Heimskringla - 22.04.1897, Síða 2
HEIMSKRINGLA22 APRÍL 1S97.
Heimskringla
PUBLISHED BY
The Hcimskringla Prtg. k Pub!. Co.
•• ••
Verð blaðsins í Canda og Bandar.:
$2 um árið [fyrirfram borgað]
Sent til Islands [fyrirfram borgað
af kaupendum bl. hér] $ 1.
••••
Uppsögn ógild að lögum tíema
kaupandi sé skuldlaus við blaðið.
••••
Peningar sendist í P. O. Money
Order, Registered Letter eða Ex-
press Money Order. Bankaávis-
anir á aðra banka en í Winnipeg
að eins teknar með afföllum.
• • ••
EGGERTJOHANNSSON
BDITOR.
EINAR OLAFSSON
BUSINESS MANAGER.
• • ••
Office :
Comer Ross Ave & Nena Str.
P <>. Box 305.
Mississippi-flóðið.
Það hefir verið tíðrætt um flóðið í
Mississippi í vor og margar uppástung-.
ur komið fram um það, hvernig þurfi
og hvernig megi fyrirbyggja það.Helzta
tillagan í því efni, eða sú, er almenn-
astri hylli nær, er þess efnis, að ofarlega
(norðarlega) með fljótinu þurfi að mynda
dældir með fram því og hringgirða með
grjótbálkum. Þegar flóð kemur í fljót-
ið fyllist hver þessidæld á fætur annari
og standa þær svo bakkafullar til þess
vatnið lækkar í fljótinu. Auk þessa er
talað um að gera skurði mikla út frá
fljótinu hér og þar, er lokað sé á öllum
tímum árs nema þegar ofsaflóð er í fljót-
inu. Þegar svo dældirnar upp með
fljótinu ekki freynast nægilegar til að
halda fljótinu í skefjum, er hugmyndin
að kippa lokunum úr skurðardyrunum
og láta flóðið falla eftir þeim og í aðrar
ár eða vatnsfarvegi, eða i dældir sem
ætlaðar eru til að veita ákveðnum mælí
vatns móttöku. Þetta þykir álitlegasta
tillagan en þó jafnframt viðurkent að
liér sé um svo ægilegt stórvirki að ræða
að óvíst sé aðjþjóðþing verði viljugt til
að veita þá ógna fjárupphæð sem þarf
til þeiira umbóta. En svo er þá samt
undireins sýnt fram á, að stjórnin hljóti
að gera eitthvað, þvi eignatjónið sem
fljótið veldur á hverju vori í suðurríkj-
unum öllum er feykilega mikið, þó út-
yfir taki nú, þar sem búizt er við að
land það sem nú er í kafi þorni ekki
fyrr en í Júní, og að uppskera á öllu
því svæði sé þess vegna svo gott 'sem
eyðilögð á yfirstandandi ári.
Skýrslur um tjónið af völdum þessa
flóðs eru enn ekki framkomnar. Það
var að vísu sagt nú nýlega að tapið á
bómullaruppskeru einni mundi nema
50 milj, dollars, en þaðnær engri átt,
eins og líka sést greinilega af skýrslu
nýútkominni frá Bandaríkjastjórn. Su
skýrsla nær til 6, Apríl og sýnir, aðjí
suðurríkjumséu þá undir vatni 15,800
ferhyrningsmílur af landi; að bújarða
fjöldi á því svæði sé 38,500; að búenda-
f jöldi á því svæði sé 379,685: að verð
fasteignanna sé $05 milj.; að verð húsa
og akuryrkjuáhalda m. fl. sé$76imilj.;
og að framleiðsla jarðar á því svæði á
síðastl. ári hafi verið samtals 17.200,000
dollars virði.
Að Louisianaríki undanteknu hefir
flóðið staðið í stað síðan, en í Louisiana
hefir það síðan margfaldað tjónið sem
þá var orðið: Flóðaldan mesta er nú
fyrst að nálgast Mississippi-mynnið og
þá fyrst byrja skemdirnar fyrir alvöru
í Louisiana, er það tekur til að brjóta
einn flóðgarðinn á fætur öðrum og falla
í stórstraumum út um láglendið alt
bæði fyrir ofan og neðan New Orleans.
Læknandi boðskapur.
Heldur að gikt sé afkvæmi þess illa, en
■ fullvissar að South American Rheu-
matic Cure sé himneskur hjálari.
Henry Humpreys, East London gefur
óbeðins þetta vottorð : “Eg fékk mjög
slæmt gigtartak í vinstri fótinn svo ég
bar ekki af mér og gat hvorki hvilst um
daga eða nætur. Eg reyndi ótal meðul
en þau gerðu mér ekkert meira gagn en
vatni væri helt á önd, mér var ráðlagt
að reyna South American Rheumatic
Cure, og gerði ég það. Eftir að hafa
brúkað það stuttan tíma, var ég orðinn
alheill og hefi ekki kent mér meins síðan
Það er hið áreiðanlegasta meðal og erég
mjög glaður að boða yfir þetta land þá
blessun er það færir. Fæst hjá öllum
lyfsölum.
Islands-fréttir.
EFTIR “ÍSLAND.”
Reykjavík 13. Febr.
Miltisbrandur hefir enn drepið nokkra
hesta austur í Flóanum. En í Kjósinui
gengur lungnayeiki í fé. »
Hinn 14. Jan. fórst fiskibátur á upr--
siglingu á Álftafirði. Formaðurinn,
Sigurður bóndi Jónsson í Súðavík og
einn af hásetum hans, Páll Guðmunds-
sbn frá Hlíð, drukknuðu, en tveim af
hásetunum var bjargað af öðrum bát.
Svo er sagt úr Dýrafirði, að á sjálfa
jólanótt næstl. fór Gísli Hjálmarsson
húsmaður á Næfranesi þar í firðinum í
sauðahús bónda þar, dró þaðan út eina
kind og skar til jólanna. Hafði hann
nýskorið kind frá sjálfum sér, en selt
þann skfokk á laun við kerlingu sína til
Þingeyrar fyrir brennivin og annað, er
hann þóttist við þurfa til glaðningar
um hátíðirnar. Vildi hann nú bæta búi
sínu þetta og greip þá til þessa óyndis-
úrræðis. Hefir hann nú játað glæpinn
fyrir Hannesi sýslum. Hafstein.
Ábyrgðarfélag þilskipa við Faxaflóa
hélt aðalfund sinn hér í bænum 1. þ. m.
Tala félagsmanna er nú 27, en skipatal"
an 21, eru 9 í 1. fl. og 12 í 2. fl. Oll eru
skipin virt á 122,090 kr., en vátrygð fyr-
ir 80,679,59. Fastasjóður félagsins er
3,826,25, en séreign kr. 4,573,89.
Sex lagafrumvörpum siðasta alþing-
is hefir nú verið neitað staðfestingar, og
lítur nú út fyrir, að Rumpur ráðgjafi
ætli ekki að gefa fyrirrennara sínum
mikið eftir. Þessi frumvörp eru :
Um borgaralegt hjónaband,
— s^ofnun lagaskóla,
— breytingá prestskosningarlögunum,
— eftirlaun,
— afnám dómsvalds hæstaréttar.
— kjörrétt kvenna.
Það sem leiðinlegast er og hefir ver-
ið við niðurskurð dönsku stjórnarinnar
á lagafrumvörpum alþingis er að vita,
að þau séu skorin niður af manni, sem
ekkert vit hefir á hvort þau séu góð eða
vond, sem engin skilyrði hefir til að
rnynda sér nokkra sjálfstæða hugmynd
um, hvort þau stefni til bóta eða ekki.
Úr Stöðvarfirði eystra er sagt 5. Jan.
að bráðapestin liafi verið þar skæðari en
nokkru sinni áður ; hefir hún drepið þar
á sumum bæjum frá 10—20 fjár.
Leikhúsið nýja á Akureyri var vígt
3. Jan. Þá var leikinn nýr leikur eftir
séra Matthías.
Þessi eru nýjustu mannalát: Krist-
ín Guðmundsdóttir í Rvíx, fyrrum gift
Eyþóri kaupm. Felixsyni, d. 6. þ. m.
Ráðhildur Jónsdóttir á Kalmannstjörn
í Höfnum, d. 30. f. m. Guðrún Gísla-
dóttir frá Elliðavatni, d. 31. f.m. Sig-
urður Sigurðsson bóndi á Litlugröf í
Borgarhreppi, d. 2. f. m. Ingimundur
Teitsson á Gemlufellií Dýrafirði, 1. Jan.
Þessi vika hefir verið snjóavika og
lagði fannadúk mjallhvítan yfir alla jörð
svo langt sem auga eygir. En þykkur
var hann ekki né fastofinn, og á síðari
hluta vikunnar hefir veður snúist til
þýðu og koma fljótlega upp þúfur, holt
og hólar. í dag, að morgni, svartaþoka.
Drengur einn hér úr bænum, tólf
ára gamall, er nýlega orðinn uppvis að
því að hafa leikið á nokkra af bæjar-
mönnum. Frá úrsmið einum hefir hann
stolið tveimur úrum; annað kveðst
hann hafa selt manni austan úr sveit-
um fyrir 2 kr. 50 au., en hitt náðist af
honum áður en hann kæmi því i pen-
inga. Hann hefir og komist yfir 9 kr.
hjá einum kaupmanni hér, og af manni,
sem býr í sama húsi og hann, hefir hann
oft tekið peninga; hefir komið inn til
hans áður hann vaknaði á morgnana,
tekið peningabudduna úr vasa hans og
dæmt sér dálítinn skatt af því sem i
henni var í hvert sinn. Þegar þar var
lítið lét hann sér líka nægja með lítið,
en væri þar mikið, þá hækkaði hann
skattinn, tók þó hæst 3 kr. í einu. Pen-
ingunum eyddi hann svo á veitinga-
stöðum.
20. Febr.
Þá er að minnast á eitt, sem telja
má til framfara í Reykiavík á síðustu ár-
um, en það er “Leikfimisfélag Reykja-
vikur” (R. G. C.). Það var stofnað
haustið ’95 af James Ferguson frá Glas-
gow, sem þá stýrði prentvélum ísafold-
ar. Hann er sagður leikfimisgarpur
hinn mesti og var lífið og sálin í félag.
inu meðan hans naut, en hann fór héð-
an heim til Skotlands í sumar sem leið.
Nú hafa lærisveinar hans nokkrir haldið
áfram æfingunum, sem þeir voru byrj-
aðir á undir handleiðslu hans og héldu
þeir kvöldskemtun á miðvikudagskvöld-
ið í leikhúsinu nýja og sýndu þar ýmsar
líkamsæfingar. Þeir sem tóku þátt í
þeim voru 5, Sigurður Þorláksson póst-
þjónn, Bergþór Bergþórsson prentari,
Kristinn Ziemsen verzlunarmaður, Jón
Sigurðsson fangavarðar og Adam Barc-
lay Sigmundsson prentsmiðjustjóra, all-
ir ungir monn um tvítugt eða þar fyrir
innan. Þeir sýndu margskonar líkams-
æfingar og gerðu það vel og miklu betur
en vonir stóðu til þar sem þeir höfðu
verið kennaralausir í vetur og ekki haft
annað við að styðjast en tilsögnina sem
hr. J. Ferguson veitti þeim veturinn áð-
ur og sem auðvitað ekki gat verið nema
byrjun. Segja þeir sem horfðu á sams-
konar æfingar hjá þeim í fyrra, að þeim
hafi farið mikið frara. Um 90 kr. fengu
þeir inn um kvöldið, 50 kr. af þvi fóru í
kostnað, bæði í húsaleigu og svo til fata-
kaupa og annars er við þarf til æfing-
anna, en 40 kr. leggja þeir í sjóð til að
bæta áhöld sín. í sumar vilja þeir koma
á gang kappróðrum og knattleikjum og
ættu Reykvíkingar alment að ^tyrkja
þær tilraunir þeirra, t. d. með því að
kaupa 2—4 kappróðrarbáta. Þeir eru
ekki svo dýrir. Piltarnir hafa vel gert
að halda félaginu véðlýði Ogúr því þessi
vísir er nú kominn hér á til reglulegra
leikfimisæfinga, væri ekki nema rétt
gert af bæjarmönnum að styðja að því,
að honum geti farið sem mest fram.
Bæjarstjórnin hefir léð leikfimishús
barnaskólans ókeypis i vetur til æfing-
anna.—Formaður félagsins er nú Krist-
inn Ziemsen.
Dáin er hér í bænum, 14. þ.m., frú
Ragnheiður Christiansen, ekkja Krist-
iansen, Kristjánssonar amtmanns norð-
lendinga, f. í Rvík 22. Nóv. 1824.
27. Febr.
Yeður hefir verið gott undanfarna
viku, oftast hlýindi eins og á vordegi
væri; á föstudagsnóttina fölvaði og kom
sleðafæri, en nú er notaður hver dagur,
þegar snjó festir á jörð, til að aka grjóti
niður í bæinn.
Nýtt blað er enn stofnað í Reykja
vík ; það er mánaðarblað gefið út af
Stór-Stúku íslands til eflingar bindindi
og heitir “GOOD-TEMPLAR.” Rit-
stjóri er Ólafur Rósenkranz leikfimis-
kennari lærða skólans. Eldra blað
Templaranna “íslenzki Good Templar”
hætti að koma út fyrir nokkrum árum
og var í hans stað stofnað “Heimilis-
blaðið.’’
6. Marz.
Nú eru vermenn hvaðanæfa að halda
suður á nesin til fiskiveiða. Síðast í
fyrra mánuði er afli sagður á Miðnesi og
í Höfnum. Fengust alt að 30 í hlut. —
Nú er líka verið að ýta þilskipunum á
flot. Þeim fjölgar nú daglega á Reykja-
víkurhöfninni. Nýju skipi, er heitir
Elín, sem Helgi kaupmaður Helgason
hefir smíðað í vetur. var hrundið á flot í
fyrradag. Það er þriðja þilskipið, sem
hann hefir smíðað á þremur síðustu ár"
um.
Uppi í sveitunum eru menn nú í óða
önn að baða sauðfé. Það er gert eftir
skipun frá amtmanni. Sýslunafndir
hafa skipað 3—5 baðstjóra í hverjum
hreppi.
Á Vatnsnesi vildi það slys til nýlega
að maður misti skot úr byssu og hljóp
það í hönd honum. Það er sagður mik"
ill áverki.
í föstudagsbylnum 19. f. m.. varð
maður úti nálægt Keflavík. Hann var
á heimleið þaðan og hafði verið að vitja
læknis. ,
Prestskosning fór«fram í Hraun-
gerði 23. f.m. Kosinn var séra Ókfur
Sæmundsson með öllum atkv.
T?. V 1
Landsbankinn hefir nú keypt Bessa-
staði á Álftanesi fyrir 12,000 kr. Banka-
stjórinn vill að þar verði reistur holds-
veikisspítalinn.
Veður hefir verið inndælt undanfar-
andi viku, hreint og bjart. Létt föl hef-
ir legið yfir jörðu. Oftast logn og glaða-
sólskin um daga, en kvöldin kjr og svöl
Á þessum dögum ríða menn útog reyna
gæðingana.
í jarðræktarfélagi Reykjavkur hafa
árið sem leið verið unnin 1600 ( agsverk;
sléttaðar 10 dagsláttur, vallargarðar
hlaðnir úr grjóti 629 faðmar of lokræsi
gerð 218 faðmar. Félagsmenn voru við
árslok 101. Þá átti félagið i sji'ði 219 kr.
43 au. auk áhalda og geymsluslúrs.— Á
undanförnum 6 árum ) félaíið unnið
full 13.000 dagsverk. i lega2200áári
aðmeðaltali. 80 dar itur hefir það
gert að túnum en 21 . maturtagörð-
um.
i. Iferz.
Skipunin um sa 1 jártödin hefir
sumstaðar mætt talsr '>utr mótþróa
af bændum. Hefir e •> raeir borið á
þessu norðanlands en h syð-a Eink-
um eru það Þingeyinga «lufa þver-
skallast við skipaninni og er pa) undar-
legt, þar sem upplýsing liinia nýrri
tíma á að hafa "uppljómað”þá meir en
annað fólk í þessu landi. Antmaður
Norðlendinga liefir átt í hörðun rimm-
um við þá og er óvanalegt að sjá það
hér á landi, að yfirvöldin g'ípi sjálf
pennann til að fræða almsniing um
gagn og gildi fyrirskipana sinm eins og
hann hefir gert í þessu máli.
Aukapóstur sá sem fer frá Akureyri
að þönglabakka, Ólafur Þoisteinsson,
hrapaði 15. Febr. ásamt hest: niður af
20 faðma háu bjargi utanvií Garðsvík,
þar sem Faxafall heitir á Svalbarðs-
strönd. Bæði maður og heitur fengu
VKITT
UÆSTU VBRÐLAUN A IIElMIfÝNrNGUNN
DR
BANNG
P0WDÍB
IÐ BEZT TILBÚJA
óblönduð vínberja Cream of Tartar
powder. Ekkert álún, aímonia eða
önnur óholl efni.
40 ára ’-eynslu
banaen póstflutningur skemdist nokkuð
Þarna kvað vera hinn versti tröllaveg-
ur, þótt póstleið sé.
Geir kaupm. Zoega hefir keypt tvær
fiskiskútur ytra. Önnur þeirra. “Edin-
burgh,” keypt í Hull, kom hingað á
miðvikudaginn eftir 9 daga ferð þaðan.
Hún er 83 smálestir. Hin heitir “Liv-
erpool” og er litlu stærri, Þriðju skút-
una keypti hann fyrir Th. Thorsteinsson
Jón skipstjóri Jónsson í Melshúsum
hafði einnig keypt væna skútu, og aðra
Sturla Jónsson kaupmaður.
Á Horni í Auðkúluhreppi kviknaði
í bænum að kvöldi dags 5. des. f. á.
Bóndinn þar, Jón Þórðarson, var við
útiverk og konan við mjaltir og hjá
henni tvö elztu börnin og urðu menn
því ekki eldsins varir fyr en baðstofan
stóð í björtu báli. Varð því með mestu
naumindum bjargað geymsluskemmu,
sem stóð rétt við baðstofuna, því snjó-
veður var og niðamyrkur.
Stöðugt góðviðri undanfarna viku.
Sjór og loft er orðið vorlegt, en jörðin
mjallhvít. Það er þunt föl sem yfir
henni liggur og að eins til prýðis. I
gær var bjart og hlýtt sólskin, nærri
því eins og á sumardegi væri.
pmnmnmtmwmmmnmmwmmmitmwmtmmtK
| Vort “jeg” og annara augu. 1
S- Vort. eigið elskulega "ég” er eins atkvæðamikið nú og fyrir 50
^ árum. En vér höfum æ minni og minnni ástæðu til að guma af sjálf-
um oss, — það gera aðrir sem nægir. Og vér erum fúsir til að sýna
Sl ost gegnum annara gleraugu. Þanuig lízt S. F, Bóyce, lyfsala í stór
og smákaupum, í Duluth, Minn., á oss, eftir 25 ára atliugnn : “Ég
y— hefi selt Ayer’s Sarsaparilla í meir en 25 ár, bæði í stórkaupum og smá- ~^
kaupum, og hefi aldrei heyrt nema hrós um það lyf. Hefi ekki fengið ^2
eina einustu kvörtun. Það er skoðun mín að Ayers-- Sarsaparilla sé —^
hiðbezta bjóðhreinsunarlyf, sem almenningi hefir verið beðið.” — Það
^ er góður vitnisburður þetta. frá manni, sem hefir selt flöskur af Ayer’s
yT- Sarsaparilla í þúsund tuga tali. En svo er það einnig bergmál af al- ^
menningsálitinu hvar sem er, — ekkert nemu liroH um
Ayer’n SnrMiipxrilIa. «
» Efast nokknr um það ? Sendið þá eftir “Curebook.”
Hún deyðir efann oð læknar efasama menn.
^ Adressa: J. C. Ayer Co., Lowell, Mass.
rumíMmmmmmmuuiMmmuimmiM
Eftir Austra.
Seyðisfirði. 18. Febrúar,
I gærkvóld andaðist í Húsey i Tungu
Jón Jónsson, er lengi bjó í Hlíðarhús-
um í Jökulsárhlíð, faðir þeirra Jóns al-
þingismanns á Sleðbrjót og Guðmundar
hreppstjóra í Húsey. Hann var 65 ára
gamall, fæddur 22. Júlí 1831, Faðir
hans var Jón, sonur Bjarna bónda Ei-
ríkssonar á. Ekru, er margt fólk er frá
komið í Tungu og víðar, en móðir Guð-
rún Björnsdóttir. Vilhjálmssonar,Arna-
sonar smiðs í Húsey Sigurðssonar......
Jón sál. var drengur góður. tryggur og
vinfastur, bjartagóður og hjálpfús,
gleðimaður og gestrisinn. Hann var
hraustmenni og fjörmaður, ötull og
harðirjörr. Hann var all lengi við sveit
arstjórn í Hlíð og vann að því starfi
með áhuga,
Tíðarfar hefir verið nokkuð óstillt,
en oftast þó blíðviðri, og þ. 15. þ, m.
var hér 11 stiga hiti á R. Snjór er þvi
lítill í Fjörðunum, en nokkru meiri upp
á Héraði, en þó jarðir góðar.
Spítalinn. Nokkrar konur hér í
kaupstaðnum hafa með síðasta pósti
sent út áskorun um að gefa til Bazars
og Tombólu, jer halda á hér um mán-
aðamótin Júní og Júlí næstk., til á-
góða fyrir spítala Austfirðinga,
Fjölmennur fundur var haidinn hér
á Vestdalseyri 16. þ. m., eftir ósk 2
sendimanna, þeirra Tobíasar Finnboga-
sonar úr Reyðarfirði og Ingvars Pálma
sonar úr Norðfirði, til að koma á föst-
um samtökum um ráðningu sjómanna
og meiri samhljóðun, en verið hefirmilli
fjarðanna, innbyrðis. Lýstu Seyðfirð-
ingar sig samþykka í flestum aðalatrið-
um því, er gerzt hafði á samskonar
fundum í Reyðarfirði og Norðfirði.
Eftir Bjarka.
Seyðisfirði, 5. Marz.
Sama einmuna blíða. Hér má segja
að meir hafi verið sumar en vetur alla
stund síðan í Októbermánuði, þó hrina
hafi komið dag og dag og hversu i-
skyggilegt sem útlit hefir verið, þá
verður nú góðviðri úr því öllu. Hér er
nú oftast hiti og þó frjósi á milli er það
okki nema tvö til fjögur stig.
Annað sorgarslysið til. Ún bréfi úr
Héraði : Það var rétt og vel gert að
skýra frá Sigurjóns slysinu, því þar
riður á að sannindin komi í ljós hvar
sem þau eru. Og nú kom annað fyrir
litlu betra, ef þær fregnir eru sannar,
sem borizt hafa af láti Guðmundar
bónda Hallasonar á Hreimsstöðum.
Hann var, að sögu, að fylgja tveimur
nágrönnuin sínum sem komu úr kaup-
stað og var þá mjög ölvaður, að sagt er
svo augljóst vai, að maðurinn væri
ekki einfær, en var þó slept einum heim
leiðis. Á þeirri leið varð hann úti og
vesalings ekkjan fann hann sjálf, fékk
sér mannhjálp til að aka líkinu heim,
og blessuð börnin komu á móti henni.
Svona er mér sögð sagan, en ég þori
ekki að ábyrgjast að rétt sé. Guðmund-
ur var í betra lagi gáfaður og eflaust
einn hinn mentaðasti bóndi Héraðsins.
Hugsjónin ljós og sjálfstæð. Hann var
allvel máli farinn, góðgjarn og glað-
lyndur, stiltur og jafnlyndur. Hefði
ei féskortur og óhappadís vínsins lamað
svo mjög framkvæmdir hans, hefði
hann eflaust verið einn nýtasti bóndi
hér um sveitír. — Hann lætur eftir sig
ekkju og 5 börn eða 6.
12. Marz.
Vesta kom hingað í fyrradag og á
nýr skipstj. Svenson að nafni. Hingað
kom með henni frá Höfn Ernst lyfsali
og nokkrir menn komu sunnan af fjörð-
um. Vetur harður ytra.
Helgi Jónsson náttúrufræðingur
fór með Vestu til Leith eftir að hafa
lokið prófi við háskólann með sóma.
Eftir Þjóðvíljanum unga.
Isafirði. 9. Febrúar.
Tíðarfar. Hér hefir haldizt öndveg
istíð, síðan síðasta blað vort kom út.
Aflabrögð hafa verið prýðisgóð í
Bolungarvík undanfarna daga. og all-
góður afli einnig annarsstaða í Djúpinu
hjá þeim, er beitu hafa haft.
16. Febr.
Nýtt hvalveiðafélag. Eftir þvi
sem skýrt er frá í dönskum blöðum hef-
ir i vetur verið stofnað hvalveiðafélag í
Khöfn, er nefnist: “Hið islenzka hval-
veiðafélag”, og ætlar að reka hvalaveið-
ar hér við land. Við félag þetta eru
ýras stærri verzlunarhús í Khöfn riðin,
og er hlutaféð, sem þegar er fengið, ná-
Iiægt 300,000^ eða 12 hlutir á 24 þús. kr.
hver. Aðal-framkvæmdarstjóri félags-
ins er hr. B. G, Ásgeirsson kaupmaður
og er fullyrt að hvalastöðin verði hér
inni í firðinum á Skipeyrinni. sem Ás-
geirsverzlunin hefir ný skeð keypt mest
an part af, áður en hljóðbært varð um
félagsstofnun þessa, og mega þá bæjar-
búar hér á ísafirði heldur en ekki
hlakka til lyktarinnav og þrifanna, sem
fylgja þessari atvinnu, svona bétt við
kaupstaðinn.
Eftir Stefnir.
Akureyri. 11. Janúar.
Strokkur dauður. Úr bréfi úr Bysk
upstungu, 6. Nóv. f. á.: Nú þarf eng-
inn að fara jafnnær frá Geysi, síðan eft
ir jarðskjúlftana í suraar. Gýs hann
oft á dag, en þar á móti er Strokkur
dauður úr öllum æðum og kólnaður svo
að ég deif hendinni í hann seinast er ég
fór hjá honum; hann er nú fullur á
barma. Nýr hver er kominn fyrir ofan
Geysi, mikill og ljótur og gýs í sífellu
1—2 fet, og allir hafa þeir Haukadals-
hverar verið espir og æfir síðan alt til
þessa, hversulengi sem það helzt. Hver-
inn hjá Reykholti hér í Tungunum hef-
ir verið að gjósa síðan, hér um bil 12
fet, og myndi víst giósa betur ef hann
væri ekki fyltur af grjóti. Segir sagan
að liann hafi verið goshver, áður en
skólapiltar frá Skálholti hafi fylt hann
með grjóti fyrir þá sök, að hann hafi
drepið sauð er þeir áttu til göngu þar i
holtinu. Væri gaman að rejrna að ná
úr honum grjótinu, en það er ekki auð-
gert.
13. Febr.
Látinn er hér í bænum Mngnús
Benediktsson fyrrum verzlunarmaður.
59 ára gamall.....
Veðrátta. Góðviðrið hélzt fram að
þorrakomu, en á laugardaginn l'. i
þorra brast á með norðanbyl og nokk-
urri snjókomu. hafa síðan verið allhörð
frost með hríðarköstum að öðru hverju
en eigi sniókomu.
Sjúkrahússforstaðan á Akureyri er
veitt frá 14. Maí næstkomandi frútHall-
dóru Vigfúsdóttur frá Bieiðabólsstað.
88 stúlkur eru á kvennaskólanum
á Akureyri. Forstöðukona Ingibjörg
Torfadóttir frá Ólafsdal.
Jarðskjálftasamskot í Ej:jpfirði oið
in kr. 1935,19.
Eftir Þjóðólfi.
Reykjavík, 12: Fébrúar.
Fréttaþráður til íslands, John
Mitchell, enski málafærslumaðurinn, er
hefir verið hér tvívegis, i þeim erindum
að koma á fréttaþráðarlagningu til Is-
lands, þykist nú hafa nokkrar vonir um
framgang þess máls. Auðmenn í Lun-
dúnum hafa áskilið sér 180,000 kr, styrk
á ári til að byrja á fyrirtækinu, en það
fé vantar enn. Nú hefir Mitchell verið í
Höfn til að túlka roálið fyrir dönsku
stjórninni, hver sem árangurinn verður
af þeim málaleitunum. Óskiljanlegt er
að stjórnin sinni þessu ekki að einhveru
leyti, og vilji ekkert af mörkum leggja
úr ríkissjóði til að hrinda því áleíðis.
Það er enginu efi á því, að alþing að
sínu leyti mun gera það. sem í þess
valdi stendur til að styðja að því, og
þótt kraftarnir séu ekki míklir hjá oss.
þá er ræða er um svo stórkostlegt fyr-
irtæki, þá ættum vér þó að get.x látið
eitthvað af hendi rakna, eins og alþing
þegar hefir tjáð sig fúst til.
Séður þjófur.
Nýrnaveiki kemur að manni óafvitandi,
þá kvefj þarnæst blóðsamdráttur
og bólga, og lbks hinn dauðlegi
‘brights’ sjúkdómur. So.American
Kidney Cure á að eins við nýrna-
veiki. Það linar þrautirnar á sex
og_ læknar alveg ef það er rétt
brúkað. Bregst, aldrei.
Mr. James.McBrine frá Jamestown.Ont.
segir : “Ég hefi þá skoðun að South
American Kidney Chre hafi bjargað lífi
minu. Eg var syo farinn að það þurfti
að teku frá mér þvagið með verkfærum”
Mr. A. Williamson, tollþjónn í Kincard-
ine, Ont., segir: “Eg get mælt með
þessu meðall sem inu langbezta af þeirri
tegund fyrir alla sem þjást af nýrna-
veiki og veiklun í biöðrunni.”
19. Marz.
Vesta. Fárs-tjóri eimskipaútgerð-
arinnar íslénzkui, D. Thomsen, hefir r
komið því til leiðar við hið sameinaða .
gufuskipafélag, að Corfitzson skipstjóra .
á Yestu hefir verið vikið frá stöðu sinni .
og heitir sá Oi I. Svensson (sænskur), er
við tekur í stað hans.....
Gufubátaferðir. Hr. Thor E. Tuli-
nins stórkaupmaður í Kaupmannahöfn
tekur að sér, eins og í fyrra, gufubáts-
ferðirnar fyrir Norður- og Austurlandi,
og birtist áætlun skipsins (Bremnæs)'
hér i blaðinu. Samkvæmt henni verða
ferðirnar 6; milli Hornafjarðaróss og
Siglufjarðar, á timabilinu frá 1. MaLtilS
24. Sept., op" auk þess 3 aukaferðir til
R.víkur og 1 til Sauðárkróks.
Hr. Tulinius hefir nýlega keypt nýtt
gufuskip 'Hjáhnar’, 330 smálestir; og
erþess getiðí ‘Söfartstidende’, að það'
eigi að verða til Islandsferða, er ísafold
skilur svo, að það muni jafnvel eiga að
koma í stað Bremnæs. En það er flest-
um kunnugt, að hr. Tulinius hefií ein-
mitt mörg gufuskip í förum til íslands
(Austfjarða) árlega, og til slikra. milli-
ferða mt» skip þetla ætlað.
Nú er Faxaflóagufubáturinn vænt-
anlegur frá M«ndal síðast í næsta mán-
uði. Hann hefir 3 farþegarúm og get-
ur tekiðum 200 farþega. Á hann að
hefja ferðir sínar hér um flóann 6, Maí.
Hann heitir nú ‘Reykjavík’, (en áður
‘Tö.nsberg’).
Lausn frá embætti [hefir Benedikt.
Sveinsson sýsluinaður sótt um, og mun
hann flytja hingað suður.
Lvíið sem lækiiar.
Hið mikla heilsustyi-kjandi
vormeðal.
Paines Celery Compoundfyr-
ir menn, konur og börn.
Eftirfylgjandi vottorð gefur Miss
Blake, 303 Hughson St., Hamilton :
“Svo árum skifti þjáðist ég mikil-
lega og var altafundir læknisumsjón og
sögðu þeir að veikleiki rainn væri að
snúast í tæriingu. Af framhaldandi
meðalabrúkun versnaði mér meir og
meir og gáfu þeir upp alla von um bata.
En rétt í því ástandi, máttfarin, lystar-
laus og meltingarlítil og án þess að festa
nokkurn rólegan blund, byrjaði ég að
brúka Paines Celery Compound. Er ég
hafði brúkað eina flösku fann óg strax
mikinn bata. f alt hefi ég brúkað 7 eða
8 flöskur og er nú s©.m nýr kvennmaður,
nýt lífsins og er að öllu leyti eins og ég
óska helzt að vera. Margfaldar þakkir
eigið þér því skilið fyrir þetta mikla lyf.
ick-Atlu'. raee-Artac, Idatic
I’atni, Neura’.slc Pains,
Puia in tho Sido, etc.
Promptly Kelieved and Cured by
fhe “D. & L.”
Menthol Plaster
Havirijr u*nd yor.r D. 4 I* Menthol Pla*ter
fi.r si»vero jn.inln tho bnuk and lumbapo, I
unhesitatiii“ly reuotnravnd satne as asafo,
flure and raníd mnedy: In fnrt., theyaotllka
raaj'io.—A. Lapuinte, Eiizabelbtowu, Ont.
PpIcc JWc.
DAVIS & LAWRENCR CO., Ltd.
Proprietors, Montreal.
Fain-Ki
(rs^r.T davis’.)
/ ■' • medjrin cvory case
and cvcry kiu 1 of jjowel Complaint is
P.ai<i*fáiller.
This aíru r-'iont'ntid it can’tbo
inado too or too emphatic.
It is a simplo, caío cnd quick curo for
Crampr:, Cough, Klioumatlsm,
Colic, Colds, Ncurulgia,
Diarrliœa, Croup, T«M>thaclio.
TWO SIZES, 25c. and BOc.