Heimskringla - 11.02.1897, Síða 1
Heimskringla.
XI. ÁR. WINNÍPEG, MAN., 11. FEBRÚAR. 1897. NR. 7.
FRETTIR.
DAGBÓK.
FIMTUDAG, 4. FKBR.
Tekjur Bandaríkjastjórnar í síd-
astl. Janáar voru nærri$8 milj. minní
en gjöldin (5,952,395). Á sjö mánuðun-
um, sem nú eru af fjárhagsárinu, er
tekjuhallinn samtals $43,854,792. — I
Janúarmánuði óx þjóðskuldin svo nam
fullum $14 rnilj,
Það er fullyrt að Cleveland forseti
hafi ákveðið að synja staðfestingar lög-
unum um innflntningsbannid, og að
hann muni senda þingi skorinort bréf
um það efni þegar 'honum verða send
þau lög til staðfestingar.
í dag er Spánarstjórn að sögn að
staðfesta stjórnarbótarlögin, sem Cuba-
mönnum verða boðin sem friðaroffur. I
Havana á Cuba er helz ekki um annað
talað í augnablikinu, en þannig er þeim
lögum tekið þar, að enda Spánverjar er
þar búa halda þvi fram, að þau sé ekk-
ert annað en svikamilla. Hvað Cuba-
menn sjálfa snertir, kvað það vera
þeirra fyrirætlun enn sem áður, að líta
ekki við neinu boði Spánverja, en halda
áfram til þess algert sjálfsforræði er
fengið og bönd öll slitin, sem tengja
Cuba við Spán. — Samtiinis kemur sú
fregn frá Havana, að VVeyler sé nú að
hefja hergöngu gegn meginher Gomez,
og að ha,m hafi með sér 12,000 hermenn.
Kristnir menn og Múhmedstrúar-
menn á Kritarey eru nú aftur teknir til
að herja fworir á aðra og myrða,
brenna og bræla. Sex kauptún eru
sögð i rústum eftir fyrstu hríðina.
H ogursneyð er sagt að eigi sér
stað víða á Nýfundnalandi m^ðal fiskí-
manna, af því síldarveiði hafi algerlega
brugðizt.
Skaðabótamál Canadamanna gegn
Bandaríkjastjórn og þrætan í því sam-
bandi út af selaveiðum í Beringssundi,
verður að lyktum útkljáð í Montral í
Júní næstkomandi.
FÖSTUDAG, 5. FEBR.
I)ominion-«(nkakosnin^ar fóru fram
í þremur kjördæmum í Ontario í gær
og unnu stjórnarsinnar í tveimur(Brant
og North Ontario), en conservatívar i
einu (East Simcoe).
Hið canadiska hlaðamannafélag
kom saman á ársfundi í Toronto í gær.
Aðal efnið í ræðu forsetans var það, að
nauðsynlegt væri að heimta burðar-
gjald (póstgjald) fyrir fréttablöð. að
með því eina móti sé mögulegt að fyrir
flyggja útsending auglýsinga í blaða-
formi o. þvl., er alt hafi skaðleg áhrif á
smáblöðin í þorpum og sveitum.
Tveir ráðherrar Lauriers, Sir Ric-
hard Cartwright og H. L. Davies,
komu til Washington í gær, til að tala
við Bandaríkjastjórnina um ýms mál,
er bæði ríkin varð.i.
Senator Wolcott, sem McKinley að
sögn sendi til Evrópu til að komast eft-
ir hvort allsherjarfundur er fáanlegur
til að ræða um bimetallism, er nú á
Frakklandi og hefir haft tal af Faure
forseta og Meline stjórnarformanni.
Báðir taka dauflega í mál hans.
Sama daginn og tveir sendimenn
Canadastjórnar komu til Washington
(í gær) ákvað þingnefnd Bandaríkja að
viðtaka McKinley-tollinn gamla að því
er snertir nautnening fluttan til Banda-
ríkja frá Canada og ýmsar aðar vöru-
tegundir, — með öðrum orðum ákvað
nefndin að viðtaka lög sem banna alla
slika verzlun.
Svo mikilli mótspyrnu mæta hin
nýju innflutningalög Bandaríkja (sem
ekki eru staðfest enn), að i gær var á-
kveðið að taka þau til yfirvegunar enn
i efri deild. Þau lög eru þess vegna
byrjuð á einni hringferðinni á þingi
enn.
VEITT
HÆSTU VKRÐLAUN A HBIMSSVNINGUNN
DH
BáhlNG
POMDfR
IÐ BEZT TILBtJNA
óblönduð vínberja Cream of Tartar
powder. Ekkert áiún, ammonia eða
önnur óholl efni.
40 ára >'eynslu.
Ráðherrann, Fitapatrik, sem Laur-
ier sendi á fund páfans, til að reyna að
miðla málum, að því er úrlausn skóla-
málsins snertir, hefir að sögn farið ó-
nýtísferð. Páfinn kvaðst að sögn láta
byskupana í Canada eina ráða í því
efni.
Pennsylvania-þinghúsið brann til
rústa f gær. Eignatjón $li milj.
LAUGARDAG, 6. FEBR.
International skautahlaup fór fram
í Montreal í vikunni sem leið og fyrri-
part yfirstandandi viku. Reyndu sig
þar skautsmenn úr Canada, Bandaríkj-
um, Noregi (tveir) og menn úr fleiri
norður-Evrópulöndum.
Fregnriti blaðsins ‘World’ í New
York telegraferar frá Cuba, að stríðið á
eynni kosti Spánarstjórn nú orðið sem
næst $40 milj. á hverjum mánuði. Af
því ræður hann að Spánverjar megni
ekki að halda áfram mikið lengur. Sam-
tímis segir hann að mikilhæfir menn á
eyjunni muni alvarlega hvetja Gomez
til að taka stjórnarbótaboði Spánverja,
sérstaklega ef Bandaríkjastjórn álítur
það viðunarvlegt.
Eitt stærsta járnnámafélagið í Mi-
chigan 'hefir lækkað vinnulaun allra
sinna manna (um 700 alls) svo nemur
10%.
Herferð Breta upp um Egyftaland
hið efra á síðastl. sumri kostar að heita
má 20 milj. dollars. Deilur nokkiar
risu út af því máli á 'þingi Breta í gær,
og kom þá upp hjá fjármálastjóranum,
Sir Michael Hicks-Beach, að þessi her-
ferð væri bara byrjunin — að áfram
yrði haldið suður og suðvestur um land
ið, en hvað langt ferðinni yrði heitið,
sagði hann óráðlegt að segja.
‘Vilhjálm mikla’ er Vilhjálmur
Þýzkalandskeisari nú búinn að skíra
afa sinn, Vilhjálm keisara hinn 1.
Bankahrunið heldur áfram í Banda
ríkjunura enn. Urðu 4 gjaldbrota á síð
astl. tveimur dögum.
McKinley og Gage, fjármálastjór-
iun tilvonandi, hafa að sögn komiö sér
„saman um að ckipuð skuli pefnd til að
athuga gjaldeyrismál Bandaríkja, og
fyrr enn sú nefnd hefir lokið verki sínu
verður ekki hreyft við því máli á þjóð-
þingi. En á aukaþinginu sem á að
koma saman 15. Marz næstkomandi á
aftur á móti að samþykkja ný tolllög.
Mr. Reed, þingsforseti í neðri deild
þjóðþings, hefir fullvissað efrideildar
þingmenn um, að það sé þýðiuparlaust
að burðastmeð Nicaragua-skurðarmál-
ið að svo stöddu ; því verði ekki gefinn
gaumur í neðri deild.
MÁNiUÐAG, 8. FEBR.
Alþjóðarfundur til að ræða um
póstflutningsmál, frímerkjagerð o. þvl.,
verður í Washington settur 6. Maí næst
komandi, og á að standa yfir í 6 vikur.
Póstmálastjóri Bandaríkja skorar nú á
þingið að veita $200,000 til að taka
sæmilega á móti þessum gestum.
Tekjur Canadastjórnar voru $3,046
þús. í síðastl. Janúar, en það er $350
þús. minna en á sama tíma í fyrra, Á
7 mánuðunum sem af eru fjárhagsárinu
hafa tekjurnar verið rúmlega 21 milj.
doll. — sem næst J milj. meira en á
sama tíma í fyrra.
“Svarti dauðinn” eystra heidur á-
fram að útbreiðast. Er nú að sögn far-
inn að geysaum Afghanistan. Eru því
Rússar orðnir hræddir og búnir að
skipa strangan vörð á landamærunum
að norðan og vestan.
Fellibyljir og steypiregn ollu stór-
vægilegu eignatjóni í suður-Ástralíu í
síðastl. Janúarmánuði.
Stjórnarformaður Spánverja segir
stjórnina einhuga í að uppfylla alla
skilmála og fullnægja að öllu leyti
stjórnarbótunum, sem lofaðar eru Cuba-
mönnum, og segir að stjórnin bíði ekki
eftir að algerður friður sé fenginn á eyj-
unni, en ætli að lögleiða stjórnarskrá
þessa tafarlaust.
Upphlaup mikið átti sér stað í Ham-
borg og undirborgunum aðfaranótt
sunnudagsins- Voru það atvinnulaus-
ir uppskipunarmenn sem áhlaupinu
réðu.
Sósíal-demókratafélagið í London
kærir Indlandsstjórn fyrir að hafa sóað
burt85 milj. dollars, sem í sjóði hafi
verið til að mæta væntanlegu hallæri.
Er þeim sjóði safnað með aukaskatti
sem lagður er á landsmenn, af því af
reynslunni þykir mega telja vist hall-
æri á hverjum 10 árnm.
Stjórn Breta hefir ákveðið að koma
upp milli 10 og 20 herskálum og her-
gagnabúrum umhverfis London að
austan og sunnan. Eru þau ætluð sem
nokkurskonar virki, sem grípa megi til
og fylla með hermönnum á stuttri
stund ef von þykir á ófriði austan eða
sunnan um land.
Bretar og ítalir hafa sent herskip
til Krítar, til að verja þar kristna menn
fyi’ir æðisgangi Múhameðstrúarmanna.
ÞRIÐJUDAG, 9. FEBR.
Af fregnum frá Ottawa að dæma
þykja litlar líkur á að þeim erindrekum
stjórnarinnar, Sir Richard Cartwright
og Daves, verði mikið ágengt i Washing
ton. Það þykir alt benda á, að hvað
sem öðru líður muni hin komandi stjórn
repúblíka útiloka eins vel og verður alla
afurð lands og vörur bænda í Canada í
heild sinni.
Kristnir menn á Krít viðtaka fána
Grikkja sem sinn fána og skora á Georg
Grikkjakonung að taka eyna. Á Grikk-
landi er fögnuður mikill yfir þessu.
Birting stjórnarbótalaganna fyrir
Cuba hefir valdið megnustu æsingum á
Spáni. Þykir það mikið ef stjórnarfor-
maðurinn, sem hefir búið til þessi lög,
getur haldið meirihlutanum á þingi.
Ófriðlegar horfur í Transvaal. Eru
þeir saupsáttir orðnir Kruger forseti og
formaður utanríhisstjórnarinnar i ráða-
neyti hans. Eru nú Bóararnir í óða-
önn að byggja vígi og gera við þau sem
til voru, og er almenna álitið að stríð
við Beeta sé yfirvófandi. \
Það er að virðist ; farið að bjarma
fyrir betra degi í Bandaríkjum, hvað
atvinnu og verzlun snertir. Þessa dag
ana eru 5 stór verkstæðisfélög i Pentf
sylvaniu að tnka til starfa og ætla suiu’
þeirra að vinna dag og nótt fyrst um
sinn.
Pólverjar, Italir og aðrir slíkir, sem
til þessa hafa aðallega flutt til Banda-
ríkja, en sem nú verða útbolaðir þaðan,
ef innflytjendalögin nýju öðlast laga-
gildi, eru nú þegar farnir að flykkjast
til London. Eru nú horfur á að einuig
Bretar megi banna innflutning þessara
ræfla.
MIÐVIKUDAG, 10. FEBR.
Veneznelamenn eru orðnir fokvond-
ir nú í annað sinn, út af samningi Breta
og Bandaríkjamanna um úrlausn landa
merkjaþrætunnar. Segja samninginn
vott um samsæri þeirra Olneys og Sal-
isburys til að ttá Venezuela.
Sambandsstjórnarráðaneytið hefir
fund þessa dagana, til aðgera ein-
hveriar endilegar ályktanir áhrærandi
járnbrautarbygging um Hrafnahreið-
ursskarð i Klettafjöllum og áfram til
Rossland og vestur að hafi.
Ritari sykurgerðareinveldisins í
Bandaríkjum viðurkendi í gær fyrir
rannsóknanréttiií NewYork, að virki-
legt stofnfé einveldisins væri helmingi
minna en almennt er sagt að það sé.
Stjórn Grikkja hefir ákveðið að
senda nú öll sín herskip til Kriteyjar.
Stjórn Breta ákveður að byggja ný
virki í Halifax og auka herafla sinn
þar.
Til kaupenda
Ileimskringlu.
Þar eð 10. árgangur blaðsins er nú
allur kominn út, er vonandi að kaupend-
ur, sem enn eiga ógoldið fyrir hann,sýni
nú lit á að borga sem fyrst. Útistand-
andi skuldir blaðsins eru hátt á þriðja
þúsund dollars og má slíkt kalla vanskil
í meira lagi. og vanskil sem kotna sér
mjög illa fyrir fátæk blöð.
Það eru nú tilmæli vor, að þeir sem
eiga ógoldið fyrir síðasta árgang eða
fleiri árganga, sýni góðan hug sinn til
blaðsins, ekki einungis með því að taka
það, heldur með þvi að borga það líka.
Til þess að geðjast kaupeDdum blaðs-
ins eftir föngum, höfum vér afráðið að
gera þeim eftirfyigjandi kosti: Hver
kaupandi sem sendir oss $2,00, hvort
heldur fyrir næstliðinn eða eldri árganga
getur fengið hvort sem þeir vilja söguna
“Kotungurinn” eða “Mikael Strogoff,”
meðan þær endast (af Strogoff eru til að
eius um 40 eintök), báðar í kápu.
Nýir kaupendur sem borga fyrirfram,
fá Heimskringlu og Öldina ásamt þeim
f jórum árgöngum sem þegar eru komnir
út af Öldinni og hvort sem menn kjósa
sér söguna Strogoff eða Kotunginn—alt
fyrir $1.50, — Öldin sérstök (4 árgangar)
fæst fyrir $1,26.
Engin blöð send til Islands nema
'jorgað sé fyrir fram.
Heimskringla P.P.Co.
“J>rjár sögur”
Gests Pálssonar í þýzkri þýðingu, eftír
Carl Kuchler, eru út komnar í Leipzig
(í Desember 1890) á kostnað Philipps
Recams hins ynigra.og mynda eitt heft-
ið í Universal-bókasnfninu (nr. 3607),
sem herra Reclám gefur út. í formála-
segir þýðandinn ágrip af æfisögu Gests
og getur Þeirra'nf sögum hans, er áður
hafa verið þýddar á þýzka tungu. í for-
málanum teluk hann og Gest mesta
söguskáld ísla<ids til þessa tíma. Þýð-
ingu þessa tileinkar dr. Kuchler víni
síuum dr. Jónj Þorkelssyni. Það þarf
ekki að geta neins til jum að þýðingin
sé vel af herjdi leyst. Það segir sig
sjálft og þarf þess vegna ekki að eyða
orðum um það.
Stjóriiarskrá Cuba.
Eins og' ráðgert hafði verið voru
stjórnarbótalögin sem Spánarstjárn ætl-
ar að lögleiða á Cuba, opinberuð hinn 6.
þ. m.
Eyjunni er skift í 6 fylki og hefir
hvert um sig sitt sérstaka löggjafarþing
og algert sjálfræði að því er snertir
þeirra sérstöku mál. Fylkin eru : Pinar
del Rio, Havana, Matanzas, Santa
Clara, Puerto Principe, Santiago del
Cuba. Fylkjaþingin verða ekki í tveim
ur deildum, og framkvæmdarráð fylkj-
anna kýs þingið áhverjum 6 mánuðum.
Fylkjaþingin hafa yald til að leggja
skatt á fylkisbúa og veita fé til opin-
berra þarfa. Sveita og bæjafólög í
hverju fylki hafa sína sérstöku sjálfráða
stjórn, en fylkisþingin geta ónýtt lög
sveita og bæjastjórna, ef þau eru álitin
yfirgripsmeiri en rétt er, en þá hafa líka
sveitastjórnirnar rétt til að vísa þess
kyns þrætumáli fyrir yfirrétt hvers fylk
is til endilegs úrskurðar. Skyldar eru
fylkisstjornir og bæjut og sveitastjórnir
að koma á fót alþýðuskólum og annast
um uppfræðing lýðsins. Eyjar-gover-
norinn hefir ekki leyfi til að skifta sér
af breytni fylkja og bæjastjórna. nema
hvað hann á að sjá um að alraennum
lögum sé framfylgt, að alþýðuskólar
komist á, og að stjórnirnar eða þingin
eyði ekki meiru fé en efni þeirra leyfa.
I þessu efni eru hinir sérstöku gover-
nors fylkjanna háðir sömu lögum og
reglum og aðal-governorinn.
Aðal-stjórn eyjarinnar er í höndum
framkvæmdarráðs, er samanstendur af
35 mönnum. Af þessum 35 mönnum
eru 21 þjóðkjörnir, 9 eru formenn ýmsra
stórfélaga á eyjunni, svo sem rektor há-
skólans í Havana, forseti verzlunar-
mannafélagsins í Havanajorseti tóbaku-
gerðarfélagsins o. s. frv., en 5 eru fyrv.
senators eða fulltrúar Cuba á Spánar-
þingi. Heiðursforseti framkvæmdar-
ráðsins er eyjargovernorinn, er kýs hinn
virkilega forseta þess úr flokki þessara
35 manna í ráðinu. Engan má kjósa í
ráðið nema hann hafi búið 2 ár á eyj-
unni og að öðru leyti hlýtur hann að
uppfylla alla sömu skilmála og þeir sem
kjörnir ern fulltrúar á Spánarþingi.
Enginn getur verið þingmaður á Spán-
arþingi og framkvæmdarráðsmaður
samtímis.
* Spánarþing ákveður hvað mikið fé
eyjarmenn skuli greiða í sjóð Spánar-
stjórnar á ári hverju og hefir aðalráð að
því er snertir fjárveitingar framkvæmd-
arráðsins. Fjárlög Eyjamanna skulu
staðfest fyrir 1. Júlí ár hvert.
T<?llmálum ræður framkvæmdar-
ráðið að nokkru leyti, en þó eru þar á-
kvæði sem ráðið ekki má breyta. Toll-
inum verður sem sé að*haga þannig, að
varningur Spánverja njóti allrar mögu-
legrar verndunar. Ekki skal heldur
leggja eins háan toll á vörur Cubamanna
sem til Spánar fara, eins og ráðið kann
að leggja á sömu vöru, sem fer til ann-
ara landa. Ákveðið er að tollurinn
skuli ekki hærri en svo, að nemi fimt-
ungi af verði vörunnar, þ. e. 20%.
Það er ákveðið að Cubamenn skuli
ekki bundnir sömu verzlunarsamning-
um og Spánverjar og engin ákvæði um,
að Cubamenn skuli hlyntir einu riki
öðru fremur. Er það gert til þess. að
hvenær sem er megi gera sérstakan toll-
jafnaðarsamning (reciprocity) við hvaða
erlenda stjórn sem er. Framkvæmdar-
ráðið á að hafa hönd í bagga með stiórn
Spánverja, er gerðir skulu samningar
við erlendar þjóðir.
Eyjar-governorinn ræður stjórnar-
þjónustumenn alla, að nokkrum á-
kveðnum undantekningum, en það ger-
ir hann með ráði oe að tilhlutun fram-
kvæmdarráðsins. I stjórnarþjónustu
mega ekki vera nema menn fæddir ann-
aðhvort á Cuba eða Spáni og séu þeir
fæddir á Spáni, þá verða þeir að hafa
búið á Cuba í 2 ár að minsta kosti.
Að skrifa undir játn-
ingarrit.
Eftir Ara Egilsson í Brandon, Man.
Á siðustu kyrkjuþingum íslendinga
í Yesturheimi hafa, sem mörgum er
kunnugt, komið fram raddir um inn-
göngu kyrkjuþings vors i annað inn-
lent kyrkjufélag og mun það að líkind-
um komið svo langt áleiðis, að ekki
þarf nema fáa menn til að skrifa undir
þá skilmála og játningarrit kyrkjufé-
lags þessa. Hefir mér því komið til
hugar að vekja máls á atriði þessu : ‘að
skrifa undir játningarrit”, enda finst
mér það vera svo mikilsvert atriði að
hvorki einstaklingar né söfnuðirnir i
heild sinni geti lengur gengið sofandi í
því efni, sem hér er um að gera. Ættu
menn þvi gaumgæfilega að rannsaka
grundvöll þann sem þetta játningarrita
mál er á hygt. En með hrygð hlýt
ég að viðurkenna það, að forstjórar
hinnar íslenzku þjóðkyrkju vOrrar eru
flæktir i neti þessu og verða þeir trauð-
legalifandi úr því greiddir.
Það er og sorgleg tilhugsun fyrir
þá menn, er með gleði hugsa til tima
þeirra, er kyrkja drottins vors á jörð-
unni skyldi “endurfæðast,” til þess að
%
vera bundin eða að hindast kennimönn-
mönnum þeim sem ofsækja og reka
menn inn í spiUingarn<>t það, sem játn-
ingarrit þetta er af dregið. En til þess
hefði aidiei komið, ef að hið islenzka
kvrkjufél. vildi að eins viðurkenna sina
einu guðdómlegu, postullegu trúarjátn-
ingu, sem hefir alfullkomið gildi á himni
og jörðu, og enga aðra. En þeim svör-
umernúekkiað gegna. Hin postul-
lega kyrkja er liðin undir lok fyrir 1570
árum og þar af leiðandi er hin postul-
lega trúarjátningekki lengur einhlýt í
kyrkju drottinshér á jörðinni !
Oss er því gefið í skyn af forstjór-
um hins kyrkjulega félagsskapar Is-
lendinga hér, að söfnuðirnir í heild
sinni ásamt öllum lúterskum Vestur-Is-
lendingum, sem nú standa “álengdar
fjær”, skuli skrifa nöfn síu og barna
sinna fyrir allar ókomnar aldir undir
rit það, sem alment er kallað “Augs-
borgar-játning”, til þess að kyrkjufé-
lag vort geti fengið inngöngu i General
Council. En því er ver og miður (þó
ekki í vissu tilliti), að almenningur
manna í isl. lút. kyrkjunni hafa ekki
kynt sér þann arrundvöll, sem það er
bygt á, svo að þeir geti skrifað undir
rit það með þeirri viðurkenningu af upp
lýstri skynserai og hjartans sannfær-
ingu, að það sé duðdómlegur sannleiki,
og því orðinu samliljóða — eða þá með
öllu hafnað því, sem háskalegasta riti,
er komið hefir upp innan vebanda kyrkj
unnar. Reyndar er oss gefið til vitund
ar af varaforseta kyrkjufélagsins :
“En hinir íslenzku söfnuðir vorir
geta ekki látið neitt álit í ljósi í þessa
átt, þar sem þá skortir alla þekking til
þess.”
Hér er að líkindum sleginn sá var-
nagli, sem álit ogþekking safnaða hans
og annara á að hanga á.
Þetta sérstaklega atvik, sem nú
er fyrir hendi heflr svo ég viti aldrei
fyrri komið fyrir í kyrkjusögu Islend-
inga. nefnil.: að almenningi gæfist kost
ur á að láta álit sitt í ljósi um trúar-
sannfæring sina á þessu kyrkjulega
játningarriti. Hér gefst því fólki voru
í fylsta máta hið fullkornnasta frjáls-
ræði og ótakmarkað vald til að hafna
og velja, Þetta vaid og frjálsræði er að
vísu eugin gjöf frá prestastéttinni held
ur beinlínis afleiðingar af ástandinu, er
vissir mer.n hnfa sett söfnuðina í.
Grundvöllur undir Augsborgar-
játningunni er þá í fáum orðum á þessa
leið :
Þegar snemma á 4. öld eftir Krist
tók villutrú Ariusar að festa rætur í
hjörtum kristinna manna, með því að
menn byrjuðu þá að neita guðdómi
Krists. Þá fæddist og andi Anti-krist-
ins. sem síðan hefir þrifizt svo furðan-
lega vel í heiminum. Þetta gaf tilefni
til kyrkjuþingsins í Niceu. Var til-
gangurinn að hefta framför hinnar for-
dæmdu villutrúar, sem þeir og að
nokkru leyti gerðu. En hvað gerðu
þeir svo meira á þessum sama kyrkju-
fundi ? Það mun íslenzkri alþýðu gjör-
samlega hulið. En nú er timinn kom-
til að henni æýti ekki að vera lengur ó-
kunnugt um svo mikilsvarðandi at-
riði.
Meðlimir kyrkjuþings þessa álykt-
uðu og ákvörðuðu það lævíslega, að
þrjár guðdómlegar persónur, faðir,
sonur og heilagur andi hafi verið til frá
eilífð, hver einstök og óháð og aðgreind
frá annari með persónulegtfm eiginleg-
leikum veru og forveru. Enn fremur
að önnur persónan, sonurinn, steig nið-
ur og tók á sig manndóm og fullkomn-
aði verk endurlausnarinnar. Þar af
leiðandi var manndómur þessarar per-
sónu gerður hluttakandi í guðdómlegu
eðli föðursins og með þessu ímyndunar-
sambandi hefði hann óaðgreinilegan
skyldleika við “guð föður”. Þetta er í
fáum orðum grundvöllurinn undir
Augsborgar j átningun ni.
En ekki litur út fyrir að hinir keis-
aralegu byskupar hafi ráðfært sig mik-
ið við Esajas spámann né hina postul-
legu trúarjátning. Hin postullega
kyrkja hafði alls enga hugmynd um
persónulega þrenning eða þrjár persón-
ur verandi frá eilífð, eíns og við getum
um alíir séð af hinni postulalegu trúar-
játningu, er svo hljóðar : “F.g trúi á
guð föður almáttugan, skapara himins
og jarðar, og hans son, drottinn vorn
Jesúm Krist, getinn af heilögum anda,
fæddan af Marfu mey” o. s. frv. og “ég
trúi á heilagan anda”. Hér er ekki
minnst með einu orði á nokkurn son
fæddan fráeilífð, heldur um son sem er
getinn af heilögum anua, fæddur af
Maríu mey. Höfundar þessarar játn-
ingar hafa heyrt og þekt frá postulun-
um, að Jesús Kristur er sannur guö og
að guðdómsins fylling hafi búið í hon-
um líkamlega, að postularnir prédikuðu
trúna á hann og að honum var gefið alt
vald á himni og jörðu.
Eftir að kyrkjuþingið í Niceu var
búið að samþykkja og skipa fyrir, sem
kyrkjuleg lög að kenna sinn goðafræðis
Þga þrenningarlærdóm, því annað get-
ur þaðekki kallast ‘Dómar kyrkjuþing-
anna, eru dómar kyrkjunn>.r” og búid
var að setja hinn sanna guð skör lægra
og skifta honum í þrjár persónur, þá
byrjuðu að rætast spádómar Daniels
(og postulanna), en með þór sjáið viður-
stygð eyðileggingarinnar standandi á
helgum stað”, sem spámaðuriun Daníel
hefir spáð um, “hver sem les það, gefi
gaum þar að”. Matt. 24. kap. 15. v.
Kyrkjuþingið í Niceu kom því fót-
um undir viðurstygð eyðileggingarinn-
ar, sem liefir staðið þar síðan á helgum
stað, og þar með eyðilagt hina sönnu og
sáluhjálplegu trú með allskonar falsi,
hégiljum og villu.....
.....Hve lengi á þetta svo til að
ganga ? Er slíkt athæfi samboðið kristn
um inönnum, eða erum vér ekki kristn-
ir nema að nafninu til ? Hvað er hér
við að gera ?
Kyrkjunnarmenn ættu að taka
þetta mál fyrir í tíma og ræða það með
skynsamlegri yfirvegun og athuga í
fyrsta lagi : að vér íslendingar erum
confirmeraðir eÍBungis upp á hina post-
ulalegu trúarjátningu; og verði ;,ú til-
ætlast af formælendum Augsborgar-
játningarinnar, að söfnuðirnir í heild
sinni viðurkenni þetta byskuparit útúr-
dúralaust og hrekkjalaust, þá sýnist
það liggja næst fyrir að forstjórar vors
íslenzka kyrkjufélags hijóti að fyrir-
sk:jja nýja almennaconfirmation í söfn-
dðunum og meðal allra lúterskra
Islendingaer á sínum tíma væri líklegt
að söfnuðir mynduðust hjá hér í lund-
inn. Til þessa knýr oss þetta hið voða
loga játningarrit fornkyrkjunnar.