Heimskringla - 14.04.1898, Blaðsíða 1

Heimskringla - 14.04.1898, Blaðsíða 1
Heimsknngla XII. ÁR WINNIPEG, MANITOBA, 14. APRIL 1898. NR 27 Friðfinnur V. Jóhannesson -og- Þórdís K. Kjærnested. (Ort á fyrverandi heimili þeirra.) Af sorganna landi í sælunnar stað Með sólhvörfum burt nam líða, Sem litfagurt. fölnað liljublað Sem lengi er búið að stríða,— Svo hvarf okkar sjóuum hún og hann Sem höfðu bústað í þessum rann. Nú minnast svo fáir af fjölda þeim I fátækt sem oft þau glöddu 0« tóku með ástúð oft til sín heim Og trúlega klæddu og söddu, Þess minnast nú fáir—en heilög hönd Ei hefir samt slitið þau kærleiksbönd. Og margoft fær óþokkinn meira hrós, En mannvinir sannir og hreinir. Og helzt ef þeir kunna' ei við kyrkj- unnar ljós Að krj'úpa,—og verða svo einir. Þv! heimurinn æsist svo oft við þann Sem eigi með honum hræsna kann. En sofið nú vært hinn síðsta blund Und svörð og grænnm meiði. Og þökk fyrir frjálsa' og forna stund Og fögnuð á lífsins skeiði. Og vaxi þau ungblóm af ykkar mold Sem æ mega skreyta laufga fold. JÓN KjÆRNESTED. Fanginn. Hinn djarfi' er áður engu kveið Og æsti bardagann, Nú dauða síns í böndum beið En blóð úr sárum rann. Hann leiddur var á landsins þing, Þar lýstu bálin heit, Um seerða og bundna hetju' í hrÍDg Stóð heiðin þræiasveit. Þar höfðinginn stóð hringnum í Með harða níðingslund, Og þrælum bauð á báli því Að brenna hinn "kristna hund," Þá heyrðist sölum hallar frá Ein hvell og fögur raust, Og þangað tróð með bjarta brá Ein brúður tafarlaust. Og þar sem biður bragnafans Hin bjarta kemur mær. Hún hrópar snjalt til höfðingjans : "Minn heyrðu faðir kær." "Lát hnturs þig ei brenna bál, Né blinda grimdar-reik. En hlíddu mitt á hjartans-mál Og heftu þrælaleik. "0, brendu' ei þennan bundna mann Sem buga sárin ljót. Sem gest þinn taktu og græddu hann Og griða sýndu hót. "Þín virðing ekki vaxa mun Og veldis sigur krans, Né bætast dýrra drengja hrun Við dauða þessa manns. "Nær böðlar þinir leika ljóst Að lífl hins unga manns, Þú særir með því saklaust brjóst Er saknar viðkvæmt hans. "Hann þráir máske ástraey ein Og aldin móðir kær, Er hyggur fallinn hraustan svein, Og harmur brjóstið slær. "Að brenna þann er bundinn stár, —ó, blind er grimdin sterk— Og blóðug æsa tregatár, Er tvöfalt níðingsverk." Þá mýktist föður hjartað hart, Og heiftin flúin var, Af bandingjanum böndin snart Hann bartu sjálfur skar. En sveinninn ungi' er frelsi fékk, Þann fegins-bikar saup, Og fljótt til meyjar fríðrar geuk, Að fótum hennar kraup. Hann klökkur meyjar kysti fót, Því kunni' ei orðin nein, Þá brosti hlýtt hin blíða snót Og bljúgan reisti svein. Nú ríkti' í huga sjóla sátt, Hann síðan mæla vann : "Mín dóttir góð, þú græða mátt Vorn gest í þínum rann." Hann lagður var í svása sæng Með silki fagurt skraut, Og undir meyjar verndarvæng Hann værðar-sælu naut. Hin milda snót með geðið glatt Hans gætti hverja stui d, Hún sjálf hans þvoði sár og batt Og sæmdi á alla iund. Og sveinn fékk ást á ungri snót, —Hann engri bundum vai— Hú sömu bh'ðu sýndi' á mót Er saklaust hjartað bar. Og þann sem fyrri faldaströnd Nam forða kvaladeyð, Sér festi nú með hjarta og hönd Og helgum kærleikseið. En heit sín betur hélt 'hann ei Þá heim hann síðar dróg, I leyni sveik hann ljúfa mey, Og loks af sorg hún dó. X Frjettir. Markverðnstu viðburðir hvaðanæfa. Hin nafnfræga Canadiska leikkona Margaret Mather, dó mjög snögglega í Charleston, W, Virginia, 7. Apríl. Slys vildi til á Crows Nest braut- inni 7. þ. m. Ný brú sem varí smíðum yfir St. Mary ána, féll um um koll, og með henni 9 verkamenn. Af þeim dóu 3 strax, en hinir skaðlega meiddir og talið óvíst að þeir haldi lífi. Herskipið Amerigo Vespucoi frá ítalía, sást á ferð framundan Cape Henry í Virginia, a leið sinni til Was- hington. Ekki vita menn hvaða erindi það hefir til Bandaríkjanna. Fréttir frá Cairo k Egyptalandi segja, að herlið Breta hafi nú nýskéð unnið stórann sigur k herliði Dervish- anna. Þeir tóku til fanga Mahmoud hershöfðingja þeiira, einnig náðu þeir mestum hluta af farangri þeirra og öllum hinum stærri skotvopnum. Os- man Digma, sem er aðalmaðurinn í þessum ófriði, komst undan á fiótta. Bretar urðu einnig fyrir töluverð" um mannskaða. Nokkrir yfirmenn þeirrr féllu, þar á meðal kafteinn B. C. Urquhart, sem fyrraeir var aðstoðar- maður Aberdeen lávarðar. Staðhæft er, at áður en langt líði muni stjórnirnar í Canada og Banda- ríkjunum setja nefnd manna, sem skuli gera út um öll þrætumái milli þessara nágrannaríkja. Helztu málefuin, sem sú nefnd mundi taka fyrir verða: sela- veiðamálið og Alaskamálið, bæði við- víkjandi landamærum.og ýmsum málum sem snerta báða málsparta sérstaklega. og sem myndast hafa síðan tíutningar jukust til gulllandsins; þá verkamanna- iögin og fiskiveiðalögin á stórvötnun- um. Timbursölumenn í Cánada heimta af stjórninni að setja toll á alt timbur flutt inn frá Bandaríkjunum, sem nt-mi að minsta kosti $2 á 1000 fetum, General Woodford. sendiherra Banda- rikjanna á Spáni, «r búinn til heimferð- ar hvenær sem hann verður kallaður. Hann afhendir sendiherra Breta til um- sjónar alt það sem er mest áríðandi og sem hann gæti ekki flutt meö sér. Sömu aðferð hefir einnig konsúll Lee í Havana ; hann skilur plögg sín eftir í höndum Breta. Bandaþingsmaður Wheeler bar fram þá uppástungu í þinginu k föstudaginn "að þingið þakki konsúl Lee fyrir þann djarfleik, dugnað og skarpskygni, seni hann hafi sýnt í starfi sínu sem konsúll í Havana." Búist er við að uppástung- an gangi greiðlega í gegnum þingið. Hermálaráðgjafi Spánverja segir : "Af tvennu illu er stríð ákjósanlegra. Það er betra að berjast við útlendingn heldur en að berjast við sína eigin þjóð. sem mundi rísa upp til að verjast þeirri smán, að sjá heiður sinn og réttindi fót umtroðin." Lögreglustjóri McCullough í New York hefir tilkynt öllum undirmönnuin sínum, að þeir verði að vera tilbúnir a hvaða tíma sem þeir kunni að veröa kallaðir til löggæzlu. Hann býst við að ef stríð hefst milli Bandaríkjanna og Spánar, að hann muni þurfa alt sitt lið til að vernda Spánverja sem búa í New York. Sendiherrar hinna helztu Evrópu- þjóða heimsóttu McKinley forseta á fimtudaginn var. Færðu þeir honum í nafni stjórnanna stutt ávarp þess efnis að hvetja forsetann til þess að viðhalda friðnum milli Bandaríkjanna og Spánar svo lengi sem mögulegt er, og reyna af fremsta megni að koma á samningura, sem gætu verið aðgengilegir fyrir alla hlutaðeigendur. — Forsetinn svaraði þessu svo að enginn efi gat leikið á fyr- irætlun hans. Hann sýndi fram a hvað blóðbaðið á Cuba þýddi fyrir hinn ment- aða heim, en þó sérstaklega fyrir Banda- rikin. Hann lét í ljósi von sína um, að srórveldin mundu taka til greina mál- efnið sera hór væri um að ræða, og síð- ast lét hann þá vita. að friður gæti því að eins haldist, að Cubamenu fengju fult frelsi sitt. Þá er nú Bandaríkjakonsúll, gener- al Lee, farinn frá Cuba. Hann fór það- an á laugardaginn. Árið 1890 voru á eftirlaunalista Bandaríkjanna frá þrælastríðinu,537.944 n e ín, sem borgað var eftirlaun, en nú eru þeir orðnir 990,000. Á átta árum hafa þeir því fjölt;að um 458.056. Árið sem leið var þessum mönnum borgnð I 10 miljónir dollara í eftirlaun, en þetta ár þurfa þair 8 miljónum meira. Ilvar skyldu annars þessi eftirlaunasvik nema staðar á endanum ? Skyldi þjóð- in í Bandaríkjuuum ekki fara að opna augun bráðum þessu viðvíkjandi ? Blaðið "World" í Toronto segír að sambandsstjórnin hafi verið að hugsa um fyrir nokkrum dögum siðan aðleysa upp þingið og stofna til nýrra kosninga. Segir blaðið að liinn alræmdi Tarte hafi verið helzti hvatamaður þessa. því hann taldi stjóminni vísan sigur í Quebec ef lu'm hefði fyrir heróp sitt "niður með Senatið." Margir hinna helztu stjórnar- sinna stóðu fastlega á móti þessu, og sögðu að það hlyti að verða pólitiskt sjálfsmorð fytir stjórnina. — Stjórnin er nú sem stendur í slæmri klípu vegna afdrifa Stickinebrautar-málsins. En búast má við að þeir Sifton og Suther- land sem eru svarnir vinir þeirra Mc- Kenzie og Mann, muni fitja upp á ein- hverju í þess stað, sem verði reynt að koma í gegnum þingið. Jarðskjálfti á Ungvarjalandi skamt fra Libochowitz. I þoJpinu Klaffal hrundu nokkur hús til grunna; um 40 fjölskyldur standa uppihúsnæðislausar. Maður að nafni Dennis Clifford var myrtur á sunnudagsmorguninn í Mont- real. Maður þessi og bróðir hans áttu töluverðar fasteignir í bænum, þar á meðal verzlunarbúð, sem kona nokkur að nafni Mrs. O'Hara leigði að þeim. Konan skuldaði þeim um 81500 i leigu eftir búðina, létu þeir þvi setja vörur hennar fastar, þar tilskuldin yrði borg- uð; var það gert k laugardaginn. Nú bjóst Clifford við að vinir hennar myndu ef til vildi reyna að koma vör- unum burt um nóttina; bjóst hann þvi til að balda vörð heima hjá sér, því að eins fá fet voru frá húsi hans og að búðinni. Um kl. 2 k sunnudagsmorg uninn var hann á pallinum framan við hús sitt, kom þá Mrs O'Hara þar og 3 vinir hennar. Gerðu þau háreysti mikla og ásökuðu Clifford fyrír meðferð hans k ínúlinu. Við hávaðann vaknaði dótt- ir Cliffords og klæddist hið skjótasta, til þess að vita hvað Fá gengi. Komst hún að dyrunum rétt í því að faðir hennar var sleginn um koll. Hlj'óp þá einn af mönnunum til að reisa hann á fætur; var hann borinn inn í hús sitt og dó eftir fáeinar mínútur. Læknar þeir er skoðuðu likið sögðu að haun hefði verið rotaður með einhverju sívölu eða hnött- óttu verkfæri. Konan og þessir 3 menn voru undireins tekin föst og bíða rannsóknar. Kaupmaður í Hamilton, Ont., var sektaður um 1 cent af lögreglurétti bæjarins. fyrir að hafa selt eitt par af skóm eftir kl. 7 kvöldið áður. Sir Wilfrid Laurier hefir verið mjög lasburða fyrirfarandi. Læknir hans ráðleggur honum að fara til Lakefield í New Jersey sér til heilsubóta. Smábardagi varð milli Bússa og Kínverja skamt frá Kiu Chou. Ekki er búÍ3t við neinum illum arleiöingum. þar eð þeir sem tóku þátt í slagnum voru mestmegnis ruslaralýður. Hall Hotel í Douglas, Ont., brann til [kaldra kola á sunnudagskvöldið. Skaði metinn $2000. Á föstudaginn langa brann íbúðar- hús í Mull River, skamt frá Halifax. Brunnu þar inni tveir drengir, 7 og 3 ílra garalir. Kardínáli Taschereau, yfirmaður kaþólsku kyrkjunnar í Canada, dó á þriðjudagskvöldið var að heimili sínu í Montreal. Hann hafði verið lengi veik- ur og menn búist við dauða hans i fleiri mánuði. Hann var 69 ára að aldri. Heilsufar Mr. Gladstones hefir ver- ið svipað þessa síðustu viku og að und- anfðrnu. Enginn verulegur bati, en kvalalítill hefir hann verið. Skipaeigendur k stórvötnunum aust- urfrá eru rajög órólegir yfir hinni miklu lækkun Superiorvatnsins sem nú á sér sjað. Er það álit flestra sem nokkuð þekkja til, aðsamgangur muni vera úr Superiorvatni í Huronvatnið, það hækk- ar stöðugt eftir því sem hitt lækkar. Konsúll Lee, sem nú er kominn til Washington,heflr borið fram fyrir þing- inu í Washington, að enginn efi sé á því, að Spánverjar hag verið orsök í afdrif- um herskipsins Maine. Hann langar til að fara til Cuba hið bráðasta aftur, ekki sem konsúll, heldur sem hershöfðingi Bandarikjanna. Voða-fregn. Hraðfrétt frá Skagway segir þær fréttir, að stórkostlegt .snjóflóð hafi átt sér stað á Chilkoot-brautinni, 2J mílu fyrir ofan Sheep Camp, og mjög skamt frá húsum Oregon Inprovement-félags- ins. Grenjandi hríð hafði staðið í nokkra daga og snjóraegnið fjarskalegt; bleyta var töluverð í snjónum, er sjálf- sagt hefir verið aðalorsökin til þess að leysa snjóþyngslin frá fjallabrúnunum. Smá snjóskriða gerði vart við sig snemma þcnnau samadag,sem eyðilwgði nokkur smábýli, varð hún til þess að margt af fólkinu sem þarna var hafði sig til ferðar, þó vond hríð væri, og ætl- aði að komast til Sheep Camp, en áður það kæmist nokkuð áleiðis, skall þessi voða skriða með öllum sinum skelfing- um yfir það; er talið víst að fleiri hundr uð manns hafi þar mist lífið. Svo fljótt sem hægt var byrjuðu fleiri þúsund manna að moka burt snjódyngjunum, þar semlíklegast þóttijað findust þeir sem kynnu að vera með lífsmarki, eða þá lík hinna dánu. Síðasta frétt segir að búið sé að ná 75 manns lifandi und- an snjóflóðinu og mörgum tugum dauðra. Fjöldi manns hafði lagt af stað frá Skagwaý og D^'ea til þess að veita alla þá aðstoð sem hægt væri við að bjarea mönhum og farangri. Þó er talið víst að fjöldi af líkum komi ekki í ljós fyr en sumarhitinn getur þítt ís- breiðuna. Mannlegur kraftur megnar ekki að kanna hana til hlitar; er hún víða sögð um 50 fet á þykt. Álitið er að um 10,000 tons af farangrí hafi lent undir skriðunni. Nöfn margra þeirra, sem dóu, hafa birztí blöðunum; ekki höfum vér getað fundið þar nein, sem vér höfum borið kensli á, Boðskapur McKinleys. Þá er hið lengi þráða skeyti frá Mc- Kinley forseta komið í hendur þingsins. Það er alllangt, en miður afgerandi. Hann fer yfir alla rauiiasögu Cuba, og sýnir undandráttarlaust hina þrælslegu aðferð sem Spánverjar hafa ætíð brúk- að í tilraunum sínum til að kúga Cuba- menn til hollustu við sig. Hann álít- ur að Bandaríkin hafi f ullkomin rótt til þess að skerast í leikinn og heimta uppi hald á ófriðnum. Hunn biður um leyfi þingsins til þess að mega kalla út sjó- og landher Bandaríkjanna með því augnamiði, þeg ar £hann álíti tíma kominn til þess. Ekki finst honum hægt að viðurkeDna sjálfstjórn Cuba enii sem koraið er; ekki heldur er það álit hans að heppi- legt sé að taka eyjuna inn í ríkjasam- bandið; þá vill hann einnig gefa Spán- Vferjum tækifæri til þess að reyna að koma á friðarsnmningum við eyjar- skeggja, því nú hafa þeir skipað vopna- hlé i nokkra daga. til þess því betur að geta unnið að þ n takmarki. Forsetinn heldur líka að með þessari aðferð muni stórveldin í Evrópu, og blessaður páf- inn, lýsa velþóknun sinni yfir aðgerð- um sínum í þessu máli. Nú er eftir að vita hvað þingið ger- ir við þennan boðskap forsetans. Ef dæma má af því sem áður hafir komið fram í ræðum allra hinna helztu þing- manna, þá er óhætt að geta til. að k- kvæði þingsins verða ekki eins hikandi og óafgjörandi, eins og ávarp forsetans. l'að mun óhætt að f ullyrða, að þingið lætur hann ekki leika lausbeizlaðann mikið lengur, sjálfum sér og þjóðinni til vanvirðu. Þingið álítur einsogall- ir betri menn Bandaríkjanna, að tím- inn sé kominn einmitt nú, til þess að hefta drápsæði Spánverja a Cuba. l'tir vita einnig mjög vel að .frelsishetjurnar k Cuba taka ekki neinu boði frá hendi Spánverja nema fullkomnu frelsi, og að það er því þýðingarlaust að vera ad draga það k langinn sem hlýtur að koma fram áður en langt líður. For- setinn ætti þvi að eins að fá yfirráð yf ir hernum, að hann hafi þrek til þess að beita honum strax eins og k við. Furner's 4 i i * 4 4 4 Millinery. 522 Main Street-----^^ WINNIPEG, MAN. Frá löndum. BRÚ, MAN., 5. APRÍL 1898. Það er ekki oft að sjást línur héðan úr austurparti bygðarinnar í blöðunum, sízt í Heimskringlu, þó ég reyni að taka saman fréttapistil, þá verður hann létt- ur á metaskálunum, en ég vona samt að þessar línur fái að koma í eitthvert horn á Heimskringlu. Tíðin er talsvert köld nú um tíma, en alveg má heita snjólaust, eins og kalla má að hafi verið í allan vetur, s"o að hægt verður að fara að vinna á ökr- um óðara er tíð batnar. Hér í austurparti bygðarinnar rétt hjá Brú pósthúsi, er verið að byggja samkomuhús, sem lestrarfélagið og kvennfélagið hefir stofnað til, og er á- kveðið að halda fyrstu sainkomuna í því í þessum mánuði. Beztu þakkir eigið þið Heimskringla og Winnípegingurinn skilið fyrir að birta almenningi fylkisreikningana, svo menn geti séð og vitað hvað landar hafa fyrir stafni í þarfir stjórnarinnar, og hvað margir þeir eru, og er það talsvert mikil ánægja fyrir Islendinga, að þeir skuli vera svo vel að sér að komast að slíkum störfum, þar sem þeir þurfa lítið að leggja k ikamann. en hafa heldur góðdaglaun. En slíku láni ná fáir. Svo kveð ég þig Heimskringla mín með beztu heillaóskum. Andrés Jóhannesson. íslands-féndur. (Sjá Lögberg Nr. 7 þ. á., og fleiri tölubl. af því makalausa málgagni.) '' Létt skal verða l/óðið tnitt Ijóst ad /lecrju' eg stefni, .iro iifl rixlÍHff.i vitiðþitt villist hvergy á efni." —St. G. St. íslenzkt flón í Foxwarren * Föðurland sitt níðir, Ærlegir sem allir menn Elska lífs um tíðir. Gikklegasta glópsku-raus Gleypti skamraa-hítin, Endemis.þá einkum kaus ísland troða' í skítinn. Aðsent níðið eykur við Örgu lyga-slúðri Skamma-hítar "skunk"-dýrið, Skamt er þyrfti' af púðri. Páls þó bréfi Bergssonar Bölvi íslands féndur, Sannleikur er sagður þar, Sem um eilífð stendur. Þó eitri spúi' k land og lýð Lögberg, sú er bótin, Aldrei trúir k þess níð Ærubúin sjótin. /. Á. J. Lindal. Góð vinnukona getur fengið vistað 286 McGee St. MRS. S. VALGARDSON, *) Þeim, sem ekki kynnu að vita hver fjandinn þetta "Foxwarren" væri vil ég gefa þa upplýsingu, að nafn þetta er samsett af tveimur nafnorðnm. í.l "fox" = refur, og "warren" = dýragarður "Foxwarren" þýðir því Refdýragarður eða Tóugerði, og tjair einn spánýr ís- landsóvinur, í Lögb., sig eiga þar heira ilisfang ! — sem og enginn mun rengja þvi sé það ekki bókstaflegt, þáer þaðað ininsta kosti andlegt heimilisfang attra föðurlands-níðinga.—./. -I. ./. L. TÆRING LÆKNUÐ. Gömlura lækni nokkrum, sem var hættur viðvanaleg læknisstörf sin, vnr útvegað af kristniboðara í Aust-Indíum forskrift fyrir samsetnina k jurtameðali, sem læknaði tæríng, Bronchites, Ca- tarrh, Asthraa og öll veikindi, sem koma frá hálsi eðft lungum, >'innig alla taugaveiklun. Eftir að hann hafði sann færstum hinn mikla lækningakraft þess þá áleit hann þar> skykhi sína að láta þá sem þjást af þessum sjúkdóraum vita af þessu meðali, býðst hann þvi til að senda hverjum sera hafa vill ókeypis forskrift þessa á þýzku, frönsku eða enska, mcð fuUum skýringum hvernig það eigi að brúkast. Þegar þið skrifið þá sendið eitt frímerki og getið þess að auglýsingin var i Heimskringlu. Uranáskriftin er : W. A. Neyes, 820 Pewers Block, Rochester, N. Y. Þakkarávarp. Hér með votta ég mitt innileeasta þakklæti öllum þeim sem réttu mér kær- leiksríka hjálparhönd í hinni þungbæru banalegu maunsins míns sál. En sér- staklega nefni ég heiðurshjónin Mr. Eyjólf Eyjólfsson og konu hans Mrs. Signýu Eyjólfsson, að 522 Notre Dame Ave., Winnipeg, sem tóku hann í hús sitt og veittu alla umsjón og hj'álp um tveggja mánaða tíma.lán þess að vilja heyra talað um nokkurt endurgjald fyrir. Einnig finn ég mér skilt að þakka Dr. 01. Björnson fyrir læknishjílp sem hann veitti án þess að taka borgun fyrir, á- samt þeirri miklu mannúð sem hann og stúdent M. B. Halldórsson auðsýndu okkur. Einnig þakka ég Mr. Elis Thorwraldson og konu hans þeirra höfð- inglegu gjafir og aðra hjálp veitta mér og mínum. Og ennfremur þakka íg alla þá hjálp og umönnun sem meðlimir A.O.U.W. félagsins að Mountain veittu okkur hjónum bæði með því að leggja fram peninga að upphæð S40 og sjá um að kosta útförina án alls endurgjalds frá mér, og nú hefir mér verið afhent S2000 sem maðurinn minn sál stóð í lífsábyrgð fyrir hjá félaginu. Öllum ofannefndum persónum, ásamt mörgum rleiri sem réttu mér hjálparhönd í bana- legu míns elskaða raanns, bið ég guð af gæzku sinni að launa og blessa á þann hátt sem hans alvizka sér hentast og einkum er þeim liggur roest á. Mountain, N.D., 2. Apríl 1898. Bjökg Wihum Hér er tækifærið fyrir þá, sem hafa í hyagju að ferðast eitthvað. — Northern Pacific brautin hefir nú sett niður fargialdið austur og vestur, sem fylgir: Til Toronro. Montreal og New York. á 1. plássi $28.JiO, á 2 plássi $27, 20. Til Tacoma. Seattle, Victoria og Vam.ouver, a 1. pjássi $25, og 2. plássi $20, Við enda ferðarinnar borgar fé- lagið til baka þeim sem halda 1. pláss farseðli (6. og þeim sem halda 2. pláss farseðli $10. Svo farseðlarnir eiginlega kosta þá að eins $20 ál.ogS10á'2. pl.-issi. Niðursetningin á fargj.ddi til Kyrrahafsins.uildii' að eins fiá stöðum í Manitoba. Til staða í Austurríkjun- um yiði fargjaldið að sama skapi hærra eftir því sem » estnr dregur. Það borg- ar sig fyrir hvern einn að sjá umboðs- mann N. P. fólagsins áður en þeir kaupa annarstaðar. Heyrnarleysi og suða fyrir eyrum læknast —með þvi að brúka — Wilsons Common 5ense Ear Drums Algerlega ný uppfinding; frábrugðin öllum öðrum útbúnaði. Þetta er sú eina áreiðanlega , hlust- pfpa sem til er Óniögu- lpi-'t að sjii lmna þegar búið er að láta hana í eyr- að. Hún gaunar þar sem læknarnir geta ekki hjalpað.—Skrifið eftir bækling viðvíkjandi þessu. \erðið er, með full- komnum útbúnaði, $5.00 parið. Karl K. Albert, P. O. Box 589 508 Main St. WINNIPEG, MAX. X. It. Pantanir fra Bandaríkjunum afgreiddar tíjótt og vel. Þegar þið skrifið |>a getið uni að auglýsingin hafi verið i Heimskringlu. Úrmakari. Thordur Jonson, sem i undanfarin átta Ar hefir nnnið ið úrsmíði hjá (í.'o Andrew hér í bmuura, vill nú gera löndura sínum kunnugt að himn OT byrjaður fyrir sjálfan sig. og er nú reiðubúinn að gera við úr.klukkur og a"llskonar gullstáss o.s.frv., fyrir lægsta verð, og vonar að sem tlestir'geti sér tækifæri og reyni sig. Alt verk veiður fljótt og vel af hendi leyst. Vinnustofa að 262 McDermot Ave. Beint k móti Stovels prentsmiðjunni.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.