Heimskringla - 30.12.1897, Síða 4
HETMSKRINGLA, 30 DESEMBER 18^7.
Winnipeg*.
Á nýársdag verður guðsþjónusta
haldin í Tjaldbúðinni kl. 3 e. h.
Mr. S. G, Northfield, sem hefir verið
á 458 Balmoral Str., hér í hænum, er nú
fluttur að 680 Maryiand Str.
Hra E. Gíslason kom til bæjarins á
mánudaginn var úr ferð norður á Win-
nipegvatn; fer aftur norður í dag.
Á jóladaginn gaf séra Hafsteinn
Pétursson saman í hjónaband hér í bæn-
um Mr. Bergsvein M. Long og Miss
Þuríði Indriðadóttur.
TJngfrú Ólafia Jóhannsdóttir talar
um MENTUN í Tjaldbúðinni (Cor.
Sargent & Furby.St.) í kvöld (fímtudag
kl. 8 e. h. (30. þ. m.).
Aðgangur ókeypis, en samskota
verður leitað.
Allir boðnir og velkomnir.
Blaðið Free Prass hér bænum segir,
að skeyti hafi komið um fjarska mikið
eldgos og öskufall á Islandi, en fregnin
er svo ógreinileg að ekki er hægt að
gefa neinar frekari upplýsingar því við-
víkjaudi i bráðina.
Difþeriu-sýkin, sem'gengið hefir hér
að undanförnu, er nú mikið í rénun,
eítir því sem heilbrigðisnefndin segir.
Þrjá síðustu dagana hefir að eins einn
maður sýkst af difþeríu í bænum.
Yegna þess að það hafir verið borið
út að það.verði kostnaðarsamara fyrir
fólk að_taka þátt í, nýársballinu nú,
heldur en að undanförnu, hefir forstöðu
nefndin^beðiðjoss að"geta þess að það
sé með öllu rangt. Nefndin lofar betri
músik heldur en að undanförnu, og
danssalurinn er einn hinn bezti sem
hægt er að fá í bænum, en alt um það
verður kostnaðurinn ekki meiri en að
undanförnu.
Þá er Gimliblaðið, “Bergmálið11,
komið út. Fyrsta númer þess barst oss
í hendur um jólin. Það er all-lagiegur
bleðill, en lítill er hann eins og við var
að búast. Blaðið er 4 blaðsíður og hver
blaðsíða 10jxl3J þumlungur á stærð; á
að koma út 36 sinnum á ári og kostar
$1.00.
, Eftir því sem útgefendurnir segja,
á blaðið aðallega að vera fyrir hin sér-
stöku mál Nýja Islands, og skora þeir
á menn að hjálpa blaðinu efnalega með
því að gjörast kaupendur.
Ætti blaðið að standa að eins á því,
sem það fær fyrir áskriftir, þá skulum
vér ábyrgjast að það verður bæðí að
vera sparsamt og vinna dyggilega fyrir
útbreiðslu sinni, og þar sem útgefend-
urnir gefa tll kynna að þetta sé ekki
gróðafyrirtæki, þá trúum vér því bók-
staflega. Það er ekki von að það sé
gróðafyrirtæki að gefa út blað úti í
sveitum, þar sem hvorki er 'járnbraut
eða telegraffstöð, og að blaðinu ólöstuðu
hefðum vér álitið heppilegra fyrir út-
gefendurna að gefa út tímarit um bún-
að og annað þess kyns, heldur en alment
ttablað. — En þeir um það.
Jón Stefánsson
dáinn.
Hræðilegt slys vildi til á vagnstöðv-
unum í Salt Coats, Assa., í fyrrinótt.
Hr.fJón Stefánsson," sem ’unaið heflr
fyrir Blackwood Bros. hér í bænum í
mörg ár, og oft farið sendiferðir vestur
um land í erindum þeirra félaga, var á
ferð þar vestra þesua dagana’ með varn-
ing fyrir húsbændur sína, og lenti undir
járnbrautarlest á ofangreindum stað og
tíma og beið bana af.
Slysið vildi þannig til að Jón hafði
farið út úr lestinni er hún stanzaði í Salt
Coats, og var að fást við að loka hurð á
vagni einum í lestinni þegar lestin fór
aftur af stað.£ Við hreyfinguna sem
snögglega’ kom á’ lestina varð honum
fótaskortur'og féll inn undir vagnhjól-
in, er tóku af, honum báðar fæturnar
ofarlega, og lézt hann « að litilli stundu
liðinni.
Það'er mannskaði íjJóni og eftirsjón
fyrir marga, því hann var bæði drengur
g óður og'ötuli til, bjargráða hvar sem
hannn kom fram, og iUa'stöndum við
okkur við að missa hann, en átakanleg-
ast er þetta'fyrir konu ’ hans, sem átti
von á honum heim!. hressum'og heil-
brygðum á hverri stundu. Vór vottum
henni hér. með hluttöku vora í'skað-
anum sem húnj hefar orðið fyrir, og
söknum Jóns úr hópnum.
Jóns verður að líkindum meira getið
síðar.
Leiðrétting.
í “Ferhendumál” sem birtist í 8.
nr. Hkr., gleymdist nafn höfundarins
við eina vísuna. Vísan og nafnið er
sem fylgir :
Þó að Pál og Þorstein með
Þjóðin döpur heygi,
Fær það enginn fyrir séð
Ferhendurnar deyi.
Einah Brynjói-fsson.
Vér viljum enn minna menn á það,
að oss kemur mjög illa að fá frímerki
sem borgun fyrir blaðið, og sérstaklega
er oss illa við að fá Bandaríkjafrímerki,
því eins og allir vita, er) ekki hægt að
brúka Bandaríkjafrímerki í Canada
frekar en hægt er'að brúka Canadafrí-
merki í Bandaríkjunum.í • Munið eftir
þessu og sendið ekki tBandaríkjafrí-
merki.
Töluvert margir hafa verið hér að-
komandi um jólin, úr bygðum íslend-
inga syðrá, nyrðra og vestra. Af þeim
sem vér höfum séð og komið hafa við
á skrif3tofu Heimskringlu eru þéssir
herrar: Ole Paulson og Brandur John-
son frá Pembina; Kr. Dalmann og
Hernit Christopherson úr Argylebygð,
og Gísli Johnson frá Glenboro, Páll
Andrésson frá Brú.
Spurning.
Trúir séra Jón Bjarnaaon því, að
John Vanamaker komist í himnaríki ?
Ef svo er, hvernig skilur hann ritningar-
orðin, að það sé eins auðvelt fyrir úlf-
aldann að komast í gegnum nálaraugað
eins og fyrir ríka manninn að komast
inn í himnariki. *
FáFRÓÐUR.
Kæru viðskiftavinir í Argyle
Þar eð ég fékk hraðfrétt í morgun
frá Glenboro um það að smiðjan mín
þar hefði brunnið í fyrrinótt, mæUst ég
til þess að menn bíði með það sem þeir
þurfa að láta gjöra, 'svo framarlega
sem það er hægt þangaðjtil ég er búinn
að byggja'upp’smiðjuna aftur, sem ég
gjöri undir eins og'ég kem_heim.
Staddur í Winnipeg,1 27/Des. 1897.
John Gislason.
Mr, J. J. Anderson og Jón Gísla-
son, báðir frá Glenboro, komu tfl bæj-
arins á laugardaginn var og fóru heim
aftur í gær. — Á meðan Mr. Jón Gísla-
son stóð hér við í bænum Jvildi það slys
til heima hjá honum í Glenboro, að
smiðja hans brann með öUu sem í henni
var. Hvernig það' vildi tU veit hann
ekki og[veit máské aldrei, en ætlar þeg-
ar hann kemur heim að byggja sér aðra
smiðju’og fá sér ný áhöld. Það væri
vel gjört'af viðskiftamönnum hans að
bíða yið með það sem þeir þurfa að
láta gjöra þangað til nýja smiðjan er
komin upp [Sjá auglýsingu á öðrum
stað í blaðinu/.
“Stjarnan” runninupp. Þá er nú
kver hra Stefáns B. Jónssonar, “Stjarn-
an”, komið út, og hefir það inni að halda
ýmsan fróðleik eins og áður hefir verið
getið um, sem er gagnlegur í ýmsum
greinum. Fyrst og fremst inniheldur
það almanak fyrir,' 1898 og því næst
töflur um mæling á trjávið, um fargjald
með járnbrautum til ýmsra staða í
Canada og burðargjald fyrir hluti sem
sendir eru með “Express”, um kostnað
við að senda peninga í pótsávísunum o.
fl. Þá er all-ítarleg grein um frystihús
og íshús og notkun þeirra, og er sá
kafli mikils virði, og ættu sem flestir að
kynna sér hann. Kaflinn um straum-
ferjur og dragferjur er eftirtektaverður,
og yfir höfuð er marart í kverinu sem
gott er fyrir hvern mann að vita. Þegar
þess er gáð, að kverinu fylgir uppdrátt-
ur af Winnipeg, þá má það kallast ó-
dýrt og ætti að, seljast vel. Kostnað-
urinn við uppdráttinn er nálega J af út-
gáfukostnaðinum við kverið, enda er
hann mjög góður eftir stærð.
^mimmmmmmmmmmmmw
1 Sjerstok Kjorkanp.
Ágætir kvennmanna “GAUNTLET” VETLINGAR. Þeir eru
móðins núna ; að eins $1.00. Karlmanna LOÐHÚFUR fyTÍr
50, 75, 1.25, 1.50, 2.25, 3.00 dollara.
Með vetlinga og hanska skörum við fram úr ðllum öðrum. Beztu
MOCCASINS fyrir drengi á 75 cts., fyrir börn 50 cents.
Komið, sjáið og sannfærist >
KWIGHT <&: <CO.
Andspænis Port. Ave. 351 Main Street.
DREWRY’S
Family Porter
er alveg ómissandi til að stjrrkja
og bressa þá sem eru máttlitlir og
uppgefnir af erfiði. Hann styrkir
taugakerfið, færir hressandi svefn
og er sá bezti drykkur sem hægt
er að fá handa mæðrum með börn
á brjósti. Til brúks í heimahús-
um eru hálfmerkur flöskurnar
þægilegastar.
Eflward L. Drewry.
Redwood & Empire Breweries.
Sá sem býr til hið nafntogaða
GOLDEN KEY BRAND
ERATED WATERS.
Sérstök kjörkaup
CHINA HALL
572 Hain Str.
L- H COMPTON,
ráðsmaður.
THE——
Hart Company«-«)
Bóka og rit-
fanga-salar.
Farið til þeirra þegar þið þarfnist bóka
og ritfanga. Númerið er
364 Main St.
WINNIPEGL
Munið eftir Því
að beza og ódýrasta gistihús (eftir
gæðum), sem til er í Pembina Co. er
Jennings House,
Cavalier, BT. Dak.
PAT. JENNINGS, eigandi.
Verzlunin
sem stöðugt eykst. hlýtur að ,haf
eitthvað við sig. Við óskum efti
verzlun þinni af þvf við kanpum
fyrir peninga út í hönd, og seljum
fyrir peninga út í hönd, og saljum
fyrir nið lægsta mögulega verð —
Sparið peninga yðarj og kaupið
STÍGVÉL, SKÖ, VETLINGA,
VETLINGA, HANSKA, MOCCA-
SINS, YFIRSKÓ, KISTUR, -Jhjá
FAHEY,
558 fflLain street.
Þeir aem þurfa að
kaupa - harðvöru,
ættu að sjá okkur
áður en þeir kaupa.
Við seljum meðal annars
HITUNARVELAR,
HÚSBÚNAÐ,
LEIRTAU.
GLERVARNING, &c.
Alt með lægarta hugsanlegu verði.
W. J. Craig & Co.
Cor. Main & Logan St.
Gleraugu, Meðalaefni og
| Tilbúin meðul, eða Kviðslits-belti, i
j --Þá farið til ^
|W. R. Inman & Go.j
J CENTRAL DRUG HALL i
| City Hall Square Winnipeg’ J
BLUE STORE.
434 MAIN STREET.
$ 10,000
Við megum til með að fá $10.000 í peningum fyrir vissan dag; sama
hvað það kostor,—við megum til með að hafa sab. Og við SKULUM
hafa það. Til þess að geta það hljótum við að seija mjög ódýrt. Skoðið
eftirfarandi verðlista, þá munið þið sannfærast um að við meinum þetta.
BUXUR 50% ódýrari en hjá öðrum í bænum.
ALKLÆÐNAÐIR fyrir karlmenn 40% ódýrari en hjá öðrum.
KARLMANNA FUR COATS frá 12 til 55 dollara.
KARLMANNA FUli LINED COATS á 18,50 til 90 dollara.
KVENMANNA FUR JACKETS 12,50 til 48,50 dollara.
Og alt eftir þessu.
The Blue Store.
Merki, Blá stjarna. 434 Main Street.
A. Chevrier.
Brunswick llotel,
á horninu á Main og Rupert St.
Er eitt hið ódýrasta og bezta gistihús í
bænum. Allslags vín og vindlar fást
þar mót sanngjarnri borgun.
McLaren Bro’s, eigendur.
OLI SIMONSON
MÆLIB MEÐ SÍNU NÝJA
Fæði $1.00 á dag.
718 ÍHain Ntr.
sa&
— 90 —
væri í augum henni. Svo hljóp hún grátandi út
úr herberginu.
“Þetta lítur illa út !” hugsaði hann. “Stúlk-
an veit meira en hún segir. Eg held helzt að
Gonnatzl ætli að gera okkur eitthvað ilt. Við
verðum að hætta á að leggja í árfarveginn, þó
óvænlegt sé. Eg þykist viss um að bandinginn
sem um hefir verið talað, hafl verið Rodrigues.
Ég ætla að fara að finna þá Ford og Fitch undir
eins í fyrramálið. og annaðkvöld skulum við svo
reyna það ef ,hægt verður”.
En með morgninum kom nyr háski, sem
enginn hafði við húizt. Keeth vaknaði í herbergi
sínu á bak við musterið við það, að zlegnar voru
málmtrumbur. A hverjum morgni höfðu prest-
arnir einhverjar serimoníur í lotningar og til-
beiðsluskyni við hina ríkjandi sól. En Keeth
yissi það af ólátunnm á strætinu framan við
musterið að eitthvað óvanalegt var á ferðum.
Hann íór því á fætur og kiæddist þó að enn væri
dimt. En naumast var hann kominn í mðttul-
inn, þegar | dyrnar opnuðust og tveir prestar
hentu honum með hátíðlegum svip að koma með
sér.
Harn fylgdi þeim undiandi að fordyrum
musterisins. En ekki grunaði hann að þeir væri •
í hættu staddir fyr en þangað kom og hann sá
mannþyrpinguna. og þá Ford og prangarann
með sinn vaiðmanninn við hvora hlið._ Prest-
arnir semjkomu með Keeth fengu hann í hendur
tvéimur vopnuðum Indíánum, og var honum
skipað hjá felögum sinum,
“Hvað gengur nú .á 5” spurði Ford Keeth í
hálfum hljóðum.
— 95 —
andi sól hélt áfram eins og ekkert befði komið
ið fyrir að trufla friðinn og róna við þetta tæki-
færi. Uppreist Gonnatzls hafði verið troðin undir
fótum með hinum logandi blysum.
Meðan hin vanalega fórn var að brenna á
altarinu, dreifðist lýðurinn f kyrð og spekt.'
Prestarnir gengu þegjandi í röðum inn í muster-
ið og sneri þá formaður þeirra sér við og talaði
nokkur orð við Gonnatzl, Það sem hann sagði
hefir víst ekki fallið hinum unga manni vel í
skap, því að hann glotti illilega og leit ljótum
augum til Keeths og vina hans, og gekk svo
hægt og hægt á burt.
Gamli | maðurinu hneigði sig fyrir Keeth,
þegar hann gekk fram hjá honum.
“Vertu óhræddur, herra minn”, sagði hann
á spönsku, Inzalkl ræður einn yfir þjóð sinni”.
En Keeth horfði efablandinn á eftir honum,
þegar hann hvarf inn í myrkrið. Fótatakið
var hægt og höndin skalf af elli-óstyrk. Hann
var ekki sami maðurinn og þegar þeir sáu hann
fyrst. Hve skamt mundi ekki verða þangað til
Gonnatzl tæki stjórntaumana í hans stað ?
“Drengir, við verðum að komast bnrtu í
'nótt, ef það er mögulegt”, hvíslaði Keeth að fé-
lögum sínum. “Farið heim og fáið ykkur morg
unverð. Ég ætla að koma og hitta ykkur fyrir
hádegi, og skulum við þá leggjaráð okkar. Spar-
ið það sem þið getið af matnum i dag. Það er
betra að hætta á það að fara með ánni, en að
mæta öðru eins og þessu sem nú hefir fram far-
ið.”
“Þstta er þfcð skynsamlegfcstfc, semþérhfcf-
- 94 —
“Höfum múrvegginn að baki okkar, dreng-
ir!” hrópaði hann.
Þá urðu óhljóðin svo mikil að ekkert heyrð-
ist nema org eitt. Múgurinn valt upp tröppurn-
ar eins og boði að sjávarströndu. Blysunum
fleygðu menn niður og tróðu þau undir fótum
sér, en villimennirnir hálfberir litu f morgun-
skfmunni út eins og árar úr undirheimum.
En einlægt heyrðist hinn hyefli hljómur sym
blanna yfir öllum hávaðanum. Gamli prestur-
inn kom úr musterinu. Hann kom í innganginn
rétt í þvi að Gonnatzl og hinir fremstu af skríln-
um kom á efstu tröppurnar. í birtunni af blys-
unum, sem þjónar hans báru á báðar hendur
honum, sást engin hreyfing á andliti hans þegar
hann sá alt rótið og óganginn á musteriströpp-
unum. Hann gekk hvorki hraðara né seinna,
en hann var vanur, en þegar hann kom fram í
fordyrið, leit hann fljótlega á hvítu mennina
þrjá, sem stóðu vigbúnir við vegginn. og leit svo
af þeim á þyrpingu hinna dökkleitu Indíána,
sem hik hafði komið á, er þeir sáu hann.
Hann sagði ekki orð, en veifaði hendinni, og
dragnaðist þá skríllinn niður tröppurnar. Hinn
æsti ungi prins hörfaði jafnvel undan honum.
Kliðurinn hætti og steinþögn laust yfir allan
múginn. Gamli maðurinn breiddi út hendurnar
yflr þjóð sína, og við það Var blysunum, sem
eftir voru, fleygt niður og þau troðin undir fót-
um með málmsóluðu ilskónum. Undireins byrj-
uðu prestarnir lágan, hátíðlegan söng, og tók
múgurinn undir. Ljósbirtan óx fc austurtind-
wintt eg þjómustugjörðin til heidurs hinni ríð-
— 91 —
“Það veit ég ekkert um. Ég er nýkominn á
fætur”, svaraði Keeth lágt. “En er gamli prest
urinn hérna ?”
“Hefi ekki séð hann. Þorparinn Gonnatzl
sýnist vera öllu ráðandi hér”.
“Ég held þeir ætli að steikja okkur og halda
sér hátíð”, sagði Fitch skuggalega.
“Eg hefi sagt þér að þeir eru ekki mannæt-
ur”, mælti Keeth. En hann óskaði þess að hann
sæi framan 1 vingjarnlega, en þó alvarlega and-
litið á gamla prestinum. Hann mintist þess, að
Imozene hafðí kvöldinu áður varað hann við
frsenda sínum. Þetta leit illa út.
“Hafið þið skammbyssurnar ykkar?” spurði
hann.
“ Já, og í góðu lagi”, sagði Ford kuldalega.
“Ef í það versta fer, þá getum við þó barist’
sagði Keeth. “En bíðið þangað til ég gef merki.
Eg skil hvað þeir segja. en þið ekki”,
“Ef að ég sé einhvern þrælanna koma að
mér með steikararein, þá bíð égekki eftir þvi að
þú segir mér að skjóta”, sagði Fitch óspektar-
lega. “Það verður hver að bjarga sjálfum ser,
eu djöfullinn sér fyrir þeim sem seinni verður”.
Prestarnir ;hópuðu sig á bak við fangana í
fordyrinu. Lýðurinn fylti strætið framan við
altarið, og við blysabirtuna sá Keeth Gonnatzl
og hóp af hermönnum hjá honum rétt fyrir neð-
an sig á breiðu tröppunum. En alt í einu stökk
hinn ungi Indíáni fram á bak við altarið og fór
að tala til lýðsins, Og þegar Keeth heyrði ákafa
hans og ofsa greip hann fastar um skaftið á
skfcmmbyssunni sinni innan undir möttlinum,