Heimskringla - 18.02.1897, Blaðsíða 4

Heimskringla - 18.02.1897, Blaðsíða 4
HEIMSKRINGLA 18. FEB. 1897. Winnipeg. Hr. Þorsteinn M. Borgfjörð, frá Geysir, Man., kom til beejarins 1 vik nnni sem leið. Það er S. A. D. Bertrand sem sækir gegn Lauzon í St. Boniface. Eftir að hafa hugsað um málið hafði Richard hætt við að gefa kost á sér. Meðal gefenda í Indlands hjálpar- sjóðinn, eru Kristján Benediktsson og Sveinbjörn Hjaltalín, báðir til heimilis á Baldur, Man. Vér höfum ekki enn tekið eftir öðrum íslenzkum nöfnum á þessari gefendaskrá. Forseti Verkmannafélagsins íslenzka hefir beðið oss að geta þess, að félagið hafi frestað hinni fyrirhuguðu sam- komu þess til 18. Marz næstkomandi. — Prógrammið verður auglýst síðar. blaði. JÓN Ólafsson og Stbfan Pétursson i Chicago biðja að skrifa ntan á öll bréf og blöð til sín Keimilú adressu þeirra : 806 Grand Ave, Chicago, 111., U. S. Skemtiferð unihverfis hnöttinn aug- lýsirC. P. R. fólagið nú, fyrir $5f>0,00. Skipið á að koraa við á Höfðaþorpi (Góðrarvonarhöfða) og víðar í Afríku, Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Havai-eyj- unum. Verður farið af stað frá London 17. Marz næstkomandi. Argylemenn flestir sem hér hafa dvalið í bænum undanfarinn tíma fóru heim á mánudaginn var. Meðal þeirra sem vér höfum orðið varir við eru Mr. og Mrs. Friðjón Friðriksson i Glenboro og Kristján Jónsson, Baldur, Man. Hra. A. F, Reykdal, sem verið hef- ir í kynnisför í Nýja Islandi, fór heim- leiðis til Dakota laust fyrir síðustu helgi. Hann hefir nú selt eign sína hér í bænum og keypt fyrir hann stóra bú- jðrð við Assiniboineána, 12—13 mílur fyrir vestan bæinn. Þeir menn sem fyrir nokkru beiddu um að ónýtt yrði kosning McCreary’s sem bæjarráðsformanns, hafa nú séð sig um hönd. Létu lögmenn sína kunn- gera það hinn 11. þ. m., að þeir gætu ekki fengið nægar sannanir og sleptu svo málinu. McCreary má því sitja í friði, eins og líka er rétt, þar sem hann fékk svo greinilegan meirihluta atkv. Hra. Jósef Skaptasonkom heim úr Nýja íslandsferð sinni um síðustu helgi. Hra. Sveinn Thorvaldson á Giml kom til bæjarins á mánudagskvöld í verzlunarerindum og hélt heimleiðis a Jiriðjudag. Bæjarstjórnin hefir ákveðið að biðja fylkisþingið um leyfi til að taka til láns að bæjarmönnum óspurðum S27,00Q, til þess að koma upp sterkri og breiðri brú yfir Assiniboineána á Aðalstrætinu. Ný-íslendingar nokkrir voru hér á ferð i vikunni sem leið. Þeir sem vér urðum varir við, voru þeir bræður Guð- mundur og Jón Nordal, Andrés J.Skag- feld, Thomas Björnson. Sigmundur Gunnarsson. Fiskiveiðamenn nyrðra eru nú allir komnir heim. t--------- Hra. B. Anderson í Selkirk heilsaði oss á mánudaginn. Var þá að fara af stað norður á Commissioners-eyju í Winnipegvatni, til að sækja hvítfisk, sem þar var eftir og sem hann bafði keypt. Ætlaði hann að hafa í förinni 4 pör hesta til að flytja fiskinn á. Hra. B. L. Baldwinson og hra. T. Thomas fóru af stað héðan úr hænum um síðustu helgi ofan til Nýja íslands og austuryfir vatn til gulllandsins ný- fundna. og er getið til að tilgangur þeirra sé að líta eftir hvort tiltækilegt sé að festa sér námuland á því svæði. Þess var getið í Hkr. um daginn að íslenzkur maður, Hans Júlíus að nafni, hefði orðið brjálaður og verið fluttur á vitskertraspítalann í Brandon. Síðan hefir hr. Jón J. Sadler, sem býr hér í bænum, ritað spítalalæknunum í Brand- on og féKk þess efnis svar, dags. 11. þ. m., að Hans sé á batavegi og von mikil til að hann nái sér og komist út þaðan eftir skamtna stund. Demorest Medal Contest. Síðasta frí samkoma á vetrinum fyrir landa verður á North West Hall á föstudags- kvöldið kemur, (annað kvöld). Þar ætla 5 eða 6 af unga fólkinu f stúkunni Hetlu að reyna sig, hvort geti best flutt ræðu eða kvæði og verður þeim sem vinnur gefin silfur medalía. Auk bess verður ágætis söngur og hljóðfæraslátt- ur. I lok samkomunnar verða tekin samskot til að borga kostnaðin. Sam- koman byrjar kl. 8 e. m. Alllir boðnir og velkomnir. John McCulloch, skautahlauparinn og hjólreiðarmaðurinn aljiekti hér í bænum, reyndist ferðmeiri en allir aðrir skautahlauparar, sem reyndu sig um daginn í Montreal. Er hann nú mesti skautamaður í heimi, í flokki ‘;amateur’ skauthmanna, þ, e. í flokki þeirra sem ekki hafa skautahlaup fyrir atvinnuveg en að eins til skemtunar sem íþrótt. Hann er væntanlegur heim nú þessa dagana og hefir verið ákveðið að fagna honum með gildi miklu honum til heið- urs. ósegjanlegar þrautir. Bæklaður af gigt, Sjö ára óþolandi kvalir. Fkkert meðalkom að haldi —enginn læknir dugði, en South American Rheumatic Cure dreifði þrautunum á 12 klukkustundum og hinn sjúkier laus við sína þungu byrði. J. D. McLeod frá Leith, Ont., segir: "Ég hetí þjáðst af gigt í nokkur ár og legiðí rúminu svo mánnðum hefir skift Margir hinna beztu lækna hafa fengizt við mig, en það hefir orðið árangurs- laust. Ég hafði enga trú á meðölum, er ég sá auglýst, en konan mín fékk mig til að reyna flösku af South Americau Rheumatic Cure. Um þetta leyti þjáð ist ég óbærilega, en eftir 12 klukku- stundir voru þrautirnar liðnar frá. — Þrjár flöskur læknuðu mig til fulls og mér þykir vænt úm að hafa tækifæri til að segja hve mikið Jretta moðal bætti mér. Fregn frá Ottawa segir. að borgar- stjórinn McCreary verði skipaður for- maður innflutningastjórnardeildarinnar hér vestra. í viðtali við fregnrita eins blaðsins sagði McCreary, að þetta væri satt og að hann líklegamundi taka boð- inu. Það er og sagt að gamli Hislop, bæjarráðsmaður frá 4, kjördeild, fái stöðu á innflytjendahúsinu hér í bæn- um. Fleiri nýir menn til að vinna að innflutningi eru tilnefndir og á meðal þeirra er W. G. King, sami heiðúrsmað- urinn sem í haust bar það fyrir rétti, að hann vissi ekkert um hvað satt væri í kæruskránni, er hann áður með eiði hafði staðfest að hefði að geyma sann- leikann og ekkert annað. Samtímis hafa 3 menn í innflytjendahúsinu verið reknir, þýzki agentinn, franski agent- og húsgæzlumaðurinn. Læknun hjartveiki. Var í tuttugu ár milli líf3 og dauða, veik ur af hjartveiki. 30 mínútum eftir að hafa tekið inn dr. Agnews Cure for the Heart fann ég til bata, Eins og Alfred Couldrv, West Shef- ford. Que.. reyndist þettameð- al, eins mun þérreynast það. ‘Ég hafði þjáðst af mjög slsemri lijart veiki í meira en fjögur ár, og höfðu læknar reynt að bata mér en ekki hepn- ast. Þegar svo var komið fékk ég mér Dr. Agnews Cure for the Heart og. mínútum eftir að ég tók inn fyrstu inn tökuna, fann ég til bata og þrátt, fyri það þótt veiki mín væri göinul, þá samt batnaði mér til fulls af 8 flöskum og ég hefi þá skoðun, eftir að hafa sjálfur reynt það. að þetta meðal geti læknað ' flestum tilfellum.’ Hvellvindar í kjóllöfum Jóhanns Bjarnasonar. Það er ekki lítið flas á hr. Jóhanni Bjarnasyni þar sem hann geysar á stað í Lögbergi 11. þ. m. með ritgjörð við víkjandi grein sem ég ritaði í Heims kringlu um verkamenn og ‘‘Trades and Labor Council.” Mér kom það hreint ekki á óvart að J. B. hefði athugasemd ir á reiðum höndum. Hitt »r undravert að hann, gáfaður lærlingur, skuli hér um bil undantekningarlaust misskdj og rangfæra irrein mína frá upphafi til enda. Auðsjáanlega ætlar J. B. sér að koma viða við, þó það fari ekki sem hönduglegast fyrir honum. Eg er hon uin samt þakklátur fyrir þann kafla sem hann tekur upp í grein sína eftir rit stjóra Jón Ólafsson, hér um bil orðrét.t sem hann (J.Ó.) flutti á skemtisamkomu sem verkamenn héldu fyrir nokkrum ár um siðan, um félagsskap og mismunandi kaup verkamanna, sem eðlilegar orsak ir olla. Sá kafli úr ræðu hr. J. Ó. ekki einasta þess virði, að alt fólk lesi hann með ánægju. heldur lika til þess að nokkrir að minsta kosti, lesi umgjörð J. B. framanvið og aftanvið. Hvell vindarnir standa svo stíft í kjóllöfin, að J. B. hefst á loft strax og hann fer sjálf ur að skapa eða rita frá eigin brjósti, og mun hamingjan sjálf ekki vita enn þá hvar J. B. hlunkast niður á endanum. Það er dálítið fyndið en þó skrítið um leið. að J. B. skuli kalla grein mína "Gönuhlaup.” Honum er vel kunnugt Concert I. A. C. hljóðfæraleikenda. félagsins á fimtudagskvöldið var, var vel sótt, yfirgengilega vel sótt þegar tekið er tillit til þess, að veðrið var hið óhagstæðasta,— fannburður og skafhríð með ofsaveðri á sunnan. Eigi að síður voru tiltölulega fá sæti i salnum auð. Skemtunin var hin ágætasta, og mun óhætt að segja að allir hafi farið heim á- nægðir. Svo vel h'kaði áheyrendunuin framkoma söngmanna og liljóðfæraleik- enda, að þeir kröfðust endurtekninga þrisvar sinnum, sem þó er ekki all-titt hjá íslendingum. Kom sú krafa, um að fá meira, fyrst fram, er “sextettan” söng “Starsof the summernight”. Létu söngmennirnir að vilja manna, eftir alvarlega áskorun, og sungu þá sænsk- ar vísur : “Krigernes dröm.” Hvað orkestruna sjálfa snerti, þá gerði hún vel. Fíólínin eru ef til vill veikasti lið- urinn í þeim flokki, enda ekki við full- komnun að búast svona rétt í byrjun. “Cornet”-spil Hjartar Lárussonar er hrein snild og má mikið vera ef hann fær ekki gagnlega viðurkenningu f.vrir það á sínum tíma. Vér vonum að I. A. C. Orkestra-félagið geri vart viðsig sem oftast á opinberum samkomum. Ráðherrar ;,Lauriers, Hon. W. S. Fielding, fjármálastjórí, og Hon. Wm. Patterson, tollmála-umsjónarmaður, dvöldu hér i bænum frá sunnudegi til fimtudags 11. þ. m- á hádegi, og hlýddu á orð manna og óskir áhrærandi afnám tolla eða viðhaldj þeirra, eftir því sem hver einn leit á það mál, frá því kl. 10 f. h. til kl. 6 e.h. á hverjum degi, aðfimtu- deginum undanteknum, þá að eins frá kl. 9 til 11 f. h. Fundirnir til að heyra þennan framburð og rita, voru haldnir í bæjarráðssalnum og var þar alla jafna húsfyllir af áheyrendum. Allflestir vildu fá afnuminn eða lækkaðan tollinn á akuryrkjuvélum öllum, steinolíu o. fl. Aðrir vildu sópa öllum tolli burt, og nokkrir vildu litlar eða engar breyting ar á núgildandi tolllögum,‘< að undan- teknum akuryrkjuvélum og einstöku vörutegundum. — Áður en fáðherrarnir fóru kom fram nefnd manna frá Prince Albert, sem send hafði verið til að biðja þá um styrk til að fá Manitoba North- Westernbrautina framlengda tafarlaust til Prince Albert, — 209 rnílur frá York- ton. Héldu nefndarmenn því fram, að meir en helmingur landsins á þeirri leið vreri nú þegar þéttbygður orðinn og mundi brautin því reynast hluthöfun- um arðberandi eign, ef iiún væri bygð alla leið til Prince Albert. Fielding svar- aði góðu til, þó ekki gæti hann bundið sig eða stjórnina nokkrum ákveðnum loforðum. á hinum flóknu "Licn”-lögum. Hann virðist vera hræddur að fjalla víða um þetta málefni, enda býst ég við áð ó kunnugleiki og fáfræði standi þar í vegi væri því nauðsynlegtað skýra mál þetta dálitið meira.—Eftir margra ára reynslu og sviksainlega daglaunaborgun við húsabyggingar og annað fleira, kom það í Ijós, að verndunarlög verkamanna voru grundvallarlega lítils virði. T. & L. C. fékk sér einhverja nasasjón um þetta og færðist í ásmegin. Yfirfór téð lög og saindi breytingar á þeim kaus svo nefnd manna og sendi með breytingarnar á fylki-þingið. Þegar til þingmanna kom sýndist þeim lagabreyt ingar T. & L. C. ekki sins æskilega grundvallaðar eins og þyrfti, í jafn mik- ilsvarðandi lagaspursmáli, og fór því undan að drífa þegar í gegn T. & L. C. “Lien” lagabreytingarnar, fyr en þeir hefðu tíma til að yfirvega þær og endur- bæta. En þá var eigi um grið að mæl asthjá nefndarmönnum T. & L. C., svo að þingið, sér til griða og í mesta flaustri, kom lagabreytingum þessum í gegn, sem reynslan hefir sýnt og sýnir að eru einskis virði, hversu góðir lög- menn sem sækja mál verkamanna í krafti þeirra. Til dæmis má geta þess hér, að tvö góð og vönduð hús hafa staðið undir lagakrafti púgildandi ‘Lien’-laga í höndum þeirra félaga Elli- ott & McCreary. 20—30 menn unnu við þessi hús. Sá löglegi tími frá byrjun málshöfðunar (90 dagar) er útrunninn. Mennirnir hafa ekki fengið eitt einasta cent af kaupi sínu, og þar af leiðand' eru sjálfsagðir að tapa því sem þeir unnu fyrir. Fjórir af mönnum þessum eru sárfátækir íslendingar sem náttúr- lega í trausti laganna og McCreary reyndu þessa málssókn. McCreary var líka mjúkur i snúningum um þessar mundir, enda voru bæjarkosningar á næstu grösum. Það er synd að segja að J. B. hafi hárviðkvæma samvizku, Að vita til að nauðlíðandi landar hans og félag- bræður skuli algerlega tapa kaupi sínu. Það er ekki einasta hryggilegt, heldur líka skammarlegt, ef J. B. skuli vilja vera þektur fyrir að reyna að forgylla T. & L. C. með þessum lagabreyting um upp i opið andlit og augu almenn- ings Þá er að minnast ögn á hina þriðju sem meðlim hins ísl. verkamannafélags veru Þrenningar góðverka T. & að það hefir oft og tíðum á fundum kom ið fram sú skoðun félagsmanna, að nauðsynlegt væri að rita í blöðin um verkamannafélagiðog verkamenn í heild sinni. Sannleikí á föstum grundvelli þessu máli viðvíkjandi, er áreiðanlega leiddur í Ijós í þeirri grein, sem ég ritaði í Heimskringlu. Þetta vill J. B. ekki hafa. Eins og vant er kýsjbann að þeyta upp moldviðri með kjóllöfunum að byggja loftkastala á flugufótum sér til ágætis, og T. L. C. til styrktar, og ef mögulegt væri að skapa nýtt efni úr úr gömlu.— fyrir kosningabrellur fram- vegis, til að drepa niður starf og sóma ærlegs verkamannafélags. .1. B. kemur sér prýðilega saman við grein mína um, að hvalablástur T. & L. C. og 17J cents bæjarsamþyktina hafi eðlilega verið orsök til kauplækkun- ar. Hann dregur fram til dærnis þá fé- laga Dobson & Jackson. Þeir eru einu mennirnir sem neyddir hafa verið tíl að hlýða bæjarsamþyktinni um ákveðið kaupgjald. J. B. segir að þeir hafi orð ið fyrir skömm að maklegleikurn, og þar af íeiðandi séð hina veiku hlið verka manna sinna, verið fljótir að slá var- naglann og sett kaupið niður í 12J cents á kl.st. Ekki mótmælir J. B. heldur því, að við höfum fengið aðgerðalausan bæjarfulltrúa og marggallaðan bæjar stjóra í ofanálag á 17J c. samþyktina. Samt er hann að reyna að halda því fram, að T. & L. C. hafi gjört inargt og mikið fyrir okkur verkamennina. Það væri fróðlegt að vita hvað það er. Að vísu dregur J. B. fram þrjú atriði með vindbelgfng miklum. En atriði þau eru tæplega þess virði að fjalla um þau; ekk- ert þeirra er viðkomandi oss .verka mönnum sérstaklega, heldur almenningi í heild sinni. J. B. kemst svo langt með góðverkatölu T. & L. C. að ná þrenn- ingartölunni. Höfuðskepna þrenning- ar þessarar verður góðverkið: Frítt bókasafn handa almenningi sem hann segir að sé (víst eingöngu?) að þakka T. & L. C. Hér fylgir J. B. ekki sann- leikanum ítarlega, frekar en þeir sem hafa brúkað þetta sem kosninga-agn. Það kostar dálitla peninga að hafa full- an rétt til bóka úr safninu, og svo góð- an ábyrgðarmann, að tvisýnt er að nú- verandi bæjarstjóri yrði tekinn fullgild- ur ábyrgðarmaður, J. B. stynur þungan er liann burð- ast fram með aðra veru þrenningarinn- ar, sem hann kallar umbætur T. & L.C. Svefnleysi. í þrjá mánuði samfleytt. Horaðist og var álitin að vera kominn í dauðan, en hið mikla meðal South Ame- rican Nervine gafst mér vel og bjargaði lífi mínu. Mrs. White frá Mono Townshid, Beaverton P. O., var mjög hættulega veik af taugaveiklun. Hún var svo veikluð, að hún hafði ekki sofið dúr í 3 mánuði, og vinir hennar og skiidmenni álitu hana þá og þegar frá Iíenni var komið til að reyna South American Nervine. Ilenni batnaði svo fljótt, að þegar hún var búin að taka fvrstu inn- tökuna gat hún sofið alla nóttina, Húri hélt áfram að brúka þetta merka meðal og fór heilsa hennar alt af batnandi, og nú er hún svo að ekkert ber á því að hún hafi nokkurn tíma verið veik. Ef þú efast um þetta þá skrifaðu henni ocr áöu aö vita sanníeikaun. Að ég hamist á Tslenzka Verka mannafélaginu er algerlega ranghermt af J. B.Ég að einsbenti áað sendinefnd- armenn Verkmannafélagsins til T. & L, C. hafi vanrækt skyldur sínar að sækja fundi seinasta kjörtímabilið sem Verk mannafélagið hafði ísimdinefndarmenn T. & L. C. ráðinu. Það segir J. B. “hreint og beint rugl”. Auðvitað af þeirri einföldu ástæðu, hann veit að hér er um sjálfan hann að ræða. Hann er maðurinn sem tók kosningu mótmæla- lnust i Verkmannafélaginu, en sótti aldrei fundi í T. & L. C. heila kjörtíma- bilið. Þetta veit J. B. í sannleika að hann getur ekki borið á móti. í þetta sinn ætla ég ekki að fleirum orðum um þetta mál við Bjarnason. Ólafur Siourusson. eyða Jóh. Gylliniæð læknnð á 3—6 dögura Dr. Agnews áburður læknar allar útvortis gylliniæðir á þetta 3—4 6 dög- um. Eftir að hafa borið það á í eitt skifti linast tilfinningin. Við gylliniæð sein ekki er merkjanleg útvortis. er með al þetta einnig öðrum meðölum betra. Það læknar einnig öll útbrot. á hörund- inu, svo sem Tetters, Salt Rheum, Ec- zema, Barber Itch og alla skinnsjúk dóma. Verð 35 cts. 8krá L. C., sem sé: fríar skólabækur. J. B. er nærri þrotinn af vindi og kjóllinn orðinn nokkuð jússulegur. Hann segir að T. & L. C. hafi staðið í þessari bar- áttu í heilt ár, og haldið áfram enn. Þetta er: æði missýnileg tilraun. Ef það er almennur siður að uæma ríkis- ráðum, stjórnum, félögum og einstak- lingum frægð og heiður, að eins fyrir það sem þeim getur dottið í hug, en ekki er framkvæmt, þá er vafalaust að heimurinn verður tafarlaust að verja öllum sínum kröftum og fylgi til að koma upp sem flestum og beztum höf- uðskeljafræðingum. Það væri hægt að senda heiminum professor þann sem allra manna væri færastur að stjórna slíkri allsherjarstofnun. Ég skal verða fyrstur manna til að viðurkenna góð- verk T. & L. C. þegar þau eru gerð. En mér er svo háttað sem flestu fólki, að mér nægir ekki að láta segja mér að þessi og þassi maður og þetta og þetta félag ætli; já, meira að segja, vil) gera þetta eða hitt. Eg þarf að sjá verkinu lokið áður en ég byrja mína lofsöngva. Ofurlítið er eftir nf vindi í kjóllöf- um J. B. þegar hann bætir ‘‘Co.’’ aftan við nafn mitt. Hann býst víst við að ég eigi hér úr vöndu að ráða, og hann geti vilt sjónír almennings. Þess vegna vil ég skýra þetta htið eitt. Nokkrir félagsmenn íslenzka Verk- mannafélagsins færðu það i tal við mig, að ákjósanlegt væri að fá herra Jón Júl ius. sem ekki hefir staðíð í Verkmanna- félaginu um langan tíma, til að ganga inn í það aftur. Ég fór til herra .1. Júl íusar, og afleiðingin varð sú, að hann var gerður heiðursmeðlimur og embætt- ismaður í Verkmannafélaginu á næsta fundi á eftir. Alt þetta gerðist án náð- arsamþyktar J. B., sem ekki sótti fundinn. Á næsta fundi reyndi J. B. af alefli að ónýta þessar gerðir félagsins. Við meiri partur félagsmanna stóðum auð- vitað með okkar fyrri gerðum, enda voru margir því kunnir að frá því lira. J. Július hafði stjórnartauma Verk- mannafélagsins stóð það í mestum blóma ; fult hús í hverri viku af félags- mönnnm. Aftur á móti þegar J. B. hafði mest og bezt ráð í sama félaginu. sáust ekki nema 9—10 mannhræður á mánaðarfre8ti í fundarsalnum, sem auðvitað voru mestmegnis klíka sú, er J. B. var að reyna að vefja um sig. yflr nöfn þeirra sem gefið hafa peninga í sjóð til hjálpar því fólki í Árnes- og Rangárvallasýslum á íslandi, er urðu fyrir jaröskjálftunum síðastl. Ágúst og SeDtember: Áður auglýst 31235,95 Guðrún Magnúsdóttir, Winnipeg 1.00 Magnús Einarsson, Churchbridge, Assa., hefir safnað $3. sem fylgir : Magnús Einarsson, Churchbridgo 2,00 Mrs. Ragnhildur Magnúsd. “ 50 Miss Kristín Magnússon “ 50 Séra R. Runólfsson, Spanish Fork, Utah, hefir safnað $3, sem fylgir : ’ Bjarni J. Jolinson. Spanish Fork 1,00 E. C. Christi anson “ 50 E. Eyjólfsson “ 25 Augusta Tomasson “ 50 Guðrún S. Johnson “ 25 Árni Helgason “ 50 Winnipeg, 10. Febr. Samtals $.1242,95 1817. H. S. Barðal. Lano<varandi kvef læknað ó fáum klukkustundum. Það eru ekki einu/'tigis háttstandandi merin í þessu landi.einsog Urban Lappe M. P. frá Jolliette, Que. og aðrir þing- menn, sem hafabrúkað Dr. Agnews Ca- tarrhal Powder og sem álíta það eitt af þeim beztu meðölumsem þeir hafareynt heldur einnig fólk víðsvegar um land. C. G.Archer frá Brewer, Main, segir : Ég hafði haft kvef í uokkurár og vatn- ið rann úr augunum á mér dag og nótt Fyrir hér um bil 4 máiiuðum fór ég að brúka Dr. Avuews Catgrrhal Powder. og síðan ég fór að brúka þetta merka meðaj hefi ég ekki haft aðkenning að þessari veiki. Saga prestsins. C. H. BACK- Verða að leisast. Nýrnaveiki læknast að eins með meðöl- um, sem eru í rennandi ástandi. Það er áreiðanlegt. Við ólagi á meltingarfræðum, höf- uðverk og þesskonar getu pillur oftver- ið góðar.eri jiegar farið er að halda því fram að þær lækni nýrun, getur heil- brizð skoðun á meöalum ekki lengur stilt sig um að taka í strenginn. Þessi táldræga veiki som alt af er að fara í vöxt. verður ekki rekin úr líkamanurn nema með meðulum, sem uppleisa hin föstu efni, er myndast í nýrunum og sem orsaka þrautirnar, sem allir Jiekkja er hafa haft nýrnaveiki, South Ameri- can Kidney Cure er meðal,sem á að eins við nýrnaveiki. Það uppleysir þessi föstu efni og græðir um leið. Þegar þetta meðal er brúkað íinna menn eng- ia slæm eftirköst. Ýmislegt. Biblían sýknar morðingjann. Frá Wayne, Nebraska. “Æsinga fullur inannflokkur var fyrir sköminu hér í kringum fangahúsið í heilan dag, og viðhafði heitingar um ríkan bónda Clarence R«sh að nafni. Hann var fangaður í gærilag á eigin hcimili sínu. umkringdur af líkum þriggja barna og konu hans, hræðilega sundurflakandi og brotnuin. Við lögregluna sagði hann : “Biblían sýknar mig og ég skal sanna aö ég gerði að eins skyldu mína.” l>eg- ar haun framdi morðiu, kom hann heim heim frá “guðsþjónnstu” revivalista og hafði stein að vopni. Enga mótstöðu gerði hann lögregltmni, en opnaði biblí- una og benii á 5. Mósesbók 13., 6—10. llin drepna íjölskilda var ekki af hans trúflokki og vildi ekki sækja kyrkju hans. TÆ ÍG LÆKNUD. Læknir einn gamáll gaf upp læknri störf sín. cn áður hann gerði það fyrsi fult og alt, fann Iiarin það skyldu sína að geru ineðborgurum sínum kunna samblöndun lyfs eins úr jurtaríkinu, er kristniboði eínn úr Austur-Indlandi hafði sagthonum frá. Á meðal það fyr- ir fult og alt að lækna tæring, barka- bólgu, kvef, andþrengsli og alla aðra háls og lungnasjúkdóma. Það er einn- ig óyggjandi meðal við allskonar tauga slekju og taugavciklun. Var læknírinn búinn að reyna kraft þess í þúsund til- felluin. Knúður al hvðtum þessum og lönguninni til að létta mannlega eymd, skal eg borgunarlaust senda fyrirsögn á tilbuningi lyfs þessa til allra, er þess óska, á þýzku, írönsku og ensku, með skýrum Jeiðbeiningum fyrir notkun þos.s. Sendist með fósti að fenginni ut- aiiáskrift á bréfspjaldi ineð tilgreindu blaði þvi, erauglýsing þossi varífundin. W. A. Noyes, 82u Po'.vers Block, Rochoster, N. Y. RAUNASAGA REV HUS. I fimm raánuði þjáðist hann óbærilega Gat hvorki lagst niður né sezt upp hjálparlaust. Hann segir frá því hvernig hann læknaði sig. Tekið eftir Tilsonburg Observer, Rev. C. H. Backhus á lieima í Bay ham-sveit, Elginhéraði, Ont., og það er naumast nokkur maður þar um slóð- ir betur þoktur eða meira verður lieldur en hann. Hann er prestur í kyrkju þeirri er kallast United Brethren Church. Hann hefir einnig stóit bá og sér um verkin sjálfur og vinnur mikið, þrátt fyrir það þó hann sé farinn að eldast. En það hefir ekki ætíð st.aðið þannig á fyrir honum, þvi fyrir nokkr- um árum veiktist hann svo að honum var lengi ekki ætlað líf. Presturinn sagði fregnrita einum sem nýlega heim- sótti hann alt frá veikindum sínum, og gaf honum leyfi til að opinbera það. Sagan sem Rev. Mr. Backhus sagði er í aðalatriðum þannig: Fyrir hér um bil þreinur árum síðan varð hanu veik- ur og læknlrinn sem stundaði hann á- leit það vera influenza. Honum batn- aði ekkert við ráðleggingar þær som hann fékk og var því annarslæknisleit að, en það reyndist árangurslausl. Upp úr þessari veiki fór hann að fá þrautir hingað og þangað um skrokkinn. Hann varð máttfarnari og máttfarnari. Hann gat ekki sezt niður eða reist sighjálpar- laust, og þegar búið var að hfálpa hon- um á fætur gat hann að ‘eíns komisfc fá- ein fet. I fimm mánuði þjáðist ijann þannig, en að þeim tíma liðtium kom loks hin eftirvænta líkn. Vinur hans sem lagði að honum að reynn Dr. Willi- ams Pink Pills. Hann lét tilleiðost og hann hefði ekki brúkað þær lengi þegar hann fann til bata, Hann fór nú a” geta fært sig út stað án þjáninga og óstyrkur og ógægíndi í liðamótum fór að gera midna vart við sig. Hann hélt áfram að brúka pillurnar enu um stund og batnaði honum algerlega af þeim. Þegar maður sór mr. Brckhus eins og hann er nú, þá er örðugt að gera sór grein fyrir hvernig hann hefði getað verið veikur, Mr. Backhus er nú um áttrætt, eius o3 hann sjálfur segir. En fyrir verknnir Dr. Williams Pink Pills or ég eins hraustur eins og ég væri tíu arnm yngri. Þér getið sjálfir dæmt um það þegar ég segi yður að óg hefi bygt fjörutíu ‘rods’ af girðingum þetta ár. Það gleður mig að geta gefið Dr. Williams Pink Pills mitt meðmæli’. Dr. Williams Pink Pills uppræta sjúkdómana og gera tnenn heilsugóða og hrausta. Við limafallsyki, mænu- veiki. riðu mjaðmagigt, dirtla veiki o. s. frv. eru þessar pillur óbrigðular. Þær gera útlitið fallegt pg hraustlegt. Karl- menn sem hafa óhreint sig á andlcgri eða líkamlegri vinnu ættu einnig að brúka Pink Pills. Þær eru seldar hjá öllum lyfsölum fyrir 50 cents askjan eða 6 fyrir $2.50 og fást lika frá Dr. Willi- ams Medicine Co. Brockville Ont., eða Schenectady, N. Y. Gáið að eftirstæl- ingum, sem sein sagðar eru alveg eins góðar. “SnnDiiiifari, Fræðiblað með myndum. Kemur út í* Reykjavík einu sinni á hverjtim mánuði. Eina íslenzka ritið er stöð- ugt flytur myndir af nafnkunnum ís- lendingum. Ritstjóri og eigandi Þotsteinn Gíslason. Blaðið kostar í Ameríku, fyrirfram borgað, einn dollar árgangurinn. Islfiflfliipi i Argyla Kunngerist hér með, að ég undirritaður hefi nú í annað sinn byrjað á skósmíði í Glenboro. Auk þess að gera að skóm og stígvélum, tek ég nú að mér að gera við “Fur”-kápur, vetlinga o. s. frv. Notið nú tækifærið, landar ! Ykkur er kunnugt að ég er æfinlega viðbúinn að leysa verkið fljótt og vel af hendi. Verkstofan á Aðalstrætinu í Glenboro. Maspiús Kaprasíusson. ‘BJAkKI,” ritstjóri Þorstkinn Erlinqsson, langbesta blaðið seni gefið er út á ís- landi. Kemur út i hverri viku. Kostar að eins $1.00 um árið. Ótsölumenn fá góð sölulaun. Skritíð til M. PÉTURSS0NAR, P.O. Box 805. Wínnipug. Vin og Vindlar. BRANDY, WHISKEY, PORTWINE, SHERRY og allar aðrar víntegundir, sem seldar eru í Winnipeg. Allskonar öltegundir æfinlega á reiðum höndum. Hvergi í bænum betri vindlar. Alt með lægsta hugsanlegu verði. //. L. Chabot, Gognt City Tlall 518 Main Str

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.