Heimskringla - 07.04.1898, Blaðsíða 2

Heimskringla - 07.04.1898, Blaðsíða 2
2 HEIMSRKlMuLA, 7. APRIL 1S98 Heimskringla. Verð blaðsins í Canada o« Bandar. $1.50 nm árið (fyrirfram borgað). Sent til íslands (fjrrirfram borgaö af kaupend- -tn blaðsins hér) $1.00. Seningar seudist í P.O. Money Order .egistered Letter eða Express Money Qrder. Bankaávísanir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með aílöllum. þá væri það glæpi næst að kasta burtu til tveggja manna nær fjórum mil jónum ekra af, ef til vill, auðugasta gulllandi heimsins, fyrir að eins 150 mílna langan brautarstúf. B. F. Walters, Útgefandi. Office Corner Princess & James. P.O. BOX 305 Stickine-brautin. Þá er nú Senatið í Ottawa búið að láta í ljósi skoðun sína á Stickine- brautar-frumvarpinu. Atkv.greiðsl- an um það fór fram 30. Marz, og var frumvarpið felt með 52 atkv. gegn 14, það er að segja hreinn meirihluti á móti frumvarpinu var 38 atkv. Það var oft og á marga vegu búið að reyna að þröngva senatinu til þess að aðhyllast þetta dæmalansa stjórnarörverpi. Það var revnt að sýna fram á hve afarnauðsynlegt það væri að fá greiðar samgöngur til Yukonhéraðsins. og að eini vegurinn til þess væri að láta byggja 150mílna langan járnbrautarstúf, frá Stickine- ánni til Teslin-vatnsins, An þess að taka nokkurt tillit til þess, að ána og vatnið er að eins hægt að nota til siglinga svo sem þrjá mánnði af ái inu sökum ísa, og svo þar að auki að áin er ekki fær, vegna grynninda, nema fyrir fiatbotnaða dalla, þegar nokkuð dregur frá sjá. Og 'svo er það enn eitt, að öll líkindi voru til að Banda- ríkin heimtuðu toll af varningi þann- ig fluttum eftir Stickine-ánni, þar eð hann liLut að affermast innan landa- mæra Bandaríkjanna. Því var slegíð fram af stjórnar- sinnum, að ómögulegt yrði að koma nægum vistaforða inn í Ynkonlandið fyrir námamenn og aðra, ef þessi ómerkilegi járnbrautarstúfur fengist ekki. Svo var það einnig borið fram að Canadastjórn yrði því sem næst ómögulegt að viðhalda nokkurri reglu eða réttarskipun þar, ef sam- göngurnar yrðu ekki greiðari en þær eru nú. I stuttu máli, voru tiltíndar allar verulegar og ímyndaðar ástæð ur, sem að einhver.ju leyti gátu fegr að eða afsakað þennan dæmalausa gjörræðissamning stjórnarinnar við þá McKenzie & Mann, svo að þjóðin misti sjónar á eða tæki ekki eftir fj ir- glæfrunum sem lágu til grundvallar fyrir þessum samningi. En nú er stjórnin búin að reka sig á það, að þjóðin heflr vakandi auga á öllum refsporum hennar. Því það er enginn efi á því, að efrimál- stofa sambandsþingsins hefir mikið farið eftir þeim röddum sem heyrð- ust fri þjóðinni á móti þessu endemis- frumvarpi. Og þessar raddir komu ekki einungis úr flokki Conservativa, heldur einnig frá Liberölum sjálfum viðsvegar um landið, og enda sum Liberölu-blöðin, sem ekki eru alveg skert allri sanngirni þegar um póli- tisk flokksmál er að ræða, tóku ó- mjúgt í taumana hjá stjórninni og reyndu að sannfæra hana um, hversu mikil heimska og bíræfni það væri, að kasta þannig út eignum almenn- ings. Og jafnvel ýmsir af sjálfum Liberalþingmönnunnm f neðri mál- stofunni, sem greitt höfðu atkvæði samkvæmt vilja stjórnarinnar, gáfu ótvírætt í skyn, að þeir væru von- daufir um nokkrar góðar afleiðingar af þessu jámbrautar-braski stjóraar- innar. Það er engum blöðum um það fletta að efriraálstofan hefir litið á þetta mál eins og allur almenningur gerir, nefnilega að stjórnm eftir samn- ingi hennar við þá McKenzie & Mann, mundi borga fyrir þennan járnbraut- arstúf fjórfalt meira en kostaði að byggja hann, og svo þar á ofan hefði þessi braut ómögulega getað komið að tilætluðum notum. Svo er þá þetta minnisstaiða frumvarp Liberalstjórnarinnar dautt og graflð f þetta sinn að minsta kosti og á efrimálstofan skilið þakkir Can- adisku þjóðarinnar fyrir það, að koma í veg fyrir þetta stórkostlega fjárglæfrabragð stjórnarinnar. Því þótt allir mennaf öllum flokkum við- urkenni, að gott væri og þarflegt að greiða fyrir samgöngum til Yukon, Kannsóknirnar. Lögstjórnarráðgjafi fylkisins, Hon J. D. Cameron sagði þinginu fyrir fá um dögum, að máisóknir þær sem Manitobasfjórnin lét höfða eítir sfð ustu Dominionkosningar, á hendur mörgum af umsjónarmönnum at kvæðakassanna (Deputy returning Offlcers), hefðu kostað fylkið 8274.10, Hann sagði reyndar að Doininion stjórnin hefði l&gt eitthvað af skild ingum til þessa þokkalega fyrirtækis en kvaðst ekki vita hve mikil sú upphæð væri, en hélt að hægt væri að flnna það í rfkisreikningunum. Nú skildi maður ætla að þessi $274.íO upphæð, sem ráðgjafinn játaði að hefði verið varið til þess að ofsækja þessa menn fyrir ímyndaðar atkvæða- falsanir, mundi vera finnanleg fylkisreikningunum. En það er ekki því líkt. Ekki einn einasti stafur er þar er sýni að nokkurri slíkri upp hæð hafi verið varið til þessa, og sýn- ir þetta vel hve kæn stjórnin er að fela þær útborganir í reikningunum, sem hún skammast sín fyrir að láta sjást. Það er ekki ólíklegt, ef hægt væri að þvinga Mr. Cameron til að segja satt, að þá kæmi í Jjós, að út- gjöld fylkisins við þessar svívirðilegu málsóknir hefðu í rauninni orðið miklu meiri heldur cn þessir frainan- töldu $274.10. í fylkisreikningun- um sést, að í mið-iögsagnarumdæm- inu hefir Geo. Clark o fl. verið borg- ið $383.40 vitnakaup, og Henry Duncan o. fl. $979.10, einnig vitna- kaup. En svo hefir Geo. Clark o. fi. einnig verið borgað $1888.25, kvið- dómendalaun ; alls borgað 82950.90. Árið áður var vitnakaup i þessu sama lögsagnarumdæmi að eins S38.30 og kviðdómendalaun $1143.50, svo að kostnaðurinn var hátt á annað þús- und dollars hærri í þessu eina lög- sagnarumdæmi, sem afleiðing af hin- uin svívirðilegu ofsóknum stjórnar- innar á hendur þessum saklausu mönnum. Svipaður aukakostnaður átti sér einnig stað í austur-lögsagnarumdæm inu, og er það einnig afleiðing af stjórnarofsóknunum. Það er því sjá- anlegt, að þeir $274.10, sem Cameron telur að þessi mál hafi kostað fyfkið, er í raun réttri að eins mjög lítill partur af öllum þeim kostnaði sem stafaði af þeim, og sem er skrúfað út úr gjaldþegnum fylkisins algerlega að óþörfu. En svo er að víkja að ríkisreikn- ingunum síðustu. Þeir sýna að Laur- ierstjómin hefir borgað út til þriggja lögmanna hér í Winnipeg (allra of- stækisfullra fylgifiska “liberala) nær ELLEFU ÞÚSUND DOLLARS ($10964.41) fyrir vinnu og tilkostnað í sambandi við þessar atkvæðafölsun- ar-rannsóknir, og er sjálfur J. D. Cameron einn af þessum þremur herrum.En þetta er að eins ein af þess- um makalausu sparnaðaraðferðum Laurierstjórnarinnar, eitt af því sem á að miða til þess að létta sköttum á gjaldþegnum rlkisins og minka þjóð- skuldina. En þeir verða eflaust margir sem líta svo á, að Mr. Came- ron, sem er einn af æðstu ráðgjöfum í Greenwaystjórninni með $3600.00 árlegum launum (að meðtöldu þing- kaupi) ætti að geta komist af án þess að þurfa að lifa á dúsu frá ríkis- Pólitiskar hugleiðingar Eins og lesendum Hkr. mun kunn- ugt vera er nú um stundir mest talað um stríð við Spánverja, Blöðin gera töluvert veður og slá um sig með stór- um orðum; sum þeirra (leigutólin) eru ekki ætíð sjálfum sér samkvæm. Þegar 'Wall Street’ talar um strið, þá eru þau auðvitaðð á förum i stríð og tala svo gífurlega um blcðálfur, að meir líkist hrikalegum rímnakveðskap. en rithætti vorra daga. Maður er nefndur Henry Clews; hann er vel ritfær og hefir á sið ustu árum aflað sér frægðar með ‘Wall Street’-bréfum sínum, er hann skrifar og sendir út um heiminn i viku hverri. 12. Marz segir hann í bréfi sínu á þessa leið:, ‘Ég held það verði affarabezt fyrir hinn ríka hluta jþjóðarinnar, að Spán gefi Cuba nýja stjórnarskrá, er veiti þeim sjálfsforræði.ekki samt ótakmark- að, heldur að Spán sé talin sem eigandi Cuba; það er að segja, að Cuba sé talin partur af spánska rikinu. En vilji nú Cuba ekki ganga að þessum kosti, held ég réttast að Bandarikin þvingi Cuba til að taka þessa stjórnarbót. og taka að sér með tilstyrk Batidaríkjanna part af skuldum Spánar, segjum helminginn og endurnýa þessi Spánar skuldabréf og gefi út jafna upphæð af Cuba skulda- bréfum, ábyrgð Jaf Bandaríkjunum”. Svo mörg eru orð þessa manns, sem er bergmál af því er skuldabréfaprang- ararnir á Wall Street hugsa og tala. Nú er spursmálið, hvað þjóðin huvsar um þetta. Eitt er víst, að flestum blöðum landsins kemur saman um það, aðeitt- hvað ætti að gera til þess að enda þetta voðalega ástand sein er á Cuba. 600.000 menn, konur og börn hafa mist lífið á einn eða annan hátt af völdum ófriðar- ins síðan hann byrjaði, en Samt segja þeir Hanna, : McKinley & Co., að það séekkert stríð á Cuba, Hvað segir þjóðin um það, og hvað segir mannúðin um það,-; Ér ekki ólíklegt að einhvern- tíma verði eitthvað annað tekið til greina. en vilji auðkýfinga, er verzla með skuldabréf heimsins, en hvað langt er þess að bíða, er enn óvíst. Mörg blöð, sem hafa fylgt stjórn inni og hvítþvegið alla hennar glæpi og glappaskot, eru nú farin að kvarta urn aðgerðaleysi hennar og enda bera sér munn, að stjórnin sé algerlega á bandi Wall Street. Þannig segir Chicago Tribune fyrir fáum dögum. í ritstjórnar grein: “Þnð lítur út fyrir að stjórnin hirði lítið um heiður þjóðarinnar, og sést þess nú glögt merki, að gamli Blaine er hniginn til jarðar, Þingið virðist vilja halda uppi virðing þjóðar innar, en svo er stjórnin stefnulaus sníst um möndul sinn; hrópar strið. þegar Wall Street hvíslar styrjöld; talar svo næsta dag um frið, hvað sem það kosti; þegar Wall Street vill frið, með öðrum orðurn, ef það heldur þaðgeti grætt meira á’ striðsskuldabréfum Bandaríkjanna, en sem svari tapinu skuldabréfum Spánar, þá vantar þá ekki annað en stríð, Og þvi verður ekki neitað, að stjórnin havar seglum eftir vindi. eftir því sem blæs í Wall Streef, Stæði þessi vitnisburður í blöðum, sem eru andvíg stjórninni. mætti segja að lítið mark væri takandi á glamranda þessum, en þegar aðrar eins raddir og sú sem að framan er rituð stendur í rit stjórnardálkum blaðs, sem er málgagn þess flokks, er stjórnin tilheyrir, þá verður manni að spyrja.' Hvert er þjóðina að rekaV Er það virkilega svo að fáir auðmenn, er hafa skrifstofur sín ar á Wall Street ráði öllu, hafi alt fram- kvæmdarvald stjórnarinnar? Sé svo eins og margt virðist benda á, þá er ó- þarfi að vera að blása um frelsi og frama þessa lands. Þegar peninga víxlarar þjóðarinnar halda hverju sæti í musteri frelsis og farsældar, þá verður ekki annað séð, en þetta mikla lýðveldi er allur hinn mentaði heimurhefir dáðzt að. sé nú horfið að mestu, að eins eftir hilling er vilir sjónir um nokkur ár, fyrir þeim er að eins stara á yfirborð hlutanna, en hirða ekki um samband orsaka og afleiðinga.Það er satt.vér höf- um ekki konung, en vér höfnm kon- unga. er stjórna fjöldanum, er berzt hingað og þangað fyrir boðaföllum við' burðanna, um hið pólitiska úthaf eig' ingirni og yfirdrepskapar, og hver einn þessara konunga er eins skaðlegur frelsi alþýðu, eins og þó hann væri krýndur og hefði veldisstól sinn i Wall Street eða hvar annars staðar sem vera skal. stjárninni og allra síst ætti hann að láta þannig lagaðan persónulegan hagnað koma sér til að hetja slíkar ofsóknarrannsóknir á hendur sak- lausnm mönnum, sem dómstólarnir hafa sýnt að gert hefir verið í ofan- greindum tilfellum. WlNNIPEGINGUR, 3000 pör DANSKRA ULLARKAMBA [Merktir J. L] Við ábyrgjumst þá. Sendir til ykkar fyrir $1.00. Skrifið til Alfred Andresen A Co. Western Importers, 1302 Wash Ave. So. Minneapolis, Minn. eða til <í. Mwansoll, 131 Higgin St., Winnipeg, Man EDMUND L. TAYLOR, Barrister, Solicitor &c. Rian Block, 492 Main Street, Winnipeg. Eg hefi þá trú — það er min sann- færing —, að hver synd hafi sína hegn- ing í för með sér. Bandaríkjamenn hafa syndgað þegar þeir fylgdu í hugsunar- leysi eigingjörnum og óþjóðhollum leið- togum, enda er nú þjóðin farin að finna til sársauka hegningarinnar, þvi ef þingmenn þjóðarinnar semja lög, sem eru vinveitt alþýðu, þá vill ætíð svo tii, að hæztiréttur álitur þau ósamhljóða stjórnarskránni og strykaryfir þau með votum njarðarvetti, og þannig endar þeirra tilvera, en það eru viðurkend sannindi af öllum flokkum, að í hæsta réttlandsins hafi ekki aðrir menn verið útvaldir um næstl. 20 ár, en þeir sem mentaðir hafi verið í skóla einokenda, járnbrautarlögmenn eða lögmenn ann- ara einvelda. Einn herra, er nú situr í þessu þýðingarmikla sæti, náðí tiltrú fólksins, með því að verndabrennivíns- einveldið(ll) og hjálpa þvi til að fótum troða landslög og siðvenjur. Því dæm- ist rétt að vera, að hann fengi þetta hæga embætti sem umbun trúrrar þjónustu í vingarði auðvaldsins. Marg- ir hafa sagt við mig: Tilhvers er að tala um þetta. Það er nú raunar satt, sem þú segir, en auðvaldið hefir einlægt ráðið öllu í heiminum og mun halda á- fram að gera svo, þó þú og ótal þinir líkar nöldri eitthvað. Þegar alt kemur til als, þá er dollarinn aðal aflið, aðal þungamiðjan, er aðrir viðburðir sög- unnar snúast um. Ég viðurkenni sann- indi þessara áminninga meðbræðra minna, og fyrirgef þó ég og mínir líkar séu stundum kallaðir nöfnum, er ekki taka sig sem bezt út á prenti, því ég hefi alt af haft þá skoðun, að þegar mót stöðumaður minn svarar framsögu minni með uppnefnum og illyrðum, þá lýsi það því, að hann hafi lítið af nýt um röksemdum, eða þá að hans andlega ástand sé í hörmulegu ástandi, svo við það sé ekki koraandi. En svo eru aðr- ir, er segja: Hvað er hægt að gera til að græða sár þjóðlíkamans? Það er margt sem þarf að gera, en sérstaklega er það eitt atriði, er mér virðist koma oss íslendingum við, eins og raunar öllum innflytjendum, og það er að afla oss þekkingar á stjórnarfyrirkomulag þessa lands, er vér köllum vort fóstur- land; afla oss þekkingar á hinum ýmsu málum, sem efst eru á dagskrá í það eða hitt skiftið, svo vér getum gengið til verks með brennandi sannfæringu þeg- ar vérgreiðum atkvæði og vitum að vér erum að gera skyldu vora, samkvæmt vorri innri rödd, rödd samvizkunnar, en ekki að vér köstum atkvæðum vor- um hugsunarlaust ogvitum ekki ein- göngu hvað vér höfum kosið eða hafn- að. Það er ekki heilsusamlegt að fjöldi kjósenda viti ekki hvað er verið að velja uin, gangi bara sem sauðir til slátrunar og kjósi eins og 'Brown eða Toin' segir þeim, og segi svo á eftir: Mér stóð al- veg á sama; ég bara greiddi atkvæði eins og Tom sagði mér; hann merkti seðiiinn fyrir mig; ég vissi ekkert um hvað var verið að rífast um, en hann hefir máské vitað það. — Þetta er voða- legt ástand, í lándi þar sem lýðstjórn er, og hver einstakur borgari hefir eins mikið vald og æðstu embættismenn landsins, Eg get ekki stilt mig um að geta þess við þetta tækifæri, að eftir minni eigin reynd við kosniugar hér, þá eru landar betur[að sér og vita meira um hvað er verið að kjósa, en aðrir inn flytjendur. Þeir skilja mikið betur stjórnarfyrirkomulagið, en t. d. Norð- menn. Þess munu engin dæmi að Isl. hafi greitt atkv. fyrir ríkisstjóra án þess að vita nafn hans, eins og ég vissi til um Norðmann, er var búinn að vera hér nærfelt 20 ár. Hann var að kjósa ríkisstjóra. og vissi að fyrra nafnið var Knútur, en seinna nafnið vissi hann ekki um, ekki heldur hvaða embætti þessi Knútr víldi ná. Samt var þessi náungi laiddur upp að atkv. staðnum og þar leysti hann af hendi sína þegn- legu skyldu, ekki eins og hans eigin sannfæring sagði honum að gera þaö, heldur eins og atkvæðasmalinn vildi að hann gerði. Þetta er að eins eitt til felli og ótal fleiri gæti ég tilgreint, ef þörf gerðist, en þetta ætti að vera nóg til þess að koma mönnum í skilnimr um að hver einstaklingur verður að kynna sér undirstöðu atriði þess rikis, eða þjóðar, sein hann er meðlimur af, ef hann á að geta tekið þátt i stjórnmálum og greitt atkv. eins og skynberandi manni sæmir að gera, samkvæmt því er hans eigin skynsemi segir honum að sé rétt. Fyrir mörgum árum síðan fundum við landar hér í Minnesota til þeirrar þarfar, er oss fanst þá svo brennandi. Vér mynduðum félag, er eingöngu hafði það starf, að uppfræða felagslimi um borgaraleg róttindi og skyldur. Það félag varð ekki gamalt, af því um þær mundir myndaðist annar félagsskapur hér.sem er þannig, að annar féiagsskap- ur eyðíst við návist hans. Eu hvað sem því líður, þá er ég sannfærður um að þetta félag vort var spor í rétta átt og bar ávexti til góðs fyrir þann stutta tíma er það starfaði á meðal vor. Má- ské landar í hinum ýmsu nýiendum hafi líkan félagsskap, er verið hefir lánsam ari en borgarafélagið okkar. Viðvíkjandi.því að auðurinn sé það vald. er ekki verður á kné komið, vi) ég svara því. að ég vil ekki trúa þvi, af þvf mór finst þá svo lítið verða úr menning og framförum. sem þó eru virkilega miklar, og svo mikið er um blásið, o? svo þykir mér svo lítilmann- legt að gefast upp, þó illa þyki ganga og þó maður sjái að réttur og mannúð verði undir allajafna. Engin nýtur skipstjóri yfirgefur skip sitt fyren hann þykist viss um að ómögulegt sé að verja það strandi. Eins vírðist mér að hver maður sem elskar þetta land og hefir þá trú, að mannúð og réttlæti sigri einhverntíma, eigi að halda beint að því takmarki, er happasælast virð ist fyrir fjöldann og mesta von gefur um sigur yfir rangsleitni auðvaldsins. Látum eftirkomendur vora sjá þess ljós inerki, hvert vér höfum verið að halda, og fyrir hverju vér börðumst næðan aldur og kraftar entust. Látum þá lika sjá það, að vér höfum skilið kröfur tím- ans; að trú vor um sigur hafi verið bygð á þekkingu, á reynslu. en ekki á glamranda óvandaðra leiðtoga og leigu- tóla. - G. A. Dalmann. B. G. SKULASON ATTORNEY AT LAW. SKRIFSTOFA í BF.ARE BLOCK. Graml ForkN, IV. D. A leið til Yukon. Um borð á gufuskipinu “Islander,” í Marzmánuði 1898. Vegna þess að ég hefi ekki tima til að skrifa öllum þeim er báðu mig þess áður en ég fór frá Winnipeg. þá vil ég biðja Heimskringlu fyrir þessar línur, og ætla ég ekki að þreyta lesendurna með löngum formála eðalýsingum lands eða ferðalags vestur til Kyrrahafsins, og byrja ég því ekki fyr en ég kom til Victoria, miðvikudagsmorguninn 2. Marz, og mætti mér á lendingarstaðn- um fornkunningi minn, Hinrik Eiriks- son frá Svignaskarði. Tók hann mig þegar heim til sín og hélt ég tilhjá hon- utn á meðan ég dvaldi á eyjunni, er var þar til á miðvikudagskvöldið 10. s.m., er ég fór til Vancouver ásamt Mr. Jóni Bíldfell, er kom út til eyjarinnar daginn áður, bæði til að láta mig vita að þeir félagar hefðu áformað að kaupa útgerð sína þar, og sömuleiðis til að sjá sig um þar eð tírainn var nægur, því gufuskip- ið sem við ætluðum með norður. átti ekki að fara frá Vancouver fyr en þann 16. Marz. Ég sá flesta Islendinga sem heimili hafa í Victoria, og tóku þeir mér allir með hinni mestu velvild og gestrisni. Þeir fóru með mig um allan bæinn og sýndu mér alt hið markverðasta sem þar ber fyrir augun. Victoria er all- þriflegur bær með eitthvað um 20.000 íbúum, en fáar byggingar sá ég þar er mér þótti mikið í varið, að undanteknu þinghúsinu og pósthúsinu, sem bæði eru nýbygð. Þinghúsið er bygt úr sög- uðum steini og er mjög vandað að öl.um frágangi, og í sambandi við það er fall- egur salur sem geymir, ekki stórt, en mjög vel valið gripasafn (Museum). Pósthúsið var ekki fullgert, en verður myndarlegt hús þegar það er fullgert. Skipalegi í Victoria er fremur gott að undanteknu því, að það er ekki nógu djúpt fyrir stórskip, og er í orði að fylk- isþingið í British Columbia muni veita fé til að dýpka höfnina nú á komandi sumri. Verkamenn bjuggust því við mjög arðsömu sumri ef byrjað yrði á þessu verki. Þegar ég var þar, var kaupgjaldið $2.00—$2.25 á dag við ó- breytta vinnu, og hefði það þótt upp- gripa kaup í Winnipeg í byrjun Marz- mánaðar. Yfir höfuð sýndíst mér mik- ið lífvænlegra fyrir verkamanninn þar en austurfrá, fyrir utan hvað tíðin er miklum mun mildari og betri, því mér var sagt að als einusinni hefði frosið þar síðastl. vetur svo að verulega hefði sést is á vatni, og einusinni eða tvisvar snjó- að svo sporrakt hefði orðið. Hér um bil 4 mílur frá bænum hefir stjórnin herskipastöð ásamt viggirðing- um og hermannaskálum, en ekki kom ég þangað. — Ég skilst svo við Victoria raeð hlýjum þakklætishug til allra Is- lendinga þar er ég hafði tækifæri til að kynnast. I Vancouver hitti ég engan íslend ing, enda þótt mér væri sagt að þar væru tveir eða þrír; en við landar héld- um hóp er við gátum og höfðum þar skemtilega dvöl. Við héldum allir til i tjaldi hr. T. Thomasar og byrjuðum þar okkar Yukonbúskap, og kunnum þvi mætavel. Gufuskipið “Islander” kom ekki til Vancouver fyr en laugar- dagskvöldið 19. Marz, og var þá mann- margt við skipakvina, því að um 250 manns biðu eftir fari og vildu allir vera fyrstir til að komast um borð, til að ná sér í rúm og sem bezt þægíndi. Okkur íslendingunum gekk það allvel og náð- um allir í þægileg rúm ; en fjölda marg- ir urðu að liggja á gólfinu á farangri sínum, því að eins 200 rúm voru á skip- inu, en farþegjar voru um 380, og voru alls á skipinu 405 manns, að rneðtöldum 75 skipsmönnum. Gufuskipið ‘Islander er eflaust bezta og fínasta skipið sem gengur norður til Alaska, því i fyrstu var það bygt einungis til að flytja fólk millum hafnborganna á Kyrrahafs ströndinni, en þegar Klondike-farirnar hófust.var það tekið til þeirra flutninga, þvi óhætt er að fullyrða, að hver sá gufubátur sem sjófær getur heitið, er hafður í förum til Alaska um þessar mundir, og munu vera um 100 skip í alt í þessum förum. Gufuskipið Islander er registerað fyrir að geta tekið 450 far- begja og 487 tons af vörum. Það hefir 217 hestaatí. Eins og ég gat um áður, fórum við um borð í Vancouver að kvöldi hins 19. Marz, en ekki var lagt af stað fyrri en á sunnudagsmorguninn þann 20., og yar haldið í norð-vestur allan þann dag, með fastaland British Columbia á stjórn borða en Vancouver-eyjuna á bakborða og var útsýnið hið fegursta, því ekki er flóinn breiðari en svo, að maður getur notið útsýnisins á báða vegu. Eg get ekki lýst þvi í færri orðum én þessum tveimur vísuhendingum, sem ortar voru heima á Fróni endur fyrir löngu : “Skógi fríðum vaxið var Vers og hlíða milli.” Vancouver-eyjan er um 350 mílur á lengd og frá 6 til 25 mílur á breidd, og skildum við við hana kl. 1 um nóttina og komum þá í fióa er heitir “Queen’s Charlotte Sound”, og vorum við um tvo klukkutíma að fara yfir þennan flóa, en frá því að við sleptum honum og þar til aðfaranótt þriðjtidagsins, fórum við eftir þröngum fjörðum með háfjöll á báðar hendur, og er svipmikil sjón að sjá, hvernig náttúran hefir útbúið skipa- leið þessa, svo að hverjum smábát er ó- hætt fleiri hundruð mílur á fjörðum þessum, næstum að segja í hvaða veðri KOSTABOÐ. Sendið strax 10 cents í silfri, og eg skal sei-da ykkur með næsta pósti mjög fall- egan PRJÓN í hálsbindið ykkar. ís- lenzkur fáni, með náttúrlegum litum, er á hverjum prjóa. Þessir prjónar eru snildarverk. Það er ómögulegt að lýsa þeim fyllilega. íslendingar ætt að vera "stoltir” af að eiga og bera einn af þeSs- um prjónum. Sendið eitir einum. Ef þið eruð ekki ánægðir með þá, fáið þið borgunina tíl baka. Það er sanngjarnt. Tveir prjónar fjrrir 15c. Ég vil fá agenta. J. LAKANDER. Maple Park, Kane Co., 111., U.S.A Exchange Hotel. ©12 ZMZ-ÁYIJSr ST_ Þegar þið viljið fá GÓÐANN DRYKK, Þegar þið viljið fá GÓÐA MÁLTÍÐ, Þegar þið viljið fá GÓÐAN NÁTTSTAÐ þá munið eftir því, að þið fáið hvergi betri aðbúnað að öllu leyti, en hjá. II BATHBURN, EXCHANGE HOTEL. Jlnin Sítr. Dr. N. J. Crowíord PHYCICIAN AND SURGEON .... 462 Main St.. Winnipeg, Man. Office Hours froin 2 to 6 p.m. OLI SIMONSON MÆLIR MEÐ SÍNU NÍJA 718 .11 n i n Str. Fæði $1.00 á dag. Bmnswick Hotel, á horninu á Main og Rupert St. Er eitt hið ódýrasta og bezta gistihús í bænum. Allslags vin og vindlar fást þar mót sanngjarnri borgun. McLaren Bro’s, eigendur. Lítið á eftirfylgjandi verðlista á hinni nafnfrægu Lisk’s Blikkvöru, sem er ábyrgst að riðga aldrei. Hún fæst í harðvörubúðinni hans TRUEMNER, i Cavalier. Mr. Truemner ábyrgist vöruna sjálfur og lofar að gefa ykkur nýjann hlut fyrir sérhvað eina sem þið kaupið af Lisks Blikkvöru og sem riðgar hjá ykkur með sómasamlegri brúkun, Áður seldar Nú á 16 potta fötur 90 cts. 67 cts. 14 potta fötur 75 “ 55 “ 12 potta fötur 70 “ 52 “ 14 " “ með sigti $1.10 78 “ 17 potta diskapönnur 90 ct. 70 “ No. 9 þvatta Boilers $2.50 $1.90 J. E. Truemner, Cavalier, N-Dak. National Hotel. Þar er staðurinn sem öllum ber saman um að sé hið ódýrasta og þægilegasta og skemtilegasta gestgjafahús í bænum. Fœili ad cins #1.00 a dag. Ágæt vín og vindlar með vægu verði. Munið eftir staðnum. NATIONAL HOTEL. HENRY McKITTRICK, —eigandi.— Munið eftir Því að beza og ódýrasta gistihús (eftir gæðum), sem til er í Pembina Co. er Jennings House, Cavalíer, N. l)ak. PAT. JENNINGS, eigandi. Kaupið þér gott brauð ? Það er spurning sem hver heimil- isfaðir ætti að íhuga nú, þegar brauð er svo ódýrt, ekki nema 5-6 c. braudid. Því þá ekki að kanpa það bezta brauð sem búið er til í Canada, sem er áreiðanlega brauðið hans Boyds Þá fyrst finnur þú mismuninn sem er á brauðum ýmsra bakara. Kallið á einhvern af keirurum vorum o.g verzlið við hann.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.