Heimskringla - 22.04.1897, Page 4
HEIMSKRINGLA 22 APRÍL 1897.
Winnipeg.
Rauðá heldur áfram að vaxa, en fer
þó hægt. Yfirborð hennar er nú rúm
lega 12 fetum lægra en Main Str.
Hr. Ingimundur Ólafsson frá West'
bourne, Man., kom til bæjarins á föstu
dagskvöldið var. í för með honum var
hr. Guðm. Guðbrandsson.
Almennur pólitiskur fundur verður
haldinn í North-West Hall í kvöld, und
ir stjórn bindindismanna og verka-
manna og þingmannsefnis þeirra, E. L
Taylors.
Hr. Jón Stefánsson á Gimli var á
ferð hér í bænum fyrir helgina, Kom
með Jónasi Skúlasyni, sem var að skrifa
sig fyrir landi vestur af Gimli, er hann
hefir búið á um tíma, en sem nú lá við
borð að yrði tekið af honum, ef hann
ekki skrifaði sig fyrir þvi tafarlaust
Þó ilt væri að fara lagði hann þó af stað
og bar sigur úr býtum.
Góðviðrið sem verið hafði alla síð-
ustu viku endaði snögglega aðfaranótt
páskadagsins. Á laugardaginn var mið-
sumarhiti og stórfeldar þrumur og
steypiregn um kvöldið, alt til kl. 10. En
á páskadagsmorguninn var komið norð-
vestan rok með fannburði svo gránaði
rót, og hörkufrosti. Hélzt ofsinn allan
daginn og fram á nótt.
Eauðá er nú orðin lj mila á breidd
suður við landamærin og í Emerson er
vatnið snmstaðar alt að 10 feta djúpt á
strætunum. Mörg hús hafa skekst á
grunni og skerq^t og meðal þekrra er í-
búðarhús hr. Bjarna Sölvasonar, er
lengi hefir búið í Emerson. Flóð mikið
er og vestur um sléttuna, meðfram báð-
um járnbrautunum vestan Rauðár
og eins víst að umferð verði heft þegar
minst varir.
Tvö blöð af “ísland” bárust oss
hinn 19. þ. m., dagsett 20. og 27. Marz.
Segir þar að á Stokkseyri hafi farist skip
með 9 mönnum á hinn 20. Marz. — Afli
góður á suðurlandi.— Jörð alauð. —Dr.
Valtýr Guðmundsson hefir verið kvadd-
ur til að gera rannsóknarferð til Græn-
lands, ásamt Daniel Brun, er í fyrra fór
um ísland. Eiga að skoða fornar tóftir
á Grænlandi,
“Ekki alt gull sem glóir”. Atvinnu
lausir menn og allslausir, sem glapzt
höfðu á gullfréttunum frá Rat Portage
eru nú farnir að flýja fótgangandi
og með stuldi á járnbrautarlestum. Og
frá Rossland í B. C. er oss ritað 14. þ.
m., að þar séu2 —3000 menn atvinnu-
lausir, að alt af bætist við, en vorið fá-
dæma kalt, svo að þann dag sé um 4—6
feta djúpur snjórí fjöllunum umhverfis.
Hra. S- J. Jóhannesson biður oss
að láta þess getið, að séu einhverjir hér
í bænum, sem hafa keypt ljóðmæli hans
í kápu, en sem æskja eftir að fá þau
bundin, þá býðst hann til að skifta við
þá, svo framarlega sem eintak þeirra i
kápunni er "óklikkað” og óskemt, þar
eð hann hefir komizt að samningi við
bókbindaraun um að binda meira en í
fyrstu var um samið fyrht ákveðið verð.
Þeir sem kynnu að vilja hafa skifti eru
beðnir að gefa sig fram tafarlaust.
Úr Árnesbygðer oss ritað 14. þ.m.,
að snjóvatnið hverfi ofan í jörðina jafn-
harðan, og að ef ekki rigni þvi meira,
muni minna vatn á jörðu i vor en venja
sé, sem sé að þakka þyi að jörð hafi að
mestu verið þýð undir hinnm mikla
snjó. Ný-íslendingar hugsa gott tii
með gul’námurnar fyrir handan vatnið
ýmsir að festa sér námulóðir og sumir
að flytja austuryfir í bráð. Meðal
þeirra eru nefndir þeir feðgar Kjartann
Stefánsson og Stefán Jónsson, er áður
hefir ’verið getið um hér í blaðinu.
Kvað Stefán vera ráðinn sem járnsmið-
ur, til að herða og laga steinklöppur, af
hérlendum mönnum, en Kjartann ætlar
að hafa greiðasölu á hendi. Þó segir
bréfritinn að mest fagni INý-íslending-
ar ef sönn reynist fregninum kolafund-
inn vestanmegin vatnsins. Eru þau að
sögn fundin í hæð vestur af Eisher Bay
og í beinni linu um 40 mílur norðvestur
frá Islendingafljóti. — Samahæðin ligg-
ur um Gimlisveit vestanverða og er
ekki óhugsandi að menn fari nú að
grafa í þá hæð hér og þar í þeirri von
að finna kol, Vér höfum átt tal við
menn, er álíta að kol séu til i hæðum
vestur af Árnesbygð.
Rauðá braut af sér ísinn hér undan
bænum á laugardaginn 10. Apríl, en
burt komst hann ekki fyrri en á þriðju-
daginn hinn 13. Þangað til voru bara
auðir flákar hér og þar, sumstaðar alt
að 300 faðma á lengd og þvert yfir ána
en íshrðngl bakkanna á milli annarstað-
ar. Suður með ánni hér og þar sat ís
fastur í flekum landa á milli og hlaðinn
upp í garða, er ekki brotnuðu fyrri en
miðvikudagsmorgun, en þá fyrir alvöru
byrjaði áin að vaxa. Með ísnum að
sunnan kom flóðalda, sem þeytti upp
vatninu þangað til áin var að heita
mátti bakkafull undan bænum, en þeg
ar hún stóð hæzt um daginn, var þó yf
irborð vatnsins fullum 13 fetum lægra
en yfirborð Aðalstrætisins undan Port
age Ave. Um kvöldið kom telefónskeyt
frá Selkirk er sagði að áin væri þá óðum
að ryðja sig og á fimtudaginn var hún
íslaus orðin á því svæði. —Emerson er
að mestu undir vatni og öll sléttan
grendinni og svo er um Pembina, N. D
(2 mílur suðvestur frá Emerson).í Grand
Forks er áin óðum að lækka,—var hinn
14. þ. m. fullum 3 fetum lægri en þegar
hún stóð hæst.— Hér í bænum búast
menn við að Rauðá haldi áfram að vaxa
af og til alt fram yfir næstu helgi og
máske fram um mánaðarlok, en mikið
má hún vaxa enn ef flóð á að verða hér
bænum-
Gasgerðarfélagið vill fá einkaleyfi á
gasgerð hér.í bænum í 25 ár enn, en lof-
ar að færa niður ljósagas um þriðjung,
—úr $3 og i $2 þúsund fetin, og $1,80 ef
borgað er fyrirfram. Gas til hitunar og
matreiðslu býður það á $l,50þúsundfet.
Fái það leyfið býðst það til að leggja 10
mílur af gaspípum um bæinn í sumar og
auka að mun við gasgerðarvélar sínar
og áhðld. Bæjarstjórnin kom saman á
aukafundi til að ræða um þetta mál í
vikunni sem leið, en þar var ekkert gert
endilegt.
“ Bjarki.”
Með íslandspósti í vikunni sem leið
fékk ég 6 ný blöð af Bjarka, nr. 5—10,
og auk þess nægilegt af blaðinu frá byrj
un, til að fullnægja öllum pöntunum, er
ég hefi fengið. Ég hefi nú sent blaðið
út til allra kaupenda. En ef einhverjar
misfellur hafa orðið á eða gleymst að
senda einhverjum, vilég biðja þá sem
fyrir þvi kynnu að verða, að láta mig
vita það tafarlaust. — Eg hefi nú fáein
eintök óseld af blaðinu frá byrjun.
M. PÉTURSSON.
Eins og tilstóð var Grand leikhúsið
nýja vígt á fimtudagskvöldið 15. þ. m.
þó ekki væri það þá að öllu leyti fullgert
Leikhúsið er litið kyili—sæti fyrir 900 á-
horfendur — en laglegt og bygt sam-
kyæmt nýjasta sniði áleikhúsum. Leik-
sviðið niðri á grunnmúr, aðal-áhorf-
enda.sa.lur þar fram af, en tvö gallerí að
auki hvort upp af öðru. Upp af leik-
sviðinu rís sérstök bygging hærri en
húsið sjálft og upp þangað eru öll leik-
tjöld dregin þegar búið er að brúka þau
en öðrum hleypt niður að þörfum.
Islendinga-dagurinn.
Eins og auglýst hafði verið var hald-
inn fundur hér í bænum að kvöldi hins
14. þ. m. til að ræða urn þá tillögu, að
viðtaka þingsetningardag hins forna al
þingis sem þjóðminningardag, þar eð
sýnt þætti, að útsveitamenn gætu ekki
eða vildu ekki taka 2. Ágúst til hátíða-
halds. Fundarsalurinn var troðfullur,
sem var vottur þess, að hér var um á-
hugamál að ræða. Eftir allmiklar um-
ræður með og mót, bar Magnús Paulson
fram þá breytingartillögu, að viðtekinn
yrði sem þjóðminningaadagur 17. Júní
ár hvert, og skýrði þá tillögu þannig, að
þann dag mánaðar hefði alþingi komið
saman við Öxará, í fyrsta skifti, árið 930
Með breytingaruppástungunni greiddu
atkvæði 89 manns, en á móti 119. Með
tillögunni að viðtekinn væri fimtudag-
urinn er fellur 11.—17. Júni (báðir dag-
ar meðtaldir) greiddu atkv., en á
móti . Þá var gengið til atkvæða
um að íslendingadagur skyldí haldinn
2. Ágústeins og að undanförnu, og voru
129 manns með þeirri tillögu, en hvað
margir voru á móti er óvíst, þvi sam-
tímis tók fólk að streyma burt úr fund-
arsalnum og varð engri reglu á komið.
Fundurinn var róstusamari en svo,
að hann geti talist tslendingum til sóma.
Það var tekið fram i fyrir ræðumönn-
um, blístrað, baulað og ýmisleg ólæti
höfð í frammi, eins og verst á pólitisk-
um deilufundi, og það sem óálitlegast
er, er það, að það voru ekki alt gapa-
fengnir unglingar sem létu illa. Það
gerðu einnig menn, sem hefðu átt að
vita miklu betur hvað sæmandi er.
Þessi eru þá úrslitin og höfum vér
ekkert um það að segja. Þar sem Dak-
ota-menn, Utah-menn og að síðustu
Winnipeg-menn hafa hafnað tillögunni
um að viðtaka þingsetningardaginn, þá
virðist það benda á, að menn séu elsk-
ari að 2. Ágúst en svo, að þeir geti slept
honum. Eins og vér höfum áður sýnt
fram á, er það skoðun vor, að þingsetn-
ingardagurinn sé alt eins merkur dagur
i sögu íslands, en líti almenningur öðru
visi á það, skulum vér ekki kvarta yfir
því. Það eina sem vér vildum og vilj-
um enn, er það, að allar bygðir íslend-
inga, sem á annað borð vilja hafa þjóð-
minningardag, haldi þann dag á einum
og sama degi. Vér getum sem sagt ekki
betur séð, en að það sé í meira lagi á-
lappalegt, að hafa 2, 8 eða fleiri þjóð-
minningardaga á einu ári.
Yandað skip
verður að allra dómi gufubátur sá, er
þeir bræður Stephan og Jóhannps Sig-
urðssynir eru að lúka við smíði á í Sel •
kirk, Trjáviður allur í byrðingnum er
British Columbia fura og betra efni telja
menn að ekki sé til i skip. Vélin er að
allra dómi ein hin fallegasta og sterk-
asta á Winnipeg-vatni hefir 129 hesta
afl, frá vélasmiðju James Perkins í Tor-
onto. Að sama skapi og efni alt er
vandað, er og smiðin vönduð. Yfir-
smiðurinn, James Robarge, frá Bay
City, Mich., er nafnkunnur skipasmiður
—lærði það verk til fullnaðar á skipa-
smíðisverkstöðinni sem framleitt hefir
meðal annara skipa,hin ferðmiklu gufu-
skip “American línunnar.” Hinir smið-
irnir flestir voru Islendingar, er munu
fá góðan vitnisburð hjá yfirsmiðnum
fyrir dugnað og vandvirkni. W. E.
Simpson vélfræðingur var yfirmaður
við að setja saman vélina og komahenni
fyrir.
Hvað mörg tons báturinn ber, höf-
um vér ekki heyrt, en í honum er frysti-
hólf er tekur 35 til 40 tons. Stærð hans
er : Lengd, að yfirmáli, 105 fet; breidd
18J fet; hæð upp að þilfari 9 fet. Þegar
hann er hlaðinn ristir bann 6 fet. Á
bátnum aftanverðum er upphækkað þil-
far (lyfting) 24 feta langt. Á honum
framanverðum og aftur undir hið upp-
hækkaða þilfar er yfirbygging 6J fet á
hæð, er klæðir bátinn allan út á borð-
stokka. Ofan á þeirri bygging er káet-
an, eða farþegjarúm, borðsalur o. s.frv.,
14 feta breitt og nær frá stýrimannshús-
inu að framan aftur að hinu upphækk-
aða þilfari. Er búizt við að í þessu far-
þegjarúmi verði rúm fyrir 40 farþegja.
Undir hinu upphækkaða þilfari eru her-
bergi skipverja og þar einnig er mat-
reiðsluskálinn og gengur lyftivél frá
honum upp i borðsalinn.
^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦E£
♦
X Hin makalausustn
ÍKJORKAUP
♦
♦
♦
♦
♦
♦
:
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
í tvœr vikur.
♦♦♦♦ ♦
Um tvær næstu vikur gefum ♦
vér hatt og hálsbindi með hverj- ♦
um alfatnaði sem keyptur er J
hjá oss. Hattarnir eru með nýj- ♦
asta lagi, $1,00—$2,50eftirþví ♦
hve dýr föt eru keypt. Fötin X
seljum vér eins ódýrt ognokkr- ♦
ir aðrir, suo þér sparið yður ai- ♦
gerlega það sem þér fáið gefins X
með þeim. — Komið inn og tal- ♦
ið við Kristján Benediktsson ♦
sem vinnur í búðinni. X
1 Iloover & Towiu
♦ ■ n, 7 ♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
680 Main Str.
Næstu dyr fyrir sunnan '
Clifton House.
^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦j^
SÍON S-FRÉTTIR.
Spanish Fork, Utah. 7. April.
Tíðarfarið hefir verið hálf umhleyp-
ingasamt í vetur, sérstaklega síðan um
nýár. Engin veruleg vorhlýindi kom-
in enn. Bændavinna ekki byrjuð þeg-
ar þetta er skrifað (7. Apríl).
Heilsufar með lakara móti í vetur;
mislingar og ýmsir aðrir smá kvillar
hafa gengið hér í nær allan vetur. —
Manndauði lítill.
67. árs kyrkjuþing Mormóna stend-
ur nú yfir í Salt Lake City. Engin tíð-
indi þaðan.
27. Febr. síðastl. lézt að heimili
sínu hérí bænum Rannveig Jónsdóttir,
þriðja kona Þórðar sál. Diðrikssonar.
Dauðamein hennar lifrarveiki. Hún
var jarðsett hinn 29. s. m.
Á meðal landa hafa þessi gift sig í
vetur: Elías Jones og Helga Gísladótt-
ir Einarssonar frá Hrífunesi; Jeremías
Davís og Guðbjörg ( Guðmundsdóttir
Guðmundssonar úr 'Parish’; Árni
Helgason og Seselja Vigfúsdóttir; Einar
Pálsson og Magnea Sigriður Ágústa
Magnúsdóttir Einarssonar frá Sauða-
gerði við Reykjavík; Einar Vigfússon
og Jónína Guðrún Þórarinsdóttir Mor-
móna-missíónera. sem seinast var send-
til íslands; Julian Whitemore og
Maria Guðmundsdóttir frá ‘Parish’.
Fjarska mikla hátíð stendur til að
halda hér i Utah á næsta surnri, sem
nefnist 'Pioneer Jubilee’ í minningu
þess, að liðin eru 50 ár siðan að spá-
maðurinn Brigham Young kom fyrst
til Salt Lake dalsins, en það var 24.
Júlí 1847. Hátíðin á að byrja þann 20.
Júlí og endar þann 24. Um $100,000
hefir verið safnað saman til hátíðar-
haldsins, og verður hún haldin i Salt
Lake City, því það er staðurinn sem
fyrsta tjald var reist á í Salt Lake-dal
1847 af þeim 181 sáluin sem fyrst komu
þangað með B. Young. Nú er ibúatal-
an í Salt Lake City 60 000, en 300,000 í
allri Utah.
Öllum governorum og öllum þing-
mönnum og öllum Senators úr hinum
vestlægu fylkjum og hans hátign ,for-
seta Banaaríkjanna verður boðið að
taka þátt í þesari miklu þjóðhátíð
hinna síðustu daga heilögu, fyrir utan
alla aðia, sem búast máviðaðverði
þar.
Til kjósendanna í
Winnipeg.
Þar eð margir kjósendur í Winnipeg
hafa beðið mig að vera í kjöri sem óháð
þingmanns efni,
Og þareð mér hefir verið sent svo-
hljóðandi útnefningaskjal :
"Vér undirritaðir kjósendur í
Winnipeg kjördæmi útnefnum hér með
Edmund Landor Taylor, lögfræðing, til
heimilis í Winnipeg, til að sækja um
þingmannsstööu á sambandsþingi
Canada, sem fulltrúi þessa kjördæmis.
Thos. Ryan, Wm. J. Hodgins, Rev.
Joseph Hogg, Geo. F. Stephens. Rev.
Cecil C. Owen, Ald. J. F. Mitchell Chas.
Raitt, Albert T. Davidson, AndrewStu-
art, R. D. Rorson, Frederick H.
Davidson, Angus Sutherland, T. J.
White, Andrew Dykes, W. R. Taylor.E
A. Burbank Dr. Wm. J Neilson, Geo.
Parr, W. Kinch. S- F. Olafson, W. A.
Pierce, Geo. H. Rogers, Rev.J. Stuart
J. C. Sproule, W. D. Bayley, B. Cunn-
ingham, F. A. Dixon, og nokkur hund-
ruð fleiri.
Þá hefi ég afráðið að taka þessari
útnefningu og skal, ef ég næ kjöri fram-
fylgja þessum málum:
1. Algerðu vinsölubanni. Mér verð-
ur umhugað um alla löggjöf sem miðar
til að fyrirbyggja vínsöluna.
2. Ég vil á allan hátt styðja mál
sem verkalýðnum eru hagkvæm, og
alla þá löggjöf sem veitir verkalýðnum
þeirra viðurkenda rétt.
3. Ég er mótfallinn löggjöf sem
gefur blátt áfram spekulöntum hald á
arðberandi eign þjóðarinnar, en vil að
sú eign sé geymd þeim sem vilja hag-
nýta þá eign, verkalýðnum til gagns
og þjóðinni í heild til góðs.
4. Ég er hlyntur því að leitað sé. sem
nánastra verzlunar samninga við Breta-
veldi og útríki þess og mun mæla með
að alvarleg tilraun sé gerð til að hrinda
því áfram, en ekki að gengið sé eftir
Bandaríkjunum í því efni.
5. Nái ég kjöri sem fulltrúi á þingi
skal ég sem óháður þinginaður fylgja
öllum málum sem Canadaríki í heild
sinni er til hagnaðar, með sérstöku til-
liti til þess sem Manitoba er hagkvæmt.
E. L. Taylor.
Winnipeg 19. Apríl 18997.
Kryplingur æfilangt.
ÞAÐ SÖGÐU LÆKNARNIR UM
RICHARD B. COLLINS.
Hann var mánuðum saman í sjúkrahús
um í Toronto, án þess honum
batnaði nokkuð. Pink Pills lækn-
aði hann þegar útséð var um að
önnur meðöl dygðu.
Tekið eftir blaðinu Echo, Wiarton, Ont.
Blaðið Echo segir eftirfylgjandi sögu,
og bætir því við, að það só engin furða
þó útbreiðsla þess meðals, sem þannig
reynist aukist að mun, því nytsemi með
alsins er stórvægileg. *
‘Eg, Richard B. Collins, geri hér
með eftirfylgjandi skýrslu, sem ég get
sannað með mörgum vottorðum. Ég
fór fyrst að finna til meina mínna fyrir
5 árum. Ég var um það leyti að vinna
við fiskiveiðar og var votur að heita
mátti alla tíma bæði sumar og vetur.
Mér sló niður og lá ég í rúminu nærri
3 mánuði. Þetta var í fyrsta sinni sem
ég hafði fengið þannig lagað aðsvif og
þegar mér skánaði fór óg aftur að vinna
og vann frá því í Fdbrúar þangað til í
Janúar árið eftir, að ég fékð annað að-
svif. Læknarnir kölluðu þetta gigt,
og þegar þeir voru búnir að reyna ým-
islegt við mig þangað til í Maí að þeir
urðu þess vísari, að sýkin var mjaðma-
íslendingadags samþykt
Argyle-manna.
Eftirfylgjandi grein hefir oss verið
send frá Argyle til birtingar í Hkr.:
“Islendingar í Argyle komu saman
á fundi hinn 13. Apríl, til þess að ræða
um fslendingadagsmálið. Fundurinn
var vel sóttur og voru fundarmenn ein-
huga um það, að hafa 17. Júní árlogan
þjóðminningardag. Eftirfylgjandi nppá-
stunga um þetta efni var í einu hljóði
samþykt :
“Oss sem hér erum samankomnir á
fundi, virðist það æskilegt og vel við
eigandi, að íslendingar í Vesturhoimi á-
kveði einhvern dag ársins sem almennan
þjóðminningardag og að þeir komi sam-
an þann dag, sér til skemtunar og þjóð-
legrar eflingar. Og þar eð vér þekkjum
engan dag, sem fyrir islenzka þjóð hefir
jafn almenna og merka þýðingu og 17.
Júní, þingsetningardagr fyrstaalþingis
Þingvöllum við Öxará árið 930, þá er
allsherjarríki var { fyrstu stofnað á ís-
landi, þá ályktum vér, að vorum hluta
að ákveða. að sá dagur verði framvegis
almennur þjóðminningardagur vor. En
beri 17. Júni upp á sunnudag, þá sé
þjóðminningardagurinn haldinn næsta
dag á eftir.”
Fundurinn ákvaö að hafa útbúnað
til samkomu í Argyle næstk. 17. Júní
og kaus 15 manna nefnd til forgöngu í
því efni.”
gigt sögðu þeir mér að fara á sjúkra-
húsið.
Ég fór til Torouto og var í sjúkra-
húsinu 5 vikur og fór síðan heim enitu
betri en ég hafði komið þangað. Mér
batnaði ekki heima og mátti sama vor-
ið aftur fara á sjúkrahúsið og dvaldi
ég þar 3 mánuði, en fór alt af versnandi
Mér var sagt að þar væri ekki hægt að
lækna mig, og þegar ég fór gat ég að
vísu gengið við hækju. Þessu 'næst fór
ég heim og leið þá ekki á löngu áður en
ég fór aftur í rúmið. í þessu ástandi
var ég þangað til í Janúar næsta ár, að
kunningjar mlnir ráðlögðu mér að
reyna Dr. Williams Pink Pills. Ég fór
að ráðum þeirra, og áður en ég var bú-
inn með 5 öskjur var mér farið að skána
og þegar ég var búinn með eina tylft
af þeim var ég orðinn svo góður að óg
gat gengið staflaus og hefi óg alarei
brúkað þær síðan. Ég gat nú farið að
vinna ýmsa létta vinnu með köflum, og
í Janúar (1897) í vetur fór ég að vinna í
skógi og fann ekkert til í mjöðmunum,
nema ég þreytti mig um of. Hin síð-
ustu árin hefi ég eytt til meðala $300 og
hefi reynt alt sem álitið var að væri til
gagns. þó ekkert dygði mér þangað til
óg fékk Dr. Williams Pink Pills. Þeim
á ég að þakka heilsu mína, því læknarn
ir gáfu mér enga von um að fá heilsuna
aftur. Ég get bæt.t því við, að áður en
ég fór aðj|brúka Pink Pills var ég marga
nótt svo, að ég hugði að ég mundi ekki
lifa til Jmorguns”.
Gigt, mjaðmagigt, taugagigt, riða,
limafallssýki, höfuðverkur. taugaveikl-
un o, s. frv., eiga rót sína að rekja til
blóðsins. Kirtlaveiki langvarandi heima
koma o. s. frv,, læknast fljótt og vel
með Pink Pills. Þær gera líkamann
hraustan og heilbrygðann og útlitið
fallegti Þær eru seldar hiá öllum lyf-
sölum og fást með pósti frá Dr, Wiili-
ams Medicine Co., Brockville, Ont..
fyrir 50 cents askjan, eða 6 öskjur fyrir
$2,50. Takið ekki eftirstælingar.
Gerðu betur
ef þú getur. Það sem er í
Blue Storc
verður að fara
Merki:
Blá stjarna
434 MainSt.
Vorföt fyrir karlmenn,
dökk og grá á lit og $7,50
virði. Vér seljum þau.
$3,90
Alullarföt fyrir karlmenn,
með allskonar litum móleit, 7rt
og stykkjótt $9,50 virðijyrir ‘0
Alullarföt fyrir karlmenn,
mjög vöhduð, $13,50 virði, ©o ka
Vér seljum þau....... Ipo,DU
F ín karlmannaföt.
Þessi föt eru búin til eftir
nýjustu tízku og vönduðað®-io cn
öllum frágangi. Ættu að
kosta 16—Í8. Vérseljumþau
Föt úr skozku vaðmáli.
Þess föt eru öll með beztafrá-
gangi og efnið í þeim er alull <6-1 0 rn
ættu að kosta $25,00. Vér
seljum þau á.........
Barnaföt
Stærð 22—26, ættu að kosta
$2,00. Vér seljum þau á....
Drengjaföt
úr fallegu svörtu vaðmáli,
sterk og endingargóð, $8,00
virði. Vér seljum þau á....
Buxur! Buxur! Buxur!
Hvérgi i heimi eins ódýrar.
Karlmannabuxur...........$1,00
Skoðið karlmannabuxurnar fyrir $1,25
Og ekki síður þær sem kosta $1,50
Enginn getur selt jafngóðar buxur
og vér fyrir.......... $2,00
Karlmanna “FEDORA” hattar svartir,
mórauðir og gráir, með lægsta verði.
THE BLUE STORE.
blá^stjarna. 434 Main St.
A. Chevrier.
$1,00
$4,50
NortliernPacjflcRy.
Getar selt Jiér farbréf
VESTUR,
til Kootenay (einasta h'na). Victoria
Vancouver, Seattle,Tacoma, ogPortland
er í sambandi við brautir sem liggja
þvert yfir landið, póstskip og sérstök
skemtiferðaskip til Alaska. Fljótasta
leið og bestir vagnar til San Francisco
og annara staða í California. Sérstakt
gjald fyrir “túrista” alt árið.
u
Snnnanfari,”
Fræðiblað með myndum. Kemur út
£ Reykjavík einu sinni á hverjum
mánuði. Eina íslenzka ritið er stöð
ugt flytur myndir af nafnkunnum I%
lendingum. Ritstjdri 0g eigandi
Þotsteinn Gíst.ason.
Blaðið kostar í Ameríku, fyrirfram
borgað, einn dollar úrgangurinn.
Eldsabyrgd
Vér vonum að íslendingar komi
til okkar þegar þeir þurfa að setja
hús, innanhúsmuni og verzlunar-
vörur í eldsábyrgð. Vér höfum
sterk og áreiðanieg félög, og ger-
um vel við þá sem skifta við oss.
Carruthers & Brock,
453 iNain St.
J. F. MITCHELL, Photographer.
Photographic Studio
211 Rupert St. Telephone 511
Winnipeg, - - - Man.
SUÐTTR,
Bestu brautir til Minneapolis, St. Paul
Chicago, St. Louis etc. Hin eina braut
sem hefir borðvagna og Pullmanvagna.
AUSTUR,
Lægsta fargjald til allra staða í Austur-
Canada og Austur-Bandaríkja, gegnum
St. Paul og Chipago eða vatnaleið gegn-
um Duluth. Greið ferð og engin við-
staða ef þess er krafist. Tækifæri til að
skoða stórborgirnar á le:ðinni ef menn
vilja það heldur. Lestagangur til Dul-
uth í sambandi við N. VV. T. félagið,
Anchor línuna og N. S. S. félagið.
TIL EVROPU,
Káetuplás og farbréf með öllum gufu-
skipahnum sem fara frá Montreal, Bosb-
on. New Yorkog Pnjladelphia til staða
í Evrópu, Suður-Afríku og Australíu.
Skrifið eftir upplýsingum eða finnið
C’lias. S. JFee,
General Passenger Agent.
St. Paul.
n , , _ eða If. Swinford
General Agent Winnipeg
WinnipegOffice Cor Main & Water St.
“BJARKI,”
ritstjóri Þorsteinn Erlingsson,
langbesta blaðið sem gefið er út á Is-
landi. Kemur út i hverri viku. Kostar
að eins $1.00 um árið. Útsölumenn fá
góð sölulaun. Skrifið til
„ . „ M. PÉTURSSONAR,
P.O. Box 305, Winnipej?.
*
-=*#*###
#
“BICYCLES”
Eg hefi samið um kaup á nokkrum reiðhjólum (Bicycles), sem
em álitin ein af (>eim ALLRA BEZTU, sem búin eru til. Þau ódýr-
ari eru áreiðanlega betri en nokkur önnur, sem ég þekki fyrir þá pen-
inga.
Karlraanna-hjól eru $40, $55, $75, og $100.
Kvenn-hjól $55 og $75.
Nokkur afsláttur ef alt hjólverðið er borgað út í hönd.
Hjólin eru til sýnis f búð Mr. A. Friðrikssonar, og á skrifstofu
Lögbergs. Komið og skoðið þau.
B. T. BJORNSON.
*«»#»<---------- »»»»»*
RrniiNwick llotcl, á horninu á
Maine og Rupert St, Winnipeg. Hvergi
í bænum betri viðurgerningur fyrir $1
4 dag. Bestu vín og vindlar. Fríflutn-
ingur að og frá járnbrautarstöðvum.
McLaren Bro1*, eigendur.
íslenzkir mjólkursalar.
S. M. Barré, smjör og ostacerðar-
maður, hefir í hyggju að setja upp smjör-
gerðarhús í nánd við skrifstofu sina á
horninu á King og Alexander St., ef
hann getur fengið næga mjólk hjá
mjólkursölumönnum í bænum til að
byrja fyrirtækið. Hann mælist til þess
að allir sem hafa mjólk f aflögum, eða
eru líklegir til að hafa meira heldur en
þeir þurfa að brúka yfir sumarið, finn
sig að máli þessu viðvíkjaudi.
Þetta ætti að koina sér vel fyrir ís-
lendinga ekki síður en aðra.