Heimskringla - 15.04.1897, Qupperneq 2
HEIMSKKINGL A15 APRÍL 1897.
Heimskringla
PUBLISHED BY
The Heimskringla I’rtg. & Publ. Co.
•• ••
Verð blaðsins í Canda og Bandar.:
$2 um árið [fyrirfram borgað]
Sent til íslands [fyrirfram borgað
af kaupendum bl. hér] $1.
• •••
TJppsögn ógild að lögum nema
kaupandi sé skuldlaus við blaðið.
• •••
Peningar sendist i P. O. Money
Order, Registered Letter eða Ex-
press Money Order. Bankaávis-
anir á aðra banka en í Winnipeg
að eins teknar með afföllum.
• • ••
EGGERTJOHANNSSON
EDXTOK.
EINAR OLAFSSON
BXJSINESS MANAGER.
• • ••
Office :
Comer Koss Ave & Nena Str.
I* 4». Box 305.
Gladstone herjar á
stórveldin.
Stór-öldnngur Breta, ln'nn heims-
írtegi formælandi frelsis og jafnréttis,
William Ewart Gladstone, heflr um
undanfarinn tíma setið á Suður-
Frakklandi, í Cannes, að ráði lækna
sinna. Þaðan reit hann opið bréf til
hertogans af Westmínster, í London,
dagsett 13. Mari síðastl. og í því bréíi
sendir hann stórveldunum kveðju
guðs og sína! Hann ritar um Krít-
armálið, um Grikki, Tyrki og stór-
veldin, sameiginlega og sitt í hvcrju
lagi og er svo þunghöggur og djarf-
ur að undrum þykir sæta. Er svo
mælt að nréf hans, ef til vill hið síð-
asta áhrærandi almenn Evrópu-mál,
muni lengi í minnum haft, ogaðáhrif
þess til að sveigja hug alþýðu á Eng-
landi, muni rétt ótakmörkuð og ómet-
anleg. því fremur sem allur fjöldi
manna á Bretlandi er nú þegar á
hans máli, þ. e. með Grikkjum í anda
en mótfallin stórveldunum, að maður
ekki nefni Tyrkjann. Það er enda
búist við að bréf hans, röksemda-
færsla og áskoranir, muni sveigja
sjálfa stjórnina, eða stjórnmálamenn-
ina, sem þá geta verkað meira en lít-
ið á ráðaneytið.
Því miður er hér ekki rúm til að
prenta þetta makalausa ádeilubréf
öldungsins fullum stöfum, því það er
þó sannarlega sjaldgæf sjón, að sjá
þennan hálfníræða berserk varpa af
sér bæði brynju og skildi og ganga
svo hlffarlausan á hólm við öll stór-
veldin. En vér getum ekki tekið
nema lítil brot úr innihaldi þessa
mikla bréfs.
í stutlum inngangi getur karl
þess, að hefði hann verið nábúi her-
togans nú eins og venjulega, mundi
hann ekki hafa leyft sér að senda
honum bréf á prenti í óleyfl, en að
ástæðurnar áhrærandi hið austræna
þrætumál séu svo einkennilegar, að
annaðhvort Ixeri mönnum að tala nú
eða aldrei. Ixingun sín sé að njóta
hvíldar og hafast ekki að, en af því
hvert eitt sandkorn sé hluti af sjávar.
ströndinni og af því hann í fullan
helming. aldar, stundum í ábyrgðar-
mikilli stöðu, hafi haft afskifti af aust-
rænum þrætumálum, sjái hann að
löngun sín til að hvílast geti ekki
réttlætt þögnina. Svo tekur hann
fram, að hann Ixafi það hugfast jafn-
framt, að flokksmál megi ekki koma
þessari umræðu við, og að hann geti
bezt ábyrgst samþegnum sínum að
hér sé ekki um flokksmál að gera,
með því, að opinbera skoðanir sírrarí
skjóli liertogans. Það sé lika auð-
veldara fyrir sig að halda sér frá
flokksmálum af því, að hann trúi því
staðfastlega, að aðgerðaleysi stórveld-
anna sé sprottið af óeining; að óvit-
urlegar og rangar skoðanir sunya
stórveldanna hafi orðið stórveldunum
öllum til vanheiðurs, og að þegar til
skiftanna komi muni sannast, að
skömmin ínuni ekki skella þvngst á
Bretastjórn eða þeim sem með henni
standi.
Svo kemur karl að aðal-efninu
og byrjar á Armeníumanndrápunum
er hann álítur, að þegar á alt er litið
yflrgnæfi öll samskonar hryðjuverk
nútíðarinnar, ef ekki öll slík, er meún
hafa sögur af. Alt þetta hafi farið
fram undir handarjaðri 6 stórvelda,
sem hafi hugsað að aflvana orð þeirra
ef þau bara gætu verið samróma,
nægðu til að aftra manndrápunum
sem þar fóru fram. Tyrkjasoldáni,
sem hann kvaðst ekki hafa hikað sér
við að nefnahinn “miklamorðingja,”
hafi aukist hugur við hverja hviðu
þar sem breytni hans mátti meira en
orðaglamur stórveldanna. Eftir að
hafa beitt allri hugsanlegri grimd í
Armeníu, hafi hann séð, að enn var
hann ekki búinn að ná hæsta stiginu
og hafi þess vegna hafið sama leikmn
í sjálfri höfuðborg sinni, Konstantín-
pel, frammi fyrir fulltrúum stórveld-
anna, sem áður sáu hvorki eða heyrðu.
Stórveldin hafa að vísu tekið rögg á
sig og hj'dpað úr landi burt nokkr-
um Armeníumönnum, en ekki hafi
þau borið við að fá skaðabætur og
enn þ i sé heiminum ekki kunnugt að
þau hafi gert alvarlega tilraun til að
koma í veg fyrir hryðjuverkin. Það
lítur svo út að hræðilegustu glæpa-
verk sé helgidómurinn sj dfur ef þau
að eins bii’tast í tyrkneskum búningi.
Það megi skoi’a á hvern sem sé, að
sýna meiri aflmun en hér; sýna jafn-
ari og fullkomnari sigur lítilmagnans
og ranglætisins yflr styrkleika og
réttlæti; og sýna ægilegri manndrápa-
sögu og átakanlegri svívirðingu, sem
enn loði við bandalag stórveldanna—
það megi skora á hvei’n sem er að
sýna annaðs líkt, en það sé til einskis.
Stórveldin álíta alt þetta gleymt og
grafið, en gæú þess ekki að sagan
róti í rústunum, að sleptum öllum
æðri skuldareikningi. Þau gæti þess
ekki, að í liverju fótmáli sem þau
taki nú, í hinum stærri hrikaleik, sem
nú sé að byrja, troði þau altaf á elds-
glæðum Armeníumanndrápanna.
Á síðastl. 2 árum hafi sífelt kveð-
ið við þessi orðtæki: ‘Baudalag stór-
velda’, og “viðhald Tyrkjaveldis.”
Með þessu hafi átt að sveigja skoðan-
ir manna. Orðin ‘bandalag stórveld
anná’ þýði mikið, só ómetanlega gagn-
legt verkfæri, ef því sé beitt til góðs,
en ekkert meii’a en verkfæri, og sem
þurfl að reyna hvort svarar tilgang-
inum. Sé það látið hlýða þeim lög-
um sem heiður, skylda, frelsi og
mannúðartilflnning býður, sé það ó-
metanlega mikils virði, þar sem það
þá verki á og cyði eigingirni hinna
einstöku stórvelda. En sé þetta verk-
færi ekki látið hlýða neinum slíkum
lögum sé það skaðiæði.
Hvað er þá þetta “stórvelda
bandalag?” ltáðaneyti einnar stjórn-
ar getur komið sér saman af því ráð-
herrarnir allir hafa sama markmið
fyrir augum. Stórveldin iiafa ekk-
ert þvílíkt sameiginlegt markmið.
Það sem verst sé við þessi látalæti að
samvinnu sé það, að lýðurinn hafi
þar ekkert að segja,—komist hvergi
nærri. Þetta sé það hraparlegasta.
Það sé fullervitt fyrir þjóðina að hafa
áhrif á eina stjórn út af fyrir sig, cn
erfiðara þó að hafa áhrif á sex stór-
stjórnir saineinaðar. Hin brezka
þjóð sé í heildinni andvig breytni
stjói’narinnar, en á bak við stjórn
Breta standi 5 stórþjóðir og hvernig
geti Bretar hugsað sér að hafa áhrif
á þann skara allan ? Það sé nú kom-
'inn fími til að tala.
Sem stendur séu tvö stórveldin,
með 140—lbO miljónum íbúa, undir
stjórn tveggja unglinga, erbáðir beri
hið göfuga nafn: keisari. Annar
þeirra hafi alls enga æflngu, en liinn
haíi vakið undrun og enda ótta með
ærslum sínum, þá sjaldan heimurinn
hafi frétt nokkuð af þeim. Annar
þessara manna hafl algerða einvalds-
stjórn og hinn að því er snertir utan-
ríkismál, að minsta kosti komi mönn-
um í frjálsu landi það svo fyrir. Að
því er kunnugtséhafa þessi tvö veldi
VKITT
flÆSTU VERÐLAITN A IIEIMSSÝNINOUNN
DR
BAHN®
POHDHl
IÐ BEZT TILBÚNA
óblönduð vínberja Cream of Tartar
powder. Ekkert álún, ammonia eða
önnur óholl efni.
40 ára reynslu.
beitt öllu sínu afli innan vebanda
“bandalagsins ” til að stríða
jafnt og þétt á móti frelsinu. En hví
skyldi vor stjórn hanga í klæðafaldi
þessara stjórna? Þær vita ekkert
um vilja vorrar þjóðar og það væri
ekkert undarlegt þó keisari Þýzka-
lands segði: “Tyrkja þekki ég og
stórvelda bandal. þekki ég, en hverj-
ir eruð þér ?” Nú í tvö ár hafa
Bretar með þolinmæði þrammað í för
hinna stórveldanna og á þeim tíma
heflr ástandið versnað en ekki batn-
kð. Hafi þeir bent á samninga sem
þurfi að fylgja, þá hafi þeim verið
hótað almennu stríði í Evrópu. Og
þessar hótanir urðu réttlætistilfinn-
ingunni yfirsterkari. Stórveldin 6
með allri sinni tign og öllu sínu valdi
með hermenn í miljóna tali og auðæfi
mæld með hundruðum miljóna punda
(sterling), tókust í fang að viðhalda
friðnum. Og það var ekkert þrek-
virki. Fyrir tveimur árum síðan
var ekki eitt ófriðarský á lofti. En
nú eiu ástæðurnar þær, að Tyrkir
standa vígbúnir og ógna stórveidun-
um. Öll Evrópa titrar af ótta á
hverjum degi af því, að í Þessalíu
verði orustan hafin á hverri stundu.
Það sé tími til komjnn, að hrista af
sér þessa nauðungarbyrði og minnast
þess að Bretar hafi þjóðerniseinkunn-
ir að verja og skyldum að gegna.
En svo segir Þýzkalandskeisari
að umbóta sé von því að eins að veldi
Tyrkja sé viðhaldið óskerðu. Það
hafi einu sinni verið að slík orð hafi
haft þýðingu, sem hugmynd, þegar
merkir stjórnmálamenn einsog Palm-
erston hafi trúað, að Tyrkir tækju
upp siðaðra manna háttu í einu og
öllu, ef stórveldin verða þí fyrir á-
rásum óvina þeirra. I Krímstríðinu
hafi þeim verið veitt sú vörn. Frá
18ó6, að því stríði loknu, hafi engin
erlend þjóð sýnt Tyrkjum ónot, í 20
ár. Samt hafl Tyrkir ekki fullnægt
hinum fögru vonum nema að því
leyti, að þeir hafi lært að eyða fé
eins og þeir sem bezt gera. Það
kostaði 300 þúsund manna llf og 300
miljónir punda sterling að gera þessa
tilraun, sem endaði með hinum hræði-
legu grimdarverkum í Búlgaríu.
Þetta óp: að viðhalda veldi Tyrkja,
heflr haft margar þýðingar á útrcnn
andi öld. Á fyrsta aldarfjórðungn-
um þýddi það það, að banvænt eins
og var stjórnarfyrirkomulag þeirra;
hefðu Tyrkir guðlega köllun til að
ráða yfir suðaustur-hyrnunni af Ev-
rópu. Síðan hefði þýðingin breytzt
í hvert skifti sem numinn hefir verið
skekill af ríki þeirra og fenginn í
hendur betri, frjálsari stjórn. Aíleið-
ingin sé, að 18 miljónir manna, sem í
byrjun aldarinnar stundu undir oki
Tyrkja, séu nú lausir orðnir við þeirra
ánauðarok, að 5 ríkin : Grikkland,
Kúmenía, Serbía, Búlgaría og Mont-
enegro, séu nú lifandi vottur þess, að
jafnvel hér á jörðu - “i ranglætið
ekki ríkt að eilífu. 1 c fyrir þessa
sundurlimun hljóma i orð altaf í
eyrum manna, að hvr em það kosti
megi til með að • cialda veldi
Tyrkja.
Af leifunum af yrkjaveldi í
Evrópu, kveini helzt kkert hérað
eins alment undir okii eins og Krít-
ey, segir Gladstone, og egir svo frá
því sem vott um aðferð Tyrkja, að í
einni styrjöldinni á eynni hafi 200 til
300 Kríteyingar, karlar, konur og
börn, lokað sig inni í turni einum, er
öll lifsvon var úti, og sprengt svo
turninn í loft upp. Kusu heldur
þennan dauðdaga en að lenda í klóm
hund-Tyrkjans. í einu þessu stríði
við Tyrkja standa eyjarskeggjar nú,
— einsimlir gegn öllu bolmagni í
veldi Tyrkja. Svó bendir höf. á bréf
frá Grlskum manni, Gennadois, ]
London “Times”, dags. 15. Febr., og
sem enginn haíi borið við að svara
til þessa. í því bréfi séu taldar til-
raunir Kríteyinga að höggva hlekki
Tyrkja af höndum sínum og fótum.
Uppreistartilraunir þeirra á þessari
öld voru gerðar: 1813,'1841, 1858,
1866—68, 1877—78, 1889, 1896—7.
Þessi uppreistafjöldi sé Ijósasti vottur-
inn um harðstjómina. Afismunur
þar sé svo rnikill að það geri engir
nema í sárustu nauðum; að hefja upp-
reist á uppreist ofan.
Þá kemur Gladstone með Grikki
fram á sviðið, þennan smávaxna leik-
anda, sem alt í einu gangi fram á
milli Tyrkja og Kríteyinga. Þjóð.
flokkur sá sé smár og pervisalegur,en
það sé sami þjóðílokkurinn, er fyrr-
um hafi hrundið herskörum aust-
rænna barbara burt frá ströndum
Evrópu. Síðan þessi nýi leikari kom
fram á sviðið, sjái menn nú virkilcga
Davíð og Golíat og ekki að eins einn
Golíat, heldur 6 saman. Fari svo ó-
líldega að Krlteyingar fái lausn úr
þessari ljónagryfju nú, þá verði það
Grikkjum að þakka og engum öðrum.
Þá minnist hann á ástæður
Grikkja til að taka til sinna ráða og
telur þær góðar og gildar. í hvert
skifti sem eyjarskeggjar hafi mátt
svigna fyrir hryðjuverkum og heit-
rofum Tyrkja, hafi þeir flúið í hrönn-
um til Grikklands og allslausir. Og
Grikkir, fátækir eins og þeir eru,hafi
mátt til með að bjarga þeim, skjóta
yfir þá skjólí, fæða þá og klæða. Auk
þessa séu Kríteyingar Grikkir og
ekkert annað. Þeir voru grískir
menn og Krítey hluti af hinu gríska
veldi fyrir 8000 árum síðan, og þessi
blóðskylclubönd séu hin sömu nú og
þá,—hafi ekki rofnað, hafi ekki slakn-
að, þrátt fyrir hinn langa og illa
draum undir oki Tyrkjasoldáns.,
Þá sýnir hann að kröfur Grikkja
séu réttar og sanngjarnar og spyr :
Ilversvegna má ekki leyfa Grikkjum
að stjórna á eynni, en láta hana að
nafninu eftir sem áður tilheyra veldi
Tyrkja ? Það sé ekkert nýtt við
slíkt fyrirkomulag. Austurríkisstjórn
hafl um mörg ár ráðið lögum og lof-
um I Ilerzegovniu og Bosniu, og þá
hafi þau héruð aldrei verið sneidd af
veldi Tyrkja. Soldán sé þar að nafn-
inu æðsta yfirvaldið Sama sé um
eyna Kípur; hún sé að nafninu til
hluti af veldi Tyrkja, cn undir stjórn
Breta uin flciri ár. Ilöfundurinn
kveðst einskis æskja framar en að
sér auðnaði-t að sjá þetta Krítarmál
friðsamlega útkljáð á sama hátt —
eyna fengna Grikkjum til umráða þó
hún héldi áfram að teljast hluti
Tyrkjaveldis.
Að lyktum sýnir hann fram á að
stjórn Tyrkja á evnni sé eins og nú
er komið ekkert nema skuggi liðinna
ára og geti ekki átt sér stað I framtíð-
inni. Og að Grikkir eigi skilið inni-
legt þakkiæti allra manna fyrir að
hafa hriflð Kríteyjarmálið úr hinu
flókna neti stjórnmálamannanna og
fært það á dagskrá til endilegrar úr-
^nisnar. Hann kveðst ekki minnast
þess, að jafnlítið ríki og Grikkland
er, hafi nokkru sinni áður gert stór-
þjóðunum eins mikið þægðarverk.
Þá kvartar hann um að þjóðunum I
heild sinni hafi verið bönnuð hlut-
taka I þessu máli, með þessu “banda-
lagi stórveldanna,” en biður nú um
bæði Ijós og loft. Þó þjóðirnar I
Evrópu söu á mismunandi stigi þekk-
ingar, kveðst hann ekki trúa að nokk-
ur þeirra vildi líða að Grikkjum væri
hegnt fyrir góðverk það sem þeir hafi
unnið. Það gerðu að minsta þosti
ekki þjóðirnar á Frakklandi og Italíu
og þó sízt af öllu hin brezka þjóð,
sem metur frelsi og sjálfræði eins
nauösynlegt eins og lofdð sein menn
anda að sér, sem nú'pegar hefir sýnt
vilja sinn í þessu -etni á þann hát.t
sem liún hcflr getað, og sern mundi
sýna það betur gæfist henni kostur
að kjósa menn á þing. Hún mundi
þá senda þá menn eina, sem sammála
væru I þcssu efni.
Hertoginn af Wcstminster, sein
fékk þetta opna bréf, er forseti stór-
nefndarinnar, sem staðið hefir fyrir
og stendur enn fyrir að safna gjöfum
til styrktar Armeníumönnum.
Klæða sig’ laglega fyrir lítið
verð.
K&na sem brúkar Diamond Dye
skrifar sem fylgir :
Með Diamond Dye breytti ég gráu
upplituöu fötunum mannsins mlns og
gerði þau brún, og bláum fötum sem
hann átti breytti ég svo þau urðu svört,
og hann vissi ekkert hvað orðið var af
gömlu fötunum, eða hvaðan nýju fötin
komu.
Eftir þeirri reynd sem ég hp.fi á, álít
ég að hver sú kona sem getur lesið hina
ofur einföldu forskrift sem stendur utan
á umslaginu sem Diamond Dye er seld-
ar í geta ekki einungis sparað peninga,
heldur einnig verið eins vel til fara «-ins
og þeir sem oftar fá sér ný föt. Dia-
mond Dyes koma sér vel þegar bart er
í ári.
Stórkostlegt.
Gylliniæð læknuð á 8 til 6 dögum. Kláði
og aðrir höruDdskvillar bættir á
' fáum dögmn.
Dr. Agnews Ointment lamar allar
tegundir af útvortis gylliniæd á 3 til 6
dögum. öþægitidin lin-ist i fýrsta skifti
sem meðalið er brúkað. Víð innvortis
gyllíniæð og gyiliniæð |em blæðir úr er
það óbrigðult. Þáð læknar einriig tetter.
salt rhenm. eczerna, barbers Itch og alia
húðsjúkdóma. Kostar 85c.
f
Eg get ekki imyndað mér að til só
eins góðar pillur, eins og Ayer’s jf
Cuthartic pillu
pillur. Þær gera alt |
það sem talið er að þær geri og
jafnvel meira. Þegar óg hefi kvef L
og er alverkja, frá hvirfli til ilja, p
þarf ég ekki annað en eina eða k
tvær inntökur af þessum pillum. -
Fyrir höfuðverk *
PILLU mi.
Góð pilla er í góðri skel. Pillu
skelin vinnur tvent í einu : Verndar
fe pilluna og felur bið beiska bragð,—
|. gerir hana ljúffenga. A sumum pill-
er skelin of þykk, fæst ekki til að
uppleysast svo pillan innan í skelinni
gengur um innýflin verkanalaus, — gerir jafnt gagn og pilla gerði úr
brauði. Á öðrum pillum er skelin of þunn, svo að loft kemst að píllunni
og hún tapar krafti sínum. Eftir að hafa mætt áhrifum lofts í 30 ár,
hafa Ayers pillur reynst eins áhrifamiklar og þær, sem komu úr verk-
smiðjunni fyrir fáum stundum. Það er góð pilla í góðri skel. Biðjið
lyfsala yðar um
AYER’S CATHARTIC PILLS.
Þessi vitnisburður er fulium stöfum í Ayer’s “Curebook” ásamt
Eæst ókeypis hjá : J. C. Áyer Co., Lowell, Mass.
900 NNNNfNMfM0004NMM M l>M0é•• 9001 •0009
a hundruðum annara.
Frá löndum.
Var að deyja.
ICEL. RIVER, 31. MARZ 1897.
Heiðraða Heimskringla.
Menn mega ætla að hér í Fljótsbygð
sé alt líf sloknað, svo sjaldan sést nokk-
urt orð héðan í dálkuin þínum,* en það
er síður en svö ; menn eru hér með fullu
fjöri, sumir að vísu sofandi, aðrir að
vakna og enn aðrir alvakandi.
Tíðarfar má segja að verið hafi gott
í vetur, fannkoma að sönnu nokkuð
mikil en frost væg. Umhleypingasaint
og erfitt með flutninga. Skepnuhöld all-
góð en not kúa afarill, því útheyið og
taðan sömuleiðis, sem skepnurnar eru
mestmegnis eða algert fóðraðar á, hafa
reynzt létt og lítt nýt.
Verzlun er hér lík því sem hún var
heima á Fróni fyrstu þrjá tugi þessarar
aldar, vantar alt vit og tilgang nema
þann eina, að auðga eigandann, og
stendur því sem risavaxinn þröskuldur
i vegi allra menningar-framfara bænda.
Andlega lífið virðist heldur fara
vaxandi að sumu leiti. Hver skemti-
samkoman rekur aðra. 27. Jan. hafði
séra O. V. Gíslason dálitla, en snotra
samkomu, í Lundi skólahúsi. 6. Eebr.
voru sýndar hór nokkrar skuggamyndir
tilkomulausar nema helzt fyrir börn og
hálfstálpaða unglinga. 17. Marz hélt
Bræðrasöfnuður samkomu, var þar leik-
ið “Ebenezar annriki.” Þegar tekið er
tillit til þess, hve óhentugt húsið er, hve
lítinn og óbagkvæman tima leikendur
höfðu til undirbúnings, verður ekki ann-
að sagt en leikurinn hafi tekizt vel, bjá
sumum leikendum enda ágætlega. A-
góðanum verður varið í þarfir safnaðar-
ins.
Loks var haldin samkoma hér 24.
Marz, af Mr.G. Eyjólfsson og söngflokk
hans. í fám orðum sagt mun mega
fullyrða, að sú samköma hafi tekið öll-
um öðrum samkomum fram í formi og
fegurð, þeirra er haldnar hafa verið í
Nýja-íslandi. — Að dómi söngfróðra
manna, þótti söngurinn afbragð. Ágóð-
anum mun eiga að verja til framhalds
söngnámi.
í ráði er að byrjuð verði hór smjör-
gerð í stórum stýl í vor, eftir reglum
innborinna manna. Þetta fyrirtæki
hefir lengi legið í lotum, enda er þess
brýn þörf, þvi smjör er hér sumstaðar
illa búið til og liefir þess utan orðið fyr-
ir vondvi geymslu og slæmri meðfcrð á
flutningi til markaðar. Helztu hvata-
ínenn þessa fyrirt.ækis evii, auk smér-
ge ðarmannamm fiti Gimli, þeirheriar
Jóhann Briem. Jóhann Straumfiörð og
ým-iir aðrir franisóknarmenii hór við
Fljótiö. Mælt er að litla verzluu eigi að
ieka í sambandi við sn jörgerðina.
Bændafélag var stofnað hcr 4, Jurií
síA istliðinu. TJiu það liefir ekki vei ið
v. iðí Winnipegblöðunum íslenzku svo
ég muni, en þar eð það yrði nokkuð
langt mál að ræða ítarlega um þaði
sleppi ég því að sinni.
Menn fulljuða alment að nú sé mik-
ið Iiærra í Winnipegvatni, en í fyrra, og
óttast því flóð í vor og sumar koinandi.
Er það einkum ísafoldarbygðin, sem á-
stæðn hefir til að óttast. því að hún ligg-
ur lágt og strandlengis vátninu. Er
alls ekki ólíklegt að bændur þar verði
að yfirgefa lönd sín, og ev það mikill
skaði, því þar eru góð gripalönd.
J óvi.
TÆRING LÆKNTJÐ.
Læknir einn gamall gaf upp læknri
störf sín. en áður lrniin gerði það fyrsi
fult og alt. fann hann það skyldu siila
að gera meðborguium sínurn kuiina
sarnblöndun lyfs eins úr jurtaríkinu, er
kristniboði eíuu úr Anstur-Indlandi
hafði sagt honutn frá. Á meðal það fyr-
ir fult og alt að lækna tæring, barka-
bólgu, k vef, andþretigsli og alla aðra
háls- og lungnasjúkdóma. Það er eirin
ig óyggjándí meðai við aflskonar tauga
slekju og taugaveiklun. Var læknirinii
búinn að reyna kiaft þess í þú-und til*
fellum. Knúður af hvötun, þe.ssum o-
lönguninni til að léit, mannlrga eymd,
skal eg borgunarla'ist send. fyritsögn
á tílbúiiingi lyfs þessa td allta. er þess
óska. a þyzk i. fiðnskn-og etisZ.i, með
skýruin leiðbeini i: g um (yr" notkun
fsiss. Sendist meo pósti að fenginni t-
anáskiift á btéfst.ialdi með tilgremdu
blaði þvi, er auvlýsíng liessi'vav f fuudin.
VV. A. Noyes jSÖ Povfreis Block.
Rochester. N Y.
AFLEIÐINGAR AF INFLUENZA
OG LUNGNABÓLGU.
Merkilegt tilfejli með Mr. James Owen
fráJohnville. Læknarnir sögðu
h' num að lungun í honum væru
skemd og að hunn gæti ekki lifað
Tekið eftir Sherbrocke Gazette.
Þegar maður nær heilsu aftur eftir
að læknar hafa sagt honum að hann
mundi deyja, þá er sá hinn sami eðli-
lega þakklátur því meðali sem læknaði
hann. Einn af þeim sem þannig er á*
statt með er Mr. James Owen, sem er
einn af hinum bezt þektu bændum í
nánd við Johnville, Quebec. Mrs. Ow-
en segir frá veiki sinni og bata á þessa
leið:
’Hinn 17. Des. 1894 fékk ég influenza
en seinna snerist veikin upp í lungna-
bólgu, sem varð svo slæm að ég fór
ekki á fætur fyrr en í Marz 1895 og var
ég þá svo þjakaður að ég gat ekki
gengið einn. Allan veturinn var ég
rétt við dauðann. Sumarið kom, en ég
var enn veikur og magnlaus, þó skán-
aði mér nokkuð þegar hitatíðin byrjaði.
Ég var samt mjög slæmur í fótunum og
gat þvhekki keyrt nema stuttan spöl í
einu vegna sárinda í fótunum. Lung-
un í mér voru einnig slæm og gekk upp
úr mér töiuvert, svo ég fór til eins af
beztu læknum sem við höfum hér í ná-
grennina og sagði hann mér hreinskiln-
islega, að ég væri komin of laugt til
þess meðöl gætu bjargað mér. Hann
sagði að vinstra lungað væri alveg á
þrotum oghægra lungað skemt. Þetta
var í Júlí 1895. I næstu 3 mánuði vilt-
ist hver dagurinn að færa mig nær
gröfinni. Mér var svo þungt um and-
ardráttinn á stnndum að ég varð að
stanza til þess að geta dregið andann.
I Nóvemberiiián. íór óg að brúka Pink
Pills. Það var sannarlega út úr ráða-
leysi ov ég skal sannarlega viðurkenna
það. að ég bjóst ekki viö miklum bata
af þeiin. tók þær meii a tll aö þókn-
ast kimningja míuum, heldur en af því
að ég b.vggist við bata. Ég varð alveg
hissa licgar óg varð var við það að þær
voru að gera mér gagn. því ég hugSaði
ð engin meðöl gætu læknað mig. En
þær höfðu áhrif á mig, og ég hélt því
áfram með ánægju að brúka þær. Af-
leiðingarnar eru þær, að ég er hraust-
ur nú og heilbrigður. Ég finn ekki til
nokkurs meins og er mér nú eins létt
um að draga andann eins og áður. Það
má í stuttu máli segja um mig, að Dr.
Williams Pink Pills hafi lengt líf mitt
um mörg ár, og gleður það mig að geta
látið almenniug vita um það.
Dr. Williams Pink .Pills lireinsa
blóðið, styrkja taugarnar og útrýma
þannig sýkinni úr líkamanum. í mý-
mörgura tilfellum liafa þærlæknað eft-
ir að öll önnur meðöl hafa brugðizt, og
sanna þannig það sein um þær hefir
verið sagt, að þær eru hin merkasta
uppfinding þessara tíma. Ekta Pink
Pills eru seldar að eins í öskjum með
fullu merki fólagsins á : “Dr. Williams
Pink Pills for Pale People”.
Varið ykkur á eftirstælingum og
neitið að taka við öllurii þeim pillum,
sem ekki hafa merki félagsins á umbúð-
unnm.
CD © O OO (»
4»
I liavc presc.rlbed Meiitliol Plaster in a mzmlicr
ofcuíriMof »ud j-aiii.s,*ni:d
am very inu< h pleHued with the eífecta nnd
plcasantnosis of iu RjM'lication, — \V, 11. CARPEN-
TI.r, M.D., HoÞ’l Uxtord, BotUon.
I hava mcd Mentliol l’lasters in sevoral cbsps
of mufcculur i’.ieuinatism, and fln<l in every cas«
that it ff.ive alnr>bt instant and pcrmanent rolief.
—J. B. Mooke J(.T) . Waahintfton, D.O.
It Cures S<;i;iti4*a, Ltnnbagjo, Neu-
ralsjia, Pains in Back or Sitle, or
any Muscular Pains.
U
Price | Davi.s & Lawrenco Co., Ltd,
J25c. I Sole Proprietors, Montkeal.
9000999&9Q
o
I