Heimskringla - 11.03.1897, Side 1
NR. 11.
XI. ÁR.
WINNIPEGr, MAN., 11 MARZ. ,1807.
Fylkisþingið.
F iármálastjóri fylkisins, Hon. Mr.
McMillan, flutti fjármálarædu sína á
þriðjudafíinn 2. Marz og var það mál
svo uraræðuef nið til þess á miðvikudags-
kvnld. Tekjur á nýbyrjuðu ári eru áæt-
lar $807,435,74, en gjöldin $812,330,75. —
í ræðu sinni nm þetta mál sýndi Mr.
Roblin fram á, að þó stjórnin teldi $074,
219,27 í sjóði við árslok væru þar í raun
réttri ekki til nema $12,110,12. Hon.
Mr. McMillan bar á móti því og sagði
að til væru $177,155. — Það var kvartað
yfir bókfærsu stjórninnar nó. og það
hefir verið gert áður og þetta eina atriði
sýnir að sú kvörtun hefir við eitthvað
að styðjast. Það lítur einkennilega út
þegar sjálfur fjármála.stjóri viðurkennir
á þingi að ekki sé ísjóði nema$177 þús.,
en s'-gir þó samtímis í skyrslunni að
þar séu til í peningum $674 þús. Mr.
Roblin sýndi fram á, að samkvæmt
fylkisreikningunum befði tekjuhalli
stjórnarinnar síðan 1891 verið sem hér
segir: 1891 $31,520,84; 1892 $201,833,85;
1893 $147,366,58; 1894 $43,792,02; 1895
$31,770,02; 1896 $104,504,42. Á sex ár-
uuum siðustu er samlagður tekjuhalli
stjórnarinnar þannig $560,787,73. og þá
að meðaltali yfir $93,000 á ári. Um-
æðum um fjárlögin var lokið á miðviku-
dagskvöld og voru þau þá samþykt.
A fimtudaginn var samþykt þings-
ályktun þess efnis, að veitti sambands-
stjórn C. P. R. félaginu nokkurn styrk
til að byggja járnbrautir, á ókomnum
tíma, skuli sá styrkur veittur með því
skilyrði að félagið lækki að mun vöru-
flutningsgjald á öllum sínum brautum.
Skal þessi ályktun sendsambandsstjórn.
Bindiudismenn margir fóru á fund
Greenways og beiddu um fjölda breyt-
inga á vínsölulögunum. Meðal þeirra
er það. að fyrir fyrstu 500 íbúa í bæ
megi veita 2 hotel-leyfi, fyrir næstu 500
íbúa eitt og úr því að eins eitt hotel leyfi
fyrir hverja 1000 íbúa; að í útsveitum sé
eitt hotel leyfi veitt fyrir fyrstu 800 íbúa
og úr því eitt fyrir hver 600 ibúa. Það
er og beðið um að skylda starfsmenn
bing opinbera ^g að sjalfsögðju alla- lög-
reglu þjóna til að lita eftir að vínssölu
lögunum sé framfylgt, og að þeir sem
koma upp lagabroti en sem ekki eru í
þjónustu hins opinbera, skuli ætíð fá
helming sektafjárins fyrir.
Á föstudaginn 5. Marz sat þingið
bara stutta stund og gerðist ekkert mark-
vert. — Bæjarstjórnin í Brandon biður
þingið um leyfi til að taka $8000 lán og
gefa félagi sem vill koma upp flókagerð-
ar verksmiðju í Brandon. — Frönsku
þingmennirnir úr suðaustur fylkinu
vilja fá stjórnarstyrk til að leggja járn-
braut um þennan hluta fylkisins. Segja
framför ómögulega á því svæði vegna
fjarlægðar frá járnbraut.
A mánudaginn 8. Marz sat þingið
einar 15 mínútur og gerði ekkert það
sem í frásögur sé færandi. Voru aðeins
frambornar bænaskrár um eitt og ann-
að, kunngert að á ákveðnum degi yrðu
borin fram frumvörp til laga, o. s. frv.
Nýtt mánaðarrit.
Eftir því sem á mánuðinn líðr eru
að smá-koma inn nöfn áskrifenda að inu
nýja mánaðarriti, sem boðað var til í
Hkr. og Lögb. í f. m. Þó að allmargir
lýsi áhuga sinum á að ritið geti komizt
á og óski hlýtt að svo verði, er þó mjög
tvísýnt enn að áskrifendatalan ætli að
verða næg til þess, enda má vera, eins
og sumir hafa í ljósi látið, að tíminn
hafi verið alt ið styzta. Ekki einn ein-
asti áskrifandi hefir þannig enn komið
úr stærstu Islendingabygðinni, Nýja-
íslandi. Þeir sem að ritinu sfanda, hafa
því afráðið, að taka enn við nýjum á-
skrifendum til loka Marzmánaðar. En
jafnframt er þá mælzt til, að þeir, sem
vilja hlynna að fyrirtækinu, reyni að
safna áskrifendum hver f sinni grend.og
eru þeir, sem það gera, beðnir að senda
mér nöfnin, sem fást, helzt f hver viku-
lok.
20. Febr. 1897.
Stefan Pétuhsson,
806 Grand Ave., Chicago.
Saga öldungsins.
Á 80 ára gömlum manni læknar
einaskja af Dr. Agnews Catarrhal
Powder fimtugan sjúkdóm.
Það læknar kvef og hósta i
80 minútum.
Gvprge Lewis frá Shamokin, Pa.,seg-
ir: ‘Eg er nú áttræður og hefi haft kvef
i 50 ár, hefi reynt ótal lyf, en aldrei
batnað fyrr en ég reyndi Dr. Agnews
Catarrhal Powder. Ein askja læknaði
mig alveg, og er mér ánægja að geta
ráðlagt öðrum lyf þetta.
Foresters-félagið.
Formaður þess.
Bygging þess.
Eftir Jón Einarsson.
Að Good-Templara-félaginu undan-
teknu hafa ísletidingar í Vesturheimi
enn þá fáir gengið í hin ýmsu "bræðra-
lög,” eða, sem þau alment eru nefnd,
“leynifélög,” hér í landinu. Helzta und-
antekningin í þvf efni er hin “óháða
regla skógarbúa,” * (Independent Order
of Foresters). íslendingar í því bræðra-
lagi eru fleiri en í nokkru öðru, og alt
útlit fyrir að þeir félagsbræður fjölgi en
fækki ekki. Auk þess sem fjölda marg-
ir Islendingar eru í “stúkum” sem hér-
lendir menn stýra, eru í félaginu nokkr-
ar alislenzkar stúkur. Því miður kunn-
um vér ekki að nefna þær ailar, en vist
er það, að ein þeirra, “Isafold,” hér í
Winnipeg, er all-fjölmenn, og liefir feng-
ið þann vitnisburð hjá hærri stúkum,
að hún sé ein hin skilsamasta og með-
limir hennar meðal hinua ráðvöndustu í
viðskiftum. I Nýja-íslandi er ein stúka
“Gimli.” og að því er vér hyggjum tvær
í Dakota, á Garðar og Hallson eða í
grend við Hallson. Það er ekki ómögu-
legt, eða að minsta kosti virðist ástæða
til að ímynda sér, að félag þetta færi út
kvíarnar þannig, að einn veggur þess
verði reistur á íslandi. Þar eru nú þeg-
ar nokkrir góðir og gildir félagsbræður,
og þar er sannarlega þörf á áreiðanlegu
en ókostbæru lífsábyrgðar og hjálparfé-
lagi.
Það er ekki tilgangurinn að flytja
neina lofræðu um félagið. Það stendur
á sínum merg og þarfnast engra með-
mæla. Hin fáu orð um félagið, sem
fylgja. eru aðallega sem umgerð um æfi-
sögubr&famtiTiShTS, áörn liíestán þátt á i
að félagið er nú óðum að verða svo mik-
ið stórveldi í flokki bræðralaganna.
Þessi maður er Dr. Oronhyatekha, al-
Indíáni af Mohawk-Indíánaflokki. Það
er líklegast óhætt að segja, að enginn al-
Indíáni í öllu landinu hafi fyrr eða síðar
náð jafn háu stigi og hann, frá hvaða
sjónarmiði sem skoðað er. Áður en vér
byrjum á æfisögubroti hans, álítum vér
fróðlegt að skýra með fáum orðum frá
hag félagsins o. s. frv.
Félagið var stofnað í New Árk i
New Jersey, árið 1874, en flutti höfuðból
sitt til Toronto í Canada árið 1881. Og
frá þeim tíma eru æfiár þess eiginlega
talin, vegna þess, að þá var starfshátt-
um og ýmsu öðru breytt í það horf sem
nú er. Meðlimir félagsins voru þá að
eins 369 talsins og þá hafði þetta fá-
inenna félag $4000 skuld á bakinu. Síð-
an hefir framförin verið svo mikil, að 1.
Desember 1896 voru félagsmenn orðnir
100,824 og í trygðum sjóði átti félagið
1. Jan. 1897 á þriðju miljón dollara
($2,015,484,38) ! Þetta er virkileg fram-
för. Að frádregnum sjúkrastyrk og út-
fararkostnaði hafði og félagið samtímis
greitt yfir $4 milj. í dánarkröfum til erf-
ingja dáinna félagsmanna (í Des. siðastl.
borgaði félagið 85 þúsund.dollárs í dán-
arkröfum). Um síðustu áramót voru í
félaginu 2600 undirstúkur, en ótaldar
allar hástukur og stórstúkan. Undir-
stukur þessar eru um gvera og endilanga
Norður-Ameríku og fjölga nú óðum á
Bretlandseyium. Undirstúkurnar ráða
sínum sérstðku málum, hástúkurnar
ráða félagsmálum í héraði því öllu, sem
þær ráða yfir, og stórstúkan eða heims-
stúkan ræður félagsmálum í heildinni,
lögum öllum og reglum. Eru stórstúku
þing háð annað hvort ár og á þeim stöð-
um sem mönnum á því þingi kemur
saman um. í fyrra (1896) var það háð í
London og næsta ár (1898) verður það
háð í Toronto, í samkomusal félagsins.
Hehsti gallinn á félaginu er sá,að kvenn-
fólk getur ekki enn sem komið er tekið
lifsábyrgð í þvi, en það eru allar líkur til
*) Þetta félag og meðlimir þess hafa
stundum verið nefndir á íslenzku “skóg-
armannafél." og “skógarmenn.” En
þegar gætt er þess, í hvaða merkingu
“skógarmaður" var brúkað f islenzku
m&li, & meðan það nafn var hversdags
nauðsynjaákvæði frá h&lfu laganna, þá
sézt anðvitað, að það nafn á ekki við
það félag—er óbrúklegt alveg. J. B.
að á næsta stórstúkuþingi verði þessum
ákvæðum laganna breytt.
Þetta félag hefir það fram yfir mörg
önnur bræðralög, að í því er engin stig-
breyting. Undir eins og einn maður er
kominn i það hefir hann jafnan rétt og
sá æðsti og er þegar kjörgengur í hvaða
embætti sem er. Sem lífsábyrgðarfélag
er þetta eitt hið langbezta. Auk lífsá-
byrgðarinnar gefur það sjúkrastyrk og
útfararstyrk (Sick and Funeral Benefit).
Að auki geta þeir sem á einhvern hátt
verða algerlega verklami (ófærir til að
vinna fyrir sér) dregið út ábyrgðarfé sitt
sjálfir árlega, án tillits til aldurshæðar.
Allir meðlimir félagsins hafa og gersam-
lega fría slysaábyrgð (accident Insur-
ance). Allir sem vilja og ná ákveðinnj
aldurshæð geta og áreiðanlega sjálfir
dregið út alt ábyrgðarfé sitt, í ákveðinni
upphæð á ári hyerju. Allar lögmætar
dánarkröfur greiðir félagið innan 30
daga og til þessa hefir það að venju
greitt þær samdægurs og þær hafa kom-
ið. Sem sýnishorn þess að Foresters er
jafnréttisfélag og refialaust, má geta
þ<sss, að nú rétt nýlega dó unglingsmað-
ur hér i Winnipeg, sem hafði verið í fé-
laginu að eins 38 klukkustundir. Samt
var ábyrgð hans borguð samdægurs og
krafan kom til Toronto.
Aðalformaður félagsins (Supreme
Chief Ranger), sem nú er talinn einn
hinna merkustu manna í Canada, er
Oronhyateklia M. D. Eins og kunnugt
er, þá erhann óblandinn Indíáni að ætt
erni til, og kominn af hinum svonefnda
Mohawk (móhok) kynflokki. En þrátt
fyrir það, þóttætterni hans sé af þessu
bergi bygð, þá hefir margur hinnabetri
manna i Canada, Bandarikjunum, Eng-
landi, Irlandi og víðar óskað þess, að
þjóðir þeirra ættu meira en þær eiga af
hvítum mönnum, sem sanngjarnlega
mætti nefna jafningja hans.
Dr. Oronhyatekha (o-ronj’-a-te-ka)
er fæddur 10. Ágúst 1841 að Six Nati-
ons Indian Rescrvationíf, í iðnaðarskóla
fyrir Indíána skammt frá Brantford,
Ont. Yar hann fyrst á skóla þessum
um hrið, en vaxandi mentafýsn leiddi
hann að heiman, og stundaði hann nám
við Wesley Academiið í Wilbraham,
Mass. Varð hann vegna fátæktar að
vinna i frítímum sínum fyrir gjaldinu.
Til dæmis upp á það hvað hart hann
lagði á sig um þær mundir, er þess get-
að, að hann sagaði eldivið fyrir Metho-
dista prest nokkurn og að hann fékk að
eins 40 centsfyrir að “tvísaga korðið”.
HéríWinnipeg leggur margur þungt
erviði á sig við slíka sögun, og oftast
fyrir mjög lágt kaup, en naumast mun
hægt að finna mörg dæmi til þess, að
nokkur hafi gengið að slíku kaupboði,
sem þessu. Eftir að Oronhyatekha fór
frá Wilbraham, kendi hann um hríð á
Indíánaskóla, uns hann fór til Kenyon-
háskólans í Ohio. Var hann þar að eins
3 ár, því fyrsta árið, sem hann dvaldi
þar, nam hann alt það, er aðrir vana-
lega lærðu eða var ætlað að læra á 2
árum. Næstu 3 ár stundaði hann nám
við háskólann (university) í Toronto,
Þá var það, árið 1860, á 20. aldursári
hans, að hann var valinn til að halda
ræðu á samkomu, er haldin var til virð-
ingar við prinsinn af Wales. Gazt
prinsinum svo vel að mælzku hans og
annari framkomu, að hann bauð honum
að halda fram námi í Oxford, undir um-
sjá Sir Henry Acland yfir-prófessors í
læknisvísíndum. Lauk Oronhyatekha
þar námi sínu við góðan vitnisburð.
Fluttist hann síðan til Ontario aftur og
praktiseraöi lækningar með ágætri
heppni unz hann gerðist meðlimur fé-
lagsins Independent Order of Foresters
(I. O. F.) eins og áður er sagt, og hefir
hann verið formaður þess ávalt siðan
árið 1881. En eigi hefir hann gefið sig
við lækningum síðan, vegna þess hann
hefir engan afgangs tíma frá formanns-
störfum sínum.
Dr. Oronhyatekha er meðlimur og
heiðursmeðlimur ýmsra stórmerkra fé-
laga, t. d. Orangemanna, háttstandandi
embættismaður meðal Frímúrara nl.
“Most Worshipfull Grandmaster Gener-
al for the Dom. of Canada and Oriental
Masonry” (& islenzku myndi það þýða :
aUra tilbeiðsluverðasti aðal stórmeistari
canadiskra og austrænna frimúrarafé-
laga). Sem moðlimur bindindisfélags-
jns (Independent Order of Good Templ-
ara) er hann “Ttight Worthy Grand
Templai” (áíslenzku sannverðugur stór
templari”) o. s. frv. o. s. frv. Sain með
limur ameríkanskra hjálpar eða ltknar-
félaga er hann talinn að standa allra
manna fremstur. Sem herkænskumað-
ur (dáti) hefir hann og náð talaverðri
reynslu.
Dr. Oronhyatekha er mikiU maður
vexti, ber að heita má höfuð og herðar
yfir meðalmenn, herðibreiður og þrek-
inn er hann að því skapi og beinvaxinn
og einkennilega breiðvaxinn, en þó með
liðlegum hreifingum. Höfuðstór er
hann mjög og mikilleitur i andliti. Yfir
höfuðer hann einkennilegur mjög, stór-
mannlegur. en þó glaðlegur og sérlega
blíður á svip. Hörundslitur hans er
sérkennflega hvítur og hafa lífsskilyrðin
breytt honum þannig frá grútar eða
brækjulit feðra lians. Enginn getur
annað en vakist til sérlegrar eftirtektar
sem öll eru ákaflega dýr. Þessi féiög,
sem flest eru hlutafélög, eða á annan
hátt gróðafélög fyrir vissa menn, eig-
endur félaganna, sáu og sjá sér ber-
sýnilegan óhag í samkeppni á sanngjarn
an og samvizKusamlegan hátt. Hafa
sum þeirra enda marg reynt að verja
árásir sínar með því, að Forestersfé-
lagið væri billegt, og þess vegna ótrygt
Það hefir oft verið skemmtilegt að
lesa vörn, eða réttara að segja sókn
doktorsins í þeim málum, óþrjótandi,
blátt áfram og sanngjarnar ástæður,
spegilfagrar sárbeittar örvar og mein-
sannar atlögur í garð óvinanna, — eng-
in hryðjuorð, engin brigzlmæli, hreinn,
sniðgyltur sannleikur, frá spjaldi til
spjalds. Þannig eru varnir hans, og
líkiast því oftast meira skemtiritum að
orðfæri og kurteysi heldur en vanalegar
ádeilu greinum blaðanna. Svipuðum at-
lögum og þessum hafa flestönnur lífsá-
byrgðarfélög orðið að mæta, ef þau
hafa verið sanngjarnlega billeg, eða
nokkuð billegri en gömlu félögin. þótt
þau séu nokkra dýrari en þetta félag.
—T. d, mætti benda á það félag sem ís-
lendingum er einna kuunugast, nefnil.
Mutúal Reserve félagið. Vitanlega eru
Foresters búnir að gera öllum ljóst, og
sýnt geta þeir það hverjum sem vill,
með áþreifingar trú, að félagið er fjár-
hagsloga ramm-traust.
Kona Dr. Oronhyatekha, Elín að
nafui, er lika af sömu ætt og hann (Mo-
hawk). Langa-lang-afi hennar var hinn
nafnkunni Mohawk-Indíána konungur
Joseph Brant. Hafa þau hjón átt sam-
an 2 börn, son og dóttur. Dr. Oron-
hyatekha þykist mjög af ætt sinni og
feðratungu, og hann er jafnan mjög vel
á þessum öllum ólíka, mikla manni, er
sér hann. í hvað raiklum mannfjölda
sem er, þótt eigi viti sjáandinn hver
hann er. Svoer þessi Indíáni einkenni-
legur. Merkt canadiskt blað eitt segir,
meðal annars: “Dr. Oronhyatekha hef-
ir lesið bækur mjög mikið, en i seinni
tíð leggur hann enn meiri stund á, að
lesa mannfræði. Hann ritar ákaflega
lipurt mál, og þegar hann er áreittur,
ver hann mál sitt svo vel, að slíkt verð
ur naumast vörn talið, heldur miklu
fremur sókn. I kappræðum hefir hann
getið sér óviðjafnanlegt álit; vopnin
hanseru sögð að vera eins sléttfögui\
og hárbeitt eins og skínandi bogsveið
frá Damascus”.
Þegar Dr. Oronhyatekha tók við
stjórn Forestersfélagsins var það, eins
og áður er á vikið, í nokkurra þúsúnda
dollara skuld. en á nú í sjóði á þriðju
miljón, og er það auðvitað mest að
þakka umbótum f félagsstjórninni. Dr.
Oronhyatekha hefir og að ýmsu leyti
séð um allmargar breytingar á tilhög-
un, lagaákvæðum, og hjálparaukning-
ar frá hálfu félagsins, að þvi er hag
meðlimanna snertir.
Eins og kunnugt er, hafa forgangs
menn þessa félags átt í vök að verja
sig fyrir árásum ýmsra hinna mörgu
eldri lífsábyrgðarfélaga. Sökuin þess
að þetta félag (I. O. F.) gefurmeðlim-
um ábyrgðir við iægra verði en þau,
í garð síns ættflokks, þrátt fyrir muu-
inn á stöðu hans og lífskjörum nú og
þeirra. Á heimili hsns, er eigi annað
en Mohawks mál talað. Margir, sem
dást að doktornum fyrir félagslega
framkomu hans í hvívetna, segja þó, að
sem heimilisfaðir skari hann fram úr
að öllu leyti, enda er heimili hans talið
regluleg fyrirmynd.
Yið21. ár.shátið Forestersfélagsins,
sem haldin var í Toronto 16. og 17.
Júní 1896 voru viðstaddirum 5000—6000
manns. Var þar mikið um dýrðir af
ýmsu tagi, en einkennilegust og skritn-
ust mun flestum þótt hafa skemtunin
sú, að hlýða á sainsöng Mohawk Indi-
ána-söagfiokksins. er dóttir lækuisins
stýrði. Til gamans, og sem sýnishorn
af máli Indiánanna, eru hér sett þrjú
stef af kvæðinu, ineð orðréttri íslenzkri
þýöingu, en ritháttur frummálsins er
eftir ensku stafhljóði :
TEYERI HWAHKWATHA.
Jad kah thoh ji ni shon gwa wi,
ne n’yon gwe ti yo se :
ne ya ga we ryah si yo se
ska ni gou rat i genh !
Te yon da ba no ronh kwa se
ke ris tos sha go wih
ji tvoh ua wa dobt ne yoh skats
wa dou liets hfe ri yo.
Ka ya ne ron ka ronh ya geh
ne sa iæ >a honts ha
etih sha de tenh sten eh non ga
no jit ko-.i di tye Be.
(Þýðing) :
SÁLMUR:
Ó, hyersu fögur er
hugsjón bræðravináttunnar
þeirra. er samtengja hjörtu sín
með ást og samhygli !
Hve skærir straumar falla eigi
yfir sálirnar frá Kristi, sem er upp-
sprettan.
Og himneskur friður skýlir og
endurlifgar alla tilveruna.
Það er hugðnæmt eins og árdöggin
sem fellur á hæðir Zíons þar sem
sýnir dýrðar mildi sína og [drottinn
útdreifir náð sinni eins og silfur-
skærum daggúða.
Bygging sú sem hér er sýnd er eign
þessa félags: Hins Óháða Skógbúafélags
(Independent Order of Foresters) og
stondur á horninu á Bay & Richmond
Str. í Toronto, þar sem áminst félag
hefir haft höfuðból sitt nú í seinni tíð.
Byggingin er talin ein hin bezta og að
öllu leyti vandaðasta þeirra, er reistar
hafa verið í Canada. Lag hennar er
L myndað. og er endi hennar sá, er að
Bay Street veit, 40 fet á breidd, sama .
hliðin sú er að Richmond Street snýr er
132 fet, en vængbreiddin (krókálman)
108 fet. Neðan af gangstéttinni og upp
á veggbrúnina er hæðin 140 fet, en með
turninum, sem er 45 feta hár, er hæðin
alls 185 fet. Eru undirstöðurnar svo
rammgjörvar ogjveggir allir svo þykk-
ir, að borið myndu geta miklu hærri ■
byggingu en þessi er.
Það var 30. Maí 1895, að jarlinn af
Aberdeen, landstjóri Canada, lagði
hornsteininn fyrir byggingu þessa, hef-
ir siðan verið J kappsamlega unnið að
henni, enda er hún nú því nær fullger.
Tvær neðstu tasíurnar, að meðtöldum
grunnmúrnum (sem er allhár) eru bygð
ar úr móbrúnum CredidValley(Ontario)
steini, og gagnskreyttur með samskon-
ar steini skrauthöggnum, og annari
rauðbrúnni steintegund frá . Connecti-
cut. Öll byggingin og stálverkið er
fóðrað innan og klætt (húðað) með
brendri leirgrisjuhúð (porous Terra
Cotta) af beztu tegund. Annars er öll
flyggjngin svo eldtrygð að nútíðar vís-
indin gota þai* elgi Iietri ráð til lagt;
hvergi er neitt sem brunnið gæti nema
gluggaumgjarðirnar. í aðal farholinu
(elevators shafts) eru tvær lyftivélar,
með allra nýjasta og bezta útbúnaði og
stærri en nokkrar aðrar í bænum. Er
farhol þetta að skilið frá öðrum pört-
um byggingarinnar með traustum tíg-
ulsteinsveggjum og stálslegnum eld-
vörðum hurðum, en gólfin ínnan i því
eru lögð með steindum leirtíglum (tiles)
Er þannig ekkert viðkomandi lyftinni,
sem gæti grandað. í afturhluta bygg-
ingarinnar er og samskonar útbúnaður
algerlega eldvarinn. Stigar allir eru
bygðir úr stáli, flögusteini (skifer =
Slate) og marmara. Þakið, sem er flatt
er gert af brendum leirtiglum með stein
skel (Terra Cotta) með vönduðum vatns
límsböndum (cement), og kveður bygg-
ingameistarinn hættulaust að kinda
þar uppi hversu stórt bál sem vera vildi
Neðan frá grunni og upp á 9. loft eru í
4 stödutn eldtraust geymsluhol (vaults)
bygð úr tigulsteini með Cement-lögum
og húðuð innan með brendum leir.
Verður þeim lokað með margföldum,
þykkum málmhurðum, og skráin af
nýjustu uppfundningu. Eru hol þessi
ger eldtrygg og óstuldhætt eftir því
sem mögulegt er.
Áhverju lofti byggingarinnar eru
tvær lóðróttar vatnspípur með gufudæl-
um og hentugum teigleðurpípum. til
eldslokkningar, þó eigi sérstaklega fyrir
bygginguna sjálfa, heldur aðaUega til að
slökkva eld sem kynni að koma upp í
næstu byggingum umhverfis. Hituð
verður byggingin öll með gufuleiðingum
og lýst með rafmagni, sem búið verður
til í byggingunni sjálfri. Sérstaklega
mikið hugvit virðist útbúnaður sá benda
á, er gjörir það svo einkar auðvelt að
loftbæta hvert einasta herbergi og kima
sem er í byggingunni.
Á 9. og 10. lofti verður aðallega
beikistaða stórstúkunnar (Supreme
Court, I.O. F.). Verða þar í sambandi
við aðal stórstúkusalina útstofur (ante-
rooms), nefndasalir, yfirklæða, þvotta
og reykingaklefar, og veizlusalir með
sætum fyrir 300 manns. Áfastur við
þann sal er og eldhús með öllum nýj ust
þægindum tilheyrandi. Á aftuihluta 6.
og 7. lofts að Vestan verða geisistórir
samkomusalir með nauðsynlegum fylgi-
klefura. Sömumegin verða og á 4. og5.
lofti salir fyrir stúkufundi o. s. frv.
Að öðru leyti er tnestur hluti bygg-
ingarinnar deildur sundur i bankastæði
og ritstofur, sem alt er búið út á bezta
og hagkvæmasta hétteftir nýjustu tizku
með tilheyrandi Þjóftryggum geymihólf-
nm o. s. frv. Alt innansmíði það, sem
tró er, er gjört úr ýmsum beztu Canada
harðviðartegundum, og vandað að öllu.
Þótt byggingin sé enn eigi algerlega bú-
in, þá eru afgangspléss þau, er félagið
sjálft. eigi þarfnast nauðsynlega.nú þeg-
ar allflest leigð. Er því byggingin i
sj&lfu sér áreiðanleg auðsuppspretU fyr-
ir félagið, eins og gefur að skilja.