Heimskringla - 04.03.1897, Page 1
NR. 10.
XI. ÁR.
WINNIPEG, MAN., 4 MARZ. 1897.
FRÉTTIR.
DAGBÓK.
FIMTITDAG, 25. FEBR.
Flóð í ám og vötnutn í Pennsylva-
nia hafa valdið $1J milj. eignatjóni.
Stórveldin kvað vera eiuhuga alveg
i því, að Grikkir skuli ekki fá Krít.
Grikkjum lízt það óréttlátt og segjast
engar stjórnarbætur þíggja fyrir hönd
eyjarskeggja, ef hinn tyrkneski fáni á
að halda áfram að blakta á stöng yfir
stjórnarsetri eyjarskeggja. Þar við sit-
ur enn. Tyrkir herbúa sig af kappi og
tala um að hefja hergöngu til Aþenu á
hverri stundu.
Aukaþing. Cleveland forseti hefir
boðað efrideildarmenn þjóðþingsins á
fund í þingsalnum kl. j2 á hádegi á
fimtudaginn 4. Marz.
Ráðherrar MoKinleys. Ráðaneyti
hans er nú að sögn fullmyndað og eru
þessir hinir útvöldu: Jehn Sherftan
utanríkisráðherra (stjórnarformaður-
inn), Lyman J. Gage fjármálastjóri,
John D. Long sjómálastjóri, Russell A.
Alger hermálastjóri, Joseph McKenna
dómsmálastjóri, James Wilson ráðherra
akuryrkjumálanna. John J. M’Cook
innanríkisstjóri, James A. Gary póst-
málastjóri. Ráðaneyti þetta er sann-
nefnt‘miljónera-ráðaneyti’, enda búið
að fá það nafn í upphafi, Að undan-
teknum máske tveimur eru ráðherrarn-
ir allir miljónaeigendur.
FÖSTUDAG, 23. FEBR.
Hvessir á þjóðþingi. I neðri deild
þjóðþings var í gær borin fram álykt-
uu þ«ss efnis, að Bandaríkjastjórn skuli
nú tafarlaust bjóða Spánverjum stríð á
hendur. Samtímis kom fram samskon-
ar skoðun í efri deild í kappræðu út af
ályktun um að Bandaríkjastjórn skuli
heimta lausan ákveðinn mann, sem er í
fangelsi á Cuba. Senatorarnir sögðu
þar hver á fætur öðrum að þeir vildu
strið og ekkert annað. Æsingar mikl-
ar í Washington út af þessu.
Rafmagnsvagn ‘ varð fyrir járn-
f CKu’ago í gær og fói í
spón. Biðu þar bana 3 menn og búist
við að tveir eða þrír (aðrir deyi. Fleiri
voru ekki í vagninum þegar slysið átti
sér stað.
Frumvarp um að lengja tímann úr
3 mánuðum í 1 ár, sem þeir yrðu að
búa í rikinu, er vildu fá hjónaskilnað,
var borið fram á Norður-Dakotaþingi
fyrir.skömmu. I gær var það felt í
efri deild með 14 gegn 13 atkv.
Gullæð mikil fanst í gær í Skóga-
vatni skamt frá Rat Portage fram af
Sultananámunni nafnfrægu. Þar sem
gullið fanst i vatnsbotninum er vatnið
40 feta djúpt. en svo stendur það ekki í
vegi fyrir notkun þessarar nýfundnu
námu,
Londcn-blaðið ‘Chronicle’ er eitt
eindregnasta fylgisblað Grikkja i Norð-
urálfu. Það hvetur nú Grikki til að
enda þetta þóf um Krít, með því að
skora Tyrki á hólm og losa svo Evrópu
við erkimorðingjann, sem sitji í hásæt-
inu í Miklagarði. í gær átti fregnriti
blaðs þessa tal við Grikkjakonung, er
kvaðst vera meira en híssa á aðgerðum
stórveldanna. Sagði óþolandi ef Krít-
eyingar fengju ekki leyfi til að úr-
skurða með atkvæðum sínum hverju
rikinu þeir vildu helzt tilheyra: Grikk-
landi eða T.Aklandi. Af því er ráðið
að veittu stórveldin það og létu eyjar-
skeggja eina nm atkvæðagreiðsluna,
mundu Grikkir leggja árar í bát og gera
sig ánægða moð úrslitin, enda nokkuð
augljóst hvernig þau yrðu.
LAUGARDAG, 27. FEBR.
Frá Montreal kemur sú fregn, að
svo mikill klofningur sé í liði Lauriers í
Quebecfylki út af skólamálinu, að Lau-
VEITT
HÆSTU VKROUAUN A HBHMSSÝNINGUNN
DR
BANNi
POWWR
ID BEZT TILBÚNA
éhlönduð vínberja Cream of Tartar
powder. Ekkert álún, ammonia eða
úunur óhol) efni.
40 ára ’-eynslu.
rier sjái ekki önnur ráð en fara til
Greenways á ný og biðja hann að gera
enn meira en hann þegar hefir lofað að
gera fyrir kaþólíka.
Konsúll Bandaríkja á Cuba hótar
að segja af sér, ef hann fái ekki herskip
til að fylgja sér að máli. Hann kveðst
ekki halda áfram í stöðu sinni. ef haidið
verði áfram að syívirða og drepa Banda
rikja þegna alt í kringum sig, og ef
Bandarikjastjórn neiti að rétta sér
hjálparhönd.
Núer sagt að stórveldin séu farin
að jagast út af Krítarmálinu, nð þau
séu alls ekki sanihuga, er til kemur að
kúga Grikki. Ráðherra Breta á Grikk-
landi sat lengi á eintali með konunugi í
gær og er því ætlað að Bretastjórn sé að
hugsa um að gangaúrleik. Að hún
gerði það er heldur ekki ólíklegt, ef hún
í nokkru athugar vilja þjóðarinuar, því
þjóðin á Bretlandi er nokkurnveginn
eindregin með Grikkjum,
C. P. R. félagið hefir formlega boð-
ið sambandsstjórninni að byggja járn-
braut frá Lethbridge í Alberta um
Hrafnahreiðursskarð til Nelson í Brit-
ishColumbia, 300 mílur vegar, ef stjórn
in veitir því styrk sem nemur $10.000
á hverja mílu (3 milj. alls). Brautina
lofar það að hafa fullgerða í Janúar-
mánuði næstkomandi. Enn fremur
býður félagið stjórninni að vera í ráði
með að ákveða fiutningsgjald, leyfa öðr-
um félögum að renna lestum eftir spor-
inu o. s. frv.
Montreal-blaðið “La Patrie,” mál-
gagn Hon. Mr. Tarte (synir hans eiga
það og stjórna því), segir bráðnauðsyn-
legt að páfinn sendi til Canada sérstak-
an ráðherra, er hafi á hendi að lesa
klerkalýðnum lögin og dæma í þrætu-
málum milli lýðs og klerka.
MÁNUDAG 1. MARZ.
Kríteyingar segjast ekki vilja nýta
sjálfsforræði, ef ’þeir eigi að vera undir
verndarvæng Tyrkja. Þó segja aðrar
fréttir samtímis, að stórveldin vilji ekki
annað þýðast. Er sagt að í dag (1.
Marz) eigi að færa.bæði konungi Grikkja
og Tyrkjasoldáni_bréf frá stórveldunnm
sameiginlega, þar sem ákveðið er að
eyjarskeggjar skuli nú þegar fá fult
sjálfsforræði, en vera skjólstæðingar
Tyrkja eins og áður. í því bréfi er og
sagt að Grikkjum verði gefinn 4 daga
frestur til að flytja alt sitt burtu af eyj-
unni. Af þessum fregnum að dæma.
nálgast þvi sú stund að Grikkir megi
gera annað tveggja : Skora Tyrki á
hólm eða beygja sig fyrir stórveldunum.
175 menn biðu bana á laugardaginn
var í námum í Mexico. Þaðhafðikom-
ið upp eldur niðri í námunni og byrgði
ganginn upp úr henni.
Cecil Rhodes, Afríku-konungurinn.
viðurkendi í gær að hann bæri ábyrgð-
ina af áhlaupinu á Transvaal í fyrra.
Sagði það hefði orðið stórhagur fyrir hið
Breska Suður-Afríkufélag, ef Suður-
Afríka öll hefði fengist sameinuð undir
eina stjórn. Það hefði verið tilgangur-
inn og hann kvaðst vona að síðar kæm-
ist það bandalag á. Sérstök þingnefnd
hefir setið við að yfirheyra Rhodes um
nokkra undanfarna daga.
Skeyti frá Rómaborg segir að Leo
páfi XIII. hafi skipað Monsignor Rudini
Tedeschi umboðsmann sinn og æðsta
dómara í kyrkjumálum í Canada.
Rússar segjast tilbúnir að bola
Grikkjum af Krítey og komaá fót hinni
fyrirhuguðu sjálfstjórn eyjarskeggja
undir vernd Tyrkja, þó Bretar og ítalir
verði á móti er til kemur, og sem þeir
óttast.
ÞRIÐJUDAG 2. MARZ.
Weyler, herstjóri á Cuba, hefir sagt
af sér og er á förum af eyjunni. Ástæða
er sú, að Spánarstjórn gaf Bandaríkja-
þegni einum upp sakir, en sem Weyler
áleit óþolandi alveg.
Eldsumbrot eru sögð í Salta-vatni
(Salt Lake) í Utah. Gufumökkur stend-
ur hátt í loft upp og vatnið hverasýður
í nágrenninu. Jarðskjálftavart hefir
orðið á þessu svæði af og til í síðastfiðna
6 mánuði.
Indlandshjálparsjóðurinn í Canada
er nú orðinn sem næst $100,000. í Mani-
toba er sjóðurinn á 11. þúsundinu.
Hotel í Moosomin, Assa., brann til
rústa aðfaranótt mánudagsins. Eigna-
tjón $11,000.
Hjón í Quebecfylki fóru í kynnisför
til nágranna sinna á sunnudagskv. var
eftir að hafa afklætt 3 börn sín, og læstu
svo húsinu. Á meðan þau voru burtu
brann húsið og börnin með.
Samkvæmt áætlun sambandsstjórn-
ar voru 5,125,436 íbúar í Canada í Jok
Júníinánaðar 1896.
Ekkert nýtt frá Krit nema það, að
Grikkir hafa þar tekið annað virki og
bæ með 3000 Tyrkjum í. Beiddu þá
Tyrkir höfðingja sina ásjár og verndun-
ar, en fengu afsvar. af því bolmagn
skorti. Fóru þeir þá til Grikkja, sem
undir eins fullvissuðu þá um, að þeim
og eignum þeirra væri óhætt.
MIÐVIKUDAG, 3. MARZ.
Ómunalega mikil dýrð í Washing -
l on á morgun (4. Marz) er McKinley
yerður settur í hásætið. Hátiðahaldi ð
á að vera glitmeira stærra og tilkomu -
meira að öllu leyti en nokkru sinni áð-
ur.
Nú er uppvist orðið að kaþólsku
byskuparnir í Quebecfylki hafa skrif-
legt leforð allra ‘liberölu þingmannanna
í sambandsþinginu um að fylgja kröfum
klerkanna í skólamálinu og annað-
tveggja greiða atkvæði gegn Laurier
eða segja af sér. ef hann ekki nppfylli
loforð sín í því efni, — útvegi kaþólík-
um í Manitoba algerlega sérskilda
skóla.
Stórvoldabréfið til Grikkja og
Tyrkja áhrærandi Kritarmálið var af-
bent. þeim stjórnunum í gær. Er
Grikkjum tilkynt að stórveldin séu
einhuga í að veita Kríteyingum fullt
sjálfsforræði nú þegar, en undir stjórn
Tyrkja, að Grikkir verði að hafa sig
burt af eynni innan sex daga, ella
taki stórveldin til sinna ráða til að
koma þeim burtu þaðan. Hvað gera
Grikkir nú ?
Fylkisþingið.
Á þriðjudaginn 23. Febr. gerðist
ekkert merkilegt á þingi, enda sat það
tæpa klukkustund.
Á miðvikudaginn 24. Febr. sat
þingið aftur stutta stund, rúman hálf-
tíma, en starf þess á þeim stutta tíma
var þýðingarmikið. Þá voru sem sé
lögð fram ýms fruvörp til laga og lesin
í fyrsta skifti. Fyrst í þeim flokki er
að telja skólalögin, eða bálk þann í
skólalöguuum, sem breyia skai skm-
kvæmt samningi þeirra Greenwayinga
og Laurier-stjórnarinnar. Lagaflokkur
þessi er í 12 aðalgreinum og eru sam-
hljóða samningi nm þettta mál, er i
lausri þýðingu birtist í Hkr. 26. Nóvem
ber síðastl. (10. árg. nr. 48). Þá voru
og framborin námalög fylkisins, sem
eiga að verða; frumvarp til laga áhrær
addi félagsbú (Partnership)jfrumvarp til
laga áhrærandi lögregludómara; frum-
varp til laga áhsærandi lögtak eignar
fyrir skuldum; frumvarp til laga áhrær
andi yfirréttarmál. Fjögur hin siðast-
töldu frumvörp eru ýmist viðaukar við
samskonar lög, eða breytingar á orðum
eða greinum í þeim lögum.
Á fimtudaginn 25. Febrúar var beð-
ið um skýrslur frá ýmsum sveitum á-
hrærandi haglélaábyrgð; þá var og beð-
ið að skift yrði tveimur sveitum í tvö
stjórnarumdæmi hvorri. Þá var og
kunngert að farið yrði fram á að nefnd
yrði skipuð til að rannsaka fjárhagsmál
hinna ýmsu sveita i sambandi við skatt
heimtu. Er nefndinni ætlað að athuga
áhrifin á sveitirnar af :
1. að gefa afslátt af skatti greiddum
fyrir ákveðin dag og að leggja auka-
gjald á þá sem ekki þannig greiða ;
2. að láta skatt safnast saman ár eft-
ir ár á óbygðð landi;
3. að innheimta skatt án þess skatt-
heimtumuður sé settur;
4. að athuga hvaða áhrif samsafn ó-
goldinna skatta hefir á einstaklingiun,
sem þannig er hirðulaus;
5. að athuga áhrifin á fylkið af aug-
lýsingum um landsölu fyrir ógoldnum
skatti.
Uppástungumaður að þessu er Mr.
Thos. Dickie frá Avondale-kjördæmi.
Á föst.udaginn 26. Febr. gerðíst ekk
ert markvert ,á þingi, að undanteknu
því að fram voru lagðir fylkisreikning-
arnir. Frumvörpin sem fram voru
komin voru yfirfarin í annað sinn og
síðan vísað til lagabreytinganefndar-
innar. Undantekningin þar er skóla-
lagafrumvarpið. Þegar það var borið
fram auglýsti dómsmálastjóri að stjórn-
in leyfði engar breytingar á því frum-
varpi, og enn fremur var þess getið, að
það yrði yfirfarið í annað sinn á föstu-
dag, en er þar konij bað dómsmólastjóri
að hlaupið yrði yfir það. Var j að veitt
og liggur það því fyrir eins og það var
fram lagt. Það er sagt að þegar frum-
varpið var brotið til mergjar, eins og
gert var í ‘Nor’-Wester’, hafi próestant-
ar orðið eins óánægðir með ákvæði þess
eins og kaþólíkar er álíta j>að einskis-
vert, og að stjórnin þess vegna hafi
frestað umræðym um frumvarpið, enda
búizt við að hún megi til að breyta ein-
hverju í þvi. En þetta eru getgátur
einar.
Fylkisreikningarnir sýna, að alls
voru tekjur stjórnarinnar á órinu $1,
090,236,31 og í sjóði við árslok 1895 voru
$565,810,85. Gjöld öll á árinu voru sam-
tais $973,012,59. í sjóði við árslok (31.
D isember 1896) $674,219,27. Meðal út-
gjylda er talin þingkostnaður allur $38,
590, en þar í eru talin rúm $5000, sem
ganga tíl viðhalds fylkisbókasafninu og
sem laun fyrir yfirskoðun reikninga,
Kosningasóknin í fyrra er sagt að hafi
koatað $30,085,79'. Til innflutnings-
starfa var á árinu varið $16 492,19.
Á mánudaginn 1. Marz gerðist ekk-
ert merkilegt. J. B. Lauzon hinn nýi
jiingmaður St. Bonifacemanna var þá
leiddur til sætis á þingi. Umræður um
fjárlögin áttu að byrja þá, en var frest-
að til þriðjudags. Skólalögin nýju átti
og að ræða, en var einnig frestað sam-
kvæmt beiðni Camerons dómsmála-
stjóra. — Nýtt frumvarp (breyting á
skólalögunum) var borið fram. Inni-
hald þess er að undir vissum kringum-
stæðum hafi skólastjórnir í syeitum úti
fyllra vald en þær hafa nú til að færa
skólahús.
Frá löndum.
MINNEOTA, MINN., 22. FEBR.1897.
(Frá fréttaritara Hkr.).
Nýlega varð F. R. Johnson gjald-
þrota og hefir jiað mikil og ill áhrif á
marga íslenzka bændur, sem skifuðu
uudir skuldabréf hans,
Dauðsfall. Nýdáin er hér Arndís
^fciiidóttir Eiuavssonar frá Syðri-Brand
Krossavík i Vopnafirði. Hún var ltona
Jósefs Jónssonar frá Strandhöfn í
Vopnafirði.
Trjáplöntun, I verðlaun fyrir trjá-
plöntun borgaði Minnesotaríki síðastl.
ár $19,530,01, eða $2.50 á hverja ekru.
Tíðarfar hefir nú um stnndir verið
fremur umhleypingasamt og rosalegt,
og má svo segja að hér sé nú snjókyngí
mikið.
Verzlun: Gripir stíga í verði; eftir
spurn mikil; korntegundir allar saga í
sama horfið.
CYPRESS RIVER, MAN.,22. Febr.’97
Hinn 8. Febrúar lézt hér f bænum
eftir 11 mánaða siúkdóms þjáningar
Einar Ólafsson, Torfasonar, Gottskálks
sonar. frá Fjöllum f Kelduhverfi í Þing-
eyjarsýslu, 9 ára og 6 mánaða gamall,
frábærlega efnilegur bæði til sálar og
líkama, alt til j)ess hann tók veikina í
Marz í fyrra, er þrátt fyrir allar mögu-
legar lækna tilraunir varð hans bana-
mein, og alt útlit á þvi að j)að hafi ver-
ið tæring, er hann þjáðist af. — Jarðar-
förin fór fram þann 9., er verzlunar-
maður herra A. A. Young annaðist að
öllu leyti með mesta sóma og heiðri, þó
sárfátækir ættu í hlut og það ekki af
bans þióðflokki. Það og margt annað
gott þeim auðsýnt þakka honum hinir
harmþrungnu foreldrar.
WESTBOURNE, MAN., 25. Febr. ’97.
Tíðin hefir verið æði höstug og ó-
viðfeldin f vetur; frost og fannkoma
oftast nær. Miklu meiri snjór á jörðu
nú en í fyrra; búast menn þvf við miklu
flóði hér í vor; er hér lítiðhm annað tal-
að en það og svo hvert skuli flýja.
Heilsufar. Kvef og ýms önnur ves
öld hefir gengið hér í vetur, en erheldur
að réna. Mrs. Sigríður ÓlafssOn, kona
Ólafs Ólafssonar frá Vatnsenda á ís-
landi, hefir verið mjög veik í allan vet
ur af einhverri illkynjaðri veiki og er á
mjög litlutíi batavegi enn.
Snemma i þ. m. dó Tomasina Guð-
rún, dóttir þeirra hjóna Bjarna Tomas-
sonar og Önnu Jóhannsdóttir, 6J mán-
aðar gömul. Jarðarförin fór fram f
Westbourne 11. þ. m.
15, þ. m. giftu sig Mr. Böðvar Jóns-
son og Guðrún Tomasdóttir bæði til
heimilis í Westburne.
Mjög er lítið um framfarir hér. Þó
tóku nokkrir menn sig saman í haust
og útveguðu sér barnakennara. Að sögn
eru þeir ánægðir með kensluna. Að
eins þeir sem voru i þessu félagi hafa
notað skólann,
Fiskiveiðar hafa tæplega verið í
meðallagi; að sönnu hafa mefln fiskað
allve), en markaðsverð frámunalega
lágt; 3J cent pundiðf hvítfiski var byrj-
að með, en sem ekki hélzt nema hálfan
mánuð; hættu þá fiskikaupmenn að
takahann um tima, en byrjuðu svo aft-
ur að þrem vikum liðnum og borguðu
þá 2J—2 ct. Nú eru þeir hættir að taka
hann nema upp í netskuldir eitthvað
lítilsháttar. Útlit þvf mjög dauft hjá
mörgum, því allflestir lögðu töluvert í
kostnað og surnir meira en þeir máttu.
í. Ó.
Nýtt livaðanæfa.
Ferðaáætlun hins sameinaða gufu-
skipafélags höfum vér hvergi getað feng-
ið enn. Útdráttur sá er fylgir, er tek-
inn úr “Stefni” :
Thyra fer frá Kaupmannahöfn 14.
Marz, 16. Maí, 18. Júli 11. Sept., Both-
nia (frá Khöfn) 18. Júni. Um Lauru
er ekki getið í þessum útdrætti.
Eftir þessu að dæma má gera ráð
fyri r að brottfarardagar frá Leith eða
Granton til íslands verði : “Thyra”
18. Marz, 20. Maí, 22. Júlí, 15. Sept., og
Bothnia 22. Júní.
Spokane—Ivootenai.
Northern Pacificfélagið hefir látið
gera ágætan uppdrátt af þessu nafn-
fræga námahóraði, sem nú laðar menn
til sin í stórhópum frá öllum löndum.
Upr)drátturinn er með litbreytingum
sem þarf til að sýna dali og f jöll og ár
og læki, því að svo miklu leyti sem verð-
ur, sýnir sppdrátturinn landslagið. Án
annarar frekari fyrirhafnar en þeirrar,
að sitja við borð, geta menn á þessum
uppdrætti séð allan svip landsinsí þessu
öræfaflæmi og furðuvel komist i skiln-
ing um hvernig þar muni að ferðast. Á
bakinu á uppdrættinum er lýsing þessa
héraðs, Rossland og annara staða.
Uppdrátt Jieuna geta menn fengið
bjá H. Swinford, Gen. Agent N, P.
R.R., Winnipeg, eða hjá Chas. S. Fee,
Gen. Pass. & Ticket Agent., St. Paul.
Þeir sem senda eftir eða biðja um þenn-
an uppdrátt, geri svo vel að segja um
leið, að þeir hafi lesið um hann í Heims-
kringlu.
Stokkhólms-sýningin.
I Stokkhólmi í Sviaríki er nú verið
að efna til hinnar miklu “Novðurlanda-
aýningar,” sem þar verður vígð 15. Maí
í vor og sem stendur yfir til 1. Október.
Thingvalla-gufuskipafélagiö auglýsir
sýningu þessa rækilega og í því sam
bandi Svíaríki alt sem “Túrista”-land.
Félagið hefir lieiðrað oss með ágætlega
gerðri litmynd af sýningarsviðinu, sem
er á eyjarodda norðvestarlega i borginni
Er mynd þessi sönn veggprýði í hvaða
skrifstofu sem er og kunnum vér Thing-
vallalínunni þakkir fyrir sendinguna.
Island,
hið nýja blað Þorsteins Gíslasonar í
Reykjavík, byrjaði að koma út með ný-
árinu, eins og lofað hafði vtrið. Það er
óefað langstærsta blaðið sem út kemur
á Islandi, 4 breiðir dálkar á síðu. Það
nýstárlega við það blað eru áskriftar-
skilmálarnir. Engin áskrift ef bindandi
fyrir meira en þrjá mánuði, en undan-
tekningarlaust allir verða að borga fyr-
irfram fyrir þann ársfjórðung. Er það
góð rogla og væri þakklætisvert ef ein-
hverju slíku fyrirkomulagi yrði á komið
hér megin hafsins. Annað uýstárlegt
er það, að pójpafgreiðslumenn á íslandi
eru skyldir til að taka á móti áskriftum
og ársfjórðungsborguninni og fyrir þau
aukastörf fær póststjórn landsins 8% af
upplræðinni sem hún veitir móttöku.
Lög um þetta efni hafa verið í gildi á
Islandi síðan 1872, þó enginn hafi reynt
að hagnýta þau fyrri en Þorsteinn Gisla-
son. Verður fróðlegt að athuga hvern-
ig þessi aðferð reynist. — í stjórnmál-
um Islands tekur blaðið sér nýja stefnu,
— mælir með nlgerðuin aðskilnaði Is-
lands og Danmerknr. Það hefir verið
dregið dár að Hkr. fyrir samskonar til-
lögu, enda þótt fæstir sjái það svo
hlægilega uppástungu. Sé hugmynd
sú bara til að draga dár að. þá er þó
samt svo koinið, að Hkr. er ekki lengur
ein á bát til að henda gaman að. Vér
getum ekki að því gert, að oss sýnist
myndarlegra að hreyfa því máli. heldur
en ár eftir ár að stagla um stjórnar-
skrárbreytirmar, sem aldrei fást. Ef
ekki er annað. gæti hugsast að þær
breytingar fengjust fyrri. ef alment
væri rætt og litað um a<"sk lnað, þó
vitaskuld því að eins, að alþingi ein-
hverntíma komist að niðurstöðu um
hvað það vill og hvernig það vill fá þess-
ari og hinni greininni breytt. Það hgg-
ur máske landráðasekt við, en óskandi
virðist oss, að aðskilnaðarmálið fái góð-
an byr á landinu hvervetna.
Nýtt mánaðarrit.
Eftir því sem á mánuðinn líðr eru
að smá-koma inn nöfn áskrifenda að inu
nýja mána’ðarriti, sem boðað var til í
Hkr. og Lögb. í f. m. Þó að allmargir
lýsi áhuga sínum á að ritið geti komizt
á og óski hlýtt að svo verði, er þó mjög
tvísýnt enn að áskrifendatalan ætli að
verða næg til þess, enda má vera, eins
og sumir hafa í ljósi látið, að tíminn
hafi verið alt ið styzta. Ekki einn ein-
asti áskrifandi hefir þannig enn komið
úr stærstu íslendingabygðinni, Nýja-
íslandi. Þeir sem að ritinu s’anda, hafa
því afráðið, að taka enn við nýjum á-
skrifendum til loka Marzmánaðar. En
jafnframt er þá mælzt til, að þeir, sem
vilja hlynna að fyrirtækinu, reyni ad
safna áskrifendum hver í sinni grend.og
eru þeir, sem það gera, beðnir að senda
mér nöfnin, sem fást, helzt í hver viku-
lok.
20. Febr. 1897.
Stefan PÉTUltSSON,
306 Grand Ave., Chicago.
Til kaupenda
Dagsbrúnar.
Á ársfundi Unitarasafnaðarins sem
haldinn var að kveldi hins 16. þ. m., var
gerð samþykt í þá átt, að ekki skyldi
fastákveðíð um útgáfu Dagsbrúnar fyr
en eftir lok Marzmánaðar, og lá sú or-
sök til þess, að blaðið er í meira en $100
skuld, jnest fyrir prentun, og þnr eð fé
var ekki fyrir hendi til að lúka þessari
skuld með, þá leizt fundinum ekki ger-
legt að gera endilega ákvörðun viðvíkj-
andi útkomu blaðsins í bráðina.
Þá var og samþykt að auglýsa þess-
ar gerðir fundarins, og skora á þá hina
mörgu kaupendur Dagsbrúnar sem
skulda, ýmist fyrir eitt eða tvö ár, að
gera lúkningu skulda sinna sem fyrst,
—fyrir lok Marzmánaðar. Það er von-
andi að allir sem eru blaðinu velviljaðir,
hlaupi nú undir bagga með því, og það
nú þegar, því eins og sakir standa, er
ekki hægt að byrja á að koma biaðinu
út fyr en ofangreind skuld er goldin til
fulls.
í lok Marzmánaðar bjóst fundurinn
við að saman yrði komið nægilegt fé til
að greiða fram úr örðugleikunum, og að
þá mætti byrja á útkomunni tafarlaust,
Látið þetta rætast.
Allar borganir sendist til Einars
Olafssonar, P.O. Box 305, Winnipeg.
Til kaupenda
Heimskringlu.
Þar eð 10. árgangur blaðsins er nú
allur kominn út, er vonandi að kaupeud-
ur, sem enu eiga ógoldið fyrir hann,sýni
nú lit á að borga sem fyrst. Ú tistaud-
andi skuldir blaðsins eru hátt á þriðja
þúsund dollars og má slíkt kalla vanskil
í meira lagi, og vanskil sem koma sér
mjög illa fyrir fátæk blöð.
Það eru nú tilmæli vor, að þeir sem
eiga ógoldið fyrir síðasta árgang e?a
fleiri árganga, sýni góðan hug sinn til
blaðsins. ekki einungis með því að taka
það, heldur með því að borga það h'ka.
Til þess að geðjast kaupendum blaðs-
ins eftir föngum, höfura vér afráðið að
gera þeim eftirfylgjandi kosti : Hver
kaupandi sem sendir oss $2,00, hvort
heldur fyrir næstliðinn eða eldri árganga
getur fengið hvort sem þeir vilja söguna
•‘Kotungurinn’’ eða "Mikael Strogoff,’
meðan þær endast (af Strogoff eru til að
eins um 40 eintök), báðar í kápu.
Nýir kaupendur sem borga fyrirfram,
fá Heimskringlu og Öldina ásamt þeim
fjórum árgöngum sem þegar eru komnir
út af Öldinni og hvort sem menn kjósa
sér söguna Strogoff eða Kotunginn—alt
fyrir $1.50, — Öldin sérstök (4 árgangar)
fæst fyrir $1,25.
Engin blöð send til íslands nema
oorgað sé fyrir fram.
Heimskringla P.P.C .