Heimskringla - 01.04.1897, Side 2
HEIM6£RINGLA 1 APRÍL 1897.
Heimskringla
PUBLISHED BY
The Heimskringla Prtg. 4 Pnbl. Co.
•• ••
Verð blaðsina í Canda og Bandar.:
$2 um árið [fyrirfram borgað]
Sent til Islands [fyrirfram borgað
af kaupendum bl. hér] $ 1.
••••
Uppsögn ógild að lögum nema
kaupandi sé skuldlaus við blaðið.
••••
Peningar sendist i P. O. Money
Order, Begistered Letter eða Ex-
press Money Order. Bankaávis-
anir á aðra banka en í Winnipeg
að eins teknar með afföllum.
• • ••
EGGERTJOHANNSSON
BDITOR.
EINAR OLAFSSON
BUSINBSS MANAGER.
• • ••
Office :
Comer Ross Ave & Nena Str.
P. O. Kox 305.
Sambandsþingið.
Eins og frá er skýrt annarsstaðar
í blaðinu var hinn 25. f. m. hafln önnur
stefna hins 8. sambandsþings Canada.
Af ávarpilandstjóra að dæma verða þar
rædd og útkljáð mörg merk og þýðing-
ingarmikil mál. Stærst þeirra og þýð-
ingar mest er vitanlega tollmálið og
hin ýmsu mál sem þann málaflokk
skipa og sem i heild sinni eru almennt
nefnd verzlunar- og viðskiftamál.
Það er kunnugra en frá þurfi að
segja, að á meðan núverandi stjórn-
flokkur skípaði sætí vinstramegin við
forseta þingsins, var ekkert eins ban-
vænt fyrir Canada i heild sinni eins og
tollur á verzlunarvarningi í einni eða
annari mynd. Af því leiðir að nú, þeg-
ar þessir menn eru búnir að fá hald á
stjórntaumunum og hafa að baki sér
vænlegan meirihluta manna á þingi,
vonast menn með réttu eftir alvarlegri
tilraun til að lækka tollinn og afnema
hann með öllu af sumum vörutegund-
um. Því fyrr sem byrjar gullregnið,
sem þessir menn segja að fylgi á eftir
afnámi tollins, þess betra fyrir einn og
alla. Að þeir ekki tóku til við þetta
mál á þinginu í sumar er leið er ekki
rundarlegt, því þrátt fyrir 18 ára prédik-
un sína um það hvílík bölvun að tollar
allir séu fyrir Canadamenn, sýndu þeir
að skoðun þeirra breyttist undireins og
þeir voru orðnir ábyrgðarfullir ráðs-
menn þjóðarinnar. Þeim þótti ráð-
legra að skipa nefnd manna til að taka
vitnisburð manna um tollinn og heyra
tillögur þeirra. Og það var svo gert,
þó með því gæfu þeir í skyn, að í 18 ár
hefðu þeir verið að staðhæfa það, sem
þeir vissu ekkert um, en notuðu þetta
álitlega agn til að ginna kjósendur á og
með því tryggja sér og vinum sínum at
vinnu.
Það er náttúrlega ómögulegt að
geta á hvaða tilþrif stjórnin kann að
taka í þessu máli, en ýmislegt er það
til, sem virðist benda á að hún ætli sér
að fara miklu hægar í sakirnar, en
menn höfðu ástæður til að ætla. ef orð-
um þeirra manna, sem nú ráða mestu.
Eitt af því sem þeir ár og síð hafa hald-
ið fram að undanförnu er það, að það
sé conservatívum einum að kenna, að
Bandaríkjastjórn ekki er búin að sam-
þykkja toll-jafnaðarlög að þvi er Cana-
da snertir. Nú eru þessir Bandaríkja-
vinir búnir að sitja í völdum 8 mánuði
og á þeim tima hafa þeir sent fleiri en
■einn fulltrúa til Washington til að ræða
um tolljafnaðarlög og fullviss Banda-
rikjastjórn um að nú séu góðir menn og
réttlátir við stýrið í Canada. Þrátt
fyrir það hefir nú Bandaríkjastjórn, eða
einn hennar ötuli fylgismaður, borið
fram frumvarp sem ákveður enda hærri
toll, en nokkurntíma hin makalausu
McKinley-lög og það virðist sem höf-
undur þess frumvarps hafi sérstaklega
iagt sig fram til að þrengja kosti Cana-
damanna, — hindra þá frá að senda
vörur til Bandaríkja og selja þær. Það
er því í þessu sem mörgu öðru, að spá
“liberala’’ vill ekfci rætast, sú, að alt
léki i lyndi, ef bara Laurier væri við
etýrið. Ólukkans Bandaríkja-þingmenn
irnir sýnast ætla að fara sínu fram án
nokkurs tillits til þess, 'að hrákasleikj-
ur þeirra ‘standa við stýrið’ í Canada.
Að Lauríer litist óvænlega á þetta og
Pillurnar yðar ,eru hinar beztu
pillur í heimi. Ég var oft illa
farinn af óhægðum þangað til ég
fór að brúka þær. Nú er ég al-
heill og álit það sé hinum ágætu
pillum yðar að þakka. Ég brúka
þær ætíð á vorin *
IPistols&Pestles.
*
*
*v
Skammbyssan sem brúkuð var en-
vígum til forna.er nú að eins til á grip
söfnum til minningar um mannúðar
leysi og grimd. Viðhlið hennar ætti
að setja alt það sem ásækir og skemmir lifrina í fólki. Því miður er nú
samt ekki búið að þvi enn, og það verður ekki gert fyr en menn fara al-
ment að brúka
Ayers Catliaric Pills.
Þetta vottorð er fullum stöfum í Ayers “Curebook” ásamt mörg-
um fleiri. Bókin fæsb fritt frá J. C. Ayer Co., Lowell, Mas3.
sé að búa sig til að ‘venda’ seglunum
má ráða af greininni í merkasta mál-
gagni stjórnarinnar, Toronto 'Globe’,
núna um daginn. Blaðið segir það rétt
álit conservatíva, að ‘liberalar’ muni
hugsa sig um tvisvar áður en þeir elti
ólar lengur við Bandarikjastjórn. Ef
hún ekki yilji taka góðum samningum
v.erði ekki annað til en búa svo um, að
Canadameun komist af án viðskifta við
Bandaríkin og jafnframt því sjá um að
þeir menn sem nú eru í Canada geti
framfleytt lífi sínu í ríkinu. Skömmu
áður fullvissaði stjórnin menn um að
sjálfsagt væri að láta hart mæta hörðu,
að leggja toll á harðkol frá Bandaríkj-
um, ef Bandaríkjastjóm eykur tollinn
á kolum frá Canada. Það hefir enn
fremur vnrið gefið í skyn, að leggi
Bandarikjastjórn $2 toll á hver þúsund
fet af borðvið frá Canada, sé sjálfsagt
að gera Bandaríkjamönnum eitthvað
það til óþæginda, sem jafnist á við trjá-
viðar-tollinn. Alt þetta er svo gagn-
ólíkt kenningum ‘liberala’, á meðan
þeir voru í minnihluta á þingi, að það
er afsakandi þó conservatívar stæri sig
af, að Laurier sé nú óðum að viður-
kenna, þó óbeinlínis sé, að stefna con-
servatíva i viðskiftamálum öllum sé sú
eina mögulega undir kringumstæðun-
um. Hvað mikið er hæft í þeim og
tækifæri til að byggja þessa braut. En
hvernig sem því er varið skifti aðal-
málgagnið ‘Globe’ um skoðun alt í einu
núna í vetur og það svo snögglega að
menn furðaði á. Síðan hefir það haldið
taum C. P. R. félagsins og sýnt fram á,
að það sé eina félagið sem tiltal sé að
geti bygt þá braut, og hvað þjóðeign á
þessari fyrirhuguðu braut snerti, þá
sé ekkert vit í að halda þvi fram, undir
kringumstæðunum. Blaðið hefir enda
gengið svo langt, að það hefir haldið
fram að samkvæmt stofnskrá félagsins
hafi það eitt og ekkert annað félag, og
ekki stjórnin sjálf, leyfi til að leggja
járnbraut um þetta skarð. Þegar nú
rimman út af þessu harnaði í blöðun-
um gaf stjórnin alt í einu í skyn, að
hún mundi ekkert skifta sér af þessu
brautarmáli i bráð. Það þóttu illar
fréttir, því sé þörf á þriðju járnbraut-
inni milli Montreal og Quebec, þá er
sannarlega þörf á einni járnbraut um
Klettafjöllin til námahéraðsins mikla,
sem búist er við að telji að minsta kosti
100,000 íbúa fyrir lok yfirstandandi árs.
En svo bætti það úr skák, að jafnframt
og þessi fyrirætlun stjórnarinnar var
opinberuð, sendi C. P. R. félagið skara
af mælingamönnum til að stika braut-
ina alla leið frá Lethbridge til Neison,
B, C., og 20. þ. m. var því verki lokið
Þegar fundarsalurinn var orðinn
fullur af fólki var fundur settur. Eund-
arstjóri var kosinn E. H. Bergmann frá
Garðar, skrifari S. Árnason frá Hallson.
Skömmu eftir að fundur var settur,
kom fram sú tillaga frá Jóni Sigfússyni
á Akra, “að Íslendingadagshátíð sé hald
in meðal íslendinga í Norður-Dakota á
komandi sumri. Um tillögu þessa hóf-
ust þegar snarpar umræður. Allir
mestu mælskumennirnir héldu snjallar
og langar ræður með og móti. Hve á-
huginn fyrir málefninu var mikill, má
bezt sjá á því, að um þessa einu tillögu :
hvort halda skyldi íslendingadagshátið
hér á komandi sumri eða ekki, var rætt
fullar 3 klukkustundir, og fengu þó
miklu færri orðið en vildu. Þeir bræð-
ur Skapti og Magnús Brynjólfssynir
beittu mjög mælsku sinni gegn Islend-
ingadagshugmyndinni. Á sama máli
voru og þeir Thorwaldson bræður ogfá-
ir fleiri. Af þeim sem hátíðarhaldinu
voru hlyntir, má auk annara telja þá
Björn Halldórsson, Björn Pétursson
(sem var fyrsti hvatamaður málsins), B.
B. Olson, og ekki sízt Hermann Hjálm-
arson frá Garðar, er talaði með mestu
hógværð og lipurð með fslendingadegin-
nm. Að skýra frá því hér hvað sagt
var, yrði of langt mál; læt ég að eins
nægja að segja, að margar rökstuddar
ástæður voru færðar á báðar hliðar,
Loks var gengið til atkvæða og kom þá
í ljós, að nálega allir voru með því að
byrjaðar. Því miður er ekki enn fram-
komin nema þessi eina játning um að
mótbáran í gegn 2. Ágúst sé og hafi ver
ið ástæðulaus, en það eru máské fleiri á
ferðinni? Vér vitumekki um álit þess-
ara átta manna, en hvað oss snertir, þá
erurn vér ánægðir, ef menn að öllu
loknu almennt viðtaka 2. Ágúst. Að
hafa einn og sama dag fyrir þjóðminn-
ingardag í öllum íslenzkum bygðum í
landinu, það íhefir verið og er löngun
vor og ekkert ajinað. Ritstj.].
Saga vélastjórans.
Líf járnbrautarmanna hefir í
för með sér sjúkdóma.
Mr. Wm. Taylor frá Kentville fékk
Nýrnaveiki. Hin svokölluðu
nýrnaveikismeðul reyndust ó-
nýt, en Dr. Williams Pink Pifls
bættu honum alveg.
fleiru snertandi sömu mál, sézt nú áður
en langur tími Jíður.
Laurier sagði i ræðu í Montreal sið
astl. haust, að Montreal og Quebec
væru eðlilegir hafnstaðir vesturlandsins
og Canada í heild sinni, vestur af Que-
bec, og að hann skyldi róa að því öll-
um árum, að þei r yrðu það meir en í
orði kveðnu.' Ávarp landstjóra til
þingsins bendir á að í þessu efni ætli
Laurier að efna orð sín og er það lang,
frá aðfinningavert. En neyðin kennir
naktri konu að spinna. Það þarf eitt-
hvað til að sætta Quebec-menn við
skólamálssamninginn og greiðasti veg-
urinn til sætta er sá, að búa til nægi-
lega atvinnu i héraðinu. Það á að
lengja Intercolonial-brautinafrá Suður-
Quebec til Montre>al(um 180milur),þrátt
fyrir það að á því svæði liggja bæði
Grand Trunk og C. P. R., auk þsss
sem C. P. R. sameinast International í
St. Johns, New Brunswick. Það á að
halda áfram af kappi við aðgerð og
dýpkun skipaskurðanna með fram fljót-
inu og hefir það út af fyrir sig enga
þýðingu aðra en þá, að í því efni er við-
tekin stefna conservatíva; stefna þeirra
er og viðtekin í því að áfram verðr haldið
með að koma upp kaldalofts- eða frysti-
húsum á ákveðnum stöðum, á járn-
brautavögnum og gufuskipum. I því
efni einnig er haldið áfram því verki er
conservatívar voru byrjaðir á, þrátt
fyrir það, að þegar þeir byrjuðu á því
risu ‘liberalar’ upp um þvert og endi-
langt landið og sögðu það ólíðandi af-
skifti af störfum prfvat •manna. Þeir
menn og þau blöð kvarta ekkert undan
þeirri afskiftasemi nú, en taka henni
þvert á móti meðfögnuði.
Á Hudsonsflóabrautina er ekki
minst einu orði, enda ekki líklegt. Mon-
treal og Quebec eiga að verða hafnstað-
irnir hvað sem það koStar. Þegar litið
er á þá stefnu verður sú tilgáta engan-
vegin óhugsandi, að hin fyrirheitna
rannsóknarferð um flóann í sumar sé
að eins gerð f þeim tilgangi að eyði-
leggja álit manna á þeirri skipaleið.
í ávarpinu er ekki minst á járn-
brautarbygging um Hrafnahreiðurs-
skarð í Klettafjöllunum, þó ráðherrar
Lauriers sem vestur 'hafa farið viður-
kendu þá braut nauðsynlega. Að ekk-
ert er minst á það mál kemur einkenni-
lega fyrir, en stjórnin veit hvað hún er
að gera. Allui fjöldi manna eystra og
vestra hefir haldið því fram, að stjórn-
in ætti að byggja þá braut. Og af því
hin núverandi stjórn og málgðgn henn-
ar hafa að undanförnu verið alt annað
en vinveitt C. P. R. félaginu, mátti
ætla að það félag hefði nú harla litið
VKITT
HÆSTU VBRÐLAUN A HEIMSSÝNINGUNN
DR
BAHING
P0WMR
IÐ BEZT TILBÚNA
óblönduð vínberja Cream of Tartar
powder. Ekkert álún, ammonia eða
önnur óholl efni.
40 ára reynslu.
nema á 40—50 mílna kafla. Þetta sýn-
ist fullkomin sönnun fyrir því, að félag
ið taki til að byggja brautina undireins
og snjó leysir, og geri það það, er nokk-
urnveginn augljóst, að það á von á
að fá stjórnarstyrk, þó því máli verði
máské ekki hreyft fyrri en á öðru þingi.
Það á vísan talsmann þar sem ‘Globe’
er og það er afsakandi, þegar á alt er
litið, þó menn ímyndi sér að stjórnin
hafi nú þegar gefið félaginu undir fót og
að það þess vej na viti hvað það er að
gera.
Ef svo skyldi nú reynast, að Lau-
rier stjórnin annaðhvort í ár eða næsta
ár hlypi undir bagga með C. P. R. fé-
laginu og hjálpi því til að byggja þessa
braut, þá sannast einnig að í því efni
hefir hún snúið nokkurnveginn þvert
út af stefnu sinni. Því það var ekki
lítil mótspyrna sem þessir menn sýndu
á þingi í fyrra, þegar conservativar töl-
uðu um að lána félaginu ákveðna upp-
hæð til að byggja þessa braut síðastlið-
ið sumar. Hefði Laurier stutt það mál
þá, í stað þess að andæfa því eins og
hann gerði, hefði braut sú verið fullgerð
nú og þá jafnframt tekið fyrir allar þær
kvartanir úr öllum áttum yfir því, að
engin braut liggi í þetta hérað nema úr
Bandaríkjunum, sem þar af leiðandi
hafa allan hagnaðinn af hinni miklu
námavinnu. sem rekin er í þessu hér-
aði.
Hvað sem verður, þá sýnist nú
virkilega, að Laurier sé óðum að kasta
trúnni á kenninguna, sem hann hefir
flutt á undanförnum árum, en nálgast
þá stefnu að sama skapi, sem conserva-
tívar höfðu og hafa enn í öllum aðal-
málum. Að því er tollmálastefnuna
snertir, þávitnast m. áður en mjög
langt liður, hvort þa; i alt missýn-
ingar, að ‘liberalar’ s> ið seilast eftir
atriði og atriði í stefi H.skrá conserva-
tíva.
/
Islendinga-dagurinn.
Hallson, N. D., 22. Marz 1897.
Herra ritstjóri. —
Af því að það er svo sjaldan, sem
nokkuð sést í blöðunum frá oss Hallson-
búum, þá mælist ég til að þér ljáið eft-
irfylgjandi lLnum rúm í blaði yðar.
Fyrir nokkru gekk hér um áskorun
frá nokkrum málsmetandi mönnum svo
látandi :
“Vér undirskrifaðir skorum á alla
þá sem hlyntir eru því. að íslendinga-
dagshátíð sé haldin meðal íslendinga í
N. Dak. á komandi sumri, að mæta á
fundi, semhaldinn verðurí félagshúsinu
í Hallson á laugardaginn 20. Marz 1897,
og byrjar kl. 2 e. h.
Á fundi þessum skulu eftirfylgjandi
málefni rædd, ásamt fleiru þar að lút-
andi :
1. Hvaða dag skuli útvelja sem há-
tíðardag.
2. I hvers minningu sá dagur verði
haldinn.
3. Á hvaða stað hátíðin verði haldin
4. Kosin skal framkvæmdarnefnd.
Vér óskum að sem flestir komi, jafnt
konur sem karlar, og láti skoðanir sínar
á þessu málefni í Jjósi.”
Samkvæmt áskorun þessari fóru
menn að drífa til fundarins á laugardag-
inn 20. þ. m., úr öllum héruðum bygð-
arinnar—allir mælskustu mennirnir og
ættjarðarvinirnir.
Íslendingadagshátíð væri haldin. Páir
aðrir en þeir, sem töluðu á móti (8 alls)
greiddu atkvæði á móti.
Því næst var rætt um hvaða dagur
skyldi valinn til hátíðarinnar. Björn
Halldórsson stakk upp á að menn kæmu
sér sáman um þann dag, sem ritstjór-
arnir íslenzku, hann og fimm aðrir i
Winnipog hefðu komið sér saman um
nefnilega þegar níu vikur eru af sumri,
þ. e. fimtudaginn sem byrjar 10. viku
sumars. Það er eftir nýja stýl viku
seinna en nefndin tiltók og ber í sumar
upp á 24. Júní. B. H. skýrði og um
leið frá, hvað hefði vakað fyrir þeim í
Winnipeg með að velja þann dag. Með
öðru fleira það, að hið fyrsta löggiafar-
þing hefði þá verið haldið á Islandi, við
Öxará, 930, og með því værí óhætt að á-
líta, að Islenzkt lýðveldi hefði verið
stofnað. En löggjafarþingið var um
leið dómþing hið fyrsta, sem háð var á
Norðurlöndum með kviðdómi. Aftur
aðrir lögðu til að 2. Ágúst væri valinn.
Eftir alllangar umræður, sem ekki kom
neitt annað fram í en það, sembirsthef-
ir í blöðunum bæði nú og að undan-
förnu, var samþykt að halda hát.íðiua 2,
Ágúst í sumar. Með því að velja þann
dag vakti það etíaust fyrir mönnum, að
ef nokkur slíkur dagur yrði nokkurn
tíma löghelgaður á íslandi, sem ekki er
óhugsanlegt, þá yrði það vafalaust2.
Ágúst.
Að því búnu var í eínu hljóði sam-
þykt að halda hátíðina í sumar á Hall-
son, því að bæði hefðu Hallsonbúar ver-
ið fyrstu hvatamenn þess að Islendinga-
dagshátíð yrði haldin hér í Dakota, og
svo líka sökum þess, að hið fyrsta hús,
sem reist var af Islendingum í Dakota,
bygði Jóhann P. Hallson á Hallson, sem
þannig ber nafn hans.
Að lokum var kosin þriggja manna
fi amkvæmdaruefnd. I hana voru kosn-
ir : Björn Pétursson, Jóhann P. Hall-
son og Jón Sigfússou. Þar næst var
fundi slitið, og för hver heim til sín,
glaður í anda yfir því sem gerst hafði á
fundinum,
SVEINN ÁRNASON.
[Ath. Hún keinur nokkuð einkenni-
lega fyrir þessi framanritaða fundará-
lyktun. Alt til þessahafa Dakotamenn
lialdið því fram, að íslendingadag só ó-
mögulegt að halda 2. Ágúst, — ómögu-
legt, ef tilgangurinn sóaðfá samanallan
fjölda bygðarmanna.Ogréttri viku fyrir
þennan fund skrifaði gætinn og sann-
orður maður það úr Daketa-bygðinni, i
prívat-bréfi til manns kór í bænum, að
menn fögnuðu almennt yfir tillögunni
um að færa daginn. En svo mæta
menn á þessum fundi og samþykkja að
viðtaka 2. Ágúst sem íslendingadag.
Sjái Dakotamenn nú alt í einu, að eftir
alt saman sé það hugarburður einn, að
bændur eigi óhægt með að verja degi í
byrjun Ágúst til hátiðarhaldsins, ættu
bændur í öðrum héruðum að geta séð
það sama, því ástandið or sem næst al-
veg það sama í þeim öllum, að Minne-
sota-byg ðinni undantekinni. Það er
vitaskuld, að vér höfum verið illa gabb
aðir i þessu máli — og það munu fleiri
geta sagt —, e f sveitamenn alment að
öllu loknu vilja nú 2. Ágúst öllum öðr-
um dögum fremur og sjá engin vand-
kvæði á að halda þann dag hátíðlegan,
en svo afsökum vér það raeð ánægju, ef
menn almennt ásetja sér að viðhafa
þann dag. Tillaga "áttmenninganna”
hér i bænum verður afleiðingamikil, ef
menn fyrir hana alment komast að þess
ari niðurstöðu. Hún nær þá tilgangi
sínum, þó ekki verði viðtekinn sá dag-
ur, er þeir nefndu. Tilgangurinn með
henni var sá að reyna að sameina alla
Vestur-Islendinga um einn og sama
dag, og af því sveitamenn hvervetna
höfðu alt af kvartað undan 2. Ágúst,
vegna anna um það leyti sumars. var
stungið upp á degi i Júní, af því þá er
vor-önnum lokið. en sumar-annir ekki
Frá löndum.
HNAUSA, 22. MARZ 1897.
(Frá fregnrita Hkr.).
Vorveður reglulegt kom fyrst 17.
þ. m. með rigningu og sólbráð og hefir
haldizt til í gær, að dálítið kólnaði.
Akbrautir hafa spiltzt við þíðuna; kom
það sér illa, því rnargir hafa þeirra
þörf enn við heyflutning o. fl.
Sveitarráðsfundur var 1. þ. m.
haldinn við Icelandic River. Helztu á-
kvarðanir hans voru að fara fram á
verulegan styrk til veganna frá fylk-
inu ($5000), og að Jóh. Sigurðsson odd-
viti og meðráðendur allir fari í þessum
mán. á fund fylkisstjórnarinnar og
flytji þetta mál fyrir henni. Á þessum
fundi ákvað ráðið og að breikka aðal-
veginn, einkum þar sem aðfenni spillir
honum á vetrum og gera hann 99 feta
breiðann. Skifti það um nokkra
vegastjóra og aðra smá-embættismenn
og ræddi um fjárhagsvandræðin.
Geysir P. O. búar héldu fund 6. þ.
m.; varð þar sú niðurstaðan, að þeir
kusu 3 menn úr bygð sinni til að fara á
fund fylkisstjórnarinnar og biðja hana
um $1000 styrk til að laga með fljótið.
svo síður væri hætt við það flæddi til
stórskaða; lögðu þeir af stað 9. þ. m.
og eru komnir aftur og fengu $250.
Sjálfir ætla bændur að gefa til þessa
fyrirtækis 120 dagsverk.
Skemtisamkomur eru að virðist, að
ágerast hér í nýlendunni, hafa verið
með mesta móti hér í vetur, það ég
man til. Lítur helzt út fyrir að dálítill
metnaður só farinn að eiga sér stað í
því tilliti millum hinna ýmsu félaga, er
fyrir þeim standa, en bezt standa Mikl-
eyingar sig.
Slys. Á skemtisamkomu við Ice-
landic River 18. þ. m. féll 60 pd. þung
klukka, sem hengd hafði verið upp fram
an á skólahúsinu (í því var samkoman)
á .Tón Sigvaldason verzlunarþjón Sig-
ui ðson-bræðra og Baldvin Jónsson,
Huausa; hjóst húfa Jóns í sundur og
fékk hann skurð mikiun á liöfuðið. en
er í afturbata. Baldvin fékk meiðsli
mikið á upphandlegg og er í litlum, ef
nokkrum aftui bata. Sagt er að sam-
koma sú liafi lialdin verið séra O. V.
Gislasyni til styrktar.
Islendingadags-ákvörðun ykkar
Winnipegmanna, fyrir seinni tímann,
fær góðar unkirtektir hér um slóðir.
Heilsufar manna er nú yfirleitt all-
gott.
Skepnuhöld góð eins og vant er og
næg hey.
Það getur vel verið að Mr. Stefán
Pétursson sé ekki búinn (20. Febrúar)
að fá til Chicago áskrifendur úr Nýja
Islandi að tilvonandi mánaðarriti sínu.
En þó undandráttur á að senda nöfnin
suður kunni að hafa átt sór stað hjá
Mr. H. Bardalí Winnipeg, þágeturþað
ekki vel talizt Ný-íslendingum til skuld
ar eða vanvirðu.
0. G. A.
TTTTTTTTTTTTVTTTTTTTTT TITTTTITffT
The
EmuBsion
Is invaluable. if you are run
; down, as it ls a food as well as
a medieine.
The D. & L. Emulsion
Will huild you up if your gener«d health is
iuipaired.
Tho D. & L. Emulsíon
ls the bcst and most pa’ulable preparation of
Cod Liver Oil, agreei .g wiili the mostdeii-
cate stomacbs.
The D. & L. Emulsion
Is prescribed by the leading physicians of
Canada.
The D. & L. Emulsion
Is a inarvcllouR flesh producer and will gíve
you an appeúte.
SOc. & 61 per Bottle
P Be nure you get I DAVIS & UWRENCE Co., LTD.
t the genuiue | montrial
kMAAlÁáÁilAXUUUÁ.llXlllXikAÁXUilkikllklÁU.AJL,
Tekið eftir The Kentville Advertiser.
Það er mjög fátt starf eins slæmt
fyrir heilsuna eius og járnbrautavinna.
Maður er lengi við vinnu, borðar óreglu-
lega og hvíld og svefn hefir maður mjög
óreglulega. Ein sú sýki sem algengust
er í járnbrautíwnönnum er nýrnaveikii
sem þangað til á seinni árum hefir verið
álitin illlæknanleg. Þrátt fyrir það þó
ýmsir þættust hafa fundið meðul, sem
gætu 1 æknað nýrnaveiki, þá samt var
ekkert meðal til, sem að góðu liði kæmi,
fyr en Dr. Williams Pink Pills komu til
sögunnar. Af tilviljun hafði fregnriti
frá blaðinu Kentville Advertiser lieyrt
getið um ^.ð Mr. Wm. Taylor, sem átti
heima þar i bænum, hefði læknað sig af
nýrnaveiki með Dr. Williams Pink Pills
og gerði sér þess vegna ferð til hans til
að fiétta nákvæmar um það frá honum
sjálfum. Mr. Tayler er vagnstjóri á
Dominion Atlantic brautinni og fer
milli Halifax og Kentville, og er einn
hinn liprasti vélastjóri á brautinni. Þeg-
ar fregnritinn spurði hann um veikindi
hans, sagði hann : “Það var vorið 1896
að óg varð mjög slæmur af nýrnaveiki,
sem kom víst af of miklu ferðalagi á
brautinni, og líklega af hinum jafna og
stöðuga hristingi á gufuvagninum. Ég
var ekki mjög slæmur fyrst, en mér fór
smátt og smátt versnandi.
Ég leitaði til lækna og reyndi þvi
við einar tvær eða þrjár tegundir af
svo köiluðum nýrnameðulum. Mér
skánaði í bráðina af sumum þessara
meðala. en undireins og óg hætti að
brúka þau versnaði mér aftur. Ég
hafði gáð að frásögum viðvíkjandi Pink
Pills og öllum þeim undrum, som þær
áttu að koma til leiðar, og einusinni sá
ég sagt frá sjúkdómstilfelli sem var svo
líkt mínu og hefði læknast með Dr.
Williams Pink Pills, að ég afréð að
reyna pillurnar. Eg keypti mér því
4 öskjur og borgaði $2 fyrir þær. En
þeim dollurum var vel varið, það verð
ég að segja, því mér batnaði algerlega
af þeim, og hefi ekki fundið til neins
meins síðan. Ég get því með beztu
samvizku mælt með þeim fyrir þeim
líkt stendur á með.
Reynslan sýnir að það er ekki til
sjúkdómur sem orsakast af slæmu hlóði
og næringarlitlu sem Pink Pills lækna
ekki, og þeir sem hafa þesskonar kvilla
spöruðu sér peninga og losuðust við
margvíslegar þrautir, ef þeir færu að
brúka pillurnar í tíma.
Taktu ekta Pink Pills, en láttu
ekki koma þér til að taka ónýtar eftir-
stælingar eða eitthvert annað meðal, er
surnir reyua að koma út vegna sérstaks
hagnaðar, meðal sem þeir eru vanir að
segja að sé ‘alveg eins góð’. Dr. Willi-
ams Pink Pills lækna þó önnur meðöl
bregðist.
I h*Te prf-srrlbwt Monthol I’lastor ln a nnmber
ofcttne* nt uotiralglc aud rheumatic )iains<#aud
• m Tory much pleaacd with tho 6irf«uU nnd
plnasnntnoiB of ita applicaMun.—W. U. CARPKN-
T»;k, M.I)., ITot-1 Oxford. BoMon.
I havo UHod Mentbul Plaatera ln seT«ral caaes
of muscular iheumatism. and find in evory cos*
timtltjravoalmGstlnstant and permanent rolief.
—J. II. Moorr M.D.. Wttíhintrtnn, D.G.
It Cures HciatJea, Lumliago, Nen-
r»lglíL Pains in Back or Side, or
any. Museular Pains.
Price I Davls A Lawrence Co., Lt(l,
*öc. | Sole Proprietors, Montreal.
• sesMsseu