Heimskringla - 21.10.1897, Blaðsíða 1
XII. ÁR WINNIPEGr, MANITOBA, 21. OKTOBER 1897. NR. 2
F R E T T I R.
Cnnaula.
Hinn 16. þ. m. yar verð á hveiti á
nokkrum stöðum í Manitoba og Norð-
vesturlandinu þetta : Portage la Pra-
irie 76c. ; Carberry 77 ; Brandon 71 ;
Moosomin. 76; Whitewood 73; Qu’Ap
pelle 71; Resina 71; Napinka 72; Melita
75 ; Cypress River 75 ; Glenboro 77 ;
Gretna 73; Emerson 73; og Minnedosa
79. Þennan same dag tóku járnbraut-
irnar við 129,250 bushelum af hveiti og
2,900 bushelum af hörfræi.
Blaðið Toronto Globe hefit nýlega
flutt grein um það að heppilegt væri að
Dominionstjórnin útvegaði sér sýning-
arstað fyrir kanadiskann varning í Lon
don á Englandi, og hefir þessi uppá-
stunga fengið góðan byr, eftir því sem
séð verður. Blaðið leggur til að þessi
sýning sé viðvarandi, og að henni sé alt
af haldið opinni; það álitur heppilegast
að hvert "fylki í Canada hafi umboðs-
mann þar, sem hafi umsjón á sýningar
munum, ásamt umboðsmönnum Domi-
nionstjórnarinnar, og þykist það hafa
fulla vissu fyrir þvi, að með þessu megi
auka utanlandsverzlunCanada aðstór-
um mun.
Bandarikin.
Hinn 17. þ. m. safnaðist saman um
50,000 manns, karla og kvenna, í Madi-
son Square í New York, til þess að
fagna Miss Evangeline Cassio de Cis-
neros, sem slapp úr höndum Spánverja
á Cuba fyrir nokkrum dögum og náði
landi í Bandaríkjunum, Margír máls-
metandi menn voru viðstaddir og i æður
héldu þeir senator Thurston, og þing-
maður Sulzer og Henry George. Miss
Cisneros er stúlka af góðum ættunf, og
hafði ekkert til saka unnið, svo menn
viti, en af því hún var skyld einum for-
ingja uppreisnarmanna á Cuba, lét
Weyler dæma hana til burtflutnings og
fangavistar í Ceuta, sem er staður einn
norðvestan til á Afríku, þar sem Spán-
verjar geyma sakamenn sína, og er
hanu a'rærn þtr, Þctta þótti illmaun-
legt og áður en dóminum yrði fullnægt,
var slúlkunní hjálpað undan og verður
hún líklega ekki á valdi Weylers fyrst
um sinn, enda er nú ráðsmennsku hans
lokið á Cuba, eins og áður hefir verið
getið um.
Reykinn af réttunum. — Það mátti
með sanni segja að fólkið í Raleigh, N.
C., fengi reykinn af réttunum hinn 14.
þ. m. Þar brunnu sjö fjórloftuð hús
full af tóbaki og átta íbúðarhús. Als
brunnu 31 miljón pund af tóbaki, og er
skaðinn metinn á $250,OuO.
Ófriðurinn í Guatemala heldur en
áfram, og þykir Bandaríkjamönnum
sem þar búa hann all-ískyggilegur; hef-
ir umboðsmaður þeirra þar sent Banda-
ríkjastjórn skeyti um að gott væri að
fá þangað herskip. Þessu var þegar
gaumur gefin og er hersaipið “Detroit”
nú áleiðinni þangað.
Geo. M. Pullman, auðmaðurinn
mikli, sem Pullman-svefnvagnarnir eru
kendir við, lézt hinn 19, þ, m, Hann
var fæddur í New York ríkinu 1831, og
hafði það fyrir starf framan af æfi sinni
að færa hús. 1859 gerði hann fyrsta
járnbrautarvagninn, og 1863 fyrsta
vagninn af þeirri tegund sem við hann
eru kendir. Árið 1880 stofnsetti hann
hæinn ‘Pullman’, sem nú er runninn
saman við Chicago.
Eftirfylgjandi grein segir New York
Herald að sé innihaldið úr fyrirskípnn-
um frá McKinley forseta Baridaríkj-
anna til sendiherra síns á Spáni, og
sem hann átti að tilkynna spönsku
stjórninni.: “Stjórn Bandaríkjanna
ber í fylsta máta hlýjan hug til stjórn-
arinnar á Spáni og vonast til að góð
vinátta haldist með báðum. Upp-
reistarákvörðunin, sem samþykt var i
efri deild, þegar þingið kom saman,
var að eins afleiðing þess hve almenn
hluttaka lýðsins í Bandaríkjunum er i
högum Cubamanna, Neðri deild þings-
ins hafnaði ákvörðuninni, og var það
gert til þess að draga tímann og koma
i veg fyrir að hægt væri að segja að
Bandaríkin beri illan hug til Spánverja.
Báðar deildir þingsins eru samt mjög
hlyntar Cuba, og þar eð almenningur
í Bandarikjunum er líklegur til að
heimta af þinginu að eitthvað verði
gert i þessum málum þegar þingiðkem-
ur saman næst, þó er óumflýjanlegt
fyrir forsetann að tilkynna þinginu það
sem hann hyggur að heppilegast sé að
geraíþe8sum málum. Undir þessum
kringumstæðum býðst Bandaríkja-
stjórnin til að gera sitt bezta til í því
að koma á sættum milli Spánar og Cu-
ba, svo ófriðnum geti lyktað á þann
háttað báðir megi vel við una. Stjórn-
in vonast eftir að fá svar frá Spáni fyr-
ir lok Októbermánaðar, svo hægt sé að
gefa þinginu allar nauðsynlegar bend-
ingar.”
Það telst svo til að i ár hafi ferðast
með járnbrautum í Bandaríkjunum
511,772,737 farþegjar ; 1,900 verkamenn
í þjónustu járnbrautanna dáið af meiðsl-
um, og að auki 2000 meiðst. Vöruflutn-
ingurinn er utn 70,000,000 tons meiri en
í fyrra.
Charles Dana, rltstjóri “New York
Sun”, er ný dáinn. Um hann verður
getið nánara síðar.
Utlond.
Hinn 17. þ. m. komu þær fréttir frá
London. að Salisbury lávarður sé um
það bil að segja af sér stjórnarformensk-
unni á Englandi, sökum heilsuleysis,
og segja blöðin aðmiklar breytingar í
ráðaneytinu sé sjálfsagðar um leið
Hinn 17. þ. m. fórst póstskipið
Triton, frá Havana, við strendur Cuba,
og fórust allir sem á því voru nema einn
farþegi og eínn skipsmaður, en á því
vora alls yfir 200 manns, að skipverjum
meðtöldum. Á skipinu voru um 80
spanskir hermenn, og $31,660 í peninv-
um sem átti að brúka til að borga mála
spanska herliðsins á Cuba.
I Parísarborg á Frakklandi er um
þessar mundir verið að byggja brú með
mjög einkennilegu lagi yfir Seínefljótið.
í staðin fyrir það sem fólk þarf að
ganga, keyra eða hreyfa sig á annan
hátttil þess að komast áfram á almenn-
um brúm, þá geta menn staðið graf-
kyrrir á þessari brú og samt verið að
fara ferða sinna. Brúin samanstendur
af afarstórum pöllum, sem tengdir eru
við 170 feta háa turna, er standa sinn á
hvorum árbakka, og færast einn á eftir
öðrum yfir ána skamt fyrir ofan yfir-
borð vatnsins. Aðalkosturinn við þessa
brú er það, að hún rúmar mikið fleira
fólken vanalegar brýr, og er óhultari á
ófriðai tiinum.
Eréttir frá Ástralíu segja að útfiutt
ull þaðan verði því sem næst 175,000
sekkjum minni í ár heldur en i fyrra.
Þetta ætti að hafa áhrif á ullarverðið
hér.
Hinn 18. þ. m. kviknaði í steinölíu-
námunum við Baku á Rússlai di; hljóp
eldurinn frá eiuum olíubrunni til ann-
ars, og á svipstundu var alt dalverpið
sem námurnar voru í eitt eldhaf, Skað-
inn er þegar orðinn afarmikill, og ekki
séð hvort tekst að slökkva eldinn,
Svartidauðinn indverski hefir nú
gcrt vart við sig í Jullundur-héraðinu í
Punjab á Indlandi, og er sagt að hann
hafi flutzt þangað með Hindúa pílagrím-
um frá Hardinar við Gangesfljótið, sem
er einn af þeim stöðnm þar sem guð-
hræddii Hindúar dýrka guði sína með
því að drekkja sér í ánni, og fylla hana
þannig með mannabúkum, sem ýldast í
vatninu og eitraloftið í kring. Tuttngu
og þrir menn hafa þegar dáið af sýk-
inni,
Ekki lítur út fyrir að Grikkir séu
lausir við Tyrki enn. þó fjármálanefnd-
in nýja sé farin að starfa þar, því nú
hafa stórveldin sent menn á fundTyrkja
til að biðja þá að hætta hryðjuverkum
sínum í Þessalíu. Hvernig þeir verða
við þeim tilmælum er eftir að sjá.
Konan kemur i mannheim
Eftir
Gu»mund Fiuðjónsson.
Það er ekki fýsilegt að brjóta skip
sitt í spón á flæðiskeri. Þó er eins og
mennirnir geti sætt sig við það. Far-
maðurinn veit, að hér er við öfl að etja,
sem hafa ráð lians í hendi sér. En ef
honum væri kunnugt, að fyrrum, á
smábandsárum mannkynsins, lá storm-
urinn í fjötrum og sæljónið lét ekki siga
sér eins og hundi á mannkindurnar, þá
rayndi hann ekki taka því möglunar-
laust, að höfuðskepnurnar hefðu skip
hans að leikfangi en sjálfan hann að
fórnardýri. Þá myndi hann í óviti ör-
væntingar sinnar formæla móður sinpi,
sem bar hann inn í ranghala tilverunn-
ar, og bölva fæðingardegi sínum af alefli
Og þegar ferðamaðurinn er búinn
að ganga allan daginn, þá sættir hann
sig við það að leggjast fyrir þar sem
nóttin bregöur honum hælkrók. Hann
reytir þá á sig mosa eða grefur sig í
fönn, til þess að verja sig fyrir vigtönn-
um næturkyljunnar. Hann heldur
dauðahaldi í sporð tilveru sinnar, sem
stöðugt leitast við að smjúga úr greip-
um hans út i hyldýpi myrkursins, þang-
að til sólin rís rir hafi næsta morgun.
Þá gengur hann glaður í bragði leiðar
sinnar og gleymir hörmunguin nætur-
innar. En ef að hann vissi, að fyrrum
lá myrkrið læst niðri í undirdjúpunum,
þá mundi hann hrópa til guðs og heimta
að Ijósið væri látið drottna í einveldi á
jörðunni eins og áður var.
Það eru engin sældarkjör sem erfið-
ismaðurinn á. Hann gengur með þrútn-
ar og knýttar hendur, axlirnar togaðar
niður, hrukkóttur í framan, og í stag-
bættum fatagörmum, og getur þó ekki
haft ofan af fj’rir sér og skuldaliði sínu.
En ef hann vissi, að fyrrum lá gullið í
hrönnum í öllum árfarvegum og með-
fram sjávarströndinni, og að það var
fyrir handvömm forfeðra vorra og blá-
beran klaufaskap, að gullið hvarf af yf-
irborði jarðarinnar—þá myndi stilling
hans suúast upp i djöfulæði og bænir
hans upp í Ijónsöskur.
Ogef smölunum væri kunnugt, að
fyrrum var þokan í móðurlífi, og eyði-
merkurfaranum og jökulgöngumannin-
um, að þá þurfti ekki að óttast fellibylj-
ina í auðninni—þá mundu þeir kannast
við, að það er ekki rétthverfan sem snýr
upp á voð tilverunnar nú á dögum; þeir
myndu kannast við að hún er illa jöðr-
uð og með óteljandi tannrifum.
Þó vilja allar skepnur lifa, kvikind-
ið í moldinni, sem varla hefir spannar-
víðan sjóndeildarhring, engu síður en
maðurinn, sem í ofurhuga fávizku sinn-
ar manar höfuðskepnurnar í fangbrögð
við sig, en sem hann stendur þó ekki
músarbragð. Hversu sljó sem hugsjón-
in er og skoðanirnar ólíkar, þá geta þó
allir skilið og öllum komið snman nm.
að dauðinn sé ægilegur. En ef það frétt*
ist, að fyrrum var dauðinn hafður í
virkjum uppi í hvelfingum hins bláa
himins, þá myndi hann verða enn þá ó-
vinsælli en hann er, og enn þá meiri ógn
fylgja honum en nú á sér stað.—
Sú var tíðin að himininn var siheið-
ur. Þá var sjórinn ekki hulinn í þoku-
slæður. Hann var ýmist blágrænn svo
langt sem augað eygði, alt þangað sem
tjaldskör himins var þanin út að hafs-
brúninni, eða hann var hvítur eins og
rjómatrog í logninu. Hægur andvari
strauk dúnmjúkum lófuuum yfir algró.
inn vanga jarðarinnar, því á þeim dög-
um hafði hún ekki holdfúasár í andlit-
inu. Dagur og nótt eltu þá ekki hvort
annað, sólin kom aldrei upp og gekk al-
drei undir : hún gekk hringinn í kring
svo sem mitt á milli sjóndeildarhrings
og hvirfilpunkts. Svona hafði það ver-
ið frá því fyrsta, að javðarkringlan var
fullbökuð í hlóðum sköpunarinnar.
Þá rikti friður á jarðríki, þ^ssi ó-
segjanlegi friður, sem vér er nú lifum,
getum enga verulega hugmynd gert oss
um. Þá kljáðust ijónið og höggormur-
inn eins og folöld. Músin og kötturinn
léku sér eins og lömb. Örnin mataði
æðarungann á morgnana og svæfði
hann á kvöldin ; og fiskar og hákallar
voru fylgispakir eins og tviíembingar.
Selurinn lagaði riðin fyrir laxahrygn-
una. Hrafninn kroppaði ekki augun úr
sauðnum og fálkinn gerði ekki rjúpunni
mein.
Og mennirnir voru allir jafnir að
vizku, þekkingu og mannvirðingu.
Konungarnir sem drottna yfir löndum
og lýðum með harðri hendi, áttu sér
enga tilveru, enginn krýndur ræningi
var til, enginn prestur, sem ógaaði
mönnum með refsivendi lögmálsins, og
enginn byskup sem safnaði ístru af að-
gerðaleysi. Þá talaði guð við mennina
eifis og þegar maður talar við mann. og
gleði og farsæld héldust í hendur og
leiddust á þjóðvegum og gatnamótum.
Og sólin breiddi glóandi geislafeld-
inn yfir hið draumljúfa hvílurúm tilver-
unnar, en máninn læddist feiminn og
fölur niðri undir fjallabrúnum. Hann
hafði þá ekkert að starfa.
Svo var það einn dag þegar sólin
var gengin í vestrið, að mennirnir stóðu
allir úti undir berum himni og voru að
tala um “blessað góða veðrið.” Það var
sólskin og blæjalogn. Fuglarnir sátu
þegjandi á trjánum.og voru þeir þó van-
jr að syngja. Öldungarnir með silfur-
hyítu skeggin, tóku líka eftir þessu ;
það hafði aldrei viljað til í þeirraminni.
Þeir tóku til að strjúka kampinn og
skeggræða sín á roilli. hverju þetta
rnunili sæta. En þar var enginn öðrum
fróðari; lífsreynslan og eftirtektin stóðu
allsnaktar, hver frammi fyrir annari,
augliti til auglitis og þögðu.
Þegar mennirnir voru að tala um
þetta, sáu þeir dökkan díl út við sjón-
deildarhringinn. Depillinn færðist nær
og að sama skapi óx hann og skýrðist.
Innan lítils tíma sáu mennirnir að þetta
var fjöldi af verum sem líktust sjélfum
þeim. Þó var búningurinn öðru vísi ;
hvítum tröfum var sveipað nm höfuðin,
og um ganglimina flöksuðu fjöllitar
veifur eins og tveir fánar væru festir
saman á jöðrunum.
Það var eins og augun ætluðu að
springa út úr augnatóptum öldunganna
svo fast og forvitnislega hvesstu þeir
augun á gestina, allir'í sömu áttina,
Lesendurnir munu nú vera farnir
að renna grun i, hvað um er að vera.
Það er konan sem er komin í mannheim.
Fylkingin færðist nær, og þegar hún
kom að hýbýlum mannanna, tvístraðist
hún öll í sundur eins og sandkökkur,
sem kastað er í straumsog undir fossi.
Konurnar gengu t.il mannanna, hik-
laust og formálalaust, ein á móti einum,
vöfðu handleggjunum um háls á þeim
og þrýstu brennheitum vörunum að
munnum þeirra. Það köllum vér nú að
kyssast. En sumír karlmennirnir urðu
útundan, þvi konurnar voru færri en
þeir.
Við þessar snertingar brá mönnun-
um kynlega. Það var því líkast sem
þeir væru herteknir af einhverjum
kyngikrafti—eins og þeir væru möru
troðnir. Það var eins og allar hugsanir
þeh ra og tilfinningar, sem áður sátu i
ótidvegi, væru reknar á tíótta, heyrnar-
lausar, blindar og tilfinningarvana, en í
t
þeirra stað væru komnar aðrar til valda
gersamlega frábrugðnar að eðli og útliti,
sem kröfðust tafarlausrar fullnægingar
á óskum sínum og kröfum.
Hinir, sem engan fengu kossinn,
urðu nú sem djöfulóðir. Þeir kreftu
hnefann svo neglurnar sukku inn í lóf-
ann—á þeim dögum slitu mennirnir
ekki nöglum sínum á þvi, að klóra ná-
ungann um hrygginn — og hnúarnir
hvítnuðueins og kalinn limur nú á dög-
um. Svö engdust þeir saman i kuðung,
nistu jöxlunum og ásjónurnar afmynd
uðust af krampakendum grimdarflog-
um, sem drógu andlitsvöðvana sundur
og saman. Þeir stukku fram, réttur-
inn var settur, og það var /inefinn sem
skar úr. Glóðaraugum og kjaptshögg-
um rigndi niður og það sá ekki handa-
skil fyrir fótasparki og olnbogaskotum.
Op og óhljóð, ragn og formælingar
bergmáluðu nú í fjöllunum. Þeir gættu
þess ekki, að sólin renndi sér á flugaferð
af braut sinni niður að hafinu— niður að
svörtum illveðursbakka, sem ypti öxlum
móti himninum; þeir tóku ekki eftir
hávaðaþytnum, sem barst frá ströndinni
En það var reyndar sogandi brimgnýr í
fjarska.
Siðan barst leikurinn inn í húsin.
Það var Alfaðir, sem sendi konuna í
mannheim. Hann vildi vita, hve fim-
lega mönnum tækist. að skylmast við
freistinguna og hverjum veitti betur.
Nú var sú gáta ráðin: ráðningin var
glögg og greinileg. Hann sá, að maður-
inn var eigi verðugur þeirra gæða, sem
hann liafði notið. Hann sá, að maður-
inn var að eðlisfari höggormur og há-
karl.
Og augu hans leiftruðu eins og
stjörnur á heiðríkri vetrarnóttu. Hann
seildist með annari hendinni niður í
undirdjúpin, leysti storminn og þokuna
úr fjötrum, og benti þeim á landið, þar
sera mennirnir bjuggu. Hina hendina
rétti hann út i geiminn, lauk upp aist
unni, sem danðinn var geymdur i og lét
hann lausan.
Og frá þeirri stundu hefir dauðinn
leikið lausum liala, og ráðið ferðum sin-
um og gerðum. Það hefir ekki raskað
ferðaáætlun hans, þótt stjórnirnar hafi
gefið út samgöngubaun. Læknunum
hefir aldrei tekizt að stinga honum
svefnþorn, hversu fjölkunnugir sem þeir
hafa verið í list sinni. Og þótt prest-
arnir hafi þeytt að honum hrossabrest-
inn, hefir hann haldið leiðar sinnar eftir
sem áður. Það hefir einungis heyrzt
meira til hans og meiri ógn staðið af
komu hans, en ella myndi verið hafa.
En í sama bili dró skugga yfir land-
ið, því sólin gekk undir—í fyrsta sinn.
Hin fyrsta nótt reis nú á fætur og steig
risafetum yfir jörðina. Hún stiklaði á
heiðarbrúnunum og hafði dalina i einu
skrefi.
Nú var höfuðskepnunum slept í
fyrsta sinn fram á leikvöllinn ; og þær
hristu sig í jötunmóði og glömruðu
hlekkjaslitrunum, sem héngu þeim við
hálsa. Þrumur og eldingar þutu yfir
landið og regnið fossaði úr skýjunum’
hafið freyddi inn á löndin, og skógarnir
kváðu við af villidýrahrinum og af
neyðarópum hinna kraftminni dýra, sem
létu líf sitt fyrir hinum og urðu þeim að
bráð.
Áður höfðu mennirnir stigið úr
rekkjum þegar sólin var beint í austri.
Nú drógst það fram um hádegi. Þó
voru þeir úrvinda af svefnleysi, rauð-
eygðir og klistraðir um hvarmana og ó-
styrkir á fótum.
Aldrei hefir náttúran tekið öðrum
eins stakkaskiftum og á þessari einu
nótt. Stormurinn hafði brotið skógar-
trén en rifið sum upp með rótum og velt
fjallháum ölduhrygnjunum upp úr hafs-
djúpinu. Hvítfyssandi brimgarðurinn
gein yfir sjávarströndinni, og það var
voðavöxtur í ánum ; þær flæddu blóð-
litaðar yfir bakkana. Fjallabrúnirnar
voru hvítar af fönn, og sólin sást aðeins
gegnum jeljahrannirnar, nábleik eins og
kona sem er nýstigin af sæng eftir fæð-
ingu—nú á dögum.
Þegar nóttin var skollin yfir, þrum-
urnar lustu heiðarnar kinnhest og eld-
ingarnar kveyktu í trjánum—þá ærðust
einnig dýrin á mörkinni og fiskarnir í
sjónum. Nú hafði sauflurinn fengið að
kenna á heljarafli ljónsins og músin
fengið að vita, hversu klær kattarins eru
nálhvassar. Þá hafði hákarlinn ekki
haldið kyrru fyrir; hann lauk upp gin-
hjörum sínum og skelti maka sinn sund-
ur í miðju. Fálkinn hafði slitið hjartað
úr -rjúpunni lifandi. í stuttu máli:
máttleysið laut í lægra haldi fyrir grimd-
inni og hnefaréttinum.
Sólin kastaði fölum bjarma yfir hræ-
stráða jörðina og blóðlitaðan vatnakorg-
inn. Hrafnar og ernir sveimuðu í stór-
um flokkum yfir valnum, köstuðu sór
niður og slitu náinn, með klóm og nef-
goggum—og átu; en hingað og þangað
var jörðin grafin í sundur eftir kvikindi
sem leituðu sér hælis fyrir öðrum
grimmari og máttugri; nú var engin
skepna lengur óhult fyrir annari.
Þjáningar og dreþsóttir börðu nú að
dyrum, og dauðinn kom í hvert hreysi.
Gleði og velgengni fóru á vergang. en ó-
lund og örbirgð settusl i öndvegi og
spertu býfurnar um þveran pall. Ald-
in og ávextir urðu fágæt; mjólkur og
hunangs varð að afla með erfiði. En
það sem verst var : gullið var horfið af
yfirborði jarðarinnar og falið undir
þykkum aurskriðum, sem árnar höfðu
borið fram í vextinum. Síðan hafaeng-
ir náð í þennan málm, nema refir, úlfar
og svo nagdýrin.
Ollum þessum ókjörum fylgdu bar-
dagar og blóðsúthellingar. Feður og
synir tóku nú að berast á banaspjótum
—út af konunni fögru. Sifjaspell og
hórdómur urðu daglegir atburðir,
Bardögunum og morðunum fylgdi
sigur einstaklinga og ósigur einstak-
linga. Sigrinum fylgdi drottinvald og
einveldisharðstjórn. Þaðan eru kon
ungar komnir og allir yfirmenn. Ósigr-
inum fylgdi þrælsánauð og ótti við
hneiaréttinn. Þaðan eru komnir þræl-
ar og undirlægjur; og þar með var
stéttaskipunin komin á, sem síðan hefir
varað alt til þessa dags.
Og frá þessari stundu hafa axar-
kjaptar og vígtennur ráðið lögum og
lofum á jarðríki. og ranghverfan snúið
upp á gjörvallri voð hinnar sýnilegu til-
veru.
Síðan konan kom í mannheim hefir
guð aldrei talað við nokkurn mann á
jarðríki—ekki eitt orð.
(Eftir “Eimreiðinni”).
að er skylda allra, hvort sem þeir eru
að kaupa fyrir sirt eigið brúk eða
annara, að kaupa sem bezta vöru
fyrir sem minnsta peninga, en ekki að
kaupa þær vörur sem kosta minnst,
hvað ónýtar sem þær eru. Þetta hefir
tólf ára reynsla vor kent oss, og það er
fyrir þessa reynslu að vér höfum keyft
vandaðri og betri vörur þetta haust en
nokkru sinni áður. Vér skulum eink-
anlega tilnefna unglinga og karlmanna-
fatnað, yfirhafnir, vetlinga og allskonar
nærfatnað. Vér þorum að ábyrgjast að
þér fáið betri vörur hjá oss en þér fáið
hjá nokkrum öðrum fyrir jafnlitla pen-
inga. Vér erum þegar búnir að fá inn
mikið af allra nýjustu kjóladúkum og
"trimmings” beint frá verkstæðunum,
og sumt er enn á ieiðinni þaðan. Allar
þessar vörur eru mjög vandaðar og vér
seljum íslendingu.n þær afar-ódýrt.
Allar gamlar vörur seljum vér með
miklum afslætti, svo ef þér kærið yður
ekki um “móðinn” þá getið þið fengið
kjóladúka með mjög miklum afslætti.
Nokkrar tegundir af skóm höfum vér í
búðinni er vér þurfum að losast við, —
Þeir fara fyrir lítið. Einnig seljum vér
handtöskur og kistur ódýrri en nokkur
“lifandi sál” i borginni.
Komið og sjáið hvað fyrir sig, því
sjón er sögu ríkari.
Q. Johnson,
á suð-vestur liorni Ross og
Isabel stræta, Winnipeg.
‘‘Rétt eins gott
eins og brauðið hans Boyd’s”
hafa margir af Winnipegmönnum heyrt
sagt hvað eftir annað. Þetta þýðir að
leggja á tvær hættur með það sem þið
borðið, en að gera það er ætíð viðsjár-
vert, og alveg ónauðsynlegt.þegar verð-
ið er eins lágt eins og hjá öðrum. Candy
Kökur og Pastry fæst eins ódýrt hjá
Boyd eins og í lélegustu búðum í bæn-
um. Því ekki að kaupa hjá honum ?
Bezta brauð í Canada.
^mmmmm
fammmium
C. B. Julius,
Islenzki búðannaðurinn
sem nú vinnur í nýju
búðinn - - -
íictorian,
522 Main St.
Hann selur nú með mjög
lágu verði karlmanna-
fatnað. frá instu flík til
þeirrar yztu: Stígvél,
Skór og margt fleira.
Komið inn og sjáið hann
Dollarinn ykkar kaupir
meira í þeirri búð en
annars staðar í bænum.
Victorian,
522 Main St-