Heimskringla - 01.04.1897, Blaðsíða 1
%
Heimskríngla.
XI. ÁR. WINNIPEG, MAN., 1 ÁPRÍL. 1897. NR. 14.
FRÉTTIR.
DAGBÓK.
FIMTUDAG, 25. MARZ.
Sambandsþing Canada kom saman
í dag og var að sagt venju fremur mik-
ið um dýrðir við það teekifæri. Sagt er
að stjórnin hafi 50 atkv. fleiri en andvíg
ismenn hennar í þinginu. Aukakosn-
ingar hafa farið fram í 8 kjördæmum
síðan í sumar og í 7 þeirra vann Lau-
rier-stjórnin.
í gær úrskurðaði hæstiróttur Cana-
da aö ógildar væru kosningar í kjör-
dæmunum: Winnipeg, Macdonald,
West-Assiniboia, Lunenburg og Beau-
harnois.
í bréfi til Torónto-manna, dags. 22.
þ. m., lofar Blair, samgöngumálastjóri
í Canada, að hafa skipaskurði alla milli
stórvatnanna og Montreal með 14 feta
vatnsdýpi að 2 árum liðnum.
Ekkert nýtt frá Grikklandi, þ. e.,
ekkert sérlegt. Helztu fréttirnar um
þau mál í svipinn eru þessefnis, að al-
þýða á Bretlandi, Frakklandi og Ítaiíu
muni svo verka á þær stjórnir, að þær
rjúfi heldur liandalag stórveldanna, en
kúga Grikki með því að loka höfnum
þeirra.
Snarpur jarðskjálftakippur kom í
Montreal í gærmorgun. Skaða gerði
hann litinn, en nokkuð gott. Dað varð
sem sé piltur einn sjúkur svo hræddur
að hann stökk á fætur og eftir á verk-
aði óttinn svo á hann, að veikin smá
hvarf og er hann nú sem næst albata
orðinn.
Stórhríð, ofsaveðnr og grófur fann-
burður í allan gærdag í Illinois, Wis-
consin og Iowa. IChicago fóll 8 þuml.
djúpur snjór um daginn, en bráðnaði
um það bil jafnótt og hann féll. Þar
var vindhraðinn 52 mílur á klukku-
stund.
FÖSTUDAG, 26. MARZj
Kríteyingar liáðu strið allmikið við
Tyrki í “gær og unnu frægan sigur.
Þykir það þýðingarmikið og órækur
. vottur þess, að eyjarskeggjar kæri sig
iitið, en fari sínu fram, þó stórveldin
natí lokað hofnunum.
Indlands-hjálparsjóðurinn sem blað
ið Montreal ‘Star’ hefir safnað er nú
orðinn full $50,000.
Lawrencefljótið er íslaust orðið fyr-
ir austan Quebec. Siglingar’eru byrjað
ar á Ontariovatni almennt, enþaðer
fullri viku fyrr en venjulega er.
Bretastjórn hefir að sögn ákveðið
að taka engan þáf t i að loka höfnunum
áGrikklandi, en er þó að nafninu til i
bandalagi stórveldanna.
• ^uirniss-gufuskipafélagið, sem læt-
urebij) sín ganga milli Liverpool og
Boston, ætlar í sumar að hafs skip í
förum milli Liverpool og Montreal.
Stórkaupmenn i Bandaríkjum keppa
nú meir en nokkru sinni áður við að
fiytja vörur til ríkjanna og borga toll-
inn. Þeir vilja ekki kauca strax eftir
að tollurinn er hækkaður.
LAUGARDAG, 27. MARZ.
Bandalagið að rofna ? Það er sagt
nú, að þegar Bretar hafi neitað að
hjálpa stórveldunum til að loka höfnum
á Grikklandi hafi Þjóðverjar farið að
hugsa um málið og þeir nú hafi
kunngert stórveldunum að þeir ætli sér
að ganga úr flokki, úr því Bretar hafi
gert það. — Ein hin síðasta tillaga stór-
veldanna er það, að kúga bæði Tyrki
og Grikkja til að þoka dálítið frá landa-
mærunum og halda svo beinni spildu á
milli þeirra, sem hvoruguir megi stíga
fæti á, á meðan stórveldin þæfa um
Krítarmáhð. I gær vær var Salisbury
staddur í Paris og átti þá tal við Hana-
toux utanríkisstjóra JFrakka um þetta
mál. Fylgir það og sögunni að þeim
hafi komið saman um að loka höfnun-
nm á Grikklandi, ef Grikkir neita að
þoka. Og samtímis fréttir frá Aþenu
segja enga von til að Grikkir þoki. —
í kvöld (laugardag) leggur Konstanth.-
us krónprins af stað alfarinn norður í
Þessalíu. Prinsessan kona hans fer
toeð honum alla leið til herstöðva
Grikkja nyrðra. Larissa, og dvelur þar
Hokkra daga. Fer hún til að sjá hvaða
nmbúnaður hefir verið gerður til að
þjúkra særðummönnum.
Allharður jarðskjálfti aftur í Mont-
real aðfaranótt hins 27, Marz. Varð
Vart við hristinginn hér og þar í Que-
^c-fylki, austan til í Ontario og í norð-
frhluta New York-ríki.
Ríkisstjórnin'í Minnesotp, hefir á-
kveðið að fjoTga ríkisþingmönnúm sVo,
nemur 11 alls. Efri deildarþingmönn-.
um verður f jölgað um 6 —verða í þeirri
deild 60; í neðri deild bætast við 5, —
verða þar 119.
Sem stendur hafa efrideildarþiúg-
menn Bandaríkja þjóðþings lítið að
gera og ræða því sem aftekur um hvort
heppilegra verði að leyfa alþýðu að
kjósa sig eða halda uppteknum hætti.
Fádæma ofsaveður á Kyrrahafs-
ströndinni í gær. Hefti umferð á Pu-
getfirði og olli eignatjóni í Tacoma,
Wash. og Portland, Oregon.
C. P. R. fólagið hefir ákveðið að
bj'ggja innan skamms járnbraut frá
Wabigoon — hinum nýja námabæ, 100
mílur austur frá Rat Portage — suður
að Rainy-vatni.
MÁNUDAG 29. NÓV.
Ráðherrar stórveldanna í Konstant-
ínópel höfðu fund í gær (sunnudag) og
sömdu bróf til Grikkja þar sem skorað
er á þá að víkja frá landamærunum.
Samskonar bréf var sent til soldáns með
sömu áskorun. Fylgir það bréfunum,
að ef önnur hvor stjórn neiti.verði helztu
höfnum hennar lokað tafarlaust. Sam-
tímis kemur sú fregn austan yfir hafið,
að þessi tillaga sé í fyrstu frá Grikkjum
sjálfum og að ástæðan sé sú, að Tyrkir
hafi orðið fyrri til að ná haldi á vegum
öllum um fjallaskörðin á landamærun-
um og að í þeim skörðum séu þeir helzt
óvinnandi. Grikkjum hafi því komið í
hug að spana stórveldin til þess arna og
í þeim tilgangi að gera snögt áhlaup
sjálíir og ná skörðunum undir eins og
Tyrkir eru burt þaðan. Rússar hafa
200,000 menn vígbúna í suðausturhéruð-
um Rússlands, og skipastól á Svartahafi
við hendina dag og nótt til að flytja her-
menn hvert sem vera vill. Þeir búast
við illhrifum í grend við Konstantinópel
nú á degi hverjum.
Monsignor Merry del Val, fulltrúi
páfans í Canada, kom til New York í
gær. Páfa-málin í N orður-Ameríku
ættu nú að hafa góðan byr framvegis,
þar sem “hinn heilagi faðir” nú hefir
sinn fulltrúann I hverju ríki, Banda-
ríkjum og Canada.
I dag verður lagt fyrir sambands-
þing Canada frumvarp til laga þess efn
is, að sambandsstjórnin skuli hætta að
búa út eórst*Va kjorskíá, nn að farið
skuli eftir kjörskrá hinna ýmsu fylkja í
sambandinu.
Það er líkt á komið með Spánverj-
um og Tyrkjum að því leyti, að hvorug-
ir hafa efni á að greiða hermönnum sín-
um ákveðin laun. Hermenn Spánverja
á Cuba eiga nú inni 7 mánaða laun og
hóta nú að bíða ekki lengur, en ganga
úr þjónustu stjórnarinnar,—með öðrum
orðum hóta að gera sérstaka uppreist
gegn stjórninni.
Fellibylur olli lífs og eignatjóni í
Texas í gær.
ÞRIÐJUDAG, 30. MARZ.
Fregn frá Ottawa segir að Macin-
tosh governor yfir Norðvesturhéruðun-
um sé búinn að segja af sér og að Sir
Henri Joly de Lothbiniere verði eftir-
maður hans. Sir Henri er 68 ára gam-
all, — er mikilhæfur maður og hefir
lagt sig fram alla æfi að sameina þjóð-
flokkana eystra og eyða öllu þjóðflokka
stríði.
Þjóðþiugsmenn Bandaríkja tala nú
um að láta toll-lögin nýju—Dingley-
lögin— öðlast lagagildi áður en þau eru
samþykt og staðfest. Þ. e.: þeir vilja
leggja þann tollá varninginn nú þegar,
semjákveðinn er í toll-lagafrumvarpinu
Hafa þeir leitað upplýsinga um þettu
hjá lögfróðum mönnum, sem kvað
segja það gerlegt.
I neðri deild sambandsþings Cana-
da sitja nú 119 'liberalar’, 80 conserva-
tivar, 3 óháðir conservatívar, 5 patrón-
ar. I 5 kjördeildum hafa kosningar ver-
ið dæmdar ógildar og ekki búið að
kjósa aftur, i þessum: Winnipeg og
Macdanald í Manitoba, Champlain í
Qubec, Colchester í Nova Scotia og
á Prince Edward eyju. — í efri deild er
nú hvert sæti skipað, i fyrsta skifti í 10
ár. Þingmenn í þeirri deild þess vegna
nú 81.
Frumvarp til laga var borið fram á
þjóðþingi Bandaríkja í gær, um að
veita Havai lýðveldinu inngöngu í
Bandaríkjasambandið og veita því full
ríkisréttindi. Ríkið á að heita Havai-
ríki>=*State of Havai.
MIÐVIKUDAG, 31. MABZ.
Smáorusta átti sér stað nú rótt ný-
lega i Macedoniuog féllu þar 12menn af
Tyrkjum, þar á meðal þýzkur fyrirliði,
og um 20 særðust, Nokkrir menn
grískjr höfðu farið >flr landamærin, en
hörfuðu til baka eftir þessa skrárnu.
Eftirmaður Maceos á Cuba, Ru's
Riviera að nafni, er nú fangaður og í
haldi hjá Spánverjum. Hafði særzt í
smáorustu og var þar tekin af Spán-
verjum.
Grikkir skora á stórveldin að opna
aftur tafarlaust hafnir allar á Krít.
Segja líf eyjarskeggja liggja við.
Fellibylur varð 150 manns að bana í
Oklahama í gær og lagði í rústir þorp
með 1500 íbúum. — Flóðið sama í Mis-
sissippi, Utlit nú að fljótið sogi burt öll-
um ilóðgörðum. Eignatjón nú orðið ó-
metanlegt.
/
Islendinga-dagrinn.
Svar til ritstj. “Heimskringlu.”
Eftir Jón Ólafsson.
Ghieago, 27. Marz, 1897.
Herra ritstjóri. — í svari yðar
til mín í síðasta bl. um íslendinga-
daginn, ræðið þér þrjú atriði:
1. Hvernig Islendingadags-
hald sé tilkomið og hversu þið átt-
menningar hugsið ykkr að breyta
því.
2. Þýðing 2. Ágústs sem merk-
isdags.
3. Setning alþingis ins forna,
íslands-fundar og upphaf vestrfara
frá Islandi.
Ég skal nú, ef þér leyfið, minn-
ast á þetta hvað um sig, þó svo, að
ég tek 1. atriðið fyrst til umræðu, 2.
atriðið síðast, en ið 3. í miðið.
Fyrsta atriðið, hvort það hafi
verið með nokkru “valdboði” að Is-
lendingadags-hald komst- hér fyrst á,
og hvort það kenni nokkurs valdboðs,
að þið áttii menn ótilkvaddir takið
að ykkr að velja fyrir oss alla Vest-
ur-fslendinga nýjan dag, það hefir í
sjálfu sér minsta þýðing fyrir málið.
Skal ég því sem styzt um það ræða.
Fyrsti ^slendinga-dagp var hald-
inn hér í álfu sjálfan þjóðhátíðardag-
inn 2. Ágúst 1874 i Milwaukee, WiS.,
og var ég þar hvatamaðr að og hélt
þar aðalræðuna (séra Jón Bjarnason
prédikaði fyrst I kvrkju). Síðan ból-
aði ekki á neinu í þá átt fyrri en ég
koin vestr 1890. Þá kom ég því til
Ieiðar að ritstjórar blaðanna (þér og
ég, Einar Hjórleifsson og Gestur
Pálsson) ásamt forsetum eða fulltrú-
um allra íslenzlcra félaga, er þá vóru
í Winnipeg, tóku sig fram uní að
boða til íslendingadags-halds, er fram
fór 2. Ágúsi það ár. Við tókum oss
ekkert vald til að velja öðrum dag,
erv hvöttum að eins landa á öðrum
stöðum til að halda daginn. I þessu
lá ekkert valdboð. Úr þvi að þér nú
skýrið fiyá, að almennr fundr ianda I
Winnipeg eigi að ákveðadaginn þar,
þá er heldr ekki hér um neitt vald-
boð að tala fyrir Winnipeg. Hitt
kann að virðast kynlegri ákvörðun1)
að Islendingar hér vestra utan
Winnipeg, megi ekki fá kost á að
greiða sín atkvæði um málið, fyrri
en Winnipeg er búin að sýna, hvað
þar verður ofan á (til leiðbeiningar
og fyrirmyndar fyrir oss alla hina?)
En ég fev ekki lengra út í það.
Winnipeg-landar hafa stöðugt til
þessa, hvert sinn sem þeir liafa átt
kost á að ráða þessu máli til lykta &
almennum fundi, haldið fast við 2.
Ágúst, og ég vona þeir geri það enn.
Þá vík ég að setningardegi al-
þingis ins forna. Þér segið, að mér
skjátli f þvf, er ég segi, að þið átt-
menningamir hafið ekki vitað, hvern
dag það var sett. En einmitt svar
yðar sýnir, að mér hefir ekki skjútlað
þar. Það er nefnilega auðséð á svari
yðar, að þér skiljið ekki ið fornatíma-
tal né muninn og tilsvörunina milli
þess og ins nýja stýls. Þér segið, að
dagrinn, sem til var tekinn af ykkr,
sé samkvæmt inu gamla tfmatali.
Ætlizt þið þá til, að halda daginn nú
samkvænit t/amla st.ýl ? Þá þurfið þér
að vita, hve nær 11, og 17. Júní eftir
gamla stýl fellr í ár. En það er mér
nær að halda að þér vitið ekki. Það
ræð i'-g af þvf, að þér haldið, að sömu
mánaðardjigarnir, sem mörkuðú 9,
viku sumars 9.30, nlarki þessa sumar-
viku enn í dag. En það gera þeir
ekki, hvorki eftir nýja né gamlastýl.
Gamli stýll hafði nefnilega árið of
stutt, og því munar honum æ lengra
og lenga frá réttu lagi. Rússar fylgja
enn í dag gamla stýl, og munar nú
timareikningi þeirra 12 dögum frá
vorum. Jafndægra bil er að eðli
sínu fast og óraskanlegt timabil á
hverju ári, og svo er það og að voru
tímatali (20. Marz og 22. Sept.) En
eftir garnla stýl var þetta (og er, þar
sem hoaum er enn fylgt) sffelt að
breytast svo að jafndægra-dagarnir
eru sifelt að færast fjær 20. Marz og
23. Sepfember. Nú var það svo, að
forfeðr vorir bundu aldrei þingsetn-
ingarda r sinn við mánaðardag, heldr
við vikudag og sumarvikutal. Þeir
bundu' '.•/'« samkomudaginn við þann
fimtuda er orðið gæti í fyrsta lagi
11. og ' síðasta lagi 17. Jfiní. Eftir
þeirra ttmatali bar hann að vísu þá
upp á þetta dagabil, en þeirra tíma-
tal vai gamli stýll, og samkvæmt
gamla stýl er nú þetta mánaðardaga-
tal ekki lengr óbreytt, þótt menn
vildi fylgja því. Það er algerðr
misskii.óngr, að merkidagar fiestir
sem til voru áðr en Gregoríusar-
tfmatalið náði gildi, haldist “óbreytt”
enn, ef þér með þessu óbreyttir eigið
við, að þeir sé nfi taldir sama mán-
aðardaga, sem þá var talið. Jóns-
messa tr ekki eftir nýja stýl 4- Júlí,
heldur 24. Júní, og þannig er hún á-
valt talin. Ef við göngum út frá
jafndægradögunum, sem eru óbreyti-
leg tím.unót á hverju ári, þá falla
sumarvíkur alveg á sama tíma, frá
þeim miðað, nú sem þær hafa rétti-
lega ge 't um allan aldr. Þær eru
einmitt leyfar af voru forna tíraatali.
Það eru mánaðardaga dagsetning-
arnar, sem féllu öðruvísi í gamla stýl
en nú, og það sem hefir vilt yðr, er
það, acf Maurer og aðrir fleiri menn
(t. d. Guðbr. Vigf.) geta þess, hvaða
mánaðardag eftir gamla stýl hinir og
þessir viðburðir hafi átt sér stað.
Sumardagr fyrsti var og er hreyfan-
legr nv rkisdagur, en aldrei munuð
þcir fln ta hann f almanaki voru, ef
þé".L, *.J ð’e'.tft hano, á þeim mán-
aðardögum, sem mörkuðu hreyfing
hans eftir gamla stýl.
Ekki veit ég, hvaðan þér hafið
það, að Kjalarnesþing hafi verið
“héraðsþing og ekkert annað.” Ekki
er Guðbrandur Vigfússon á því máli.
Hann segir: “Fyrir árið 930 var
alls-Jierjar-'þmg háð á Kjalarnesi, en
þaðan þar það flutt til Öxarár og þá
nefnt Alþingi.” Þetta staðfestir og
Hænsaþórissaga (14. kap.), er hún
segir: “en þingit var þá undir Ár-
mannsfelli,” þ. e. 1% var búið að
flytja þingið til Öxarár. Ari fróði
segir um þing það, er Þorsteinn Ing-
ólfsson stofnaði, að ýmsir aðrir höfð-
ifigjar hafi að því horfið með honum.
Mérer nú spurn : hvernig geta höfð-
ingjar háð þing með sér og gert menn
á því seka með dómi, nema einhver
lög og stjórn sé í landi. Þetta var
þá gert á Kjalarnesþingi, og var ljós
vottr þess, að lög og stjórn vóru þar
þá til. Var það konungsveldi nor-
rænt ? Var það annað fitlent vald,
er þar var skipað ? Ef ekki, var
það þá ekki fyrsta upphaf íslenzkrar
þjóðstjómar ?
Ekki veit ög heldr á hverju þér
byggið það, að sennilegt sé að Garð-
ar Svafarson hafi fundið ísland á
undan Naddaði. Ari segir, að Garð-
ar híifi farið “at leita Snœlattds at
ráði móður sinnar framsýnnar.”
Hvernig gat hann farið að “leita
Snælands”, ef landið var eigi áðr
fundið og nefnt því nafni ? Eða er
Ari ótrfiari um þetta atriði en önnur?
En þótt það hefði Garðar verið, þí
eru engar líkur komnar fyrir því, að
hann hafi til Islands komið í Júnf.ísa
mun leysa í Danmörku venjulega f
Marz-byrjun, og fiesta vetr er sjór
þar ófrosinn. Garðar gat þvf lagt
þaðan fit í Marz-byrjun og komið til
íslands f Marz eða Apríl. Hann gat
og farið síðar og komíð til íslands í
Marz, Apríl, Maí, .Tfiní, Júlf eðaenda
Agúst og þá siglt umhverfis land og
reist hús fyrir vetrnætr. Eg hefi
aldrei sagt það óhugsandi, að fsland
væri fundið í Jfiní, en ég segi, að
enginn geti komið með inar minstu
líkur fyrir, að það hafi fremur verið
í þeim mánuði en öðram vormánuði
eða sumarmánuðum Það eruð þið
sem hafið fullyrt, að líkur væri til
þessa, og á ykkr hvílir því að sýna
fram á þær líkur. En eftir yður
sögn eru þær þessar: “Það er engan
veginn víst, að Naddaðr hafi fyrst
fundið landið”; “þá má alt eins aitia
að Garðar hafi fundið það”; og það
sýnist “engan veginn óliklegt11 að
hann hafi getað náð til íslands í
Júnní. — Á þennan hátt má færa
líkur að mörgu. T. d.: Það er
engan veginn víst, að Garðar hafi
fundið ísland á undan Naddaði, og
það má alt eins ætla, að einhver
norskur víkingr, sem hafi heitið Beési,
hafi siglt þangað fgrst. Og með þvf
að aldrei leggr hafnir á vesturströnd
Noregs, má ætla að hann hafi lagt í
haf þaðan 17. Marz, og með því að
Landnáma telr þaðan viku sigling til
Islands, er engan veginn ólí/clegt að
hann hafi náð þangað á hálfum mán-
uði, og er þá vel í lagt, og hafi því
komið til Islands 1. Apríl.
Nfi liefi ég fært líkur til að Bessi
víkingr hafi fyrstr fundið fsland 1.
Apríl og hlaupið Apríl þar á land, og
þannig verið fyrstr maður, sem hljóp
Apríl á íslandi. Og ég fæ ekki betr
séð, en að þessar líkur hafi jafnmikið
vísindalegt gildi, eins og “líkur”
yðar fyrir fyrsta íslandsfundi í Júní.
Ef yðr þykir það svo dýrlegt
minningar.að fimm íslendingar komu
til Bandaríkjanna í Jfiní 1870, því
fáið þér þá ekki hjá þeim vitneskju
um hvaða dag þeir stigu hér fæti á
land, og stingið svo upp á að gera
þann dag að hátíðisdegi. Þá þyrftuð
þið áttmenningar ekki að vera að
vandræðast með hreyfanlega hátíð né
lenda f hafvillum í “gamla stýl ”
En vitanlega er þá ekkert vit í að
kalla þann dag fslendingadag, heldr
Vestr-íslendinga-dag eða Vestrfara-
dag, því það getið þið þó víst ekki
ætlazt til, að in islenzJca þjóð í heild
sinni fari að dýrka þann dag.
Þá kemr ið síðasta umtalsefnið:
2. Ágúst.
Þar þykir mér nfi fyrst kasta
tólfunum. ívr segið að íslendingar
álíti stjórnarskrána “óhafandi og
einskis nýta”. Eg skal öruggr f'ull-
yrða það, að enginn sá alþingismaðr
er enn f'æddr á íslandi eða mun
nokkru sinni þar til vera, sem hefir
þetta álit. Enginn maðr með allan
mjalla, sem nokkuð þekkir til stjóra-
arskipunar íslands nú og fyr, getr
látið sér slíkan barnaskap í hug koma,
þvf sfðr um munn fara. Að á stjórn
arskrá fslands sé stórgallar, það er
annáð mál; að hún sé fjarri því að
vera landinu svo hagkvæm, sem hún
ætti að vera, og veiti engan veginn
landsmönnum svo fullt sjálfsforræði
sem rétt og eðlilegast væri, það skal
ég fúslega játa. En hafið þér hug-
mynd um réttleysásástandið, sem áðr
var ? Þér kallið stjórnarskrá íslands
“stjórnarskrárræfil, sem tæplega einn
einasti íslendingr vill nýta.” Hefir
nokkr farið fram á, að hfin yrði fir
lögum numin ? Nefnið einn einasta
íslending, sem er með fullu ráði, sem
vilji heldr vera án stjórnarskrárinnar
en að hafa hana eins og hún er.
Gætið að þvf, að livað margt sem
áfátt er á íslandi og hve æskilegt sem
væri, að framfarir væru þar meiri,
þá hefir þó þjóðin tekið meiri fram-
forum á þeim 23 árum, sem stjórnar-
skráin hefir nú I gildi verið, heldr en
á nokkrum tveim öldum áðr.
Þó að ísland fengi að smfða sér
sjálft allar þær umbætr, er það ós*kar
á stjórnarskrá sinni og fengi þá frjáls-
legustu stjórnarskrá, sem það mundi
kjósa, þá væri sporið frá þeirri ófull-
komnu stjórnarskrá, sem nú er í gildi,
til þessarara nýju og fullkomnu,
smátt spor að tiltölu í samanburði
við það stóra risafet, sem þjóðréttindi
og sjálfsforræði íslands sté 1874.
“Þeir sem hér vaxa upp, vita
hvað sjálfræði þýðir,” ritið þér, og
þetta ritið þér í Winnipeg í Manitoba
í Canada! Vitið þér þá eigi, að ís-
land hefir frjdlslegri stjórnarskrá eli
Manitoba eðr nokkurt annað fylki í
Canada? Hitt er annað mál, að
stjórna rframJcvæmdinni sé oftari
hverju frjálslegar hagað í Canada en
á Islandi. Vitið þér ckki, að Breta-
þing liefir að lögum fullan rétt til að
gefa lög fyrir hvert fylki í Canada,
ef það vill því beita? Vitið þér ekki,
að brezka stjórnin getr skipað Domi-
nion-stjórninni að neyða lögum upp
á t. d. Manitoba, ef Manitoba vill ekki
sjálf hlýða því að breyta lðgum sín-
um eins og fyrir hana er lagt ? Hafið
þér gleymt skólamálinu ? Vitið þér
hinsvegar, að rikisþing Dana getr
engin lög gefið um neitt mál, sem er
íslands sérstakt málefni ? Vitið þér,
:ið stjórnin getr ekki skipað fslandi
eða neytt það til, að búa til eða sam-
þykkja nein lög, sem íslandi sjálfu
eru óljfif?
Vitið þér, herra ritstjóri, að það
er miklu meira vert fyrir hverja þjóð,
að hafa hyggindi til að koma á hjá
sér fastri frjálslegri stjórnvenju, en
að hafa lrjálslega stjórnarskrá á papp-
ír? Vitið þér, að England hefir alls
enga ritaða stjórnarskrá, þótt það sé
frjálsasta land í heimi að mörgu leyti?
Vitið þér að Danir hafa miklu frjáls-
legri stjórnarskrá en íslendingar, en
búa þó nú við meira ófrelsi og ósjálf-
ræði í sínum eigin máium ?
Víst er það mein, hve tregt og
seint íslendingum gjengr að fá fram-
gengt endrbótum á s'fjórnarskrá sinni
en margtalt meira mein er það, að
þeir eru enn, sem von er til, mikil
börn í framsýni og stjórnkænsku, svo
að ofiftil festa er hjá þeim í viðleitn-
inni til, að liðka stjórnarframkvwmd-
ina í frjálslegt horf.
En hverra framfara sem fslandi
verðr héðan af auðið, hvort heldr í
•jálslegri stjórnarframkvæmd eða í
lagfæring á pappírsstjón.arskrá sinni,
þá hljóta þær allar að byggjast á
þeim sjálfsforræðis-grundvelli, sem
er órjúfanlega lagðr með inni ófull-
komnu stjórnarskrá frá 1874.
Stjórnarskráin 1874 hjó með öllu
af oss yfirráð Dana í vorum sérstöku
málum. Iöggjöf vorer alveg í hönd-
um aJþingis og konungs. Konungur
hefir þar jafnrétti við alþingi, en
, enga vfirhönd vfir því, og það er
meira en nokkur brezkr þegn í Can-
ada getr sagt um sína stjórn.
Ég veit það ettt, að síðan ísland
gekk undir konungsvald, hcfir eng-
inn viðburðr orðið í sögu þess, er
hafi neitt sviplíka þýðing fyrir landið
eða geti verið slíkt fagnaðarefni fyr-
ir það, eins og sjálfstjórnarréttr sá,
sem það fékk með stjórnarskránni
1874; og hve mikils aukins frelsis
sem það kann að verða aðnjótandi
hér eftir, er torvelt að hugsa sc’t
nokkra þá breyting á hag þess, er
jafnmikilvæga þýðing fái tiltíilulega
hvað þá heldr meiri. Og þessi verðr
þó jafnan grundvöllrinn héðan af.
Eitt er loksins markvert. Þér
minnizt ekkert á það, hvernig á því
stendr, að þær bygðir landa hér, sera
hafa haldið minningardag einhvern
annan dag en 2. Ágúst, hafa flestar
valið til þess tfma, sem stendr nær 2.
Ágfist, heldr en fimtudeginum ykkar
áttmerininga, i miðjum Jfiní.
Og svo er enn eitt. Þetta er mál
sem eigi er auðið að útkljá með nein-
um atkvæðagreiðslum á þann veg,
að neinir menn verði við þau úrslit
bundnir, ef þeim er það óljfift.
Winnipeg getr haldið daginn eftir
sínum ákvæðum, Argyle eftir sínum,
Minneota eftir sínum o. s. frv., en
engir geta bundið hendr annara.
Þetta er þcss leiðis mál, að hver bygð
verðr að ráða sér. Það er að eins
með tíma og tíð, að venja kann að
geta helgað og fest einn sameigileg-
an dag; en með samþyktum verðr
það örðugt.
íslendingadagshald hefir farið
vonum fremr vel til þessa. Ég sé
engin merki þess, að þjóðminningar-
dagr vor sé að verða að engu. Þrai t
á móti virðist sem menn sé farnir að
halda sér minningardag í fleiri bvgð-
um nú en áðr, þótt ekki hafl allirenn
valið sama dag. Varið yðr, að þessi
tilraun ykkar verði ekki til sundr-
ungar fremr en sameiningar. Ég
þykist sjá, hvað á baki hennar býr ;
ef ég sé það rétt, þá veit ég að fáa
mun yðra meira en yðr, herra rit-
stjóri, ef afleiðingarnar verða þær
sem ég óttast.