Heimskringla


Heimskringla - 30.12.1897, Qupperneq 2

Heimskringla - 30.12.1897, Qupperneq 2
2 HEIMSKRINGLA, 80. DESIMBER 1887, Heimskringla. Published by Walter«, Swaiuton & t'o. Yerð blaðsins í Canada og Bandar. $1.50 um árið (fyrirfram borgað). Sent til Islands (fyrirfram borgað aí kaupend- blaðsins hér) $1.00. Peningar seudist í P. 0. Money Order, Registered Letter eða Express Money Order. Bankaávísanir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með afföllum. Einab Ólafsson, Editor. B. F. Walters, Business Manager. Office : Corner Princess & James. P.O. BOX 305- Páfabréíið. í>á er páfahréflð um skólam&lið komið út; kom út í Róm á aðfanga- dag jóla, og hefir víst átt að heita jólagjöf. í bréflnu fer hann nokkrum fögr- ura orðum um skólana í Canada, en segir svo að sér þyki fyrir að réttind- um kaþólskra manna í Manitoba hafi verið haUað. Hann kveðst vera á móti því að engin trúarbragðakensla sé um hönd höfð í skólunnm, og læt- ur sem sér líki vel áhugi byskupanna fyrir kaþólskum skólum, og álítur slæmt að allir kaþólskir menn séu ekki á einu bandi í þeim málum, sökum pólitiskra flokkaskiftinga. Einnig lætur hann á sér heyra, að hluti kaþólskra hatí nokkuð rézt við málamiðlunina milli Dominion og Manitoba stjórnanna, en að sú upp- bót sem þar fékst sé ekki fullnægj- andi, og að kaþólskir menn verði að halda áfram að ganga eftir réttindum sínum, án þess þó að neita að taka við nokkru sem í rétta átt gangi, af því það séu ekki öll þau réttindi sem þeir eígi heimting á. Að endingu segir hann, að ef ka- þólskir geti með engu móti fengið réttindi sín viðurkend, þá verði þeir að stofna skóla á eigin kostnað, sem séu I samræmi við trúarskoðanir þeirra. Hvað af þessu bréfi getur leitt er bágt að segja, en það er litlum vafa bundíð, að það hefir einhverja þýð- ingu fyrir þólitisku flokkana í Can- ada. Það er ekki ólíklegt að byskup- arnir í Quebec reyni að iiafa áhrif á kaþólsku þingmennina þaðan,en eins og flestir vita náði Laurier völdum með tilstyrk þeirra. Ef þessir þing- menn heimtuðu nú að Laurier gjöri frekari tilraun til að fá aukin hlunnindi fyrir kaþólska, þá er bágt að sjá hvernig hann á að komast hjá að reyna það, nema hann vilji eiga það á hættu að missa fylgi þessara maiína, og tapa stjórninni um leið. En svo er eftir að vita hvort því yrði tekið nokkuð vel af Greenway, ef hann færi að semja um aukin hlunn- indi fyrir kaþólska, við Laurierstjórn- ina, eftir að hafa haldið málinu til streytu í mörg ár, og eftir að hafa gengið inn á samninga sem voru gagnstæðir því prógrammi, sem hann hafði sjálfur búið til, og sem var sam- kvæmt vílja ljöldans í Manitoba. Það eru samt miklar líkur til að hann reyni að hliðra til við Laurierstjóm- ina, og til styrktar þeirri skoðun er það, að eiumitt nú þegar þetta páfa- bréf er á leiðinni, er Mr. Greenway, ásamt tveimur ráðgjöftim sínum, austur frá, til þess að vera undirbú- inn að gefa enn meira eftir í þessum málum, eftir því sem austanblöðin segja, Það er slæmt að þetta óviðfeldna mál skuli aftur vera að teygja upp höfuðið, en verst er þó ef þetta páfa- bréf heflr þær .afleiðingar.að kaþólsk- ir mynda nýjan pólitiskan flokk sem hafi kyrkjumál að eins fyrir aðalmál. Ef svo færi, er ástæða fyrir próte- stanta af öllum pólitiskum flokkum að sameina sig móti þeim. En hvern- ig sem þessum málum líkur, þá er vönandi að það komi ekki fyrir, því það er ekki margt til sem gæti verið óheppilegra fyrir þjóð sem margs þarf að gæta og er enn á æskuskeiði. Manhattau Horse and Cattle Food er hið bezta þrifafóðar lianda gripun#. Tilbúið af R. H. Peel, Winnipeg, Man. Mr. Gunnar Sveinsson uælir með þessu gripafóðri. | þingsetningin. (Eramhald frá næst síðasta blaði.) Helztu málin sem forsetinn mintist & eru þessi: Hawaii-málið, gjaldeyris málið, viðskiftamálið, vernd selsins í Kyrrahafinu, flotinn og Alaskamálið. Viðvíkjandi Hawai-málinu getur hann þess, að 15, Júní í sumar hafi hann lagt fyrir efrideild þingsins skjöl um innlimun Hawaii í Bandarikin, og að 10. Sept. í haust hafi þingiðog forsetinn á Hawaii viðtekið tillögurnar um inn- limunina óbreyttar. Hawaii bíður nú að eins eftir samþykki þingsins I Wash- ington, segir hann, og hún hefir gefið þinginu til meðferðar að segja hvernig stjórnarfyrirkomulaginu skuli háttað, Ef innlimunarmálið gengur í gegn I þinginu. segir forsetinn að Hawaii ætti að fá stjórnarfyrirkomulag sem væri I samræmi við borgaralegt frelsi I Banda- ríkjunum, Kröfur Japanska ríkisins hyggur hann að ekki muni koma I bága við innlimunina, þar eð þeim muni verða fullnægt, Viðvíkjandi gjaldeyrismálinu getur hann þess, að samkvæmt ákvörðun þingsins 3. Marz 1897 hafi hann hinn 14. April I vor útnefnt Hon. Edward 0. Wolcott frá Colorado. ásamt Mr. Stev- enson frá Illinois og Mr. Paine frá Massachusets, sem sendimenn frá Ame- ríku til að fara til Evrópu og reyna til að fá stórþjóðirnar þar til að gera sam- band um fríari sláttu silfurpeninga; en enn sem komið er hafi þeir ekki komið neinu ákveðnu til leiðar. Á undírtekt- um.Frakka sést samt, að Bandaríkin eru ekki ein síns liðs og gefa þær að minnsta kosti góðar vonir. Skýrslur frá nefndinni segir forsetinn að ekki séu fullgerðar, en verði lagðar fyrir þingið síðar ásamt svörum þeim sem Frakkar og Englendingar hafa gefið viðvfkjandi málunum. Um viðskiftamálið segir hann, að samkvæmt lögum frá 24. Júlí 1897. hafi hann útnefnt Hon. John A. Kasson frá Iowa, sem umboðsmann til að semja við þær þjóðir, sera sém viljugar til að gefa Bandaríkjunum verzlunarhlunn- indi móti álíka hlunnindum af hálfu Bandaríkjanna, og segist hann yona að við það minki þau óþægindi sem ýmsir hafi fundið til vegna hárra tmlla. í þessu sambandi bendir hann á, að nauð- synlegt sé að auka verzlunarflota Banda- ríkjanna, honum sé mjög ábótavant, og ekki sæmilegur fyrir þjóðina. Kveður hann stjórninni skylt að hlynna að hon- um svo að gagni komi. Þar sem hann drepur á selaveiða- málið, getur hann um fund þann sem erindrekar Rússa. Japanita og Banda- ríkjanna höfðu í Washington í haust, og að á þeim fundi hafi ðllum komið saman um, að það væri sjálfsagt að við- halda selnum sem bezt. Éinnig minn- ist hann á fund þann sem umboðsmenn frá Englandi og Canada höfðu með Bandamönnum í Washington litlu seinna, og getur hann þess að þar hafi komið fram þýðingarmiklar upplýsing- ar um selahjarðirnar í Pribiloffeyjum, og enn fremur að samningagjörð við brezka ríkið um selaveiðvrnar, séu nú á leiðinni, og skýrslur um það verði lagð- ar fyrir þingið síðar. Um flotann segir hann að hann samanstandi nú af 4 Nr. 1 herskipum, 2 Nr. 2, og 48 öðrum meira og minna járnvörðum skipum, og torpedo-bátum. Verið er að byggja 5 No. 1 skip, 16 torpedobáta og einn kaffara. Flotinn er vandaður, heldur hann, þó hann sé ekki stór, og álítur hann að hann nægi fyrst um sinn. Hann ráðleggur að meiri rækt verði nú um stnnd lögð við að byf?gja skipakvíar. í sambandi við Alaska getur hann þess, að siðastliðið ár hafi verið svo mik- ill fólksflutningur til Alaska, að nauð- syn beri til að koma þar á formlegri stjórn, og gildandi lögum viðvíkjandi landeignura. Einnig lætur hann þess getið, að hann hafi, samkvæmt lögum frá 24. Júlí 1897, útnefnt landstjóra og tollheimtumann fyrir Alaska, sem báðir hafi aðsetur i Sitka. Lika bendir hann þinginu á, að nauðsynlegt sé að hafa viðbúnað til að hjáipa þeim sem líklegir séu til að líða vistaskort í Alaska í vet- ur, og að þörf sé á að auka herliðið þar. LÁTIÐ RAKA YKKUR OG HÁRSKBRA HJÁ S. J.. Scheving, 206 Rupert Str. Alt gert eftir nýjustu nót- um og fyrir lægsta verð. S. G. Geroux, Bígandi. Aberdeen. Það þykir ekki ólíklegt að Lord Aberdeen, landstjórinn í Canada, verði kallaður heim áður en hinn lögákveðni tími hans er liðinn og kemur það til af afskiftasemi í pólitiskum málum, sem eru andstæðar hinu brezka stjórnar- fyrirkomulagi. Blöðin, bæði á Eng- landi og hér í Canada, fara um hann hörðum orðum hæði út af viðureign hans við Sir Charles Tupper í fyrra sum- ar og sérstaklega út af ræðu sem hann hélt í Toronto fyrir skemstu, og þar sem hann mælti fastlega móti því, að Cana- da gæfi Englandi nokkur frekari hlunn- indi í verzlunarmálum, og sýndi sig að öðru leyti að vera hlutdrægan flokks- mann. Þetta hefði vitanlega ekki vak- ið neina sérlega eftirtekt, og ekkert ver- ið á móti þvi hafanda, ef maðurinn hefði ekki verið vísikongur í Canada, því sem hver «nnar borgari rikisins mátti hann koma fram með hvaða pólitiska skoðun sem hann vildi alveg að ósekju, eu sem konungur í Canada hafði hann ekki ieyfi til þess, því samkvæmt brezkum stjórnarfarsreglum má konungurinn ekki skifta sér af pólitiskum flokksmál- um eða á neinn hátt sýna opinberlega að hann sé hlyntur einni stefnu fremur annari í stjómmálum. Þetta gildir á Bretlandi og öllum brezkum nýlendum, sem þingræði hafa, og þetta er fyrir- skipun, sem allir landstjórar í brezkum nýlendum fá frá nýlendudeild stjórnar- innar á Englandi. Til frekari skýring- ar við þetta, eru hér tilfærð orð Sir Ed- ward Bulwer Lytton, þegar hann var formaður nýlendudeildarinnar á Eng- landi, og sem hann talaði til Sir George Brown, landstjóra eða vísikonungs í Queensland, Australia: “Minnist þess, að hin fyrsta skylda landstjóra í brezkum nýlendum, er að taka engan þátt í pólitiskum flokksmál- um, en að gefa öllum flokkum, og öllum stjórnarmönnum óþvingað frelsi til að gjöra það sem þeim lízt”. Og enn frem- ur segir önnur útskýring á sama efni þetta: "Si sem er settur landstjóri í þeim nýlendum, sem þingræði hafa og stjórn út af fyrir sig, verður að vera alveg óhlutdrægur í pólitiskum málum. Hann má ekki sýna neina löngun til að hallast að stefnu eins flokks frekar en annars, en hins vegar á hann að vera reiðubúinn að hjálpa til að koma sam- komulagi á milli allra flokka ef þörf gerist”. Þessar reglur er álitið að hann hati brotið, og vilja ýmsir að farið verði nú eins með hann eins og farið var með Sir John Pope Hennesy, landstjóra á Mauritius 1887, sem gjörði sig sekann í því að skifta sér af pólitiskum flokks- raálum, og var kallaður heim fyrir, og annar landstjóri settur í hans stað. Á meðan brezkur konungur er konungur, verður hann að vera konungur að eins og ekkert meira. Hra. M. C. Brandson. « Eins og þér sjáið á næst síðasta blaði Heimskringlu, þá er ritgjörð yðar "Um verkamál” þar. Þjer takið þar upp nokkur orð úr grein vorri "Verkfall”,og gjörið þá athugasemd um leið, að vér munum ekki hafa skilið alt sem vér sögðum þar; en eftir þeim skýringum, sem þér gefið, mundi það heldur hafa átt að vera: að vér hefðum lagt rangan skilning í sumt af því sem talað var um. Þetta kann að vera satt, en vér erum ekki alveg vissir urn að þér hafið lag- fært þann misskilning (?) með grein yðar. Út af þvi er vér segjum, að það, sem þurfi að gjöra nú sé að skifta ágóðanum af framleiðslunni sanngjarnlega milli þeirra sem leggja til vinnuna, og þeirra sem leggja til höfuðstólinn eða áhöldin sem unnið er með, segið þér að það sé viðurkent af öllum hagfræðingum, að það séu að eins tvö aðalatriði sem taki þátt í allri framleiðslu, og þau séu land og vinnukraftur. Þessi athugasemd er óefað ritt, en það er gallinn á henni að hún á hvergi við I heiminum sem vér búum í, enn sem komið er. Þér eruð að tala um gullið ástand (?) ókominna alda þegar sósíalismusinn er kominn á það stig. að enginn á neitt og allir eiga alt, og eng- an höfuðstól þarf til neinnar verksmiðju annan en efnið sjálft sem unnið er úr, sem allir eiga, og vinnuna sem allir leggja til og sem allir eiga lika, en vér erum að tala um yfirstandandi tímann og erum að leitast við að sýna hvað beint liggi við að gjðra eins og nu stend- ur á í heiminum, án þess að ðllu só bylt við og köfuðið sett þar sem hailinn var áður. Vér skulum játa,að í samanburði við þetta fyrirkomulag sem þér augsýni- lega bendið til, með þessari athugasemd yðar, þá eru breytingar þær, eða fyrir- komulag sem vér förum fram á að eins smámunir til bráðabyrgðar, en það er aftur huggun fyrir oss að það er þó spor í áttina til að koma jafnaði á tekjur raanna, og að það eru dálitlar líkur til að það geti náð framgangi áður en allir eru dauðir úr hor og ergelsi yfir að bíða eftir að þeir tímar komi þegar enginn á neitt, og allir ríkja — yfir engum. Eins og núna stendur á í heiminum, og eins og hlýtur að standa á í honum um margar aldir til, að meiru eða minna leyti, dugar ekki einungisland og vinnu- kraftur til framleiðslunnar, (sérstaklega ef með framleiðslu er meint fleira en efnið sem þarf til matartegunda og verk- smiðjuvarnings) því fyrst og fremst vinnur enginn með tómum höndunum né heldur látið þór sláttuvélar, ullar- kamba, skaraxir eða annað því líkt vaxa upp úr jörðunni, ekki heldur grafið þér það upp í beilu líki þó verkfæri væru við hendina; og ekki étum við hveitið ómalað, kjfeið ósoðið eða göngum á hráblautum hrossskinsskóm nemaþegar við megum til. Nei, það þarf verk- smiðjur til að vinna það sem framleitt er úr jörðunni, og það þarf höfuðstól lánaðan eða áunninn til þess að stofna verksmiðjurnar; og úr því nú eignar- réttur er viðurkendur, þá er ekki nema sjálfsagt, að oss finst, að sá sem leggur til verksmiðjuna, o: áhöldin=höfuðstól inn, og ber um leið alla ábyrgð á verka- laununum og varningnum sem búinn er til — þá finst oss rétt, segjum ver, að hann fái sanngjarnan skerf af arðinum af því sem gjört er með hans eigin verk- færum, á móts við þann sem leggur til vinnukraftinn, og verkvitið sem er i honum sjálfnm. Verksmiðjueigandinn kann að hafa komist ranglega eða með einokun yfir þær eignir sem hann legg- ur í verksmiðju sina, en svo lengi sem þessar eighir eru brúkaðar fleirum í þágu en honum, þá á hann rétt á að fá nokkuð í sinn hlut. Og einmitt til að halda því innan hæfilegra takmarka þarf sambönd, og stjórn og forsjálni; ekki sambönd sem eru eins sérdræg og ósanngjörn eins og verkveitendurnir oft hafa verið, heldur sanngjörn sam- bönd, með þvi fyrirkomulagi að báðum málspörtum sé réttur gjör.Og til þess að tryggja báðum hlutaðeigendum sem réttlátust úrslit málanna, þá bentum vór á að atvinnudómstólar væru nauð- synlegir, til þess að jafna misfellurnar. Atvinnudómstólar hafa í nokkur und- anfarin ár verið í brúki á Nýja-Sjálandi og gefizt mæta-vel. Það er ekki nóg fyrir verkamanninn að geta gjört stór- kostlegt verkfall, og ekki heldur nóg fyrir verksmiðjueigandann að geta svift mörg þúsund manna atvinnu með því að loka verksmiðjunum.Þeir þuríabáðir að líta á sinn hag, og verkamaðurinn þarf að gá að því, að hann sé ekki að heimta meira en sanngjarnan hluta þess, sem verksmiðjan framleiðir, eða getur framleitt, með þeirri samkeppni sem hún hefir, og eyðileggi ekki fyrir sér atvinnugrein eða reki hana burt úr landinu. Gott sýnishornaf þvíhvaðleitt getur af verkföllum og stífni eða ósann- girni á báðar hliðar, er nú að koma í ljós á Englandi út af vélfræðinga-verk- fallinu. Mennimir eru atvinnulausir. verkstæðin lokuð, og ýmsar þýðingar- miklar atvinnugreinir eru að meiru eða minna leyti farnar úr landinu, og komnar til annara landa, sem ekki borga einu sinni eins hátt kaup eins cg borgað var á Englandi áður en verk- fallið byrjaði. Þannig hafa mennirnir ekki einungis tapað vinnu meðan verk- fallið stóð yfir, heldur hafa þeir einn- ig tapað tækifærinu til að fá atvinnu vií sum af þeim verkum sem þeir höfðu áður. Landið hefir tapað í heild sinni, verksmiðjueigendurnir hafa tapað, og verkamonnirnir hafa ef til vill tapað mestu. Þeir kunna að vinna málið, og það máske að verðugleikum, en það er slæmur galli, að þegar málið er unnið þá er ekkert unnið með málinu— nema, að likindum, tap, Þá segið þér: "Sá sem meðhöndlar arðfé til framleiðslu einhvers auðs er yirkilega eigi siður verkamaður en sá sem vanalega er kallaður verkamaður". Þetta getur nú verið alt gott og bless- að, en það sannar ekki að hann eigi ekki skilið af fá sanngjarnan hluta af ágóð- anum sem arðfé hans framleiðir, svo lengi sem arðféð er hans eign, Ef arð- fjár eigandinn vinnur sjálfur ásamt öðr- um með því arðfé eða verkfærum sem hann leggur til, þá sýnist oss liggja beint rið að hann íái ekkieinungis ainar prósentur af ágóðanum fyrir að leggja til höfuðstólinn. heldur eigi hann þar að auki að fá daglaun fyrir sjálfan sig Hka til jafns við aðra. Þér segið líka á öðrum stað: “Það sem ég hygg að þór meinið er að öll framleiðslan þurfi að skiftast jafnt á milli allra sem framleiða”. Jú, þetta er einmitt það sem vér meinum, og yér höfum nú þegar tekið fram hvað vér álitum sanngjörn skifti, og í greininni “Verkfall” gjörðum vér grein fyrír þvi hvaða aðferð mundi heppilegust til að gjöra skiftin réttlát. Eftir því að dæma sem hér er tekið upp eftir yður, þá liggur beinast við að halda að þér álítið alla arðfjáreigendur annað en verkamenn. Þessu erum vér heldur ekki samþykkir. Það eru sjálf- sagt margir þeirra verkamenn, en það er til fjöldi þeirra sem ekkert gjöra nema eiga féð sem unnið er með, og þá menn dettur oss ekki í hug að kalla verkamenn í þeim skilningi að eins, sem vanalega er hafður, en oss dettur heldur ekki í hug að þeir hinir sömu eigi ekki að fá neitt fyrir að leggja pen- inga sína í fyrirtæki, sem margir hafa atvinnu við, bara fyrir það að þeir eru ekki verkamenn, en hitt vildum vér, að réttilega væri skift milli verkveitanda og verkþyggjanda, og að komið væri í veg fyrir að einn fái allan arðinn en annar alt erviðið. Það sem oss virðist að hafi aðallega vilt yður sjónir er það, að í greininni ‘Verkfall’’ erum vér aðallega að tala um verksmiðjueigendur, eða aðra þá er lausafé hafa með höndum, en þér hatið í huganum landeigendur. Vér erum yður alveg samdóma í þvi að ótakraarkaður réttur til að eiga ó- takmarkað land er mjög viðsjárverður, og mikið hættulegri heldur en réttur til að eiga ótakmarkað lausafé, og það af þeirri ástæðu, að sá sem landið á, getur haldið því fyrir þeim sem þurfa þess við. og þó verið að græða á þfyi, þar eð landeignir hafa það einkennilega við sig, að stiga I verði þó engu sé eytt til að endurbæta þær.bara af þvi að fólkið fjölgar og þörfin til að brúka þær eykst. Um lausafó, sem lagt er í verksmiðjur eða annað þvílíkt.er annaðaðsegja.Verk smiðjan eykur ekki höfuðstól þann sem i hana hefir verið lagður nema því að eins, að hún sé brúkuð, og ef hún á að brúkast, hlýtur hún að gefa fleiri eða færri vinnumönnum atvinnu, og ef hún gefur sómasamlega atvinnu, og full trygging fæst fyrir því að hún haldi á- fram að gjöra það, þá má í rauninni einu gilda hver hana á. En sú trygging sem vór höfum fyrirþvíað eineðaönnur verksmiðja haldi áfram að gefa atvinnu er sú, að hún er arðlaus eign að öðrum kosti, og það er sú eina trygging sem hægt er að fá, svo lengi sem allar þess- kyns stofnanir eru ekki þjóðareign, sem er vafasamt að sé heppilegt, og sem er of stórt atriði til að ræða um i þetta sinn. Frá löndum MOUNTAIN, 20. DES. 1897. Enn þá helst við sama einmuna tiðin. Nokkuð frost en hreinviðri og að eins grátt í rót, svo allir verða að ferðast á vögnum. Heilsufar manna gott, og engir dáiðí þessu byggðarlagi, nema Jónas heitinn Kortson, sem áður hefir verið getið um í islenzku blöðunum. Þeir félagar, Johnson & Reykjalín á Mountain, hafa selt verzlun sína Mr. S. J. Sigfússyni. Thingvalla Lodge No. 25 of the Ancient Order of United Workmen, sem almennt meðal landa er kallað "Work- mann félagið”, hélt aðra árs-samkomu sína á Mountain þann 8. þ. m. Veðrið var hið ákjósanlegasta, svo samkoman var vel sótt. I byrjuninn skýrði forset- inn, Mr. G. Guðmundsson, frá þvi, að þetta væri hin önnur árlega sam- koman sem væri haldin undir forstöðu Thingvalla Lodge. Að þessi stúka hefði verið stofnuð fyrir hálfu öðru ári síðan, með 21 meðlimum, og að á þessu stutta timabili hefði félagið meir en tvöfaldað meðlimatölu sina, sem nú væru 48, með lifsábyrgð til samans upp á áttatiu og sex þúsund dollara. Svo fór hann nokkr- um orðum um þýðingu og verksvið fé- lagsins. Séra F. J. Bergmann hélt st'jalla ræðu um skáldið Shakespeare, og sagði söguþráðinn úr einu af leikritum skáldsins. Mr. Jóhannes Jónasson hélt ræðu um A. 0. U. W. félagsskapinn; sagði að félag þetta hefði verið stofnað í Mead- wille, Pa., af 14 verkamönnum fyrir nærri 29 árum siðan. Ræðumaðurinn skýrði frá, hvað vakti fyrir þessum vsrkamönnum msð atofnun þoasa fá- • Þegar þið þurftð aé kaupa fatnað og alt sem að fatnaði lýtur þá komið þið við í Winnipeg Clothing House, beint á móti Brunswick Hotelinu. Þar finnið þið - - - - Mr. D. W. Fleury, Sem síðustu sex &r heflr verzlað THE BLUE STORE. Hann getur selt ykkur karlmanna og drengja klæðnaði, hatta, húfur grávöru og margt fleira. Munið eftir númerinu 514 Dlain St. Næstu dyr fyrir norðan W. Welhand. D. W. Fleury IWiniar! Lítið á eftirfylgjandi verðlista á hinni nafnfrægu Lisk’s Blikkvöru, sem er ábyrgst að riðga aldrei. Hún fæst í harðvörubúðinni hans TRUEMNER, •■ i Cavalier. Mr. Truemner ábyrgist vöruna sjálfur og lofar að gefa ykkur nýjann hlut fyrir sérhvað eina sem þið kaupið af Lisks Blikkvöru og sem riðgar hjá ykkur með sómasamlegri brúkun. Áður seldar Nú á 16 potta fötur 90 cts. 67 cts. 14 potta fötur 75 “ 55 “ 12 potta fötur 70 " 52 “ 14 “ “ með sigti $1.10 78 “ 17 potta diskapönnur 90 ct. 70 “ No. 9 þvatta Boilers $2.50 $1.90 J. E. Truemner, Cavalier, N-Dak. THE GREAT NQRTH-WEST SADDLERY HOUSE er staðurinn þar sem hægt er að kaupa alt sem lýtur að aktýgjum og hnökkum, einnig leður og allan útbúnað sem brúkaður er við hesta, og svo kistur, töskur og svipur 0g stígvélaleður atf öllum tegundum. Sendið eftir verðlistanum okk- ar. Það kostar ekkert. E. F. HUTCHIMS. Corner Main og Market Street. WINNIPEG, MAN. “Rétt eins gott eins og brauðið hans Boyd’s” hafft margir af Winnipegmönnum heyrt sagt hvað eftir annað. Þetta þýðir að leggja á tvær hættur með það sem þið borðið, en að gera það er ætíð viðsjár- vert, og alveg ónauðsynlegt.þegar verð- ið er eins lágt eins og hjá öðrum. Candy Kökur og Pastr.y fæst eins ódýrt hjá Boyd eins og í lélegustu búðum í bæn- um. Því ekki að kaupa hjá honum ? Bezta brauð í Canada. W. J. liovil, 370 og 579 Main St. KOL! KOL! Beztu Bandaríkja harðkol $10 tonnið. Bcztu Hocking Valley linkol $7 tonnið Pocabontas reildausu kolin $8 tonnið. Winnipeg Coal Co. C. A. Hutchinson, ráðsmaður Vöruhús og skriftsQfa á Higgins og May strætum. Phone 700,

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.