Heimskringla - 14.10.1897, Síða 1
XII. ÁR
Haugur Haralds hárfagra.
(Eftir I:ar Aii.aen),
Þýtt að mestu orðrétt eftir hinu norska
"Bygðamáli” Aasens.
(Eftir EIMREIÐINNI).
Hér sé ég Haralds
haug fyrir augum;
þann er mig lengi
lýta fýsti;
blásið er l>erg
í beru rjóðri.
Hlés milli og hamra
á Haugalandi.
Víst var haugur sá
hœrri forðum.
grafinn er grunnur,
gras í brottu,
akur umbergis
auri horfinn
drjúpir gisið gras
grams á leiði.
Hér lét hugstór
heim um kvaddan
og hraustur sér
hvílu búa.
Heyrðu þér hins hárfagra
Haralds getið ?
muntu því nafni
Noregur gleyma.
Bjóst barnungur
í böðvar rimmu,
ruddist um ráðsnar
og ríkið festi;
sátu siðan,
sonur eftir föður,
hugstórir hnefar
Haralds að landi.
Liðu langar
ljósar tíðir.
dugur fylgdi og dáð
Dofra fóstrum;
hlógu hátt
við heiði frægðar
grónar loflaufi
Lúfu bygðir.
Liðu langar
leiðar tíðir,
eyddist ætt Haralds
illu heilli,
máttlaus móðlaus
og minnisvana,
hædd og heriuð
varð Haralds storð-
Þó trúi’ ég enn
að önd hans lifi
og land lifni
lífs til dáða.
Fagna mun fylkir
er frændur vakna
, og landslýður
líkist feðrum,
Fram. fram, frændur !
til friðar dáða,
réttið hvað rangt er,
reisið hið fallna,
byggið og bætið
höl með vizku,
gerið verk sem vara
unz veröld eyðist.
Matth. Jochumson.
Haraldur er heygður, eftir því
eem menn vita bezt, á klettatvnga,
sem skafiar út íhafið hér um bil eina
mílu enska fyrir norðan (bæinn Hauga-
sund í Noregi. A haugnum er voldug-
ur minnisvarði úr grjóti sem flutt er að
frá ýmsum löndum heimsins. Um-
hverfis hauginn standa 29 smærri stein-
stöplar, sem eiga að tákna fyikiskonung
ana, sem Haraldnr yfirsteig forðum.—
Útsýni er mikið og faguit af hauginum
sér þaðan langt til hafs yfir eyjar og
sund, og mundi annar staður eigi betur
valinn fyrir legstað Haraldar. Þegar
aðkomumaðurjnn, sem hefir lesið sögu
Haraldar stígur í fyrsta sinni fæti á
land rótt við minnisvarða hans, þar
sem hann mænir einmana upp yfir mó-
börðin á sjávarhömrum, verður honum
einna fyrst fyrir að snúa leið sinni
þangað. eða svo var það fyrir þeim sem
þessar línur ritar. Æfiferill hins mikla
herkonungs rifjast upp fyrir manni og
maður sér hann i anda sitjandi í haugn
um, gægjast út til hafsins þar sem nú-
tíðar skipin, örskreið og fögur melja
hafsjóinn og fara áralaus ferða sinna
eins og ekkert væri. Maður sér hann
horfandi á alt braukið og bramlið í
börnum þess ríkis, sem hann sjalfor
skóp fyrir meira en eitt þúsuud árum.
Þegar nær dregur hverfa hugsjónirnar
og veruleikinn tekur við, en haugur
Haralkar mun seint gleymast þeim er
hann líta, því hvað sem um Ilarald má
að öðru leyti segja, þá gejTmir haugur-
inn þó leýfar eins þess nianns, sem hef-
ir sett heiminn í hreyfingu.
Ritstj. Hkr.
WLNNIPEG, MANITOBA, 14. OKTOBER 1897.
F.R E T T I R.
Canada.
Hon, W. S. Fielding, fjármálaráð-
gjafi Dominionstjórnarinnar er um
þessar mundir í London á Englandi að
semja um lán á £2 milj., sem brúkast
eiga til ríkisins þarfa. Það er gott útlit
með að lánið fáist og ekki þurfi að
borga af því t vexti meira en 2J%.en svo
er ákveðiðað selja megi hvert $100 virði
af skuldabréfum fyrir $01, ef þörfgerist
og getur það dregið töluvert úr upphæð
þeirri er stjórnin fær.
Massey-Harris-félagið hefar .nýlega
sent 75 vagnhlöss af reiðhjólum (bi-
cyclers) .frá Toronto til Astralíu,
Bandarikin.
Póststjórnin i Washington hefir til-
kynt að hún taki á móti sýnishornum
af vélum, til að sverta með frímerki á
bréfum, til 1. Jan. 1898. Sá sem sendir
bezta sýnishornið fær auðvitað góða
borgun fyrir. — Hér er tækifæri fyrir
uppfyndingamenn.
Um þessar mundir ganga sögvjr um
það að Bandaríkin séu að reyna að kom-
ast að samningi við dönsku stjórnina
um kaup á' Grærilandi. Þessu kunna
blöðin hér illa, og segja það háskalegt
fyrir Canada, og hætt við að út af því
muni rísa deila milli Breta og Banda-
ríkjanna. Blöðin vitna í Beringssjávar-
málið, sem hófst eftir að Bandaríkin
keyftu Alaska, og þykjast sjá fram á að
samskonar þrætur séu í vændum ef
þeir eignist Grænland. Á suðvestur
odda Grænlands mætti hafa herskipa-
stöðvar, sem gætu orðið “Þrándur í
Götu” fyrir siglingum inn til Hudson-
flóans, á ófriöartimum, og af báðum
þessum ástæðum þykir nauðsyn til bera
að komið sé i veg fyrir að kaup þessi
takist.—Slæmt ef danskurinn má ekki
fá sér dálítið af gulli fyrir nokkur þús-
und ferhyrningsmílur af ís.
S. J. Sigfússon á Mountain, N. D.,
var útnefndur af Repúblikum í héraðs-
stjóraembætti nr. 2 — (Commissioner
District) til þessað sækja um héraðs-
stjóraembættið í stað Tómasar Hall-
dórssonar, sem áður hefir haldið því
embætti, en vildi nú ekki gefa kost á
sér lengur. Útnefningarfundurinn var
haidinn að Moutain, N. D., 4. Október
kl. 3. e. m.
Neal Dow, hin mikla bindindis-
hetja Bandaríkjanna, er ný dáinn, 93
ára að aldri. Hann var einn með fyrstu
bindindismönnum í Maine - fylkinu,
Hann var hershöfðingi í norðanhernum
i þrælastríðinu, var tvisvar særður og
um nokkurn tíma fangi hjá sunnan-
mönnum.
Henry George, sem bezt kefir bar-
izt fyrir ‘Single Tax’-hugmyndinni, hef-
ir nú verið útnefndur af Demókrötum
til þess að sækja um borgarstjóra-em-
bættið í New York.
Guluveíkin. í New Orleans fer held-
ur í vöxt. Hinn 8. þ. m. sýktust 40,
og 5,af þeím dóu. Veikin hefir gert
vart við sig á ýmsum stöðum í Suður-
ríkjunum, og lítur út fyrir að hún ætli
að breiðast út töluvert.
Utlond.
Japan ætlar að leggja fram $125
milj. til útbúnaðar og skipabyggingar
fyrir sjóherinn.
Uppþotið i Indía á móti Bretum er
álitið að sé Tyrkjum að kenna; að þeir
hafi æst múhamedstrúarmenn til ófrið -
ar og vili þannig hefna sín fyrir fram-
komu Breta í Grikkja- og Tyrkjamál-
inu. Einnig er álitið að af Tyrkja völd-
um muni vera mótspyrna sú sem Eng-
lendingar fá í Egyptalandi.
Famely Herald í Montreal getur
um það nýlega, að íslenzka þingið sé
búið að veita styrk til að leggja telegraf
þráð til Islands og eigi að byrja á verk-
inuaðvori. í þessu sambandi segir
blaðið frá því, að Englendingar muni
ætla að fá leyfi til að nota þann þráð í
sambandi við þráð sem þeir ætli að
leggja til Canada, liklega yfir Græn-
land, Það skyldi þó ekki vera að fólag-
ið sem ætlar að leggja íslandsþráðinn
hafi haft veður af þessu þegar þeir báðu
þingið á Islandi urn styrkinn.
Hinn alræmdi Capt. General Weyler,
sem ráðið hefir fyrir spanska hernum á
Cuba, verður kallaður heim þessa dag-
ana, en í hans stað kemur Capt. Goner-
al Hlanco. Um þessa tilbreytingu
stjórnarinnar segir blaðið Timesi Lond-
on : ‘Ef Sagasta (hinn núverandi
stjórnarforinaður á Spáni) reynir ekki
að gera svo miklar umbætur á Cuba, að
/
Bandaríkin veiði ánægð, hefði líklega
verið betra að láta Wayler vera kyrrann
og útkljá styrjöldina.” — Spánverjar
eiga í vök að verjast vegna fjárskorts,
en þrautseígir eru þ nr, og nýlega hefir
stjórnin ákveðið að senda meira herlið
til Philippine eyjanna til að bæla ófrið-
inn þar.
Frá negralýðveldinu Liberia, í Afríku
hefir frótzt að negrar þeir sem fluttu
þangað frá Bandarikjuuum í Marzmán-
uði 1896, dey þar úr hungri þar eð þeir
geti ekki fengið neitt land til yrkingar,
og stjórnin vilji ekkert gera fyrir þá.
“Frændur eru frændum verstir.”
Innan skamms verður á Þýzkalandi
leikið leikrit eftir Óskar Svíakonung, og
bíða menn eftir þvi með mikilli eftir-
væntingu. Leikritið er stutt, að eins
einn þáttur, og heitir “Kanberg Slot.”
Níhilistar í Varsow gerðu nýlega
tilraun til að fyrirfara Rússakðisara,
þegar hann var á ferð í borginni. Höfðu
þeir grafið járðhús mikið undir stræti
þvi er keisaranum var ætlað að keyra
um, og var tilgangurinn að láta jarð-
húsið falla saman þegar hann færi þar
yfir, en fyrirætlanir þeirra komust upp
áður en slys varð að, og mega þeir nú
yrkja upp á nýjan stofn ef duga skal.
I Guatemala í Suður-Ámeríku er
sjaldan ein báran stök. Ein uppreistjn
byrjar þegar önnur endar, og alt er í
hershöndum. Þegar fé skortir til að
halda ófriðnum uppi eru brúkaðar grip-
deildir ag rán þangað til sjóðurinn er
fullur. Þannig var maður einn að nafni
Aprecio nýlega tekinn og pyntaður þar
til hann var meðvitundarlaus, fyrir
það aðhann vildi ekki viljuglega láta af
hendi alt það fé sem beðið yar um, og
er hann raknaði við var hann skotinn
án frekari umsvifa. Rétturinn hefir
lengi verið á lágu stigi i suður-Ame-
ríku, og ekki virðist útlitið fara mikið
batnandi.
Fullyrt er að Spánarstjórn hafi beð-
ið Salisbury lávarð. aðreyna að mýkja
Bandaríkjastjórn og fá hana til þess að
biða viðvíkjandi Cúbamálinu, þangað
til dálítið lag gæti komist á stjórnar-
farið á Spáni. Einnig er fullyrt að
sendiherra Breta á Spáni hafi fengið
leyfi frá stjórn sinni til þess að lofa
Spánverjum hjálp, svo framarlega sem
þeir gætu komið á fót viðunandi stjórn-
arráði. Sagt er að mörg þýðingarmik-
il hraðskeyti hafi larið á milli þessara
ríkja og flest af þeim lotið að afstöðu
Bandaríkjanna í Cubamálinu.
Þótt alllangur tími sé liðinn síðan
að Islendingadagurinn í ár var haldinn
í Winnipeg, þykir oss við eiga að láta
ræðurnar sem þá voru haldnar birtast í
blaði voru. Margir sem viðstaddir voiu
gátu ekki heyrt ræðurnar þá, því þær
voru fluttar úti undir beru lofti og vind
ur var á um daginn, en svo sögðu menu
sín á milli: “Við sjáum þær á prenti
síðar meir og það verður aði,duga”. En
svo hafa menn hingað til ekki séð þær
á prenti, og oss er grunur á að sumir
hafi verið orðnir efins um að spáin ætl-
aði að rætast. Það er álit vort að fólk-
ið eigi eins mikla heimild á að sjá Is-
lendingadagsræðurnar og kvæðin í
Winnipeg eins og hverjar aðrar Islend-
ingadags ræður og kvæði, og ef Heims-
kringla hefði ekki verið í rústum hing-
að til mundu þær hafa verið komnar
fyrir almenningssjónir. Oss er nær að
halda að þó Heimskringla hefði verið
eina blaðið í Winnipeg, þá hefði hún
gert fólkinu það til geðs að flytja þær.
* Ritstj.
Canada.
Ræða eftir B. L. Baldwinson.
Flutt á íslendingadeginum í Winnipeg
2. Ágúst 1897.
Herraforseti. Háttvirtu tilheyrendur.
Þau hafa verið fögur kvæðin, sem
ort hafa verið um Canada af vesturis-
lenðku skáldunum okkar og sungín hér
á fyrirfarandi þjóðhátíðardögum okkar,
og eins er það fagurt kvæðið um Cana-
da, sem ort hefir verið og sungið hér í
dag. Þessi kvæði um Canada eru fögur
i þreföldum skilningi: þau eru fögur að
efni, fögur að orðfæri og fögur að and-
ríki. Þau bera það öll með sér þessi
kvæöi og það er auðfundiðá þeim, að
liugur skáldanna hefir f.ylgt máli, þegar
þeir voru að bera vitni um sannleik-
ann, að því er snertir ágæti þessa mikla
lands, og að sá vitnisburður átti að
leggjast undir óvilhallan dóm allra Is-
lendinga austanhafs og vestan. En þó
er, að minu áliti, fegurð þessara kvæða
sérstaklega innifalin í því, að landið
sem ort er um, landið sem við búum í,
landið sem við höfura gert að okkar
nýju fósturjörð, landið sem við erum að
minnast í dag, landið Canada, það á
alt það hól i fylsta máta skilið, s'm
skáldin hafa hlaðið á það í þessum
kvæðum sínum. Canada á með réttu
skilið að vel sé um það rætt og ritað;
það hetír reynzt blessvnarríkt því fólki
sem hefir tekið sér hér bólfe-tu, og fólk
vort yfir höfuð hefir látið það njóta
sannmælis. Þeir sem bezt þekkja þetta
land og hæfastir eru um að dætna um
það með sanngirni, þeir eru undantekn-
ingarlaust samdóma um að bera því
bezta orðstír. Eg þarf þess vegna ekki
að lýsa Canada fyrir því fólki sem hlust
ar á mál mitt i dag. En af því að ís-
lendingadagsræður okkar eru vanalega-
prentaðar, og því má búast við að þær
séu lesnar af all-mörgum af bræðrum
og systrum okkar heima á íslandi. sem
ég tel vist að stundum að minsta kosti
renni hugum sinum til vor hér vestra,
þá vil ég leyfa mér að minnast á fáein
atriði, sem ef til vill eru að einhverju
leyti nýstárleg fyrir landa okkar þar
heima.
Til þess að geta dæmt um eitt land
með skynsamlegum rökum, er nauðsyn
legt að athuga ýms atriði í sambandi
við það land sem um er rætt, svo sem
stærð, hnattstöðu, loftslag, frjósemi og
náttúrleg auðæfi, svo sem málmtekju;
enn fremur mentun þjóðarinnar sem
landið hyggir, stjórn og trúfrelsi og
fleira, — yfir höfuð alt það sem miðar
til þess að gera landið byggilegt fyrir
menskar verur. Auðvitað dettur mér
ekki í hug að þreyta ykkur með langri
ræðu um þessa hluti, en á sumt verð ég
þó að minnast, og er þá fyrst að at-
huga stærð þessa lands, en hún er svo
mikil. að 20 helztulöndin í Evrópu hafa
samanlögð ekki meiri stærð en Canada.
Ykkur má virðast það ótrúlegt, en þó
er það satt, að Canada er eins'stórt land
eins og Danmörk, Noregur, Svíþjóð,
England, írland, Skotland, Spánn,
Portugal, Belgía, Frakkland, Þýzka
land, Tyrklank, Grikkland, Ítalía, Búl-
garía, Rúmenía, Servía, Sviss, Holland
og að síðustu Rússland í Evrópu með
svnar 2 milíónir ferh.mílna flatarmáls.
Að sama skapi við stærð landsin® eru
fjöliin þess—Klettafjöllin, fossarnir—
Niagara-fossinn, vötnin—Superior og
Huron, árnar—St.Lawrence, Nelson og
Mckonaie tkógarnir í Britjsh Cohnwbia
þar sem trén hafa mælst 78 fet að hring
máli 8 fet frá jörðu, og námarnir.
Alt þetta er með því fegursta og stór-
kostlegasta, sem til er nokkurstaðar á
vorum hnetti, og að sama skapi eru
þau auðæfi sem í þeim eru fólgin.
Hnattstaða landsins (í tempraða
beltinu), hæð þess yfir sjávarmál,
gnægð áa og vatna, sem um þaðrenna,
straumarnir í höfum þeim, Atlantshaf
að austan og Kyrrahafið að vestan, er
kyssa strendur þess og hinir suðlægu
þíðvindar, sem blása um það. Alt
þetta miðar til þess að gera þetta land
með hinum byggilegustu og frjóvsöm-
ustu í heimi.
Frjóvsemi Canada er nú orðin svo
viðurkend meðal þjóðanna um allan
hinn mentaða heim. að það má virð-
ast í hæsta máta þýðingarlaust að
minnast á það atriði hér. Árlegur inu-
flutningur margra þúsunda manna inn
í þetta mikla land úr nálega öllum lönd
um hnattarins, það eitc ætti að vera —
að minni hyggju—nægileg sönnun fyrir
þeirri viðurkenningu, sem Canada er
búið að ná hjá öðrum þjóðum íyrir hin
miklu og margbreyttu gæði. Það
hefir verið sagt að þetta land breiddi
faðm sinn móti fátæks manns nauðum,
og að það væri vonarland hins unga og
hrausta, og enn fremnr að það væri
virkileikans land. Alt þetta er satt og
engir eru færari að dæma um þann
sannleika heldur en það fóik, sem eins
og við, ýmist höfum komið hingað á
ungdómsárum okkar, eða verið fæddir
hér í landi, því hvergi höfum við þekt
né höfum sögur af nokkru landi, með
meiri náttúrufegurð né náttúrleg auð-
æfi, né land sem betur fer með ibúa
sína að öllu leyti heidur en Canada fer
með sitt fólk. Hvergi höfum við þekt
land þar sem hinar ýmsu korntegundir
og aðrir jarðarávextir—að undaritekn-
um suðrænum aldinum—þrífist betur
en i okkar Canada, og hvergi á jarð
ríki er árieg uppskera vissari eða meir
arðberandi heldur en hér. Enda er nú
Canada búin að fá auknafnið: ‘korn-
forðabúr heimsins’ í ræðum og ritum
erlendra manna, og er þeð réttnefni.
En auðæfi þessa lands eru innifalin
i fleira en jarðargróða, sem fæst með
yrkingu landsins. Við vitum t. d. að
land þetta er fult frá hafi tilliafs af
inargskonar dýrmætum málmum. Það
má með ollura sanni segja það um Ca-
nada, að hér drjúpi smjör af hverju
strái, hveiti af hverri stöng, sykur af
hverju tré og gull úr hverjum kletti og
úr sandinum í ár- og vatnsfarvegum
landsins. Um smjörið, hveitið og mör-
inn vita allir. En um gullið og hina
aðra málma er mönnum máské ekki
eins kunuugt, Eg get talið upp í svíp-
inn örfáar .tegundir, svo sem bygginga-
stein, salt, steinolíu, kol, kálk, mica,
asbastos. nikkel, blý rafur. járn, silf-
ur og gull. Allar þessar málmtegundir
eru mikils virði og margar þúsundir
manna hafa árlega arðsama atvinnu
við námagröft. Og málmarnir sem
upp eru teknir nema nokkrnm miljón-
um dollars arði á ári. Rétt hérna fyrir
austan VVinnipeg höfum við nikkel og
gull náma, sem þegar hafa fengið -svo
mikið orð á sig að frægir. námakongar
frá Ástraliu og Suður-Afríku hafa kom
ið hingað til að skoða þá og meir en
milíón dollars-boði hefir þegar verið
neitað fyrireina af þessum námum —
Sultana:námana. Landið er fult af
kolum frá hafi til hafs, og járn og gull
hefir fundizt í stórum stýl skamt fyr-
ir norðan þennan bæ, á austurströud
Winnipegvatns. En það sem lang-
mesta hreyfingu hefir vakið hjá innbú-
um þessa lands nú á síðustu árum eru
hinir ákaflega auðugu gullnámar, sem
nú eru fundnir vestur í Yukon-dalnum
austanmegin við Alaskasáagann og
norður á hreiddarst. 66—68, eða rétt
beint vestur af gamla íslandi. Eg bið
ykkur að minnast þess að gullnámarn-
ir kanadisku í Yukondalnum eru hinir
lang-st.órkostlegustu og auðugustu sem
nokkurntíma hafa fundizt í heiminum.
Þessir gullnámar eru í okkar landi í Ca-
nada, ogeru að því leyti einkennilegir,
að gullið er þar mest í sandi 1 ár- og
lækjar farvegum; það er þar í ölltlm
myndum, frá srnákornum, sem að eins
sjást með berum augum, og alt upp í
stór klumpa, sem eru fleirí þúsund
króna virði. Svo er jarðvegur þessi
auðugur, að sumir námarnir við Bo-
nanza- og Dominion-lækina eru metnir
á-eitt þúsund dollars hvert teningsfet
af hinum gullberandi jarðvegi-
Frændur vorir á íslandi efa ef til
vill þessa sögu og slíkar, ekki sízt þegar
þær koma frá okkar landi Canada, en
við sem hér búum og veitum eftirtekt
þeim áreiðanlegu blaðafréttum um
þetta undra land, sem nú eru daglega
prentaðar, vitum að þetta er satt og
svo sannfærðir eru menn hér um þess1
miklu auðæfi í Vestur-Canada, að jafn-
vel úr þessum bæ hafa menn fariðí
hópum í sumar þangað vestur til þess
aðleitasér fjár og frama, þó að leiðin
þangað sé alt að 3000 mílur. Á meðal
þeirra sem þangað hafa farið iiéðan í
fj.'.v- og frania-Ie’i', « u nokltrir uf c\k-
ar ungu og framgjörnu landsmönnum.
Þeireru sannir Canada-íslendingar með
hugrekkið íslenzka og framkvæmdar-
aflið kanadiska. Látum oss árna þeim
als gengis og auðæfa og heillar aftur-
komu. Það er spá mín að margir ís-
lendingar eigi fyrir höndum að flytja
þangað vestur og ná i talsvert af þeim
mikla auð, sem vér nú vitum með
fullri vissu að er fólgin í Ynkondalnum
og viðsvegar í*fjallendinu þar vestra.—
Um leið og ég skil við þennan kafla
ræðu minnar vildi ég mega minna ykk-
ur á það mjög merkilega atriði, að ein-
mitt sá hluti þessa lands þar vestur og
norður við íshafið, sem alt að þessum
tíma hefir verið álitin hrjóstugastur og
óbyggilegastur af öllum pörtum Canada
veldis, skuli nú vera sýndur allra staða
ríkastur, ekki af korni, smjöri eða sykri
heldur af skæra-gulli. Sú skoðun er nú
alment að festast í hugum manna. að
eins og Canada er nú þegar orðið gull-
auðugasta landið, svo eigi þjóðin fyrir
höndum að verða hin gullauðugasta
þjóð í heimi.
Vissulega er Canada gott land að
búa í. Um mentun og menningu hinn-
ar kanadisku þjóðar má mikið segja.
En ti) þess að ofþreyta ekki mína til-
heyrendur, læt ég mér nægja að benda
á það sem annars er alkunnugt, að í
mentamálnm' stendur hún ekki á baki
þeirra þjóða sem lengst eru á veg komn-
ar. Alþýðuskólamentun þessa lands er
viðurkend að vera betri en hún er i
Bandaríkjunum eða á Englandi, og eru
þær þjóðir þó sönn fyrirmynd annara
þjóða í fle&tnm greinum. Háskólar
þessa lands hafa fulla viðurkenningu
slíkra stofnana sem Oxford og Camb-
ridge háskólanna á Englandi, og Har-
ward og Cornell í Bandaríkjunum.
Menning þjóðarinnar fer eftir ment-
un hennar, i samgöngumálum á sjó og
landi, og við stærum okkur af að vera
ekki eftirbátar annara. Sem járnbrauta-
land erum við með þeím fremstu, eða
öllu heldur fremstir, ef dæmt er eftir
fólksfjölda, og að því er snertir skipa-
stól, þá erum við hinir fimtu í röðínni
að ofan.
í iðnaði fleygir þessari þjóðfram í
stórum stýl með h' erju árinu sem hjá
líður. og fátt er það nú sem þessi þjóð
er ekki fær um að veita sér sjálf, þó hún
hefði engin skifti við önnur lönd. Mál-
þræði höfum við svo, að við getnm talað
við aðrar heimsálfur á hverri klukku-
stund. Stjórnfrelsi höfurn við fullkom-
ið og trúfrelsi ótakmarkað og þetta
hvorttveggja eru atriði, sem þjóðirnar
meta þeim mun meira sem þær eru
lengra á veg komnar í mentun og menn-
ingu. Eg segi þess vegna, að takandi
það til greina að við Islendingar höfum
fiutt til þessa lands til þess að hafa hór
NR. 1
frambúðar aðsetur, að börn vor eru hér
fædd og uppalin, að Canada er þeirra
föðurland og okkar fósturland, og tak-
andi það til greina að kjör okkar hafa
stórkostlega batnað einmitt fyrir flutn-
inginn hingað, þá finst mér það liggja í
hlutarins eðli að það sé bæði verðugt og
skyldugt að vér elskum þetta land, að
vór viðurkennum sjálfa oss sem part af
hérlendu þjóðinni,—Canadaþjóðinni, að
vort þjóðerni—þeirra sem hér eru inn-
fæddir—sé kanadiskt eða ameriskt þjóð-
erni, og að vér þess vegna, um leið og
vér að sjálfsögðu vinnum að vorri eigin
tilveru og framförnm sem einstaklingar
vinnum um leið að heill og heiðri þessa
lands, sem vér höfum af frjálsum og
fúsum vilja gert að voru fósturlandi og
að föðurlandi barnanna okkar.
Vinnum að heill og heiðri Canada !
að er skylda allra, hvort sem þeir eru
að kaupa fyrir sitt eigið brúk eða
annara, að kaupa sem bezta vöru
fyrir sem minnsta peninga, en ekki að
kaupa þær vörur sem kosta minnst,*
hvað ónýtar sem þær eru. Þetta hefir
tólf ára reynsla vor kent oss, og það er
fyrir þessa reynslu að vér höfum keyft
vandaðri og betri vörur þetta haust en
nokkru sinni áður. Vér skulum eink-
anlega tilnefna unglinga og karlmanna-
fatnað, yfirhafnir, vetlinga og allskonar
nærfatnað. Vér þorum að áhyrgjast að
þér fáið betri vörur hjá oss en þér fáið
hjá nokkrum öðrum fyrir jafnlitla pen-
inga. Vér erum þegar búnir að fá inn
mikið af allra nýjustu kjóladúkum og
“trimmings” beint frá verkstæðunum,
og sumt er enn á leiðinni þaðan. Allar
þessar vörur eru mjög vandaðar og vér
seljum íslendingum þær afar-ódýrt.
Allar gamlar vörur seljum vér með
miklum afslætti, svo ef þér kærið yður
ekki um “móðinn” þá getið þið fengið
kjóladúka með mjög miklum afslætti.
Nokkrar tegundir af skóm höfum vér í
búðinni er vér þurfum að losast við, —
Þeir fara fyrir lítið. Einnig seljum vér
handtöskur og kistur ódýrri en nokkur
“lifandi sál” í borginni.
Komið og sjáið hvað fyrir sig, því
sjón er sögu ríkari.
f
G. Johnson,
á suð-vestur liorni Ross og
Isabel stræta, Winnipeg.
Islenzki búðarmaðurinn
sem nú vinnur í nýju
búðinn - - -
Victorian,
522 Main St.
Hann selur nú með nijög
lágu verði karlmanna-
fatnað. frá instu flík til
þeirrar yztu. Stígvél,
Sliór og- margt fleira.
Komið inn og sjáið liann
Dollarinn ykkar kaupir
meira í þeirri búð en
annars staðar í bænum.
Victorian,
522 Main St-