmis ekki sýuilegt af blaði hans
dags. 28. Jan. þ. á., að hann muni
eftir boðorðinu um að bera ekki falsk-
an vitnisburð á móti náunganum.
Hann sem sé stekkur upp á nef sér út
af stuttri grein í bæjarfréttunum í
Heimskringlu dags. 21. Jan., þar sem
sagt er frá Jackson nokkrum, sem
“liberalir” fengu til að búa til kærur
á hendur conservativa, út1 ní kosn-
ingasókninni hér í bænum síðastl. vor
í þessari fréttagrein er ekki sagður
tíundi hiuti af því, sem sagt var í
daglegum frétturn í dagblöðunum
liér, um manninn og framkomu hans.
Eins og hver maður getur séð s%m les
þ^ssa litlu grein í Hkr., er ekki með
einu orði feldur dómur yfir mannin-
um. Þó segir ritstj. Lögb. að þetta
sé “ritstjórnargrein.” Það út af fyr-
ir sig er falskur vitnisburður, en svo
bætir iiann gráu ofan á svart í eömu
máhgreininni. ilann ber þar falsk-
an vitnisburð á móti ritstjórum og út-
gefendum blaðsins “Nor-Wester.”
Segir það blað “forhert” enn í að af-
saka “glæpi þeirra manna er kærðir
liafa verið fyrir ýmsa ólögmæta að-
ferð við kosningarnar siðustu”, og
linýtir því svo viö, og það er annar
falskur vitnisburður á móti Hkr, að
hún með þessari fréttagrein sýni að
hún sé “með Nor’-Wester í anda eins
og fyr.”
Þes3i romsa í Lögbergi ber með
sér, að ritstjórinn hefir reiðst af þv,-
sagt var frá þessum inikla “liberal”-
garpi og fébrögðum hans. Iiann seg-
ir auðvitað í þessari grein, að Jack-
son sé conservative, en hvernig getur
hann sýnt það eða sannað ? Jú, með
íramburði Jacksons, rnanns sem nú
er tukthúslimur orðinn fyrir að hafa
logið fé út af mönnum. En svo hefir
Jackson þessi aldrei borið slíkt svo
kunnugt sé. Þess vegna er fullkom-
in ástæða, enn sem komið er, til að
álíta og segja tukthúslim þennan til-
heyrandi flokki “liberala,” sem hafl
logið sig inn í flokk conservativa síð-
•astl. vor, til þess að kynnast mönn-
um og málum og búa svo til líklegar
lygasögur um breytni þeirra.
Liigberg segir “ósvífnustu ósann-
indi” að upp sé komið að margt og
mikið í kæmskránni sé hreinn og
beinn tilbúningur. Með leyfi að
segja eru þessi • ummæli Lögbergs
■“ósvífnustu ósannindi.” Tribune,
sem mest veður hefir gert út af þessu
“klækja”-máli öllu, og sem flutti
kæruskrána orðrétta (?) hefir aftur-
kallað sumt sem í henni stóð — flutt
kærur frá einura manni á annar,; far-
ið í feluleik í vandræðunum. — Auk
þessa hefir það blað, og einnig hin
<5nnur dagblöð í bænum, flutt yfirlýs-
ingar frá ýmsum mönnura að kærurn-
ar gegn þeim séu hæfulausar. Og
gráðugt flokksblað og ósvífið eins og
Tribune er, heflr það ekki reynt að
andmæla þeiin yfirlýsingum. Auk
þess eru kærurnar flestar ef ekki all-
ar um það, að kjörseðlakössunum
hafi ekki verið útbýtt í tæka tíð,—
þær kærur flestar, ef ekki allar, eru
algerlega ósannar. Undir-kjörstjór-
arnir allir áttu kostáað taka kassana
undir sinn verncfiirvæng hvenær sem
var eftir hádegi á laugardag 20. Júní
og það er oss kunnugt, að flestir
þeirra höfðu tekið þá fyrir kl. 5 þá
um daginn. Þetta alt tekið til at-
hugunar sýnir, að sú frásögn er rétt,
að margt og mikið af kærunum sé
tilbúningur.
Ritstj. Lögbergs segir það “kringl-
ótta röksemdafærslu” að ætla, að sá
sem uppvis er orðinn að svikum, geti
ekki sagt satt fyrir rétti. Það er má
ske skoðun ritstjórans, að óhultara sé
að trúa framburði þess manns, sem
uppvís er orðinn að lygum og íalsi
og kominn i tukthús fyrir, heldur en
þeim manni sem hefir óskert mann-
orð ? Hann um það, en það kemur
þó flestum öðrum svo fyrir, að sú á-
lyktun sé “kringlótt” ekki siður.
Það kemur flestum svo fyrir, að sá
maður, sem ekki hikar við að Ijúga
peninga út úr einum manni, muni
ekki hika við að Jjúga óhróðri á ná-
ungann. Það er þó hættu minna.
Þá státar ritstjórinn af því, að
“liberalir” hafi ekki útvegað Jackson
lausn. Það gerðu þeir ekki, það er
satt, en þeir gerðu þá heldur ekkert
til að greiða veg þeirra, sem gintir
voru til að gefa Jackson peninga f>r-
ir falskar ávísanir, og sem þegar
kærðu hann. Ef það er ekki skylda,
þá er það samt regia dómsmálasrjórn-
arinnar að taka að sér rannsókn í
samskonar málum og þessu. En í
stað þess að gera það nú, birtist sú
yfirlýsing í Tribune, og sem átti að
vera frá dómsmálastjóranum, að það
væri regla sinnar stjórnardeildar að
hafa engin afskifti af þeim málum,
fyrri en lögregludómarU hefir sagt
hina kærðu seka. I tilefni af þessari
yfirlýsingu skoraði “Nor’-Wester” 4
dómsmálastjórann að birta sams kon-
ar yfirlýsingu með nafni sínu undir
og að viku liðinni, er áskoraninni
var enginn gaumur gefinn, sagði
blaðið að auosi'ð væri að hann -hefði
eklci treyst sér að gera það, enda
hefði honurn verið kunnugt að blað-
inu (Nor’-Wester) var innan liandar
að gera hann að ósannindamanni.
Af þessu sést að þó “liberalir” útveg
uðu þessu djásni sínu ekki lausn, þá
hikuðu þeir ekki við að beita brögð-
um og lygi'til að skýla honum. Ilug-
mynd þeirra hefir atigsælega verið
sú, að þeir menn sem Jackson féfletti,
innndu ekki leggja út í sóknina, þeg-
ar þeir sjálfir þyrftu að liorga kostn-
aðinn sem af henni leiddi, kostnað
sem hinu opinbera bar að borga sam-
kvæmt reglunni.
Ilvað snertir kæru ritstj. að
“Nor-'Wester afsaki “glæpi“ þá sem
kært er að framdir hafi verið og að
Hkr. sé í ‘anda’ með í því, þá eru það
tvítekin ósannindi, vísvitandi ósann-
indi. Ritstj. Lögbergs er ofvaxið að
benda á eitt einasta orð vort, er
hneigist í þá átt að vér afsökum
“glæpi,” í hvaða inynd sem er og
hverjir sem hlut eiga ao máli. Það
er alt að einu ósatt að ‘Nor’-Wester’
hafi afsakað slíka “glæpi”. Blaðið
hefir ekki gert það enn. En það hef-
ir borið Greenway-stjórninni á brýn,
að hún þeyti upp þessu moldriki i
þeim tilgangi einum að ófrægja con-
servátiva og hafa áhrif á kjósendur
í hlutaðeigandi kjördæmum. Og það
hefi ávítað “liberal”-blöðin fyrir að
tala um hina kærðu menn eins og
væru þeir nú þegar sekir. Þegar á
alt er litið er líka sannast, að þetta er
ekki fjarri lagi, en þrátt fyrir það
erum vér í því efni enganveginn á
sama máli og “Nor’-Wester”. Oss
virðist að sæmra hefði verið að láta
þá ávítana-runmu bíða þangað til öll
þessi m'd voru útkljáð. En svo er
það eigi að síður satt, að “liberal”-
blöðunum hefði verið “skammar nær
að balda sér saman” þangað til þau
höfðu ástæðu til að segjaað hér hefðu
verið framdir “glæpir”. Það má
kæra hvern mann sem er, en þær
kairur geta verið lognar. Á meðan
kæran er ósönnuð, eru hinir kærðu
menn sýknir, en ekki sekir, í augum
laganna. Séu þeir sekir, þá er á-
stæða til að avíta þá og þann flokk
sem þeir tilheyra. Að gera það á
meðan þeir í augum laganna eru
sýknir,—það er níðingsverk.
Sem sagt er það álit vort, að
“Nor’-We3ter” hafi gengið eins hóf-
leysislega langt í að ávíta fylkis-
stjórnina fyrir aðgerðir allar í þessu
máli, eins og Tribune og önnur mál-
gögn “liberala” hafa gengið hófleys-
islega langt í hina áttina. En við
hvesju er að búast ? Það skorti ekki
ástæður til að ætla að stjórnin væri
knúð fremur af pólitiskum hvötum,
en réttlætistilfinning. Einn vottur
þess er það, að þegar rannsókn var
hafi í málinu gegn Dr. Roche í Mar-
quette, viðurkendi maðurinn sembað
að dæma kosninguna ógilda, William
G. King að nafni, að hann sj dfur
vissi ekkert p.m hvað satt væri eða ó-
satt í kæraskránni, að hann hefði
heyrt þetta og hitt sagt, og að lög-
maðurinn sem dómsmálastjórinn
beitti til að sækja öll þessi mál, hefði
fengið sig til að skrifa undír þessa
kæruskrá og sverja að framburður
sinn (kæruskráin) væri sannur og
réttnr. Það var úrskurður dómar-
anna (yflrréttardómaranna) að þessi
framburður Kings væri ósannur og
sviksamlegur, og að leggja hann
fram væri vanbrúkun á réttarfars-
reglunum. Hér var sannað svo
greinilega sem varð, að þessi starfs-
maður dómsmálastjórans, þessi lög-
maður, fékk þennan mann (King) til
að fremja meinsæri. Nú er mein-
særi giæpur sem hinu opinbera ber
að sjá um að hegnt sé fyrir að mak-
legleikum, en alt til þessa hefir dóms-
málastjórinn ekki sýnt lit á að rann-
saka það mál. Partiskan leynir sér
ekki í þessu. Þessi maður var að
eigin játningu keyptur af starfsmamii
hins opinbera til að bera falskan vitn-
isburð, til að Ijúga óhróðri á and-
stæðinga ’srjórnarinnar,—og keyptur
til að sverja að það sem hann segði í
þessum falska vitnisburði væri satt.-
En af því þeási meinsærismaður yar
leigutól “liberala’j — leigutól dóms-
málastjórans sjálfs, þá varð hann að
sleppa. Þetta sýnir hvað mikil er
réttlætistilfinningin hjá Greenway-
stjórninni, þegar um pólitisk sakamál
er að gera.
Það má vel vera, að conservativ-
leiðtogarnir hafl í síðustu sókn boðið
kaþólíkum í (juebec meira en rétt
var, en þeir fengu þá líka síit. mak-
leg gjöld fyrir. “Liberalir” “buðu
betur” í fylgi kaþólíka, að minsta
kosti þeir Laurier og Tarte, og sóp-
uðu svo meginhluta atkvæðanna í
sinn sjóð. Og á þeim kaþólsku at,-
kvæðum lafir liin kaþólska dominion-
stjórn í völdum síðan.
Þræta þeirra Mr. Hutchings og
ritstj. Lögbergs kemur oss ekkert við
og látum vér því greinina í
Lögbergi um það efni afskiftalausa.
Það er að eins eitt atriði í þeirri gi ein
sem vér vildum athuga, og það er
það, að ritstj. Lögbergs notar sér
stafvillu í nafni Mr. Ilutchings eins
og það birtist í Hkr.. ‘ '1 þess að gefa
í skyn að Mr. Ilutch s kunni ekki
að stafa nafnið sitt! ’,f aldrei sæist
stafvilla í Lögbergi ■ ri sök sér þó
ritstj. ekki vissi hvai dvilla í prent-
un er og ímyndaði s s\ o, að rangt
stafað orð á prenti 1 ni af þvi að
ritarinn kynni ekki í stafa. En
það sjást stafvillur í dögb., eins og
ekki er tiltökumál. . ess vegna er
þá æði auðvirðilegt aö hanga á stat-
villum hjá öðrum. Þáð lýsir lúsar-
legri sál en drotinunargjöTnum og
drambsömum ritstjóra sæmíi. Að
öðru leyti gerir þetta ekkert til. Ef
ritstjórinn hugsar sér að Mr. Hut-
chings kunni ekki að stafa nafnið sitt
hvað þá meira, eða ef hann hugsar
sér að próíarkalesari Ilkr. kunni ekki
svo mikið í ensku að hann geti leið-
rétt aðra eins stafvillu og þessa, ef
hann tæki ef'tir henni, þá er langt frá
að honum sé það ofgott. Ilann er
þvert á móti velkominn að ímynda
sér það.
.....J
1
ue&ion
t Is invalxnble, if you are run ]
[ down, as it i:i a food as well as <
: a mscíieine.
: Th© Ð. & L. Emulsíon 3
► ’ill build you up if your gencral health is á
Tho D. & L. Emulsíon \
", Is thf bcst and most palatable preparation of 3
t Cod Liver Oil, agreeiag with the mostdeli- H
cate stcmachs.
r Tho D. & L. Emutsion \
» Isprescribed by the leading physicians of ©
► Canada.
\ Tho 55. & L. Emulsion 3y
£ Is a marvcllous flesh producer and will give 1
P you an appeiite. q
| BOc. & 81 per SotiSe
t Be rure you get I DAViS & LaWBEHCE CO., LTD. 3
£ the genuiue | montreal 3
Hafþræðir.
Fréttaþráðarlagning á sjávar-
eða vatnsbotni er tiltölulega ný upp-
finding, en svo stórstigir eru menn í
framföram í þvf efni, sem mörgu
öðru er að verknaði og samgöngu-
færum lýtur, að menn tala um haf-
þráðalagning án frekari umhugsun-
ar, en ef talað væri um að byggja
brú yfir keldu. Menn hafa fyrir
löngu lært að yfirstíga alla örðugleik
ana,sem þcir.er fyrstir byrjuðu, höfðu
við að stríða. Um þá er þess vegna
ekki talað lengur, heldur það eitt:
Ilvað kostar þráðurinn ? Borgar
stofnféð vöxtu ? Er nokkuð unnið
með því á einn eða annan veg ? Það
hef'ði þannig fyrir ekki svo mörgum
árum þótt vitlausra manna æði, að
herja á hið afskaplega stóra Kyrra-
haf og leggja telegrafþráð á botn
þess. Nú er ekki um annað tíðrædd
ara, og það er margt sem bendir á,
að þar verði aðalstarfsvið hafþráða-
félaganna í bráð og það innan fárra
ára. Á aðra hönd eru Bretar, Ca-
nadamenn og Ástralíumenn að tala
um sinn sérstaka þráð milli Canada
og Ástralíu, er áað kosta 10 miljónir
dollars. Á hina hendinaeru Banda-
í'íkjamenn að tala um liafþráð frá
vesturströnd Bandaríkja um Havai-
eyjar til Japan og kvísl þaðan til
Kínlands. I þriðja lagi eru Rússar
að tala um hafþráð frá endastöð Sí-
beríubi:autarinnar — Vladivostok,
suðaustur til Japan, og stjórnmála
peirra vegna er sá þráður nauðsyn-
legur. Það er litlum efa undir orp-
ið, að þessir liafþræðir allir verða
lagðir nú innan fárra ára og af því
leiðir svo að auðsæ verður þörf á
öðrum fleiri frá þessum stað til ann-
ars og svo koll af kolli.
Það eru liðin rétt 45 ár síðan
fyrsti telegrafþráður á sjávarbotni
var fullgerður. Englendingur að
nafni J. W. Brett myndaði félag ár-
ið 1845 í því skyni að leggja tele-
grafþræði á sjávarbotni á millum
landa. Eftir nærri (I ára vinna tókst
honum að fá fullgerðan fyrsta haf-
þráðinn — á gamlársdag 1851 —
milli Dover á Englandi og Calais á
Frakklandi. Á þeiin tíma þótti slíkt
furðulegt þrekvirki, en lítið þætti
koma til þess nú. Ari síðar lagði
Brett tvo aðra þræði inilli Englands
og Frakklands --- milli Dieppe og
Beachy llead og Boulogne og Folk-
stone. Þetta varð til þess, að árið
1853 fékk þetta félag leyfi Frakka
*og loforð um styrk, ef það legði haf-
þráð yfir Miðjarðarhaíið milli suður-
strandar Frakklands og Alzir. Fé-
lagið sneri sér þegar að því, en gekk
illa, og var það ekki fyrri en 1861,
að það fékk þráðinn gerðan eins og
þurfti. Þó illa gengi í fyrstu síst
fljótt að hér var fundið nýtt og stór-
fengilegt starfsvið, og f'ór nú liver í
k;ipp við cuman að hugsa um haf-
þræði. Á mcöau Brett vann að
lagning Alzir-þriðarins gekk hann í
f'élag með hinmn nafnkunna 'New
York-manni Cyrus W. Field auk
annara fleiri ríkismanna, í þeim til-
gangi að légjja þráð yflr Atlantshaf
Árið 1851 fékk Field leyíi hjá Ný-
fundnalandsstjórn til þess að leggja
hafþráð eða hafbræði þar á lancl, og
skyldi það leyfl gilda um 50 ár. Að
lendingarleyfinu fengnu var farið að
kanna botn sjávarins austur til ír-
lands og vestur til Nova Scotia. Eft-
ir nokkrar tilraunir tókst slysalaust
að fá lagðan þráðinn milli Nýfundna
lands og Nova Scotia, en þá var eftir
‘pollurinn’ sjálfur—aðal-Atlantshaiðf.
Fyrsta tilraunin að leggja þráð á
því breiða sviði var gerð 7. Ágúst
1857. Á þriðja degi slitnaði þráð-
urinn og var næsta tilraun ekki gerð
fyrir en sumarið 1858 og þá (5.
Ágúst) tókst að tengja Ameríku og
Evrópu með fréttaþræði, þó ekki
gcngi það slysalaust hcldur í þetta
seinna skií’ti. Iiinn 7. Ágúst 1858
sendi Field fyrsta skeytið austuryfir
haf, en svo var þráðurinn ónýtur orð
inn 1. September — þrem vikum
eftir að hann var fullgerður. En á
þessu stutta tímabili höfðu 400 mál-
þráðarskeyri verið send yflr haíið,
er samanstóðu af 4,359 orðum. En
lengi var þá verlð að senda skeyti.
Er þess gctið t. d., að 99 orða skeyti
sem Victoria drotning sendi forseta
Bandaríkja (James Buchanan) við
þctta hítíðlega tækifæri var 67 mín-
útur á' leiðinni, milli London og
Washington. Það þætti langnr»tími
annað eins nú. Þegar þráðurinn í
þetta skiftí ónýttist, hafði hann kost-
“F.g hefi brúkað Ayer’s Cherry
Pectoral í húsi inínu í 22 ár on
mæli með því við aðra, við kvefi
og hósta og kíghósta. Hefi ekki
heyrt um eitt einasta dæmi þar
sem það hefir brugðist við kíg-
hósta, þegar *
Hœdni og hosti.
Maðurinn sem hæðist að því, er
vinur bans ráðleggur honum að ‘taka
eitthvað við þessum hósta,' heldur
áfram að hósta þangað til annaðhvort
að hann hreptir skoðun sinni, eða breytir um jarðneskan bústað sinn í
hinsta sinni. Það er annars undarlegt hve menn eru þráir og hve leDgi
þeir tefla á tvær hættur, þó heilsa og lif sé í veði, þegar þeir gætu fengið
læknað hóstann, kvefið og lungnaveikina með nokkrum inntökum af
Ayer’s Cherry Pectoral.
* Þessi vítnisburður er fullum stöfum i Ayer’s “Carebook” ásamt
hundruðum annara. Fæst ókeypis hjá J. C. Ayer Co., Lowell, Mass.
að félagið 1,834,500«dollars. Það
var glatað fé—í hráð.
Þá kom innanríkisstríðíð til sög-
unnar og af því leiddi að ,‘Field varð
lítið ágengt, en h'ann þreyttist samt
ekki. Var þá um stund talað uin að
yfirgefa þessa leið, en leggja þráð-
inn frá Skotlandi um Orkneyjar,
Færeyjar, Island og Grænland til
Labradorstranda nyrst og þaðan
landveg suður. Það sem sérstak-
lega þótti álitlegt við þessa leið var
það, að þar hefði þráðurinn hvergi
orðið lengri en 600. mílur á milli
lendingarstaða. En fslands óham-
ingja leyfði ekkert slíkt. í millitíð-
inni var lagður 1330 mílna langur
þráður á Persaflóa og er hann reynd
íst ágætlega var auðsætt, að ekkert
var til fyrirstöðu að þráður milli ír-
lands og Nýfundnalands gæti stað-
ið. Þetta heflr að líkum verið ein
aðal orsökin til þess að fsland varð
útundan — og er það enn. Árið
1866 gerði félag Field eina tilraun-
ina enn, og hún hreyf. Var þá
byrjað að leggja þráðinn 13. Júlí
og 14 dögum síðar var hann land-
fastur orðinn á Nýfundnalandsströnd
um. 0g 4. Ágúst 1866 var svo sú
þýðingarmikla fregn látin út ganga,
að þráðinn mætti nota hver sem
vildi. Það hefir iíka aldrei orðið
uppihald á fréttaflutningi með tele-
graf yfir Atlantshaf síðan.______
Síðan heflr hafþráður fylgt á
.eftir hafþræði ineð undraverðum
hraða, þangað til vefurinn er víða
orðinn margfaldur mjlli einna og
sömu landa, þangað til Kyrrahafið
eitt er eftir og norður-Atlantshaf til
íslands, Færeyja og Grænlards.
Samkvæmt ný útkom^ni skýrslu frá
mælingamannafélaginu í London er
samlögð lengd allra hafþráða, sem
nú eru til, um 162 þúsund mílur, og
hafa þeir þræðir að öllu samtöldu
kostað um 200 miljónir dollars. Sem
vott þess, að þræðirnir liggi ekld að-
gerðalausir, getur þetta mælinga-
mannafélag þess, að á ári hverju
gangi í gegnum hendur p iststjórnar-
innar á Englandi (póststjórn og tele-
graí'-stjórn Breta er eitc og hið sama)
um 7 miljónir hafþrAðaskeyta. IIve
margar mil jónir skoyta fara fram og
aftur á Ari hverju, er haíþráðafélög-
in ein handlcika og hafa t ;lii á, það
hefir enginn liugmynd um.
I sem íæstum orðum er hafþráð
arságan þessi: Fyrsti þráðurinn,
milli Englands og Frakklands, var
fullgerður. og vinnufær um fjölda
ára, 1851. Norðurálfa var tengd
norðu rströnd Afríku með hafþræði
1861, Norðurálfa tengd Indlandi
með hafþræði 1865, Norðurálfa tengd
Norður-Ameríku með varaíllegum
hafþræði 1806, og Norðurálfa tengd
Ástralíu mcð hafþræði (um eyjaklas-
ann f ^lndlandshafi) árið 1872, og
Norðurálfa tengd Suður-Afríku með
fréttaþráðum á sjó og landi 1879.
um víða andæft af alefli, af því hvað
háskalegir þeir yrðu. Sjálfur mundi
vagninn merja menn og limlesta. í
tugatali á hverjum degi, auk þesser
hann að sjálfsögðu f'ældi alla hesta,
og að auki mundi aflvírinn yflr spor-
inu sífelt slitna og á augnablikinu
strádropa allar lifandi verur í grend-
inni. Margt þvílíkt var tillínt sem
gildar og góðar ástæður til þess, að
rafmagnsvagnar væru óhafandi. En
nú vill enginn vera án þessara
vagna, sem einusinni heflr reynt þá
og enginn hugsar framar um hætt-
una, þó hún sö auðvitað sú sama, en
meiri eða minni eftir því hvernig
félaginu er stjórnað, og hvernig hlut
aðeigandi bæjar- eða sveitarstjórn
semur við félagið um ferðhraða o. s.
trv. Á sarna hátt var telegrafþræð-
inum víða tekið illa í fyrstu. Sem
dæmi upp á þessar illu viðtökur er
þess getið, að um sama leyti og
Brett byrjaði að leggja hafþráð til
Frakklands árið 1849, bað félag eitt
í Hamborg um leyfi til að leggja te-
legrafþræði (á stöngum) milli aðal-
borgarinnar og Altona og til að sam
tengja öll nágrannaþorpin og Ham-
borg með fréttaþráðum. Undireins
og þetta fréttist ærðust útsveitamenn
irnir, skipuðu nefncl manna til að
fara á fund yfirvaldanna og flytja
mótmælayfirlýsingu. Var það skýrt
fram tekið í því skjali, að hlutaðeig
aTKlf firenaur og Þöar álitu rat'iuagns
fréttaþrAð skaðræði fyrir líf sitt og
eignir,að þeir stiltustu á meða þeirra
væru uppvægir út af þessu tiltæki
og að þeir þess vegna aldrei mundu
gefa samþykki sitt til þess, að þessi
skaðræðis þráður yrði festur með
fram ökrum þeirra og engjum En
svo voru það ekki eingöngu bændur
í grend við ITamborg, . sem þannig
andæf'ðu fróttaþræðimfm. Það gorðu
enda fróðir menn og lærðir í borgun-
um. Meðal annara ritaði maður einn
í Altona (Schmidt að nafni) á móti
þessu tiltæki og taldi sem ástæðu,
auk annars, er bændur höfðu talið,
að rafmagnið í loftinu væri áþekkt
taugakerfiriu í manninum, að þráð-
urinn þess vegna drægi til sín raf-
magn með hraða sem svaraði*30 til
60 þúsujid mílum á hverri sekúndu.
Af því leiddi itð þráðurinn laðaði til
sín óveður og storma, en skorti sam-
tímis aíl til að hrinda í'rá sér og eyða
þrumuskúrum. Þetta og þvílíkt
höfðu menn á móti hinum meinlausa
telegrafþræði fyrir minna en 50 ár-
um síðan. Það þætti hlægilegar aðr
ar eins tillögur nú, en svo er spurn-
ingin livort menn nú taka nokkuð
betur nýjum uppástungum um eitt
og annað; það cr spurning hvort
afkomendur vorir að 50 árum liðn-
um liafa ekki alt eins gilda og góða
ástæðu til að henda gaman að oss
fyrir vanþekkinguna, cins og oss
finst ástæða til að henda gaman að
þeim sem fyrir 45—50 árum síðan
álitu fréttaþræðina banvæni í'yrir
I sambandi við þetta er fróðlegt
að athuga, að í upphafinu vár raf-
magnstelegraf vlða tekið, eins og
rafmagnsknúðum sporvögnum hefir
svo víða verið tekið á síðustu árum.
I upphafinu var rafmagnssporvögn-
íí
g
55
L
>Q @ © © O «©' ® © ® O CVf>
--------_-----------gj
©
©
©
0
I havo T’rpvrll)
u:n. M.D., Ifo
I liavo uaed.
’Ji"! PlaBferinaiiiimh'’r
'i ílioÁjpHiio i>aimi,#iind
• t.ie effects »nd
®tl 11 * . li. CÁItPtíN-
l, B«i«ton.
'la*-' a in fferera! cases
11 nnisi iBar i aisni. hj I ílnd m < very cna®
t!j ;t it- f'iive aim 'st in:• t.•»if n >• <l periua mjut relicf.
—J. ):. WO'.’I.r. y. n . I,þ i; f.m. 1M„
It Cures Kc*i:ií !<•;*, L"inli;ijro, N'en-
ral;íla, P»in» in F ck or 8itlo# or
any Miisculur Puíiih.
Price j Ðftvls & Lawrence Co., Ltd,
2ÖC. | Sote Proprietors, Montkeal.
9® ®®©0®®®©áS
þjóðfélagið ?
fmiY-PECTORAL
Positívely Cures
COUGHS and COLDS
in a surprisingly short time. It’s a sci-
cntific certainty, tried and true, soothing
and healing in its effects.
W. C. McComber & Son,
Bouchette, Que.,
report in a lolter that l'yny-Pectoral « ured Mrs.
0. Garccau of chronic. cofd iu «'11081. and lironcliial
tnhcH, and also cured W. G. McComber of a
long-Htanding cold.
Mk. J. II. IIgttv, Chcmist,
52íi Yonge St., Toronto, writes:
“ As a geueral c«niííh and lunjf syrup Pyny-
Pccti»ml iu a inost luvnliiahie |»r«pnratinn. It
has gi/cn tlie ulinnst »;itisfaction to ail who
havo i ried it, inany haviug gpokcn to mo of the
lu'iicíi ta díMived if om its use in tholr famiiiet.
lt is suitablo for old or yohptf, bcing plnasant to
the taste. Its salo with me lias been wonderftil,
an*l 1«an ahvays rcuommend it as a safo and
rcliable cougb medicino."
I.nrac Itoitlo, 2Í5 €ts.
DAVIS & LAWRENCE CO„ Ltd.
Sole Proprictors
Montreal
f