Heimskringla - 21.10.1897, Blaðsíða 2

Heimskringla - 21.10.1897, Blaðsíða 2
2 HEIMSKRINGLA, 21. OKTÓBER 1887. Heimskriiigla. Published by Walters. Swanson & Co. Yerð blaðsins í Canada og Bandar. $1.50 \im árið (fyrirfram borgað). Sent til íslands (fyrirfram borgað af kaupend- um blaðsins hér) $1.00. Peningar seudist i P. O. Money Order, Registered Letter eða Express Money Order. Bankaávísanir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með afföllum. Einar Olafsson, Editor. B. F. Walters, Business Manager. Office : Corner Princess & James. P O BOX 305 “Eru íslendingar með ?” heyrði íslendingur nokkur sagt á ensku eitt sinn fyrir skömmu síðan, er hann gekk fram hjá tveimur mönnum er sátu á bekk framundan einu gestgjafahúsinu í Winnipeg. “Eru íslendingar með?” bergmálaði óðar í huga hans, og hann stanzaði til þess að reyna að heyra hvað átt væri við, og hvað á eftir færi. ‘Taka Islendingar fullan þátt í framsókn þessa iands að hlutfalli við fjölda sinn”, sagði sá aftur sem talað hafði, og lagði áherzlu á orðin, einsog hon um gengi illa að láta sessunaut sinn skilja sig. “0, ég veit ekki; þeir eru löghlýðnir borgarar, og”,.. Þegar þarna var kemið hringdi miðdags verðarbjallan, og mennirnir gengu burt til snæðings, en það sem þeir höfðu sagt klingdi í eyrum íslend ingsins aftur og aftur og hann fór að ' hugsa um hvað svarið mnndi hafa verið; honum fanst það töluvert þýðingarmikið, því hér var höggið svo nærri honum sjálfum. Vér erum á sama máli og þessi íslendingur um það, að það sé gam an vita hvað svarið ætti að vera, og vér getum ekki stilt oss um að reyna til að gera oss grein fyrir því. Vér rennum huganum í allar áttir til þeirra staða sem Islendingar hafa mest hafzt við á síðan þeir komu þessa álfu, leitandi að mannvirkjum félagslífl, framfarastofnunum og and iegri og límamlegri starfslöngun, er geti boríð vitni um að óhætt sé að svara spurningunni játandi; því ját andi langar oss fyrir alla muni til að svara henni, og sama mun vera ó- hætt að segja um aðra íslendinga, sem hafa reynt til þess fyr og nú; en hvort öllum hettr tekizt að !áta svarið vera jítandi, er annað mál, og um það hvort það sé með sanngirni hægt, geta verið deildar skoðanir. Vér lítum ísuður til Minnesota og Dakota, í vestur til Argyle, A1 berta, Victoria og ýmsra staða í Norðvesturlandinu; í norður til Álftavatns, Selkirk og Nýja íslands, og að endingu litum vér í kringum oss í Winnípeg, sem óneitanlega er “mekka” íslendinga í Ameriku. Á öllum þessum stöðum er meira eða minna andlegt líf, og verklegar fram farir. I Minnesota, Dakota og Ar- gyle og ýmsum fleiri stöðum eru góðir íslenzkir bændur og akur- yrkja stunduð eins vel hjá þeim eins og innlendum bændum, og verður þvi ekki annað sagt en að íslend- ingar leggi til sinn fulla skerf í þess- ari atvinnugreín á ofangreindum stöðum. Á ýmsum stöðum í Norð- vesturlandinu, við Manitobavatn og í Álftavatnsnýlendunni er griparækt nokkur, og jarðyrkja á stöku stað, en enganveginn í því ástandi sem heppilegt væri, og er það sjálfsagt því að kenna, að lönd eru víða illa valin og bændur á eilífum flutningi fram og aftur. Þetta er auðvitað mikið því að kenna, að ástand land- anna heflr breytzt síðan bændursett- ust þar að í fyrstu, og um leið fyrir ókunnugleika þeirra sem tóku þau. Hér eru þvi íslendingar ver settir en skyldi og vcrður eflaust nokkuð þangað til þeir verða alment velefn- aðir, enda þótt þeir geri sitt bezta til að komast áfram. Þá er Nýja ís- land. Af öllu sem þar ber fyrir augað virðist framtíðarvonin sjálf vera hið stærsta, og upp úr henni standa hér og þar höggnir eða sagað- ir feysknir eikarbolir, sem bera vott þess að þar hafi þó manshöndin líka látið til sín taka, einhvemtíma í fvrndinni, en hér er margt í bernsku þó það sé gamalt, og þarf mikilla um bóta við áður en almennir atvinnu- vegir verða arðberandi. Þessi nýlenda heflr mörg ónotuð tækifæri og mörg hlunnindi, sem ekki er hægt að nota sem stendur,; hún er ein stærsta og fólksflesta nýlendan sem Isleadingar eiga, en í efnalegu tilliti ein hin lakasta, og verð ur það að sjálfsögðu þangað til betri samgöngufæri koma. Það hafa nokkrir framtakssamir menn reynt að gera umbætur á ýmsa vegu í Nýja Islandi, en lega nýlendunnar, langt frá markaði, gerir það að verk um, að tllraunir þessar koma ekki að tilætluðum notum, og er óhætt að segja að fjöldi íslendinga hefir lengi lið ið við það, að nýlendustæðið var illa valið i fyrstu, þó að líkur séu til þessað úr því rætist með tímanum. Um efnalegar framfarir Islend- inga í bæjunum er er ekki hægt að segja annað en að þær séu seinfarar í all-flestum tilfellum. Flestir ís- lendingar eru vinnuþiggjendur, en ekki vinnuveitendur; með öðrum orðum: Þeir auka ekki eignir sínar með því að ávaxta fé í gróðafyrir- tækjum, heldur með því að afla þess með vinnu sinni. Auðvitað eru til nokkrir svo kallaðir “Business”- menn, sem ávaxta fé sift í verzlun og fleira, en þeir eru heldur fáir, og flestir kraftlitlir í samanburði við innlenda menn af sama flokki. Eftir þessu verða þá íslendingar að efna- hag, að undanteknum bændum í beztu nýlendunum, lakar settir en enskumælandi menn, og þegar geng- ið er út frá því að auðmagn sé eitt af sterkustu öjum til framkvæmda þá er þetta sönnun fyrir því að ís lendingar geta ekki að réttu hlut falli við fjölda sinn, aukið framsókn arstranminn ein3 og innjendir menn en það sannar ekki að íslendingum líði beinlínis illa, né að þeir leggi ekki tfiluvert hart á sig til að kom ast áfram í efnalegu tilliti. Eins og eðlilegt er hafa íslend ingar frá því fyrsta átt við töluverða örðugleika að stríða, sem hafa hald ið þeim til baka, og er vanþekking og vankunnátta þeirra stærstir. Þeir tóku sér nýlendur á óheppilegum stöðum, lélegar að landi til, og langt frá markað og öllum samgöngufær- um, og urðu svo að flytja frá þeim og leita að öðrum betri; við þetta eyddist tími og peningar, en kjarkur sumra dofnaði. Verkleg þekking var í fvrstunni lítil, og því örðugt fyrir þá að keppa við ínnlenda menn um atvinnu, sérstaklega í hinum vandasamari greinum, og bókleg praktisk þekking af því tagi, spm út heimtist hér, var einnig ófullkomin. Þetta heflr oft orðið til þess að draga úr framförum Islendinga og minka áhrif þeirra á þjóðlíflð hérlenda. Auðvitað hlutu margir af þessum örðugleikum að vera því samfara að íslendingar voru innflutt þjóð, frá landi sem hafði frábrugðna atvinnu- vegi, frábtugðna tungu og frá brugðna lifnaðarháttu, en um leið og maður gengur inn á að skrifa þetta í inntektadálkinn, og um leið og maði ur gengur inn á það, að fjöldamarg- ir íslendingar hafi barizt mikið og sumir barizt vel, þá verður maður að játa, að margir standa í sömu sporum þegar þeir eiga að færast úr stað, sofa þegar þeir eiga að vaka, og fara aftan að siðunum í mrögu. Því miður hefir alt of mikið borið áein- ræningsskap og vanþekkingu þegar æir voru að velja sér nýlendur og það lítur helzt út fyrir að mönnum hafl verið sem mtst nm það hugað að komast sem lengst út frá öllum samgöngufærum út í skóga og öræfl, jangað sem þeir gætu verið alger- lega einir, og þyrftu ekki að heyra eitt orð af enskri tungn eða sjá nokkurn hlut sér til fyrirmyndar. Úr þessu heflr nú mikið rætzt, en af- leiðingin af því er samt það, að á mjög mörgum stöðum eru brúkaðar úreltar íslenzkar búnaðaraðferðir, sem aldrei að eilífu geta fulluægt Jörfunum hér. Úr þessu þurfa menn að bæta sem fyrst, með því að afla sér allrar þeirrar þekkingar sem hægt er að fá, og reyna til að kló- festa þau lönd sem bezt eru og liggja sem næst markaði. Það er engin á- stæða til þess að eyða æfl sinni í að rista fram fen eða rækta upp sand- hóla meðan nóg er tíl af góðum löudum, sem ýmist má kaupa fyrir lítið eða fá fyrir ekki neitt. líflð og samkomulagið. Þetta eru alt saman mikilsvarðandi atriði og nátengd. í þessum atriðnm er ís- lendingum ábótavant, en á meðan svo er ástatt geta þeir aldrei búist við að komast á hlið við enskutal andi meðbergara sína. Af öllum þjóðarmeinum er ment unarskorturinn verstur, því hann er nálega að segja undirrót allra ann- arameina,, og er því nanðsynlegt að gera sem bráðastar umbætur, þar sem hans verður vart; en þar með er ekki sagt að nanðsynlegt sé að læra öll heimsins vísindi, vera sp-englærður í náttúrufræði, stjórn- fræði, fornfræði eða öðru þess kyns; nei það sem Islendingum hér ríður mest á er að ná praktiskri mentun og kunnáttu, sem þeir geta brúkað hvar sem þeir eru staddir í þessu landi, hvort sem er meðal enskumæl- andi fólks eða landa sinna. Þeir mega ekki lengur láta sér nægja með íslenzka mentun, sem að eins getur komið að haldi meðal íslend- inga, því hún veitir alt of litil tæki- færi til að ná þeim þægindum sem menn gera kröfu til, og hún veldur því, að fslendingar eru alt af að toga skóinn hver af öðrum í stað- inn fyrir að bjálpa hver öðrum f hann. Þeir þUrfa að hafa það fyrir augum að fullkomna sig svo í hverri gtein, hvort heldur verklegri eða bóklegri, að þeir geti boðið sig fram sem fullfæra til að keppa við ensku- mælandi fólk, sem þá grein stundar; að öðrum kosti ná þeir aldrei fullri virðingu samborgara sinna, né því valdi og viðgangi, sem þeir eiga að hafa. Fyrir mentunarskortinn kema örðugleikarnir á að ná arðsamri stöðu, og af' því leiðir aftur að félags líflð verður ekki eins fullkomið eins og æskilegt væri, því peningarnir, sem þarf til að halda því við, eru vanalega af skornum skamti. Þetta kemur greinilegast í Ijós hjá Islendingum í Winnipeg, því hér eins og í öðrum stói bæjum er sam kepnin hörðust, og þarf því að sjálf- sögðu meira lag til að komast áfram heldur en annarsstaðar, en að öðru leyti er hér meira tækifæri til að hafa fullkomið félagslif og alment meira heimtað í þeim efnum, þar eð það er svo þægilegt að hafa félagslíf innlendra til hliðsjónar. ' Það er óneitanlega rétt að^marg ir Islendingar hafa tekið rétta stefnu í framfaramálum landa sinna bæði í bóklegri og verklegri fræðslu, og nokkrir eru færir að keppa við inn- lenda menn í þeim greinum sem þeir liafa lagt fyrir sig, en vflr höf- uð eiga Islendingar mikið eftir ógert enn, og mörg sjálfsköpuð víti ólækn- uð, sem ekki verða reiknuð sem erfðasynd eða afsökun, þegar kemur til þess að bera þá saman við inn- lenda samborgara sína. íslendingar gæti þess, að það er ekki rtægilegt að vera fær um að togast á við landa sína eingöngn; þeir þurfa að geta togast á við hvern sem þeir mæta, Kringumstæðurnar eiga vissulega mikinn þátt í því að örðugt verðnr að svara spurningunni játandi sem stendur, en það er kæruleysi líka. ísland. Ræða eftir Einar Ólafsson. Flutt á íslendineadaginn í Winnipeg 2. Ágúst 1897. Herra forset, heiðruðu tilhevrendur. Þá er mentunarástandið, félags- Hvað gengur á í dag ; því er allur þessi mannfjöldi saman kom inn, er verið að fórnfæra hér f dag; hverju er verið að fórnfæra?—hjört- um Islendinga á altari íslands. Það hafa sj dfsagt flestir ykkar tekið eft- ir því, hve mikið íslendingar al- ment hlakka til íslendingadagsins. Það er eins og þeir eigi þennan dag sjálfir, og engin annar; eins og þeir hafi ásett sér að vera íslendingar frekar þennan dag en alla aðra daga. Orðið Islendingadagur hljómar með svo einkennilega miklum krafti í eyrum Islendinga, að það eins og alt sem íslenzkt er og af íslenzkum rótum runnið, fari á hreyfingu; Unglingarnir, fullorðna fólkið, gam- almennin og enda bömin hópa sig saman til þess, með lífl og sál að taka þátt í einni sameiginlegri at- höfn, athöfn sem öllum er svo undur geðfelt að taka þátt í. Þetta orð, það er eins og vekjandi raust, sem heimtar eitthvað sérstakt af hverl- um íslending, — hverjum Islands nið með hjartá og heilbrigða sál, hvar sem hann á heimaí 0g á Is- lendingadaginn okkar Vestnr-Is- lendinga er það líka ísland, sem er eíst í huga okkar allra. Það er ekki smáræðis hald sem þetta gamla land með gömlu sögurnar sínar hefir á okkur, hvar sem ið erum. Við erum bundnir því með böndum blóð- skyldunnar og sameiginlegrar sögu; fjötraðir við það með strengjum hjartans, og við getum ekki alger- lega losað okkur við það þó vlð vild- um. Náttúran hefir sett þau lög og þau verða ekki upphatin, geta ekki orðið upphafin. Hver vonarstjarna sem rennur upp jfyrir íslandi gleður okkur, og hver mótlætisalda sem yf- ir það fellur særir okkur, Því meir mótlæti sem ísland á við að stríða, Því meira finnnm við til, — það er sönnunin fyrir því að við erum ís- lendingar. Það má einu gilda hvort þessi hátíð er haldin 17. Júní eða 2. Ágúst, einu gilda hvort menn skoða fyrsta þingsetningardag Islands merkara atriði en stjórnarskrána, eða stjórnarskrána merkara atriði en þingsetningardaginn, hún heitir ætíð og alstaðar íslendingadagur, og þrát fyrir þaðþó dagurþessi standi’í sambandi við vissan sögulegan atburð þá erþó efstjí huga manna þennan dag fremur ísland sjAlft, og ástand þess nú, heldur en nokkurt eitt sögulegt atriði frá liðna tímannm. Það er klettótta einstaka eyjan norðaustur í Atlantshaflnu, með öllum sínum göllum og gæðum, með öllum sínum risavöxnu fjöllum, jöklum, eldhraun um og einkennilegu náttúrufegurð, öllum sínum tækifærum og örðug- leikum; og þar er þjóðin, sem kend er við þessa eyju—íslendingar með öllum sínum vonum og von- brigðum, — Það er með öðrum orð- um,‘Fjallkonan‘, þar sem nún styður sig fram á sverðið, sem henni var geflð í tannfé, til forna, með hið ólg- andi Atlantshaf við fætnr sér, og börnin hennar, þjóðin hennar, þar sem hún hefst við langt út í norðr- inu, lítandi til baka og lesandi upp fornaldarsöguna sína.—Það er þetta sem fyrst og fremst gagntekur huga hvers íslendings þennan dag, þessi mynd sem fyrst hefst upp yflr sjón- deildarhringinn, og grefur sig inn í huga allra, hvort sem þeir fluttu frá íslandi fullorðnir, eða eru uppald- ir í þessu landi. Hún heimtar að það sé tekið eftir sér myndin sú arna; húner svo mikilfengleg, dular- full og máttug. og mátturinn er aug- Ijós; hópurinn sem hér er í dag ber vott um það. Það er sama aflið og sama myndin, sem hefl dregið okk- ur öll á þennan stað í dag, og sama aflið og sama myndin sem hefir dreg ið okkur saman alla Islendinga- daga. Það er einkennilegt að á íslend- ingadaginn sérstaklega virðast allir vera jafngóðir Islendingar, hvort sem þeir eru fæddir hér eða á ís- landi. Þeir hafa að vísu allir lagt niður ýmislegt af því sem tíðkaðist á Islandi, svo sem eins og skotthúf- ur og skinnleista, og þeir eru að mestu hættir að kyssast á opinberum stöðum og gatnamótum þégar marg- ir sjá til, en þeir eru íslendingar í hjarta sínu, og mér er óhætt að segja að þeir eru ætíð reiðubúnir að rétta Islandi hjálparhönd eftir megni. Þeir sem flutt hafa frá íslandi minuast þess sem æskustöðva sinna, og sem landsins sem þeir elska og eiga hvar sem þeir eru og hvemig sem blæs; landinu sem er þeirra ó- skift fóðurleyfð; landsins sem gaf þeim svo lítið, en gaf þeim þó alt sem það átti. En þeir sem eru upp- aldir hér minnast þess með æskunn- ar næmu tilfinuingum, af því þeir finna til þess í hvað nánu sambagdi tilvera þeirra stendur við það, og af þvi þeim skilst hversu fagurt það er að geta sýnt þess vott, að þeir séu ekki búnir að gleytna staðnum, þar sem feður þeirra og mæður háðu stríð- ið fyrir tilveru sín og sinna, né stríð- inu sjálfu, sem oft kostaði svo mikið, en var oft svo árangurslítið. Það er óefað, að þessi hátíðadagur vekur í brjóstum margra tilflnningar vonir og óskir, sem sérstaklega snerta ís- lapd; vonir og óskir um viðgang þess, og als sem heflr þýðingu fyrir það. Við viljum að Islendingar nái áliti, við viljura sjálf ná áliti, og við sjáum að framfarir Islands er öflugt meðmæli. Við erum stoltir af því að vera íslendingar og við lítum spyrjandi til gamla landsins, eins og við vildum fá svar frá því um að við mættum það. Við segjumst vera kongasynir og kongadætur, og við segjum að bræður okkar á íslandi séu það líka. en um leið dylst okkur ekki, að þeir eru kongasynir í álög- um. Við viljum gjarnan sjá þá leysast úr álögunum, og við förum þegar að líta í kringum okkur eftir kongsdóttur sem geti leyst þá. Is- land og landnám þess, ísland og saga þeas og bókmentir. Island og ástand þess, eins og það hefir verið og er nú, rennur upp fyrir sjónum okkar, og við fcirum af eiuum sögu- staðnum til annars, leitandi að sönn- un fyrir því, að álögum hljóti að létta, og sönnun fyrir því, að við eigum eitthvað í eðli okkar sem við getum verið stolt af. Við fullviss- um okkur sjálf um að við finnum það sem við leitum að, og svo höld- um við af stað Við höldum í norð- austur, beina leið þangað til við sjá- um strendur Islands, en við stað- næmumst ekki þar að sinni. heldur höldum litið eitt lengra. Það er ekki fyrir en við komum til Noregs að við stöndum við. Það er við fjörð einn fagran og mikinn', skerj óttan og fullan af eyjurn, eða þó öllu heldur við vík eina all-stóra, sem skerst út úr firðinum, að við stönz- um. Fjörðnrinn er Hafursfjörður, ogþað er árið 872. Á víkinni ligga tveir vígbúnir flotar; annað er floti Haraldar hárfagra, en hitt er floti jarlanna, eða fvlkiskonunganna norsku. Hvorutveggja flotarnir eru skipaðir hinu hraustasta liði, og báð- ir virðast jafnákveðnir í að víkja ekki fyrir hinum. Borðin eru skör- uð skjöldum, cg herfánar blakta hverri stöng. Þetta er fögur og ægi- leg sjón, enda er hér verið að útkljá forlög heillar þjóðar, og óafvitandi verið að búa sig í að rita fyrsta blað ið af sögu Norðurlanda. Það er blásið til atlögu; orustan byrjar; hún geysar um hríð með öllum sínum ofsa og æðisgangi; menn leggja fram sína síðustu krafta til sóknar og varnar, en að lokum verður floti jarlanna að víkja, og Ilaraldur verð ur einvaldur einvaldur yflr Noregi. Skipin hverfa sitt af öðru; blóð hinna föllnu samlagast sjónum, svo þess gætir ekki, og öll einkenni hinnar mannskæðu orustu eru hjáliðin. Eft ir er víkin spegiltær og fögur eins og hún er þann dag í dag, og þess sjást engin merki að þar hafi frelsi og sjálfræði orðið að lúta fyrir ein- ræði og yfirgangi; engin merki þess, að þar hafl verið telft á skákborði mannlífsins eitt hið þýðingarmesta tafl, sem telft heflr verið—ekki ein ungis fyrir ísland heldur líka fyrir mikinn hluta hins mentaða heims. Sigraðir í orustunni en ekki uppgefn ir samt, neita þessir sérráðu menn að hlíta einvaldsboðum Haraldar. Frelsið var þeim fyrir öllu, og þeir taka sig því upp frá óðölum sínum, og eignum og láta út frá ströndum Noregs í síðasta sinni. Þeir sigla alt vestur til Islands og þangað fylgjum við þeim nú til að sjá hvað þeir hafast að. Við sjáum nú þessa kjarkmiklu landnámsmenn reisa merki frelsis og framfara á hinum óbygðu ströndum. íslands, Land- námsöldin er byrjuð; þeir byggja landið, koma á fót goðorðum, stofna Alþingi og koma á sameiginlegum lögum |fyrir land alt. Þjóðmyndun- in er fullger og hið fyrsta lýðveldi í Norður-Evrópu er myndað. At- orkan dafnar, og skáldskapurinn blómgast svo að hann ber langt af samtíð sinni; sögurnar eru færðar í letur og vísindi, frelsi og þrek nær hærra stigi en í öðrum löndum á sama tíma. ísland ber höfuð og herð r yflr nágrannalöndin, hvað stjórnarfar snertir, og frægir fyrir afreksverk sín, fyrir skáldskap sinn og söguleg vísindi, eru íslendingar í hávegum hafðir hvar sem þeir fara um önnur lönd, enda eru andlegar og líkamlegar framfarir þeirra á þessum tíma svo miklar |í saman- burði við stærð þjóðarinnar og tæki- færin sem náttúran veitir, að engin þjóð undir sólunni mun geta sýnt annað meira. — En svo kom Sturi- ungaöldln með öllum sínum sorglegu afleiðingum. Það er farið að brydda á útlendu einveldí; jflokkadráttur og sundrung fer í vöxt, og frændur og (Niðurlag á 3. bls.) Þegar þið þurfið að kaupa fatnað og alt sem að fatnaði lýtur þá komið þið við í Winnipeg Glothing House, beint á móti Brunswick Hotelinu. Þar finnið þið - - - - Mr. D. W. Fleury, Sem síðustu sex ár hefir verzlað í TIIE BLUE STORE. Hann getur selt ykkur karlmanna og drengja klæðnaði, hatta, húfur, grávöru og margt fleira. Munið eftir númerinu 564 lain Nt. Næstu dyr fyrir norðan W. Welband. D. W. Fleury s TIGVEL og KOR =-= Mestu vörubyrgðir í bænum. vörur meðlægsta verði. Fing'ravetlingar og Rubber-skór. Alt nýiar Thos. H. Fahey, 558 Jlain street. o dýrasta búðin í bæn- um, sem selur nær- föt, karlmannafatn- að og yfirtreyjur, er búðin hans Benny’s 568 Main St., Winnipeg. Cavalier, N-Dak. Eigandi - - - - John Gomoll. Verzla með beztu matvöru, ávexti og sætindi af öll- um tegundum - - Kaupið máltíðir ykkar hjá honum þegar þið komið til bæjarins. - - - EDMUND L. TAYLOR, Barrister, Solicitor &c. Lian Block, 492 Main Street, WlNNIPEG. Lítið á eftirfylgjandi verðlista á hinni nafnfrægu Lisk’s Blikkvöru, sem er ábyrgst að riðga aldrei. Hún fæst í harðvörubúðinni hans T ruemner’s —i Cavalier. Mr. Truemner ábyrgist vöruna sjálfur og lofar að gefa ykkur nýjann hlut fyrir sérhvað eina sem þið kaupið af Lisks Blikkvöru og sem riðgar hjá ykkur með sómasamlegri brúkun. Aður seldar Nú á 16 potta fötur 90 cts. 67 cts 14 potta fötur 75 “ 55 “ 12 potta fötur 70 “ 14 “ “ með sigti $1.10 52 “ 78 “ 17 potta diskapönnur 90 ct. 70 “ No. 9 þvatta Boilers $2.50 $1.90 J. E. Truemner, Cavalier, N-Dak.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.