Heimskringla - 27.05.1897, Síða 1

Heimskringla - 27.05.1897, Síða 1
sc. •J'IS "3 908 u t „osiiHor XI. ÁR. Ávarp til kaupenda Heimskringlu, Haga skal seglum eftir vindi. Á fimtudaginn var kom skipan frá “Court of Queens Benoli” í Manitoba um að uppleysa the Heimskringla Prtg. & Publ. Company og ráðstafa eignum félagsins á sem beztan liátt fyrir þá sem til skuldar eiga að kalla af því. Skipun þessi var gerð eftir að félagið hafði gefið til kynna að það gœti ekki msett áfölln- um skuldum og ekki gefið trygging fyr- ir að þær yrðu borgaðar síðar þó frestur væri gefinn. Hér lilaut því alt að ganga sina eðlilegu rás, — félagið hlaut að álít- ast gjaldþrota, og varð því að leysast upp samkvæmt þeim lögum sem löggilt félög eru há.ð. Ofangreind tilskipun kom of seint til þess að hœgt væri að geta um hana í síðasta blaði, og áleizt því heppilegt að gefa út þetta hálfa ark til þess að láta vini vora sem hingað til hafa hjálpað blaðinu til að lifa, og svo líka hina, sem nú hafa hjálpað því til að deyja, vita hvað sé skeð, og til þess að áminna þá sem skulda um, að enn séu skuldadagar. Þannig er það þá komið, að eftir hér um bil 10J árs allsnarpa útivist hættir Heimskringla að koma út, og kemur mörgum það sjálfsagt á óvart, enda sýna tölur þær sem hér fara á eftir, að ekki er alt sem skyldi. Skuldir félagsins eru allar til sam- ans $0851.30, og eru þar af $4200 upp- teknir hlutir. sem ekki er hægt að reikna sem skuld neraa í sérstökum skilningi, þar eð það er hinn eiginlegi liöfuðstóll félagsins sem hluthafar hafa lagt til, og eru því hinar eiginlegu skuld- ir þess að eins $2051.30. En eignir þess virtar fullu verði $6045.38, eða $3394.08 meira en hinar eiginlegu skuldir. Af þessum eignum eru yfir $3400 svo vel geymt hjá ýmsum kaupendum blaðsins og öðrum skiftavinum að það náðist.ekki i nægilegt af þvi til að mæta útgjöldum félagsins. Pað sem eftir er af eignum stendur í áhöldum og veðsettri fasteign, sem hffitt er við að lítið verði úr þegar til þess kemur að selja. Sumt af þessum útistandandi skuld- um er margra ára samsafn sem dregið hefir verið að stryka út, í þeirri von, að þær yrðu borgaðar allar eða að ein- hverju l%ti. Mikið hefir samt verið strykað út árlega sem algerlega ónýtt, og yrði það feykileg upphæð til samans. Á því sem að ofan er ritað sést, að það er fyrir tóm vanskil kaupendanna að blaðið verður að hætta. Þetta er auðvitað fyrst og fremst því að kenna, að blaðið var ekki stofnað með réttu fyr- irkomulagi ; fyrírfram borgun var eKki heimtuð, eins og hefði átt að vera, og eins og venja er til hjá flestum blöðum nema hinum íslenzku, en ómögulegt að koma því á eftir að útistandandi skuldir voru orðnar miklar, nema með því að eiga á hættu að þær töpuðust því sem næst allar. — í öðru lagi er það ýmist íyrir skeytingarleysi eða óvöndugleik þeirra sem f hlut eiga. Þeir eru eflaust margir sem ekkert hirða um á hverju gengur ; þeir eru ánægðir ef þeir með einhverjum ráðum geta náð í blaðið. Aðrir eru þeir sem halda að það geri nú svo sem ekki mikið til þó þeir borgi ekki blöðin, þau fái það sem þau þurfi frá fylkisstjórninni eða sambandsstjórninni eftir því sem á stendur. Svo er þriðji flokkurinn sem bara gleymir að borga þangað til ýtt er við honum, og er þeim mönnum mikið fyrirgefandi, en allir þurfa þeir að fá mismunandi lexiu, alt eftir eðli þeirra og ástandi. Þá er enn fjórði flokkurinn,—menn- irnir sem verstu útreiðina fá eins og nú stendur, en um leið mennirnir sem bezt eiga skilið, og sem aldrei hefir þurft að minna á skyldur sfnar, það eru menn- irnir sem altaf hafa borgað vel. Þeim þökkum vér fyrir hjálpina og minnumst þeirra sem dygglyndra drengja og kvenna. Meira getum vér ekki í bráð- ina. Af upphæð þeirri sem félagið skuld- ar eru um $1400.00 kaupskuldir, og geta menn á þvf séð, að þeir sem unnið hafa við blaðið hafa gert sitt til að halda þvf við. Það er vonandi að þeir sem búnir eru að njóta vinnu þessara manna án þess að hafa goldið fyrir það sem þeim bar, finni hjá sér siðferðislega hvöt til að borga sem greiðast og bezt það sem þeir skulda, eða .eitthvað af því í bráð- ina. Starfsmenn blaðsins eiga það skil- ið, og þeir sem skulda hljóta að finna að þeir eiga eftir að gera hreint fyrir sfnum dyrum. Blaðið bar traust til þeirra, og nú er síðasta tækifæri að sýna hvort þeir verðskulduðu það traust. * ^ * * Útgefendunum þykir hart að láta blaðið hætta að koma út, og það sýnist hart aðgöngu. þar sem kaupendur þess eru sem næst 1500, þ. e. a. s. gjaldandi kaupendur, eða það semáhtið hefir ver- ið að sóu gjaldandi kaupendur. Þess vegna hefir alt kapp verið lagt á að halda þvf úti hversu erfitt sem það hef- ir gengið og hversu þröngt sem starfs- meng þess hafa stundum átt í búi. En þegar hreyfiaflið er ekki neina takmark- að. þá er ekki við öðru að búast en að þar komi að, að það þrjóti. Að þessu þrotatakmarki er nú prentfélag Heims- kringlu komið og þar af leiðandi hlýtur það að leggja árar í bát og—hætfca að vera til, Það er grunur vor að hluthafar blaðsins sóu ekki einu mennirnir, sem lellur illa og sem frá f járhagslegu sjón- armiði skoðað kemur illa, að þannig er komið. Það er fullkomiti ástaða til að ætla, að allur þorri Yestur-íslendinga álití ónóg að hafa eitt fréttablað á ís- lenzkri tungu hér í landi. Þeir eru óðum að fjölga, og þeir f jölga að vænd- um betur íslendingarnir hér í landinu, sem vaxa upp úr þvi, að gera sig á- nægða með, að einn maður, eða fáir menn í félagi, drottni yfir skoðunum þeirra í stjórnmálum og yfir höfuð að tala í öllum almennum málum. Is- lendingar hér í landí eru óðum að læra að í þessu landi hvervetna er að heita má ótakmarkað skoðanafrelsi, ræðu- og ritfrelsi, og þá fjölga þeir að sama skapi sem það frelsi vilja nota, og sem ekki vilja að allir landsmenn þeirra séu steyptir í einu og sanla andlega mót- inu, — ekki allir bundnir á einn og sama klafa, að því er skoðanir á al- mennum málum snertir, Það er líka langt frá því að vera heppilegasta á- standið fyrir einn þjóðflokk eða eina þjóð. Það er þægilegt og það er gagn legt fyrir þá fáu menn, sem ætla að hafa hag af fylgi fjöldans, en fjöldan- um er það óbætanlegt tjón. Af því leiðir að andleg molla legst yfir þjóð- flokkinn eða þjóðina og að andleg doða- sótt gagnt&kur luuia. Menn skiftast þá ekki i flokka út af málefnum, en menn skiftast í flokka samt, — út af einstöku mönnum, en þesskonar skift- ing verður banamein hlutaðeigandi flokks eða þjóðar fyrr eða síðar. ef ekki er að gert í tíma. Nú er einmitt hætta á að reki í þessa áttina, þegar ekki er nema eitt alment fréttablað meðal Is- lendinga i Ameríku, því hversu vel sem útgefendur þess eina blaðs vildu vanda sig, getur þó blað þeirra aldrei flutt nema eina odai-kenningu. Það verður einn og hinn sami rauði þráður- inn, sem gengur í gegn um a,lar þess kenningar. Vitaskuld eru margir komn ir á það stig nú, að slíkt skoðana ein- veldihefir enghi áhrif á þá, en það er langt frá að allur fjöldi manna sé enn búinn að afla sér svo mikillar festu, að þeim sé óhætt, þegar enginn er til að sýna gagnstæða hlið á þessu eða hinu málinu. Það er skoðun vor, að áður en mjög langt liður verði einhverjir af þeim, sem illa er við andlega mollu, til að byrja á nýjan leik að gefa út íslenzkt blað. Vér erum líka sannfærðir um, að þegar þar að kemur verður enginn skortur á góð- um undirtektum og—góðum loforðum, tilvonandi knupenda. En vér vildum síðast allra orða brýna það fyrir mönn- um, að þó góðar updirtektir og góðlof- orð séu mikils virði, þá er langt frá að þau séu einhlýt. Ef menn vilja hafa iloiri en eitt blað—og á því er enginn efi —þurfa menn að gera sér að reglu að borga skilvíslega. Menn þurfa að gera sér grein fyrir því, að það er ranglátt í bæsta máta, að eftirláta tiltölulega fá- utn mönnum að standa í skilum á ári hverju, en bera ekki við að gera slíkt hið sama sjálfur. Fyrst er það, að með þessu kæruleysi svifta menn þá fáu menn sem standa í skilum allri trygg- ingu fyrir að þeir fái andvirði peninga sinna ogí öðru lagi gefa þeir útgefend- um blaðsins tálvonir einar, — gabba þá til að telja væntanlegar tekjur eina smá upphæðina á fætur annari, en sem í svo fjölmörgum tilfellum reynist allsendis einskisvirði. Þetta er það sem menn hafa ekki athugað eins og skyldi, til þessa. A meðan menn ekki athuga þetta eins og þarf á meðan menn mán- uð eftir mánuð, ár eftir ár, láta kylfu ráða kasti með það, hvort þeir borgR nokkuð eða ekkert fyrir blaðið sitt, er þeir þó ekki .vilja missa, — á meðan hlýtur alt að bera að sama brunni fyrr eða síðar. Blaðið hlýtur þá að falia og þeir sem mest eiga í þvi, eða hjá þvi, að missa sitt, — í mörgum tilfellum al- gerlega alt sem þeir eiga. Vitaskuld, hafi blaðið einhvern þann bakhjarl, sem vill og getur numið burt reikningshafl- ann við áramót, svo að mætist tekjur og útgjöld, kaupendunum að* þakka- lausu, þá getur blaðið auðvitað altaf lialdið áfram, en það er þá samt engin málsbót þeim kaupendum sem ekki borga. Prentfélag Heimskringlu hefir engan slíkan bakhjarl, þó marga stuðn- ingsmenn sfgi það, sem gjarnan vildu vera það, og þess vegna er nú komið sem komið er, og þess vegna má það nú til með að gefast uþþ eftir að hafa bar- izt, oft um megn fram, í því sem næst ellefu ár. Útgefendurnir eru þeim fjölmörgu viðskiftamönnum sínum innilega þakk- látir, sem hafa keypt blaðið og borgaö skilvíslega og sem margir hverjir hafa stutt það með ráði og dáð á annan hátt. Og vér vonum og óskum, að þeim hin- um sömu mönnum auðnist að sjá ann- að blað taka við þar sem Heimskringla hættir og sjá það í þeim kringumstæð- um, að það geti unnið hlutverk sitt miklu betur en hún hefir gert. Þeir hinir mörgu trúföstu vinir eiga það skilið. Þeim kaupendum blaðsins, sem ekki hafa staðið í skilum og sem þess vegna eru valdir að falli þess, geta útgef- endurnir ekki þakkað. En svo dettur þeim þá heldur ekki í hug að fara að á- fella þá, því margir þeirra hafa verið löglega afsakaðir, — ekki getað borgað, og aðrir margir, sem til þessa hafa lát- ið alt hólkast, vonum vér að hlaupi nú til og borgi skuld sína, því þó það sé nú of seint blaðsins vegna, þá er það ekki of seint fyrir þá, sem borið hafa hita og þunga dagsins í þjónustu fé- lagsins — í þjónustu allra kaupendanna og sem nú ganga tómhentir frá starfi sínu. Að lyktum vilja útgefendurnir í allri alvöru leggja hirðulausum kaup- endum þessi orð á hjarta: Et þér virkilega viljið sjá almenn mál rædd frá meir en einni hlið, þá leggið rækt við blöðin yðar, hvort sem þau eru tvö eða fleiri. Og svo fellur þá tjaldið á starfsviði Heimskringlu. Winnipeg, 22. Maí 1897. Heimskringlu Prentfél. FRÉTTIR. Fólag i Belgíu hefir tekið að sér að byggja járnbrautir í Kínaveldi sem eigi að kosta um 32 milj. dollars. Af þeirri upphæð á félagið að leggja til 20 mili. og lána Kínastjórn í 90 ár gegn 4% ár- legu afgjaldi. Járnbrautafélög um þvera og endi langa Ameríku eiga orðið í stríði við hjólreiðarmenu. Hjólreiðarmenn vilja skylda járnbrautarfélögin til að bera reiðhjólin ókeypis, eins og almenna ferðamanna bögla, en félögin vilja ekki Frumvarp til laga um að skylda járn- brautarjélög til þessa eru nú fyrir sam- bandsþingi í Canada. — Hinn 19. þ. m. var kveðinn upp dómur í máli um þetta í Missouriríki. Dómurinn var þess efnis, að reiðhjólin geta ekki talizt sem venjulegur ferðamanna farangur, sem fluttur er ókeypis. Hinn 19. þ. m. fanst flaska með miða í á vesturströnd Michigansvatns í Wisconsinríki. Flöskunni hafði verið kastað í vatnið fyrir 14 árum (í Nóv. 1883) af gufuskipi, sem fórzt með 40 manns. Póstmálaþingið, sem situr í Was- hington. hefir akveðið að leyfa engnm óviðkomandi manni að hlýða á ræðurn- ar. Blaðamennirnir aukheldur fá ekki að koma iun og fá engar fréttir af því sem gerist noma það eitt sem formenn hinna ýmsu nefnda vilja láta af mörk- um. I ræðu (utanþíngs) hinn 18. þ. m. s»gði Salisbury jarl, að engin hætta væri á að Tyrkir fengju að beita harð- stjórn gagnvart Grikkjum, en þó mætti Grikkir búast við að borga fyrir fljót- færni sína. Ítalíustjórn lofar aðgjalda líku líkt. Ef Bandarikjastjórn sníður tofllög sin þannig, að ítalir bíði tjón af, [ætlar hún að yita hvort hún getur ekki komið við Bandaríkjamenn á sama hátt. Viðurkenuing. Eftir óendanlega langar umræður aftur og fram sam- þykti efri deild þjóðþingsins í Wash. hinn 20. þ.m., að viðurkenna Cubamenn sem sérstaka þjóð, er væri að heygja siðferðislega róttlátt stríð. Alyktunin var samþykt með 41 atkv. gegn 14. Samdægnrs var ályktunin send neðri deild til úrslita, og verði hún viðtekin þar, verður lilutverk McKinleys að staðfesta lagaátvæði þetta eða fella. Staðfesti hann það — ef til þess kemur, er búist við að stríð við Spánverja verði ekki umflúið. Danakonungi gengur illa að fá sam an nýtt ráðaneyti í stað þess er Baron Reedz Thott stýrði. Hinn 20. þ. m. segir skeyti frá Khöfn, að ráðaneytið sé ekki fengið enn og að fólksþingið eigi að koma saman á mánudaginn 24. þ.m. til aðleggja einhver ráð.—í Kaup- mannahöfn er nýdáinn (20. þ. m.) Olaf Hansen, stórrikur skipaútgerðarmaður og um mörg ár vísikonsúll Bandaríkja. I efri deild Bandarikja þjóðþings varhinn 20. þ. m. samþykt að veita stjórninni fé til að leigja 2 gufuskip til að flytja gjafakorn og aðrar nauðsyn- ar til Indlands. Kríteyingar hafa nú ákveðið að taka til starfa tafarlaust við að kjósa menn til stjórnar á eyjunni. 'Ætla þeir að njóta aðstoðar sjóflotastjór- anna allra, sem þar eru, við það starf. Nærri $t milj. virði af eignum brann hinn 20. þ. m. í New York og Toronto — $650,000 í New York og $313,500 í Toronto. Ito greifi, fyrrverandi stjórnarfor- maður í Japan, er á ferðinni yfir Ame- ríku, um Canada, á leið til Englands, þar sem hann mætir sem fufltrúi Jap- aníta á kríningarhátíð Victoríu drottn- ingar. Fór um Winnipeg 23. þ. m. Til viðskiftamanna The Heimskringla Printing & Pnblishing Company.(Ltd.) Eins og sést af grein þeirri er birt- ist í þessu blaði, er komin skipun frá Court of Queen’s Bench, Manitoba, um að uppleysa Heimskringlufélagið, sam kvæmt beiðni i þá átt, og undirritaður settur umboðsmaður. Félagið er þann- ig komið í hendur hins opinbera og eign- ir þess allar seldar og útistandnndi skuldir innkallaðar eins fljótt eins og hægt er. Þeir sem hafa kröfur á hend- félagsins og þeir sem vilja kaupa eitt- hvað af eigum þess snúi sér til mín hið fyrsta. Eigurnar sem fyrst og fremst verða seldar eru : prentáhöld (lecur og pressa), hús og lóð og skrifstofuáhöld, það sem eftir er af sögunum Strogoff og Kotungurinn, Öldin frá byrjun (um 60 eintök), blöð og bækur etc. Lysthaf- endur geta gert tilboð í þetta alt í einu eða hvað út af fyrir sig og samið um borgunarskilmála við mig munnlega eða skriflega. Þeir sem skulda félaginu ættu að spara lögmannakostnað og fyrirhöfn með því að senda mér sem fyrst það sem þeir skulda, eða gera samninga við- víkjandi því. Mig verður oftast að hitta á skrifstofunni, Cor. Ross & 'Nena St., frá kl. 10 f. h. til kl. 1 e. h. og kl. 2 til 4 e. h. Öll bréf og sendingar þessu viðkom- andi sendist til mín en ekki félagsins.— Munið eftir að skrifa á þau: B o x 3 05. Einar Olafsson, Liquidator. Eftir tíu löng ár. Af andlegum og líkamlegum þjáningum og ónýtis tilraunum við almenn meðul læknar Paines Celery Coin- pound Mrs. Hopper í Thorn- hill, Ontario. Það væri mikil blessun fyrir mann- kynið, ef öllum væri kunnugt um hvað Paines Celery Compound getur áunnið. Það sem margra ára tilraunir við allskonar meðöl ekki geta gert, það ger- ir Paines Celery Compound" vandræða- laust á fáum vikum. Keynsla Mrs. Hopper sannar þetta fyllilega. Ef tir margra ára þrautir og þegar hún var alveg vonlaus orðin, um- hverfði Paines Celery Compound henni í nýja konu, þótt hún þá væri aðfram komin er þetta fræga meðal var reynt. Verið vongóðir þér sjúklingar ! Það er mikill og góður græðari, sem býður búinn að leysa yður úr fjötrum þjáin- inganna. Festið huga yðar á Paines Celery Compound og treystið ábrifum þess meðals til að bæta yður. Það hefir engum brugðist enn og getur þessvegna trauðlega brugðist yður. Lesið það sem Mrs. Hopper segir : “Það er með hinni mestu ánægju, að ég legg orð í belg með þeim sem vitna um ágæti Paines Celery Compound. Ég hefi í mörg ár þjáðst af taugaveiklun og máttleysi. Loks heyrði ég um Paines Celery Compound og ásetti mér að reyna það. Og mér er sönn ánægja að skýra frá, að það hefir gert mér meira gagn, en ég hefi orð til að lýsa. Ég haíði tek- ið allskonar meðul í 10 ár og varð aldrei vör við minnsta bata, En eftir að hafa brúkað Paines Celery Compound er ég alheil orðin, hefi beztu matarlyst, beztu meltingu og sef nú eins og væri ég heilsugóður unglingur. Ég er í sann- leika “ný kona” orðin. Ég geri mér að skyldu að mæla meðPainesCelery Com- pound við alla vini mína.” / Islenzkt mánaðarrit. Hér með vil ég geta þess, að vera má að ég byr ji í sumar að gefa út mán- aðarrit í Reykjavík í 'stað þess mánað- arrits, sein hr. Stefán Pétursson sendi boðsbréf út um frá Chicago í vetur, en of fáir fengust þá áskrifendur að, til þess að byrjað yrði. Ég hefi nafnalista allra þeirra, sem höfðu skrifað sig fyrir því, .og vona ég að þeir hinir sötnu haldi við kaupin, þótt ritið komi frá Reykja- vik. Þá, sem ekki viljs standavið kaup- in, bið ég vinsamlega að gefa það til kynna hr. Stefáni Pétrssyni, 284 Grand Ave., Chicago. Hinir, sem ekkert gera aðvart, álít ég að haldi fast við áskrift sína. Staddr í Leith, Skotlandi, 24. Apr. ’97. JÓN ÓLAFSSON, (frá Chicago). Eins og hér að framan er skráð, urðu áskrifendur að hinu fyrirhugaða mánaðarriti, sem ég hafði í hyggju að gefa út, ekki nægilega margir til þess, að ég sæi mér fært að byrja útgáfu rits- ins. — Ég þakka þeim öllum vinsam- legast, sem skrifuðu sig fyrir ritinu eða söfnuðu áskrifendum, og vona að þeir gangi ekki frá kaupunum, ef hr. Jóni Ólafssýni tekst að byrja útgáfu sliks mánaðarrits á íslandi. Chicago, 111., 16. Maí 1897. STEFAN PÉTURSSON. Kapftola. Af því svo fjölmargir hafa látið i ljósi löngun til að eignast þessa sögu, hafa þeir Magnús prentari Pétursson, Jón prentari Dalmann og ritstjóri Egg- ert Jóhannsson ráðist í að gefa hana út í bókarformi. Er ætlast til að hún verði alprentuð um lok Júnímánaðar næst- komandi. Bókin verður eitthvað ná- lægt 600 blaðsíður að stærð, og á að kosta 50 cents innfest í kápu. Þeir sem vilja eignast bókina þurfa að gefa sig fram nú þegar, þvi að eins 500 eintök verða prentuð. Peningarnir fylgi pöntunum. Utanáskrift : Kapitola, P. O. Box 305. Winnipeg, Man. A. R. McNichol, Esq General Manager Mutual Reserve Fund Life Association, Winnipeg. Herra :— Fyrir hönd Mrs. Jacobínu Sólbjörg Sigurðsson á Gimli, Man., viðurkenni ég að hafa meðtekið bankaávísun fyrir $1000,00, sem er upphæð lífsábyrgðar þeirrar, (nr. 121390), sem maður hennar var í. Gerið svo vel að þakka formönnum félags yðar fyrir góð skil á peningunum Yðar B. L. Baldwinson, umboðsmaður fyrir Mrs. J. S. Sigurðson P. S. Ef Ólafur heitinn Sigurðson hefði keypt lífsábyrgð hjá einhverju hinna “gömlu” félaga, sem eru gróðafé- lög fárra manna, og hefði borgað þeim sömu upphæðina og hann borgaði Mut- ual ReserVe Fund félaginu, þá hefðj hann fengið út $738,00 i staðinn fyrir $1000,00. Gróðinn á viðskiftunum við Mutual Reserve er þessvegna $262. U ppáhalds-liturinn. Það er sannleiki, að i mörg ár hefir Diamond Dye verið uppáhalds ’itur kvenna í Canada. Og þó eftirstælingar hafi verið boðnar og margboðnar, hefir það fljótt komist upp, að hvað endingu snertir, litfegurð og drýgindi, eru allar eftirstælingar einskis virði í samanburði við Diamond Dyes. Af því hefir leitt að karlar jafnt og konur hafa þverneitað að taka eftirstælingar. Það er líka sann- ast að kona sem hugsar um bú sitt og sem vill að sitt fólk sé alminlega til fara getur ekki staðið við að reyna eftirstæl- ingar, en hlýtur að halda fast við “Dia- mond,” — hinn bezta og ódýrasta lit í heimi. Það sem sérstaklega þarf að hafa hugfast er það, að Diamond liturinn kostar ekki eina ögn meira en aumustu eftirstælingar. Biðjið kaupmanninn um Diamond- lit, og vilji hann halda viðskiftum ykk- ar, mun ekki standa á að hann geri að vilja ykkar. Undraverð lækning. LÆKNARNIR KOMU SÉR EKKI SAMAN UM HVAÐ AÐ GEKK. Kona í New Brunswick þjáðist — Þjáð- ist i þrjátíu ár. — Varð svart fyrir augum og varð máttvana í köstunum. Eftir Woodstock (N. S.) Sentinel. Mrs. E. P. Ross Irá Riley Bróok, N. B., segir: “Ég hefi verið sjúklingur í þrjátíu ár og er sannfærð um að ég væri enn í minum bágbornu kringum- stæðum, væri það ekki fyrir Dr. Willi- ams Pink Pills. Ég giftist þegar ég var tvítug og er nú 51 árs að aldri. Ég hafði ávalt verið heilsugóð og var það þangað til eftir að fyrsta barnið mitt fæddist. En eitthvað mánuði siðar kendi ég sjúkdómsins, sem síðan hefir gert líf mitt svo þjáningafult. Ég átti tal við marga lækna.’enjþeim gat "ekki komið saman um hvað að mér gekk. Einn hélt að það væri Jnokkurskonar visnunarveiki, en annar að það værí nokkurskonar snertur af flogaveiki. Veikin hagaði sér þannig: "að þó ég væri að mér virtist hin hraustasta, fékk ég alt í einu vetfangi eins og að- svif, Mér sortnaði fyrir augum’ og í sortanum sýndist mér alt fljúgandi af eldglæringum. Þá nljóp jafnframt dofi í annan handlegginn og fram í fingur- góma. Eftir svo sem tíu mínútur færðist dofinn niður eftir mér sama meg inn og ofan í fótinn. Jafnframt verk- aði þetta á tungu mína og háls og heymarfæri. Ég heyrði ekki betur en það, að þó talað væri rétt við eyrað á mér heyrði ég bara óm eins og í fjar- lægð. Þessi köst héldust þannig allt að þrem f jórðu úr klukkustund. Ég fékk voðaverk i höfuðið upp frá augunum og hélzt hann venjulega alt að dægri og stundum lengur. Þrátt fyrir allar læknis tilraunir fjölguðu þessi köst og að síðustu fékk óg þau stundum tvis- var á sólarhringnum. Samtímis átti ég í sífeldu stríði við barkabólgu og jók það ekki alllítið á þjáningar mínar. Ég gat ekki saumað, ekki prjónað eða gert neitt það sem útheimti nokkra umhugs- un. Þannig var æfi mín alt til þess að ég var 48 ára gömul. Þá reyndi ég við læknir einn einusinni enn, en árangurs- inn varð sá einn, að mér versnaði, en batnaði ekki af meðulunum frá hon- um. Um þettaloyti ráðlagði einhver mér að reyna Dr. Wifliams Pink Pills og gerði ég það. Ég var byrjuð á þriðju öskjnnni áður en ég merkti nokkurn bata, en þá varð ég lfka vör við stóra breytingu. Ég hélt áfram og þegar ég hafði lokið úr tólf ö .kjum var ég orðin eins og þegar ég var unglingur. Hvert eitt og einasta einkenni sjúkdómsins var horfið. Svo liðu þrjú missiri, að ég brúkaði ekki pillurnar og var hin hraustasta. En þá var það einusinni að morgni dags að ég fékk aðkenning sjúkdómsins. Ég fékk mér þá öskju af Dr. Williams Pink Pills aftur og tók eina piflu endur og sinnum og siðan hefa ég aldrei fundið til míns gamla sjúk- dóms. Að segja að Dr. Williams Pink Pills hafi gert mér undravert gagn er síður en svo að það sé of lof, og ég ráð- legg það alvarlega öllum sem þjást, að reyna þessar pillur. Pink Pills koma og frænku minni, Miss Effie J. Ewerett að miklu gagni. Móðir hennar dó þeg- ar frænka mín var á barnsaldri, en þó hún þá væri ung mátti hún til með að gegna ýmsum húsverkum.en sem henni voru of vaxin. Af því leiddi að hún varð veikluleg, föl í andliti og þunnleit og þjáðist sífelt af höfuðverk. Ung stúlka, skólakennari, var þá f fæði hjá föður hennar, sem sjálf hafði reynt hvað pillurnar eru gott meðal og eggj- aði hún Effie á að reyna Pink Pills. Af- leiðingin var að hún er nú hin heilsu- bezta og sýnir í engu að hún nokkurn- tíma hafi verið heilsulaus aumingi”. Dr. Williams Pink Pills lækna með því að nen.a burtu rætur sjúkdómsins, Þær endurnýja og bæta blóðið og styrkja taugarnar; reka þannig sjúk- dómana á fiótta. Varíst eftirstælingar og gefið þess gætur að utan um hverja öskju.séu umbúðir með voru fulla vöru merki: Dr. Williams Piuk Pifls for Pale People.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.