Heimskringla - 28.10.1897, Blaðsíða 4
4
HEIMSKRINGLA, 28. OKTÓBER 1897.
Winnipeg.
Islendingadagsræða séra Hafsteins
Péturssonar gat af vissum ástæðum
ekki komið i þessu blaði, en kemur
næst.
Tveir . íslendingar ; frá Dakota er
sagt að hafi farið héðan hinn 21. þ. m.
áleiðis til Dauphinhéraðsins til að skoða
lönd þar,
Hra. B. Samsonarson, G. Dalman
og Th. Oddson, frá Selkirk, voru hér á
ferð í vikunni og komu við á skrifstofu
Hkr.
Mr. E. J. Skjöld frá Hallson, N.
Dak., kom til bæjarins á sunnudaginn
var og ætlar hann að stunda nám hér
um tíma.
Herra Árni Guðmundsson frá Ha-
milton, N. Dak., kom viö á skrifstofu
Hkr. á laugardaginn var; ætlar hann
að dvelja í bænum um tíma.
Hra. B. Dalman í Selkirk hefii nú
byrjað verzlun þar, og bygt sér nýja
búð. Hann langar sjálfsagt til að sem
flestir landar heimsæki sig þar.
Allar þær nýlendur í Manitoba.se m
hingað til hafa aðeins staðið opnar fyr-
ir Islendingum, hafa nú verið opnaðar
fyrir öllum sem vilja setjast þar að.
Runólfur Sigurðsson, Hamilton,
Dakota, tilkynnir hér með að hann
hættir við greiðasölu á ofangreindum
stað, eftirl. Nóvember næstkomandi.
ísl. lút. kyrkjan er að búa sig undir
að halda hátíðlegan hinn 31. þessa mán
til minningar um siðabótina.
[Minneota Mascot.]
Hra. Þorsteinn Þorkelsson, sem vér
gátum um í síðasta blaði, aðihefði ver-
ið fluttur á spítalann, var skorinn upp
i fyrradag, og leið honura vonum frem-
ur vel, er vér fréttumjsíðast.
Heimskringla, eittaf Islenzku blöð-
unum í Winnipeg, Man., er nú byrjuð
að koma út aftur og lítur út rétt eins
náttúrlega eins og áður.
[Minneota Mascott.]
Safnaðarfundur verður haldinn í
Tjaldbúðinni á þriðjudagskvröldið kem-
ur, 2. Nóv., kl. 8. Mikilsvarðandi mál-
efni liggur til umræðu. Allir safnaðar-
meðlimir beðnir að koma á fundinn.
Fundur verður haldinn í “Jónsson’s
Haymower-félaginu” næstk. mánudags-
kvöld (1. Nóv.) kl. 8, í Unity Hall.
Mjög áriðandi að allir sem tilheyra
nefndu félagi sæki fundinn á réttum
tfma.
Fyrir hönd nefndarinnar,
S. B. Jónsson, forseti.
Sögur ganga nú um það að meðferð
á verkamönnum við Crows Nest Pass-
brautina sé hin versta; vinnulaun of
lág og aðbúnaður hinn versti. Hafa
verkamenn nú farið frain á, aðstjórnin
sendi þangað mann til að h'ta eftir að
skaplega sé með menn tariðoghafa verk
menn hér í bænum lagt með því að það
væri gert.
Á mánudaginn var fenguin vér bréf
með 81.40 frá einhverjum kaupanda á
Brú P.O., Man. Bréfið var óundirskrif-
að og vitum vér því ekki hver heflr sent
það. Ef sá sem bréfið sendi sér auglýs-
ingu þessa, viljum vér biðja hann að
senda oss nafn sitt sem fyrst. Það var
skrifað utan á bréfið til E. Ólafssonar,
og 60 c. af innihaldi bréfsins voru fyrir
11. árg. Hkr.
Á bæjarráðsfundi sem haldinn var
á miðvikudagskvöldið í fyrri viku, var
samþykt að byrja á að byggja brúna yf-
ir C.P.R. járnbrautargarðinn hér í bæn-
um. Eitt af því sem valdið hefir drætt-
inum á þessari brúarbyggingu var það,
að þeir sem áttu lóðir báðu megin við
garðinn þar sem brúin átti að leggjast,
heimtuðu skaðabætur af bæjarstjórn-
inni fyrir að láta byggja brúna þar.
Nú eru kröfur þessara manna komnar
til bæjarstjórnarinnar; þær eru um
81800, og eru líkur til að þetta fé verði
greitt ef kröfurnar reynast réttlátar
fyrir dómstóli.
Stúkan Hekla hélt tombolu á North
West Hali 15. þ. m. eins og tíl stóð, og
af þvi Heimskringla mælti svo heiðar-
lega ftieð því að tombolan yrði vel sótt,
þá finst mér ekki nema sanngjarnt og
rétt að biðja blaðið að geta þess, að tom-
bolan var prýðilega vel sótt, og kotnu
inn 98.00 dollars. Nefndin sem stóð fyr-
ir tombolunni þakkar öllum í nafni
stúkunnar, sem á einn eða annan hátt
studdu að tombolunni. Góð verk verða
ekki látin ólaunuð, og að leggia fram
nokkur cent til hjálpar sjúkum eru góð
verk. L,
Eftirfylgjandi eru nöfn þeirra sem
taka á móti borgun fyrir Heimskringlu
í Bandaríkjunum :
Gunnar Gunnarsson. Pembina; Árni
Magnússon og P. J. Skjöld, Hallson ;
Björn Halldórsson og Sveinbjörn Guð-
mundsson, Mountain ; Jón Jónsson og
Jónas Hall, Garðar; J. G. Davíðsson og
S. Grímsson, Milton ; Gísli Goodman,
Hensel; Foster Johnson, Glasston ; G.
A. Dalmann, Minneota; Christ. Gunn-
arsson, Duluth; Hjálmar Bjarnason,
Spanish Fork; Jóhannes Sigurðsson,
Seattle.
I Canada:
Matthias Thordarson, West Selkírk ;
Jóh. Sólmundsson, Gimh ; Stefán Ei-
ríksson, Husavik; Sveinn Thsrwaidsson
Icel. River; J. B. Skaptason, Hnausa ;
Bergþór Þórðarson, Hekla ; Ásgeir J.
Lindal, Victori; Jóhann Björnson,
Tindastól; Ingimundur Ólafsson, West-
bourne; Andrés Jóhannsson, Brú ;
Kr. Dalmann, Baldur ; Magnús Jóns-
son, Glenboro; Guðmundur Ólafsson,
Tantallon; Bjarni Vestman. Church-
Bridge; Sigurður Jóhannsson, Kee-
watin.
Skrítin saga hefir borizt hingað frá
Selkirk um viðtökur Mr. Macdonnell,
M. P., þegar hann kom þar fyrir nokkr-
um dögum,á leið til Nýja Islands, ásamt
Sigtiyggi Jónassyni, M. P. P.
Liberalar í Selkirk höfðu ásett sér
að taka vel á móti gestunum, og buðu
þeim til samsætis upp á lofti í Lisgar
House. Mr. Macdonnell kom og þang-
að á réttum tíma, en lét á sér heyra að
bann væri ekki reiðubúinn að vera
þarna i félagsskap við kjósendur sina
og bjargvætti rétt þá í svipinn. Þetta
kom herra “Bill” Celcleugh mjög á ó-
vart, og er hann heyrði það, stökk hann
út, reif klæði sín og sagði hinum heiðr-
aða þingmanni stríð á hendur, og hét
honum langvarandi reiði sinni ef hann
héldi áfram að þrjóskast. Það hefir ver-
ið sagt svo, að Mr. Macdonnell hafi ver-
ið veginn á vog liberala og léttvægur
fundiun. Ef hr. þingmaðurinn því ekki
reynir að fella sig betur við liberalsiðu,
er það meining manna að nýtt þing-
munnsefni verði þakksamlega meðtekið
við næstu kosningar.
Ef þér þarfnist einhverra hluta með
betra verði en alment gerist, þá munið
eftir auglýsingunni minni í 1. Nr. þessa
blaðs. Lesið hana oft og vandlega;
skrifið síðan eftir nákvæmari upplýsing-
um um þá hluti sem þér þarfnist, til
mín eða umboðsmanna minna. En gæt-
ið þess að verðið er mismunandi, eftir
því hve mikið er keyft í einu og hverjir
borgunarskilmáiar eru. eíns og segir í
auglýsingunni.
Sérstaklega góð kjör gefin til starf-
andi umboðsmánna.
Eg bið fólk í Þingvalla og Lög-
bergs-nýlendun’im að snúa sér þessu
viðvíkjandi til umboðsmanns míns, hr.
H. Eyjólfssonar, verzlunarmanns í Salt
Coats City.
Vinsamlegast.
S. B. JONSSON.
869 Notre Dame Ave.
Winnipeg, Man.
Þökk þeim er gáfu.
Laugardagskveldið 16. þ. m. kom
fyrverandi húsbóadi minn, Mr. W. F.
Lee, contractor. heim til mín og færði
mér að gjöf 863,30. Var þetta samskota-
fé, er Mr. Lee hafði gengizt fyrir að
safna meðal verkamanna sinna, bæði
Islendinga og annara þjóða manna, og
sjálfur hafði hann gefið $5.00. í fyrra-
haust færði Mr. Lee mér einnig 827, að
gjöf, er hann hafði bæði gefið sjálfur og
safnað meðal verkamanna sinna.'
Það má ekki minna vera en ég þakki
opinberlega fyrir þessa stórmannlegu
gjöf, og það því fremur sem margir eða
flestir af gefendunum eru sjálfir fátækir
menn. — Eins og nærri má geta kom
mér þessi rausnarlega gjöf vel, þar sem
ég hefi nú verið algerlega frá verkum í
fulla 15 mánuði.
Eg bið þyí Heimskringlu að færa
fyrst og fremst Mr. Lee og þeim öllum
er gáfu, mitt innilegasta þakklæti fyrir
gjötína.
Zakarías Björusson.
Alexander Ave., Winnipeg,
Undraverd
Samkoma.
Hlutaveltu og dans-sam-
komu heldur “Bræðrabandið”
í Winnipeg, laugardaginn 30.
þ. m., á NORTH-WEST
HALL, corner Rossog Isabel
Str. I hlutaveltunni er afar-
margt af dýrum og fágætum
munum, svo sem ýmsar teg-
undir af ljómandi kvennföt-
um og gullstássi frá Victoriu
drottningu, vasaúr sem Napó-
leon bar eitt sinn á herferðum
sínum og reyndist ágætlega,
líkan af töfralampa Aladíns úr
Austurlöndum, ásamt ótal
fleiru og fleiru. — Fyrir dans-
inum spila hin alþektu sysk-
ini, Mr. Wm. Anderson og
Mrs. Merrell, og Mr. P.Olson
stýrir dansinum. — Dansfólki
hér hefir aldrei fyr boðist slíkt
tækifæri sem nú, og mun al-
drei bjóðast það aftur fyrir
lok þessarar aldar.
Aðgangur og einn dráttur 25 cent.
I umboði nefndarinnar,
SIGFtJS PlLSSON.
« .
Jo c
Eg
o U)
O tfl
s
E BJ
oQ
£
o
V3
æ C
I'
H
\&
Það er skylda allra, hvort sem þeir eru
að kaupa fyrir sitt eigið brúk eða
annara, að kaupa sem bezta vöru
fyrir sem minnsta peninga, en ekki að
kaupa þær vörur sem kosta minnst,
hvað ónýtar sem þær eru. Þetta hefir
tólf ára reynsla vor kent oss, og það er
fyrir þessa reynslu að vér höfum keyft
vandaðri og betri vörur þetta haust en
nokkru sinni áðuV. Vér skulum eink-
anlega tilnefna unglinga og karlmanna-
fatnað, yfirhafnir, vetlinga og allskonar
nærfatnað. Vér þorum að ábyrgjast að
þér fáið betri vörur hjá oss en þér fáið
hjá nokkrum öðrum fyrir jafnlitla pen-
inga. Vér erum þegar búnir að fá inn
mikið af allra nýjustu kjóladúkum og
‘trimmings” beint frá verkstæðunum,
og sumt er enn á leiðinni þaðan. Allar
þessar vörur eru mjög vandaðar og vér
seljum Islendingum þær afar-ódýrt.
Allar gamlar vörur seljum vér með
miklum afslætti, svo ef þér kærið yður
ekki um “móðinn” þá getið þið fengið
kjóladúka með mjög miklum afslætti.
Nokkrar tegundir af skóm höfum vér í
búðinni er vér þurfum að losast við, —
Þeir fara fyrir lítið. Einnig seljum vér
handtöskur og ki^tur ódýrri en nokkur
“lifandi sál” í borginni.
Komið og sjáið hvað fyrir sig, því
sjón er sögu ríkari.
Q. Johnson,
á suð-vestur horni Ross og
Isabel stræta, Winnipeg.
Munið eftir Því
að beza og ódýrasta gistihús (eftir
gæðum), sem til er i Pembina Co. er
Jennings House,
C’avalier, X. l>ali.
PAT. JENNINGS, eigandi.
Undirskrifaður smíðar úr
Gulli og* Silfri
og tekur að sér alls konar aðgerðir ó-
dýrara en nokkur annar í borginni.
Jón E. Holm,
562 Ross Ave., Winnipeg.
THE GREAT
NORTH-WEST
SADDLERY HOUSE
er staðurinn þar sem hægt er að
kaupa alt sem lýtur að aktýgjum
og hnökkum, einnig leður og
allan útbúnað sem brúkaður er
við hestá, og svo kistur, töskur
og svipur og stígvélaleður af
öllum tegundum.
Sendið eftir verðlistanum okk-
ar. Það kostar ekkert.
Corner Main og
Market Street.
WINNIPEG, MAN.
Selur demanta, gullstáss, úr,
klukkur og allskonar varning
úr gulli og silfri. Viðgerðir
allar afgreiddar fljótt og vel.
- - - Búðir í - - -
Cava/ier Pembina.
Al$konar
barna- f
# myndir
agætlega
teknar.
Myndir
af ollum
mjog vel
teknar.
Mitchell’s ljósmyndastofa er hin stærsta og[bezta[í Canoda.
að gera alla sem ég tek myndir af ánægða.
Ég ábyrgist
J.F.JVIITCHELL,
2ii Rupert Str. - - Fyrstu dyr vestur af Main St.
Svo þúsuudum dollara skiftir er nú komið af grávöru í
THE BLUE STORE 8 Blá Stjarna,
------434 riain Street.
Búðin sem ætíð selur með lægra verði en nokkrir aðrir,
Við höfum rétt nýlega meðtek'ð 50 kassa af fallegustu grávöru, jafnt fyrir
konur sem karla. Rétt til þess að gefa ykkur hugmynd um hið óvanalega lága
verð á þessum ágætis vörum, þá lesið og athugið eftirfylgjandi lista.
Kvenmanna Coon Jackets - - - - $18 og yfir
“ Black Northern Seal Jackets 20
“ “ Greenland “ “ 25
“ Loð-kragar af öllum tegundum,
úr Black Persian Lamb,
Ameriean Sable,
“ Gray Opossum,
“ Natural Lynx
úr Gray Persian Lamb,
“ Blue Opossum,
“ American Opossum.
Beztu tegundir af Muffs,
allir litir, fyrir liálfvirði.
Karlmanna Brown Russian Goatskin Coats $13,50
“ Austrian Bear Coats - - - - 13,50
“ Bulgarian Lamb Coats $20,00 og yíir
Inndælar Karlmannahúfur með afarlcgu verði.
Einnig sleðaíeldir óviðjafnanlegir.
H inir gömlu skiftavinir vorir, og svofólk yfir höfuð, ættu nú að nota tæki-
færið til þess að velja úr þeim stærstu og vönduðustu vörubyrgðum, og það
fyrir iægra verð en séðst hefir áður hér í Winnipeg. - -- -- -- --
The Blue Sfore.
Merki: Blá stjarna.
434 Main Street.
A. Chevrier.
— 18— —23— —22— —19 —
ir og verstu heiðingjar — guð hjálpi þeim—. eins
og forfeður þeirra voru, þegar hinn mikli Pisa-
ró fór með liðsmenu sína til Cuzco. Og hjá
þeim, horrar mínir, — hjá þeim, segi ég — var
ég í þrjú löng. löng ár. Það voru hörmulegu
árin. En nú er mér goldið, herrar mínir, — já,
vist er svo”. Og þá leit hann af einum tilheyr-
enda sinna á annan. “Herrar mínir”, hvíslaði
hann. “Ég veit hvar hinn týndi fjársjóð-
ur Incaanna er fótginn !”
Áhuginn skein út úr andlitum þeirra Keeths
og Ford Kinsales’ en Fitch var snjóhvítur í
framan og glápti hann á Spánverjann með opn-
um munni og starandi augum.
"Ég, Jose Rodrigues, komst að því sem In-
díánarnir sjálfir vissu ekki”, hélt Spánverjinn á-
fram. “Ég komst að leyndarmáli þvi, sem
gömlu mennirnir þeirra höfðu gleymt. Já, ég
var bandingi þeirra, en ég hafði augun hjá mér.
Já, herrar mínir, ég hefi séð helli Incaanna !”
“Helli IncaannaV” spurði Keeth.
“Já, herra minn. Helli auðæfanna. Fjár-
geymsluhús hinna voldugu Inca, sem stýrðu
landi þessu þegar landar mínir komu liingað og
lögðu landið undir sig. Mér hefir sortnað fyrir
augum af gullglampanum — ég hefi nærri orðið
blindur af birtunni af gimsteinum þeim sem
hæfa mundu konungs kórónu. Alt þetta hefi ég
Jose Rodrigues, séð !”
Hann talaðí einmitt þessum orðum og leit
skarplega af Keeth á vini hans.
“Efist þér, herrar mínir?” mælti hann. ‘Svo!
lítíð á!”
“Þettafellur mér ekki vel”, sagði Fitch.
“ Við verðum þá að gera þessa bölvuðu villimenn
að trúnaðarmönnum okkar”.
“Og þessir Indíánar eru fullvel mentaðir”,
greip Ford fram í og skældi sig.
“Þegiðu Ford”. sagði Keeth. “Ég er á sama
máli og Fitch. Það er hættulegt að láta Indí-
ánana fylgja okkur. Ef að þeir eru allir á einu
bandi. eins og út lítur fyrir”.
"Ég held það, herra minn, að við gætum
fengið fylgdarmann án þess að vekja grun um
fyrirætlau vora. Við skulum komast að furu-
trjánum þremur, og þá skal ég reyna að semja
við fylgdarmanninn á einhvern hátt. — að senda
hann eftir matvælum eða eftir skotfærum, eða
einhverju öðru; nóg er til!”
“Þetta er alt gott”, sagði Fitch. “En mér
fellur ekki vel í geð að ganga blindur út í það”.
“Vertu ekki að neinum hundingjaskap”,
sagði Ford. "Kondu nú, við skulum borða. Við
hefðum átt að vera á leiðinni til Hualpa”.
“Áður en við leggjum á stað, þá held ég að
betra sé fyrir Fitch að mála yfir þetta”, og nú
snerti Jose merkið á kinninni á sér- “Ég vil
ekki koma til Hualpa með þetta á kinninni !”
“Rétt er það”, s»gði prangarinn, og tók upp
málarabauk sinn þegar í stað.
Keeth hafði bundið um skurðinn á enninu á
Jose og þurkað alt blóðið af andliti hans. Svo
tók Fitch til starfa og breytti gersamlega útliti
Spánverjans, og var hann listfengnari en hinir
ameríkönsku vinir hans höfðu búizt við. Markið
sástekki, en býsna mikiö af máli þuifti hann að
“En ég hélt að þú tryðir ekki þessum kerl-
ingarsögum um Incaana”, sagði Ford lævislega.
“Svo er það, svo er það’J, mælti prangarinn
stranglega. “En þó að ég trúi ekki öllum lyga-
sögum sem ég beyri, þá trúi ég þó ekta gull-
stykkjum eins og þessum”, og nú handlék hann
gula málminn ánægjulega.
“Herrar mínir !” mælti Rodrigues, “mér lið-
ur betur. Gefið mér mat, því ég hefi ekkert etið
i tvo daga”.
“Gefið honum lítið eitt”, sagði prangarinn.
“Það má ekki látahann eta mikið fyrst um sínn.
Hvelengi .hefir þú verið að flækjast í þessum
bannsettum fjöllum ?”
“Fullar tvær vikur, herra minn ! En ég
viltist ekki fyrri en fyrir tveimur dögum síðan”.
“Jæja, þú ert hálfa dagleið frá Hualpa
núna”, sagði Fitch.
“Já, ég hefi farið langan veg — langan veg”,
tautaði Spánverjinn og hristi höfuðið.
"Ertu þá viss um að rata aftur ?” spurði
Ford með kvíða nokkrum.
“Þegar ég er kominn á vissan stað í fjöllun-
um — það hlýtur að vera þrjátíu mílum hér fyr-
ir norðan —, þá rata Jég vel leiðina til hellis In-
caanna”.
“En hvernig finnur þú þennan stað?”
"Við |verðum að fá fylgdarmann þangað,
herrar mínir. Það er staður sem flestir fjallbú-
arnir þekkja. Þeir hljóta að þekkja hann. Það
er staður sá þar sem þrjú stór furutré hanga yfir
gjá einni. Það er brú þar yfir fljótið, —brú,
sem þér, herra vélpsmiður, munuð undrast
miög”, og uú hneigði hann sig fyrir Keeth.
Með skjálfandi fingrum fletti hann frakkan-
um frá sér og stakk hendinni i rifu á fóðrinu.
Þaðan dró hann svo þunt gullstykki hálft fet á
lengd og 3 eða 4 þumlunga á breidd, bleikgult á
lit,
Hann fleygði því niður fyrir fætar þeirra og
kom með þrjú önnur úr sama fylgsni. Fitch
hentist á þau sem haukur úr lofti. Hann drap
tungunni á gullið, beit í það og Jsneri sér að fé-
lögum sínum bleikur sem nár.
“Gull — ekta gull, svo sannarlega sem ég er
maður lifandi!” stamaði hann fram.
"Þar sem molar þessir voru, herrar mínir”,
mælti Rodrigeus og varð hann því rólegri, sem
áheyrendur hans urðu æstari, “þar voru heilar
hrúgurnar af öðrum eins gullstykkjum. Það eru
auðæfi, herrar minir — alveg ótrúleg auðæfi !”
“Og þetta er alt sem þú hefir á burt þaðan?”
spurði Keeth. %
“Já, herra minn — alt, Ég var einn og
hélt aðéfe mundi verða eltur, sem þó ekki varð.
Ég slapp út um gamla hellinn sem fjársjóðurinn
erí, I marga mansaldra hafa Indfánarnir ekki
vitað hvar inngangurinn var, Ég fann hann
af hendingu. Þeir hugsa líklega að ég hafi
drukknað. En fyrir hjálphinnar heilögu Maríu
komst ég heill út, Ég hefi verið marga daga á
ferðinni á fjöllum þessum. Ég rakst á Indíán-
ana sem þið björguöuð mér frá. Þeír voru fyrst
vingjarnlegir við mig, en þegar þeir sáu þetta”,
og nú benti hann aftur á markið á kinninni.
—“Fjandinn hafi þá ! Þeir eru allir Hkir djöfl-
um ! Markið var sett þarna skömmu eftir að