Heimskringla - 21.10.1897, Blaðsíða 3
HEIMSKRINGLA, 21. OKTÓBER 18 97.
(Niðurlag frá 2. bls,)
vinir berast á banaspjótum. Yið
sjáum hér þjóðina í fjörbrotnm, við
sjáum hér verið að útkljá hvort hún
éigi að láta af höndum eða halda
sinni gullnu frægð. Stríðið 'er hart
og iangt, og það er okkur sönnun
fyrir því að þrekið er mikið, en for-
laganornirnar höfðu þegar rist sínar
rúnir, og undir þær várð ísland að
beygja sig. Hún var að mörgu leyti
glæsileg og svipmikil þessi öld, en
hún endaði með því (1262) að hinir
djörfu synir íslands fóllu í álög. —
endaði með því að landið gekk und-
ir konung og útlend yfirráð. Niður-
drepstímabil Islands ernú byrjað.
Dáðin deyr; verzlun og sjálfsstjórn
ganga úr höndum Islendinga; hatur
og örbyrgð leggjast eins og farg yfir
alt þjóðlífið; það syrtir alt af meira
og meira, og það fer ekki að skíma
fyr en um og eftir aldamótin síð-
ustu. Það er fyrst þá að fer að rofa
fy rir heiðríkju á hinum íslenzka
þjóðlífs himni og Islendinguni fer þá
aftur að verða "ijóst að þeir eiga
heimtingu á að ráða sér sjálfir. Þeir
fara að rita um sín sérstöku pólitisku
mál, og hver sjálfsstjórnarkrafan
rekur aðra. Alþingi er stofnað að
nýju; verzlunin gefin frjáls og sam-
göngur, og þekking á umheiminum
eykst; vesturfarir byrja, og að lok-
um kemur stjórnarskráin, — ófull-
komin að vísu, en þó nokkur umbót
á því sem áður var.
Yið hðfum nú farið stuttlega yf-
ir æfiferil hinnar íslenzku þjóðar, og
við höfum fundið það sem við leituð-
um að; við höfum fundið kongsdótt-
urina sem leysir bræður okkar til
fulls úrálögunum; hún gægist al-
staðar fram, og hún er enda þegar
farin að leysa böndin. Þessi kongs-
dóttir er meðvitund þjóðarinnar um
uppruna sinn; það er meðvitund
hennar um afreksverk sín, þrek sitt
og frægð í forntímanum. Það er
hvert sögulegt atriði sem má hafa
til fyrirmyndar; hver hugsjón feðr-
anna, sem örfar kjarkinn, og hvert
eitt tilvik sem stækkar sjóndeildar-
hringinn og fjölgar tækifærunum.
Það eru enda hörmungarnar og
eymdin, sem þjóðin átti við að striða
á svartnættis og niðurlægingartíma-
bilinu, því það er útlend einveldis-
ófreskja, sem hrópar yfir sig hefnd.
Það er hið vaxandi sjálfstraust, sam-
göngur og þekking á umheiminnm á
þessari ðld; það eru vesturfarirnar
og afleiðingarnar sem þær eru búnar
að hafa og vesturfarirnar og afleið-
ingarnar sem þær eiga eftir að
hafa. Það eru þið sem eru sam-
an komin hér í dag og afkom-
endur ykkar, ásamt öðrum íslend-
ingum vestan hafs; og ef ísland gæti
sóð hvað mörg hjörtu slá því hór í
dag, þá mnndi það halda áfram enn
ðruggara í baráttunni fyrir algerðu
frelsi. Hvert tilvik sem tengir
hjörtu Yestur- og Austur-íslendinga,
hver ný og nytsöm hugsjón, sem
þangdð berst, og hver ný verkleg
þekking sem því tilfelst, eru alt
blóm í sigurkrónu þess.
ísland úti í norðrinu, ísland
landið okkar allra, það er líka von
arinnar land, og við strengjum þess
heit í dag og alla daga, að hjálpa til
að láta vonir þess rætast.
Lengi lífi ísland!
Vísa úr ensku.
Mörg sál er of sæl til að hefjast,
Sú sæla er tælandi' rö«g,
Því ást kyssir aftur fil þagnar
þann anda’ er í hrygðinni söng.
S. B. B.
Smávegis.
Hon. Morice Grifford, sem fyrir
tveimur árum var foringi í brezka
hernum í Matabele, Afríku, og misti
annan handlegginn í viðureign við
svertingja, er nýgiftur Miss Margarite
Thrald. Ein af gjöfum þeim sem hann
gaf brúðurinni var kúlan, sem olli því
að hann misti handlegginn.
Úr bréfi frá kaupanda við
Narrows.
Það eru góð tíðindi að nýtt blað
skuli nú vera að lifna meðal “lauda” í
Winnipeg, og það er óskandi að útgef-
endurnir verði strangir með að láta
borga fyrirfram.því það er nauðsynlegt,
og undir eins góð regla. og með því móti
getur aimenningur, eða kaupendurnir,
gert sér vissa von um að fá með tíman-
um gott fréttablað á móðurmáli sínu,
—annars ekki. Það er fyrir skeyting-
arleysi meira en getuleysi að blöðin eru
ekki borguð reglulega. En um leið
þurfa útgefendurnir að sýna viðleitni til
að gera blaðið vel úr garði. Það er nátt-
úrlegt að auglýsingar séu teknar í blöð-
in, því það er til hagnaðar ; en að fylla
stöðugt upp marga dálka með skáld-
skaparrugli og söguþvættingi, sem hefir
ekkert upphaf og engan endir, og ekk-
ert hittir, það hjálpar íslenzkum blöð-
um að góðum mun til að veslast upp
fyrir tímann;—góðar fréttir og nytsam-
ar ritgerðir gera blöðin rík og kaupend"
urna ánægða. 18.
* * *
Það er eðlilegt að mönnum sé illa
ið “skáldskapar-rugl ” og ef vel væri
ætti þess konar litsmíði aldrei að koma
í fréttablöðum; en vel ort kvæði og
góðar sögur er eitt af því bezta sem blöð
geta flutt. Auðvitað þarf að gjalda
varhuga við að það taki ekki upp meira
rúm en góðu hófi gegnir, llilstj.
Winnipesf-markaðurinn.
Bezta “Creamery” smjör 19|—2Ö c
Gott, heimagert smjör 12 —14 “
“Factory”-ostur .......... 10—11"
EgK' tylftin ............. 15 —16 “
Endur (parið) ............ 50 —60"
Gæsir, viltar,hver ........ 30 —50“
Svínafeiti, 20 pd. fata... $1.70
Nautakét.................. 4 —5“
Kindakét.................. 5 —6 “
Svínaket.................. 6—7“
Kálfakét.................. 5 —7 “
Lainbakét ................ 7 —8 “
Nautahúðir, pundið ....... 6J—7 “
Fersk sauðskinn .......... 80—35“
Hestahúðis................ 75—1.25
Ull, pundið (óþvegin)..... 8—9J “
Tólg ..................... 3J
Jarðepli.................. 23—25 *1
Naut, á fæti, pundið ..... 2—2J “
Kindur ... ... “ ........ 3—3J “
“Nyja Öldin,”
Ritstjóri JÓN ÓLAFSSON.
Blað með þessu nafni byrjar að koma
út í Reykjavík 2. Október og kemur út
72 sinnum á ári, þar á meðal hvern
laugardag. Blaðið kostar frítt sent til
Ameríku $1.25 árgangrinn. Verðr að
eins sent gegn fyrirfram borgun. Bók-
salarnir vestra taka væntanlega við á-
skriftum. Einnig má panta blaðið hjá
bóksala Sigfúsi Eymundssyni í Reykja-
vík eða hjá aðal-umboðsmanni og af-
greiðslumanni þess, Sigurði bóksala
Kristjánssyni samastaðar.
KOL! KOL!
Beztu Bandaríkja harðkol $10 tonnið.
Beztu Hocking Valley linkol $7 tonnið
Pocabontas reiklausu kolin $8 tonnið.
wiimipeg Coal Co.
C. A. Hutcliinson,
ráðsmaður
Vöruhús og skriftsofa á
Higgins og May strætum.
Phone 700.
the——
Hart Comyany (w»
Bóka og rit-
fanga-salar.
Farið til þeirra þegar þið þarfnist hóka
og ritfanga. Númerið er
364 Main St.
WINNIPEG.
E G Ford
íiriu^ wimmipeg,
er nýbyrjaður að verzla með alls-
konar leirtau og glervarning, og
langar hann til að fá að sjá Is-
lendinga í húð sinni og lofar að
gefa þeim betri kaup en nokkur
annar í hænum getur gert á sams-
konar vöru. Muniðeftir númerinn
819 Main Street.
Béttfyrir norðau C.P.R. járnbrautina.
IEL G-. FORD.
Acommon
Affliction
Perjpanently Cured by Taking
AYER’S
Sarsa-
parilla
A CAB-DBIVER’S ST0RY.
“I was afflicted for eieht years with [Salt
Rlieum. During tliat time, I tried a great
many medicines which were higliiy rec-
ommended, but none gave me relief. I
was at last advised to try Ayer’s Sarsa-
parilla, by a friend who tola me that I
mustpurchase six bottles, and use them
according to directions. I yielded to his
persuasion, bought the six bottles, and
took the contents of three of these bot-
tles wlthout noticing any direct beneflt.
Before I had finislied tlie fourth bottle,
my liands were as
Free from Eruptions
as ever they were. My business, which
is ihat of a cab-drtver, reqnires mc to
be out in cold and wet weather, often
without gloves, and the troubíe lias
never returned.”— Thomas A. Johns,
Stratford, Ont.
Aver’SoSwSarsaparilla
Admitted at the World’s Fair.
Ayer’s I’ills Cleanse the Uotvels.
Brnnswick Hotel,
á horninu á Main og Rupert St.
Er eitt hið ódýrasta og bezta gistihús í
bænum. Allslags vín og vindlar fást
þar mót sanngjarnri borgun.
McLaren Bro’s, eigendur.
OLI SIMONSON
MÆLIR MEÐ SÍNU NÝJA
Skanflinavian HoteL
Fæði $1.00 á dag.
718 .11 ii i n Str.
Spunarokkar !
Spunarokkar !
Spunarokkar !
eftir hinn mikla rokkasmið Jón sál.
ívarsson, sem að öllu óskaplausu smíð-
ar ekki fleiri rokka í þessum heimi, fást
fyrir mjög lágt verð hjá
G. Sveinssvni,
«/ '
Í31 Higgen Str.. Winnipeg.
Bezta vínsöluhúsið
Paul Sala,
eftirmaður H. L. CHABOT,
513 Maiu Street 513
Gegnt City Hall, Minnipeg.
Beztu berjavín og áfengi.
Bezti spíritus.
Bezta Whiskey
í Manitoba.
PAUL SALA,
51» Main Str.
PATENTS
PRDMPTLY SECURED
GET RICH QUICKLY. Write to-day for
our beautiful illustrated Bookon Patents and
the fasclnating stoiy of a poorlnvcntor who
made $230,000.00. Bcnd us a rongh aketch
or model of your invéntion and Vo wiil
promptly tcll you FREE if it is Bew and
probably patentable.
Nohumbug, Honest Sorvioe. Specialty:
Tongh cases rojected in othcr hands and
forcign applications. Refercnces: Honor-
able T. Berthiaume, prop. of “LaProsse,"
Ilonorable D. A. Ross, tho leading news-
papers, Banks, Kxpress Companios & clients
In any locality. All Patents socurod through
our agonoy are brought before tho publio Dy
a spccial notice in over 300 newspapers.
MARION & MARION, Patent Exports,
Tomple Building,185St. James St„ Montreal.
The only llrm of Graduate Englnoers in
tlie Pominion transacting patent busineaa
xclusively, Mentionthispapcr.
John O’Keefe,
prófgenginn lyfsah,
CAVAVIER, N-D.
Meðöl eftir læknisfyrirskrift afhent
á hvaða tíma sem þarf.
Búðin opin nótt og dag.
John O’Keefe-
HoröiBrn Pacific R’y
TIME TABLE.
MAIN LINE.
PORTAGE LA PRÁIRIE BRANCH.
Lv.
4,45 p.m
7.30 p.m
Winnipeg I
Port la Pra:rie
Arr.
12.55 p.m.
9 30 a.m.
Stewart liovil
2»» Hatn Str.
Verzlar með mél og gripafóður, hey
ýmsar korntegundir og land-
búnaðarvarning.
Alt selt lágu verði.
Stewart Boyd,
Wm. Conlan,
CANTON,-----N. DAK.
Selur matvöru, álnavöru, fatnað, skóvarning, harðvörn og aktigi. Ég er
nýbúinn að fá miklar byrgðir af allskonar fatnaði, sem ég hefi keypt með
afarlágu verði. Það borgar sig fyrir alla að koma og skoða vörurnar,
þvf enginn getur boðið betri kjör en ég.
Wm. Conlan,
Canton, N. Dak.
S. W. niNTHORN,
L Y F S A L I,
CANTON, - - - N. DAK.
Læknaforskriftir afgreiddar með mestu nákvæmni.
Komið til okkar þegar þið þurfið á meðölum að halda.
IV. B. Við erum að losa okkur við það sem við hötum af hnífum og
borðbúnaði, og seljum það fyrir neðan innkaupsverð.
Mrs. G. Glassg'ow,
Cavalier, - - N. Dak.
Hefir nú fylt búð sína af vörum
fyrir haustverzlunina, og selur
HATTA,
HÚFUR,
FJAÐRIR,
ULLARVARNING,
og allskonar KVENNSKRAUT með
svo lágu vérði að þið hljótið að kaupa
ef þið komið og skoðið varninginn.
Komið við, — það kostar ekkert,
Arr. Arr. Lv Lv
ll.OOa 1.30p Winnieeg l,05p 9,30p
7,55a 12 Ola Morris 2,32p 12,01p
5,15a ll.OOa Emerson 3,23p 2.45p
4,15a 10,55a Pembina 3.37p 4,15p
10.20p 7,30a Grand Forks 7,05p 7,05a
l,15p 4,05a Wpg Junct 10,45p I0,30p
7.30a Duluth 8,00a
8.30a Minneapolis 6,40a
8,00a St. Paul 7.15a
10,30a Chicago 9,35a
MORRIS-BRANDON BRANCH.
Arr. Arr. Lv Lv
ll.OOa l,25p Winnipeg 1.05p 9,30p
8.30p Il,50a M orris 2,35p 8.30a
5.15p 10,22a Miami 4,06p 5,15a
12,10a 8.26a Baldur 6.20p 12,10p
9.28a 7.25a Wawanesa 7.28p 9 28p
7,00a 6.í50a Brandon 8,20p 7,00p
C. S. FEE. H. SWINFORD.
Fen.Pass.Ag.,St.Paul. Gen.Ag.,Wpg.
ADAMS BRO’S
CAVALIEE, JNT. DAK
Verzla með harðvöru af öllum tegundum, tinvöru, eldavélar og hitunarvélar.
Þakplötur úr járni og blikki, mál af öllum litum, olíu og rúðugler
og allan þann varning sem seldur er í harðvörubúðum.
Leiðin liggur fram hjá búðardyriinum, — komið við.
ADAMS BROTHERS,
CAVALIER, N. DAK.
J. P. SHAHANE,
BACKOO, IV. DAK.
Hefir beztu HARÐVÖRUBÚÐINA í Pembina County, og mælist til þess
að íslendingar skoði varning sinn svo að þeir geti sannfærst um
að þeir fái hvergi annarsstaðar betri kjörkaup.
Munið eftir að koma við hvort sem þér kaupið eða kaupið ekki.
KACKOO. H. DAK.
— 12 —
“Herra minn”, sagði elzti lestamaðurinn á
góðri ensku. “Það er ekki til neins að hjálpa
þessum manni. Viðskulum fara héðan og skilja
hann eftir”.
“Hvað áttu við? aðskilja manninn hér eftir
svo að hann deyi ?” sagði Ford.
“Hvað "gengur að honum?” sagði Fitch.
Hann er þó ekki veikur af bólunni, eða hvað?”
"Honum væri betra að vera bóluVeikur. Við
hjálpum honum ekki. Bezt að yfirgefa hann”.
“Þvi þá. Það vildi ég gjarnan vita”, sagði
Fitch.
Indíáninn benti stillilega á merkið á kinn-
inni.
"Hvern djöfulinn á þetta að þýða?” sagði
Ford.
“Það er einhver bölvuð hjátrúin þeirra held
ég”, sagði verzlunarmaðurinn með viðbjóði mikl
nm. Svo sneri hann sér að Indíánanum og
sagði: “Hvernig lízt þér á þetta Juan ? Hvað
eigum við að gera við mann þennann, að skilja
hann eftir hérna á brautinni svo að hann deyi?”
Indíáninn henti þá hátíðlega á hrennimark-
ið.
“Hann er bannaður”, mælti hann.
Fletch bölvaði í hljóði, en lestamaðurinn
Sagði:
“Herra minn, þetta merki er boðorð fyrir
°kkur. Við hljótum að hlýða. Hann er hölv-
a^ur, hann á að deyja”.
Þegar Keeth lieyrði þetta, þá seildist liann
bl Winchester-byssunnar sinnar og spenti hana.
“Segðu þeim að ef að þeir fylgja fram hug-
— 13 —
mynd þessari, þá skuli ég láta þá fá að smakka á
hlýi sjálfa”, sagði hann við Fitch.
"Vertu ekki reiður, herra Keeth”, sagði verzl
unarmaðurinn. “Það má drottinn vita, að mig
sárlangar til að húðfletta þá alla þrjá saman,
bölvaða asnana þá arna,’.
"Hvað þýðir það, að hann sébölvaður?”
spurði Ford og horfði á Juan.
“Þið Ameríkumenn eruð ókunnugir hérna;
þið þekkið ekki þjóðina mína. Áður á timum
vorum við mikil þjóð. Við höfum ekki gleymt
því, þó að við tölum annað tungumál en okkar
eigið og tilbiðjum annan guð en forfeður vorir”,
og nú rétti hann úr sér. “En merki þetta þekkj
umvið”. Og svo benti hann á kinnina á Spán-
verjanum. “Við þektum það löngu áður en
Spánverjar lögðu landið undir sig. H ann er
bölvaður”.
Indíáninn lagði hendina á langa knífinn í
belti sínu, en Keeth hafði gætur á honum.
"Ef að ég á ekki aðdrepa þig. þá máttu ekki
meiða þennaa mann. Taktu vopnin af þræln-
um, Fitch!”
Indíáninn stökk aftur á hak með tindrandi
augum.
“Herrann veit ekki hvað hann gerir”, sagði
hann i hásum róm. “Það kostar þig lífið ef að
þú hjálpar manni þessum !”
"Jæja þá, við ætlum að eiga það á liættu”,
ragði Ford, “en sleptu hnífnum, vinurminn”.
“Farið þið drengir aftur þar sem þið voruð”
sagði prangarinn, “og skiftið yður ekkert af
þessu. Við skulum búa börur til þess að bera
aumingjann á”.
— 16 —
“Ronald Keeth er nafn mitt”.
“Értu ameríkanskur?”
“Já, frá New York. Vélamaður fyrir hönd
hins ‘perúvíanska Nitrate félags”.
“Þakka yður fyrir, ég skal æfinlega minn-
ast yðar, herra Keeth!”
“Gott og vel”, svaraði Keeth. “Þú mátt
ekki ætla að það sé mér einum að þakka, að þú
hefir bjargast. Hérna eru félagar mínir—herra
Ford Kinsale, frá Callas, og Robert Fitch, verzl-
unarmaður”. Og um leið benti hann hendinni
til þeirra Ford og Fitch.
“Ég er þjónn yðar, herrar minir”, Dagði þá
Spánverjinn og hneigði sig fyrir þeim öllum.
“Ég heiti Jose Rodrigus, og var nafn það ekki ó-
þekt í sæborgunum meðan faðir minn hfði, en ég
er seinastur af ættliðunum”.
“Og nærri lá að ætt yðar væri strykuð út”,
sagði Fitch. “Hvaða ílldeilur áttuð þið Indíán-
arnir, ef ég má vera svo djarfur að spyrja?”
“Það var ekkert illt á milli mín og þeirra”,
sagði Rodrigus stillilega.
“Vertu nú ekki að þessu, þeir voru ekki að
reyna að drepa þig að gamni sínu”, sagði verzl-
unarmaðurinn. “Heldur þú að við séum börn
eða fábjánar ?”
Spánverjinn tók aftur hendi til marksins á
kinninni.
“Sér þú þetta, lierra minn?” spurði hann.
“Hvað um það ?” spurði Keeth forvitnis-
lega.
“Þeir sem máluðu það þarna gerðu það sem
merki, að hvar sem óg færi um fjöll þessi, þá
— 9 —
drjúgum, en með fimleika miklum bar hann af
sér spjótalög óvina sinna með skildi úr hrárri
uxahúð, er hann bar á vinstra armi. Spjót virt-
ist hann hafa eitt vopna og veitti hann óvinum
sinum óspart skeinur með því. Lág þar einn á
grúfu við fætur honum steindauður.
Indíánarnir voru augsýnilega af öðrum þjóð
flokki en þeir sem ráku með þeim llama lestina
þeir voru grimmlegri, það mátti undireins sjá;
hærri voru þeir oe: þreklegri. Glömrnðu sólar
þeirra á klettastignum, er þeir hörðust sem óðir
væru. Var þetta ójafn leikur og enginn efi á
hvernig fara mundi.
Alt þetta sá Keeth á svipstundu. Á auga-
bragði lyfti hann ríflinum upp að kinninni, og
heyrðist smellurinn yfir allan hávaðaun og ó-
hljóð villnmannanna. Hann miðaði fyrir ofan
þá og small kúlan í klettinum fyrir ofan höfuð
þeirra. Hættu þeir þá áhlaupinu og hörfuðu
og litu reiðulega til þessa nýja mótstöðumanns
þeirra.
Á þessu vetvangi komu þeir Ford og prang-
arinn og námu staðar hjá Keeth, báðir vel vopn-
aðir. Leist þá Indiánunum ekki á blikuna, er
þeir sáu norðurálfumennina með rifla í höndum.
En á meðan þeir hikuðu sig, stökk maðurinn
sem þeir voru að vega að, skyndilega fram á
stignum ,og liljóp alt hvað [af tók til bjargvætta
sinna.
Indíánarnir hlupu þá á eftir honum, en
Keeth og Ford Kinsale lyftu upp vopnum sínum
og sneru hínir ’ þá við og dreifðust á bak vi?
klettana, því þeir bjuggust við skotum j’a byss-