Heimskringla - 11.03.1897, Blaðsíða 4

Heimskringla - 11.03.1897, Blaðsíða 4
IIEIMSKRINGLA 11 MARZ 1897. Lilian Mica til kveunfolks. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Hið fræga styrkjandi lyf Paine’s Celery Compound er hið besta meðal í veðrabrigðunum á vorin. Mme. Nordica hefir heiðurinn af að vera hin fyrsta heimsfræga sðngkona, fædd í Bandaríkjunum. Hún hefir gefið vitnisburð um hina frægu uppgötvun læknisfræðinnar hið ágæta heilsubótarlyf — Paines Celery Compound. Næst Christina Nelson hefir engin söngkona sungið jafn dásamlega hina fögru rullu Margret (Faust) eins og Nordica. 011 hennar íþróttalegu af- reksverk eru að þakka óþreytandi elju ogástundun. Engin veit það betur en hin fræga söngkona sjálf, hve mjög þess konar hlífðarlaus ástundun reynir á taugarnar ogheilsuna yfir höfuð. Eftir- fylgjandi hréf frá Lillian Nordica, til Wells & Richardson, Co., mælir' með sér sjálft við allar konur sein það lesa. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ “Sannarlega eykur það mér mikill- ar ánægju, að bera vitni um hina undur samlegu heilsustyiking sem Paines Ce- lery Compound hefir í för með sér. Eg álít það hið ágætasta meðal við öllum heilsulasleik sem stafað f etur af snögg- um veðurskiftum eða af mikilli á- reynslu’. Ef að veturinn skilur við þreyttan og taugaslappan, þá getur Celery Com- pound gert þig heilan og hraustan, þvi það hreinsar blóðið og styrkir taugarn- ar og vöðvana. Leyfið aldrei tauga- veiki að ná haldi á yður. Hafið yður til viðvörunar meltingarleysi, höfuð- veiki og svefnleysi. Reynið að verja yður gegn þessari þreyttu, útjöskunar- tilfinningu, sem jafnaðarlega gerir vart við sig á vorin. Höfuðveikin og gigtin —þessir hættulegu óvinir mannanna— verða að yfírbugast. Paines Celery Compound er heims- ins ágætasta vörn gegn allskonar sjúk- dómum. Það byggir upp likamann og færir með sér nvát líf og fjör; það fjörg ar og eykur kraft meltingarfæranna og styrkir líkamann og gerir manninu feitan, þrekmikinn og glaðlyndann. Paines Celery Compound er þó eink um ómissandi fyrir konui, sem eru orðnar þreyttar og lasburða af heimilis- önnum. Það gefur þeim hreint og heit næmt blóð, kjark og vinnuþrek. Það lengir líf þeirra. Reyniö það. Og þeg ar þér biðjið lyfsalanu um Paines Cele- ry Compound, þá verið vissir um að ykkur sé ekki fengin ónýt eftirlíking. Þaðer ekkert lyf jafngott. Winnipeg. Nr. 11, 24 og 31 af Hkr. síðastl. ár verða keypt á skrifstofu Heimskringlu. Ráðsmaður Hkr., Hra. Einar Ól' afsson, kom heim úr ferð sinni um Nýa ísland á sunnudagskvöldið var. Þrír Breiðvíkingar (úr Nýja Isl.) heilsuðu oss á þriðjudaginn, þeir herrar Sigurgeír Einarsson, Kristján Björns- son og Einar Markússon. Ræðuefni séra Magnúsar J. Skapta sonar á sunnudaginn kemur verður: “Hin postullega trúarjátning og upp- runi henner, eða hvernig hún er til orð- in. Bænarskrár drifa nú að bæjarstjórn- inni úr öllum áttum, sem afbiðja brú- lagning margra þeirra stræta, er ákveð- ið hafði verið að brúleggja í sumar kom andi. Innflytjendur til fylkisins og vest- ui héraðanna eru farnir að koma í all- stórum hópum. Á einni lest í vikunni sem leið voru um eða yfir 400 manns saman í hóp, —bændalýður frá Ontario. Stephan kaupm. Sigurðsson á Hnaus- um kom til bæjarins um siðustu helgi. Hann og þeir bræður hafa nú annan fótinn í Selkirk í vetur, til að sjá um smíð gufuháts þeirra, sem á að verða fullger áður en ís leysir af vatninu í vor Öll súðin ytri og innri verður um það fullger í vikulokin. Á fimtudagskvöldið 4. þ. m. skall á ofviðri með frosti á norðvestan og hélzt látlaust framyfir hádegi á föstudag. Kóf var svo mikið að járnbrautarlestir teptust meira og minna hyervetna fyrir vestan stórvötnin. Milt veður síðan, en snjóburður talsverður. Hra.Björn Halldórsson frá Mount- ain, N. Dak., sem hefir dvalið hér í bænum síðan um jól, fór heimleiðis á mánudaginn var, en ekki ómögulegt að hann flytji hingað til hæjarins áður en langt líður, þar sem hann er nú hættur viðbúskap,—hefir fengið Birni syni sínum húiðog jörðina til umsjónar. Halldór Steinmann, sem um næst- liðin 2—3 ár hefir unnið á verkstæðum C. P. R. félagsins hér í bænum, lagði af stað alfarinn héðan á mánudaginn var með Northern Pacific-brautinni til Chicago; þaðan ætlaði hann yfir Nia- gara Falls, gegn um Buffalo og Boston, til Gloucester, Mass. Flökkumaður gerði tilraun til að komast upp i járnbrautarvagn á ferð um 15 mílur austur frá hænum, í vik- unni sem leið. Misti hann þá fótanna, lenti undir hjólunum, er tóku af honum báða fætur og handleggsbrutu hann. Hann var fluttur til bæjarins með næstu lest á vesturleið og dó hann hér á sjúkrahúsinu nóttina næstu á eftir. Maður hér í bænum, J. J: Philp að nafni, hefir fundið upp kjörseðlakassa með nýju lagi, og er að fá einkaleyfi fyrir. I raun réttri er kassinn nokk- urskonar kosningavél og á að fyrir- byggja allar brellur ogfal'a möguleika til að ónýta einn eða annan kjörseðil. Hann ætlar áður en langt líður að hafa einn þennan kassa smíðaðan og til sýn- is. Kláði o g skinnsjúkdómar læknaðir fyrir 35 cents. Dr. Agnews Ointment llæknar á ein- um degi hringorma, salt rheum, skalla, útbrot, skegggeitur, smákýli og nabba og öll útbrot önnur. Það deyfir, mýk- ir og græðir. Kostar 35 cents. Á hverjum vetri stuttu eftir að verzlunarmannafélagið hefir haldið árs- fund sinn gefa útgefendur blaðsins “Commercial” út aukablað meðmynd- um. Þessa árs aukablað er nú rétt út- komið og er að öllu leyti ágætis rit. Það flytur fjölda margar ritgerðir, sem fróðlegt er að lesa og—geyma. í þetta skifti er þessi aukaútgáfa skrýdd með mörgum góðum myndum, og á meðal þeirra eru þó æði margar af heimkynn- um íslendinga i fylkinu, eftir ljósmynd- un frá herra J. A. Blöndal. Á meðal Beirra eru nokkrar af húsum íslenzkra bænda i Argyle og þar sér raaður líka íbúðarhús herra Jóhanns Briem, — Grund við íslendingafljót, og sést fljót- ið framundan. — Þetta hefti blaðsins kostar 25 cents og er vel þess virði. Skrifið: Commercial, Winnipeg, Man. Hjartveikiskvalir hverfa. Gat ei gengt störfum sínum. Þjáð af hjartveiki. Er fengin til að reyna Dr. Agnews Cure for the Heart, og reyndist það undralyf. Þetta segir Mrs. W. T. Rundie frá Dun- dalk. Ont.: “Eg þjáðist mjög af kvöl- um í hjartanu og gat um tima eigi sint atörfum sínum. Reyndi ég svo Dr. Agnews Cure for the Heart og fékk bráðan bata. Kvölin hvarf þegar og BÍðan hefi ég einskis meins kent. Háskólastjó-niu hér í fylkinu afréði á seinasta fundi að ganga að því tafar- laust, að koma upp háskólahyggingu. Til að byrja með verður komið upp byggingu sem kostar $00,000. Það þyk ir ill-mögulegt að komast lengur af í lelgðum herbergjum. Fylkisstjórnin á að hjálpa til að koma hyggingunni upp, lána peninga gegn veði í landeign há- sKólans. Marzmánaðar-heftið af “Stovels Pockct Directory” er út komið og eins og æfinlega, er það fult af fróðleik alls- konar. Það er ekkert kver þægilegra að grípa til en þetta, þegar menn þurfa upplýsingar um póstgöngur, járnbraut- arlesta og gufuskipaferðaáætlanir, frið- unarlög i Manitoba, pósthúsa nöfn og afstöðu, skrá yfir “bræðralög” í fylkinu og samkomustaði"og_stund m.Jún.^o.^fl. Heftið kostar 'ein 5 cents, eða 50 cents árgangurinn. Fæst hjá öllum bóksöl- um og á öllum járnbrautarlestum. Það eru nokkrir menn sem hafa pantað hjá mér “Bjarka” og borgað hann, en sem ekki hafa enn fengið blað- ið, og verð ég að biðja þá að hafa þolin- mæði lítið eitt lengur. Bréf frá mér, þar sem ég pantaði viðbót af hlaðinu frá byrjun, var ekki komið til útgefendanna er þeir sendu þessi síðustu nr. af blað- inu, og er það að kenna hinum afarsfénu og slóðalegu vetrarpóstferðum ájslandi. En með fyrstn ferð sem fellur síðan, býst ég við að fá nægilegt af blaðinu til að geta mætt öllum pöntunum. Magnús Pétursson. Leiðrétting. Þess var getið í bæj- arfréttum síðast, að þeir Gordon og Ir- onsides ætluðu að koma upp bygging- um sem kostuðu $200,000, ef þeir fengju ákveðinn styrk frá bæjarstjórninni. En síðan höfum vér séð, að hinar fyrirhug- uðu hyggingar eigi ekki að kosta nema $23,000, til að byrja með. Mismunur- inn er því 177,000 og það gerir stryk í reikninginn, enda fær nú tillaga bæjar- stjórnarinnar mótspyrnu, sem eðlilegt er, þar sem félagið vill fá svo mikið hjá. bænum, en lofar svona litlu á móti. Hra. Joseph B. Skaptason hefir tek- ið að sér agentstöðu meðal Islendinga fyrir “Great West” lífsábyrgðar félag, sem hefir aðalból í Manitoba, er nú að- eins rúmlega 4 ára gamalt, en er samt orðið réttnefnt stóryeldi, í fínanslegum skilningi. Af því peningar þess á vöxt- um hér draga hærri vöxtu en peningar félaga eystra, þykja allar líkur til, að hver maður sem í því er geti fengiðmik- lu meira fé úr sjóði þess, að ábyrgðar tímanum liðnum, heldur en úr öðrum lífsábyrgðar félögum. Það hafa nú þegar margir framsýnir menn eystra gengið í þetta félsg einmitt af því þeir vonast eftir meiri gróða heidur en hjá félögunum eystra. Málið gegn George B. Anderson, sem hið opinbera kærði fyrir að hafa hvatt undirkjörstjóra nokkra hér í Win nipeg til að hafa glæpsamleg brögð í frammi við kosningarnar í síðastliðnum Júní, var þvælt fyrir yfirrétti tvivegis í vikunni sem leið. Líkurnar voru svo tvísýnar, að tylftardómsmenn gátu ekki orðið á eitt sáttir. Tveir vildu segja hann sekan, en 10 vildu sýkna hann. Var þá málið tekið fyrir aftur og 12 menn aðrir kvaddir í tylftardóm, en þar fór alveg á sömu leið, að 10 vildu sýkna, en 2 segja hann sekan. Hið op- inbera afréði þá að fresta málinu til næsta hausts, en í millitiðinni fær An- derson lausn gegn $500 tryggingu. Ábýlisjörð. Ef þig langar til að eiganast 75 ekrur af ágætu plóglandi, hesta og aktýgi og sleða og yms jarðyrkjuáhöld, aðeins 9 mílur frá Winnipeg, þá getur þú fengið það mjög billegt — fyrir peninga, eða skuldlausar fasteignir í hænum, hjá Guðm. Jonssyni, So. West Cor. Ross Ave. og Isabel Str. “I8EiANl>.” Blað þetta er gefið út i Reykjavík. Ritstjóri er Þorsteinn Gíslason. Langstærsta og ódýrasta blaðið, sem gefið er út á íslandi. Kem- ur út einu sinni í viku, í stóru arkar- broti. Áskrift að eins hindandi fyrir einn ársfjórðung. Verð ársfjórðungsins er 35 cent. Borgist fyrirfram. Menn snúi sér til H. S. BARDAL, 613 Elgin Ave., Winnipeg. Fluttur. Ég hefi flatt flutt frá Notre Dame Ave að 561 Elgin Ave. (Jemima Str.) og er mig þar að hitta með alslags góðgæti sem öllum er kunnugt. Ég vonast eftir að sjá mina fyrrum skiptavini, og marga nýja. HANS EINARSSON 561 Elgin Ave. (við endan á Kate Str.) Rrnnnwirh Hotel, á horninu á Maine og Rupert St, Winnipeg. Hvergi i hænum betri viðurgerningur fyrir $1 á dag. Bestu vin og vindlar. Friflutn- ingur að og fri járnbrautarstöðvum. McLaren Bro’n, eigendur. Fyrirlestur, (Fyrirrennarar vorir norður við heim- skaut, eða “mennirnir,” sem þeir kalla sig), flytur Sjera M. J. Skaptason á UNITY HALL Miðvikudagskvöldið 17. Marz, kl. 8. Góður söngur með. Inngangur ókeypis. Allir velkomnir. Verkamannafélagsins í Unity Hall, Fimtud.vhC Marz. PROGRAM: 1. Orchestra; 2. Recitatíon, Ó. Eggertsson; 3. Solo, Albeit Jónsson; 4. Kappræða: Viðhald íslenzkrar tungu stendur Islendingum í þessu landi fyrir þrifum. Kappræðu- menn: Magnús Pálsson, Einar Ólafsson, J. A. Blöndal ogB. L. Baldwinson; 6. Solo, Sigurður Thorarinson; 7. Upplestur, Jón Einarsson; 8. Orchestra; 9. Recitation, B. T. Björnsson; 10. Orchestra. Bandið spilar milli þess sem ræðu- mennírnir tala, svo stykkin verða i raun og veru 14—15 alls. Byrjar kl. 8 e. h. Inngangur 25 og 15 cents. FRÉTTIR. DAGBÓK. FIMTUDAG, 4. MARZ. Að kvöldi hins 2. þ. m. synjaði Cleveland forseti staðfestingar innflutn- inglögunum, sem tíðræddust hefir ver- ið um og sem hafa þau sérstöku ákvæði að Canadamenn geta ekki fengið hand- arvik að gera í Bandaríkjunum nema flytja þangað búferlum og biðja um borgarahréf. Það var alt af búizt við að Cleveland mundi gera þetta, en svo fékk hann fundarályktanir og allskon- ar áskoranir úr öllum áttum Banda- ríkja um að láta ekki þessi svívirðilegu lög öðlastlagagildi. Þjóðþingið virðist samt hafa aðra skoðun á málinu, því í gær voru lög þessi viðtekin í neðri deild með 193 atkv. gegn 37. Fari efri deildin eins að ráði sínu eru lögin orðin góð og gild, þrátt fyrir synjun forseta. Tveir þriðju hlutar atkvæða í báðum deildum þingsins nægja sem só til að gera neitunarvald forseta að engu. — Öðlist þessi ‘barbara’-lög gildi, verður Canadastjórn neydd til að koma með önnur eins tafarlaust og er þá óséð hvora skórinn kreppir meira. En ó- sæmilegter slíkt semframast má verða. Milli klukkan 11 og 12 á hádegi í dag aflagði William McKinley embætt- iseiðinn sem forseti Bandarikja og Gar- ret A. Hobart sem varaforseti lýðveld- isins. Er McKinley hinn 25. forseti lýðveldisins. A slaginu 12 sagði efri- deildarforseti lokið þingstörfum efri- dsildar hins 54. þjóðþings. Kl. 10& í morgun fór McKinley að heimsækja Cleveland og stundu síðar heimsótti svo Cleveland McKinley aftur á hótelinu, sem hann bjó í. Undireins og McKin- ley hafði unnið eiðinn, kl. 12, ók hann til ‘hvíta hússins’ og kvaddi þá Cleve- land og konu hans, sem þar biðu ferð- búin og sem svo voru komin hurtu úr borginni innan klukkustundar.—Ráða- neyti McKinleys er að lyktum fullmynd að, þannig: Forsætisráðherra og utan ríkisstjóri John Sherman frá Ohio; fjármálastjóri Lyman J. Gage frá Illi- nois; hermálastjóri Russell A. Alger frá Michigan; dómsmálastjóri Joseþh Mc- Kenna frá California; póstmálastjóri James A. Gary frá Maryland; sjóflota- stjóri John D. Long frá Massachusetts; innanrikisstjóri Cornelius N. Bliss frá New York; ráðherra akuryrkjumála James Wilson frálova. I. Júlí næstkomandi hefir Canada- stjórn ákveðið að fjölga um 800 þeim póstafgreiðsluhúsum, er mega gefa út póstávísanir. Þau póstafgreiðsluhús eru nú 1200 talsins, en eiga að verða 2000. Ársskýrsla C. P. R. félagsins var opinberuð í Montreal í gær. Sýnir hún tekjur samtals $20,681,596, viðhalds og vinnukostnað $12,574,015. Eftir að mætt heðr verið föstum gjöldum ðllum er tekjuafgangurinn $1,706,772. Thos. F. Bayard, ráðherra Banda- ríkja á Englandi, var haldin skilnaðar- veizla i borgarstjórahöllinni Mansion House i London í gærkveldi. Er sagt að jafnmikið mannval hafí ekki lengi komið saman ( einu samsæti eins og þar var. Borgarstjórinn sat í öndvegi og hafði Bayard á hægri hlið og Salisbury jarl á vinstri. FÖSTUDAG, 5. MÞRZ. Stríð í vændum. Grikkir afráða, sem við mátti búast, að þoka ekki um hársbreidd fyrir stórveldunum. Segj- ast tilbúnir í stríð við Tyrkji, að stór veldin geti og megi, ef þeim svo sýnist, lokað höfnum við Grikkland, en að þau geti ekki hindrað þá frá að taka á móti Tyrkjum norður i landi. Macedoniu- hérað Tyrkja, nær eingöngu bygt af Grikkjum, er um það að slíta sig úr sambandinu við Tyrkji og ganga í lið með Grikkjum. Innflytjendalög Bandaríkjastjórnar sem mest hefir verið rætt um og sem hvimleiðust þóttu, urða sjálfdauð í gær er stjórnarskiftin urðu. Efri deiidin átti eftir að samþykkja þau með g at- kvæða, til þess þau öðluðust lagagildi, þráttfyrir neitun forsetans, en það vanst ekki tími til að taka þau til um- ræðu og því síður að samþykkja þau. Indlandshjálparsjóðurinn í Canada er nú orðinn talsvert yfir $100,000 og hafa nú þegar verið sendar ávísanir upp á 100,000 dollars til Indlands, Alls er nú blaðið Montreal ‘Star’ búið að safna $42,000 i þennan sjóð. Það eru allar líkur til að Ontario- fylkisstjórnin búi svo um, að i sumar verði Rainy River járnbrautin frá Port Arthur til Skógavatns fullgerð alla leið. Japanstjórnin er að húa sig undir að ná haldi á eyjunum, flestum ef ekki öllum, í Kyrrahafinu. Havai eyjarnar eiga að verða fyrstar til að falla í skaut hennar. Er álitið að það verði auðgert því japaniskir búendur þar verða bráð- um fjölmennari en allir aðrir þjóð- flokkar. LAUGARDAG, 6. MARZ. “Fram til orustu” kveður nú við í suðausturhorninu á Evrópu. Grikkir halda liði sínu norður á landamærin og er sagt þeir hafi nú um 100 þúsund víg- færra manna nyrðraog á ferðinni norð- ur. Búlgarar og Serbar búa sig nú líka í stríð, því þeir vilja gjarnan ná í sneið af Tyrklandi. Það er margt tal- að um fyrirætlun stórveldanna. Einn segir að Rússar séu bakhjarlar Grikkja, annar að Bretar múni verða með Grikkjum er til komi og enn aðrir segja að stórveldin öll séu með Grikkjum, en láti þannig til að sýnast friðarenglar, af því ekkert stórveldið vilji byrja á að berja Tyrkjann. —Flokkur æfðra ungra hermanna hafði í gær lagt af stað frá Kaupmaunahöfn til að hjálpa lands- manni sínum, George konungi. Ráðherrar |McKinleys taka við stjórn sinna ýmsu stjórnardeilda í dag. Vígslu ræða McKinleys er vel tekið almennt bæði í Bandaríkjum og útlöndum. Hið eina sem að henni er fundið eru hin ó- beinu loforð um ósvikna verndartolla, en svo var það nokkuð sem allir bjugg- ust við af honum. Ómuna flóð { Ohiofljótinu, Flóðið er komið út um a!lar sveitir og fer vax- andi, þvi steypiregn hefir verið undan- farna daga. Umferð öll er víða bönn- uð, hús flotin burtu, eða brotin og lðm- uð í þúsundatali. Málmbræðsluhús, sem kostar $750 þúsund, á að koma upp i Vancouver, British Columbia, og vera fullgert i lok Júní næstk. Rothschilds í London eiga það. Nú þegar Cleveland og hans ráða- neyti er úr sögunni, þykir alt bera vott um að sáttaréttassamningur Breta og Bandarfkjamanna verði viðtekinn und- ireins. Eftir þvi var beðið, svo að re- públikar fengju dýrðina fyrir. MÁNUDAG, 8. MARZ. Svar Grikkja upp á skipun stór- veldanna verður birt á morgun. Þaðer sagt að þar neiti Grikkir að hlýða, með- al annars af þeirri ástæðu, að undireins og þeir færi burt af Krít yrðu hafin óg- urlegustu manndráp og launmorð. — í gær komu saman 15,000 manns á fundi í Hyde Park i London til að heimta að stjórn Breta láti Grikkja afskiftalausa, eða öllu heldur að þeir geri þeim ekki á- rás. Var talað um að láta póstspjöld rigna að Salisbury með þessum orðum á og engu öðru: “Ekkerc stríð við Grikki”. í Mexico er ný dáinn maður að nafni Jesus Camprehe, er sagt er að hafi verið rúmlega 154 ára gamall. Hann á að hafa haft skirnarvottorð, er sýnir, að hann var fæddur 12. Desem- ber 1742. Hann varfæddur á Spáni, en hefir búið í Mexico síðan hann var 24 ára gamall. McKinley forseti hefir kallað þjóð- þingmenn saman á aukaþing á mánu- daginn 15. þ. m. Uppreist er hafin í Uraguay í Suð- ur-Ameríku. Stríð milli Breta og Transvaal- manna vofir yfir. ÞRIÐJUDAG, 9. MARZ. Svar Grikkja til stórveldanna er nú útkomið, og er svo kurteislega ritað, enda þó höfundarnir ekki þoki frá sinni stefnu, að stórveldin virðast vera i vandræðum enn, Það sem Grikkir segja er í fám orðum þetta : að þeim (Grikkjum) sé leyft að halda hermönn- um sinum á eynni þangað til friður er á kominn, og þá að stórveldin gangist fyrir að eyjarskjeggjar með atkvæðum sínum sjálfir fái að segja undir hvers verndarvæng þeir vilji vera: Tyrkja eða Grikkja. Sem ástæðu fyrir þessu benda Gríkkir á hvernig farið hafi alt af að undanförnu, er stórveldin hatíætl að að hjálpa eyjarskeggjum, en látið Tyrki hafa framkvæmdir á hendi eins og enn sé hugmynd þeirra. Páfinn hefir skipað prívatritara sinn, Raffacle Merry del Val, aðalumsjónar- mann sinn og yfirdómara i kaþólskum kyrkjumálum í Canada. Merrey def Val er ungur maður, 35 ára gamall, spænskur að faðerni en ensknr að móð- emi. Hann ólst upp á Englandi að miklu leyti og fékk mesta mentun sína þar, enda talar hann ágæta ensku og er það einkum þess vegna uð hann fékk þessa háu stöðu. Sænskur strokumaður réði sér bana í New York í gær rétt í því er átti að takahann fastan. Hann hafði stolið um $4000 í Svíaríki og var ný kominn til New York. Ekkja hins nafnfræga prests Henry Ward Beecher dó í gær að heimili sínu í Stamford, Conn., 84 ára gömul. MIÐVIKUDAG, 10. MARZ. Smáorustur áttu sér stað á Krftey í gær, ei. að öðru leyti stendur þar alt í stað. — Stórveldin eru óviss enn hverju þau eiga að svara upp á tillögu Grikkja. Harcourt gamli á Englandi fór fram á það í gær á þingi Breta, að stjórnin lofaði að gera Grikkjum ekk- ert í óhag án þess fyrst að fá samþykki þingsins, en það þótti stjórninni of mikið að lofa. Þá bað Dillou stjórnina að opinbera fyrirætlanir stórveldanna á fimtudaginn, en það hélt stjórnin yrði ómögulegt svo snemma. Af þvi má ráða að ekkert stórskref verði tekið fyrri en í vikulokin í fyrsta lagi. Sams- konar spurningar og svör á þingi Frakka í gær benda og á hið sama. 8 manns biðu bana og margir meidd- ust, þar af 2 til ólifis, í eldi i Boston i gær. Það hafði af ásetningi verið kveikt í stórhýsi, sem ýfir 100 manns bjuggu í. Það er nú fullyrt að Kríteyingar hafi nýlega drepið 400 verjulausa Mú- hamedstrúarmenn á eynni og auk þess misþyrmt fjölda af konum og hörnum. Á New York rikisþingi hefir verið samþykt að allir þingmenn og allir starfsmenn rikisstjórnarinnarskuli hafa fríflutninp á járnhrautum innan ríkis- ins. Með “Diamondu er verkið æfinlega gott. Hinir heimsfrægu Diamond litir eru búnir til fyrir allar hugsanlegar lit- breytingar og sérstakar tegundir fyrfr bómull og allskonar ullarhlending. Þeir eru svo einfaldir og handhægir að 6- stálpað bam getur sem hezt litað með þeim, og það svo vel að aldrei upplitist eða litirnir þvoist úr, eins vel og hægt er í hinum beztu litunarverksmiðjum. Ef að kvennfólkið lætur narrast tii að kaupa ónýta liti, þá mega þær sér sjálfum um kenna, ef litunin tekst illa og efnið ónýtist. Krefjist þess að fá Diamond Dye, en kaupið enga aðra liti. Þeir kosta ekkert meira en ónýtu litirnír. Til kaupenda Heimskringlu. Þar eð 10. árgangur hlaðsins er nú allur kominn út, er vonandi að kaupeml- ur, sem enn eiga ógoldið fyrir hann,sýnt nú lit á að borga sem fyrst. Útistand- andi skuldir blaðsins eru hátt á þriðja þúsund dollars og má slíkt kalla vanskil í meira lagi, og vanskil sem koma sér mjög illa fyrir fátæk blöð. Það eru nú tilmæli vor, að þeir sem eiga ógoldið fyrir síðasta árgang eða fleiri árganga, sýni góðan hug sinn til blaðsins, ekki einungis með því að tak* það, heldur með því að borga það líka. Til þess að geðjast kaupendum blaðs- ins eftir föngum, höfum vér afráðið að gera þeim eftirfylgjandi kosti: Hver kaupandi sem sendir oss $2,00, hvort heldur fyrir næstliðinn eða eldri árganga getur fengið hvort sem þeir vilja sögun* “Kotunnurinn” eða “Mikael Strogoff,’ meðan þær endast (af Strogoff eru til að eins um 40 eintök), báðar í kápu. Nýir kaupendur sem borga fyrirfram, fá Heimskringlu og Öldina ásamt þeim f jórum árgöngum sem þegar eru komnir út af Öldinni og hvort sem menn kjósa sér söguna Strogoff eða Kotunginn—alt fyrir $1.50, — öldin sérstök (4 árgangar) fæst fyrir $1,25. Engin blöð send til íslands nem* sorgað sé fyrir fram. Heimskringla P.P.Co. “BJARKI,” ritstjóri Þorsteinn Erlinosson, langbesta hlaðið sem gefið er út á Is- landi. Kemur út i hverri viku. Kostar að eins $1.00 um árið. Útsölumenn fá góð sölulaun. Skrifið til M. PÉTURSSONAR, P.O. Box 305, Winnipeg. “Sflnnanfari,” Fræðiblað með myndum. Kemur út t' Reykjavik eina sinni á hverjam mánuði. Eina fslenzka ritið er stöð- uíft flytur myndir af naftikannum ís- lendingam. Ritetjóri og eigandi Þotstkinn Gíslason. Rlaðið kostar í Ameriku, fyrirfram borgað, einn dollar árgnngurínn.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.