Heimskringla - 10.03.1898, Side 1
XII. ÁR
FRÉTTIR.
' Canada.
Lyman Dart, 17 ára íiarnall piltur,
sem hafði verið dæmdnr til að herigjast
3. Marz, í Truro, Nova Sootia, var fund-
inn sýkn saka og slept úr fangélsi.
Aberdeen lávarður skrifaði sjáifur undir
skipun þessu viðvíkjandi, og dómarinn
sem áður hafði dæmt piltirm, studdi
mjög vel að lausn hans.
Fréttir koma frá Nanimo, British
Columbia, að gufuskipið Oregon hafi
komið þangað 28. Febrúar frá Skag-
way og Dyea með fjölda af farþegjum,
sem eftir stutta veru i gulllandinu eru
nú á ferðinni heim til sín aftur, flestir
félausir, en allir sammála um, að það sé
ekki "alt gull sem gióir”. Áður en
skipið fór frá Skagway höfðu 17 manns
dáið þar á 24 klukkustundum, og lækn-
ir nokkur, Dr. O. B. Estees, frá Asto-
ria. Wrash..*sem var einn farþeginn, á-
lítur að dauðsföllin muni bráðlega
skifta hundruðum,
í Febrúarmánuöi var selt til Eng-
lands frá Cánada
1916 nautgripir fyrir £32,822
1670 kindur “ 2,027
140 hestar “ 316
1.482,600 pund af reyktu svínakjöti fyrir
£23,917. 222,800 pd. af reyktum svíns-
lærum fyrir £4.545. 191,000 pund af
smjöri fyrir £8,212. í alt um 71.839
pund sterling eða um $349.137. Þetta
er meir en lítil upphæð fyrir einn mán-
uð, og ætti hún að bæta töluvert i búi
hjá bændunum sem hafa framleitt þess-
ar verzlunarvörur.
W. C. McDonald í Montreal er ný-
búinn að gefa McGill háskólanum þar
$15,500. Áður hefir hann gefið sem
nemur $1,500,000 til sömu stofnuuar.
C. P. R. telegraffélagið hefir ákveð-
ið að leggja telegrafvír úr kopar frá
Montreal til Vancouver á næsta sumri.
svo þeir hafi óslitinn þráð frá hafi til
hafs. Eins og stendur verða allar hrað-
fréttir milli þessara staða að endurtak-
ast hér í Winnipeg. Er það töluvert
seinlegra og aukafyrirhöfn.
Yfirdómarinn í JBritish Columbia,
Hon. Theodore Davie, andaðist á mánu-
dagsmorguninn var. Banamein hans
var hjartveiki. Það er sagt um Hon.
Mr. Davie, að hann hafi verið einna öt-
ulastur allra opinberra starfsmanna þar
og því mikil eftirsjón að honum.
Ómögulegt er að segja enn þá með
neinni vissu, livað mikinn meirihlata
stjórnin muni hafa í Ontarioþinginu.
Eftir síðustu fréttum að dæma skyldi
maður ætla að Liberalar verði 2 eða 3
fleiri en Konservativar. En þá eru ein-
ir tyeir sem eru óháðir báðum flokkutuj
og er ekki gott að segja að hvorri hlið-
inni þeir hallast.
Itamlarikin.
Sakadólgur einn sem situr i fanga-
húsinu í Sing-Sing í New York rikinu,
drap konu sína, er komið hafði til að
heimsækja hann. Þegar hún kom inn
til hans. tók hann á móti henni með
mestu blíðu, en þegar stundin var kom-
in sem þau áttu að skilja, stakk hann
hana með hníf i háls'nn vinstrameginn,
og það svo íljótt og fimlega, að varð-
maðurinn. sem var nærstaddur, gat
ekki hamlað þessu grimdarverki. Eng-
in önnur ástæða er gefin fyrir glæpnum
en sú, að ákærur kouuunar höfðu sent
þeunan náungs/í betrunarhúsið.
Efrideildar þingmaður, Canmm.
kom með frumvarp fyrir þingið í Was-
hington þess efnis, að veita $50.000,000
til þess að auka og eodurbæta heraflann
bæði á sjó og landi, og svo til þess að
kaupa nægileét af alskonar skotfærum.
Mr. Cannon irat þess mn leið til skýr-
ingar, að ekkert lán þyrfti stjórnin að
taka til þess að veita þessa upphæð, þar
eð fjártnálaráðherrann hefði sktrt sér
frá. að í fjárhirzlunni væru um 230
milj.. sem væru á reiðum liöndum til
hvers sem vera vildi.
Senor Gnllon, utanriki sráðh. Spánar
lét nýlega i ljósi við sendiherra Banda-
ríkjanna á Spáni, Woodford, að stjórn-
in óskaði eftir að General Lee, konsúll
Bandaríkjanna í Cúba yrði endurkall-
aður og að Bandaríkjamenn sendu
matarforöa til styrkt.ar Cúbaínönnum
á kaupskipum, en ekki á herskipum,
cins og ákveðið var. Sendiherra Wood-
ford sendi hraðskeyti þess efnis til
stjórnarinuar i Washington. og neitaði
hún að verða við beiðní Spánverja und-
ir núverandi kringumstæðum.
Hinn alræmdi Adolph L. Leutgert,
sem fyrir skömmu síðan var dæmdur
til æfilangs fangelsis fyrir að myrða
honu sina, var á laugardaginn fluttur í
fangahúsið í Joliet, 111,
WINNIPEG, MANITOBA. 10. MARZ 1898.
NR 22
A þriðjudaginn var loksins búið að
j^firheyra öll vitnin, og lögmennirnir
búnir að ljúka máli sínu fyrir báða
málsaðila. í sakamálinu á móti Sheriff
Martin J og aðstoðarmönnum hans, i
Wickesbarre, Penn., fyrir að hafa skot-
ið námamennina hjá Lattimer í haust
er leið. Eins og log gera ráð fyrir á
varpaði dómarinn sjálfur kviðdómend-
ur. Fanst öllum er til hans heyrðu, að
hann vera u S of hlyntur Shenff Mar-
tin og hans Ifylgifiskum.
tltloml.
Sagt er að Spánarstjórn sé búin að
kaupa tvö herskip frá Brasilíu, sem
voru í smiðum á Englandi. Eigi vita
menn hvaðan gjaldeyrinn kemur, þar
eð stjórnin sjálf er á hausnum, en bú-
ist er við að Frakkar láni féð. Spánn
vildi einnig eignast 3 önnur herskip,
sem eru i smíðum á Englandi fyrir
Chili. en nú litur út fyrir að Bandarík-
in hafi orðið fljótari til. Ef að frásögn-
in er rétt, þá bætast þar 3 góð skip við
flota Bandaríkjanna.
Ófriðarhorfurnar aukast alt af á
milli þessara tveggja ríkja og búast
þau í ákafa; auka herlið og skipaflota
sinn, hraða viðgerðum á skipum og
skotgörðum sínum, margfalda fram-
leiðslu á öllum þeim verkstæðum, sem
að einhverju leyti standa í sambandi
við herútbúuað þeirra, og í stuttu máli.
ganga svo aö verki, að áhorfendurnir
mættu ætla, að það þýddi eitthvað
meira en tóm látalæti.
Bandaríkjastjórn ætlar að sögn að
gera eyjarnar Dry Tortugas að herstöð.
Meinar það að þar hefir st.jórnin annað
Gíbraltar í Mexicoflóanum. Tortngas-
eyjarnar eru lítið lengra frá Havana,
heldur en Key West á Floridaskagan-
um, en mikið betur lagaðar fyrir her-
stöð. Fjarlægð þeirra frá Havana,
höfuðstað Cúba, er að eins 90 mílur.
Kyrrahafsfloti Bandaríkjanna held-
ur sig fram með ströndum Kína. Þeir
verða því viðbúnir, ef i ófrið lendir, að
taka Philippuseyjarnar, sem eru eign
Spánverja, og liggja þar skamt undan
landi.
Frétt frá Þýzkalandi segir, að
stjórnin só búin að banna öllum út-
londum námsmönnum aðgang að vél-
gerðardeildinni í gagnfræðisháskólanum
í Berlín. Það lætur illa í eyrum útlendra
nemenda, sem náttúrlegt er. Þeir bú-
ast líka jafnvel við að bráðlega muni
koma skipun, sem útiloki þá frá öllum
samskonar stofnunum á Þýzkalandi.
Frjálslyndari blöðin þ ir taka all hart i
strenginn á móti þessu, og láta í ljósi
von sina um að aðrar þjóðir muni
gjalda þeim í likutn mæli. Stjórnar-
blöðin þar á móti hrósa þessum gerðum
stjórnarinnir sem öðrum skipuDum
hennar.
Fréttir frá Havana segja. að upp-
reistarmönnum hafi enn einu sinni
heppnast að ná sér vopnum og vistum,
sem voru flutt nærri því inn á höfnina
í Matanzas, á skipinu Dauntless. Varn-
iugurinn var verndaður af 400 riddur-
um úr uppreistarliðinu. Árás var gerð
á það af 800 spánskum hermönnuin,
en í staðinn fyrir að ganga í bardaga
við þá. höfðu Cúhamenn sig undan
með hægð, og björguðu þannig sjálfum
sér og vistum sínum.
•
Vegna yfirvofandi ófriðar rnilli
Spánar og Bandaríkjanna hefir nú Go-
mez, yfirhershöfðingi uppreistarmauna
á Cúba, sent tnann til Washington með
fullkoinnar skýrslur yfir ástandið á
Cúba. hernaðaraðferð þeirra, liðsfjölda,
og, i stuttu máli, alt sem lýtur að frels-
isbaráttu þeirra. Þetta gerir hershöfð-
inginn til þess að hann geti því betur
starfað í samrærai við flota Bandaríkj-
anna ef til ófriðar kemur. Einnig
lætur liann í ljósi vilja sinn með það að
einhver Bandaríkja hershöfðingi yrði
.fenginn til þess að taka að sór heist jórn
þá sem hann nú hefir á hendi.
Hann efast ekki um að fyrsta verk
Bandaríkjatnanua yröi að frelsa Cúba-
menn undan oki Spánverja, og vill
hann því feginn leggja alt í sölurnar.
Nú er fullyrt að .Rússar sóu búnir
að leigja hafnirnar Port Arthur og Ta
Lien Van af Kínverjum, unj 99 ára tima-
bil. Eiunig eru þeir að auka herflota
sinn í Kyrrabafinu. Hafa sent þangað
13 nýja Torpedobáta. Svo ætla þeir að
halda þar 8 hraðskreiðum herskipum
sern áður hafa verið í Svartahafinu.
Þeir vilja eigi þurfa að eiga neitt undir
Bretum, með að koma fiota sínum í
gegnum Suezskurðiun, ef til ófriðar
kæmi ut af Kínamálum. Japanítar eru
óðir og uppvægir út af þessum aðförum
Rússa, og hóta öllu illu ef Rússar slaki
ekki til. Bretar eru líka mjög óánægð-
ir yfir þessu, en fara ait stiltara.
Winnipeg•.
Miss Margrét Bergsveinsdóttir, 535
Elgin Ave., á bréf á skrifstofu Hkr.
Kaupmaður Stefán Sigurðsson frá
Hnausum, Nýja Islandi, var hór á ferö
í bænum seinnipart fyrri viku.
Á skrifstofu Hkr. eiga þessir bréf:
Mr. Lárus Guðinundsson og Mr. J.
Gillis. Bæði bréfin eru frá íslandi.
Hra, S. B. Benediktson frá Selkirk
heimsótti oss á laugardaginn var. Hann
dvelur nokkra daga i bænum.
Páll Magnússon verzlunarmaður i
Selkirk var hér á ferð í verzlunarerind-
um um helgina. Fór heimleiðís á
mánudaginn.
Núna um helgina fengum vér
skeyti frá séra Þórhalla Bjarnarsyni
um að Kyrkjublaðið sé hætt að koma
út. “Friður sé með moldum þess”.
Lesið auglýsinguna frá Mr. Fleury
í þessu blaði Hkr. Hann er nú búinn
að fá inn vorvörur sínar. og Islending-
ar gerðu vel í að lita yfir þær áður en
þeir kaupa "annarstaðar.
‘Tjaldbúðarsöfnuður heldur sína ‘síð-
ustu vetrarsamkomu” í Tjaldbúðinni
annaðkvöld kl. 8. Prógrammið er langt
og bústið og búist við góðri skemtun.
Sjá augl. á öðrum stað í blaðinu.
Hra. J. H. Johnson frá Mountain,
N. Dak,, er alfluttur liingað til bæjar-
ins. Kom með konu sina i vikunni sem
loið. Fyrst um sirin býr hann að 156
Kate Str. Hra. Johnson er ágætur
járnsmiður, og býst við að stunda þá
iðn sína hér.
Hinn nýi konsúll Bandarikjanna,
Mr. Graham, frá Indiana, kom hingað
þann 3. þ, m, Hann dvelur hjá vinum
sínum hér í bænum nokkra daga áður
en hann tekur við störfúm sinum. Mr.
Dnffie, fyrverandi konsúll, flytur með
fjölskyldu sinni til Arkansas, þar sem
hann átti áður heima.
Good Templar stúkurnar Hekla og
Skuld halda ‘ Gold Medal Contest”
næsta mánudagskvöld á North West
Hall. Þeir sem keppa þar um medali-
una verða vel undirbúnir, og er því bú-
ist við töluverðu kappi. Þar að auki
verður góður söngur, solos, quartette,
hljóðfærasláttur o. s. frv., og er þvi
vonandi að samkoman verði vel sótt.
—Aðgangur að eins 10 cents.
Islendingar í Pembina County ættu
að lesa auglýsinguna frá R, Branchaud
í Cavalier, N, Dak., sem kemur í Jiessu
blaði. Hann er vel þektur af inörgum
Islendingum sem hinn áreiðanlegasti og
bezti drengur. Það er því enginn efi á
því að það er hagræði fyrir þá að verzla
við hann fremur en einhvern lítt þekt,-
arin náunga. Hann ábyrgist líka alt
sem hann selur ykkur.
Landi vor, hra. Jón Stefánsson frá
Hallson, N. Dak., hefir verið ráðinn af
Mr. Fleury í Winnipeg Clothing House
til þess að vinna i búðinni. Á hann
sórstaklega að annast afgreiðslu þeirra
mörgu Islendinga. sem verzla við Mr.
Fleury.
Vér getum gefið ósvikin meðmæli
ökkar með Mr. Stefánson: hann er okk-
ur kunnur sein áreiðanlegur og góður
drengur.
Snemma á laugardagsmorguninn
var varð maöur nokkur að nafni Alfred
Blackall undir járnbrautarvagni ’nér í
bænum hjá C. P. R félaginu og beið
hann dauða af, JMaður þessi hafði þann
sérstaka starfa á hendi hjá félaginu að
gera við járnbrautarvagna. Þennan
morgun var hann við þann starfa sinn
með öðrum manni. Tók hann þá eftir
því að á næsta spori stóð vagn, sem
þurfti lítilfjörlega viðgerð. Brá hann
sér því þangað og bjóst tíl að afljúka
verki sínu, en hann varð að fara inn-
undir vagninn áður en hann gæti það.
Meðan á því stóð koin einn af gufuvögn
um þeim. sem sífelt eru á ferð fram og
aftur við að flytja vagnana af einu spori
á annað. með langa lest af tómum
vögnum, og rak þá á vagninn sem
Blackall var undir. Afleiðingin varð
sú, að vagnhjólin fóru yfir fætur hans
og tóku þær því nær af, og einnig brotn-
uðu nokkur rif í hægri síðu hans og
hægri handleggurinn var allur marinn
í sundur. Maðurinn lifði í tvær klukku-
stundir, en var alt af meðvitundarlans.
Jakob bókbindaii er nýfluttur að
121 McDonalds 8t.
Utanáskrift til hra. Einars Ólafs-
sonar verður eftirleiðis: 789 Notre Daine
Ave. West, Winnipeg, Man.
Nr. 20 af þessum árg. Hkr. verður
kejflt á skrifstofu Heimskringlu. Þeir
sem vilja selja, eru beðuir að senda
blaöið sem allra fyrst.
Það er von á Booth, yfirmanni
Sáluhjálparhersins, til bæjarins á mið-
vikudagiun kemur. Búist er við að
hann dvelji hér tvo eða þrjá daga.
Nýlega fluttu sig frá Selkirk vestur
til Seattle, Wash., tvær fjölskyldur is-
leuzkar: Hans Hansson með konu og
börn; nafn hinnar fjölskyldunnar vit-
um vér ekki.
Frá því Hkr. koúi út siðast hélst
sama veðurbliðan; þíða á hverjum degi,
en dálitið frost á nóttum, þar til á
þriðjudagsmorgun, að það snerist i
norður með fannkomu og hvassviðri.
Þegar blaðið fer í pressu er s«ma íiorðan
f júkið.
Hvítabandsdeildin íslenzka heldur
opinn skemtifund, miðvikudaginn 16.
Marz,, kl. 8 e. h , í Unity Hall. Pró-
grammið verður liuft eins gott og föng
eru á. Ollum er boðið að koma. 8am-
skot verða tekin, þvi félagið hefir tölu-
verðan kostnað að bera, en er ungt enn
þá og því fátækt af centunum.
Fimtudaginn 3. þ. m. komu hingað
til bæjarins Mr. S.igurður Ej’jólfsson og
Miss Kristín Anna Danielsdóttir, frá
Vestfold, Man. Um kvöldið sama dag
voru þau gefin saman í hjónaband af
séra, Hafsteini Péturssyni. Daginn eft
ir fóru nýgiftu hjónin heim til sin. —
Hkr. óskar hjónunum til lukku.
Á sunnudagskvöldiðkemur, kl. 8 30
verður haldin minningarmessa út af
dauða Miss Willard í Grac Church hér í
bænum. Allir meðlimir W. C. T. U.
og öllum meðlimum bindindisfélaga og
yfir höfuð öllum er boðið að koma og
vera við þessa minningarmessu. Kyrkj-
an verður prýdd með ýmsu skrauti, þar
á meðal verða flögg allra þjóða sem
hægt er að fá liér í bæoum o. s. frv.
Hin velkunnu heiðurshjón, herra
G. P. Thordarson (bakari) og kona hans
urðu fyrir þeirri sorg, 3. þ. m., að
missa elztu dóttur sina, Guðrúnu
Agústu, 6J ára að aldri. Dauðamein
hennar var garnahólga, og hafði hún
legið sjúk í viku áður en hún dó. Hún
var einkar elskulegt og efnilegt barn og
augasteinn foreldranna, og má því geta
nærri hve söknuður þeirra er sár. —
Jarðarförin fór fram á laugardaginn
var.
Nú eru þeir herrar Jóh. Pálsson og
H. Bardal byrjitðir á húsbúnaðarverzl-
un sinni í búðinni á horninu á King og
James St., þar sem hr. Teitur Thomas
verzlaði áður. Hyer sem kemur inn í
búð þeirra félaga getur sannfærst um
það, að þeir selja góða og ósvikna muni
fj-rir mjög sanngjarnt verð. Hkr. er
mjög ánægð yfir að sjá þá korana í ná-
grennið, og óskar þeim um leið vaxandi
verzlunar og velgengis.
Þrír kj-nblendingar réðust á skóla-
pilt frá Wesley College á laugardags-
kvöldið var. Hann var á heimleið eftii
Portage Ave., þegar beir lögðu að hon-
um. Eftir allsnarpan hardaga hafði
hann sig frá þeim, en bar þó töluverðar
menjar eftir orustuna,
Það ýiröist alt af vera að ankast ó-
regla á strætum bæjarins, einkanlega
seint á kvöldin. Stafar það etíaust af
fæð lögregluþjónanna.
Mr. R. JSeemann, bankastjóri frá
London, var hér á ferð í vikupni sem
leið. Hann er sagður mjög ötull mað-
ur og fjáður vel. á liann meðal annars
81.000 ekrur af landi hér með fram Ma-
nitoba & North Western járnbrautjnni
Hann hefir í hyggju að byggja þessi
lönd dugandi mönnum, sem uenna að
vinna og vilja reyna gæfuna við akur-
yrkju. Kveðst hanu muni leggja hverj-
um einum til, eftir þörfum, grípi. ak-
uryrkjuverkfæri og útsæði. Fyrir
þetta borgar svo leignliðinn með viss-
um hluta ágóöans, þegar búskapurinn
gengur vel. En verði bóndi fj-rir upp-
skerubrestí eða öðrum áföllum, áskilur
Mr. Seeman sér enga borgun fyrir það
eða þau ár.
Þessir leiguliðar verða undir urasjón
innflutningastjórans hér í fylkinu, og á
hann að hafa heimild til að reka burt af
Iðndunum alla letingja og slóða og legja
þau öðrum, sem bctur eru til þess falln-
ir að gera þessar bújarðir arðberandi.
Þjófurinn Carl Ericson, sem tvi-
vegis braust inn og gerði fjárnám í búð
hra. Stefáns Jónssonar á Ro-s Ave. hér
i bænum, var á föstudaginn 4. þ, m.
dæmdur i 9 mánaða fangelsi. Yfirdóm-
arinn, Thomas Tavlor, sem dæmdi
hann, sagðist hlífa honum við harðari
sekt i þetta sinn, þar eð það væri fj-rsta
brot hans. en varaði hann um leið við
því, að komast ekki oftar undir manna
hendur, því þá fengi hann lengri visti
betrunarhúsinu. — Ericson hafði stolið
yfir $600 virði af vörum, og þegar haun
náðist var hann _að reyna að §elja sumt
af þeim.
Á laugardaginn kemur lleggja af
stað héðan úr bænum þrír Islendingar
til “gulllandsins góða” (Klondike). Það
errt þeir Sölvi Sölvason, Jón Jónsson
Hörðdal og Jón Valdimarsson. Þeir
fara héðan með C. P. R. brautinni til
Vancouver og þaðan sem leið liggur
norður sjóveg; siðan fara þeir yfir hið
svonefnda White Pass og svo niður
Yukonfljótið, Þeir hafa með sér vista-
forða til eins árs, að minsta kosti, Þeir
eru allir ötulir menn, hraustir og heilsu
góðir. og mun þar ekki auðfarið er þeir
láta undan síga. Vér óskum þeira alls
velfarnaðar og að þeir sæki auð og gæfu
til undralandsins mikla.
vissað þá um að hann væri jafngóð-
ur eftlr kaldabaðið, þá j-fiigáfu þeir
hann og héldu hver heiin til sin ánægð-
ir j-fir að hafa getað orðið til þess að
bjarga manntetrinu.
Bæjarstjóri Andrews hefir feDgið á-
skorun frá sveitarráðsforiiianninum í
Woodlands um að gangast fyrir hjálp
að svo miklu leyti semhægt væri handa
þeim af íbúum Woodlands, sem mistu
nærri allar eigur sínar í hinum mikla
sléttueldi siðastliðið haust. Flest af
þessu fólki hefir verið til húsa hjá ná-
búum sínum yfir veturinn, en vill nú
komast á sínar eigin jarðir aftur. —
Stjórnin ætlar að lána þeim við í bygg-
ingar, og svo verður þeim hjálpað um
húsbúnað og fleira þessháttar. En það
sem það vanhagar mest um eru verk-
færi af ýmsum tegundum. Þeir hafa
ekki svo mikið sem hamar, til að smiða
með hús sin.
The Mutual Reserve Fund Life
Association auglýsir í þessu blaði Hkr.
sautjándu árs skýrslu sína. Hún virð-
ist bera það með sér að félagið sé á
traustum fótum. jafnvel þó það hafi
ekki árið sem leið gefið út lifsábj-rgðir
fyrir eins hárri upphæð, eins og árið
áður. I sambandi við það er það að-
gætandi, að þetta ár hefir félagið ein-
ungis tekið til greina í skýrsln sinni
þær lífsábyrgðir, sem voru um áramót-
in komnar fullgerðar inn í bækur fé-
lagsins á aðalskrifstofu þess, en slept úr
öllum þeim sem voru í höndum umboðs
manna þess víðsvegar um heim, sem
nema fleiri miljónum. og sem ætíð áður
hafa verið taldar með í ársskýrslum fé-
lagsins.
TÆRING LÆKNUÐ.
Gömlum lækni nokkrum, sem var
hættur við vanaleg læknisstörf sín, var
útvegað af kristniboðara í Aust-Indíum
forskrift fyrir samsetning á jurtameðali,
sem læknaði tæring, Broncliites, Ca-
tarrh, Asthma og öll veikindi, sem
koma frá hálsi eða lungum, einnig alla
taugaveiklun. Eftir að hann hafði sann
! færstum hinnmikla lækningakraft þess
I þá áleit hann það skyldu sína að láta
| þá sem þjást af þessum sjúkdómum
í vita af þessu meðali, býðst hann því til
í að senda hverjum sem hafa vill ókeypis
Ijorskrift þessa á þýzku, frönsku eða
j ensku, með fullum skýringum hvernig
I það eigi að brúkast. Þegar þið skrifið,
þá sendið eitt frímerki og getið þess að
auglýsingin var i Heimskringlu.
Utanáskriftin er :
W. A. Neyes, 820 Pewers Block,
IÍochester, N. Y.
s
kemmth
amkoma
Seinasta og bezta samkoman á vetr-
inum verður haldin í Tjaldhúðinni
fiistudagskvlildið 11. Marz, kl. 8. e.m.
Bezti hljóðfærasláttur, ágætis söngur,
enskur prestur með ræðu, og alt eftir
þessu. Komið þið öll, konur og menn,
piltar og stúlkur, það mun enginn
iðrast eftir því.
Á mánudagskvöldið var voru þeir
landar vorir Jón Stefánsson og Grímur
Olafsson á ferð suður hjá Aðalstrætis-
brunni á Assiniboineánni. Ætlaði Jón
heim t}l sín í Fort Rouge, en Grímur
bjóst til að snúa til baka heimleiðis, þar
eð hann einungis hifði verið að fylgja
kunningja sínum á leið. Slóst þar í för
með Grími Guðm. Sigfússon, sem var á
norðurleið. Skildi þar með þeim félög-
um á brúnni og héldu hvorir í áttina
heimleiðis. En ekki höfðu þeir Grímur
og Guðm. lengi gengið, er eitthvert
undarlegt hljóð barst þrim til eyrna.
Gátu þeir ekki í fj-rstu áttað sig á hvers
konar hljóð það væri. eðá hvaðan það
kæmi. en datt brátt i hug að einhver
mundi í nauðum staddur þar nálægt' á
ánni. Hröðuðu þeir því ferðinni sem
mest þeir máttu ofan að á; jheyrðu þeir
þá glögt. hvaðan hljóðin komu, og eftir
fáein augnablik sáu þeir hvar maður
var að brölra í vök á ánni. og æpti hann
enn'gríðarlegar um hjálp, er hann sá
mennina nálgast sig. Tókst þeim loks
að ná karlt upp úr með aðstoð Jóns, er
einnig hafði heyrt hljóðin og snúið til
baka. Yar verk það ekki svo létt sem
sýndist í fyrstu, því ísinn þar sem karl
datt ofan í var örþunnur alt í kring.
sem orsakast mun af heitum gufu- og
vatnsstraum sem þeytist útyfir hann
úr pípum. sem liggja frá Hudson Bay-
millunni, er stendur þará árbakkanum.
IIm það levti. sein þeir voru liúnir að
draga karlinn upp úr vökinni. var þar
kominn raúgur og margmenni utan um
þá. Eftir að karl hafði sagt þeim að
hann væri vökumaður á millunni og
hefði ætlað aö sækja sér vatn, þegai
hann datt ofan í, og eftir að hafa marg-
þakkað þeiin fj-rir handtakið og full-
PROGRAH:
1. Söngur... .Söngtiokkur safnaðarins
2. llpplestur.........St. Þórðarson
3. Brassband Instrumental Musie
, H. Lárusson o.fl.
4. Oákveðið......................L. Guðmundsson
5. Solo.....................S. Ross
6. Ræða...............Rev. Gordon
7. Solo.......... Miss E. Kjernesreð
8. Kritik um hausask.fræði. J.Einarss.
9. Music......... H. Lávusson o.tí.
10. Kappræða......Ólafur Ólafsson og
A. Anderson.
11. Solo.....................S. Ross
12. Upplestur..........Sigfús Pálsson
13. Reeitation....Runólfur Fjeldsteð
14. Music..........H. Lárusson o.fl.
15. Upplestur. <.. .Sigurður Magnússon
16. Söngur........Söngfl. safnaðarins
Inngangur fyrir fullorðna 25c.
en fyrir hörn 15c.
Winnipeíf-markaðurinn.
Gott, heimagert smjör 12 —1 4c.
‘Factory’’ ostur ......... 10 —10£“
Egg, tyl tin ............. 16 —19 “
Endur (parið) ............. 15 —30“
Gæsir, viltar.hver . ... .. 30 —50“
Svinafeiti, 20 pd. fata... $1.70
Nautakét.................. 3 —4J‘
Kindakét.................. 6 —7 “
Svinaket.................. t> —7 *•
Kálfakét.................. 5 —7 “
Lambakét ................. 7 —8 “
Nautahúðir, pundið ....... 7—7J “
Fersk sauðskinn ............... 40—75“
Hestahúðir................ 75—1.75
Ull', pundið (óþvegin).... 8—10“
Tólg ..................... 2J 3J“
Jarðepli................... 35—4o “
Naut, á fæti, pundið ..... 8J—3J“
Hej’ (tonnið).................... $6 .00
Eldiviður (faðmur) :
Tamarae............. $4.25—4,50
Pin<*............... 4.00—4,25-
Poplar................. 3,00—3,25
##########################
#
#
#
#
#
#
m
D. W. FLEURY,
564 Maiit Síreet’
Beint á móti Brunswick Hotel.
Ilann hefir nú iengið f húð sína mikið af nýjumopmjög falle^um
karlmanna og drenpjatötnm, eirmigr höttum og húfum og flestu
öðru sem karlmenn þarfnast fyrir vorið. Komið og I'tið ytir
jjft vörurnar. Oss er anægja að sína yður þær þú þór kaupið ekkert
#
#
#
#
#
y.;
13. W.
N. B. Hr. Jún Stefánsson vinnur í húðinni og þætti mjög vænt
um að sjá landa sína koma við, og skoða vörnrnar.
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#########################*