Heimskringla - 04.02.1897, Blaðsíða 4
HEIMSKRINGLA 4. FEB. 1897.
Skeiiitisanikoma.
Stúkan SKULD I. O. G. T. heldur
skemtisamkomu á North-West Hali,
á mánudagskvöldið kemur (þann 8.
þ. m., kl. 8. Á samkomunni í'er fram
Silver MeJal Coitest”
á milli nokkurra meðlima stúkunnar.
Þar að auki verður ágætt “musieal”
program, sem nokkrir hinna beztu
söngmanna meðal Islendinga hér í
bænum taka þátt 1.
Aðgangur ^yerður ókeypis
en samskota verður leytað til arðs
fyrir Stúkuna.
Allir eru boðnir og beðnir vel-
komnir-
*
undir forstöðu íslenzka söng-
félagsins “I. A. C. Orchestra”
i Unity Hall,
(Corner Pacific Ave. & Nena St.)
á Fimtudaginn 11. þ. m.
Programme:
Part I.
1. March : “Welcome.”.......S-wift.
Orchestra.
2. Sextette: "Stars of the Summer-
night”.......Kerrúon.
Thos. H. Johnson, C. B. Julius, H.
Lárusson, H. B. Halldórsson, Ó.
Björnson, M. B. Halldórsson.
3. Recitation: “The last charge of
General Custer .....Whittaker.
Frank Morris.
4. Schottische : “Ladies Favorite.”
..........II. Ldrusson^
Orchestra.
5. Solo: “Come, silver moon.”
............G. A. White.
Anna Johnson.
6. Violin Duet: “Neapoletan.”
.............Henry Lawson.
Paul Dalmann, C. B. Julius.
7. Cornet Solo: "Dreams of old
Waltzes.”................//. Ldrusson.
H. Lárusson.
Part II.
1. Overture : "Dramatic” D.L.Ferrazzi
Orchestra.
2. Solo : “Doris.”......Geo. Afaywood
Thos. H. Johnson.
3. Recitation: “The face upon the
Barroom floor.”.....Lindly.
O, A. Eggertsson.
4. Sextette: “Skógargildi”..........
Thos. H. Johnson, C. B. Julius, H.
Lárusson, H. B. Halldórsson, 0.
Björnson, M. B. Halldórsson.
5. Waltzes : "Till we meet again.”
...........E. A. Baily,
Orchestra.
6. Solo : “Madeline.”...G.A.White.
Anna Johnson.
7. Instrumental: “Ó guð vors lands”
.........Sv. Sveinhjörnson.
Orchestra.
Dyruar opnar kl. 7,30 e. h.
Skemtanir byrja kl. 8 á slaginu.
Aðuangur 25 eents.
Aðgöngumiðar eru til sölu hjá
G. Johnson, S. Johnson, Á Friðrik-
son og G. P. Thordarson, og hjá
söngfélagsmönnunum.
Clriinn-daiis.
HtJRRA! HÚRRA!
Miðvikudagskvöldið 10. Febr.
næstkomandi verður haldinn
GRÍMU-DANS
á North-West Hall. Húsið verður
opnað kl. 8. — Aðgöngumiðar verða
til sölu í búð Mr. Árna Friðrikssonar
og einnig hjá Mr. S. Melsted í búð
Stefáns Jönssonar, og kosta 25 cent
Fyrir böm innan 12 ára verða tekin
10 cent við dyraar. I næsta blaði
verður auglýst hvar grímur verða
seldar.
Grímur fást I búð hr. J. G. Thor-
geirssonar, Notre Dame St.
Því sem kann að verða afgangs
kostnaði, verður varið til styrktar fá-
tækum og heilsulausum landa hér í
bænum.
Komið ailir nngir og gamlir og
hlægið einu sinni lyst ykkar.
Forstöðunefndin.
Winnipeg.
Lesið ‘prógramm’ fyrir ‘Orchestra’-
samkomuna á öðrum stað. - Það mælir
með sér sjálft.
Hra. Pétur Erlendsson frá Bel-
mont, Man.. kom til bæjarins í vikunni
sem leið, og fór aftur heim til sín í gær.
Hr. M. Brynjólfsson, málafærslu-
maður i Cavalier, N. Dak., kom til bæj-
arins á sunnudagskvöldið og dvaldi til
þriðjudags.
Hr. Joseph B. Skaptason brá sér til
Nýja-íslands á mánudagskvöldið var, í
kynnisför til foreldra sinna að Hnaus-
um.
Hr. Eiríkur Gíslason kom heim á
laugardagskvöldið úr vörufiutningsferð
norður um Winnipegvatn fyrir þá Sig-
urðson bræður að Hnausum.
Maður að sögn til heimilis í grend
við Winnipeg, varð úti og fraus til
dauðs á Rauðavatni í Minnesota í fyrri
viku.
Þeir Haraldur Olson og Benedikt
Jónsson komu heim á laugardagskvöld-
ið var úr fiskdrætti norðan af Winni
pegvatni.
Fylkisráðaneytið hafði fund á fimtu
daginn var og var þar afráðið að kalla
saman fylkisþingið á fimtudaginn 18.
þ. m.
Annar maður til varð úti hér í fylk-
inu i'hríðinni hinn 21. f. m., — James
Allen, bóndi í grend við þorpið Hami-
ota, um 40 mílur norðvestur frá Bran-
don.
Tveir bræður, Simpson að nafni,
voru í vikunni er leið dæmdir til tveggja
ára betrunarhússvinnu fyrir innbrots-
þjófnað. Félagshróðir þeirra, er var í
vitorði, fékk 4 mánaða fangelsi.
Patterson fylkfsstjóri hefir sent á-
skorun til allra sveitastjórna í fylkinu
um að gefa og útvega gjafir til hjálpar
hinu nauðlýðandi fólki á Indlandi. Bæj-
arstjórnin gefur $1,000 og fylkisstjórnin
gefur $2,000.
Hra. Gísli Ólafsson hefir legið þungt
haldinn í lungnabólgu síðan í vikunni
sem leið. Þegar blaðið fer till prentun-
ar (miðvikudag) er hann heldur á bata-
vegi.
Nýdáin er hér á sjúkrahúsinu Björg
Pétursdóttir Pálssonar. Útför hennar
fór fram frá 1. lút. kyrkjunni á þriðju-
daginn.
Nú er loksins fengið leyfið til að
hyggja brú yfir C. P. R. sporaklasann;
er talað um að taka niður Assiniboine-
brúna á Aðalstrætinu og hagnýta þar
það, sem hún nær, en byggja aðra breið
ari miklu og sterkari yfir ána.
Það er nú loksins fullvíst orðið,
segja dagblöðin hér í bænum, að J. E.
P, Prendergast hefir sagt af sér þing-
mensku fyrir St. Boniface kjördæmið.
Fylkisstjórnin hafði gert sitt ýtrasta til
að fá hann til að haldaáfram á þinginu,
en til einskis.
Madame Albany syngur hér í bæn-
um í annað sinu á föstudagskvöldið 12.
þ. m. Aðgangur er sagt að verði þá ó-
dýrari en um daginn — verði $1—$1,50.
—Montreal-blöðin segja, að þegar hún
söng hér um daginn hafi komið inn
$6000 að frádregnum öllum kostnaði.
Það er álit manna að snjórinn á
jörðu hér í fylkinu sé nú þegar orðirm
fullum helmingi meiri en hann varð
mestur í fyrra. Þó eru nú eftir mestu
snjóamánuðirnir, sem að venju eru Fe-
brúar og Marz. Þiðni snjórinn snögg-
lega, er þess vegna vænlegt útlit með
flóð í vor, enda “gainlir” menn þegar
teknir að spá ómuna flóði.
St. Andrew8-strengirnir. Það er
nú að virðist öll von til að byrjað verði
á aðgerð Rauðár í vor er kemur, Maður
hér í bænum, Thos. Maxwell að nafni,
fékk boð frá Ottawa um að fara til und
ireins og grafa holur bér og þar ;í ár-
botninn og beggjamegin hennar, til að
rannsaka jarðlögin. Lagði hann af
stað til þessa hinn 27. þ. m. með
nokkra menn með sór. Ætla þeir aö
grafa einar 50 þessar holur.
Hra. Sigurður Andrésson, þóndi í
Qu’Appelle-nýlendunni, sem kom til
bæjarins um jólin, fór heimleiðis á föstu
daginn var. A vesturleið ætlaði harm
að dvelja vikutíma hjá syni sínum í
Brandon. Sigurður kom til bæjarin -: il j
að fá gert við gamalt kviðslit. i’ór |
hann því á hið almenna sjúkrahús og
var þar gerð‘operation’á honum, er
tókst ágætlega. Hann var ekki búinu j
að ná sér þegar hann fór af stað, en það j
virtist honum að þetta mein hans vteri j
albatnað.
John Shaw, hinn alþekti ‘contract-
or’, sem margir íslendingar hafa unnið
hjá, lézt í vikunni sem leið.
Ókeypis samkoma á Northwest Hall
á mánudagskvöldið kemur. Gott að
vera þar fyrir “fátækan landa ! !” Sjá
auglýsingu.
Gleymið ekki grímu-ballinu í North
west Hrll ámiðvikudagskvöldið kemur.
Skeratun verður hin ákjósanlegasta, en
kostar bara 25 cents. Arður allur geng-
ur til hjálpar fátækum landa, sem legið
hefir ósjálfbjarga siðan i sumar er leið.
Bæjarstjóruin lét í vikunni sem
leið teljaþá sem þ ggja styrk frá bæn-
um í vetur, taka nöfn þeirra, aldur,
hvaðan komnir og hvenær hingað komn
ir. Tilgangurinn er að bæði fylkis- og
dominionstjóruin taki þátt í að
hjálpa fólkinu, sem ný komið er hingað
frá útlöndum og er allslaust.
Hra. J, P. Sólmundsson á Gimli
kom til bæjarins á mánudagskvöld og
fór heimleiðis á miðvikudag, Hefir
hann nú tekið að sér skólakenslu við
Grundarskóla í Mikley, það sem eftir er
vetrarins. — Árnesskóla hafði verið
sagt upp um 20. Janúar síðastl. Gimli-
skóla var lokað fyrir jól vegna mislinga
en búizt við að kensla yrði hafín aftur
með byrjun Febrúar.
Ráðherranefnd Lauriers, sem er að
leita álita almennings í því hvað gera
skuli við tolllögin, er væntanleg hingað
um næstu helgi. Formaðurinn, Fiel-
ding fjármálastjóri, hefir telegraferað
Richardson sambandsþingmanni þess
efnis, að nefndin taki til starfa í Winni-
peg á mánudaginn 8, þ. m. Helzt vill
hann að yfirheyrslu hér verði lokið á
þriðjudagskvöld.
íbúatal bæjarins er nú, samkvæmt
nafnaregistri og vegvísir Mr. Hender-
sons (Hendersons Directory) 42,150.
nokkurskonar formála við bókina er
þess getið sem vott um framförina, að
þegar Manitoba gekk inn í fylkissam-
bandið árið 1870 voru íbúar fylkisins
11,965, er þannig skiftist: Indíánar 581,
kynblendingar franskir 5,694, enskir
kynblendingar 4,076, hvítir menn 1,614,
Nú eruí fylkinu taldir 225,000 íbbúar.
Viðaukinn á 26 árunum þess vegna
213,035, eða sem næst 9000 á ári hverju
að meðaltali. Þegar íslendingar fyrst
komu til Manitoba voru þar 65 póstaf-
greiðsluhús. Nú eru þau 857. Þá voru
í fylkinu 30 alþýðuskólar og 2000 nem-
endur. Nú eru þeir 982 og 35,871 nem-
endur. Þá voru í Winnipeg taldir 3,
240 íbúar, 2 eða 3 alþýðuskólakennarar
og rúmlega 100 nemendur. Nú sem
sagt eru íbúarnir 42,150, alþýðuskóla-
kennarar 99 og nemendur 5,232 — á síð-
astliðnu ári, — Árið 1872 komst Winni-
peg fyrst í telegrafsamband við umheim
inn; fékk þá telegrafþráð til St. Paul,
Minn. Þá var næsta járnbrautarstöð
í Breckonridge, Minn., 260 milur
burtu.
Af þvi ég hefi orðið þess var, að
missögn sú hefir breiðst hér út um bæ-
inn að ég væri hættur við að sjá um
jarðarfarir og selji það sem þeim til-
heyrir—lýsi ég því hér með yfir, að slíkt
er alveg tilhæfulaust. Eg sinni öllu
þesskonarenn sem fyrr, ætíð þegar til
mín er leitað, og hefi jafnan á reiðum
höndum, kistur og líkklæði af ýmsum
sortum og öllum stærðum, ásamt sér-
hverju öðru er til þessa útheimtist svo
sem líkvögnum og öðrum vögnum eftir
því sem hver æskir. Og sökum þess
ég hefi komist að betri innkaupum á
ýmsu enn nokkru sinni fyrr, get ég selt
altþessu viðvíkandi, mun lægra en áður.
Ég vona því að þeir af löndum mínum
sem þurfa kunna á þessu að halda, fyrir
sína dánu vini og vandamenn, leiti
til míu ekki síður en annara, ogmun ég
reyna að breyta við þá svo vel sem mór
er unt.
Winnipeg, 710 Ross Ave.
S. J. Johannesson.
Dánarfregn.
Þann 12. þ. m, þóknaðist guði að
burtkalla okkar einka elskulegu dóttir,
Önnu Halldóru Kelly, 7 ára gamla.
Hún andaðist að heimili hjónanna Guð-
mundar Árnasonar og Guðrúnar Þórð-
ardóttur í West Selkirk, eftir að hafa
verið veik af heilabólgu í tæpa 2 sólar-
hringa.—Hjá þeim heiðurshjónum hafði
hún verið í fóstri í fleiri ár, fyrir lítið
endurgjald. Og nú að síðustu kostuðu
þau og börn þeirra jarðarför hennar að
ðllu leyti og mjög sómasamlega.
Við biðjum guð að launa þeim þeirra
veglyndi og ástúð á þann hátt sem þeim
er fyrir bestu, og við minnumst þeirra
með vinarhug.
Mr. oo Mrs. Kelly.
Winnipeg, 30. Jan. 1897,
Mikilsverð forskrift.
Morrison ritstjóri “Sun” Worthing-
ton Ind. skrifar : “Electric Bitters er
gott rneðal. og ég get með ánægju mælt
með því. Það læknar óhægðir og höf-
överk, og kemur lífíærunum í rétt lag.”
Mrs. Annie Stehle 2625 Cottage Grove
Ave. Chicago var orðin mjðg af sér
gengin. gat ekki borðað eða melt nokk-
urn mat og hafði slæman höfuðverk,
sern aidrei linaðist, en sex flöskur af EI-
ectric Bitrers læknuðu hana algerlega.
Verð 50c. og $1.00. Fæst í öllum Iyfja-
búðum.
Sérhvað það sem til jarðarfara
heyrir, selur S. J. Jóhannesson, 710
Ross Ave. Winnipeg.
BELMONT, MAN., 25 JAN. 1897
A. R. McNichol, Esq.,
Manager Mutual Reserve Fund
Life Association,
Winnipeg, Man.,
Kæri herra :
Mér er sönn ánægja í aðviðurkenna
að hafa veitt móttöku ávísun á $2,000,
en það er upphæð lifsábyrgðarinnar,
sem Erlendur sál. Erlendsson hafði
keypt að Mutual Reserve Fund lífs-
ábyrgðarfélaginu, samkvæmt ábyrgð-
arskjali hans nr. 111025.
Verið svo góðir að flytja embættis-
mönnum félagsins mitt innilegt þakk-
læti fyrir alla kurteisi mér auðsýnda,
og fyrir að hafa greitt ábyrgðarféð þó
nokkrum tíma áður en þeim virkilega
bar að greiða það, samkvæmt skilmál-
um framteknum í lífsábyrgðarskjalinu.
Mér er ánægja að mæla með félagi
yðar við alla sem æskja að standa í ör-
uggu lífsábyrgðarfélagi, en undireins
hinu ódýrasta sem orðið getur.
Yðar með virðingu,
(Undirritað) Pétur Erlendsson.
skiftaráðandi á eignum Erlends Er-
lendssonar.
Fargjald til B. C.
Éylgjandi spurning hefir oss verið
send vestan frá Vancouver og vér beðn-
ir að svara henni í blaðinu.
“Hverniger best og áreiðanlegast
að senda fargjald til íslands, á hvaða
tíma ætti að senda það, og hvað hátt
verður það til British Columbia ?”
Fyrsta liðnum, þeim um það hvern-
ig best sé og áreiðanlegast að senda far-
gjaldspeninga heim, er auðvelt að svara
Það er engum blöðum um það að fletta,
að það er áreiðanlegast að senda þá með
póstávísun, á Reykjavíkurpósthús. Sé
viðtakandi á suðurlandi, ekki því lengra
frá Reykjavík, verður greiðast að senda
honum ávísunina og hafa hana áritaða
til hans, rita nafn hans fullum stöfum,
bæjarnafn og sýslunafn, og svo að ávís-
unin verði borguð í Reykjavík, Sé við-
takandi búsettur eða til heimilis langt
frá Rvík, verður greiðast að senda hr.
Sigfúsi Eymundssyni ávísunina, segja
honum nafn og heimili viðtakanda og
samtímis að rita viðtakanda um að ávís-
unin hafi verið send Eymundsson.
Hvað snertir það, hvónær eigi að
senda peningana, er óhætt að segja, að
það má gera á hverjum tíma sem er úr
þessu, en helzt ætti ávisunin að vera í
höndum viðtakanda eða Eymundsons i
Apnlmánaðarlok. Væru peningarnir
sendir frá Vancouver 9. eðalO. þ. m.,
mundi ávísunin ná næsta póstskipi frá
Leith og komast til Rvíkur í Marzmán.
Það er óvíst enn hvað fargjald verð-
ur hátt. Það hefir verið auglýst 150
krónur til Winnipefj, en hvort það verð-
ur meira eða minna er óvíst enn. Far-
gjald yfir Atlantshaf hefir síðan verið
fært upp um 25%, en hvort sá verðauki
nær til íslands, er ókunnugt. Því síður
er hægt að segja hvað fargjaldið verður
til British Columbia. Frá Winnipeg er
það nú lægst $40 og þar við lagðar 150
kr. frá íslandi, eða $40,50, gerir fargjald
ið alls $81,00, en það er áætlun þetta og
ekkert annað. Það eitt má segja með
vissu, að farþegja af íslandi til British
Columbia verður kostnaðarminst að
kaupa á ísland farbréf til Quebec að
eins. og kaupa svo í Quebec farbréf til
Vancouver, eða hvaða helzt staða í B.C.
sem er. Fargjald með járnbraut er sem
sé tiltölulega miklu ódýrara fyrir langa
leið en stutta.
Þetta stórkostlega tíu
centa 'tilboð.
Þeir sem búa til Diamond Dye hafa
löngun til að geðjast mönnum, ef hægt
er, og sérstaklega unglingunum. Þeir
bjóðast því til að senda alla þessa muní
sem hér eru taldir hverjum þeim í Cana-
da, sem sendir tíu cents í peningum eða
frimerkjum, Ein ‘Excelsior Rhj-ming
A. B. C. Book Illustrated’, fallega prent
uð.
Ein litmynd, Cabinet stærð: ‘Three
Future Kings of England’. Hver Cana-
damaður ætti að hafa liana.
Eina deild af Diamond Dye Ink
Powder, sem búa má tú úr sextán unz-
um af bezta bleki.
Alt þetta sem í rauninni er 60 cents
virði verður sent hverjum sem vill fyrir
10 cents.
Sendið smáa Silfurpeninga eða þá
1, 2 eða 3 centa frímerki. Stærri frí-
merki verða ekki tekin.
Læsið bréfinu vandlega áður en
þér sendið það og munið eftir að láta
á það nóg af frímerkjura (minst þriggja
centa virði). Ef það er ekki nóg af frí-
merkjum á bréfinu, þá verður því ekki
veitt móttaka.
Sendið til Wells & Richardstn Co.,
Montreal, P. Q.
I. O. F.
Foresters-stúkan “ísafold” heldur
mjög áríðandi aukafund á North-West
Hall næsta laugardagskvöld, 6. þ. m.,
kl. 8 e. h.
J. Einarsson, R. S.
Skrá
yflr nöfn þeirra sem gefið hafa peninga
í sjóð til hjálpar því fólki í Árnes- og
Rangárvallasýslum á Islandi, er urðu
fyrir jarðskjálftunum síðastl. Ágúst og
Sentember:
Áður auglýst $1154,75
Mrs Dora Wittstruck,Sprague,Neb. 2,00
Ónefnd, Winnipeg 0,25
Miss S. Björnsdóttir, Montreal 2,00
Mrs. F. Kreiser, Milwaukee 5.00
Jörundur Ólafsson, Westbourne, 1,00
Mattías Bergson, Winnipeg 1,00
Safnað hefir Thomas Paulson, Winní-
peg, $2,00, sem fylgir :
Ónefndur, Winnipeg 1.00
Ónefndur “ 25
Th. Paulson “ 75
J. P. Sólmundsson á Gimli hefir
safnað (arður af samkomu) 4 00
Gunnar Sveinsson, Winnipeg, hefir
safnað $4,00, sem fylgir :
Sveinn Pétursson, Winnipeg 1,00
W. Blackadar “ 1,00
Gunnar Sveinsson “ 1,00
Kristín Finnsdóttir “ 0,50
Finna Sveinsson “ 0,25
Meken Sveinsson “ 0,25
Samtals $.1176,00
Winnipeg, 2. Febr. 1897.
H. S. Barðal.
Yerkamenn
og Trades and Labor Council.
Það er ekki óeðlilegt þó margir af
verkamönnum byggi miklar vonir á
“Trades and Labor Council,” ekki sizt
þeir menn sem tilheyra íslenzka verka-
mannafélaginu. Jafnaðarlega á fund-
um þar lofa ræðuskörungar hátt og
lengi stórvirki T. L. C., sem gjörð hafi
verið fyrir félagið. Þess vegna er fróð-
legt að komast að niðurstöðu um, hvað
T. L. C. hefir verið að starfa í hag
verkamanna yfirleitt nú í seinni tíð.
Fyrst skal á frægu byrja, sem sé
bæjarráðssamþyktinni, sem ákveður að
borga skuli 17, J cts. á klukkutímann á
öllum nýjum verkum bæjarins, hvort
sem bærinn lætur vinna þau eða veitir
þau öðrum til forráða. Trades and La-
bor Council, eftir uppástungu og áskor-
un íslenzka verkamannafólagsins, um
fastákveðið tímagjald, kom þessu máli
áleiðis til bæjarstjórnarinnar, og fylgdi
því fram við hana. Eftir nokkra yfir-
vegun gerði bæjarstjórnin þessa 17,4 c.
samþykt í Júnímánuði 1895. — Þessi
gleðifrétt glumdi þegar hátt í eyrum
lýðsins, með gleðivonum um fagra fram-
tíð fyrir verkamenn. Svo líður þar til í
Nóvember 1895, að T. L. C. dubbar upp
emn af gæðingum sinum, Mr. C. Hislop
sem umsækjanda fyrir bæjarráðsfull-
trúa i Ward 4. I byrjun sóknarinnar
var hann kallaður amsækjandi verka-
lýðsins, sem auðvitað hafði mikla þýð-
ingu í sóknardeilunni. Mr. Hislop boð-
aði fljótlega til fundar mekal íslenzkra
verkamanna, sem sóttu fundinn vel.
FJjótlega bar hann það á borð fyrir fund-
armenn, að hann hefði fyrir hönd T. L.
C. bariet ötullega fyrir 17, J cts. sam-
þyktinni við bæjarstjórnina, og þóttist
stórvel hafa gert að koma því máli til
leiðar. Karltetrið var því ekki feiminn
að krefjast fylgis verkamanna yfir höf-
uð, og sjálfsagðra atkvæða á kosninga-
degi. Svo mintist hann á margt fleira
og sló i kringum sig, en sérstaklega roeð
grjótbrotinu til sfrætagerða. Hann
Kvaðst ætla að láta gefa það út sem dag-
verk með venjulegu kaupgjaldi, en ekki
samningsvinnu, sem ekki gæfi óvönum
mönnum meira dagkaup en 25 cent.
Væri slík umbót ómetanlegur hagur fyr-
ir verkalýðinn. Og svo margt fleira
sem of langt yrði hér upp að telja og
hefir ekkert að þýða, því þegar hann
var kominn í sætið, varð ekkert úr
neinu nema svikin, eins og vanaiegt er.
Svo vai nú alt í dúnalogni þar til í
haust(1896) að Trades and Labor Council
rís af svefni og dubbar upp 3 eða 4 bæj -
arfulltrúa-efni á sjónarsviðið. Allir
komu þeir fram fyrir kjósendur sem
verkamanna-fulltrúar, sem nauðsyn
krafði. Þar að auki tók T. L. C. sér á
hendur að styrkja eitt bæjarstjóraefnið
í gegnum verkalýðinn, n. fl. fyrverandi
bæjarráðsmann Mr. McCreary, sem er
fljótgáfaður maður og kunni að nota
bragð þetta sem dugði. Vikublað T. L.
C. (Peoples Voice) flutti lof um Mr. Mc-
Creary, en sjálfur barðist hann á ræðu-
pöllunum með 17.J cts. samþyktina
glansandi og gljáandi milli handa, og
hlaut þá alt fyrir að hrökkva, því maö.
urinn er bráðskarpur og að því skapi ó-
sanngjarn. Skoraði hann á verkamenn
að gefa sér nú eindregið fylgi fyrir fram-
göngu í því máli. Verkalýðurinn sá
ekki sólina gegnum alt moldviðrið í
T. L. C. og McCreary. og gáfu honum
svo atkvæði sín fyrir allar eftirtökurnar
Nú er að brjóta þessa 17,\ samþykt
til mergjar, sem ekki er mjög erfitt. Eg
ætla að taka tímabilið frá bvrjun ársins
1892 til Júnímán. 1895, er 17 J cts. sam-
ryktin náði gildi. Á þe-:su tímabili
borguðu vinnuveitcndur í skurðagrefti
frá 17,J til 22 cts. á tímann. Eg ætla
ekki að telja nein sérstök verk sem kaup
þetta var borgað við, því ég get sannað
sögu mína hvar sem er.
Eg ætla að minnast á íslenzkaa
verkstjóra, Mr. Ketil Valgarðsson, sem
stýrði dagverki fyrir bæjarstjórnina
þetta tímabil. Hann hafði 10 til 16
menn í vinnu sem borgað var 18 til 20
cts. á tímann og þar yfir. Þetta er nóg
til að sanna að verkalaunin eru færð
niður en ekki upp með þessari 17. b cts.
samþykt. Og svo höfum vér í þokkabót
fengið aðgjörðalausann bæjarráðsmann,
og marggallaðan bæjarstjóra. Lagleg
þóknun fyrir að setja niður daglaun
nauðlíðandi verkamanns !
Þess er vert að geta, að þessari 17,)
cts. samþykt hefir ekki verið framfylgt
við alia verktakendur. Henni var fram-
fylgt við þá félaga Jackson & Dobson.af
því að ísl. verkamannafélsgið krafði
bæjarstjórnina til að gera það. Aftur á
móti hefir hinn alþekti verkveitandi,
Mr. Lee, margoft brotið oftnefnda sam-
þykt.
Samþykt þessi hefir haft önnur á-
hrif. Þegar að óviðkomandi* verkyeit-
endur hér heyrðu þennan hvalablásVir í
T. L. C., þá bjuggust þeir eðlilega við
árásum á sig. Svo urðu þeir fljótir til
að slá varnaglann. Þeir sáu í gegnum
alt gumið og gjálfrið og þektu hina
veiku hlið verkamanna mjög vel. Þeir
notuðu líka tækifærið. Þeir sem aldrei
áður höfðu borgað minna en 17,J cts. á
timann, færðu sig ofan i 15 cts., og hafa
sumir ekki borgað hærra kaup síðan.
Þess má geta, að bæjarstjórnin hefir
i seinni tíð borgað mörgum af verka-
mönnum sínum að eins $1,25 á dag, fyr-
ir að standa allan vorlangan daginn
klakavatni, eða við snjómokstur á stræt-
unum í hvaða heiftarveðri sem er.
Þess má ennfremur geta í sambandi
við þetta mál, að það er mjög eðlilegt
þó T. L. C. og gæðíngar þess geti leitt
verkamenn á eyrunum. og sagt þeim
það sem þeim sýnist. Enskir verka-
menn hafa ekkert félag og þar af leið-
andi enga sendinefnd á T. L. C. fundum
Aftur á móti hefir íslenzka verkamanna"
félagið haft 3 sendinefndarmenn í T. L.
ráðinu auðvitað til að framfylgja þeim
málum verkamannafélagsins sem undir
T. L. C. heyra, og líka eiga þeir að gefa
verkamannafélaginu nákvæmar skýrsl-
ur yfir aðgerðir T. L. C. En heila sein-
asta kjörtímabilið sóktu sumir af sendi-
nefndarmönnum ísl. verkamannafélags-
ins aldrei fund, þrátt fyrir það þó að
þeir tækju kosningu mótmælalaust.
Svo að auðséð er á hve miklum rökum
blástur þeirra er bygður um alt mögu-
legt sem T. L. C. geti gert, geri og vilji
gera.
Það er svo sem auðráðin gáta. að
T. L. C. vindgangurinn er ekki útdauð-
ur. Hann verður óefað notaður mörg-
um sinnum enn þá sem agn til að koma
inn í bæjarráðið svona allra handa
mannskepnum, sem auðvitað verða á
einhverju að lifa.
Að endingu skal ég láta þá einlægu
og sterku skoðun'í Ijósi, að það þurfa
sannarlega að skipast betur sæti alla
leið neðan frá verkamannafélögum, í
gegnum Trades and Labor Council, og
það upp í gegnum bæjarráðsmennina
og alla leið upp fyrir bæjarstjóra, ef að
réttur verkamannsins á að standa í stað
en ekki að fara hríðversnandi.
Þótt margt fleira þyrfti um málefni
þetta að segja, þá læt ég það ógert í
þetta skifti.
Winnipeg, í Janúar 1897.
Ólafur Sigurðsson.
*) Með “óviðkomandi” mönnum
meina ég þá menn, sem takast á hendur
að vinna ýms störf fyrir prívatmenn, en
ekki fyrir bæjarstjórnina. Ó. S.
Tala þeirra sem lækn-
azt hafa síðastl. Jan-
úarmánuð.
Fleiri en á nokkrum einum
mánuði á undan.
PAINESCELERY COMPOUND ER
HIN VIÐURKENDI KONUNGUR
MEÐALANNA.
Meðalið sem fólkið þarf til að halda
heilsunni við.
Hið viðurkendasta meðal í heimin-
um nú er Paines Celery Compound.
Tala þeirra sem hafa læknað sig með
því næstliðin janúarmánuð er stærn en
á jafnlöngum tíma nokkru sinni áður
áður. Það hafa komið til vor svo hundr
uðum skiftir af bréfum frá fólki, sem
hefir læknast af þessu meðali og frá vin*
um þeirra, sem höfðu búizt við að
standa yfir moldum þeirra áður en mán
uður var úti. í fullri alvöruog með hita
endurlifnaðrar vonar ber þetta fólk
vitni um það nema fyrir verkanir þess
meðals hefði það ekki komizt til heilsu.
Sannarlega er þetta eftirtektavert
fyrir þá sem þjást. PainesCelery Coin'
pound getur læknað þig eins og aðra.
getnr gefið þér nýlt lif. Iteyndu þa®
einnsinni, 1 eða 2 flö.skur get i gcrt mik*
ið til.