Heimskringla - 07.04.1898, Blaðsíða 4

Heimskringla - 07.04.1898, Blaðsíða 4
HEIMSKRINGLA, 7 APRIL 1808. t 4 4 * * 4 4 4 4 $10 Fatnadir. Vér höfum sérstakar byrgðir af $10.00 fötum. Þau eru vel gerð, úr góðu efni, og klæða hvern mann ágætlega. Þú kannske borgar $12—$15 annarstaðar fyrir mikið lakari föt. Ef þú vilt klæða þig vel fyrir litla peninga, þá komdu til The Commonwealth. Hoover & Co. Corner JMnln Str. & City Hall Square. t 4 4 4 4 4 4 4 • 4 4 4 4 4 4 4 Winnipeg. Hra. Einar Gíslason bókbindari frá Selkirk var hér á ferð í yikunni. Guðsþjónusta í Tjaldbúðinni á föstu- daginn langa kl, 7£ að kvöldinu. Lesið auglýsing í þessu blaði frá Cigar Club Store. Þeir selja ódýrara en flestir aðrir. Hra. 0. G. Olson frá Mikley var hér á ferð i bænum í síðustu viku. Hann dvaldi .hér nokkra daga- Ert þú einn af þeim mörgu, sem kaupir Hkr., les Hkr. og borgar Hkr.? JEf ekki, þá komstu sem fyrst í hópinn. Hra. B. L. Baldwinson fór á föstu- daginn vestur til Argyle, til þess að vera við jarðarför Bened. sál. Einars- sonar. Kom heim aftur á þriðjudag. Hra. Einar Ólafsson fór af stað aftur til Nýja íslands á mánudaginn. Eigi vitum vér um erindi hans, en hann bjóst við að dvelja þar um tvær vikur. Við morgunguðsþjónustu á páska- daginn 10. þ. m. verður ferming í Tjald- búðinni, en altarisganga við kvöld- guðsþjónustuna. Það ættu allir að athuga auglýsing- una frá hr. Karl K. Albert. Hann sel- ur hinar beztu heyrnarpípur sem enn eru þektar, og svo margt annað sem þið kunnið að þarfnast fyrir. Safnaðarfundur verður haldinn í Tjaldbúðinni miðvikudagskvöldið 13. þ. m. Skýrslur verða lesnar upp fyrir næstl. ársfjórðung og fieiri mál, sem koma fyrir. Allir meðlimir beðnir að mæta. Hr. H. S. Bardal er nýfluttur og á nú heima á N. W. corner William & Isa- bel St. Bókaverzlun hans verður fram- vegis í búð þeirra félaga, Pálson & Bár- dal, S.E. corner James & King St. “Landa í Canada” verðnr að gefa oss nafn sitt og heimili; sendingin sem vér fengum frá henni þarf lítillar lag- færingar við. En vér gerum ekkert þesskonar mema með leyfí hlutaðeig- anda. Hra, Þorl. Þorláksson, sem siðastl. fjögur ár hefir unnið á Manitoba Hotel sem matreiðslumaður, lagði af stað til Dakota á sunnudaginn. Hann fór til Mountain til að hitta móður sína. og bjóst við að dvelja þar í viku. A mánudaginn komu um 50 Pól- lendingar með Northern Pacific-braut inni að sunnan. Þeir komu alla leið frá New York. Ekki gat neinn af þess- um görmum talað eitt einasta orð í ensku. Á húfum sínum höfðu þeir miða sem tilkynti að þeir voru undir umsjón félags í New York, sem kallar sig “Sisters of Felics O. S. F.”. Félag þetta hafði hirt um þá þegar þeir komu til New York. Þeir J. M, Johnson frá Glenboro og Andrés Skagfeld komu til bæjarins á þriðjudaginn. Hafa verið í gripakaup- um um nokkurn tíma og komu með 58 nautgripi, sem þeir búast við að senda til Bandarikjanna. Hra. Skagfeld fer heim til sín, til Selkirk, í dag, en hra Johnson dvelur hér nokkra daga. Kostaboðið stendur enn þá fyrir kaupendur Heimskringlu. Vér sjáum mörg blöð á hverjum degi, en ekkert sem gefur jafn skýrar og nákvæmar fréttir af helstu viðburðum í heiminum, eins og New York World. Það er sér- staklega fróðlegt blað fyrir landa vora í Bandaríkjunum. Það flytur láreiðan- legri fréttir og ljósari um hið yfirvof- andi stríð, heldur en nokkurt annað blað, sem vér höfum séð., Þann 29. f. m. andaðist að heimili sinu hjá Westbourne, Man., merkis- konan Guðrún Eyjólfsdóttir, á sjötugs aldri. Eiginmaður hennar, Tomas Ingimundarson, og 8 börngeyma minn- ingu hennar. Dauðamein hennar var langvarandi brjóstveiki, sem seinast líktist mest tæring. Guðrúnar sál. verður getið nákvæm- ar síðar. Vér birtum í þessu blaði tvö bréf frá íslenzkum Klondike-förum, þeim hr. Jóni Jónssyni og hr. Sölva Sötvasyni. Vér efumst ekki um að lesendur vorir óska að slík bréf kæmu sem oftast í blaðinu, og þá einkum bréf sem eru jafnlaglega skrifuð og greinileg eins og þessi tvö, — Hafið beztu þökk fyrir til- skrifið, drengir góðir. Heimskringla vonar að fá síðar að flytja fleiri fróðleg og skemtileg bréf frá ykkur. Vegna þess að ekki er nákvæmlega rétt sagt frá tilkynnirig hra. Hallgríms Ólafssonar, Winnipeg. 24. Marz, þar sem segir. að hann hafi keyft allar skuldir gamla Heimskringlu félagsins í Canada, nema Nýja íslandi, Argyle bygð og Winnipeg, hefir hra. Jón Jóns- son, Markland P. O., Man., beðið oss að geta þess, að hann hafi ekkert selt af skuldum félagsins, sem hann keyfti að Lundar, Otto, Vestfold og Cold Springs pósthúsum, og geta því þeir sem skulduðu gamla Hkr. fél. að ofan- nefndum pósthúsum greitt þær gkuldir til hans framvegis, eins og að undan- förnu. Fundurinn, sem haldinn var i Uni- ty Hall á fimtudagskvöldið var, til þess að ræða um Islenðingadagsmálið, varð heldur árangurslitill að því leyti að þeir sem höfðu lofast til að koma og halda þar ræður, og sem menn þótt- ust vita að mundu halda fram 17. Júní, létu ekki sjá sig á fundinum. Ræðu- höld voru því mjög einhliða. Þeir herr- ar Éinar Ólafsson, S. Anderson og Lár- us Guðmundsson, töluðu með2, Ágúst sem heppilegustum íslendingadegi. En með 17. Júní flutti hra Björn Halldórs- son allsnjalt erindi. Engin atkvæða- greiðsla fór fram. SÆLIR NÚ. Hvað ætlar þú? Ég ætla endilega að hlaupa vestur á 700 Ross Str. til að kaupa Our Native Herb. Mér er sagt það sé bezta meðal sem búið er til á jörðu, til að hreinsa blóðið og byggja alt upp aftur. Þú hlýtur að hafa heyrt hvað bráðnauðsynlegt það er á hverju heimili þegar hitnar f veðrinu. Ha, ha ! Ég skal strax fá mér pakka í nesti með mér út i nýlendu. Hann kostar mig bara 50 cts., og þá hefi ég meðal í 60 daga. — Miklar byrgðir nýkomnar. Aðal umbóðsmenn: J. Th. Jóhannesson. Gunnlaugur Helgason. Winnipeg. TÆRING LÆKNUÐ. Gömlum lækni nokkrum, sem var hættur við vanaleg læknisstörf sín, var útvegað af kristniboðara í Aust-Indíum forskrift fyrir samsetning á jurtameðali, sem læknaði tæríng, Bronchites, Ca- tarrh, Asthma og öll veikindi. sem koma frá hálsi eða lungum, einnig alla taugaveiklun. Eftir að hann hafði sann færstum hinnmikla lækningakraft þess þá áleit hann það skyldu sína að láta þá sem þjást af þessum sjúkdómum vita af þessu meðali, býðst hann því til að senda hverjum sem hafa vill ókeypis forskrift þessa á þýzku, frönsku eða ensku, með fullum skýringum hvernig það eigi að brúkast. Þegar þið skrifið. þá sendið eitt frimerki og getið þess að auglýsingin var í Heimskringlu. Utanáskriftin er : W. A. Ne.ves, 820 Pewers Block, Rochester, N. Y. :0 O. O 'S cð o m c3 g o ÍH <0 -o > bt *-r-< cc bL o -o m a I >n .5 i> s. o CL, lO Cu • bD • O > A SO tn fl fl o > o >o (M * T3 — Jo «2 u © « > o v— — .Cð a 8 a Sr S“e V3 ð) a.e* §E3 >5 . s- ■c 8 co ö J= I --- o 7illtlttltlltttlttmilltttllt«ltltltttttllltttllltlltttllllltllttltlllt«t? Hér er tækifærið fyrir þá, sem hafa í hyggju að ferðast eitthvað. — Northern Pacific brautin hefir nú sett niður fargjaldið austur og vestur, sem fvlgir: Til Toronto, Montreal og New York, á 1. plássi $28.20, á 2. plássi $27, 20. Til Tacoma, Seattle, Victoria og Vancouver, á 1. pjássi $25, og 2. plássi $20, Viðenda ferðarinnar borgar fé- lagið til baka þeim sem halda 1. pláss farseðli $5. og þeim sem halda 2. pláss farseðli $10. Svo farseðlarnir eiginlega kosta þá að eins $20 á 1. og 810 á 2. plássi. Niðursetningin á fargjaldi til Kyrrahafsins gildir að eins frá stöðum í Manitoba. Til staða í Austurríkjun- um yrði fargjaldið að sama skapi hærra eftir því sem vestar dregur. Það borg- ar sig fvrir hvern einn að sjá umboðs- mann N. P. félagsins áður en þeir kaupa annarstaðar. Góð vinnukona getur fengið vist að 236 McGee St. MRS. S. VALGARÐSON, Unglingspiltur ekki yngri en 16 ára, sem er skarpur og vandaður og fær til að hirða gripi úti og inni, getur fengið vinnu hjá K. Valgarðsson, 236 McGee Str., Winnipeg. Gleymið ekki. Andspænis Brunswick Hotel, •<— 564 Main Str. Bestu reykjarpípur í bænum fyrir 15 og 25 cents. Havana vindlar 5c. og yfir Sigarettur og tóbak, allar tegundii. Herbergi til leigu. Tvö stór og góð herbergi og eldhús eru til leigu með óvanalega góðum kjörum. Einnig pláss fyrir eina kú í fjósi. ef ósk- ast.Húsið er gott og þægilegt og brunn ur rétt hjá. Listhafendur snúi sér til Mrs. PáLINA Sölvason. Corner Agnes & Sargent St. VIL FA tvo íslendinga vana við að fletja lax, til þess að fara til New Brunswick. Skrif- ið mér til og segið hvaða kaupgjald þið viljið fá o, s. frv. Upplýsingar fást einnig á skrifstofu Heimskringlu. Joseph Carman, P. O. Box 1014. WINNIPEG, MAN. -ÞEIR SEM- STJARNAN VAR SEND TIL ÚTSÖLU og enn hafa ekki gert mér nein skil, eru hér með vin b e ðn ir að að sendamér hentugleika hvernig gen mínum hlu virði þeirra eintaka »em Virðingarfyllst. S. B. JÓNSSON Winnipeg, Man. s a m 1 e gast gera svo vel líuu við lstu u m þ a ð , gur, ásamt ta af and- selst hafa. Til sölu. Stórt og gott ibúðarhús með fjósi og þremur lóöum, vel ræktaður maturta- garður, alt inngirt. Eign þessi er á ágætum stað i Suður Pembina, og mjög stutt frá Aðalstræti bæjarins. Mjög lágt verð. Þarf að seljast strax. Snúið ykkur til eigandans Louis Roy, Pembina, N.D, ÞETTA HORN VERÐUR HREIÐUR FYRIR * * * The Red Bird FYRIR ARID 1898. The G00LD BICY0LE C0NPANY, 484 MAIN STREET. FRED B. SHITH, Manager. Heyrnarleysi og suða fyrir eyrum læknast —með því að brúka— Wilsons Common Sense Ear Drums Algerlega ný uppfinding; frábrugðin öllum öðrum útbúnaði. Þetta er sú eina áreiðanlega , hlust- Í)ípa sem til er. Ómögu- egt að sjá hana þegar búið er að láta hana í eyr- að. Hún gagnar þar sem læknarnir geta ekki hjálpað.—Skrifið eftir bækling viðvikjandi þessu. Verðið er, með full- komnum útbúnaði, $5.00 parið. Karl K. Albert, P. O. Box 589 503 Main St. WINNIPEG, MAN. . B. Pantanir frá Bandaríkjunum afgreiddar fljótt og vel. Þegar þið skrifið þá getið um að auglýsingin hafi verið í Heimskringlu. JAKOB GUÐMUNDSON, bókbindari, 121 McDonald St. Winnipeg. Úrmakari. Thordur Jonson, sem í undanfarin átta ár hefir unnið að úrsmíði hjá Geo. Andrew hér i bænum, vill nú eera löndum sínum kunnugt að hann er byrjaður fyrir sjálfan sig, og er nú reiðubúinn að gera við úr.klukkur og allskonar gullstáss o.s frv., fyrir lægsta verð, og vonar að sem flestirjgefi sér tækifæri og reyni sig. Alt verk verður fljótt og vel af hendi leyst. Vinnustofa að 262 McDermot Ave. | Beint á móti Stovels prentsmiðjunni. Meltingin þarf að vera góð. Uvgsið um þaö. Kauptu í dag einn pakka af hinu heiras* fræga Heymann Block & Co. -----Ilt'Í lHUMJi I ti- einungis 15c. og 25c. pakkinn (Kaupendur borga burðargjald.) Þá getur þú haft góða meltingu. Reynsl- an er ódýr. og hún mun sannfæra þig. Biddu lyfsalann þinn um það eða skrif- aðu til Alfred Andresen & Co., The Western Importers, 1302 Wash Ave. So., Minneapolis. Minn. Eða til------- <4. Swanson, 131 Higgin St. Winnipeg, Man. {Photo= ^ $ Jgraphs * » Það er enginn efi á því að A vér getum gert yður á- a nægða bæði hvað snertir \ verðið og verkið. f ) PARKIN---{ 4 490 riain St. $ Heimavinna Við viljum fá margar fjölskyldur 1 til að vinna fyrir okkur heima hjá ' sér, stöðugt eða að eins part af ( tímanum. Vinnuefnið sem við I sendum er fljótlegt og þægilegt.og ] sendist okkur aftur með pósti þeg- , ar það er fullgert’ Hægt að inn- 1 vinna sér m.kla peninga heima hjá ] sér. Skrifið eftir upplýsingum. .THESTANDARD SUPPLY CO. • Dept. B., — London. Ont. ########################## # # # # # # Vorvarningur Vér höfum rétt nýlega keypt feikna-byrgðir af Ijómandi vor og sumar fatnaði af öllum sortum # # # # # # # # # # # # ########################## # Hattar ! Hattar! # Þvílíkir Ijómandi hattar! Þeir fást hvergi betri Fáið ykkur einn meðan nóg er til að velja úr. # # >• w. 564 Hain Street Beint á móti Brunswick Hotel. N. B. Hr. Jón Stefánsson vinnur í búðinni. — 66— -71 - —70— - 67 — um. Færið okkur óðara til landstjórans. eða töfin verður ykkur alt of dýrkeyft. Það þýðir annaðtveggja (líf eða dauða”, svaraði Gogol. Liðsforicginn sótroðnaði af reiði, og eitt augablik leit út fyrir að hann ætlaði að draga sverðið úr sliðrum. “Ég skal borga ykkur þessa ósvífni síðar meir”, nöldraði hann. “Komið! Þið skuluð fá að sjá landstjórann”. Það varð samt langt uppihald, því Kósakk- arnir þurftu að ransaka hraðboðana — hvort þeir hefðu engin leynivopn á sér. Að því búnu var þeim fylgt inn um langan gaag, sem lá á hægri hönd. þá inn var gengið. Salurinn var útbúinn samkvæmt nýjustu tízku, og ljómandi vel upplýstur með vaxkerta- ljósum. Méltíðin var afstaðin fyrir nokkrum tíma, og voru gestirnir á víðog dreif um veizlu- salinn að tala saman. Við forte-pianoið sat ungstúlka, í kvöldbún- ingi. og drap fingrnnum á nóturnar. en með mestu lipurð, í kringum lítið borð, sem hlaðið var vínum og vindlnm, sátu landstjórinn. kaft- einn Komaroff og tveir eða þrir aðrir embættis- menn. Þrjár hefðarfrúr sátu þar einnig inni, á- samt nokkrum borgarbúum. sem fiestir líklega hafa verið rússiskir kaupmenn. Innkoma sakamannanna vaktiiðandi kátfnu ásamt efablendni og undrun á meðal þeirva sem fyrir voru. I öllum sarmJeika að seuja. voru fangarnir pfriSndi hrygðarmvnd þarna inni. í>eir voru í gráu einkennis fangastökk inum. sem voru sílaðir og gagnfreðnir og slettust um íót- "Þið skuluð fá vopn eins fljótt og þið komið inn í húsið mitt. Til allrar hamingju hefi ég þar svolítið vopnabúr”, svaraði kafteinn Komar- off. Á sömu stundu komu tveir sveitarforingjar inn í salinn og sögðu þau tíðindi, sem mótuðu dauðans ótta á allra andlit, Hermennirnir við herskálana höfðu allir verið drepnir eða teknir til fanga. Uppreistarmennirnir voru gjörsam- lega búnir að ná yfirráðum, ekki einasta á bæn- um, heldur svo að segja á öllum hlutum sem i honum voru. Sigurvegararnir voru orðnir ölv- aðir, sungu hersönga, myrtu allar skepnur sem þeirn^ðu, og rændu alt sem hönd á festi. Þeir áttu að eins eftir að drepa þá sem enn nú hefðust við í húsum þeirra landstjórans og kafteinsins. Eutrinn efi á að þeir réðust á það fyrnefnda fyrst. Það var óðara hætt við að forða nokkru af dýrgripum landstjórans, undir slíkurn kringum- stæðum sem yfir vofðu. Framdyrunum varlok- að, og með mestu varúð fóru allir um bakdyrnar í gegnum garðinn og út á mjóa strætið (bak- strætið), sem lá heim að bakdyrum á húsi kaft- einsins. Úr öllum áttum heyrðust óhljóðin í uppreistarmönnunum, sem áttu að merkja sigur- frægð þeirra, og við og við skotdrunnr Aðalstræt isfallbyssunnav. Það var ekki ómögulegt að fólkíð sem >ai á flótta mtlli húsanna, hefðí gerað sloppið án eftirtekar óaldarseggjanna út úr bæn- um einmitt nú. En það mæltt tvent á rnóti því, að aðh.vllast þí.ð úrræði. Fyrst og fremst að veðurharkan var ákaflega mikil. og annað molaði kúla rúðu í einum glugganum á salnum, þó atlagan aðjhúsinu væriekki byrjuð enn. En þetta atvik minti átakanlega á þá voðalegu hættu. sem vofði yfir því. Ivor var staðráðinn í því, hvað sem það kostaði, að láta ekkert ógert til verndunar kafteinsdótturinni. Hann skygnd- ist fram í ganginn eftir einhverju.sem gæti gagn- að honum sem vopn eða verja, en fann þar ekk- ert. Þegar hann ætlaði að leita að vopni í aftur- parti hússins, ruddust þeir inn landstjórinn, kafteinninn. tveir undirforingjar og þrír Kós- akkar, sem haldið höfðu vörð um húsið þar til nú. “ Við iverðum að fara héðan tafarlaust”, hrópaði kafteinninn. “Húsið mitt er traustara gegn áhlaupi. Vér getum ekki komizt undan í skóginn, því bærinn er algerlega á valdi upn- hlaupslýðsins. Allir fangaklefarnir hafa verið brotnir upp og íbúum þeirra gefið fult frelsi. Vopnabúrið er brotið upp og öll vopn tekin það- an. Nú ern þessir blóðþyrstu glæpamenn að skjófa niður síðustu leifarnar af hermönnunum niður við herskálana. Veizlan reynist þeim dýr keyft. Meinið er að þeir eru orðnir viti sínu fjær af brennivfniriu (vodka). “Já”, bættí landstjórinn víð hrottalega. “Uppreistarrriennirnir eru nú að minsta kosti yfir 400 Vér erutn ulveg á þeirra náð og misk- u'i.semi”. í skytrdi var húizt til brottferðar, og Ivor og Gogol, sent votu nú orðnir svo æstir, að þeir fundu ekki til þreytu, huðu sig fram til herþjón- ustu og heirntuðu vopn. leggi þeirrita og skeggið alsett frostkönglum, er myndast hOTðu af andgufunni. Á augabragði hurfu kátínudrættirnir og háð- brosin af andlitum gestanna og snerist í alvar- lega þögn. Á sömu stundu sáu allir og skiidu að eitthvað óvanalegt var á ferðinni, og með titrandi kvíða biðu þeir eftir gáturáðningunui, Alt i einu stökk landstjórinn á fætur og gekk fram á gólfið cg hrópaði reiðuglega: “Hvað á þetta að þýða? Hví vogið þið að koma hingað inn ?” “Við komum frá námunum í Duli”, sagði Ivor f hreinum ogföstum málróm, “Fangarnir gerðu uppreist klukkan 5 í kvöld. Þeir drápu yfirmennina, en handtóku vörðinn. Þeir eru nú á leiðinni hingað og ætla að hleypa út öllum föngunum hérna og taka bæinn undir umsjón sína. Við sluppum til að flytja yður fréttirnar”. Landshöfðingiun varð fölur sem nár og stundi við. Tvær eða þrjár konur hljóðuðu upp yfir sig, og allir karlmennirnir stóðu samstundis á fætur og nálguðtist dyrnar og fálmuðu eftir sverðsliðrunum. Unga stúlkan sneri sér frá piauóinu. svo fagra andlitið, sem Ivor hafði ekki gleymt opinberaðist honum aftur þarna. Angu þeirra mættust sem allra snöggvast, og Ivor fann að hlóðið vall og sauð í æðum sér. I fyrstu var sem enginn gæti skilið þá virki- legu þýðingu, sem fréttirnar fólu í sér, Suðandi niður af spurningum heyrðis, og tveir undirfor- ingjar, sem ekki höfðu hitnað eins mikið utn hjartaræturnar, ruku á dyr. “Ef þið eruð að gabba okkur, skulu hálsarn-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.