Heimskringla - 28.10.1897, Blaðsíða 3

Heimskringla - 28.10.1897, Blaðsíða 3
HEIMSKRINGLA, 28. OKTOBER 1897. svolitið lengui, en helzt af öllu þangað til að við gætum orðið samferða. — En það gengur nú svona, maðurinn er svo breyzkur. Og því er ekki að leyna að ég er einn af þeim mönnum, sem eiga ósköp bágt með að krjúpa, en allra helzt fyrir grimmum ofríkismönnum og ó- þokkum. Og svo finst mér þá líka stundum að ég ætti að hafa óhindrað frelsi til að hugsa og álykta sem aðrir menn, án þess Cað vera rægður og of- sóttur eins og illræðismaður, og það án allra saka. I þetta sinn ætla ég að leyfa mér að fara nokkrum orðum um vélina mina, sem Sigtryggi þóknaðist að segja að hefði orðið Vestur-íslendingum til minkunar. Eins og Sigtryggur veit vel, þá er það lygi framborin í þeim augsýnilega tilgangi, að gera mér með því skapraun og skaða, ef mögulegt væri. Umþaðhefiég enn fremur þetta að segja: Þó nú að svo væri, sem þó er ek'ki, að það væri nú þegar sannað, að vélin væri ónýt og óbrúkleg, þá samt væri hún öllum Islendingum fremur til sóma en vanvirðu; fyrst og fremst vegna þess að hér var þó að ræða um hið fyrsta stórfyrirtæki í þessari grein meðal Is- lendinga, sem var stórmikils virði að hafa ráðizt í, þegar sanngjarnlegt tillít er tekið til allra kringumstæða, með því að líkurnar fyrir því að vélin væri góð, væru svo sterkar (eins og þær eru enn), að flestir þeir hér innlendir menn, og aðrir, sem skoðað höfðu uppdrætti af vélinni höfðu látið í ljósi eindregið á- lit sitt um að vélin væri góð, langtum betri en allar aðrar vélar á alt slétt hey- laud, og margir þeirra höfðu þó með höndlað sláttuvélar í mörg undanfarin ár; jafnvel heyrði ég sagt að menn úr óvinaflokki (Lögbergs-klikunni) hefðu gefað það álit sitt á vélinni, að hug- myndin væri góð og myndarleg, en að hún mundi þurfa umbóta við, Og enn, þá höfum við í höndum bréf frá félagi í Bandaríkjunum sem saman stendur af vélafræðingum og lögfræðingum, og sem hefir stundað þá atvinnu nú yfir 20 ár að útvega og selja einkaleyfi um allan faeim. í þessu hréfi stendur með- al annars, að sláttuvélín mín sé sú bezta af þvi tagi, sem það félag hafi nokkru sinni séö (' the best of that kind we have come a cross”), og það félag sótti ákaft eftir að fá að útvega okkur einkaleyfi á vélinni í Norðurálfunni, sér staklega á Þýzkalandi, og bauðst það til að leggja sjálft út allan kostnnð til hálfs á móti okkur upp á að fá það aldr- ei endurborgað nema í 10% commission of Sale”. En því boði gátum við þá ekki tekið, þvi miður, höfðum ekki ráð á þvi. Með allar þessar líkur og ótal fleiri fyrir því, að vélin sé góð, er það þá gef- ið ^að hún er íslendingum heldur til sóma en vanvirðu, e ns og nú stendur, og það jafnvel þótt nú væri sannað að hún væri eftir alt óbrúkleg og einskis virði, sem þó er ekki, eins og ég tók fram, og sem aldrei sannast sem betur fer. Eg veit að vélin er eins tróð og ég liefi nokkurntíma sjálfur hafthuginynd um, þótt hún þurfi kanské umbóta við eins og allar aðrar vélar og öll manna- verk, og auk þess er hugmyndin eða “prinsipið” sem hún byggist á áreiðan- legt fyrir bæði handsláttuvél og sjálf- bindara; það sannar framtíðin, þótt vondum mönnum kunni að takast að standa á móti því að ég hafi gagn af því, sem ég vona að ekki verði. Enn fremur: í stað þess að það sé nú sannað að vélin sé óbrúkleg. þá er nú alt að því sannað, að hún er góð, gerð í réttum stærðahlutföllum eg réttu formi, þótt sú “prufa”, sem gerð var af henni sé að ýmsu leyti ófullkomin aðjformi og frágangi. Það eina sem svarar til fullnustu spurningunni um það hvort vélin sé eins góð og vonast var eftir eða ekki, er sú sannraun hvort hún slær gras á sléttu engi með t, a. m. 10 feta ljá (ekki 20 feta Ijá eins og Lög- berg segir) og með 2—3 hestum fyrir. Og með þeirri spurningu er nú mikið svarað til fullnustu. Með því að þegar hún var tekin út til reynslu í annað sinn, þá sló hún það gras sem fyrir henni var —3—4 faðma—með2 hestum fyrir, þangað til að stykki brotnaði í henni á ný, sem óinótmælanlega orsak- aðist af því að.vélin stóð á sér á 3—4 stöðum, og sem stafaði af vansmíði ein- ungis. Að sönnu hefðu allir partar vél- arinnar átt að vera svo sterkir að vólin hefði þolað að standa á sér, með að eins 2 hestum fyrir, án þess að brotna. En svo er það engu að síður sjálfsagt að til þess aðein eða önnur vél geti gengið og unnið Csitt verk, þarf hún að vera syo gerð, aðhinir einstöku partar og hjól geti Ifhindrunarlaust unniðsaman. standi ekki á |sér — það ættu allir að geta skilið—. Það er t. a. m. mjög skiljanlegt, að tannahjól, sem saman ganga í vélum, þurfi að vera með ná- kvæmlega jafnþykkum tönnum og með jöfnum ^millibilum, ef vélin á að geta gengið. En nvi er tilfellið það, að milli- bilið milli tannanna á þeim tveimur tannahjólum sem saman ganga í vél minni, er mismunandi svo að nemur alt að fjórðaparti úr þnmluugi og er það eitt nægilegt til þess að gera vélina ó- brúklega. Að þessu er þannig varið getur hvar einn sannfærst um sem vill* með því að skoða vélina. Auk þessa þá var annað tannahjólíð svo rúmt á ásn- um, að það gekk til hliðar fram og aft- ur, og rak sig þannig á í tveim stöðum á aðra hlið og einn stað á hina, eftir því á hvora hliðina það gekk til. Það er þess vegna enginn furða þó að vélin gangi ekki vel og liðugt, og þó gekk hún sem sagt svo vel, að hún sló milli þess sem hún stóð á sér svo að hestarn- ir komust hvergi. Hvort sem nú þessi oií önnur vansmíði á þessari vél eru af klaufaskap eða ásetuingi gerð, — um það geta menn þráttað fyrir mér—, þá eru þau óneitanlega vélaruppgötvun- inni óviðkomandi. En það, að vélin gat þó gengið nokkra ögn svona úr garði gerð, og slegið gras með 2 hestum fyrir, er að því er ég get bezt séð hin á- reiðanlegasta sönnun, sem hugsast get- ur fyrir því, að vélin er í aila staði góð, ef hún er gerð í réttu formi og réttum stærðahlutföllum. Það sem menn finna að afturenda vélarinnar er einkaleyfinu Jóviðkomandi og því hægt aðbreyta til batnaðar mjög auðveldlega, eftir vild, og kostnaðar- lítið. Ég uppástend, að þegar búið er að gera vélina upp á ný, |þá slái hún með tveimur hestum fyrir; því eins og hún er nú úr garði gerð, gengur hún þó “in gear” með tveggja manna átaki, og ef hún gerir það, þá er hún helmingi betri en hinar almennu vélar á alt slétt hey- land, með því að þá gerir hún helmingi meira verk en þær á sama tíma með sama afli. Og auk þessa þá er hún helmingi betri en hinar vegna þess, að hún hlýtur að endast helmingi fleiri ár en hinar almennu vélar, fyrir jafnmikið heymagn járlega, af því að hún slær jafnmikið á einum degi og hinar á tveim ur; það er: að þá er hún tvisvar sinn- um helmingi betri en þær almennu; eða roeð öðrum orðum: það borguðisig eins vel að gefa alt að $200 fyrir mína vél eins og $5—60 fyrir almennu vélarnar. En fyr er nú nokkur umbót en svo miklu nemi, en svo yrði mín vél lítið dýrarí en hinar almennu. Slái velin þar á móti ekki minna en með þremur liestum, jafn-auðveidlega og hinar með tveimur hestum, þá samt er vélin góð, og mikil umbót frá gömlu vélunum, því að þá slær einn maður eins mikið með henni á einum degi með 3 hestum fyrir, eins og tveir menn slá á einum degi með 2 af hinum almennu vélum vélum með 4 hestum fyrir. Auk þess sem min vél yrði þá endingarbetri en hinar, eins og ég tók fram, fyrir helm- ingi minna brúk árlega, Og auk þess er min vél mikið hættnminni en hinar gömlu vélar; í fyrsta lagi af því að hún gengur á undan hestunum. en allir vita að menn og skepnur óttast fremur ó- sýnilega ímyndaða voðann að baki sér, en hinn sýnilega sem framundan er, enda fór vélin að því 1 eyti mjög vel fyr- ir hestunum, bæði skiftin sem hún var tekin úf I öðru lagi er hún og hættu- minni vegna þess, að þótt að hestarnir kynnu að fælast, þá komast þeir ekk- ert eða lítið áfram, |af því að þá liggur vélin með öllum sínum þunga á hálsun- um á þeim, ef þeir fara að brjótast um og stökkva. Að reynslan hafi sýnt að 20 feta langur ljár sé mikils til of langur, eins eg Sigtr. segir, er bara rugl, Sannleik- urinn er sá, að reynslan hefir sýnt að 6 feta langur ljár er það mesta sem hægt er að koma að, við vélar gerðar á gamla 'prinsípinu’. En hér er um nýrt ‘prin- síp’ að ræða, og aðalkosturinn við það ‘prinsíp’ er ómótmælanlega sá, að ljá- inn má lengja eftir vild; nærri þvíí það óendanlega; jufnframt og það er gefið, að jafnvel 20 feta langur ljár væri óbrot hættari á minni vél, þar eð honnm halda uppi 3 armar með jöfnum milli- bilum, jafnlangtfrá báðum endum, en 4—6 feta langur ljár á gömlu vélunum, sem han gir í lausu lofti með alri sinni len gd og óllum sínum þunga lárétt út, á öðrum eudanum. Ummæli Sigtryggs um vélina mína eru því bara rógur. Það er það eina sem hann gat látið í té, til styrktar, eins myndarlegri tilraun, sem þegar er búin að fá svo mikla viðurkenningu, að fremur er til sóma en minkunar fyrir Islendinga, og er Jsjálfsögð að ná til- gangi sínum að fullu, ef ekki tekst að rægja alla trú úr fólki á fyrirtækið. Þetta sem ég hefi hér sagt um vél- ina er á margra manna vitund nú þeg- ar að er satt og rétt, og auk þess hverj- um innanhandar sem vill, að sannfær- ast um að svo er, En svo er það auð- vitað að míklu leyti undir Islendingum hér komið hvað verður úr þessu fyrir" tæki, vegna þess að ég er ekki sjálfur einfær um að koma því til fullnaðar framkvæmda, W innipesc-markaðurinn. Gott, heimagert smjör 12 —14 “ ‘Factory”-ostur .......... 10 —12“ Egg, tylftin ..........i... 15 —16“ Endur (parið) ............ 15 —30 “ Gæsir, viltar,hver ....... 30 —50“ Svínafeiti, 20 pd. fata... $1.70 Nautakét.................. 4 —6 “ Kindakét.................. 7 —8 “ Svínaket.................. 6—7“ Kálfakét.................. 5 —7 “ Lambakét ................. 7 —8 “ Nautahúðir, pundið ....... 6J—7 “ Fersk sauðskinn .......... 30—35“ Hestahúðir................ 75—1.25 Ull, pundið (óþvegin)..... 8—9J “ Tólg ..................... 3i J arðepli................. 25—35 1 ‘ Naut, á fæti, pundið ..... 2—2J“ Hey (tonnið)..................... $5—7 Eldiviður (faðmur) : Tamarac............ $4,25—4,50 Pine................. 4,00—4,25 Poplar............. 3,00—3,25 Brunswick Uotel, á horninu á Main og Rupert St. Er eitt hið ódýrasta og bezta gistihús i bænum. Allslags vín og vindlar fást þar raót eanngjarnri borgun. McLaren Bro’s, eigendur. EDMUND L. TAYLOR, Barrister, Solicitor &c. Lian Block, 492 Main Strebt, WlNNIPEO. KOL! KOL! Beztu Bandaríkja harðkol $10 tonnið. Beztu Hocking Valley linkol $7 tonnið Pocabontas reiklausu kolin $8 tonnið. Wiiuiipeg Coal Co. C. A. Hutchinson, ráðsmaður Vöruhús og skriftsofa á Higgins og May strætum. faone UO. Meðöl eftir læknisfyrirskrift afhent á hvaða tíma sem þarf. Búðin opin nótt og dag. John O’Keefe- Bezta vínsöluhúsið John O’Keefe, prófgenginn lyfsali, CAVAVIER, N-D. Stewart Bopl 233 llain Str. Verzlar með mól og gripafóður, hey ýmsar korntegundir og land- búnaðarvarning. Alt selt lágu verði. Stewart Boyd, Wm. Conlan, CANTON,-----N. DAK. Rplnr mQt.rXm fofnort L Paul Sala, eftirmaður H. L. CHABOT, 513 Main Street 513 Gegnt City Hall, Minnipeg. Beztu berjavín og áfengi. Bezti spíritus. Bezta Whiskey 1 Manitoba. PAUL SALA, 513 Main Str. PATENTS IPRDMPTLY SECUREDl GIT RICH QUICHLY. Write to-day for onr boautif ul illustratcd Book on Patents and the fasclnating story of a poor Inventor who made $250,000.00. Send us a rough. sketcli or model of your invéntion and we will promntly tcll you FREE if it U new and probaoly patentahle. Nohnmhug, Honost Service. fipecialty: Tough cases rcjectcd in other hands and foroiyn anplications. References: Honor- able T. Berthiaume, prop. of “La Presse," Ilonorable D. A. Hoss, tho leading news- paper», Banks, Exnress Ckimpanies & clienta ín any locality. All Patentssccurcd throuc:h our agoncy are brought before the public by a special notice in over 300 newapapers. MARION & MARION, Patent Experts, Temple Building.l85öt. JamesSt.,MontreaL The only flrrn of Graduata Englneers i n tho Domlnion transacting patent business xclusively* Meutionthispaper. Horöœni Paciflc R’y TIME TABLE. MAIN LINE. Arr. Arr. Lv Lv ll,00a l,30p Winnigeg l,05p 9,30p 7,55a 12.01a Morris 2,32p l‘2,01p 5,15a U,00a Emerson 3,23p 2,45p 4,15a 10,55a Pembina i3,37p 4,15p 10.20p 7,30a Grand Forks 7,05p 7,05a l,15p 4,05a Wpg Junct 10,45p 10,30p 7,30a Duluth 8,00a 8,30a Minneapolis 6.40a 8,00a St. Paul 7.15a 10,30a Chicago 9,35a MORRIS-BRANDON BRANCH. Arr. Arr. Lv Lv ll.OOa 1,25p Winnipeg 1.05p 9,30p 8.30p ll,50a Morris 2,35p 8.30a 5,15p 10,22a Miami 4,06p 5,15a 12,10a 8,26a Baldur 6.20p 12,10p 9,28a 7,25a Wawanesa 7.23p 9.28p 7,00a 6.30a Brandon 8,20p 7,00p PORTAGE LÁ PRAIRIE BRANCH. Lv. Arr. 4,45 p.m VVinnipeg ' 12.55 p.m. 7,30 p.m Port la Pra’rie 9.30 a.m. C. S. EEE, H. SWINFORD, Fen.Pass.Ag.,St.Paul. Gen.Ag.,Wpg, nýbúinn að fá miklar byrgðir af allskonar fatnaði, sem ég hefi keypt með afarlágu verði. Það borgar sig fyrir alla að koma og skoða vörurnar, enginn getur boðið betri kjör en ég. Wm. Conlan, Canton, N. Dak. S. W. flINTHORN, L Y F S A LI, CANTON, - - - N. DAK. Læknaforskriftir afgreiddar með mestu nákvæmni. Komið til okkar þegar þið þurfið á meðölum að halda. ur. b. við eruín að losa okkur við það sem við hötum af hnífum og borðbúnaði, og seljum það fyrir neðan innkaupsverð. Mrs. Q. Glassgow, ' Cavalier, - - N. Dak. Hefir nú fylt búð slna af vörum fyrir haustverzlunina, og selur HATTA, HÚFUR, FJAÐRIR, ULLARVARNING, ogallskonar KVENNSKRAUT með svo lágu vérði að þið hljótið að kaupa ef þið komið og skoðið varninginn. Komið við, — það kostar ekkert, ADAMS BRO’S oaanaaa3l,i:e_r, ist. uaajs: Verzla með harðvöru af öllum tegundum, tinvöru, eldavélar og hitunarvélar, Þakplötur úr járni og blikki, mál af öllum litum, olíu og rúðugler og afian þann varning sem seldur er í harðvörubúðum. Leiðin liggur fram bjá búðardyrunum, — komið við. ADAMS BROTHERS, CAVALIER, N. DAK. J. P. SHAHANE, BACKOO, X. DAK. Ilefir beztu IIARÐVÖRUBÚÐINA í Pembina County, og mælist til þess að Islendingar skoði varning sinn svo að þeir geti sannfærst um að þeir fái hvergi annarsstaðar betri kjörkaup. Munið eftir að koma við hvort sem þér kaupið eða kaupið ekki. BACKOO, S. DAK. T“ — 20 — þeir náðu mér. Það er mark fsem allir Indíánar í Andesfjöllunum þekkja. Ef að það hefði ekki verið, þá mundi ég —”, Hann þagnaði og leit spyrjandi í augu Eords. "Þá mundir þú, hvað?” spurði Ford. “Þá mundi ég snúa aftur og ná þessum týndu auðæfum Incaanna”. Nú færði Fitch sig nær honum, “Sjáðu nú til”, mælti hann með áhuga mikl- um, “Mundir þúleggja það á hættu, ef að hægt væri að gera við merkið svo að enginn sæi það?” “Getið þið það, herra rainn?” sþurði Spán- verjinn með undrandi augum. “Ég held það”, mælti prangarinn. “Ég hefi einhversstaðar grútarmál í plöggum mín- um, sem leikarar brúka. Ég hefi sitt af hverju, Ég held íú) ég geti málað þig svoað móðir þín mundi ekki þekkja þig !” “Ef að þér gætuð það. herra minn----”, Rodrigeus leifnú til yngri mannanna beggja að sjá hvernig þeim litist á þetta. “Ætlið þér að fara allir þrír ?” spurði hann. “Það er nóg harula öllum og meira en það. En það erhættulegt. Dauðinn bíður manns þar ekki einungis af hendi hinna viltu manna heldur einnig í strengjunum, á hinum straumhörðu ám, sem við þurfum yfir að fara, áhengiflugum þeim sem vérþurfum að klifrast um. En launin — bugsið um launín! Meiri auðæfi en yður hefir nokkurn tíma dreymt um, herrar mínir ! Viljið þór fara ?” — 21 — 3. KAFLI. Voðalegur atburður. Þoir Keeth og Ford litu spyrjandi hvor á annan. Virtist hinum tíðarnefnda æfintýri það sem Spánverjinn stakk upp á lokkandi mjög, en fyrir Keeth var það freistni mikil, þessi mögu- leikí að finna auðæfi þau, sem Rodrigues sagðist séð hafa, og Keeth sjálfur, að eins vélasmíður, sem var að berjast i gegnum heiminn. Reyndar var saga Spánverjans ýkjuleg, — virtist jafnvel ómöguleg á iþessum tímum, árið 1890 ogmeira. En Rodrigues leit út sem ærleg- ur maður, Saga hans var sennileg og sterkasta sönnunin voru gullstykkin, sem þeir sáu. Það var ekkert áfátt við þau. Keeth rétti fram hendina og tók í hönd Ro- drigues. “Ég fer með þér”, mælti hann. “Hér er hönd mín tíl staðfestu”. “Og þið, herrar mínir?” spurði Spánverjinn og sneri sér að Kinsale og prangaranum, sem var æstur mjög. “Ef að Keeth vill hætta á það, þá skal ég gera það”, sagði Ford,. “Og hvað mig snertir”, sagði Lundúnamað- urinn og þurkaði ákaft svitann framan úr sér með silkiklútnum, “Þá munuð þið aldrei geta losnað við mig. Bob Fitch sleppir aldrei tæki- færinu að verða ríkur, vona ég”. — 24 — setja á kinnar hans, En þegar alt var búið leit það allvel út. “Eg skal ábyrgjast að enginn Indíáanna skal þekkja þig, herra minn”, sagði Fitch á- nægjulega. Þú verður að eins að gæta þess að þvo þér ekki í framan. Annanhvern dag þarf að mála þig upp aftur”. “Jæja, höldum þá áfram”, sagði Keeth. “Hvernig líður yður.herra Rodrigues?Haldið þér að þér getið fylgzt með, ef að þér styðjist við handlegg minn ?” “Já, það held ég”, sagði Spánverjinn. “Lát- ið mig reyna”. Hann reis á fætur og þó að hann væri ó- styrkur í fyrstu, þá gekk hann samt nokkurn- veginn með því að Keeth leiddi hann, “Rektu forustudýrið á stað, herra Kinsale”, mælti Fitch; “sláið þér í það, ég vona að þetta verði seinasta rverzlunarferðin, sem Bob Fitch nokkurntíma fer”. ‘ Gerðu þér ekki of góðar vonir”. sagði Ford hlægjandi, “því að vonbrygðin verða þá því sár- ari, ef að við finnum ekki fjársjóðinn !” “Verið ekki að örvænta, herra minn”, sagði prangarinn. “Ef að gull er í hæðunum þarna líkt og það sem herra Rodrigues sýndi okkur, þá ætla ég aðná mínum hluta; verið þið vissir um það!” Innan stundar komu þeir llamadýrunum á stað eftir stignum. Var Fitch í fararbroddi, en Spánverjinn á eftir og studdist við handlegg Keeths og haltraði þannig áfram áleiðis til Hualpa. Náðu þeir þangað um kvöldið. Ekki — 17 — skyldu allir vita að ég hefði sloppið úr höndum þeirra. Það er merki—já, líklega bending, hver veit, til allra Indíána að drepa mig”. Aheyrendur jhans litu forvitnislega hver á annan. “Skýrðu það betur”, sagði Keeth. "Þetta sem þú segir er alt gátafyrir okkur”. Spánverjinn dreyfti aftur á víninu og færðist þá roði í andlit hans. “Ef að þú krefst þess, herra minn”, sagði hann alvarlega, “þá skal ég segja þér það. Þú hefir bjargað lífl mínu, Og það er alveg sann- gjarnt að þú vitir sögu mína”. “Haltu áfram”, sagðí foringinn og var að fylla pípu sína. “Þetta er sú skrítnasta byrjun sem ég hefi heyrt”. "Vitið þá”, sagði Spánverjinn, “að i 3 ár hefi ég verið bandingi hjá Indíánaflokki einum marg- ar milur hór fyrir norðan, — hjá Indíánum, sem eru eins ólíkir þessum aumu skepnumá strönd- inni sem Ijós er myrkri!” “Hveruig lízt þér á þetta, Fitch?” spurði Ford Kinsale. “Þegi þú Ford!” sagði Keeth, “lofa þú herra Rodrigues að segja sögu sína”. “Mér hefir æfinlega þótt gaman að æfintýr- um. herrar mínir”, sagði Spánverjinn. ‘F.g var á veiðum með einn fylgdarmann hátt uppi í An- desfjöllunum. Réðist þá á okkur flokkur mik- ill af villimönnum þessum. Fjdgdarmaður minn var drepinn og og tekinn höndum. í þrjú ár heti ég lifað hjá jieim”, 'Herrar mínir, þeir eru ótamdir, eins hei ská-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.