Heimskringla - 13.01.1898, Blaðsíða 4

Heimskringla - 13.01.1898, Blaðsíða 4
! HEIMSKRINGLA, 13 JANUAR 1898. Winnipeg*. Unitarar hafa samkomu 27. þ. m. Munið eftir samkomunni að 26 Main St. í kvöld og gleymið ekki staðnum. Athugið auglýsingu þeirra Berg- mann og Breiðfjörð á Garðar. Þeir hafa ætíð einhver ný kjörkaup. Hr. B. F. WalterS, ráðsmaður Heimskringlu, kom heim í fyrradag úr Dakotaferð sinni, og segir alt hið bezta að sunnan. 5. þessa máaðar gaf séra M. J. Skaptason saman í hjónaband, að 525 Elgin Ave., Mr.Robt Ezra Olleranchard og Miss Julia Sophia Foot. Föstudaginn 81. f. m. lézt að heim- ili sínu, Mountain, N. Dak., Níels Viium Jónsson. Hann var ættaður úr N orðurmúlasýslu. Safnaðarfundur verður haldinn í Tjaldbúðinni þriðjudagskvöldið 18. þ.m. Ýms ókláruð mál frá fyrri fundum verða tekin fyrir. Allir safnaðarmeð- limir beðnir að koma. Hver sem kynni að vita hvar Jón Pálsson, frá Félagsgarði við Reykjavík á íslandi, er niðnrkominn, er vinsam- lega beðinn að láta ráðsmann Heims- kringlu fá yitneskju um það. Á fundi sem Good Templar-stúk- uruar Hekla og ’.Skuld héldu á Nortb West Hall á mánudagskvöldið, færðu þær Miss Ólafíu Jóhannsdóttir fallegt gullúr með festi að gjöf, Á ársfundi í Tjaldbúðinni sem hald- inn var föstudagskvöldið 7, þ. m., voru þessir kosnir í safnaðarnefnd : J. Gottskálksson. forseti. Ó. Óiafsson, féhirðir, H. Halidórsson, skrifari. G. Johnson. S. Pálsson. Lokaða kappræðufundinum. sem halda átti í Unity Hall á þriðjudags- kvöldið var, hefir verið frestað þangað til í kvöld (fimtudagskvöld), af því Oddfellows þurftn að hafa fund þar þaðsama kvöld, en þess var ekki gáð 6 siðasta fundi kappræðufélagsins. Á þriðjudagskvöldið kemur verður opinn fundur á sama stað. Kappræðuefnið er: Hjónaskilnað- aðarlögin í Canada gera meira ilt en gott. Játandi: Sv, G. Northfield og Lárus Guðmundsson. Neitandi: Jóhann Bjarnason og Gísli Gíslason. JAKOB GUÐMUNDSON, bókbindari, 35 McDonald St. Winnipeg. Á fimtudagskvöldið, 6. Janúar 1898 voru þessir menn settir inn i embætti sín í stúkunni ísafold. nr. 10481. O. F. Court Deputy H. C., C- B. Julius, eudurkosinn; C. R., Sigurbjörn Sigurjónsson; V. C. R., Chr. Breckman; R. S., J. Einarson, endurkosinn; F. S., St. Sveinsson; Treasurer,, H. S. Bardal; Chap.. S. G. Northfield; S. W., G. Sölvason; J. W., J. jólafsson; S- B., J. J. Nesdal; J. B., S. Apderson; P. C. R., St. Thorson, J. Pálsson; Fin. Comm., Kr. Stefánsson; G. K. Brbckman. Þessa dagana stendur yfir dómþing í Pembina og er því að sjálfsögðu ærið mannmargt þar. Blaðið Pioneer Ex- press flytur hinn 30, Des. langan lista málsaðilanna og lögmanna þeirra sem vörn og sókn hafa á hendi. og sést á honum að nokkrir íslendingar hafa lagt sinn skerf til. Þessi íslenzk nöfn sjáum vér á listanum : Magnús Bjarnason.Mountain, til varnar Loftur Guðmundsson “ til varnar K. B. Skagfjörð, HaHson til varnar Anton Christenson, (?) til sóknar. Sigm. Sigmundsson, til varnar. Mathusalem Olson, til varnar. Jónas Sturlaugsson, til sóknar. B. S. Brynjólfsson, til sóknar. O. H. Hjálmarsson, til varnar. S. H. Hjálmarson, til sóknar. Lögmennirnir Magnús Brynjólfsson og Daníel I.axdal koma víða við söguna, ekki einungis þar sem iandar eiga hlut að máli, heldur líka víðar. Dómþingið stendur að líkindum yfir nokkrar vikur, Sainkvæmt því sem minst var á í siðasta blaði, var Sir Charles Tupper haldin veizla all-mikil á Leland Hotel hér í bænum á laugardagskvöldið var, og var þar fjölmenni mikið, krásir hin- ar beztu og glaðværð nóg. Klukkan kring um níu, eftir að búið. var að gera veizlngestina kunnuga Sir Charles, var haldiðaf staðupp í borðsaliun, sem er á þriðja lofti. Salurinn er stór mjög og var hann í þetta sinn skreyttur fánum og blómum. Þegargestirnir höfðu rað að sér við borðið, var salurinn því sem næst þétt settur. að eins fáein sæti auð. Og þegar búið var að borða hina marg- réttuðu máltíð og dreypa í kampavínið, byrjaði Hon. Hugh J. Macdonald ræðu sína. Að henni lokinni talaði Sir { Sjerstok Kjorkanp. | y- Ágætir kvennmanna “GAUNTLET” VETLINGAR. Þeir eru móðins núna ; aðeinsSl.OO. Karlmanna LOÐHÚFUR fyrir —S 50, 75, 1.25, 1.50, 2.25, 3.00 dollara. Með vetlinea og hanska skörum við fram úr öllum öðrum. Beztu ^ ^ MOCCASINS fyrir dréngi á 75 cts., fyrir börn 50 cents. »; Komið, sjáið og sannfærist Andspænis Port. Ave. cfe 351 Main Street. Charles Tupper. en sökum þess að þetta var laugardagskvöld urðu þeir að hafa ræður sínar styttri en ætlast hafði ver- ið til, því öllu þurfti að vera lokið kl. 12 e. h., og fleirí ræður komust því ekki að, en aftur voruísnatri drukknar skál- ir þeirra sem hefði verið minst með ræð- um ef tími hefði verið til. Evans Ötring Bandhélt.uppihljóðfæraslætti meðan á máltíðunum stóð, og Crossby Hopps skemti með söng. Yfir höfuð var veizlan hiu skemtilegasta og myndarleg asta, og þegar menn stóðu upp frá borðum kl. rétt-12e. h. og bjuggust til brottferðar, munu allir hafa verið ásátt- ir um. að þeir hefðu setið að einni hinni skemtilegustu kvöldveizlu, sem hófð hefir verið í Winnipeg. Útdráttur úr ræðu Sir Charles Tupper kemur í næsta blaði. “Stjarnan,” kver hr. S. B. Johnson’s, hefir víst óviljandi fengið ó- vænt lof hjá ritstj. Lögbergs í síðasta blaði hans. Það er ekki oft að hann lof- ar verk hr. Johnson’s, en séu samlíking- arnar, sem hann brúkar í síðasta blaði teknar á eiginlegan hátt, þá hefir hon- um tekist það vonum fremur. Þó kver- ið séað mörgu leyti nytsamt, þá hafði oss aldrei komið til hugar að það ætti skilið að kallast “Hundastjarna” bók- menta Islendinga, hyorki hér né á ís- landi. Því má nú fyr vera virðing sýnd en það sé kallað eftir sólnanna sól. Ritstjóripn hefir máske ekki I^ugsað út f þetta þegar hann bjó til greinina.en svo að þeir sem skrifa um Hundastjörnuna framvegis, fari ekki á “hundavaði” þá skulum vér láta þess getið, að Hunda- stjarnan [Dog Star (Canicula)], er sama sem Sirius, sama sem Blástjarnan, sem sumir kalla sólnnnna sól, og er mikilfenglegasti likamlnn í hinu þekta rúmi. Það þyrfti að minnsta kosti 400 sólir eins og þá sem lýsir okkur til að gefa aðra eins birtu eins og Sirius gefur á sömu vegalengd og hann er frá Jörð- unni, en sú vegalengd er um 123biljónir milna. Hafi það verið meiningin, að “Stjarnan” S. B Johnson’s beri svo af öðrum áþekkum bæklingum. sem Sirius ber gf öðrum sólum, þá er það geipilegt hrós. W. C. T. U. fyrirlestur Miss Ól- afíu Jóhannsdótur, í lútersku kyrkj- unni, á þriðjudaoskvöldið, var fjöl- sóttur, og hlustaði fólkið með mestu athygli á fyrírlesarann langan tíma. I lok fyririestursins skoraði Miss Ól- afía á þá sem við voru staddir að mynda deild af þessu félagi hér, og að fyrirlestrinum loknum gáfu tals- vert margar konur sig fram í þeim tilgangi að mynda félagsdeild, sem framvegis á sjálfsagt að starfa að út- breiðslu þeirra mála sem W. C.T. U. hefir tekið sér fyrir hendur að vinna að. Fyrirlesturinn var röggsamlega fluttur og benti á ýms mál, sem nauðsyn bæri til að skífta sér af. Helztu málin voru bindindismálið og kvennréttindamálið, og voru allgóð- ar ástxður færðar fram á flestum stöðum. Eina ástæðuna seni: flutt var fram í sambandi við kvennréttinda- málið getum vér ekki stilt oss um að minnast á, af því hún er sjálfsagt í margra augum töluvert sterk ástæða en er í sjálfu sér alveg ónýt, og af því hún gefur þeim sem ekki þekkja til ranga hugniynd um það sem hún er bygð á. Ástæða þessi var dregin fram í sambandi við það, að konur hefðu hæfllegleika til að taka þátt í opinberum málum eins og karlar, og gekk út á að sanna að svo væri, með því að konur hefðu verið og væi u ríkjum ráðandi víða í sumum hinum stærstu ríkjum í heiminum, og að þær hefðu með því sýnt stjórnarhæfl- legMka. Þetta sýnist í fyrstunr i góð og gild röksemdafærsla, en hún verður léleg þegar hún er brotin til mergjar. Það mun vera óhætt að segja að engin kona í heiminum hafl orðið drotning fyrir það, að hún hefði svo mikla stjórnarhæfilegleika, heldur fyrir það, að hún var ríkis- erfingi, 0g það þarf svo sem ekki tröllaukna persónu til að vera ríkis- erflngi, né heldur til þess að vera konungnr eða drotning, því einmitt í sumum þeim ríkjum sem lengsteru á veg komin I stjórnarfyrirkomulagi, mætti konungurinn eða drotningin vera fullkominn asni með afarlöng um eyrum, og stjórn ríkisins þó ver- ið hin bezta. Hann þyrfti ekki að kunna neitt nema að skrifa nafnið sitt, og þyrfti enga hæfileika að hafa til að stjórna eða til að gera nokk- urn skapaðan hlut annan en að skrifa nafnið sitt. Það er sem sé víðast ráðaneyti sem stjórnar, en als ekki konungurinn, þó þeir beri kon- ungstitil. Þessi ástæða er því mjög villandi, ef henni er slegið fram án þess að um leið sé sýnt að drotning- ar þær sem ríkjum hafa ráðið hafi haft stjórnarhæfilegleika, því það að þær hafl orðið drotningar, sannar ekkert. Þær gátu ekki að því gert, og engin apnar gat að því gert held- ur. Það hefði óefað mátt finna marg- ar sterkari og betri ástæður málinu til stuðuinga heldur eh þetta. Og það sem fyrirlesarinn sagði um Miss Franoi® Willard er mikið betri sönn- un f málinu, heldur en allar drotn- ingasðgur, sem hægt er að tilfæra. fíeyri það lýður ! Heyri það allur lýðup ! Að S. G. Northfield stækkar myndir bæði með “Orryon” og • ‘Water Colors.” Ábyrgist vandað verk og ódýrt. Einn- ig gefur hann tilsögn fyrir mjög lágt verð, ef margir fást, í “Pastel,” vatns- lit og olíumálingu. Sömuleiðis kenn- ir hann dráttlist (perspective and plain drawing) og skrift (ornamental and business writiug.) 680 Maryland Str., Winnipeg. Concert, , Social & 1 Dance ^ — 26 Main Street (Fjórðu dyr fyrir sunnan Main Street brúna að vestanverðu ó strætinu.) Fimtudaginn 13. Jan. (í kvöld). kl. 8. e. h. Programm : Instrumental Music................ Solo............................S. Anderson Ræða............Séra H. Pétursson. Solo.............Miss M. B. Hallson. Upplestur...........Joh. Bjarnason. Solo...........................Jón Jónasson. Recitation .......Miss G. Freemann. Comic Solo.....................Th. Johnston. Upplestur.........S. J. Magnússon. Solo................H. S. Helgason. Instrumental Music............... Veitingar......................... Dans........................:..... Inngangur 25 cents. BLUE STORE. 434 MAIN STREET. $ í 0,000 Yið megum til með að fá $10.000 í peningum fyrir vissan dag; sama hvað það kostor,—við megdm til með að hafa i>ab. Og við SKULUM hafa það. Til þess að geta það hijótum við að selja mjög ódýrt. Skoðið eftirfarandi verðlista, þá munið þið sannfærast um að við meinum þetta. BUXUR 50% ódýrari en hjá öðrum í bænum. ALKLÆÐNAÐIR fyrir karlmenn 40% ódýrari en hjá öðrum. KARLMANNA FUR COATS frá 12 til 55 dollara. KARLMANNA FIJR HNEU COATS á 18,50 til 90 dollara. KVENMANNA FUR JACKETS 12,50 til 48,50 dollara. 0g alt eftir þessu. The Blie Merki, Blá stjarna. 434 Main Street. A. Chevrier. Selur demanta, gullstáss, úr, klukkur og allskonar varning úr gulli og silfri. Viðgerðir allar afgreiddar fljótt og vel. - - - Búðir í - - - Cavalier o? Pembina. ########################## # # # # Hvitast og bezt ER— # z # # # # # # # # # # # # ^ # # # ########################## # # Ogilvie's Mjel, 1 Ekkert betra jezt. Si • —106 — “Það veit guð, aðég er búinn að gera henni mikið ilt”, hugsaði hann, beiskur yfir sjálfum sér. “Ég get ekki bjargað þér, herra minn. Gon- natzl vill hefna sín á þér. Egmun sjá þig deyja —og deyja síðan sjálf. Áður en næsta sól kem- ur upp munu vinir þinir og þú sjálfur falla fyrir reiði frænda míns”. ‘Það skal aldrei verða !” hrópaði Keeth af móði miklum. “Ó, prinsessa, gráttu ekki yfir % okkur. Við munum sleppa frá honum”. “Þá verða guðirnir að hlífa þér”, sagðihún, Ég get það ekki”, Þarna lá hún vonlau's é bekknum o g nötr- aði öll af ekka. En Keeth var eins og slitinn nærri sundur af gagnstæðum tilfinningum, Átti hann að flýja einn frá musterinu, eða átti hann að taka hana með sér? Hann hélt að hún mundi fara viljug. Ef að þeir slyppu. þá þurfti hún aidrei að koma aftur á eyðistað þei na en ef þeir slyppu ekki, — jæja, þau skyldu þá deyja bæði saman. Hann vissi það, — já. hnnn játaði það fyrir sjálfum sér, með hálfueiðri feimni, en þó undarlegri gleði — að hann elskaði hana. Hann elskaði þessa stúlku — þessa hálf- viltu stúlku. Svo vilt og ómentuð sem hún var —þá elskaði hann hana samt. En einmitt fyrir það, að því var þannig var- lð, þá fanst honum hann ekki mega gera það, sem hann helzt vildl; Hann gat ekki stofnað henni í þann voða. Áttu þau að flýja saman og verða svo tekin ? Hve voðalega myndi eigi fólk hennar hefna sín á henni. Nógur var ofsinn í því. — 111 — reynslunni. Sandurinn fyrir neðan þá virtist blautur og slímið þakti alt bergið yfir höfðum þeirra. Virtist þeim skamt síðau hola þessi hefð verið full af vatni — líklega í seinasta óveðrinu. “Ég er hræddur um það”. mælti Keeth ofur hægt, “að manngarinunnn sem lór inn i helli þenna hafi aidrei verið Jose”. Að svo mæltu stökk hann niður á sandinn, en á augabragði sökk hann hnédjúft niður. Han reyndi að komast á steinana aftur, en við hvert spor sökk hann dýpra niður. “Þið verðið að hjálpa mér upp, drengir”, hrópaði hann, og þegar þeir Ford og Fitch hlupu til, sáu þeir að hann var sokkinn upp að mitti í sandbleytu þessa. “Stigðu ekki niður hingað, Ford” varaöi Keeth hann við. “Það er engin þörf á því að við setjumst báðir fastir. Taktn kaðalinn þarna og fleygðu til mín öðrum endanum. Þið Fitch verðið að draga mig upp”. Meðan hann var að tala þetta, var hann að sökkva dýpra og dýpra í sandinn, og þegar hann var búinn að koma kaðlinum undir hendur sinar var hann sokkinn að brjósti. \ Rétt í því þeir ætlupu að fara að taka í kað- alinn lyfti Fitch upp hendinni. “Hvað er þetta?” sagði Ford og hékk á kaðlinum, en iagði viðeyrun aðhlusta. Niður í hellinum bergmálaði undarlegt, emjandi diint og voðalegt hljóð. Svo dó það út,, svo svall það aft- ur og varð að drynjandi i -krt. Mentiirnir þrír liru hver á anrian 04 vissu ekki hvað um var að vera. — 110 — Keeth lykkjaði svo kaðalinn upp á handlegg sér og héldu þeir svo áfram, en nú urðu þeir að vaða í vatninu, þvi að göngín voru orðin tölu- vert mjórri. Stundum var svo lágt undir bergið að þeir þurftu að beygja sig til þess að komast á- fram, en ekkert létu þeir gtöðva sig. Þeir sáu það allir þrír að þetta var hinn eini möguleiki til að bjarga þeim og ná frelsi sínu; jafnvel Fitch lét ekki heyra tii sín möglunaryrði. þó að hann skæfl skinnið af berum fótleggjum gínum, er hann _.r að rekas.t á steinana. Vatnið var ískalt í helli þessum og svo var loftið saggamikið, að þeir urðu nær gegnkulsa Hallaði oftast undan fæti, er þeir voru komnir yfir fossinn, og stundum urðu þeir að klifrast niður slími þakta steinana á hönðum og fótum en stundum fóru þeir uiður á kaðli Keeths. “Ef að við þyrftum að komast héðan fljót- lega burtu, þá vildi ég óska mér vængja”, sagði Ford og glotti við. Loksins komust þeir niður fyrir fossana og héldu áfram eftir beinura göngum nokkur hundr uð yards. Gizkaði Keeth á að þeir væru nálægt mílu frá hellismunnanum. En þá vissu þeir ekki fyr til en þeir komu í botn á hellinum. Þeir voru þar í kringlóttum helli og var gólf- ið sandur einn. en í sandinn hvarf alt vatnið niður. Hvergi sást neinn gangur þar út, Og þarna voru þeir eins og flugur i flösku. “í gildrunni; það veit trúa mín !” hrópaði Ford. V’arð þá Keeth laugleir.ur og alvarlegur, en Fitch settist á stein einn stóran og blés af á- —107 — Hann leit til hennar um öxl sér í seinasta sinni og læddist svo eins og þjófur til dyranna. stúlkan með villimannaskrautinu lá kyrá bekkn- um, og hið seinasta hljóð sem hann heyrði, er hann steig hægt út í ganginn, var örvæntingar- full nístandi stuna undan hárinu fagra, er breidd ist sem fortjald fyrir andlit hennar. Keeth þreifaði sig fram að hliðardýrum musterisins. Enginn stemdi stigu hans. Hiið- arsalurinn var tómur. Lýðurinn allur, sem inn hafði þyrpzt i borgina, var í bendu einni á stræt- inu fráman víð fordyrið. Hann hraðaði sér til hýbýla vina siuna og bað þá að koma. “Hvað ! Eiguiwvið að leggja svona snemma á stað ?” spurði Eord. “Nú, undireins”, sagði Keeth. “Gamli mað- urinn er dáinn. Við vitum ekki hvenær höggið ríður. Takið þið blysin og matvælin og komið viðstöðulaust”. Þeir gerðu eins og hann sagði, og læddust um hina auðu borg eins og vofur, þó að enginn gæti borið á móti því, að Fitch var vofa, sem vel var í hold komið; komust þeir svo slysalaust út á völluna. I vestri var að draga saman ský- bólstra mikla. smátt og smátt, og vissi það á ó- veður. En þsir héldu áfram í drungalegri þögn- inni og kyrðinni áleiðis til fljótsins. Alt i einu nemur Keet staðar og grípur í handlegginn á Ford. “Hvað er þetta, kunn- ingi ?” “Þú sór betur en ég”. Um leið benti hann á eitthvað sem færðist að klettinum með fram árfarvegíuum. “Það er maður”, sagði Fitch. I

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.