Heimskringla


Heimskringla - 22.04.1897, Qupperneq 1

Heimskringla - 22.04.1897, Qupperneq 1
XI. ÁR. NR. 17. Heimskringla. WINNIPEG, MAN., 22 APRÍL. 1897. Cheapside, Abatast a reynslunni. 20 Centa afslattur i fatabud vorri. Drewry’s Celebrated Buck Beer. Þegar Bock-öl kemur á markaðinn er auð sætt að vorveður og hiti er í nánd. Það er fyrirrennari hátíðarinnar, þegar menn alment æskja eftir léttu, svalandi öli með gullnum blæ. Bock-öl er gert úr “amber” malti, sem er búið til sérstaklega fyrir þessa öltegund, og er hið ágætasta meðal til að bæta og hreinsa blóðið, Til heimabrúks seljum vér þetta öl í hólfmerkur fiöskum, ein kolla í hverri, sem er hentugasta og besta stærð- in til að geyma í heimahúsum. Hver sem sýnir oss þessa auglýs- ingu, á heimting á því að 20% sé sleginn af öllum alfatnaði som hann kaupir ef verðið er upprunalega meira en $5,00. T. d. föt sem eru merkt $6,00 fást fyrir $4,50 og fot sem kosta $10,00 fást fyrir $8,00. Vér höfum eitt hið stærsta og bezta upplag af fatnaði sem til er hér í Winnipeg, og verðið er mjög lágt. DAGBÓK. MIÐVIKUDAG. 14, APRÍL. Því er fleygt fyrir að heilsa Salis- burys sé ekki svo góð, að hann geti haft utanríkisstjórn & hendi. Er því talað nm að hann segi því starfi af sér og stungið upp á að Roseberry jarltaki við utanríkisstjórninni. Þykir það ekki óeðlilegt fyrirkomulag, af því að Roseberry er Salisbury samþykkur að því utanríkisstjórn snertir; sagði af sérforustu ‘liberala’ einmitt þess vegna. Stórvötnin eru viða íslaus orðin og siglingar að byrja. Selaveiði Nýfundnalandsmanna í vor hefir verið mjög 'léleg. Að eins 1 skip hefir veitt vél — 37 þúsund seh. C. E. Churchill, gjaldgeri ‘Globe’- sparibankafélagsins sem gjaldþrota varð í Chicago fyrir fáum dögum, hefir verið tekinn fasturog kærður fyrir fjár- drátt. Hit-i og þurkur hefir gengið í Astra liu nú lengi og er alt að skrælna þess vegna. Hefir nú governorinn í New South Wales fyrirskipað föstudaginn 17. Apríl sem almennan bænadag, í því skyni að menn með bænum sínum geti þá dregið regn úr lofti! Missourifljótið, sem á stóru svæði er skiftilínan á miUirfkjanna Nebraska og Iowa, er nú að leika Nebraskamenn illa. Endur fyrir löngu hafði fljótið fallið fyrir vestan bæinn Omaha í Ne- braska, en nú í fjölda ára hefir fljótið fallið fyrir austan borgina. Nú um tíma hafa verið flóð í henni, eins og öðr- um vatnsföllum. og er hún nú bjrjuð að ryðja sér veg eftir hinum gamla far- vegi fyrir vestan Omaha, og horfur á að hún falli öU um þann farveg áður en langt líður Verði það.færist Omaha yfir til Iowa og verða þá jafnframt ó- nýtar stórbrýr yfir fljótið, flóðgarðar o. -. frv. FIMTUDAG, 15. APRÍL. Stórkostleg tollsvik eru uppkomin bæði i New York og Detroit. Stór- kaupmaður í Montreal er bendlaður við annað það mál. Dr. G. M. Dawson, hinn nafnkunni jarðfræðingur i Canada, fær gullmedalíu landfræðisfélagsins brezka í ár. CHEAP5IDE, 578 og 580 Main St Rodgers Bro’s ífc co. P.O. Box 639. Það var samþykt í gær á þingi Grikkja, og mótmælalaust, að veita stjórn Grikkja 23 milj. drachma (4,600 þús. dollars) til herkostnaðar. í ræðu við það tækifæri lét stjórnarformaður- inn í ljósi þá von sína. að þó útlitið væri ekki sem bezt í svipinn. mundu þó stórveldin komast að þeirri niðurstöðu, að heppilegast væri að lofa Kríteying- um sjálfum að ráða örlögum sínum. Hann sagði og að umbúnaðurinn allur á landamærunum nyrðra væri ekki Grikkjum að kenna, heldur undarlegri stefnu einnar stjórnar, sem hefði grip- ið til vopna og knúð Grikki til að verja heiður sinnar þjóðar. Efri deildar þingmenn á þjóðþingi Bandarikja reyndu til þrautar í gær með atkvæðagreiðslu áhrærandi tolllög- in nýju, hvernig flokkskiftingin er I þeirri deild. Endiriun varð sá, aðrepú- blíkar uröu yfirsterkari, en ekki höfðu þeir nema 1 atkvæði framyfir andstæð- inga sína af öllum flokkum. Sambandsþingi var frestað I gær þangað til á þriðjudaginn 20. Apríl,— framyfir páskahelgina. FÖSTUDAG, 16. APRÍL. Það er haft eftir Rússakeisara, að hann sjái ekki annað vænna eins og nú er komið, en láta þá Grikki og Tyrkja afskiftalausa og lofa þeim að reyna sig. Frpgn þeirri fylgir og að hann álíti Grikki valda aö öllu saman, en alls ekki Tj-rki, og að það geri þá engan mun, þó Tyrkir að lyktum yrðu fyrri til og segðu Grikkjum stríð á hendur. — Síðustu fregnir segja viðurkent að Grikkir séu búnir að ná tangarhaldi á ýmsum áríð- andi stöðum innan landamæra Tyrkja. Það gagn hafa unnið herferðir Grikkja yfir landamærin, en sem Grikkjastjórn kveðst okki geta ráðið við. Fyrir þeim herferðum hefir staðið grískt leynifélag (bræðralag), sem nefnt er Ethnike Hetai- ria. I því félagi eru grískir menn hver vetna í heiminum og hafa herferðir þess ar yerið gerðar í þeim tilgangi, að benda 'bræðrunum’ í Macedoniu á, að nú sé tími til kominn að ganga undir merki Gri kkja, en segja skilið við Tyrki fyrir fult og alt. Arangurinn hefir orðið sá, að griskir menn laumast nú i hópum yfir landamærin og ganga i lið Grikkja í Þessaliu. A uk þessa hafa nú ‘bræð- urnir’, sem sagt, náð haldi á áríðandi stöðum norðan við landamærin,'— hafa þar meðal annars aðal ráð yfir 4 þjóð- brautum úr Þessalíu norður og standa þar fyrir Tyrkjum, ef þeir skyldu leita suður. Það er ætlað að í þessum bræðra her Grikkja, innan landamæra Tyrkja, séu nú um 3000 manns, og þar við bæt- ast um 1000 grískir menn í Tyrklandi, sem þegar hafa fylt flokk þeirra. Þetta bræðralag er því búið að vinna Grikkj- um meir en lítiö gagn og það áður en stríð er hafið. Hungursneyð er farin að gera vart við sig í Bandaríkjum, I flæðilöndunum fram með Mississippi. Það er sagt að 60,000 manns þarfnist aðstoðar innan fárra daga. Fénaður er og í háska staddur víða, vegna fóðurskorts. Yfirherstjóri Breta, Wolseley lá- varður, er heilsulaus,— þjáist að sögn af átumeini, og hafa læknar hans sagt hon- um að hann megi til með að segja af sér herstjórninni. Cubavinir komust til eyjarinnar núna í vikunni með skip fermt vopnum og vistum og komu þeim á land, svo Spánverjar vissu ekki af. Meðal aun- a^s voru í farminum 2400 rifflar og J milj. skothylkja. Cubamenn eru nú að sögn að búa sig undir stóra orustu, sem væntanleg er á hverjum degi. Hafa þeir nú náð hafnstað einum norðan á eynni og þar er von á orustunni. Spán- verjar sækja staðinn og ætla sér að taka hann, en hínir verja og segjast geta haldið honum. Haldi Cubamenn staðn- um og höfninni, verður lítt mögulegt fyrir Spánverja að varna innflutningi vopna og vista. LAUGARDAG, 17. APRÍL. Það er fullyrt nú að innan fárra daga byrji Spánverjar að flytja hermenn sína á Cuba heim aftur til Spánar. í fyrsta hópnum eiga 10,000 að fara og þá næst 20,000. Halda nú Cubameun því fram, að þetta sé uþphafið að algerðum burtflutningi Spánverja, en annað segja nú Spánverjar sjálfir. Það er sagt að Matkham aðmíráll hafi ncitað að vera með í Hudsons- flóa-förinni, sem sambandsstjórn Canada er að útbúa. Neitar hann að sögn af því, að skipið sem stjórnin hefir valið er bæði litið og lélegt. Það kvikn- aði sá grunur strax í haust er leið, að þessi ferð væri gerð í þeinr tilgangi aðal lega, að sýna aö flóinn sé ógerlegur sem verzlunarfarvegur, og sá grunur er nú kviknaður á ný,og skipið svona lítið.er Markham viil ekki fara. Munkur einn í Chicago kveðst liafa fundið upp skothelt klæði, en líklega reynist það ekki betur en samskonar dúktjr, sem mest var talað um í fyrra að fundinn væri í Norðurálfu. James B. Angell frá Michigan hefir verið kjörinn ráðlierra Bandaríkja á Tyrklandi. McKinley forseti liefir skipað þriggja manna nefnd til að ferðast um Norður- álfu og athuga og ræða gjaldeyrismálið. I þessari nefnd eru : Edward O. Wol- cott frá Colorado, Charles J. Paine frá Massachusetts og Adlei E. Stevenson frá Ulinois, fyrrum varaforseti Bandar. MÁNUDAG, 19. APRÍL, Stríð tiyrjað á Balkanskaga. Á laug- ardaginn tilkynti stjórn Tyrkja hinu gríska ráðaneyti að vegna framkomu Grikkja gætu Tyrkir ekki haft neitt saman við þá að sælda lengnr og hefðu þess vegna gert ráðherra Grikkja í Kon- stantínópel aðvart um, að hafa sig burt úr borginni og grískum þegnum öllum að hafa sig burt úr Tyrklandi tafar- laust. Grikkir svöruðu með því að kalla ráðherra sinn heim. — Sem afleið- ing af þessu var þá tekið til óspiltra múla á landamærunum á páskadags- morguninn. Orusta stóð þar yfir á mörgum stöðum allan daginn og fram undir miðnætti. Fregnir þaðan eru ó- greinilegar, en sagt aö báðir hafi mátt betur, — Grikkir á þessum staðnum og Tyrkir á hinum. — Þing Grikkja kom saman í gær (páskadag) og voru þar allir á eitt sáttir, að taka þessu boði Tyrkja og ganga til víga. Forvígis- menn beggja flokka á þingi voru alger- lega sammála og fluttu snjallar ræður til að sýna, að það væru Tyrkir en ekki Grikkir, sem vaidir væru að styrjöld þessari. Einn flóðgarðurinn á Mississippi- bökkum í Louisiana rofnaði á laugar- daginn. Brotnaði úr honum 1700 feta langt stykki og fossaði þá flóðið út um alla sléttuna. Horfur á að fleiri garðar fari sömu leiðina. Þúsundir manna standa við að verja garðana dag og nótt, an þeir hafa ekki bolmagn við hinu ægilega flóði. Spánarstjórn segir hæfulaust að hún ætli að kalla heim 30,000 hermenn frá Cuba. Hinn nafnfræg lögfræðingur Barón Courcell verður að sögn kjörinn 5. mað- urinn til að útkljá Venezuela-landa- mæraþrætuna. Gierðarnefnd sú kemur saman í Paris sumarið 1898. Klettur mörg þúsund punda þung- ur brotnaði úr bergi í Quebec-borg í gær og muldi 6 hús sem fvrir urðu, en annan skaða gerði kletturinn ekki. ÞRIÐJUDAG 20. APRÍL. Hvildarlaus orusta allan daginn í gær í þessalíu og Macedoniu. Hvað mannfall er mikið er nokkuð óvíst. Segja sumar að fallið hafi svoþúsundum skiftir, en aftur aðrar að furðu fáir hafi falliðog hélzt engir af Grikkjum, því Tyrkjir séu frábærir klaufar með skot- vopn. I einum stað máttu Tyrkjir bet- ur og tóku þar vígi eitt gott (f jallskarð) er Grikkir héldu og er sagt að þar hafi fallið 1,000 griskir hermenn. Á öðrum stað tóku Grikkir aftur víggirðingu og fjallskarð af Tyrkjum og segir sagan að þar hafi fallið 7,000 Tyrkir. Þá er og sagt að Grikkir hafi i gærkveldi verið um það að ná fjallskarðinu aftur, er þeir höfðu áður tapað. — Þó margra grasa kenni í fréttunum verður ekki betur séð en Grikkir hafi mátt betur, svona yfirleitt, í þessari tveggja daga viðeign. — Srórveldin eru að sögn að reyna að taka fyrir styrjöldína, en að því er virðist er stórveldasambandið slitið, þannig, að annarsvegar eru Rússar, Þjóðverjar og Austurríkis- menn, en hinsvegar Bretar, Frakkar og Italir. Lítur helzt út fyrir að þre- menningarnir síðartöldu séu að hugsa um að draga burt herskip sín frá Krít, eða éltthvað af þeim, og færa þau upp að Grikklandsströndum í því skyni að halda herflokkunum á þeim vigvell1 sem þeir eru á nú. Isinn brontaði og flaut burt af Port Arthur-höfn við Superior-vatn i gær- morgun. Kaministiana-áin (höfnin í Fort William) er og íslaus orðin. í kornhlöðum í þessurn stöðum bíða nú 3,900,000 bush. af hveiti eftir burt- flutningi. Northern Pacific brúin yfir Morris- ána hjá samnefndu I>orpi i Manitoba skimtdist svo af vatnisgángi á sunnu- daginn, að lestagangur heftist nokkra daga- Okunnur maður sem ökumaður var að flytja yfir gömlu liengibrúna á Nia- garagilinu stökk út úr vagninum ániröri brúnni og steypti sér í djúpið. “Here goes. Good bye,” sagði hann er hann hljóp út af hrúnni. Hypnotistar eru nú hver á fætur öðrum að svæfa meijn og grafa síðuu. Einn var þannig grafinn í Imliana fyi-ir fáum dögum og skyldi hann liggja 7 daga í gröfinni. Annar var grafinn þannig til 3 daga, í Simcoe, Ontario, í gær. Er talað um að taka þennan dá- leiðanda fastan. MIÐVIKUDAG, 21. APRÍL. Eftir fregnum frá Grikklandi að dæma gengur Grikkjum þunglega sókn. in. En sem kornið er, eftjr þriggja daga sókn er munurinn ekki mikill. en virkilega sýnist að Grikkir hafi mátt miður, þegar á alt er litið. Aðal her- Stöð Grikkja nyrðra er í Larissa og þar er búizt við aðal-orustunni. ef til vill í dag. Konungur Grikkja lagði sjáifur á stað norður í Þessalíu í gær. Yfirvöld Grikkia í öllum bæjum ogsveitum hafa sent út almenna áskorun til griskra manna að taka nú til vopna og verja fé og fósturjörð. —Tyrkir skipa Búlgörnm og Egyftum að vísa öllum grískum em- bættismönnum úr landi. Almennar fylkiskosningar fóru fram í Nýja Skotlandi í gær og unnu -liberal- ir’. Sambandsstjórnin lagði sig líka fram til þess að það yrði, eins og Fiel- ding sannaði, er hann löngu fyrir tím- ann lofaði tolli á kolum, er Ný-Skotar allir skoða sem líftspursmál. Skriða varð 6 mönnum að banaog meiddi 4 skamt frá Rossland, B. C., i gærmorgun. MenDÍrnir voru í svefni í tjaldi, er skriðan féll á þaðog þá. Skaðræðisfrost i New Yorkríki í. nótt er leið. Hvílík eymd. Mrs. Galbraith frá Shelburn, Ont., þjáð- íst mihillega af meltingarleysi því meini sem mörgum fylgir. South American Nervine linaði þrautina Það veitir linun á einum degi. Ég þjáðist langan tima af meltingar- leysi og tók út allar þær þjáningar sem þeim kvilla fvlgja. Eg reyndi ýms með- ul og lækna an þess að fá neinn veru- legan bata. Mór var ráðlagt að reyna South American Nervine, sem ég gerði, og er ég hafði brúkað þrjár flöskur af því, var ég orðin heil heilsu og hefi ekki kent mór meins síðan. Eg mæli með ly-tt þessu viö alla er þjást á líkan hátt.” Fæst hjá öllum lyfsölum. Vorið. Nú ertu komið elskað vor Með allan dýrðar-ljóma þinn, Að glæða unað, orku og þor Og endurlífga huga minn. Þú leysir klakans breiðu bönd, I blíðu snýrðu hríðarby-1, Þú fjðrgar alt og frjóvgar lönd Og færir öllu lífsins yl. Nú vakna blómin blíð og hrein Sem brosa milt við sólarljós. Og vindbiær leikur létt í greín Og laugast daggartárum rós. Og fuglar syngja fögrum hljóm Og fiskar dansa í vatna-sal Og fossar drynja fimbulróm Og flóa árnar niður dal. Og lækjar-bunan himin hrein Af hlíðarbrúnum veltir sér, Og aldan kyrssir unnar stein, Á öllu himnesk gleði er. Ó, kom með blessun blíða vor, Og blessa sérhvern fátækling, Og blessun stráðu á barnaspor, Og blessa auinan vesaling. Og græddu lífsins sollnu sár, Og sjúkling þjáðan krýndu ró, Og þerra höfug harmatár, Og hjörtum særðum veittu fró. Já, sign þú blessun sérhvern mann Og sendu heimi góða tíð, Þá fagni alt sem fagna kann, Þér fjörgjöf lífsins himinblíð. JÓNAS J. DaNÍEI.SSON. Islendinga-dagur. Eftir E. H. Johnson. Herra ritsij. Eg verð að játa, að raér var sönn ánægja aö lesa það í blaði yðar fyrir nokkru síðan, að farið var að hrey-fa við hinu svo kallaða íslendinga- dagsmáli, en samt dró þaö nokkuð úr ánægjunni, að þið ‘'áttmeuningarnir” ákváðuð að lialda hátíðina í Júni. Eg fór að rifja upp fyrir mér sögu Islands, til að komast að hvað mikið af merkíleg um viðburðum mundi hafa skéð í Júní. Eu á meðan ég var að þvi datt inór eins og ósjálfrátt í hug ýmislegt leiðinlegt, sem komið hefir fyrir á íslandi, t. d. svartidauði, stóra bólan, Vestmanna- eyjaránið, eldgos og fjárkláði. og var eins og einhver andi hvíslaði því að mér að mest af þessum pláguin hefði byrjað í Júní. Ég segi sarnt ekki að sagau sanni þetta, en þetta voru tilfinuingar mínar viðvíkjandi þvi, að halda þjóð- hátíð vora í Júní, og getið þér af þeásu ráðið hvað mikið að ég get verið hlynt- ur óákveðnum mánaðardegi einhvern- tíma í Júní fyrir þjóðhátíð vora, Betra að halda engan þjóðminningardag. Fyrir þessa h reyfingu, sem komst á menn með þessari tillögu ykkar. skeði það svo að kvöldi hins 22. f. m,, að við íslendingar I Spanish Fork héldum sam komu til að ræða um þetta Islendinga- dagsmál, og var fyrst talað um hvort vér vildum taka þátt I þjóðhátíðarhaldi og kom öllum saman um þaðíeinuhljóði Þar næst var farið að tala um hvenær hátíðina skyldi halda. hvort heldur í Júni eða Ágúst, og er þar fljótt yfir að fara, að enginn einasti af öllum þeim sem töluðu mæltu með að hafa þjóðhá- tíðina í Júni; ‘allir voru í einum anda á sama máli, að heppilegasl væri að lialda hann í Ágúst, — helzt 2. Ágúst. Síðan var gengið til atkv. með það og sam- þykt í einu hljóði að halda hér þjóðhá- tíð í Ágústmán. í sumar. Níu menn voru kosnir í nefnd til að sjá um hátíðarhaldið, og var henni gefið í vald að ákveða daginn og falið á liend- ur að vinna í sainfélagi við aðrar Is- lendingadagsnefndir í öðrum bygðarlög- umíslendinga hér í landi, með að á- kveða vissan dag, sem allir landar haldi þjóðhátíð á, en halda samt fast við skoð ud meirihluta, að hafa daginn heidur í Ágúst, en Júní. eða á einhverjum öðr- um árssíma, og hefi ég engan efa á að nefndin gerir það, því hún saman stend- ur af eintómum “Jómsvíkingum”, sem, eins og allir sögufróðir menn vita, voru hinir mestu kappar og framfara- menn. Eg hefi þá skoðun, að til að byrja með sé heppilegast fyrir oss Vestur-ís- lendinga að halda þjóðhátíð vora 2. Ágúst. Þoð hefir aldrei skeð neitt merkilegra í sögu íslands en þjóðhátíð- in 2. Ágúst 1874. Þá var ísland búið að vera bygt í 1000 ár, og þá heimsótti Danakonungur landið oggaf því stjórn- arskrá, sem það hefir nú, og sem að mörgu leyti var dýrmæt gjöf, þó galla megi á henni finna. Ég ráðlegg því lðndum vorum um alla Ameríku, að halda þjóðhátíð sina í ár og framvegis a n n a n Ágúst, og alt þangað til að eitthvað nýtt skeður, sem sögulegt, eða merkilegt má kalla, t, d.. að ísland losui við Dani, eða eitthvað þvilíkt, eins og ég hefi áður á vikið í riteerð minni um IslendÍDgadagsmál síðastl. haust. í öllum bænum höldum íslenzka l>jóðhátíd, látum ekki sundruugaranda og afturhald aftra oss frá því. Verum allir í einnm anda, bæði með þetta og önnur nauðsynjamál þjóðar vorrar, og munum vér þar fyrir heiður hljóta. Spanish Fork, 5. April 1897. West Eud Dragg Store. (COLCLEUGH & CO.) COR Ross & ISABEL, STR. Selur skólabækur og ritföng. busta, svampa, handsápu, leikhnoða og “Base Ball”-hnetti. Skozkt Maccaba neftóbak og afarmargt annað sem ekki er rúm til að telja. Fádæma kjörkaup. Gott og ódýrt hús og lot til sölu i Glenboro, stærð 14k 20, og stórt eldhús áfast við, stærð 10X20, hefir verið brúk- að fyrir “Boardinghouse”. Allir innan stokks.munir fást með, ef æskt er eftir, —Gott fjós fylgir og með í sölunui og ýmislegt fleira, Lysthafendur snúi sér persónulega eða bréflega til undirskrif- aðs. Glenboro, 12. April 1897. Gísli Jónsson. TM Palffl Clillifli Store 458 MAIN STREET. -----------*----- Hver sem kemur i búð vora til að kaupa ' eitthvað og hefir með sér þessa auglýsingu eins og hún stendur í Heimskringlu til sýnis, fcer 20% afslátt af íillu sem hann kaupir, —■ alfatnaði og yfirhöfnum, buxum og öðru fatnaði tilheyrandi- Góð kaup á höttum, húfum, skyrtum, hálsbindum, krögum. og öðru þessh&ttar. The Palace Glothing Store, 458 MAIN STREET, Robinson & Go. Deilda=verzlun, 400 og 402 riain Str. Veínaðarvara allskonar; k,j(51aefni og kvennbúningur; karlmanna og drengja-fatnaður ; kvennjakkar ; regnkápur; sólhlffar og reguhlífar, snið og fleira 0g fleira. — Matvörubúð niðri i kjallai anum. Hvergi betri varningur eða ódýrari i hænum. SJERSTOK KJORKAUP nú sem stendur á kjóladúkum, bæði úr ull ogbómull. Sirz með mjög varanlegum lit frá 5 cents yarðið og upp: Flannelettes á 5, 6, 8 og 10 cents yarðið ; þykt Gingham-tau á 5 eents yarðið og upp. Nokkrar buxur (treyjur og vesti selt áður) á 35 00111 s og upp. Komið og lítið á varninginn. Robinson & Co. 400 oyr loa MilN stií. FRETTIR

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.