Heimskringla - 14.10.1897, Side 2
2
HEIMSKRINGLA, 14. OKTÓBER 1887.
Published by
Walter, Swanson & CJo.
Verð blaðsins í Canada og Bandar. 81.50
nm árið (fyrirfram borgað). Sent til
íslands (fyrirfram borgað af kaupend-
nm blaðsins hér) 81.00.
Peningar seudist í P. 0. Money Order,
Registered Letter eða Express Money
Order. Bankaávísanir á aðra banka en í
Winnipeg að eins teknar meðafföllum.
Einar Ólafsson,
Editor.
B. F. Walters,
Basiness Manager.
Office : Corner Princess & James.
p.o. BOX 305
Sælt veri fblkið!
Eftir meira en fjögra mánaða
dúnalogn gefur þá aftur að líta
Heimskrínglu, í sömu stærð og áður,
og nauðalíka að útliti,—að eins dálít-
ið feimna og hikandi, líkt og börn
sem hafa verið í berjamó lengur en
þeim var leyft, og ekki komið heim
fyr en búið var að reka í kvíarnar.
Hún er eins og hálf-hrædd um að hún
sé komin í ónáð hjá fólkinu fyrir að
hafa hlaupið í burtu svona alt í einu,
óg ekki látið sjá sig í marga mánuði;
en svo hefir hún það sér til afsökun-
ar, að hún hafi mátt til að fara í
berjamó, því það hafi verið alt of lít-
ið af berjum í skyrinu sem hún var
vön að fá heima. Hún var þó kom-
in á ellefta ár og þurfti síns með. En
nú lofar liún bót og betran og segist
skuli halda við heimilið alt hvað af
taki, og feimnina segist hún skuli
leggja niður í tæka tíð.
Vonglöð í bragði og endurhrest
eftir hvíldina leggur þá Heimskringla
aftur af stað út í heiminn, í þeirri
von að geta frætt lesendur sína og
haldið uppi málstað vina sinna. Hún
vonast eftir að gamlar vinsældir taK-
ist á ný og að almenningur hjálpi sér
til að komast á legg vel og fljótt, en
sjálf lofast hún til að vanda sig og
endurgjalda greiðann eftir föngum.
Þegar Heimskringla varð að
hætta að koma út í vor, og Heims-
kringlufélagið var leyst upp, brá
mörgum vini hennar í brún. Fréttin
um það kom eins og þruma úr heið-
skíru lofti,—en hún kom samt ótví-
ræð og óbreytanleg, vægðarlaus og
óafturkallanleg, og á rústum hins
fallna félags stóðu styrktarmenn
hennar og vinir ráðþrota, því “svo
höfðu forlög fært þeim dóm að hönd
um,” og þeim dómi urðu menn að
hlíta. Allir þeirra sáu þörfina á að
halda úti blaði, en þótt þörfin væri
brýn, mun fæstum eða engum hafa
komið til hugar að þeir sæu Heims-
kringlu nokkurntíma aftur. En tím-
arnir breytast og mennirnir með, og
hér er Heimsdringla aftur komin í
þeim tilgangi að fylla skarðið sem
höggið var í félagslíf Heimskringlu-
manna í sumar, og reyna til að
tendra gamlar glæður.
Það er ábyrgðarmikið starf sem
útgefendurnir hata tekið sér fyrir
hendur og vandasamt; þeir Jeggja
mikið í sölurnar og eiga mikið á
hættu, en þeir vona að viðleitni þessi
til að uppfylla þarfir manna í blaða-
legu tillitijVerði metin svo mikils, og
fái svo mikið fylgi bjá almenningi,
að þeir fái fyrirhöfn sína borgaða. I
stuttu máli, þeir vonasi til þess að
menn sýni það í verkinu, sem menn
hafa sagt með vörunum, að annað
blað jatnhliða Líigbergi væri nauð-
synlegt, bæði til þess að halda uppi
vissum flokksmálum, og til þess að
gefa mönnum tækifæri til að ræða al-
menn mál óþvingað. Það hefir
að vísu heyrzt bæði frá Lögbergi og
ýmsum fylgismönnum þess, að heppi-
legast væri að sameina sig um eitt
blað (Iiigberg?) því málin ræddust
þannig bezt!! Reynslan er nú samt
búin að sýna annað,ogþaðaðeitt blað
dugi fysir aJla er með öllu rangt.
Menn hafa mismunandi skoðanir, sem
eru hverri annari andvígar, en sem
allar hafa meiri eða minni rétt á sér,
og sem oft og einatt er nauðsynlegt
að geta komið óþvingaðar fyrir al-
menntngs sjónir, til upplýsingar í
ýmsum málum. Menn liafa ýms á-
hugamál sem þeir þurfa að geta rætt
í því málgagni sem bezt við horfir
Menn mega ekki vera komnir of
mikið upp á náð þeirra, sem yfir
blöðum ráða, því hversu góðir sem
þeir kunna að geta verið, þá eru
þsir þó aldrei nema breyzkir menn,
—stundum mjög breyskir menn.
Það er ætlun vor að taka í blaðið
eins mikin af aðsendum greinum um
almenn mál, oins og rúmið leyfir,
og fræðandi og skemtandi ritgerðir
verða þakksamlega meðteknar.
Stefna blaðsins verður lík og
hún var áður, og er óþarfi að fara
um hana mörgum orðum, Ilún
verður Ijósust af blaðinu sjálfu, og
svo hefir hún verið tekin fram í
Boðsbréfinu og auglýsingu í Lög-
bergi. Líka hefir Lögberg óbeðið, og
sjálfkrafa farið um hana nokkrum
heiðursorðum og kunnum vér því
þakkir fyrir, að hafa vakið ótil-
irtekt á oss. Það hefir enda gert sér
svo mikið far um að gera oss kunn-
uga almenningi, að það hefir tvisvar
prentað sömu orðin og alt af látið
fylgja ný orð ókeypis til skýringa-
Fyrit kom blaðið með frétt um það
að Heimakringla ætti að verða Popú-
listablað og Unitarablað, og svo þeg-
ar dregínn var efi á það í grein sem
nýlega birtist í Lögbergi, frá nú-
verandi ritstjóra Heimskringlu, þá
flnnur ritstjóri Liigbergs sönnun fyr-
ir orðum sínum í fréttagrein.sem kom
út í Pioneer Express í Pembina. En
það Iakasta við altsaman er það, að
orðin sem Lögberg tók eftir Pioneer
Express voru áður tekin úr Lögbergi
og lögð út fyrir Pioneer Express að
beiðni ritstjóra blaðsins, sem hafði
heyrt getið um Ixigbergsgreinina og
þótti hún kynleg. Vér skulum ekki
yrðast mikið meira um þetta í bráð-
ina, en að eins bæta því við, að skoð-
anir Populista verða teknar til íhug-
unar ef þörf gerist, og að reynt verð-
ur að gefa öllum, sem um almenn
mál rita, sem bezt tækifæri í blaðinu',
án þess þó að blaðið skuldbindi sig
til að taka alt sem því kann að ber
ast.
Það var í fyrstunni hugmynd
útgefendanna, að kalla þetta blað
fyrsta blað fyrsta árgangs Heims-
kringlu, en þeir hafa breytt til aftur
og kalla það fyrsta blað tólfta ár-
gangs. Þetta leyzt þeim heppilegra,
þar eð það gæti valdið misskilningi
og óþægindum ef til væru tveir ár-
gangar nr. 1, og þó gefnir út sinn á
hverju árinu, eða öllu heldur sinn á
hvorum áratugnum. Og af því út-
gáfurétturinn fylgdi með í kaupun-
um þegar prentáhöldin voru keypt,
þá liggur eðlilega beinast við að
þetta blað sé framhald af hinu.
Ileimskringla byrjaði um þetta levti
árs fyrir ellefu árum síðan, og ligg-
ur því beint við að kalla þetta tólfta
árgang, jafnvel þó ekki væru komin
út nema 21 eintak af ellefta árgang-
inum. Þetta álítum vér heppilegra
og oss grunar að gömlum vinum
Heimskringlu þyki það ekki lakara
heldur.
í þessu sambandi má geta þess,
að þótt þetta blað sé þannig fram-
hald af hinu, þá stendur útgáfa þess
fjármálalega í engu sambandi við
gamla Heimskringlufélagið, það fé-
lag er nú uppleyst, og þó ýmsir af
þeim sem í því voru sé riðnir við út-
gáfu Hkr, nú, þá bera þeir sem út-
gefendur blaðsins enga ábyrgð á
gerðum hins gamla télags.
Verðið á blaðinu verður §1,50
um árið, í Canad i og Bandaríkjun-
uin, og 6 kr. á Islandi, en sá sem tek-
ur tvö blöð, annað handa sjálfum sér
og hitt er sendist til Islands fær
bæði fyrir §2,50. í sex mánuði kost
ar blaðið hér i álfu 80 cents, og í 3
mánuði 50 cents, en ekki á Það við
aðra en þá sem hætta við blaðið þeg-
ar sá tími er liðinn.
Borgun má senda með P. O.
Mony Order, Express Order, banka-
ávísun (að eins á banka í Winnipeg).
registeruðu bré fi etc. Kaupendui
vildum vér biðja að senda ekki frí-
merki sem .borgun nema óhjákvæmi-
legt sé.
Fyrsta blaðið verður sent öljum
sem voru kaupendur Heimskringlu
hvort sem þeir hafa skrifað sig fyrir
henni nú eða ekki.og annað og þriðja
blaðið verður einnig sent þeim sem
langt eru burtu og ekki geta sent
borgun áður en þessi blöð koma út,
en úr því er það tilgangur vor að
senda engum blaðið nema fyrirfjrm
sé borgað, um einhvern tíma. Þetta
álítum vér hina einu réttu aðferð,
og oss virðist hún vera sú bezta
trygging sem hægt er að hafa fyrir
því að blöðin haldi áfram að koma
út. Enda þótt kaupendurnir sendu
heils árs borgun fyriifram, eigaþeir
mikið minna á hættu en útgefend-
uruir, sem hafa lagt í mikinn kostn-
að, og svo er það ekki nauðsynlegt,
því menn geta sent hvaða upphæð
sem menn vilja. Reikningar kaup
enda verða sýndir á hlaðinu eins og
áður, þegar búið er að koma listan-
um í lag, en það verður innan
tveggja til þriggja vikna.
Að endingu þökkum vér hjálp
hinna mö gu vina vorra sem gengið
hafa vasklega fram í því að útvega
kaupendur fyrir blaðið, og svo send-
um vér þá fyrsta blað tólfta árgangs
Heimskringlu út á meðal almennings
í þeirri von 'að henni takist að á-
vinna sér hylli hans eins og áður. og
í þeirri von að vér reynumst verðug-
ugir þeirrar hylli.
Framfarir
Norðurríkjanna.
I North American Review fyrir
Agústmánuð, er grein eftir enska skil-
ríkjaritarann Míchael G. Mulhall, um
"Slétturíkin” (Prairie States) í Banda-
ríkjunum, Ohio, Indiana, Illinois, Mich-
igan, Wisconsin, Iowa, Missouri, Minne-
sota, North Dakota, South Dakota,
Kansas og Nebraska, og farast honum
orð á þessa leið :
Af þessum tólf ríkjum voru fimm
hin síðustu ekki orðin ríki 1850, en Iowa
og Wisconsin voru þá nýkomin í sam-
bandið. I öllum þessum ríkjum eru
naumast 35 manns á hverri ferhyrnings-
milu, þó fólkið hafi ferfaldast síðan 1850.
Til engra ríkja í Bandaríkjunum hafa
flutzt eins margir útlendingar eins og
til þessara ríkja; nærri einn fimti hluti
allraibúanna eru útlendir. Erá 1850 ti;
1890 fjölgaði hvitum mönnum af Ame-
rísku kyni 285 af hundraði, svertingjum
217 af hundraði og útlendingum 563 af
hundraði, en á fjörutíu árum, frá 1850
til 1890, var fólksfjölgunin yfir öll
Bandaríkin, 165 af hundraði á meðal
hvítra manna, og 105 af hundraði á með-
al svertingja.
Flest er af útlendingum í Minnesota,
Wisconsin og Dakota,—nærri einn þriðji
af fólksfjölda þessara ríkia,—en fæstir '
Missouri 04 Indiana, — ekki firtlir tíu af
hundraði.
Af innflytjendum frá Norðurclfunni
eru Þjóðverjar fjölmennastir, 40%, og er
mestur fjöldi þeirra búsettur í Illinois,
Wisconsin og Ohio. Skandinavar eru
næstir, 18% og eru fjölmennastir í
Minnesota. Irar eru 11% og eru flestir
búsettir í Ulinois og Ohio. Canadamenn
eru mjög margir i Michigan. Það er
eftirtektavert, að þrátt fyrir það þó
flutzt hafi til þessara ríkja frá Norður-
álfunni um 4,000,000 innflytjenda, þá
eru latnesku þjóðirnar í þessum ríkjum
mjög svo fámennar. Frakkar, Spán
verjar, Portúgisar og ítalir eru til sam-
ans að eins 60,000.
Þó fólksfjölgunin í þessum ríkjum
hafi verið mikil, þá hefir viðgangur ak-
uryrkjunnar verið ennþá meiri. 1850
voru til 5 ekrur af yrktu landi fyrir
hvert nef, en 1890 voru þær orðnar 8.
Þessi tólf ríki framleitkt nærri því þriðja
hluta allrar þeirrar kornvöru sem fram-
leidd er í Bandaríkjunum, og eiga helm-
inginn af öllum lifandi peningi þeiri*a.
A fjörutíu árum óx yrkt land um
157,000,000 ekra, eða sem svaraði 13,000
ekrum á dag. Með öðrum orðum, það
af nýju landi sem var ‘‘brotið” og yrkt
milli 1850 og 1890, er meira að flatar-
máli en alt þýzka keisaradæmið og
Hofland, Belgía og Danmöik til sam-
ans. Onnureins dæmi og þetta eru
ekki til í veraldarsögunni, og hvergi í
heiminum er akuryrkja og landbúnað-
ur jafn arðmikill. Skýrslur frá 1800
sýna uppskeruna þrjú tons, eða tíu-
sinnum meiri en meðal uppskera i Ev-
rópu. Þaðeraðvísu satt að afurðir
akuryrkjunnar hafafarið mimkandi síð-
an, en samt sem áður er matvörufram-
leiðslan í heild sinni stórkostleg, og á
samanburði við Evrópulöndin sést að
‘Prairie’-ríkin í Bandaríkjunum fram-
leiða nærri því eins mikið af kornvöru
eins og Frakkland, Þýzkaland og Aust-
urríki til samans, og eins mikið ket eins
og Frakkland eða Austurríki hvort í
sínu lagi. Mest er framleiðslan í Iowa
—að meðallagi 5 tons af kornvöru og
50ðpd af keti á nef hvert í ríkinu.er það
þannig meira en framleiðsla af sama
tagi á Ítalíu eða Spáni, þrátt fyrir
það þó ibúotalan sé að eins um 2 milj.
Smjörgerð í Praíreirikjunum er svo mik
il að þau geta selt til austurríkjanna og
miðríkjanna alt sem að þau þurfa að
bæta við sig, enda hafa þessi ríki afar-
mikið af kúm (um 2,000,000) umfram
það sem þau þurfa til eigin brúks, og
1890 var smjörframleiðsla þeirra 50% af
öllu sméri sem framleitt var í Banda-
ríkjunum. Þetta ár (1890) var fram-
leiðslan als 23 pd. á hvern mann, en
neyzlan var að eins 16 pd., og er því
fyllilega einn fjórði af smérinu sem þar
er framleitt, sent í burtu.
Eins og gefur að skilja hafa um-
bætur miklar verið gerðar á löndum
ogeignum í þessum rikjum. Eigur
bænda þar hafa nífaldast á 40 árum, og
1890 voru þær eins miklar eins og eign-
ir allra bænda i Austurríki. Af skýrsl-
fyrir þessi 40 ár sést, að l,930,000manns
hafa að meðaltali á ári hverju tekið
þátt í akuryrkju og aðeignir ríkjanna
hafa aukizt um $99 á ári fyrir hvern
mann, sem akuryrkju stundaði. Þrir
af þessum bændum eiga eins miklar
eignir að jafnaði eins og fjórir fransk'r
eða þýzkir bændur, þeir borga meira
til hins opinbera og þurfa ekki að
ganga í herþjónustu,
f ríkjum þessum hefir auðurinn
vaxið afarfljótt; hefir hann sexfaldast á
30 árum, og má til samanburðar geta
þess. að á Bretlandi tvöfaldast hann
að eins á 50 árum. Veðsettar fasteign-
ir eru færri en í Austurríkjunum, þær
eru 1/7 af öllum fasteignpm ríkjanna.
Hið eina ríki, sem hefir mikið af veð-
settum eignum, er Kansas; þar eru 26%
af öllum eignnm veðsettar, minst er af
þeim í Ohio, að eins 10%. Rentur eru
frá 6J í Ohio, til 9J% í Dakota. í rent
ur af veðsettum fasteignum eru í ríkj-
um þessum borgaðir $7 á hvert höfuð,
móti $6 fyrir öll Bandaríkin.
Hin öra fólksfjölgun hefir gert mikl
ar og fljótar breytingar á atvinnuveg-
ina. Þannig höfðu þessi ríki 1850 einn
mann í verksmiðju-vinnu á móti hverj-
um 7 við akuryrkju, en 1890 voru það
5 á móti 1.
Harðvöruframleiðslan fullnægir
ekki þörfunum, og fatnaður er mestur
fenginn frá Ný-Englandsríkjum. Að-
al framleiðsla er timbu og matvara, og
sum af ríkjam þessum hafa stærstu
niðursuðuhús í heimi. Þau framleiða
6% af mjölinu, 55% af kjötinu og 50% af
timbri, sem verzlað er með í Bandaríkj-
um.
Arið 1890 voru grafin upp í þessum
ríkjum 34,000,000 tons af kolum, aðal-
lega í Illinois og Ohio; 8,000,0o0 fcons af
járnroða, mest i Michigan, og þar að
auki, 150,000 únzur at silfri í Dakota.
Allur afrakstur námanna var virtur á
$183,000,000, sem er einn þriðji af af-
rakstri allra náma Bandaríkjanna.
1895 voru 94,300 mílur af járnbrautum
innan þessara ríkja, sem mundu
kosta um $4,340,000.000 eða $45,000
mílan. Það er einum fjórða minna en
brautir annarsstaðar í Bandaríkjum
kosta. Þessi tólf ríki hafa þannig til
samans meiri járnbrautir en Frakkland
Þýzkaland, ;Rússland og Austurríki.
Það eru að meðaltali 7 yards á mann af
járnbrautum í þessum ríkjum. á mótj
einu yard á Frakklandi eða Þýzkalandi,
og 2/3 úr yard í Evrópu í heild sinni.
Þegar þessi tólf 'Prairie’-ríki eru
borin saman yið Bandaríkin í heild
sinni, kemur í þeirra hluta 36% af fólks
fjöldanum, 47% af framleiðslu bænd-
anna. 34% af verksmiðjuvarningi, 31%
af námagreftri og 39% af auð allra
Bandaríkjanna, og þó eru enn þá á lífi
menn sem muna eftír þegar fólkstal
þessara ríkja var ekki rneíra en fólks-
talið á eynni Saidinia.
Grikkland.
Friðarsamningurinn milli Tyrkja
og Grikkja, sem stórveldin hafa verið
að þvæla fram og aftur í sumar, ér nú
sagður fullgerður. Er hann all-ógeð-
feldur fyrir Grikki, en Tyrkir una hon-
um mjög vel, eftir því sem hefir komið í
ljós, enda er auðsætt að með samningi
þessum hafa þeir töglin og hagldirnar,
með aðstoð ýmsra E vrópuþjóðanna, sem
hafa hagað honum þannig, að Gtikk-
land gæti orðið vissum auðmönnum að
féþúfu.
Það er alltítt að auðmenn og pen-
ingastofnanir hafi mikið að segja þegar
ræða er um friðarsamninga eftir afstað-
ið stríð, og lúkning herkostnaðarskulda
þeirra þjóða sem undir hafa orðið, en
þess eru víst engin dæmi, að peninga-
valdið hafi komið ár sinni eins vel fyrir
borð og náð jafn háskalegu einræði eins
ogí þessum friðarsainningsmálum. Það
má svc segja, að Grikkland sé selt pen-
ingavaidinu í hendur um óákveðinn
tíma, þangað til það hefir goldið að
fullu allar nýjar og gamlar skuldir, sem
lánardrottnar þess gera kröfur til.
Friðarsamningurinn virðist, í stuttu
máli, að vera nokkurskonar prangara-
samþykt. sem leggur sérstaka áherzlu á
að veita lánardrortnum Grikklands sem
mest hlunnindi. en þeir eru flestir þýsk
ir bankahaldarar og Gyðingar, reiðu-
búnir að féfletta alla sem þeir ná til.
Það eru þrjú ráðandi atriði í þess-
um samningi. Hið fyrsta er það, að
Grikkjum er sjálfum ekkert vald gefið
til að breyta honum, þeir verða annað-
hvort að viðtaka hann eins og hann er,
eða bera afleiðingarnar,—svo segja stór-
veldin. Önnur grein í þessum samningi
gefur öll fjármál ríkisins í hendur út-
lendri nefnd, sem er háð umboðsmönn-
um hinna r útlendu lánardrotna þang
að til allar kröfur: þeirra gamlar og nýj
ar eru goldnar, Og i þriðja lagi er svo
ákveðið, að Tyrkir skuli rýma Þessalíu
einum mánuði eftir að hin útlendu fjár
málanefnd hefir sannfært(!!) stórþjóð-
irnar sex, sem samninginn hefir gert,
um að hún hafi fengið fulla tryggingu
fyrir því hjá Grikkjum, að þeir taki
þessu öllu með hógværð.
Grikkir eru þannig á milli steins og
sleggju, milli auðmanna. sem heimta
sitt vægðarlaust, og Tyrkja, sem halda
Þessalíu. þangað til stórþjóðiraar í ein-
ingu segja þeim að fara, en ;það er
mjög vafasamt að af því verði nokkurn
tíina, því sumir þeirra (sérstaklega
Þýzkaland) virðast vera Tyrkjum of
hlynt til þess að þeir flýti sér að því.
Um Ieið og þessi svokallaði friðar-
samningur er valdboð stórveldanna að
mestu leyti, ýmsum auðmönnum til
hagnaðar, þá er hann um leið hin lag-
legasta gildra sem hægt var að gera.
Grikkjum er sem sé mjög ant um að
Tyrkir láti ÞeSsalíu af höndum, og
þeim er gefið í skyn að þeir fái hana
fljótlega, ef þeir veiti engan mótþróa.
en taki vel á móti hinni útlendu fjár-
málanefnd, undir forustu umboðsmanns
þeirra, sem til fjár eiga að kalla af
þeim. En til þess að koma í veg jfyrir
að þeir fái þessar óskir sinar uppfyltar
þarf ekki annað en að eiu eða fleiri af
stórþjóðunum sex álíti að nefhdin hafi
ekki náð svo miklum yfirráðum á
Grikklandi sem nægilegt sé til trygg-
ingar því að skuldheimtumennirnir fái
sitt.
Með þessu er augsýnilega verið að
reyna til að kaupa Grikki til að taka við
þessari nefnd mótstöðulaust, með loforði
am að þeir fái aftur þau lönd, sem
Tyrkir hafa herunnið frá þeim,—loforð
sem bundið er því skilyrði. að öll þessi
sex stórveldi gangi ínn á það, að þeir
hafi sýnt þá hlýðni sem útheimtist til
heillavænlegra málaloka. Ef eitt af
stórveldunum neitar að vera með, halda
Tyrkir Þessalíu eftir sem áður, og að
öðru leyti verður Grikkland í höndun-
um á útlendu auðvaldi.' Það eru því
allar líkur til að hið gríska ríkí sé innan
skamms úr sögunni, og Aþenuborg hin
fræga og forna hætti að vera stjórnar-
setur þjóðar sinnar. Ralli-ráðaneytið
á Grikklandi fór frá 1. þ.m. og var nýtt
ráðaneyti myndað í staðinn undir for-
stöðu manns sem Eaimis heitir. Blöðin
láta vel yfir þessum umskiftum, og hin
nýja stjórn þykist ætla að senda menn
upp á eigin spýtur á fund Tyrkja og fá
þá til að ganga inn á breytingar við
samninginn. Það eru samt litlar líkur
til að af þessu verði, því hönd stórveld-
anna yfirskyggir þá, og síðustu fréttir
segja að þingið muni vera í þann veginn
að ganga að samningnum eins og hann
er. Það er vanalegt að smáþjóðum sem
þurfa að greiða herkostnaðarkröfur, sé
settir fjárhaldsmenn sem eru háðir ein-
hverri stórþjóð eða stórþjóða-sambandi,
sem hefir útvegað féð sem greiða þurfti,
en það hefir aldrei heyrst fyrri, að fjár-
haldsmennirnir væru beinlínis háðir prí-
vatmönnum og stofnunum, sem sjálfar
hafa svo að segja einræði í öllum fjár-
málum þjóðarinnar.
Þannig eru þá líkur til að árangur-
inn af frelsisbaráttu þeirri, sem þessi
fornfræga þjóð byrjaði fyrir alvöru 1820
og sem Byron skáld tók svo merkan
þátt i, sé nú að engu orðin.
Borgaralega hjónabandið
í ríkisþingi Dana, sem Kbl. gat um í
vetur sem leið VII.) I), fékk þau áhrif
að landsþingið feldi frumvarpið mjög
svo umræðulítið. I fólksþinginu hafði
málið fengið allrækilega meðferð. Mik-
illmeiri hluti nefndarinnar aðhyltist
þá meginhugsun frumvarpsins að borg
aralegt hjónaband væri lögskipað öll-
um, en kyrkjulega vígslan hverjum í
sjálfsvald sett. Nefndin hrakti þá mót-
báru að borgaralegt hjónaband fjarlægi
menn frá kyrkjunni. Á Þýzkalandi
eru það 96 af 100 sem eftir á leita
kyrkjulegrar vígslu, Borgaralegt hjóna
band er nú lögboðið í þessum löndum,
Þýzkalandi, Unaverjalandi, Ítalíu,
Spáni, Frakklandi, Sveiss, Hollandi og
Be!gíu. Á Englandi má kjósa um
hvort sem vill.
Nefndin ætlaði hlutaðeigandi yfir-
völdum að ftamkvæma hið borgaralega
hjónaband, eíns og nú á sér stað, þar
sem þaú leyfist, en þar sem enginn slík-
ur valdsmaður er innan sveitarfélagsins
kýs sveitarstjórnin 'hjónabandsforstöðu
mann’. karl eða konu til 6 árá, er fram-
kvæmir athöfnina eftir settum reglum.
Prestar leysast frá giptingarskyldunni,
þurfa enga ástæðu að færa fyrir neitun
sinni og neitun þeirra verður eigi ónýtt
af kyrkjustjórninni. Jafnframt skyldi
þá úr lögum numin 14. gr. hjónabands-
tilskipunarinnar (30. Apríl 1824), sem
bindur hjónavígsluna við sóknarpiest
brúðuriunar.
Yið umræðurnar kom það til tals
að piestarnir hefðu og á hendi hina
borgaraleg u athöfn, en þó var það talið
ógerlegt, sumir vildu sleppa öllum á-
minningarlestri við þá athöfn. Aðal-
mótbáran kom frá ráðgjafa kyrkju- og
kenslumála, að frumvarpið væri ótíma-
bært, fólkið óskaði eigi þessarar breyt-
ingar, en hann var mintur á það að
fólkið hefði heldur eigi borið sig eftir
trúarbragðafrelsi, hugsjónir samvizku-
frelsisins eru fyrir ofan og utan almenn
ing, þar verður löggjöfin að verða fyrri
til. Eigi minti framsögumaðurinn síð-
ur á orð Lúters, “að hjónabandið ér
veraldleg athöfn, þar sem andlegrar
stéttar menn eiga ekkert um að fjalla
eða fyrir að skipa”.
Fólksþingið samþykti með miklum
meiri hluta frumvarpið eins og það kom
frá nefndinni, og hefir því máli áður
eigi skilað jafnlangt áfram á þingi
Dana.
(Eftir Kyrkjublaðinu).
Eins og kunnugt er synjaði Krist-
ján konungur í sumar frumvarpi til
laga um borgaralegt hjónaband, sem
kom frá Alþingi, og er þaá algerlega
samræmi við hið ofanritaða. Þó borg-
aralegt hjónaband sé enn ekki viðtekið
á fslandi, þá geta íslendingar þó stært
sig af því að hafa orðið á undan Dön-
um með að koma lögum um það gegn
um þing sitt, og sýnir það að íslending-
ar eru þá vakandi fyrir ýmsu sem bet-
ur má fara.
Ritstj.
Kæru Islendingar!
Eins og að undanförnu hefi ég á
boðstólum margs konar nytsama muni
með óvanalega lágu verði. Yðar eigin
hagsmuna vegna ættuð þér því að kynn
ast þeim kjörum sem ég býð áður en
þér kaupið sams konar muni annars-
staðar.
Ég hefi meðal annars :
Saumavélar á $35 og yfir
Orgel • “ 60 “ “
Lýrukassa “ 12 “ “
Reiðhjól “ 40 “ “
Prjónavélar “ 8 “ “
Strokka (nýasta sort) 6 “ “
Myndir og myndaramma á öllu
verði, og ótal margt fleira,
Verðið er nokkuð mismunandi eftir
því hve mikiðer keyptíeinu, og svo
því hverjir borgunarskilmálar eru.
Um leið og ég þakka viðskiftamönn
um mínum fyrir góð viðskifti, þá vil ég
leyfa mér að benda mönnum á eftirfylgj
andi vottorð frá 3 velmetnum mönn-
um til sönnunár fyrir því, að það borg;
sig fremur vel að verzla við mig.
Skrifið eftir nánari upplýsingum til
mín um þá hluti sem þér þurfið (að
kaupa.
Yðar með vinsemd og virðíngu,
S. B. Jónsson.
869 Notre Dame Ave. Winnipeg, Man.
S. B. Jónsson, Winnipeg, Man.
Kær/, herra :—
Ég votta þér hér með þakklæti mitt
fyrir viðskiftin. Það kom alt með góð-
um skilum eins og til stóð. Það sem ég
græddi á þessari $16 pöntun, miðað við
lægsta verð á þeim hlutum í Winnipeg,
voru $5.50. Eg gef yerzlun þinni þess
vegua mín bezru meðmæli.
Halldór Brynjólfsson.
Gimli, Man.
‘Ég hefi aldrei séð Mr. S, B. Jóns-
son. Én eftir auglýsing hans i blaðinu
skrifaði ég honum eftir nánari upplýs-
ingum. Síðan pantaði ég n kkra hluti
og sendi borgunina fyrir þá jafnframt.
Þá hluti fékk ég svo góða og ódýra,
líka reglulega til mín senda, að ég hafði
ekki búizt við eins góðu frá mínum
bezta og elzta skiftavin. Þegar ég fæ
peninga. þá leita ég hans fyrst.
Churchbridge P, G., Assa.
Guðni Brynjólfsson.
, Hra. S, B. Jónssou.
Ég bið yður afsökunar á því hye
lengi hefir dregizt að skrifa yður. Ég
er hæst ánægður með viðskifti okkar.
sem voru í alla staði góð og samvizku-
samlega af hendi lej'st frá yðar hálfu.
Með vinsemd og virðingu.
Baldur P. O,, 2. Júlí 1897.
Jón Jóhannesson.