Heimskringla - 06.01.1898, Blaðsíða 2

Heimskringla - 06.01.1898, Blaðsíða 2
2 HEIMSKRINGLA, 6. JANUAR 1898 Heimskringla, PubUshed by Waltern, Swaun«a A Oo. Verð blaðsine í Canada of? Bandar. $1.50 um árið (fyrirfram borgað). Sent til íslands (fyrirfram borgað af kaupend- ~m blaðsins hér) $1.00. Peningar seudist í P. 0. Money Order, Registered Letter eða Express Money Order, Bankaávísanir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með afföllum. Einar Ólafsson, Editor. B. F. Walters, Business Manager. Office : Corner Princess & James. p.o BOX 305 Dvergaborg nýfundin í Perú. Síðan prófessor E. C. White fór hin- ar merku ferðir til rústanna af borginni Huaca Puna, árin 1088 og 1891. heíir vísindamönnum þótt það mjög líklegt. að í Perúfjöllunuru hafi fyrri á tímum búið menn sem ekki voru hærri en 27 þumlungar. Prófessor White var í mörg ár for- maður skóla eins í Lima í Perú, og með því að hann hafði mikinn huga á því að vita víssu sína í þessu efni, þá lagði hann upp í ferð til stöðva þeirra, er þessi forna borg stóð forðum daga. Blaðið “Sunday World” kemur fyrst allra blaða með sannar sögur af þessum ókunna mannflokki og byggist sagan á hinum nýjustu vísindalegu rannsóknum -og uppgötvunum. Hæð dverga þessara geta menn ráð- ið af tvennu, bseði af beinagrindum þeim sem fundist hafa og svo af hýbýl- um þeirra, sem að öllu leyti voru löguð og gerð hæfilega stór fyrir smámenn þessi. Hafa dvergar þessir verið gáfað- ir og nokkuð mentaðir, því að þeir kunnu töluvert til byggingarlistar, þeir kunnu að spinna, vefa, höggva grjót og skera tré o. fl. Menn verða alveg forviða er menn hugsa sér sroámenni þessi. hve lítil þau yoru. Einni múmíu (balsamerað lík) hafa menn náð óskemdri, hinar hafa flestar hjaðnað og orðið að dufti. þegar loftið hefir komist að þeim. Múmíu þessa á Rev. J. M. Thompson í San Francisco og er hún af manni af meðal stærð að þeirra hætti og geta mftnn af henni ráðið um útlit og vaxtarlag kyn- flokks þessa. Þegar múraían fannst var hún sitj andi, eins og siður er þjóðflokka í Ame- ríku að skilja við dána menn, og loðir hárið á höfðinu enn við kúpuna. Dvergur þessi hefir verið öllu minni en vel vaxið tveggja ára barn. Hann var 27 þumlungar á hæð, hafði smáar hendur og fætur og átakanlega stórt höfuð, eins og allir dvergar hafa. Bein- yaxinn var hann og hraustlegur. Vaila hefir hann getað verið þyngri en 25 pd f lifanda lífi, og hefir hann þó verið miklu þyngri en börn vanalega gerast á þessari stærð, því höfuðið var mikið og allur var hann rekinn saman. Hár hafði hann svart og skegg sömuleiðis, mest á hökunni. Prófessor White segir frá ferðasögu sinni síðasta vetur og uppgötvunum sinum á þessa leið : “Síðastliðinn Febrúar átti ég ferð til Perú aftur, og brá ég mér þá enn á ný til Huaca Puna, ásamt syni minura, Ch. White, og skáldkonunni Ednu Dean Proctor. Vorum við svo heppin að geta fengið sama fylgdarmanninn sem hafði verið með mér á fyrri ferðinni, og var hann fús á að fylgja okkur og vildi í fyrstu ekki þiggja neina borgun. En seinna kom það í ljós að veglyndi hans var«prottið af því, að hann hélt að við værum að leita að gulli. Honum var ómögulegt að geta skil- ið það, að ég skyldi hafa gert mér þrjár ferðir eingöngu til þess, að skoða rústir nokkrar og flytja burtu fáeín gömul mannabein. Með okkur hafði ég Indí- ánaeinn, ekki fjögur fet á hæð, því ég hélt að honum mundi hægt að skríða inn um hinar lágu dyr á hýbýlum þess- um. Ennþá er svo mikið af þessum smá- vöxnu mönnum í Andesfjöllunum, að likindi mikil eru til þess, að mannætur þær, sem hröktu dyergana inn í kletta- borgir þessar, hafi ekki getað eytt þeim öllum, heldur hafi þeir blandazt saman við þá og tekið sér konur af flokki þeírra. Við lögðum af stað í dögun og ætl- um að vera tvo daga á leiðinni, og skyldi Miss Proctor bíða okkar í Matucana. A ferðinni um fjöllin gerðist ekkert 8ögulegt. og náðum við ytri borgar- veggnum klukkan 3 um kveldið. Fór- um við svo inn um hliðið og sá ég enga breytingu á Huaca Puna. Ernirnir sömu svifu yfir höfðum vorum og voru þeir hinar tinu lifandi skepnur sem við sáum. Um nóttina heyrðum við sama ýlfrið í Pumadýrun- um eins og þeim sem voru að læðast í kringum okkur Mrs. White, þegar ég skreið undir steinbogann á ytri borgar- veggnum og svaf þar, fyrir sex árum síðan. Regnþrungin ský lögðust brátt yfir okkur og gátum við ekkert að gert Myrkrið lagðist á og er við höfðum sett fylgdarmanninn á vörð, lagðist ég til svefns í einu borgarhliðinu. Á fáum klukkustundum hafði næt- urvindurinn lirakið skýin niður dalinn til sjávar og var þá kuldastormurinn nístandi frá hinum snækrýndu fjöllum. Vorum við hálffrosin um morguninn.en þegar sólin vermdi loftið og gylti hina fjarlægu fjallatinda, þá sáum við eina hina fegurstu sjón sem mannlegt auga getur litið. Við fætur okkar. 15 þúsund fetum neðar, lá borgin Lima hulin hálfrökkri þ^f þá var sól ekki risin þar neðra. Til austurs, nokkuð hærra uppi í fjöllunum. hringaði áin Rimac sig 'í ótal bugðum eins og hvítur höggormur á leið sinni til sjávar, V ið fengum okkur fyrst moreunbita, ávexti og kaffisopa kaldan, og tókum svo til starfa að grafa i rústunum með grjótöxum og skóflum. Var ég svo heppinn að finna töluvert af tólum þeirra, jarðyrkjuverkfæri og nál eina með koparauga. Við skoðuðum borg- ina vandlega og sýndist hún vera ó- vinnandi ef vörn væri fyrir, Úr henni var hægt að sjá allar hreyfingar í daln- um neðra, og ekki þurfti annað en að velta ofan af borgarveggjunum nokkr- um steinum til þess, að veita óvinum þeim, er að sæktu, skaða mikinn. Og vafalaust hafa dvergar þessir varizt þannig mannætum þeim, sem á þá sóttu til að eyða þeim. Við veittum og athygli mikið bygg- ingum þeirra. Fyrir upprefti f húsun- um höfðu þeir langa steina, er náðu frá yztu hornunum til miðju. I rifurnar var fellt með smágrýt.i og svo var alt steyft saman með cementi (grjótlími). Hinn mikli borgarveggur er vel og sterk- lega byggður oa hefir staðist jarðskjálfta öldum saman, þar sem borgirnar í döl- unum hafa hrunið og orðið að rústum. Við grófum upp nokkrar múmíur, en þær urðu tíjótt að dufti. Víða fund- um við líkin grafin við borgarvegginn, en ekki undir húsunum, eins og siður var hjá Incaönum. Um kvöldið snerum við aftur til Matucana og vorum nú vissir um það, að Huaca Puna var einmittdvergaborg- in, sem ég hafði heyrt sögur af alstaðar úr Prú og sá ég nú, að það var satt sem Llorento hafði sagt: að á undan Incum hefði þar verið þjóðflokkur af dverga- kyni. Og ef að fornfræðingar tækju sig til og skoðuð stað þennan vandlega, þá er enginn efi á að margt mundi í ljós leitt, sem nú er hulið, og mundu menn fá meira að vita um þessa smáu, fornu íbúa jarðarinnar. Nú skal geta þess sem menn hafa orðið vísari um dverga þessa. Ekki vita menn neitt, hve margir þeir hafa verið, eða hve stórt eða mikið landflæmi þeir hafa bygt. En ókomnar ranusóknir kunna að geta aukið þekkingu vora í Asiu og Afríku. Af þvf sem vér þekkjum um dverga þessa’í Prú, er það líklegt mjög, að þeim hafi eytt verið af stórvaxnari þjóð- flokkum á ströndinni og hafi þeir svo bygt Huaca Puna, (hinn dauða stað eða borg hinna dauðu) þarna uppi í fjöllun- um 16,000 fet yfir sjáfarmál. er þeir hröktust undan mannætunum, óvinum sínum. Rannsóknir mínar sanna það i hverju einu smáatriði, að einu sinni langt fram á öldum, hafi heimurinn ver- ið bygður af dvergum þessum og að frá þeim sé mannkyn það komið, sem nú byggir jörðina. Menn geta séð það að íbúarnir á vesturströnd Suður-Ameríku eru að meðaltali ekki nema fjögur og hálft fet á hæð, og eru þeir þó h-iaustlega vaxnir og vel bygðir, en Spánverjar og afkom- endur þeirra í beinan legg, eru miklu hærri og bendir þetta á það, að Perúbú- ar eru blendingur af dvergum og Inca- þjóðflokknum. Á vesturstrðndinni hafa og gengið mann íram af manni sögur miklar, sem hinn spánski sagnaritari Llorento getur um í bók sinni "Ancient Peru” og segir þar, að dvergar þessir hafi ræktað hin frjósömu lönd á Kyrrahafsströndinni alt þangað til mannæturnar að sunnan hröktu þá upp í tinda Andesfjallanna og að lokum eyddu þeim alveg. Þetta var áöur en Incaa-öldin hófst. Eru rústirnar af borginni Huaca Puna þegj- andi, en þó ljós vottur um það. að dvergar þessir hinir fornu hafi kunnað listir margar og verið í ýmsu fróðir vel. Ein dvergamúmía frá Perú er til, óskemd að öllu, og á Dr. Thompson hana nú. og sannar hún það að þeir hafi til verið. þó að nú séu þeir útdauðir, og svo hitt, að þeir hafi blandast stærri þjóðum. Var múmia sú fundin, ekki i Huaca Puna, heldur á ströndinni. Hún er töluvert minni en þær sera fundist hafa í Huaca Puna, og er því af manni frá eldri tima. þegar dvergablóðið var hreinna og áður en þeir voru hraktir upp í fjöllin. Töluverða örðugleika átti ég að komast til dvergaborgarinnar. sem kom af hjátrú og hindurvitnum ibúanna. Sögðu þeir mér að borgin væri “ein- hverstaðar uþpi yfir skýjunum austnr af Lima,” og væri þar reimt mjög. En þegar ég bauð þeim gull til fylgdar, þá urðu þeir leiðitamari við mig. Auk sonar míns og Miss Proctor hafa þessir menn séð dvergaborgioa : Mrs. White, Mr. Francisco Egan, sonur fyrverandi ráðgjafa 1 Chili, Patricks Egan; Mr. Charles A. Kendricks frá St. Louis og heill bópur af innfæddum indverskum fylgdarmönnum. Undruð- ust þeir allir hagleika þessarar smá- vöxnu þjóðar, að byggja borg sina og hlaða um hana múrvegg frá 12 til 25 feta háan, þriggja feta breiðan að ofan, gerðan af stórum björgum og litndan saman með sementi, sem hvergi fæst nú annað jafngott í heiminum. Þessi hin mikla bygging er ósködduð enn og hefir þolað jarðskjálfta og umbrot öld fram af öld. En það er þó furðulegast, hvernig þessir litlu menn hafa getað hlaðið björgum þessum hverju ofan á annað og eru sum þeirra þó yfir ton að þyngd. Við rifum niður þríloftað dverga- hús. hér um bil 9 fet á hæðogskoðuðurn vandlega byggingarlagið og fyrirkomu- lag þeirra innan húss. Og ef aðprófess or Starr frá Chfcago er heppinn í leit sinni um Andesfjöllin að lifandi dverg- þjóðum, sem hann hefir nú nýlega tekizt á hendur, þá mun hann óefað hitta fyr- ir þjóðir sem að mörgu leyti eru líkar fornþjóð þessarí í Huaca Puna og búa í líkum húsum. Orsökin til þess að ég fann borgina var sú, að ég var að leita að tólum, ak- uryrkjuverkfærum og öðrum leifum fi á forntíð Perú, og á leit þeirri kom ég til borgarinnar Matucana, átta þúsund fet yfir sjávarmál og þrjátíu mílur austur af Lima. I Matucana var mér sagt að lifði gamall Indiáni, sem kunnugur væri öll um gömlum sögum um Incaana. Oerði ég mér ferð að finna öldung þenna og reyndi að ná hylli hans og vináttu. Mér heppnaðist þetta vel og fór svo að spyrja hann um sögur af þjóð hans. Þá var það einn dag. er við gengum niður dalinn í áttina til Lima, að hann sneri sér að mér og sagði: “ Sérðu litla kollinn þarna austur- frá, ofan við bláu fjöllin ?” Hann benti þangað langa, horaða visihngrinum og rendi ég augunura í áttina og gat þá rétt eygt með berum augum hæð einhveria að sjá sem títu prjónsbaus, sjálfsagt átta þúsund fetum fyrir ofan okkur og í tíu mílna fjarska. “Jæja,” sagði hann, “þetta er Huaca Puna. Það ei reimt og draugagangur í þeirri borg og er það elzta borgin í Perú Énginn maður þorir að koma þar inn. Hún var meira að segja í rústum þegar forfeður mínir komu hingað að berjast við mannæturnar að sunnan. En einu sinni bygðu þar dvergar litlir, sem mannæturnar hröktu frá ströndinni og upp í fjöllin. Frændur mínir sögðu mér að einu sinni hefði Spánverji einn farið þangað fyrir mörgum öldum og svo að Ameríkumaður einn hafi reynt að komast þangað árið 1880, en hann veiktist og varð að snúa aftur. Þegar ég heyrði þetta og að enginn hefði komið þangað síðan Spánverjinn var á ferðinni á 16. öldinni var mér öll- um lokið og réði ég af að reyna að kom- ast þangað. Ég sendi eftir Rev. J. M. Thompson, presbyteríönskum presti í Callaó, og var hann fús á að fara með mér. Var fylgdarmaður okkar sonur gamla Indíánaöldungsins og var hann | ekki full fjögur og hálft fet á hæð, eins og faðir hans. En breiðvaxinn var hann þykkur undir síðu og að öllu fag- urlega vaxinn. Það var erfið ganga upp þangað og skildum við vel hve aðþrengdir þeir hafa hlotið að vera, litlu mennirnir, áð ur en þeir leituðu hælis á þessum stað, og hve óslökkvandi hefir verið hatur ó- vina þeirra, er leituðu þeirra jafnvel í hæli þessu til að deyða þá. Borgin var sporöskjumynduð í lög- un og lá um hana múrveggur hár. Eru líkur til að víggirðingar hafi þar miklar verið, því að tvö hundruð fetum ofar borgarveggnum gnæfði klettur einn mikill. er augsýnilega hafði lyftst upp við jarðumbrot eitthvert. Hefir hann að líkindum verið aðsetur konungsins og frammi fyrir kastala þessum var annar grjótveggur með smáum hliðum er lágu inn á aðalstrætið. Eg hélt nú áfram til kastala þessa, sem var hæðsti hluti borgarinnar, en þá kallaði Dr. Thompson til mín og hafði hann með tilstyrk fylgdarmannsins hreinsað grasið af blettí einum og fundið þar rústir af húsi nokkru. Við sáum þá loksins að við höfðum gert merka uppgötvun. Þetta voru rústirnar af gamalli dvergaborg. Þrátt fyrir alt sem Indíánaöldungurinn hafði sagt okkur. hefði okkur aldrei komið til hugar að við værum i borg. sem einu- sjnni fyrri á öldum hefði verið bygð af dvergum. • Við sögðum fylgdarmanninum að fara inn í eitt heibergið og gjörði hann það þannig, að hann skreið þar inn á hnjám og höndum. Voru dyrnar að utanverðu 21 þumlungur á hæð og 18 þumlungar á vídd. Stærsta herbergið var 54 þumlunga langt. 38 þumlunga breitt og 32 þumlungar á hæð. Fann ég þar hauskúþu af mannætu utan við húsvegginn og setti ég hana í einn gluggann og tók svo af húsinu ljósmynd þá, sem fylgir grein þessari. Húsið var þríloftað og 3 herbergi á hverju lofti. Það var 9 fet á hæð og gátum við horft inn um glugga á þriðja lofti. Dyrnar sem lágu inn í innri her- bergin voru litlar mjög; sumar ekki nema 8 þumlunga í ferhyrning, en þó voru sumar um 1 fet á hvern veg. Allir voru veggirnir vel sléttir með steinlími (plastraðir), og bar alt húsið órækan vott um það, að dvergar höfðu verið steinsmiðir góðir. I hÚ8Íou höfðu þeir haft höggið grjót og í sumum herbergjunum voru póleraðir steinar, og hafa það yafalaust verið matborð þeirra. Þar voru og skot í veggjum, sem þeir hafa haft sem hillur, en utan á húsinu stóðu steinar út úr veggjunum, sem augsýnilega hafa verið notaðir fyrir stiga til þess að ganga upp í herbergin á loftunum efri. Fjórar klukkustundir vorum við að brjóta niður einn vegginn og gekk erf- itt, en undir honum fundum við manna bein. Voru þau öll lík beinunum i dverga-múmíu þeirri, sem dr. Thomp- son hafði fundið á ströndinni. Voru menn samdóma um. að múmía sú væri af manni fullvöxnum, þó að ekki væri hærri en 27J þuml. Við setturn nú saman bein þan sem við höfðum fundið og sáum að þau voru að eins nokkrum þumlungum lengri. Við reyndum að taka sum beinin með okkur til þess að gefa þau Harward- háskólanum, en þau voru svo rotin að þau urðu óðara að dufti. Öll voru húsin sem við fundum með sama byggingarlagi, bygðí röðum hvert upp af öðru utan um blett einn 8 fet á annan veginn, en 20 fet á annan. Á miðjum þessum bletti var grafin hvelfing niður í jórðina, sem annað- hvort hefir verið höfð fyrir dýflissu eða notuð til guðsdýrkunar einhverrar líkt og Pueblo-Indíánar gjöra. Undir hverju húsi var kjallari og yfir honnm tvi- og stundum þríloftaðar byggingar. Borgin var míla á lengd og J mílu á breidd. Öll voru strætin tvö fet á breidd að einu undanskildu. Það var aðalstrætið, sem lá frá borgarhliðinu upp að kastalanum og var það tvö og J fet á breidd. Neðan til i kringum kast- alann var- heilmikið af hliðum. I einu þeirra var herbergi út úr, og hefir það líklega verið notað fyrir varð lið konungs, Það eitt var undarlegt að í einu húsinu sáum við eldhús. En á strætunum fundum við heilmikið af brunnum kolum, og réðum tf því að dvergar þessir syðu eða steiktu mat sinn undir beru lofti, en hefðu húsin að eins til að sofa í og sem skýli fyrir stormum og óveðrum. Nokkrum mánuðum eftir að ég fann Huala Puna þurfti ég að fara burtu frá Perú. En endurminningin um töfraborg þessa ásótti mig jafnan og réði ég þ.ið af að koma þangað aftur seinna meir í von um að geta fundið dverga múmíu, sem hefði geyrnzt svo vel að hún þyldi flutning. En næsta ferðin gekk mér ekki bet- ur hvað beinin snerti. Mr. Egan, Mr. Kendrick og ég fundum dvergabjrrgin alveg eins og ég hafði skilið við þau. Á húsinu sem við höfðum skoðað og á menjum nokkrum, sem dr. Thomp- son og ég skildum eftir, sáum við að engiun maður hafði þangað komið síð- an ég fór þaðan. Við hreinsuðum gras- ið af öðru húsi og rifum niður veggina til þess að geta skoðað það nákvæm- lega, Að innan var hús þetta eins og það er ég þegar hefi lýst, að öðru leyti en þvi, að þar fundum við menjar nokkr- ar, snældu grófa með þræðinum á, og stein-mortél til að mala korn í,og staut- ara úr sementi. Allir vorn þeir sannfærðir um það, að hið fyrsta álit okkar um íbúana hefði verið hið eina hugsanlega rétta, og réðu það bæði af hæð húsanna, hæð dyranna og svo af nýjum beinum sem við fundum. Þetta hlutu að vera rúst- ir af dvergaborg, sem dvergar höfðu búið i á undan tímum þeim er Incaar voru þar í landi, Okkur kom öllum saman um það, að enginn þjóðflokkur sem nú lifir mundi hafa getað notað jafnlítil húsa- kynni og þessi. En vöxtur þeirra inn- búa sem við hittum sannfærði okkur um það, ^að mannætur þær sem ofsótt höfðu dverga þessa, hefðu ekki getað eytt þeiin öllum. ðumir þeirra hlutu að hafa blandast hinum vaxtarmeiri þjóðflokkum, sem hröktu þá af strönd- inni. Hin þriðja för mín þangað og sein- asta, sem ég nú þegar hefi fráskýrt, lætur engan efa eftir hjá mér um að á- lyktanir þær séu sannar, sem ég hefi komizt að”. Emory Calvin White. íslands-fréttir. Reykjavík, 22. Október 1897. Eftir Þjóðólfi. Sýslumaður er settur i Skagafjarð- arsýslu frá 1. þ. m, Eggeit Briem yfir- réttarmálaflutningsmaður, er áður var settur sýslumaður í Norðurmúlasýslu, 26. Nóv. Manntjón mikið varð á ísafjarðar- djúpi 4. þ. m. Fóru þar 18 manns í sjó •inn, þar á meðal 6 úr Hnífsdal, 4—5 úr Önundarfirði og 4 úr Vigur. Hafði sviplegt ofviðri skollið á nokkru fyrir hádegi. en margir róið i góðu veðri um morguninn. EFTIR “ÍSLAND.” Reykjavík, 23. Okt. 1897, Úa bréfi af Mýrunum frá 17. þ. m.: Tíðarfar ágætt síðustu vikuna, stillur með4—7 stiga frosti á nóttum og 1—3 stiga frosti á daginn. — Verzlun fer her með daufasta móti, og þykir bændum lítið gefið fyrir fé. enda er það tekið eft- ir lifandi v-gt og er verðið frá 6J ej'ri upp í 11 aura pundið, en kjötverðið frá 10—15 aura pd. Bindindishreyfingar hafa verið hér miklar, og bindindisfélög eru því nær í hverjum hreppi, enda hefir drykkjuskap ur minkað hér mikið á síðari árum, að eins sárfáir menn ^sjást kendir í kaup- staðarferðum, og er þá sagt að þeir séu í prestabindindi. Ætli nokkurt bind- indisfélag eigi eins marga brotlega með limi og það? 6. Nóv. Um fréttaþráðinn til íslands stend- ur grein í ‘Times’ frá 27. Sept., þar er skýrt frá, að alþingi hafi veitt fé til að leggja þráðinn og sagt, að það muni verða gert i byrjun næsta sumars, og til þess þurfi sex vikur. Sagt er þar, að þráðurinn muni liggja til Þórshafn- ar á Færeyjum, þaðan til Vestmanna- eyja og upp til lands hjá Djúpavog; það- an um land ncrður og önnur kvísl suð- ur til Reykjavíkur í sjó. Segir blaðið, að þetta fyrirtæki sé til mikils hagnað- ar verzlun og fiskiveiðum Englendinga hér við land, sem hvorttveggja fari ár- lega í vöxt. Annars eru meiri líkindi t’l að þráð urinn verði lagður i land einhversstaðar hér sunnanlands en ej-stra. Stefán Eiríksson hefir verið sex ár erlendis og lært tréskurð í Khöfn.Hann er ættaður af Jökuldal eystra og fer á- leiðis austur þangað með Hjálmari og ætlar að dvelja þar heima í átthögum sínum í vetur. Og helzt vill hann setj- ast að hér á landi, ef hann gæti rekið hér iðn sína með nokkrum árangri. Eitt ár hefir hann ferðast suður um lönd, Þýzkaland, Sviss og Austurríki Þeg»r þlð þurflB að kaupa fatnað og alt sem að fatnaði lýtur þá kotnið þíð við í Winnipeg Glothing House, beint á móti Brunswick Hotelinu. Þar finnið þið - - - - Mr. D. W. Fleury, Sem slðustu sex ár hefir verzlað THE BLUE STOliE. Hann getur selt ykkur karlmanna og drengja klæðnaði, hatta, húfur grávöru og margt fleira. Munið eftir númerinu 564 lain St. Næstu dyr fyrir norðan W. Welhand. D. W. Fíeury Islfliidingar! Lítið á eftirfylgjandi verðlista á hinni nafnfrægu Lisk’s Blikkvöru, sem er ábyrgst að riðga aldrei. Hún fæst í harðvörubúðinni hans TRUEMNER, Cavalier. Mr. Truemner ábyrgist vöruna sjálfur og lofar að gefa ykkur nýjann blut fyrir sérhvað eina sem þið kaupið af Lisks Blikkvöru og sem riðgar hjá ykkur með sómasamlegri brúkun. Áður seldar Nú á 16 potta fötur 90 ets. 67 cts. 14 potta fötur 75 “ 55 " 12 potta fötur 70 “ 52 " 14 “ “ með sigti $1.10. 78 “ 17 potta diskapönnur 90 ct. 70 “ No. 9 þvatta Boilers $2.50 $1.90 J. E. Truemner, Cavalier, N-Dak. THE GREAT NQRTH-WEST SADDLERY HOUSE er staðurinn þar sem hægt er að kaupa alt sem lýtur að aktýgjum og hnökkum, einnig leður og allan útbúnað sem brúkaður er við hesta, og svo kistur, töskur og svipur og stígvélaleður • af öllum tegundum. Sendið eftir verðlistanum okk- ar. Það kostar ekkert. e. f. \umnm. Corner Main og Market Street. WINNIPEG, MAN. uRétt eins gott eins og brauðið hans Boyd’s” hafa margir af Winnipegmönnum hejrrt sagt hvað eftir annað. Þetta þýðir að leggja á tvær hættur með það sem þið borðið, en að gera það er ætið viðsjár- vert, og alveg ónauðsynlegt.þegar verð- ið er eins lágt eins og hjá öðrum. Candy Kökur og Pastry fæst eins ódýrt hjá Boyd eins og í lélegustu búðum í bæn- um. Því ekki að kaupa hjá honum ? Bezta brauð í Canada. KOL! KOL! Beztu Bandarikja harðkol $10 tonnið, Beztu Hocking Valley linkol $7 tonnið Pocabontas reiklausu kolin $8 tonnið. Winnipeg Coal Co. C. A. Hutchinson, ráðsmaður Vöruhús og skriftsofa á Higging og May strætum. Phone 700,

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.