Heimskringla - 28.10.1897, Blaðsíða 1

Heimskringla - 28.10.1897, Blaðsíða 1
Heimskringla XII. ÁR WINNIPEG, MANITOBA, 28. OKTÓBER 1897. NR. 3 F R E T T I R, Baiiuarikin. Það er sagt að Bandaríkjastjórn, sem hefir eignarhald á Union Pacific- brautinni, sé til með að selja hana fyrir 70 miljónir dollara. — Umboðsmenn þeirra sem ætla að bjóða í hana segjast vera búnir að fá 10 milj. dollara lan í Londou upp í afborgunina af þessari upphæð, og segja auðvelt að fá alt það lán sem þarf. Ekki er getið um hverjir ætli aðbjóða. Stjórnin á Indlandi hefir gefið til kynna, aðhún sé alvei; mótfallin því að fríslátta silfurs verði aftur byrjuð þar í landi. Þetta er ein af ástæðum fyrir þvi að brezkastjórnin hefir ekki þótzt geta gefið sendinefnd Bandaríkjanna nein loforð um aðgjaldeyrislögum Breta yrði breytt fyrst um [sinn. Eins sgal- menningi mun ljóst, sendi McKinley forseti nefnd manna til Englands til þess að komast að niðurstöðu um það, hvort England væri fáanlegt til að við- taka frísláttu silfurs. Þessi nefnd átti einnig að fara til Frakklands og Þýzka- lands og leita fyrjr sér þar. Nú hafa aðgerðir þessarar nefndar verið birtar og viðureign hennar við brezku stjórn- ina, og kemur það í ljós að þó vel væri tekið í málin af ýmsum i fyrstu, þá sér stjórnin sér ekki fært að gera neina breytingu á gjaldeyri ríkisins að sinni, mikið fyrir ástæður þær sem að ofan er getið. Erakklarid og Þýzkaland létu á sér skilja að þau væru til með að við- taka fríslattu silfurs, ef England gengi á undan. Við þetta stendur, og er ekk búist við að meira verði hægt að gera í bráðina. ITtlond. Blaðið Nevesten Nachrichten, í Leipzig á Þýzkalandi hefir nýlega birt grein sem sögð er að vera ef tir Bis- marck gamla. um Munro regluna. Grein þessi er all-harðorð, og segir að Munro-regian só ósvífni ein og ofriki gagnvart hinum ýmsu þjóðum í Ame- ríku, og Evropuþjóðunum, sem hafa viðskifti við þær, og hún þýði alveg sama eins og það að Bússland heimtaði að ráða fyrir Evrópuþjóðunum eða England öllum Atíu þjóðum. Þetta kallar hann ósvífni. Enn á að verja $20,000,000 til að bæta hafnarkvíarnar í Liverpool. Hafn- arbyggingarnar þar eru hinar stærstu i heimi. en þær hafa samt reynst ónógar og þurfa aukningar við. Þrátt fyrir það þótt spanska stjórn- in sé búin að tilkynna AVeyler, að ráðs- mensku hans sem Capt. General á Cuba sé lokið og annar maður settur í hans stað, þá neitar hann að leggja niður völdin. Ut af þessu er hætt við að rísi vandræði nokkur, því það er fyrirsjáan- legt að það þarf að beita valdi til að láta hann hlýða. Vélastjóra-verkfallið á Englandi heldur en áfram, og er það álitið hin stórkostlegasta barátta sem verkveit- endur og verkþiggjendur hafa nokkru sinni háð í heiminum, og því ekki furða þó menn bíði með óþreyju eftir endalokunum. Verkfallsmenn eiga örðugt nokkuð sökum fjárskorts, því ó- grynni fjár þarf á degi hverjum handa þeim sem ekki höfðu neitt annað en vinnu sína til aðlifa af, oghafa þeir nú ekki önnur sjáanleg ráð en að fá hjálp starfsbræðra sinna í Bandaríkjunum og á fastalandi Evrópu. Formaður viðskiftanefndarinnar (Board of Trade) í London hefir nú boð- ist til að reyna að koma á samkomulagí með því móti að krafan utn 48 klukku- stunda vinnu á viku sé dregin til baka, og með því móti að verkamannafélögin lofist til að gera engar tilraunir til áð ó- náða verkveitendur fram yfir það að meðlimir þeirra hætti vínnunni, en verkveitendur lofi því aftur að láta verk mannafélögin afskiftalaus, Að þessu segja verkamenn í Glasgow [að ekki verði gengið og stendur því í sömu sporum enn. Uppreistin á Indlandi'heldur áfram og litur út.fyrir að stjðrnin eiffi langt í land með að kef ja liana. í fyrri viku sló herdeildnm uppreistarmanna og indverska liðsins saman, ogféllu marg- ir af hvortveggju, um 130 af indverska liðinu. Uppreistarmenn urðu samt að láta undan siga.en tókst það án þess að fylkingar þeirra dreifðust, og er þar af leiöandi búizt við öðrum stórbardaga innan skamms. Leifur Eiríksson. Grand Forks Daily Herald 21. þ.m. segir meðal annars : Skandía bókmentafélagið hér hélt í gærkvöldi gleðihátfð til minningar um Leif Eiríksson heppna. í S«andia Hall og var þar skemtun góð og margt manna sanian komið. Forstððunefnd- in hafði gert sér far um að skreyta komusalinn og hóngu þar fánar Banda- ríkjanna og Noregs alt í kring i salnum. Mr. A. Lindelie var forseti og liélt reglu á samkomunni. Miss Minnie Mix skemti samkomugestum mæta vel með pianosolo, sem hún varð að endurtaka að beiðni áheyrendanna. L. K. Hassell skýrði frá ferðasögu norðmanna (?) þeg- ar þeir fóru fyrst vestur um haf til Ameríku, og þegar það stóð sem hæst kom albúið víkingaskip með drekahöfði fram á leiksviðið, og stýrði því lir Gunnar Hoest (liklega Höst) sem átti að takna norrænan víking, þar sem hann lítast um eftir ströndum hinnar nýju álfu, og var þessi sýning mjög veruleg. Næst á eftir flutti B. G. Skúlason aðal- ræðuna sem flutt var um kvöldið ; stóð hún yfir nærri klukkustund og var hin snjallasta. Hann skýrði frá þvi, að Leifur hefði verið Islendingur og gat ýinsva atvika sem lotn að landafundi hans í þessari álfu. Larkins söngflokk- urinn skemti með söng og Hon. J. A. Sorley las gamansögu "America" sem mikið var hlegið að. Gunnar Höst söng eina framúrskarandi solo, og Rev. H.A. Sather hélt góða tölu um Noreg. Sam- koman endaði með því að snnginn var þjóðsöngurinn ''Norge, Norge." Ópium í Winnipeg. Það kemur vist flestum óvart, að ópíum sé brúkað að nokkrum mun i Winnipeg, en ef satt er sagt frá í grein, sem nýlega birtist í blaðinu Ner'-Wester hðr í bænum, þá er langt frá að svo sé. Maðurinn sem greinina rítar gefur ekki nafn sitt, en eftir þvi sem fram kemur í greininni er auðsætt að hann hefir gert sér far um að grafast [eftir sannleikan- um. Hinar ofur hættulega og siðspill- andi ópíum reykingar hafa flutzt hing- að eins og til annara staða með Kín- verjum. Þeir geta ekki lagt þær niður sjálfir, og vegna hagnaðarins, sem þeir geta haft af að selja ópíum, freistast þeir til að koma öðrum til að brúka það líka. Það eru æði margir staðir í Win- nipeg að áliti greinarhöfundarins, þar sem ópíum er selt vissu fólki, helzt kvennfólki. Staðirnir sem það er selt á eru hin sakleysislegu og fátæklegu hreysi eða þvottahús Kinverja, og fara þessir ópíumreykendur þangað með því yflr8kiui að þeir séu að vitja um þvott eða fást við annað þes^konar, en þegar inn er komið er tekið til pípunnar og hún ekki látin frá sér fyr en reykinga- maðurinn er orðin út úr, eins og vant er. Greinarhöfundurinn segir: "Það eru ekki allir sem geta fengið ópíum- pipu til að reykja hjá Kínverjum. Það er ekki langt síðan að ég fór inn í eitt þvottahúsið þeirra hérna í bænum á- samt einum vini mínum og bað um að mega fá að reykja; mér var tekið mjög þurlega eg látjð í yeðri vaka að þetta væri alt "spanska", sem ég væri að tala, og ef ég hefði ekki áður verið bú- inn að fá sterka ástæðu fyrir því að þama væri selt ópium, þá hefði ég lík- lega ekki leitað eftir frekari upplýsing- um. En nokkru áður en ég gerði vart við mig hafði ég séð þYjá kvennmenn fara inn í þetta þvottahúl, og koma út aftur eitthvað tveimur tímum seinna, með mjög einkennilegu látbragði; þær létu líkt og drykkjumenn nema hvað þær voru enn þá bjánalegri heldur en menn verða af áfengum drykkjum". Allar þær upplýsingar sem gieinar- höfundurinn gat gefið hafa verið lagðnr fyrir lögreglustjóra bæjarins, en eftir rví sern hann segir getur hann ekkert aðgertað sinni, því hér í fylkinu eru engin lög til sem fyrirbjóði sölu á óp- íum, Ymsum bindindisfélögum ogum- bótafélögum hefir verið bent á þetta, og er vonandi að þau gevi sitt bezta til í að fá þingið til að koma í gegn lögum sem fyrirbjóði ópíumsölu, þegar það kemur saman næst. íslenzku bindindisstúkurnar ættu að leggja til siun skerf i þessu, því þó afnám vínnautnunarínnar sé aðallega verkefni þeirra. þ,i ættu þær engu síð- ur að hjAlpa til að kveða niður þennan ófögnuð. Vínnautn er vond. en ópíum- nautn er mörgum sinnum verri, hún er seinfærari og eyðileggur líkama og sál, svo að þeir seui venjast á það eiga sjald an viðreisnarvon. Þeir sen \ ilja víð útbreiðslu ópíumnautnarinnar hér ættu að semja bænarskrá.sem biður iim log er fyrirbjóði sölu á ópium, og senda hana til þingsitis þegar það kem- ur næst samaii: meðþvímótier lielzt hægt að koma í veg fyrir að þessi ó- fögnuður allra ófagimða nái útbreiðsln. Annað Klondyke. Tveir menn. að nafni John Spurgeon og Robert, sem hafa verið að leita að guili tvö síðastliðin ár norðvestur í ó- b.vgðum, þykjast nú hafa fundið nániur sem séu eins auðugar og Klondyke- námurnar og eru þær, að sögti þeirra, austan í fjöllunum austur af Klond.yke. A tveimur mánuðum í sumar fengu þessir menn, hvor um sig, §10,000, en urðu þa að hætta vegna vistaskorts. Áður en þeir fundu þetta tnikla gull. böfðu þeir verið að leita í ttærri tvö ár og ekki haft nema meðallags byr, en þeim vildi það til lukku að þeir hittu Indíána sem sögðu þeim frá árfarvegum þar sem alt væri fult af þessum gulu steinum eua sandi. Samkvæmt þessari bendihgu fóru þeir að leita í áttina til staðarins sefn þeim hafði verið bent á, og til mestu furðu fyrir þá, fundu þeir að Indíánarnir höfðu sagt þeim satt. Staðurinn sem þeir fundu mest gullið í, er norður af Peace River-héraðinu, en nákvæmari upplýsingar vilja þeir ekki gefa. Þeir segia þar nægilegt gull fyrir mörg hundruð gullgrafara. Tliames-íljótið. (Að nokkru leyti þýtt). Að nóttu til er Thames-fljótið ein hin fegursta sjón, sem mannsaugað get- ur að líta á þessari jörð. Þungt og dul- arfult líður það áfram í löngum bugð- um gegnum þá stór-völdugustu borg heimsins, bæði að fornu og nýju,—mið- punkt og höfuðstað allrar verzlunar. Yfir straumum þess gnæfa20 brýr. I'að er uppljómað af ljósaröðum báðumegin frá, frá brúnum.og frá hverju skipi sem það ber á brjóstum sér. Það er skríðdrjúgt og sígur á; en furðu bljóðlega fer það leiðar sinnar, ut- an þar sem það steypir sér undir brýrn- ar. Festir það þá kápu sína á steinstólp- unum, sem standa jarðfastir og byfast hvergi. Eirir Thames því illa og rykk- ir á, verður þá kliður nokkur er kápan gengur af sanmunum. Það leikur það sem því líkar bezt, og þó er það þénustu- samur og auðmjúkur þjónn hins breiða, djúpa og salta sævar. Vegur og völd þess eru mjög mis- munandi. Stundum er það 30 fet á dýpt og stundum að eins 8 fet. Með flóði er það tignarlegt á svip, en með fjöru er það alt dauflegra og kemur þá varla upp nokkru hljóði fyrir forarleðju sem kæfir röddina; nöldrar það þá láat og duttl- ungalega um leið og það strýkst um fæturnar á hinum dökkhvelfdu brúar- bogum. Að næturlagi, ef loft er heiðskírt, er fljótið jafnfagurt hvort sem það er flóð eða fjara. Svefninn og kyrðin virðast ekki vera í neinu sambandi við það. En aft- nr finst manni, og það þó morgun sé kominn, að húsin á bökkum hess séu niðurdregin og svefnþrungin, því um miðnæturskeið er margt þar á kreiki sem mókar um daga. Þá stendur ríki húms og hryðjuverka í mestum blóma ; glæpir og hvað annað hefst þá við í þeim fylgsnum meðfram fljótinu þar sem myrkrið er svartast. i Það var í byrjun þessarar aldar, að alls konar ódáðaverk voru þar all-tíð. Var þar krökt af bjófum og bófum, fióttafólki og öðrum vandræða verum. er leituðu sér þar hælis á einn eða ann- an liátt. Nú mun enginn gata í London bet- urskipuð lögiogluþjónum en Thames- fljótið. Fara þeir upj> og ofan fljótið í smábátum, þrir í bverjum bát, eru þeir þar æ og eilíflega á sveimi, nótt og dag. hvernig sem viðrar. Þrjár hafa þeix varðstöðvar við fljótið og eru þær við Cbaring Cross, Wapping og Blackwall. Beri eitthvað séistakt við, er ofurlítill gnfuknör við hendina, er brunar bvert sem vera skal. A bverri varðstöö eru öll bjúkriinar- áhöld, rúm og heit böð, til að taka hroll- inn i'ir þeim sem bjargaðer úr íijótinu. Alt er þar í ágætri reglu. Vetrarþokurnar eru það sem gerir þessum Iðgregluþjónum fljótið einna ó- skemtilegasl og þrautfærast. z. Frá löiidum ÚR BRF.FI FRÁ SPANISH FORK, ;i. 20. Október 1897. Herra ritstjóri Heimskringlu! í gærkveldí eitthvað kl. 7 hafnaði hin nýja Hkr. sig bér á pósthúsinu, og eru menn nú að skoða hana alla í krók og kring, og mun flestum lítast vel á hana, eða byrjunina, þetta fyrsta blað, sem nú er komið á skoðunarplássið. Gamlir Jkaupendur ' Hkr. hafa víst allir fengið sýnishorn af blaðinu og nokkrir nýir að auk, og er oss nær að fnllyrða, að hún hafi verið öllum kær- kotnin gestur; ekki svo að skilja að vér ætlum að fara að halda lofræðu um blaðið, sem vér vitum ekkert utn hvern- ig verða muni með framtíðinni, heldur mun það hafa vakað fyrir flestum, og vakir víst enn, að það sé betra og skeintdegra að hafa fleira en eitt ís lenzkt blað, til tilbreytingar, þó þau væru hvert öðru lík að stærðinni, verð- inu og máské innihaldinu. Blöðin geta í vissum skilningi verið öll góð blöð, þegar umfleirien eitt blað erað ræða; en það er með blöðin og þá sem kaupa þau og lesa mikið líkt ástatt og t, d. trúbrögð og |>ólitík, það heldur hver um sig að sin trú og sín pólitík sé réttust, og eins er með blöðin. Það finst flest- um að blaðið sem hann heldur sé ein- mitt bezta blaðið, þó það sé máské hreint ekki svo, þegar öllu er á botninn \i\ ulfi . Vér höfum svo ekki meira að segja vibvikjandi Hkr. að þessu sinni, en von um staðfastlega að hún megi verða gott og vinsælt blað, sera uppfylli í fylsta skilningi blaðaþarfir almennings, sér- staklet?;a þeirra,' sem álíta að fleira enn eittblaðjsé nauðsynlegt fyrir Vestur,- slendinga . Fréttir höfum vér mikið litlar fyrir þessa nýju Hkr, vora, þvi það hefir mjög lítið af merkilegum viðburðum skeð lijá okkur síðan gamla Hkr. sál- íiðist. Oss löndum ^hér hefir öllum liðið þolanlega vel á þessu sumri, og ágæt hefir tíðin verið í alt sumar, en nú er farið að kólna og vætur hafa gengið undanfarnar 2—3 vtkur, samt er en gott veður og alautt. aðeins lítið snjó- föl í fjöllum. Heilsufar fremur gott, og hefir ver- ið svo í sumar. Þrjár íslenzkar konur hafa dáið siðan égskrifaði síðast íHkr: Guðrún Jónsdóttir, kona Magnúsar Bjarnasonar; Guðrún Guðmundsdóttir kona Magnúsar Einarssonar, og Val- gerður Jónsdóttir, gömul ekkja, ættuð úr Vestmannaeyjum. Hún dó 7, þ. m. Dauðamein þeirra allra mun liafa verið innvortis veikindi, sem þær höfðu lengi þjáðst af áður en þær dóu. Á bæjarráðs flokksþingi, sem De- mókratar héldu hér í bænum 8, o.e !). þ. m. varlandi vor Mr. Eggert C. Christi- anson tilnefndur sem einn a*! bæjarráðs mönnum fyri>- 1. kjördeild bæjarins um næstu tvö ár. Hvort hann kemst að eða ekki, leiðir tíðin og tíminn bezt í Ijós a kosninf adaginn 2, Nóvember næst koíeandi. Vér vonum samt aðhann nái kosnngu, því bæði er Mr. E. C C. dug- andis drengur og vel liðinn hér í bæ, os svo finst oss að íslendingar hér ættu að hafa einn mann að minsta kosti úr sín- tim tlokki i bæjarráðinu, því þó það aldrei efli hag vorn í fjármunalegu til- liti, þá samt er það viðknnnanlegra, að geta og mega taka þátt í svoleiðis mál- um, til jafns við aðra meðbræður vora. Islendingar ! Þegar þið komið til Petnbina, þá niiinið eftir því að þið fíiið þrjár góðar tnáltiðir á dag og gott og hreint rúm til að sofa í, alt fyrir $1.00, á Headquarters Hotel, II. A. Murrfl, eigandi. Pembina, N. Dak. Enn um uppsprettu vantrúar íslendmga í Ameríku. Það er sagt um það sem viðber i heiminum, að það hafi einhverja orsök og svo var það er ég reit greinina : "Uppspretta vantrúar íslendingai Ame- ríku." Hið kaldhamrandi Lögberg er sídanglandi á vautrúarmönnum um þveran heim og endilangann ; en sem við mátti .búast tíðast á þeim næstu, oinsot- sýna athugasemdir ritstjórans við f^rðasögu Dr. Valtýs Guðmundsson- ar, í Lögbergi 1. Apríl þ.á. Meðal ann- ars steu/lnr þetta þar : " Ymsir fslend- ingar hafa þegar hingað kom gengið í flokk vantrúarmanna og gert hinar ein- beittustu árásir 4 þá trú og kyrkju. sem þeir höfðu svarið trú og hollustu. Af því leiðtogar kyrkjunnar, séra Jón Bjarnason og aðrir, hafa nú verið svo vogaðir að andæfa stefnu þessara trú- níðinga, þá hafa þeir verið úthrópaðir sem ofsatiúarmenn." I grein minni í Hkr. '20. Apr. var ég svo vogaður að kalla ofanritaðann kafla úr athugasemdum Lögb. sleggju- dóm, og varð það ritstj. Lögb., sem skrattinn úr sauðarleggnum og gerði hugsjón hans svo ambáttarlega að hon>- um sýndist það spádómur. En þessi ambáttarlega sjón ritstjórans sýndi mönnura að vesalíngurinn trej-sti sér ekki að hrekja neitt í ^grein minni og þvi ritaði bann sem hann gerði og hljóp í hvalsmagann, sem svo virðist sem séra Jón hafi verið he: pilega búinn að vígja sein vandræðafylgsni safnaðarforsetans og lætur ritstjórinn ropa sinn þaðan ganga. Hefir því þurft að brenna hræ- ið svo að rotnun þess yrði mönnnm ekki að svartadauða. Grein mín í Hkr. sýndi það ljóst,að séra Jón Bjarnason á trúmálahólminum sein hann skoraði séra Pál heitinn Þor- láksson á á Gimli, var þá ekki að of- sækja Missouri sýnoduna,heldur Lúfers kyrkjuna og séra Pál, talsmann hennar. Eu af því að séra Páll bafði lært á synodu-skóla, þá ætlaði séra Jón sér að hafa synoduna sem barefli á séra Pál, en það varð séra Jóni til hraklegs falls ; og þótt hinn mikli merkisberi séra Jóns, Sigtryggur, stæði upp með séra ,lóni sem digur sperruleggur, ultu þó báðir sneypulega um koll, andlega meint. Því svataði einn maður séra Jóns öðrum hans manni, er spurði hvort séra Páll hefði getað varið Lúi r ku'iyrkjuna á, móti séra Jóni : "Já, hann varðist eins og ljón sem umkringt er af vopnuðum mnnnfjölda en engu lagi verður á kom- íð." Setningar séra Jóns, aðLúter væri hinn dauði páfi kyrkju sinnar, og þessi, að ógildi biblíunnar væri grundvöllur allra deildanna. sýnist ekki bera vott um sterka trú á biblíu og fræðum Lút ers. Þá minnir mig og er séra Jón messaði í fyrsta sinn á Gimli í húsgrind Mr. Friðjóns Friðrikssonar, að þá á fundinum eftir messu þætti séfa Jóni jAtningarrit lút.kyrkjunnar fremur vara söm, mönnum of ókunn og illa saraboð- in frjálsum mannsanda, og þegar séra Jón var seztur að í Nýja íslandt, fannst sunium hann heÞt vilja brenna Lúters- kyrkjuna úr hjörtum og tilíinningum manna, og ekki vissi ég betur en hinn æruverði Sigtryggur af öllum sínum mætti blési upp þann eyðingar-eld. Fyrir altþetta kannast þorri manna við að séra Jón og Sigtryggur voru hin- ir fyrstu íslendingar, sem ofsóttu ísl.- lútersku kyrkjuna hér, og hafa ýmsir síðan lent i kjölfari þeirra. Þessir rnenn slá sig því æði fast á munninn, et þeir dæma hina síðari andstæðinga Lúters kyrkju, setn nefnast mættu andj legir niðjar þeirra. En svo sýnist sera ritstjóri Lögb. álíti alla þá trúníðinga er vaxa í þekk- ingu upp úr barnatrú sinni, likt og Eiríkur postuli fra Brúnum segir að ýmsir íslendiugar hafi "farið úr barna- trú sinni og gert ýmislegt". Myndi Sigtr. vera stór ef að hann aldrei hefði komizt upp úr barnatrú sinni? En ef 'að það er að níðast á barnatrú sinni að auðgast að þekkingu A þörfum lífsins og andans, þá hafa allir Sem komnireru til vits og ára níðst á barnatrú sinni. séra Jón og ritstj. Lögb, og allir sem að einhverju leyti hafa komizt opp fyrir hina meðfæddu trú. f þetta sinn fær ég ekki fleiri rök fyrir ofsókn sera Jóns á lúterska kyrkju né glamri Sigtryggs um trú 02 vantu'i. En ég þakka séra Jóni hans mörgu og góðu bendingar í vantrúaráttina, en þóeinkum fyrir það, að hann kom mér í skilning um að trú væri v ö n t n n þekkingar og að hver sem heimtaði trú á eitthvað ósannað, hann he.imtaði vöntun þekkingar á það. Líka óska ég herra Sietryggi að hann mætti lifa í bvalhöll sinni svo lengi sem menn byggja hnött þennan sem sannnr vottur hra'snis og hrokatrúar. Á Jónsmessu 1807. JÓNAS KORTSON. Mountain, N. D. Spunarokkar! Spunarokkar ! Spunarokkar ! eftir hinn mikla rokkasmið Jón sál. ívarsson, sem að öllu óskapl aususmíð- ar ekki fleiri rokka í þessum heimi, fást fyrir mjög lágt verð hjá G. Sveinssyni, I:>1 Higgen Str.. Winnipeg. s Þegar þið þurfið að kaupa fatnað og alt sem að f'atnaði lýtur þa komið þið við í Winnipeg Glothing House, beint á móti Brunswick Hotelinu. Þar flnnið þið - - - - Mr. D. W. Fleury, Sem síðustu. sex ár hefir verzlað í THE BLUE STORE. Hann getur selt ykkur karlmanna og drengja klæðnaði, hatta, húfur, gríivöru og margt fleira. Munið eftir núrnerinu 564 lin Sl. Næstu dyr fyrir norðan W. Welband. D. W. Fleury s TIQVEL og KOR------- Fingravetlingar og Rubber-skór. Mestu vörubyrgðir í bænum. Alt nýiar vörur með lægsta verði. Thos. H. Fahey, 558 llain street. Rdnnit Cavalier, N-Dak. Eigandi - - - - yohn Qomoll. Verzla með beztu matvöru, ávexti og sætindi af öll- um tegundum - - Kaupið máltíðir ykkar hjá honum l>egar þið komið til bæjarins. - - - o dýrasta búðin í bæn- um, sem selur nær- föt, kailmannafatn- að Og yfirtreyjur, er búðin bans Beony's 568 Main St., Winnipeg. Hart Comyany ***> Bóka og rit- fanga-salar. Farið til þeirra þegar þið þarfnist bóka og ritfanga. Númerið er 364 Main St. WINNirEGr.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.