Heimskringla - 18.02.1897, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGLA 18. FEB 1897.
Heimskringla
PUBLISHED BY
The Hcimskringla Prtg. & Publ. Co.
•o ••
Verð blaðsins í Canda og Bandar.:
$2 um árið [fyrirfram borgað]
Sent til Islands [fyrirfram borgað
af kaupendum bl. hér] $ 1.
• •••
Uppsögn ógild að lögum nema
kaupandi sé skuldlaus við blaðið.
• •••
Peningar sendist í P. 0. Money
Order, Registered Letter eða Ex-
press Money Order. Bankaávis-
anir á aðra banka en í Winnipeg
að eins teknar með afföllum.
• • ••
EGGERT JOHANNSSON
EDITOR.
EINAR OLAFSSON
BUSINESS MANAGER.
• • ••
Office :
Comer Ross Ave & Nena Str.
P O. B«x 305.
Póst-sparibankar.
'l’il þessa hafa tiltölulega fáir
menn í Bandaríkjunum mælt með,
að stjórnin komi upp sparibanka í
sambandi við pósthúsin í öllum helztu
bæjum í hverju ríki og héraði. Það
eru helzt póstmálaráðherrarnir, einn
,fram af öðrum, sem með því hafa
mælt, — sýnt fram á hve gagnlegar
slíkar stofnanir væru. Máske hafa
meðmæli þeirra orðið til að spilla fyr-
ir málinu, kveikt þá ímyndun, að
þvílík stofnun yrði gagnlegri ríkjandi
stjórn en fjöldanum. En hvað sem
er um það, þá eru þeir nú altaf að
fjölga, sem farnir eru að álíta þessa
banka nytsama stofnun og bráðnauð-
synlega. Blöðin eau nú hvert á fæt-
ur öðru íarin að ræða þétta mál og
viðurkenna, að í stað þess að ganga
á undan öðram þjóðum með að koma
á fót þessum þörfu stoföunum, séu
Bandaríkin langt á eftir fiestum hin-
um þjóðunum. Þau eru líka farin að
gera sér grein fyrir, að það standi
fleira gott af þessum stofnunum, en
tækifæri fyrir alþýðu — fyrir verka-
lýðinn — að leggja dollar og dollar í
senn á vöxtu. Þau ætlast svo á, að
eftir 1, 2 ár væru þannig komnar i
vörzlur stjórnarinnar 1000 til 2000
miljónir dollars. Af því fé borgaði
hún sömu vöxtu og hún borgar er-
lendum mönnum af lánsfé sínu, en sá
yrði þá munurinn, að þeir vextir
færu ekki úr landi burt. Þjóðin yrði
ríkari sem því svarar. Það sýnir
reynsla annara þjóða.
Póst-sparibankar voru stofnaðir
á Englandi árið 1881 og mun það að-
allega að þakka forgöngu og elju
póstmálastjóra Breta, sem þá var Sir
Rowland Hill. Fyrst frameftir voru
þessir bankar fáir á Englandi, en eru
nú orðnir yflr 11,000 talsins. í Ca-
nada voru póst-sparibankar stofnaðir
1868 (lögin um það samþykt 20. des.
1867), en að eins f Ontario og Quebec
fylkjum. En nú eru þeir í öllum
fylkjunum og var tala þeirra við lok
ársins 1895, sem hér segir: í Onta-
rio 448, Quebec 123, Nova Scotia 48,
New Brunswick 34, Manitoba 25,
British Columbia 23, Prince Edward
Island 8, í vestur-héraðunum 22, eða
samtals 731. Auk þessara póst-spari-
banka eru í Canada 35 stjórnar-spari-
bankar, en sem smámsaman eru að
hverfa úr sögunni — umhverfast í
póst-sparibanka. Við árslokin 1895
vora viðskiftamenn þessara banka
allra samtals 174,551 og áttu þeir til
samans hjá stjórninni sem næst 44|
milj. dollars, eða rúmlega $233,00
hver, að meðaltali. Síðan 1. Okt.
1889 geldur stjórnin að eins 3J% af
þessu fé (áður 4%). Á hverju ári
geldur stjórr.in þannig fátæklingun-
um í sínu eigin ríki yflr $l£ milj. í
vöxtu af þessu fé’. Stjórnin þarfnast
alls þessa fjár og miklu meira og
mundi því taka þá upphæð til láns í
útlöndum og greiða erlendum mönn-
um vöxtuna á hverju ári, væru þessir
bankar hennar ekki til. Þessi eign
þjóðarinnar í vörslum stjórnarinnar
fer vaxandi ár frá ári; mun nú vera
fullar 46 milj. Að sama skapi eykst
þá ár frá ári sú upphæð, sem stjórnin
má greiða í vöxtu til sinna eigin
þegna. En þó upphæðin stæði í stað
væri samt gróði þjóðarinnar um $16
milj. á hverjum 10 árum. Það er
lítið sem kemur í hvers eins hlut, en
þetta er samt upphæðin í heild sinni,
og í raun réttri miklu meiri en hér
er nefnd. Þetta sýnir hvort það er
ekki hagur fyrir þjóðina að háfa póst-
sparibanka á sem flestum stöðum, þar
sem daglaunamenn og fátæklingar
geta lagt á þá dollar og dollar í senn,
en sem annars, í níu skifti af tíu, er
eytt fyrir óþarfa.
í Evrópulöndum voru póst-spari-
bankar stofnaðir sem hér segir: í
Belgíu 1865, í Austurríki 1868, á ít-
alíu 1875, á Frakklandi og í Sviaríki
1881, á Ilollandi 1886, á Rússlandi
1889.
Það er lítili efi á, að alþýðan í
Bandaríkjunum mundi taka því með
fögnuði, ef stjórnin stofnaði spari-
banka í sambandi við öll helztu póst-
ufgreiðsluhúsin í hverju ríki í sam-
bandinu. Eins og bankahrunin hafa
verið tíð í Bandaríkjunum siðan 1893,
er ekki að undra þó menn fari að
leggja peningana í handraðann heima
í stað þess að leggja þá í aflvana
bankastofnanir, sem eins víst er að
kollvarpist innan fárra mánaða eða
ára. Ilvað mikið fé það er sem fá-
tæklingar hafa átt á bönkunum sem
fallið hafa á síðastl. 4 áram og hvað
mikið af þvi er þeim gersamlega tap-
að, er ekki kunnugt, en það er kunn-
ugt, að á tímabilinu frá 1888 til 1891
(í tiltölulega góðum árum) töpuðu
menn þannig fyrir fult og alt um 32
milj. dollars. Það var innlegg fá-
tæklinga á 210 bönkum, sem á því
tímabili urðu gjaldþrota, eða, réttara
sagt, það var sá hluti innleggsins,
sem hin gjaldþrota bankafélög ekki
gátu greitt. Þegar á þetta er litið,
þá væri ekki að undra, þó allir sem
megna umhverfðu seðlum og silfri I
gull við fyrstu hentugleika og legðu
svo gullið í kistuhandraða í heima-
húsum. Það er einmitt þetta sem
stjórnmálamenn Bandaríkja eru nú
líka farnir að óttast og það alvarlega.
Kæmi stjórnin á fót póst-sparibönk-
um, mundi ekki þurfa að óttast neitt
slíkt. Með stofnun þeirri væri feng-
in hin fullkomnasta trygging fyrir
því, að inuleggi þar væri óhætt svo
lengi sem Bandaríkjastjórn er til með
áþekku fyrirkomulagi og nú. Og á
meðan sú trygging er til, er enginn
sá maður er halda vilji peningum á
heimilinu, svo nokkra nemi.
Labor Exchange.
Það sem í þessu blaði birtist á-
hrærandi þessa nýju félagsstofnun,—
stofnun sem félagsmenn álíta að sé
hið eina fullkomna læknislyf við öll-
um fjárhagslegum meinum þjóðfé-
lagsins—, er lausleg þýðing á köfl-
um úr tveimur ritum félagsins:
“Labor Exchange Solutions”, eftir
F. W. Cotton í Independence, Mo.,
og -‘Trials and Triumph of Labor”,
eftir G. B. De Bemardy.
Þeð er köllun Labor Exchange-
félagsins að koma á reglunni, því
hin svo kallaða dýrðlega “sivilisation
vor er búin að koma öllu á ringul-
reið. Til að sanna þetta þarf ekki
annað en benda á einstöku atriði.
Þetta er framleiðsluöld vinnu-
vélanna dásamlega og mikilfenglegu
sem hjálpa til að margfaldu vinnu-
afl mannsins. En þrátt fyrir þetta
aukna vinnnafl, þessa auknu fram-
leiðslu, hljóta menn að vinna alla
daga til þess að afla sér viðurværis,
sem oft er af skornum skamti þrátt
fyrir vinnuna. Þrátt fyrir það, að
á hundrað dögum getur maður með
þar til ætluðum vínnuvélum fram-
leitt nægilegt kom handa sjálfum
sér í 100 ár, er sultur og neyð I land
inu og það svo að góðgerðastofnanir
megna ekki að hjálpa. í landinu
era nægileg auðæfi til að hundrað-
falda framleiðsluna, en þó hafa milj-
ónir manna engin ráð að lifa. Það
er ekki til það þorp í öllu landinu,
að þar sé ekki einhver sem er félaus
og á ekki mat til næsta máls. Þrátt
fyrir að forðabúr náttúrunnar er fult
af allskonar gæðum, þrátt fyrir að
þúsundirnar ganga biðjandi um at-
vinnu, þrátt fyrir þetta er verksmiðj
unum lokað annan sprettinn. En
það kemur af því að kaupmaðurinn
kaupir ekki vöruna — getur það
ekki, af því verkamaðurinn getur
ekki keypt hana af honum. Þetta er
ástandið. Verkamaðurinn hefir ekk
ert að selja nema vinnu sína, en
r
hana vilja þeir verzlunarmaðurinn
og verksmiðjueigandinn ekki þiggja
í skiftum fyrir vöru sína.
Það er brýn þörf á að ráða fram
úr þessum vandræðnm og það gerir
þetta ‘Labor Exchange félag. Það
er hlutverk þess að koma upp sam-
vinnufélögum, er veita vinnulausum
mönnum atvinnu. Og það sýnir
hvernig koma má slíkum stofnunum
á fót, án þess beðið sé beininga eða
peningamangarar beðnir um lán.
Það sýnir hvernig draga má saman
auð og skifta honum í réttum' hlut-
föllum milli framleiðendanna, án
þess afgangur verði í höndum spek-
úlanta.
Það eru til verkamenn sem
enga vinnu geta fengið, það eru til
bændur sem annaðtveggja eiga ó-
ræktað land, eða svo illa ræktað, að
það framleiðir ekki einn tíunda af
þvf, sem það gæti framleitt; það er
til skógur og það eru til grjótnámar,
sem bíða eftir hinni starfandi hönd
vinnumannsins. Þessar eignir eru
oft ogtíðum í höndum annaðtveggja
fátækra manna, sem ekki hafa efni á
að leigja verkamenn, eða í höndum
manna, sem skortir þor til að vinna,
sem óttast að ekki verði mögulegt
að selja vörana. Það eru til vinnu-
vélar allskonai sem liggja ónotaðar í
skúr eða skála og undirorpnar skemd
um af ryði; það eru til kaupmenn,
sem eiga bunka af vörum, sem era
eyðileggingu undirorpnar, en fá ekki
viðskiftamenn, fá ekki kaupendur.
Allir menn í hvaða stöðu sem þeir
eru, ríkir eða fátækir, era öðram
háðir, komnir upp á annara hjálp.
Og allir þessir menn kvarta, einn
um þetta, annar um hitt, en allar
eru kvartanirnar þess efnis, að pen-
ingarnir séu ónógir og þess vegna
ekki mögulegt að byrja á þessu eða
hinu. Labor Exchange félagið sýn-
ir hvernig þeir sem upp á aðra eru
komnir geta sér hættulaust gerzt
samvinnumenn og hve miklu má af-
kasta |án peninga.
Samvinnufélagsskapur er þrens
konar og þess vegna um þrjá vegi
að kjósa fyrir þá, sem vinna vilja í
félagi. Hið fyrsta er sameignarféla^j,
annað er hlutafélag og hið þriðja er
vinnuskiftafélagið, eða Labor Ex-
change. Mismunurinn á þessum ftí
lögum má í fáum orðum skýra þann-
ig;
Þrír menn, Björn Jón og Olafur
ganga í samvinnufélög. Björn í
sameignarfélag, Jón í hlutafélag og
Ólafur í Labor Exchange félag
Björn lætur alt sem hann á í félagið
og tekur til starfa með glöðu geði.
Hann er sjálfráður í öllum greinum,
nema að því er snertir meðferð sam-
eignarinnar. Hann heflr í vösum
sínum skírteini fyrir því, að hann sé
góður og gildur félagsmaður, en
meira hefir hann ekki. Hann heflr
ekkert í höndunuin. ' in sýni að
hann hafi lagt eign i igið. Hann
skortir aldrei fæði, ki ■: eða húsnæð
og engin þau þægind -em félaginu
kemur saman um að eita meðlim-
um sínum. Fyrst un sinn gengur
alt vel, en þegar min. varir kemur
upp misklið. 'Björn U ráða sér
sjálfur og vill vera óá; ctur þó hann
eyði dálitlum tíma í b.uar sérstöku
þarflr, sér og sínum til skemtunar,
en það má hann ekki. Æfistundir
hans allar eru sameiginleg eign fé-
lagsins, öldungis eins og eignirnar,
sem hann lagði til í fyrstu. Hann
kemst að því, að hann má ekki sitja
eða standa nema eins og félagsheild-
inni þóknast. Hann reiðist, slítur
félagskapinn og heimtar eign sína
aftur, en rekur sig þá á, að þegar
hann gekk í félagið staðfesti hann
með undirskrift sinni þann samning,
að eign sín skyldi ævarandi eign fé-
lagsheildarinnar. Fari hann þá
samt sem áður úr félaginu, fer hann
þá óánægður og með minna en hon-
um ber. Sitji hann kyr, situr hann
óánægður. Þetta er ‘communism’ I
sinni réttu mynd og það getur ekki
verið öðruvísi. Sá félagsskapur gæti
oS ” MENTHOL
*Li PLASTER
I harn pr«scribed Mciitbol Plastcr In a numh«r
ofcuscsof neuralgic aud rheunialic jiains,#and
nm very UiUch pleascd wlth the cff.-uts and
Iilcasantnesa of iu applicati-m.—VY. U. Carpk.s-
Ttit, M.D., Hoí**l Oxford, Ikiston.
1 have uscd Mcntbol Planteis in sereral cascs
of muscular ilieurnatism, and flnd in every cas*
that it ga v« almostinstant nnd permanent relicf.
—J. K Moure M.D . Wiuihington. D.C.
It Cures Soiatlca, Lurabago, Nen-
ralgla, Pains in Back or Side, or
any Muscular Pains.
Price I Davis & Lawrence Co., Lt«l,
2öc. I Sole Proprietors, Wontreal.
•g
• •••••••••
ekki staðist, ef einn væri rétthærri
en annar, fengi að liggja iðjulaus á
meðan aðrir ynnu o. s. frv. Þar
verða allir að hlíða einum og sömu
lögum, og ágóðinn af allra störfum
að falla í hinn sameiginlega sjóð og
renna þaðan út aftur í jöfnum mæli
á mann hvern í felaginu.
Jón gengur í hlutafélag og í
fyrstu er hann einnig ánægður. En
svo kemst hann von bráðar að því,
að í félaginu eru menn sem eiga
hundrað axíur á móti hans einni, að
þeir ráða aðallega og draga í sinn
sjóð á hverju ári svo mikið af vöxt-
um félagsins, að þeir þurfa ekki að
vinna. Setji maður svo að Jón þá
flytji sitt mái svo vel, að viötekið sé
í lögum félagsins að banna öllum
hlnthöfum að eiga meira en 1 axíu,
þá verða þau ákvæði von bráðar til
þess, að fólagið kemst í fjárþröng,
einn og einn hluthafi dregur út stofn
fó sitt og félagið uppleysist.
Ólafur gengur í Labor Exchange
félagið og leggur í sjóð þess eitthvað
af eignum, ekki alt sem hann á og
ekki neina ákveðna upphæð, en að
eins þá upphæð, sem hann getur
komist af án, án þess í nokkru að
þrengja að sér. Fyrir þessa eign
fær hann innleggs-ávísun, eða vott-
orð, dollarsvirði fyrir dollarsvirði.
Það er nokkurskonar axía í hlutafé-
lagi, eða svarar til þess, en sá er
munurinn, að hefði Jón selt sína ax-
íu, var hann samstundis úr félaginu.
En þó Ólafur selji sitt innleggsvott-
orð, heldur hann áfram að vera fé-
lagsmaðnr eftir sem áður. Innleggs
vottorð er sem sé ekkert annað en á-
vísun á vörur félagsins, sem séu að
verðhæð rétt ígíldi ákvæðisverðs vott
orðsins, eða ávísunarinnar. Sá sem
kaupir ávísunina kaupir þess vegna
svo mikið af vörum sem félagið fram
leiðir, en nær ekki haldi á eyrisvirði
af stofnfé félagsins. Félagsmenn eru
sjálfráðir hvort þeir vinna eða vinna
ekki hjá fólaginn, en vinni þeir fá
þeir launin goldin með samskon-
ar ávísun á vörar eða framleiðslu fé-
lagsins, og þær ávísanir geta hand-
hafar selt hverjum sem vill fyrir
peninga eða hvað annað sem er. Þar
sem allar ávísanir félagsins eru inn-
leysanlegar með vöram þess ein-
göngu, en ekki með peningum cða
föstum eignum, er auðsætt að félag-
ið stendur jafnrétt, þó Ólafur yrði
svo óánægðnr, að hann gengi úr því.
Eigninni sem hann lagði í félagið í
fyrstu heflr hann umhverft í ávísun
á varning félagsins og ávísuninni
annaðtv heldurhann og tekur verð
hennar út að þörfam, eða hann hefir
selt hana og fengið peninga eða aðr-
ar eignir fyrir.
Viiji menn koma upp verk-.
smiðju þar sem búnir verði til vagn-
ar, plógar, hurðir, gluggakistur,
þvottabalar og fötur, múrsteinn,gólf-
sópar, eða eitthvað þvílíkt, er fyrsta
sporið að fá saman verkamenn, sem
kunna að því verki sem áformað er
að vinna, þá land til að byggja verk
stæðiðá, byggingaefni, smíðatól o. s.
frv. Einn getur lagt til þetta og
annar hitt. Sí sem á landið getur
lagt það til gegn ávísun á vörur með
verksmiðjuverði, en sé skuld á því,
verður að fást mnður eða menn, sem
peningaráð hafa til n& borga skuld-
ina, því veðskuld má undir engum
kringumstæðum hvíla 4 félggseign-
inni. Ávísanirnar þéna íélagsmönn-
um setn peningar, ‘enda skylda fé-
lagsmanna að útbreiða þær sem
mest — kaupa fyrir þær matvöru>
fataefni o. s. frv. í búðunum og gripi
eða afurð jarðar að bændunum, sem
aftur fá fult verð ávísananna í vör-
um félagsins, og sem þeir þarfnast,
en geta ekki eins og nú er fengið
nema fyrir peninga út í hönd, eða
gegn vörum lögðum í búðina gegn
lægra verði en rétt er.
Hvar sem er á meginlandinu
liggja arðlausir flákar af landi, málm
námur og grjótnámur, sem ekki er
snert á, og skógargeimar, sem um
hverfa mætti í allskonar trjávarning.
Hvar sem er á meginlandinu, er líka
fjöldi af atvinnulausum mönnum, er
með þakklæti tækju boði um að ger-
ast félagsmeun 4 þennan hátt, til
þess að tryggja sór atvinnu, launaða
—ekkimeð peningum, heldur með
ávísunum á framleiddan varning fé-
lagsins og sem þeir jafnharðan gætu
umhverft í allan þann varning sem
þeir með þyrftu sér og sínum til lífs-
framfærslu-
Meira.
SEí v/t
m
m
m
m
m
m
m
m
#
m
m
m
#
m
m
m
m
m
m
m
m
m
#
#
Bolur oi Maliur.
“Besta. Sarsaparilla.” Hversu varhugaverð eru ekki þessi orð !
Því af öllum þeim Sarsaparillu tegundum sem til era, er að eins
ein bezt, eins og það er að eins til eitt fjall sem er allra fjalla
hæst, og ein á sem er allra áa lengst, og þessi besta Sarsaparilla
er—? Ja, þarna kemur það. Þú getur mælt fjöll og hæðir, höf
og vötn, en hvernig ferðu að mæla Sarsaparilla ? Þú gætir það
ef þú værir efnafræðingur, og þá yrðir þú að gera tilraunir með
hana. Nefnd sú sem á heimssýningunni var höfð til að dæma um
þesskonar meðul, gerði tilrauuir með hana. Þeir gerðu það vel,
og hver var árangurinn ? Þetta, að allar Sarsaparillu-tegundir
væru útilokaðar frá sýningunni noma Ayer’s. Þannig kom það
til að Ayer’s Sarsaparilla var hin eina sem á heimssýningunni var.
Nefndin áleit hana bezta, og hún gat ekki mælt með öðru en því
sem bezt var og orsökin til þess að Ayer’s Sarsaparilla fékk meda-
líuna var sú, að hún var hezt. Munið það, að það er auðvelt að
segja um alla hluti, að þeir sóu beztir, en það er líka auðvelt að
sýna að þessar staðhæfingar eru gð eins bólur. Það þykjast ýms-
ir hafa bezta Sarsaparillu, en engar þeirra hafa medalíu nema
Ayer’s. Þegar krufið er til mergjar sést hvort nokkur megur er
fyrir. Þegar vér mælum með Áyer’s Sarsaparilla, þá bendum
vér á medalfuna í stað þess að brúka ósannar staðhæflngar.
m
i
#
#
#
m
m
#
#
0
#
#
#
#
*
#
m
t
#
#
#
#
mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm
Ein guðsgjöf fyrir
hvert heimili.
Hver vitur kona ætti að sjá
til að hún fengi það
sem bezt er.
Diamond Dyes taka öllum öðrum
litum fram i sérstökum bómullarlitum.
Þessir sérstöku bómullarlitir eru ný-
lega fundnir af beztu litfræðingum
heimsius og eru merkir fyrir það hve
vel þeir þola sterka birtu og sápuþvott.
Sérstaklega viljum vór benda á
Diamond Dye Fast Black for Gotton
and mixed goods. Þessi dásamlegi
svarti litur h'-fir sýnt og sannað að
hann er lita beztur að lita bómull og
bómullarkendan vefnað. Hann skarar
fram úr öllum öðrum litum að öllum
gæðum, Einn böggull af lit þessum
litar eins mikiö eins og þrír af hverri
annari litartegund.
Diamond Dyes eru í fremstu röð,
þeir eru hinir beztu og ódýrustu litir.
Segðu kaupmanninum þínum að þú
viljir fá “Diamond”.
Sykurgerðar- einveidið
Þó mörg séu sykurgerðarhús í
Bandaríkjunum, tilheyra þau öll einn
allsherjarfólagi, eða lúta lögum þess,
að því er snertir framleiðslu og verð
á sykri. Það er áætlað, að á síðastl.
ári hafi þetta sykurgerðar-einveldi
grætt fullar 10 milj. dollars. Víst er
það, að á árinu skifti það milli hlut-
hafanna rúmlega 7 milj. dollars, sem
vöxtu stofnfjárins. Þó er félagið ekki
ánægt með þennan gróða, heldur hef-
ir það ákveðið að hiðja þjóðþingið
næsta (repúblíka-þingið) um stórum
aukinn toll á aðfluttum, hreinsuðum
sykri. Það vill að þingið geri erlend-
um mönnuin ómögulegt að ílytja til
Bandaríkjanna og selja • eitt einasta
pund at hreinsuðum sykri. En þó
þessu gráðuga félugi þyki 10 milj.
gróði allsendis ónógur, þá líst ekki
öðrum þann veg a það mál. Sem
stendur eru nú 4 félög tilbúin að
byrja á sykurgerð í stórum stíl og
selja gegn lægra verði en einveldið
gerir. Þessi félög eru í Philadelphia,
Jersey City, Boston og Baltimore.
Sem stendur er því einveldið í klípu.
Fái það hækkaðan tollinn, fær það 4
sterka keppinauta sem ekki vilja
“selja.” Hækki tollurinn ekki, þá
fara þau af stað samt, en í þeim eina
tilgangi þá, að einveldið kaupi eign-
ir þeirra fyrir tvöfalt verð. Enda
sykureinveldi leikur ekki alt í lyndi.
PYNY-PEGTORAL
Positively Curcs
COUGHS and COLDS
in a surprisingly short íime. It’s a sci-
entific certainty, tried and true, soothing
and healing iu its effects.
W. C. McComber & Son,
Bouchette, Que.,
rcnort In a lcttcr that Pyny-Pnctoral cured Mn.
C. Garccau of chronic mld in chcat and bronchial
tubci, niui alao cuicd W. G. McComber of a
loiig-staiidin0 cold.
Mn. J. II. Huttv, C hemist,
528 Vonge Si., Toronto, writes:
" a gencral cough and lung syrup pyny-
Pectoral ís a niost invaiuahle picpaiatiou It
has givcn the utmnst satigfaction to ail who
have tried lt. mauv having spoken to me of the
bcnefita dcrived from ita u»o in their fauilliea.
It ift Huitable for old or young, b- ing plcanant to
the taste. Ita snle ívith 1110 has b. .11 wonderAil,
aml I cnn alwaya n comruend it aa a cáfe and
reiiable couga rnedicine.
largo Rottle, !í.» €t».
DAVIS & LAWRENCP: CO., Ltd.
Soie Proprietors
Montreal
Yanclræöi Frakka.
eru meðal annars þau, að fólkið á
Frakklandi stendur í stað ár eftir ár
hvað fjölda snertir, ef það ekki bein-
línis fækkar. Það er langt síðan far-
ið var að ræða um þetta vandræða-
mfil, en aldrei eins alvarlega eins og
einmitt nú. Hvað það er sem veldur
þvl, að þjððinni hnignar þannig (því
í samanburði við aðrar þjóðir er það
greinileg afturfor að standa í stað) er
nokkuð óvíst, en liispurslaust segja
fransKir stjórnmálamenn það því að
kenna, að hjónin vilji ekki eignast af-
komendur. Ilvert sem þessi skoðun
er rétt eða ekki, er augsýniiegt, að
stjómmálamennirnir halda fast við
hana, þar sem þeir nú tala um að
veita ekki æðriskólamentun ókeypis
nema börnum þeirra foreldra, er ciga
að minnsta kosti 3 bðm. Það var
hent gaman að því hérna um áriðf
þegar Mercier-stjórnin í Quebec bauð
ókeypis svo og svo stóra hújörð hverj-
um þeim foreldrura er ættu svo 0g
svo mörg bðrn á lífi. Það er líka .
sannast, að í fljótu bragði sýnist
nokkuð kátiegt að bjóða verðlaun fyr
ir barneign, og víst eru þeir sem þau
verðlauu bjóða engir eðlisbræður
hreppstjóra á íslandi. En kátlegt
eða kátlegt ekki, er nú þetta verð.
launamál samt alvarlegt mál á Frakk-
landi í augnablikinu.
Þegar á alt er litið er engin furða
þó stjórnmálamenn Frakka séu fyrir
alvöru farnir að gefa þessu fólks-
fækkunarmáli sínu gaum. Frakk-
land ætti að framfleyta jafnmörgum
mönnum 4 hverri ferhyrningsmílu
eins og Þýzkaland, eins og Bretland.
En það vantar mikið á að það geri
það, eða hafl tækifæri til þess, enn
sem komið er. Frakkland er að flat-
arraúli 204,092 ferhyrningsmflur og
telur nú, að áætlað er, 38,250,000 í-
búa. Þýzkaland er að flatarmáli
208,738 ferhyrningsmílur og telurnú
að áætlað er 49,(>27,490 íbúa. Bret-
land að meðtöldum öllum liólmunum
sem bygðir eru umhverfis England,
Skotland og írland, er að flatarmáli
121,115 ferhyrningsmílur, og telur
nú, að áætlað er, heldur meira en 40
miljónir íbúa. Útflutningur er ekki
nærri eitis mikill 4 ári hverju úr
Frakklandi og ÞýzkiAndi, eínsogúr
Bretlandseyjum. Þó hafa Bretar
fjölgað svo nemur fullum 5 miljónum
4 síðustu 15 árum, Þjóðverjar liafa
°g fjölgað svo nemur 5 miljónum á
sama tíma, en Frakkar hafa að cins
fjölgað um tæplega \ úr miij. á sama
tíma (síðan 1881). Tölurnar það ár
voru : á Þýzkalandi 45 milj., á
Frakklandi rúmlega 37| milj., á Bret-
landi tæplega 35J (35,226,762).
fTr*"l"rTrTTTTTT*TT7T»T» VTTT rTTTTTTT TYT í T » T f » T,T » » ■
TheD.&L. i
[ Emulsioni
► Is invaluable, if you are run:
[ down, as it is a food as well as;
F a medicine.
I The D. & L. Emulsion ;
t Will build you up if your gencral healtb is \
j> iiupaired. -
► Tho D. & L. Emulsion j
► Is the best and most palatable preparatiob of \
► Cod Liver Oil, agreeing with the mostdeli- \
t cate stomachs. ;
E The D. & L. Emulsion :
£ Is prescribed by the leading pbysicians of
Canada. ;
The D. & L. Emulsion :
Is a marvellous flesh producer and will give ;
you an appetite.
50c. & $1 per Bottle
Ba sure you get I DAVI8 & LAWBEHOE CO., LTD. -
the genuine | montreal :
UiU ..—
/