Heimskringla - 15.04.1897, Blaðsíða 4
HEIMSKRINGLA 15 APRÍL 1897.
Winnipeg.
Það er talið víst að tveir Manitoba
menn fái heiðursnafnbætur i vor í minn
ingu um 60 ára stjórnarafmæli Victoríu
drottningar, — þeir T. W. Taylor yfir-
dómari og Hon. Thomas Greenway.
Landmælingamenn lögðu af stað
héðan úr bænum fyrir síðustu helgi, til
að mæla land í Swan River-héraðinu og
víðar norð-vestur frá Dauphin-héraðinu.
—Flóð meðfram Dauphin-brautinni hefir
ollað tjóni nokkru að undanförnu og
tafið lestagang á brautinni.
Hr. Andrés J. Skagfeld kom til bæj-
arins snögga ferð í vikunni sem leið.
Er hann nú fluttur til Selkirk frá Geysir
og hefir selt bújörð sína við fljótið hr.
Tómasi Björnsyni. Er hann helzt að
hugsa um að kaupa land annaðhvort á
milli Winnipeg og Selkirk, eða einhvers-
staðar í grend við»Selkirk.
Hra. Sigurður Thorarensen, sem að
undanförnu hefir verið aðstaðar ritstjóri
“Lögbergs”, hefir tekið að sér skóla-
•kenslu i Vestfold skóla í Grunnavatns-
bygð og leggur af stað þangað þessa
daganna.
Samskotin tfl hjálpar fólki á Ind-
landi, sem send hafa verið Patterson
fylkisstjóra, urðu samtals $18,391,04.
Auk þessa hafa margir í fylkinu sent
samskot austur, ýmist til blaða eða
samskotanefndarinnar í Ottawa. Það
er því áætlað að Manitobamenn hafi
gefið yfir $20,000 alls.
íslands-blöð bárust oss á þriðjudag.
Stórtíðindi engin í þeim. Tíð góð á
Suðurlandi og afli talsverður. Meðal
annara blaða kom Sunnanfari (Febr. og
Marz), er flytur myndir af tveimur
bændum: Hallgrími Jónssyni bónda á
Akranesi og Jóni Hjörleifssyui bónda
undir Eyjafjöllum. Þá flytur og blaðið
mynd og æfiágrip Konráðs Gislasonar.
Hr. Guðmundur S. Nordal, sonur
Sigurðar Nordals póstmeistara að Geys-
ir, hefir leigt stóra bújörð i Headingley,
við Assiniboine ána um 12—13 mílur frá
Winnipeg og er alfluttur þangað. Ligg-
ur land hans samhliða ábýlisjörð hr. A.
F. Reykdals, sem einnig er nýfluttur
vestur þangað.
Stephan kaupmaður Sigurðsson að
Hnausum kom til bæjarins snöggva
ferð um síðustu helgi. Gufubatur þeirra
bræðra, í Selkirk, er nú tilbúinn til að
hleypa honum af stokkunum. Byrðing-
urlnn er fullgerður og vélarnar komnar
upp, en eftir að fullgera yfirbyggingu á
þilfarinu m. fl., en fullgerður verður
báturinn sjálfsagt að öllu leyti áður en
is leysir af Winnipegvatni.
Erþað Gimli-bryggjan f Það er enn
ekki komin nein heildleg skýrsla um
f játr veitingar áætlaðar á næsta f járlmgs-
ári, en í fréttamolnm þeim sertt blöðin
hafa fært, er sagt, að í áætlana
skránni sé $8,500 veiting fyrir bryggjur
við Winnipegvatn. — Það er ástæða iil
að ímynda sér að þar sé hugsað til
bryggju á Gimli, en svo þurfa nú víðar
bryggjur, ef menn fara að reka náma-
vinnu við vatnið.
Hr. Stephan Oddleifsson frá Geysir,
Man., kom til bæjarins snögga ferð á
laugardaginn. Tíðindalaust sagði hann
úr bygð sinni að öðru en því, að nú eru
Geysirbúar búnir að höggva hris og
skóg af fljót.sbökkunum og vona nú að
sú trjáviðarflækja hindri ekki framrás
vatnsins. Annars eru menn þar ekki
eins hræddir um flóð nú, nema ef rign-
ingar miklar skyldu koma. -Snjórinn
fer svo hægt, að þó hann sé óvanalega
mikill, gætir snjóvatnsins mjög litið.
í ' ‘Open Court” (Apríl heftinu) er
fróðleg ritgerð um bæjarstjórn í Chicago
eftir Lyman, J. Gage, hinn nýja fjár-
málastjóra Bandaríkja. í sama hefti er
ritgerð um Chicago fyrir 76 árum síðan,
eftir kristniboða. Þar er og fróðleg rit-
gerð með myndum, um leynidómstóla
og pintíngartilfæri kyrkjunnar á fyrri
öldum, eftir ritstjóra tímaritsins Dr.
Paul Carus. — Tímarit þetta kostar
$1 um árið og fæst hjá Open Court Publ.
Co., Chicago.
Conservativar hér í bænum hafa af-
ráðið að taka engan þátt í dominion-
aukakosningunum sem hér fara fram
ÍDnan fárradaga. Sjá skkert unnið við
það undir kringumstæðunum, enda út-
litið ekki sem bezt, af því talið var sjálf-
sagt, á fundinum þegar þetta var af-
ráðið, að bíndindismenn og verka-
mannafélögin væru að sameina sig í
þeim tilgangi að etja út manni gegn
Jameson. En að hafa þrjá menn í sókn-
inni þótti ekki álitlegt.
íslenzkur hornleikara flokkur er að
komast upp hér í bænum, undir for-
Btöðu hra. H. Lárussonar. I félagi þessu
eru nú 12 menn, sem æfa sig nú af kappi
og una að geta skemt mönnum á opin-
berura mannfundum í sumar. Það er
sannarlega tími tilkomin, að Islending-
ar hér í bænum eigi sinn sérstaka horn-
leikara flokk og þessvegna óskandi að
þessir félagsmenn hafi kringumstæður
tilaðlialda saman og balda áfram sem
hornleikara félag.
ALGrENGT.
Skemtisamkoma hins ísl. leikfimis-
félags á fimtudagskvöldið var, var vel
sótt — húsið að heita mátti troðfult.
Auk almennra íþrótta og sem æfðar
voru á samkomu félagsins í fyrra, kom
nú fram hr. Jón Guðlaugsson og lék á
slökum vír, eða “línu,” og sýndi aðauki
snildarlegar íþróttir, er hann beygði sig
og sveigði alla vega og fór yfir höfuð að
tala með líkamann eins og væri hann
gerður úr teigleðri en ekki holdi og bein-
um. Af upplestri eða listlestri var það
bezt “stykkið” er J. K. Johnson flutti,
—lýsing á fornri “Chariot race” úr sög-
unni "Ben Hur.” Það var snildarlega
fram borið, en heldur ótt bar hann á með
köflum. — Þegar á alt er litið var sam-
koman þó tæplega eins góð og sú í fyrra.
Holdsveikislæknirinn frá Tracadie,
New Brunswick, lagði af stað heímleið-
is á sunnudaginn 11. Apríl með holds-
veiku íslendingana þrjá — konu og 2
menn einhleypa. Var þeim fengin sér-
stakur vagn, sem enginn fær að hafa
umgang um á leiðinni, nema læknirinn
og þjónustufólk, og verða þeir í þeim
vagni alla leið austur. Dr. Smith brá
sér tilSelkirk og skoðaði þar íslenzkan
mann, sem menn héldu að væri holds-
veikur, en sagði að þar væri ekki um
neinn slíkan sjúkdóm að gera. Til þess
þó að vera viss tók hann með sér blóð-
vessa úr sjúklingnum, sem hann rann-
sakar síðar. í sambandi við þetta má
geta þess að í ‘Tribune’ hefir birzt bréf
frá manni vestur í landi — í sænskri ný
lendu —, sem þykist hafa lesið skýrslur
Dr. Ehlers, og sem vill að íslendingum
sé bönnuð landganga, er þeir koma af
íslandi, þangað til búið sé að skoða
hvern einstakling og víst orðið að eng-
in holdsveiki sé í hópnum.
Séra M. J. Skaptason kom heim á
laugardaginn var úr ferðsinni um Nýja
ísland. Að loknum preststörfum i ný-
lendunni brá hann sér til gull-landsins
fyrir austan vatnið og festi sér námalóð
í grend við svonefnt ‘Split Rock’ (klofna
klett), austur af Mikley. Þegar hann
fór úr Nýja-íslandi voru þeir feðgar
Kjartan Stefánsson og Stefán Jónsson í
Mikley að fara af stað til Hole River og
ætluðu að koma upp greiðasöluhúsi við
ána eða í grend við hana, enda er það
nauðsynlegt, því eins og nú er geta guU-
leitendur hvergi fengið keyptan greiða
og helstekki skýli yfirhöfuðið. Annars
eru horfur á að ekki verði þurð á greiða-
söluhúsum, verzlunarhúsum o. s. frv. í
þessu nýfundna gulllandi, þegar ís leys-
ir af vatninu, því hérlendir menn marg-
ir eru að sögn tilbúnir að byggja undir
eins og þeir geta fengið byggingaefni
flutt á staðinn. Á meðan séra Magnús
var í Nýja-íslandi hitti hann náma-
fræðing, sem kom að norðan og sem var
að leita að gullnámum fyrir sjö sérskyld
námafélög.
Hræðileg lijartveiki.
Dauðanum bandað frá með hinu maka-
lausa lyfi Dr. Agnews Cure for the
Heart. Saga Mrs. Woodhouse frá
Wellscroft, Ont., tekur flestu fram.
Þegar hjartveiki er komin á hátt stig er
nauðsynlegt að fá meðal sem læknar
fljótt, annars getur alt verið ónýtt. Mrs.
Woodhouse frá Wellcroft, Ont., segir :
Kaldur sviti stóð í hnöppum á andlitinu
á, mér, sem kom til af ákafri hjartveiki.
Eg fann oft til þess að dauðinn hlyti að
vera nærri. Mér batnaði af engu með-
ali þangað til ég fékk Dr. Agnews Cure
for the Heart. Á þrjátíu minútum voru
kvalirnar horfnar og þegar ég var búin
með lítið meira en eina flösku, var veik-
inni lokið. Nú finn ég ekkert tU hennar.
Margír þingmenn 1 neðtl inálstofunni
hafa þjáðst af Catarrh. Fimmtíu
þeirra hafa læknað sig með Dr. Ag-
news Catarrhal Powder. Þetta með-
al segir sjálft söguna—það læknar.
Mr. W.H. Benet, þingmaður fyTÍr East
Simcoe, og fjörutíu og níu aðrir þing-
menn í neðri málstofunni, hafa sjálfir
skýrt frá því bréflega, að þeir hafi haft
mikið gagn af Dr. Agnews Catarrhal
Powder. Það sem þetta meðal hefir gert
fyrir þessa þingmenn, gerir það einnig
fyrir fjölda manna af öUum stéttum
víðsverar um Canada. Ef maður hefir
kvef í höfðinu, linar það þrautirnar á
hálfum tíma og að mjöe stuttum tíma
liðnum er maður alveg Jaus við þennan
ófögnuð. Það er þægilegt að brúka það
og hefir engin skemmandi áhrií.
DTAmtHaSA, DYSENTERT,
andall BOWEE COMPEAINTS.
A Sure, Bafe, Qulck Curo for these
troublca ifl
'Pðíin-KiUevj
(raRRT dattb’.)
Esed laternally and Extemally..
Two Sizea, SBc. and BOc. bottles.
b> 4> 4> s3
Slæmt ástand
á meðal margra þásunda
manna í Canada.
Blóðið er slæmt, og veikinda
efni í því.
Paines Celery Compound er
hið mikla voP-hreinsunar-
meðal.
ER BLÓÐIÐ í ÞER ÓHREINT OG
EITRAÐ ?
Það er óhreint ef þú hefir útbrot
eða bólur, sár eða heimakomu. Af því
þú hefir þessa kvilla máttu vera viss
um að blóðið er stöðugt að flytja eitruð
efni út um líkamann.
Til þess þú sért hreinn. heilbrigður
og hraustur, verður þú að bróka Paines
Celery Compound. Hin styrkjandi á-
hrif þess sýna sig undireins. Það er ó-
viðjafnanlegt til heilsubótar.
Það er líklegt. að engin taugameð-
öl, bitterar, SarsapariUa eða pillur, geti
upprætt sjúkdómsefnin, sem í þér eru
og sem þér er svo mikill háski af. Til
þess að þú hafir rautt og hreint blóð,
gott útlit og góða meltingu, þarftu að
hafa Paines Celery Compound, sem hef-
ir gert svo mörg furðuverk að undan-
förnu.
Gáið að eftirstælingum, sem alt af
eru boðnar fyrir Paines Celery Com-
pound. Þessar eftirstælingar eru seldar
i stað hins rétta meðals, af því það er
meiri ábati í að selja þau.
Heimtaða 'Paines’, sem læknar.
FUNDUR
fyrir íslendinga í Winnipeg á lang-
ardagskvöldið kemur kl. 8 í
Unity Hall.
Og fyriríslend. í WEST SELKIRK
næstkomandi þriðjudagskvöld kL 8.
Á laugardagskveldið kemur (17 þ.
m.) klukkan 8. bjóða þeir félagar Mr. S.
B. Jónson og Rev. M. J. Skaptason, ís-
lendingum til samfundar í samkomu-
húsi Unitara hér í bænum, til þess að
kynna mönnum árangurin af starfi sínu
viðvíkjandi hinni nýju sláttuvél þeirra
félaga.
Meðal annars verða þar lagðir fram
til sýnis uppdrættir allir að vélinni,
með öllum nauðsynlegum útskýringum
um bygging vélarinnar og hennar sér-
staka gildi. Og jafnframt verður álits
manna leitað um það, hvort auðið sé að
tryggja íslendingum hér i landi ríflegan
skerf af arði fyrirtækisins.
Allir velkomnir.
Samskonar fund búast þeir félagar
við að halda meðal Islendinga i West
Selkirk næstkomandi þriðjudagskvöld
kl. 8.
Þegar þór þnrfið að fá yður föt eða
eitthvað það er fatnaði tilheyrir, þá
viljum vér ráða yður til að koma við
í nyrðri búð þeirra
Hoover and Town
og skoða hinar ágætu vörur þeirra
og spyrja um verðið. Hr. Kristján
Benediktsson vinnur í þúðinni, og
er honum ánægja að geta gettð Is-
lendingum betri kaup en þeir geta
fengið annarsstaðar í bænum. Kom-
ið inn og skoðið vörurnar.
Hoover iiml Towd,
680 Main Str.
Næstudyr fyrirsunnanClifton Ilouse
Eldsabyrgd
Vér vonum að Islendingar komi
til okkar þegar þeir þurfa að sotja
hús, innanhúsmuni og verzlunar-
vörur í eldsábyrgð. Vér höfum
sterk og áreiðaniep félög, og ger-
um vel við þá sem skifta við oss.
Carruthers & Brock,
4J>» iTIaln St.
Fádæma kjörkaup.
Gott og ódýrt hús og lot til sölu í
Glenboro, stærð t4pí20, og stórt cldhús
áfast við, stærð 10X20, hofir verið brúk-
að fyrir “Boardinghouse”. Ailir inisan
stokks munir fást með, ef æskt er eftir,
—Gott fjós fyigir og með í söluuni og
ýmislegt fleira, Lysthafondur snúi sér
persónulega eða bréflega til undirskrif-
aðs.
Glenboro, 12. Apríi 1897.
Gísli Jónsson-
FRETTIR.
DAGBÓK.
FIMTUDAG, 8. APRÍL.
Bandaríkjastjórn hefir veitt $200
þús. til styrktar fólki sem beðið befir
eignatjón við flóðið í Mississíppi og
Rauðá.
Yfirlæknir á vitskértraspítala í
London á Englandi segist geta sannað
með óhrekjandi skilríkjum að hinn nafn
frægi fræðimaður og stjórnmálagarpur
Bacon lávarður sé höfundur meistara-
ritsmíðisins alls sem tileinkað er Willí-
am Shakespeare; — er það sama kenn-
ingin er Ignatius Donnelly hefir haldið
fram allra manna öflugast í Norður-
Ameríku.
Svertingjar í grend við Transvaal
og Delegoa-flóa hafa hafiðalmenna upp-
reist gegn Portúgisumog stjórn þeirra.
Sambandsþings aukakosningar fóru
fram í gær í Champlain-kjördæmi í
Quebec-fylki og unnu cönservatívar.
Félag i Ontario vill fá styrk hjá
Ontariostjórn til að byggja járnbraut
frá Sault Ste. Marie, Ont., norður að
James-vík á Hudsonsflóa. Segir hægt
að fullgera brautina á 3 árum.
Fielding fjármálastjóri Lauriers til-
kynnir á þinginu, að verði Dingley-lög-
in viðtekin á þjóðþingi Bandaríkja,
ætli Canadastjórn að leggja toll á harð-
koi öll sem keypt eru i Bandaríkjum og
flutt til Canada.
Bæjarstjórnarkosningar fóru fram
viða í Bandaríkjum í fyrradag (þriðju-
dag 6. Apríl) og höfðu demókratar víða
yfirhöndina. Af því ráða menn að
þjóðin sé nú farin að hallast meir að
þeirra kenningu aftur,
FÖSTUDAG, 9. APRÍL.
Áætlunarskrá sambandsstjórnar yf-
ir gjöld sín á næsta fjárhagsári var
lögð fyrir sambandsþing í gær. Gjöldin
að öllu samanlögðu eru áætluð $44,607,
238, en það er $223,000 minna en áætl-
unin í fyrra fyrir yfirstandandi fjár-
hagsár. Meðal annars sýnir gjalda-
áætlun þessi, að framvegis ætlar sljórn
in ekki að borga nema 3% vöxtu af fé
alþýðu I stjórnarsparibönkunum. Með
þeirri niðurfærslu ráðgerir stjórnin að
að rýra gjöld sín á árinu svo nemur
$170,500.
Bryan forsetaefni meiddisj, í gær í
Florida. Hafði verið að flytja ræðu á
30 feta háum palli. Á eftir ræöunni
flyktust svo margir utan um hann, að
pallurinn brotnaði og hrundu þá allir
mennirnir til jarðar með trjáviðarbrot-
unum. Mr. Bryan var meðvitundar-
lausumstund, en hvergi beinbrotinn,
þó hann meiddist talsvert á höfði og út
limum.
Flóðið í Rauðárdalnum er nú orðið
meira en það um vorið 1882 umhverfis
Grand Forks og Fargo. Áin byrjaði
að flóa upp á aðal verzlunarstrætið í
GraDd Forks i gær — Third Str., en
þangað hefir flóð aldrei náð áður.
Öntariostjórnin afræður að veita
$3000 fyrir hverja mílu i Port Arthur
og Rainy River brautina, af þeim 160—
170 mílum, sem eftir er að byggja. — Ef
Manitobastjórn svo vill nálgast nú þess
vegna sá tími, að Manitobamenn fái
aðra járnbraut héðan austur að stór-
vötnum.
Kínakeisari hefir gefið samþykki
sitt til að stofnaður verði í Peking
banki með $5 milj. doll. höfuðstól. Kína
stjórn hefir og ákveðið að auka herflota
sinn að mun; kanpa 4brynskip, 2 hrað-
fara iéttiskip og marga sprengibáta.
Meðal fregna frá Ottawa, sem stund-
um eru nokkuð ósennilegar um þing-
tímann, er ein þess efnis, að sambands-
stjórnin hafi nú sett 230 menn í senu á
eftirlaunalistann.
LAUGARDAG, 10. APRÍL.
Um 1500 griskirhermenn fóru í gær
morgun yfir landamærin og tóku til að
herjá á Tyrki. Stóð orusta af og til all-
ah daginn, en fregnir af úrslitunum ó-
greinilegar, enda er þetta ein sú or-
usta, sem hlutaðeigandi stjórnir gátu
okki að gert og létu svo afskiftalausa.
—Mikilvægasta fregnin að austan er
í seinni tíð þess efnis, að Rússar hafi
samþykt að leyfa Kríteyingum að
greiða atkvæði um það, hvort þeir vilja
heldnr sjálfstjórn undir Tyrkjum eða,
sameining við Grikki. Það hafa verið
Rússar, Austurríkismenn og Þjóðverj-
ar, sem hafa andæft þeirri uppástungu,
en sé það satt að Rússar hafi nú slakað
til, þá sýnist ‘björninn unnin” og strið
ef til vill fyrirbygt.
A þingi Breta í gær kunngerði Cham-
berlain útríkjastjóri, að Canadastjórn
hefði fullgert samning við Peterson,
Tait & Co. í Newcastle on-Tyne, um að
koma upp hraðskreiðum gufuskipum til
ferða milli Canada og Englands, en að
stjórn Breta hefði ekki enn staðfest
þann samning,
GrafhvolfU. S. Grants, sem New-
York búar hafa komið upp sem minnis-
merki í Riverside grafreitnum þar i
borginni, verður vigt og leifar Grants
fluttar þangað á þriðjudaginn 27. þ. m.
Er svo ætlast til að i skrúðgöngunni út
að grafreitnum verði 50,000 hermenn,
sinn flokkurinn úr hverju ríki í sam-
bandinu. Að auki verða ogað sjálf-
sögðu tugir þúsunda af borgurum í
göngunni.
MÁNUDAG, 12. APRÍL.
Ekkert stórvægilegt að frétta frá
Grikklandi, en að áliti hinna ýmsu
fregnrita bjóða Grikkir Tyrkjum stríð á
hendur í dag eða á morgun. En svo
sannar það ekkert, því eins og gefur að
skilja er mikið af þeim freguum sem
þeir senda bara tilgátur fréttaritaranna
sjálfra. Konstantinus krónprinz og her-
stjóri Grikkja í Þessalíu nyrðra aug-
lýsti á laugardag að það hefði verið sér
óvitandi að grískir hermenn hefðu vað-
ið með ófriði yfir landamærin á föstu-
dag og mundi hann gera sitt til að slíkt
kæmi ekki fyrir aftur. — í Aþenu og
Konstantinópel er svo litið á þetta á-
hlaup á föstudaginn, að því er sagt er,
að það sé eiginlega byrjun stríðsins og
að það muni nú halda áfram uppihalds-
laust. Fagna Aþenumenn yfir því. að
það voru Grikkir sem máttu betur í
þesu áhlaupi þykir góðs viti,
Uppreistin á Philippine-eyjunum
eystra er sögð um það hjöðnuð niður.
Núna rétt fyrir helgina höfðu yfir 10000
uppreistarmenn á eyjunum gefizt upp.
Flóðið í Mississippi syðra rénar
ekki enn. Hvað tjónið nemur miklu af
völdum þess í suðurríkjunum er óvist
enn, en það er sagt vist aðflóðið hafi nú
þegar eyðilagt $50 milj. virði af væntan
legri bómullaruppskeru í suðurríkjun-
um.—f Rauðárdalnum alt frá Pembina
til Fargo og enda lengra suður, eru
stórir flákar af landi í kafi.. í Fargo er
eignatjónið metið $300,000, en þar tekið
fyrir vöxt árinnar og hið versta því af-
staðið. í Grand Forks flóiráin yfir all-
an suður og austur hluta bæjarins. En
þar tók fyrir vöxt á laugardaginn og í
gær fór flóðið að réna.
Félag með $2 milj. höfuðstól er
komið á laggirnar í Minnesota, til að
koma upp sykurgerðarhúsum, — fá
bændur til að rækta sykurbetur og búa
til sykur úr þeim.
Japanstjórn líst ekki á viðskifti
Bandarikjastjórnar og Havaieyjarstjórn
ar og hefir nú sent tvö brynskip af stað
til eyjanna og bannað allan útfiutning
Japaníta til Havai-eyja.
ÞRIÐJUDAG, 13. APRÍL.
Stjórn Prakka ætlar að verja 200
milj. franka til herskipasmíða og lofar
að gera þó enn betur siðar i því efni.
J. J. Hill, forseti Great Northern-
járnbrautarfélagsins er að gera aðra til-
raun til að ná haldi á Northern Pacific-
brautinni. Hann gerði samskonar til-
raun fyrír 2 árum, en tókstekki.
Annað félagá Bretlandi er komið
fram með boð um að koma upp gufu-
skipum, er gangi milli Liverpool og
Middle-Milford í Nova Scotia á 4 dög-
um. Býður Canadastjórn $200,000 sem
tryggingu fyrir að það efni loforð sín.
Hellir mikill er fundinn undir þorp-
inu Clistalia í Ohio. Hellismunninn er
þröngur og fanst fyrir tilviljun fyrir fá-
um dögum. Er hann nokkurn spöl frá
bænum, en hellinn liggur innundir bæ-
inn, en hvað langt, það vita menn ekki
enn, <-
Drewry’s Celebrated
Bock Beer.
Þegar Bock-öl keraur á markaðinn er auðsætt
að vorveður og hiti er í nánd. Það er fyr-
irrennari hitatíðarinnar, þegar raenn alment
acskja eftir léttn, svalandi öli með gullnum blæ. Bock-öl
or gert úr “amber”-malti, sem er búið til sérstaklega fyrir
þessa öltegund, og er hið ágætasta meðal til að bæta og
hreinsa blóðið. Til heimabrúks seljum vérþetta öl íhálf-
merkur flöskum. ein kolla í hverri, sem er hentugasta og
bezta stærðin til að geyma í heimahúsum.
Gerðu betur
ef þú getur. Það sem er í
Blue Store
verður að fara
Merki:
Blá stjarna
434 lainSt
Vorföt fyrir karlmenn,
Alullarföt fyrir karlmenn,
með allskonar litum móleit, 7A
og stykkjótt $9,50 virði.fyrir 1 °
Alullarföt fyrir karlmenn,
tnjög vönduð, $13,50 virði,
Ver seljum þau............
$8,50
Fín karlmannaföt.
Þessi föt eru búin til eftir
nýjustu tízku og vönduðað®-io ka
ölium frágangi. Ættu að 't'l")0'-'
kosta 16—18. Vérseljumþau
Föt úr skozku vaðmáli,
Þess föt eru öll með beztafrá-
eangi og efnið í þeim er alull ®-i q r.A
ættu að kosta $25,00. Vér ^,-lo)'J'/
seljum þau á..........
Barnaföt
Stærð 22—26, ættu að kosta © -i no
$2,00. Vér seljum þau á....
Drengjaföt
úr fallegu svörtu vaðmáli,
sterk og endingargóð, $8,00 $4,50
virði. Vér seljum þau 4....
Buxur! Buxur! Buxur!
Hvergi i heimi eins ódýrar.
Karlmannabuxur................$1,00
Skoðið karlmannabuxurnar fyrir $1,25
Og ekki síður þær sem kosta $1,50
Enginn getur selt jafngóðar btlxur
og vér fyrir.............. $2,00
Karlmanna “FEDORA” hattar svartir,
mórauðir og gráir, með lægsta verði.
THE BLUE STORE.
bláMstjarna. 434 Main SL
A. Chevrier.
KfortliBniPaciíicRy.
Getur selt þér farbréf
VESTUR,
til Kootenay (einasta lina). Victoria
Vancouver, Seattle.Tacoma, ogPortland
er í sambandi við brautir sem liggja
þvert yfir landið, póstskip og sérstök
skemtiferðaskip til Alaska. Fljótasta
leið og bestir vagnar til San Francisco
og annara staða í California. Sérstakt
gjald fyrir “túrista” alt árið.
SUÐUR, s
Bestu brautir til Minneapolis, St. Paul
Chicago, St. Louis etc. Hin eina braut
sem hefir borðvagna og Pullmanvagna.
AUSTUR,
Lægsta fargjald til allra staða í Austur-
Canada og Austur-Bandaríkja, gegnum
St. Paul og Chicago eða vatnaleið gegn-
um Duluth. Greið ferð og engin við-
staða ef þess er krafist. Tækifæri til að
skoða stórborgirnar á le'ðinni ef menn
vilja það heldur. Lestagangur til Dul-
uth í sambandi við N. W. T. félagið,
Anchor línuna og N. S. S. félagið.
TIL EVROPIT,
Káetuplás og farbréf með öllum gufu-
skipalfnum sem fara frá Montreal, Bost-
on. New York og P/'iladelphia til staða
í Evrópu, Suður-Afríku og Australíu.
Skrifið eftir upplýsingum eða finnið
l!hn». fS. Fee,
General Passenger Agent,
St. PauL
_ eða II. Swinford
General Agent Winnipeg
Winnipeg Office Cor Main & Water St.
“BJARKI,”
ritstjóri Þorsteinn Ereingsson,
langbesta blaðið sem gefið er út á Is-
landi. Kemur út i hverri viku. Kostar
að eins $1.00 um árið. Útsölumenn fá
góð sölulaun. Skrifið til
M. PÉTURSSONAR,
P.O. Box 805, Winnipeg.
Krnnnwiek Ilotel, á horninu á
Maine og Rupert St, Winnipeg. Hvergi
í bænum betri viðurgerningur fyrir $1
á dag. Bestu vín og vindlar. Fríflutn-
ingur að og frá járnbrautarstöðvum.
McLaren Bro’s, eigendur.
/
Islenzkir mjólkursalar.
S. M. Barré, smjör og ostagerðar-
maður, hefir í hyggju að setja upp smjör-
gerðarhús í nánd við skrifstofu sína á
horninu á King og Alexander St., ef
hann getur fengið næga mjólk hjá
mjólkursölumönnum í bænum til að
byrja fyrirtækið. Hann mælist til þess
að allir sem hafa mjólk i aflögum, eða
eru líklegir til að hafa meira heldur en
teir þurfa að brúka yfir sumarið, finn
sig að máli þessu viðvlkjandi.
Þetta ætti »ð koma sér vel fyrir ís-
londinga ekki síður en aðra.