Heimskringla - 30.06.1898, Blaðsíða 3

Heimskringla - 30.06.1898, Blaðsíða 3
HEIMSKRINGLA, 30. JÚNI 1898 Frá löndum BRANDON, MAN. 20. JÚNÍ 1898 Samkvæmt því er auglýst hafði verið, var “íslendingadagur” haldinn hér 17. þ, m. Dagurinn var hinn ákjós- anlegasti, loptið var hreint og veðrið fagurt, og náttúran öll hafði á sér hátíð- arbros. Nefndin sem stóð fyrir hátíða- haldinu, hafði og allan undirbúning svo fullkominn sem kostur var á. Kl. 2 e. h. voru saman komnir aust- ur við járnbrú, fiest allir ísl. úr þessum bæ. Setti þá forseti dagsins, hr. .1. G. Goodman, samkomuna með stuttri en lipurri ræðu. Fyrsti ræðumaður var hr. Arni Jónsson : Minui íslands. Talaði hann ekki lengi, en laglega, og var gerður góður rómur að ræðu hans. Næst talaði H. H. Lindal: Minni Vestur-íslendinga. Hann fór stuttlega yfir sögu íslendinga í þessu landi, og sýndi fram á þann sigur sem Islending- ar hafa hlotið í baráttunni við ýmsa örðugleika í þessu landi. Hann tileink- aði Vestur-ísl. þann heiður, að hafa fyrstir orðið til að halda þjóðminningar- dag fyrir hina íslenzku þjóð. Hann brýndi fyrir mönnum hve nauðsynlegt það væri að vera ekki of íslonzkur, og taka upp sem fyrst siði þeirra þjóða, sem þeir nú hefðu sambýli við. Þar næst talaði G. E. Gunnlögsson : Minni Canada. Ræða hans var skáldleg; ■flutti hann okkur í anda 500 ár fram i tímann. Þá var Canada orðið eitt af stórveldum heimsins og var þá aðtengj- ast við Jónatan. Ræðumaður talaði af sinni alkunnu lipurð og mælsku, og var að hans ræðu gerður hinn bezti rómur. Því næst talaði (á ensku) Chas. Adams, fylkisþingmaður fyrir Brandon. Ræða hans gekk mest út á það, að þakka íslendingum fyrir.þann heiður, að bjóða sér að vera viðstöddum á þess- ari hátíð, og fullvissa þá um það, að 'hann mundi koma aftur næsta ár, ef sér yrði boðið. Hann hrósaði íslend- ingum fyrir framkomu þeirrasem borg- arar í þessu fylki, og fyrir fallegan bún- að og netta framkomu á þessarí hátíð. Og svo endaði hann með þvi að segjast vera stoltur af því að hann ætti sæti i þingsalnum við hliðina á honum Sig- tryggi ! ! ! Mrs. G. E. Gunnlögsson flutti kvæði ■eftir sjálfa sig. F.g er ekki skáld og skal því ekki.dæma um gildi þess, en þeir sem vit hafa á slíku segja að kvæð- ið hafi verið gott. Hr. Ari Egilsson las upp eitthvað, en hvað það var eða hvers efnis, er mér ofvaxið að skýra frá. Þá fóru fram ýmsar íþrótta-æfingar. Kapphlaup, kappstökk, sund og glímur tóku upp það sem eftir var dagsins; fyrir hverja iþrótt voru gefin tvenn yerðlaun og voru mörg þeirra m jög góð. Dagurinn endaði með því, að allir fóru heim dauðþreyttir, en svo ánægðir, að þeir segja að slíkur Islendingadagur hafi aldrei fyr verið í Brandon. II. Hér er tækifærið fyrir þá, sem hafa í hyggju að ferðast eitthvað. — Northern Pacifio brautin hefir nú sett niður fargjaldið austur og vestur, sem fylgir: Til Toronto, Montreal og New York, á 1. plássi $28.20, á 2. plássi $27, 20. Til Tacoma, Seattle, Victoria og Vancouver, á 1. plássi_$25, og 2. plássi $20, Við enda ferðarinnar borgar fó- lagið til baka þeim sem halda 1. pláss farseðli $5. og þeim sem halda 2. pláss farseðli $10. Svo farseðlarnir eiginlega kosta þá að eins $20 á 1. og $10 á 2. plássi. Niðursetningin á fargjaldi til Kyrrahafsins gildir að eins frá stöðum í Manitoba. Til staða i Austurríkjun- um yrði fargjaldið að sama skapi hærra eftir því sem vest.ar dregur. Það borg- ar sig fyrir hvern einn að sjá umboðs- mann N. P. félagsins áður en þeir kaupa annarstaðar. / Islendingar athugið Þrátt fyrir hið afarháa verð á mjöli, þá sel ég nú (í nálftunnum) tví- bökur 12c. pundið og hagldabrauð á 8e. pd. Eg legg og sjálfur til tunnuna alveg ókeypis G. P. Tbordarson. Munið eftir Því að beza og ódýrasta gistihús (eftir gæðum), sem til er í Pembina Co. er Jennings House, Cavaliei*, Sí. Dnk. PAT. JENNINGS. eigandi. National Hotel. Þar er staðurinn sem öllum ber saman um að sé hið ódýrasta og þægilegastaog skemtilegasta gestgjafahús í bænum. !><li ad eiiiM $ 1.00 a dag. Ágæt vín og vindlar með vægu verði. Munið eftir staðnum. NATIONAL HOTEL. HENRY McKITTRICK, —eigandi.— Dr. N. J. Crowford PHYCICIAN AND SURGEON ..... 462 Maix St.. Wimnipeg, Man. Office Hours from-2 to 6 p.m. ######*################### # # # # # # # # # # m # # I Fleury Þar er staðurinn sem kjörkaupin fást. Hann er nýbúinn að kaupa mikið af karlmanna, drengja og st.úlkna “BICYBLE CAPS.” hvitum og bleikum. Þessar húfur eru ljómandi fallegar, og kosta aðeins 25c. Einnig mikið af nærfötum, 85c, parið. Ljómaudi hálsbindi, 2Jc. og yfir. Karlmanna og drengja stráhattar; 25c. og yfir. 13. W. 564 ítlnin Street Beint á móti Brunswick Hotel. I*. S. Að eins fáeinir klæðnaðir eftir af hinum ágætu “S. B. square cut front” fötum- Bæði svört og grá,—al-ull. Aðeins $10.00 -mm # # # # # # # # # # # # gffmfffF" Strid! Strid! Stríð gegn háum prísum. Vér höfum keypt ofmikinn vorvarning og þar af leiðandi ætlum vér að selja hinar miklu byrgðir vorar án tillits til þess hvað þær hafa kostað. — ALT SELT MEÐ GJAFVERÐI. Lítið á eftirfylgjandi príslista, og þá mnnuð þér sjá hvort vér Meinum það sem vér segjum. “Readymade” Fatnadur. Tilbúin karlmannaföt á $2, $2.50, $2.75, $3, $3.75 og $1.00. Úr ensku eða skozku tweed á $5 $5.50, $6, $6.50, $6.75. Tilbúin karlmannaföt úr bezta ensku og skozku tweed á $7.00 til $9.00. Tilbúin karlmannaföt, sérstök tegund, frá $8.00 til $15.00. Föt eftir maii. Tweed föt, alull, tilbúin eftir máli, $15, $16, $17, $18 og þar yfir. Enskt eða skoskt tweed-föt eftir máli, $15, $16, $17, $18 og þar yfir. — Svört worsted-föt, eftir máli, $15, $17, $18, $20 og þar yfir. Karlmannabuxur á 50c., 75c., 90c., $1, $1.25, $1.50, $1.75, $2, $2.25, $2.50, $2.75, $3, $3.25, $3.50, $3.75, $4, og á öllu verði þar yflr. Drengjaföt fyrir lægra verð en nokkurstaðar annarstaðar. Fallegri og ódýrari hatta höfum við en nokkrir aðrir í bænum. og skoðið þá. Þeir eru frá 25c. til $2.00 og þar yfir. Komið Hvítar skyrtur 35c. til $1.00. Allavega mislitar skyrtur fyrir sama verð Ákaflega mikið af hálsbindum, vasaklútum. sokkum og nærfatnaði af öllum stærðum, með mismunandi verði. — Þið sjáið af þessu sem hór er talið, hve mikla peninga þið getið sparað með því að kaupa af okknr. C. A. Gareau Hargrave Block WINNIPEG, MAN 324 Main Street ^ i E Munið eftir merkinu : G-ylt skæri. : ^ Pantanir með pósti afgreiddar fljótt og vel. ^ TkiiáUU - ' IddUail FYRIR FJÖL- SKYLDR Heimavinna Við viljum fá margar fjölskyldur til að vinna fyrir okkur heima hjá sér, stöðugt eða að eins part af | tímauum. Vinnuefnið sem við sendsm er fljótlegt og þægilegt.og sendist okkur aftur með pósti þeg- ar það er fullgert' Hægt að inn- vinna sér mikla peninga heima hjá sér. Skrifið eftir úpplýsingum. THE STANDARD SUPPLY CO. Dept. B., — London, Ont. Stærsta Billiard Hall í Norð vestrlandinu. Fjögur “Pool”-borð og tvö “Billiard”- borð. Allskonar vín og vindlar. liCimoii & Helib, Eigendur. Þegar þú þarfnast. fyrir (• lei'iiugu ----þá farðu til- XISÍIVLAJX. Hann er sá eini útskrifaði augnfræðing- ur af háskólanum í Chicago, sem er her í vesturlandinu. Hann velur gleraugu við hæfa hvers eins. W. R. Inman & Co. WINNIPEG, MAN. Maurice\j Opið dag og nótt Agætt kaffi Restaurant. 517 MAIN STR. Þið fáið hvergi jafngóðar og ódýrar máltíðir í bænum. flaurice Nokes eigandi. Til skiftavina. Ég er nýbúinn að fá miklar byrgðir af Roger Bros. silfurtaui. Ómögulegt er að fá heppilegri brúðkaupseða afmæl- isgjafir, en eitthvað af því, Komið inn og skoðið vörurnar hvort sem þér ætlið að kaupa nokkuð eða ekki. Munið einnig eftir að R. Branchaud, úr- og gullsmiður í Cavalier, N. D., gerir betur ag ódýrar við úrin, klukkurnar eða gullstássið ykkar heldur en nokkur annar. R. Branchaud, Cavalier, N. Dak. POLYNIGE OLIA -LÆKNAlt- BAKVERK, HÖFUÐVERK OG ÖLL ÞESSKONAR VEIKINDI, GIGT OG MELTINGARLEYSI. Manhattan Horse and Cattle Food er hið bezta þrifafóður handa gripum. Tilbúið af R. H. Peel, Winnipeg, Man. Mr. Gunnar Sveinsson mælir með þessu gripafóðri. Þessi nýja franska uppfinding hefir verið brúkuð og sýnt góðan árangur á Bellevue spítalanum í New York, How- ard spítalanum í Philadelphia.Marvland og John Hopkins háskólunum í Balti- more, bæjarspítalanum í Montreal og mörgum öðrum spítölum í stórborgum. Það.sem læknirinn segir. John Hotkins Univeiisity, Baltímore, 5. Apríl 1897. Reynsla sú sem hefir verið gerð hér á spítalanum, undir minni umsjón, ,á Polynice Oliu. hefir gefist ágætlega. Ég ráðlegg því öllum að brúka liana við allri gigt. (Undirskrifað). Dr. F. L. ROGER, POLYNICE OLIA sendist — flutningsgjald borgað — við móttöku verðs 50c., af hinum nafnfræga franska iæknir, Dr. A. A/exandre, 1218 G Street, N. W. Washington, D.C., U.S.A John O’Keefe, prófgenginn lyfsali, CAVAVIER, N-D. B. G. SKULASON ATTORNEY AT LAW. SKRIFSTOFA í BEARE BLOCK. Grand Forks, \. D. China Hall Nú ern nyju vörurnar okkar komnar. Makalaus kjörkaup og mikið til að velja úr. Meðöl eftir læknisfyrirskrift afhent á hvaða tíma sem þarf. Búðin opin nótt og dag. John O’Keefe- Steinolia Ég sel steinolíu hverjum sem hafa vill ódýrara en nokkur annar í bænum. Til hægðarauka má panta oliuna hjá G. Sveinssyni, 131 Higgin Str. D. McNEIL, 38 MCDONALDST. Ef þér viljið fá góð og ódýr Vinföng Þá kaupið þau að 620 ílain St. Beztu Ontario berjavín á $1,25 gallonafa Allar mögulegar tegundir af vindlum, reyktóbaki og reykpípum. Verðið mis- munandi eftir gæðum, en alt ódýrt. Beliveau & Go. Corner Maine & Logan Str. DREWRY’S Family Porter er alveg ómissandi til að styrkja og hressa þá sem eru máttlitlir og uppgefnir af erfiði. Hann styrkir taugakerfið, færir hressandi svefn og er sá bezti drykkur sem hægt er að fá handa mæðrum með börn á brjósti. Til brúks í heimahús- um eru hálfmerkur-flöskurnar þægilegastar. Eflwarð L. Drewry. liedwood & Empire Breweries. Sá sem býr til hið nafntogaða GOLDEN KEY BRAND ERATED WATERS. China Hall 572 llain St. L. H. COMPTON, ráðsmaður Canadian Pacific RAILWAY- Austur yfir stórvötnin Mikið niður- sett fargjald. Þessi gufuskip fara frá Fort William. Alberta hvern Föstndag Athabasca hvern Sunnud. Manitoba hvern Þriðjud. Lestin kemur frá Winnipeg til Fort William kl. 8.50 e. h. hvern Fimtudag, Laugardag og Mánudag. Klondike Beinaleið með C. P. R. til Wraipl, Glenora oi Skajway S. S. Tartar og Atlienian. Hin stærstu skip sem höfð eru til Yukon ferða, sérstaklega til þess ger, Þau sigla frá VAFCOUVER og VICTORIA. hvern laugardag Skrifið eftir bókinni sem lýsir Yukon- héraðinu. telur upp siglingadaga og gef ur aðrar áætlanir og upplýsingar. Allir umboðsmenn þessarar brautar geta selt ykkur farseðla, sem innibinda bæði máltíðir og rúm. Snúið ykkur til næsta C. P. R. um • boðsmanns. eða skrifið til Robert Kerr, Traffic Manager, Winniprg, Man. Bezta vínsöluhúsið Paul Sala, eftirmaður H. L. CHABOT, 513 Main Street 513 Gegnt City Hall, Minnipeg. Beztu berjavín og áfengi. Bezti spíritus. Bezta Whiskey í Manitoba. PAUL SALA, 531 Main Stv. Nortiieru Pacific R’y " OÆTIl T_A_BXjJE. MAIN LINE. Alrr. Arr. I l,00a l,30p Winnigeg 7,55ajl2,01ajMorris 5,15a|ll,00a Emerson 4,15a l0,55a Pembina 10,20p 7,30ajGrand Forks l,15p 4,05aiWpg Junct 7,30a!Duluth i 8,30ajMinneapolis 8,00a St. Paul il0,30alChicago Lv l,05p 2,32p 3,23p 3,37p 7,05p 10,45p 8,00a 6,40a 7,15a 9,35a Lv 9,30a 12,01p 45p 15p 05p 130p KíORRIS-BRANDON BRANCH. Arr. Arr. Lv U,00a l,25p Winnipeg l.Oðp 8,30p ll,50a Morris 2,85p 5,15p 10,22a Miami 4,06p 12,10a 8,26a BaJdur 6.20p 9,28a 7,25a Wawanesa 7,23p 7,00a 6 30a Brandon 8,20p Lv 9,-Q9p 8.ð0a j.llöa 12,Op 9,28p PORTAGE LA PRAIRIE BIIANCH. Lv. 4,45 p m 7,30 p.m VVinnipeg IPort laPra:rie Arr. 12,55 p.m. 9,30 a.m. C. S. FEE, H. SWINFORD, Fen.Pass.Ag.,St.Paul. Gen.Ag.,Wpg, — 20 - feöfðingjasetri einu skamt frá ensku bryggjunni, og þaðan um marga króka og þvergötur að öðru húsi í stræti einu, þar sem iðnaðarmenn bjuggu —að gamalli byggingu, sem einusinni stóð í gras garði einum miðjum. Bæði voru húsin ólýst, og sá hann af borðunum sem slegin. voru fyrir dyrnar og gluggana niðri, að eigendur húsanna voru utanborgar, Hann sneri heim til sín undir morgun, og læddist inn í herbergi "sitt sem mað- ur, er vaknar af draumi. Hann hafði verið að xifja upp endurminningar gamalla tíma. Eftir þetta vann Basil með enn meira kappi en áður. Hann máiaði af mestu ákefð og neit- aði sjálfum sér heima svo oft sem hann gat þeg- ar einhverjir komu að hehnsækja hann. Hið stutta sumar var á enda, og liöfðingjahluti borg- arinnar fór að taka á sig vetrarbúninginn. í þrjár vikur hafði Basil ekki séð Strelitz kaftein, •en þá var það seint eitt kvöld, að hann gekk til foústaðar vinar sins á Sadovaya. Kafteinninn var heima; var hann í einkenn- isbúningi sínuni, og var rauður og sollin í andliti og sázt að hann hafði drukkið meira en vana- legt var. Glas eitt og fiaska opin stóð á borðinu Heilsaði liann Basil með fagnaðai látum miklum. “Á, kæri vin. Hvað hefir þú gert við sjálf- an þig'? Eg hefi verið út til sveita nálægt Mos- cow. Ég kom til Pétursborgar í gær og er nú nýkominn úr veizlu fiá franska sendiherranum. Það var múgur manns þar, skal ég segja þér. Eg var orðinn dauðþreyttur. Eg gat ekki sotíð og ætlaði að fara út til að skemta mér — til Uúbbsins— eitthvað. Mér þykir vænt um að — 21 — þú komst, Eg hefi mikið að segjft þér. Og svo átti ég að biðja þig um málverk. En þú stend- ur. Fyrirgefðu mér — fáðu þér sæti”. Hann ýtti stól til Basils, og fleygði sjálfum sér þunglamalega á annan. Yínborðið var við olnboga hans. Fylti hann glas sitt af víni og drakk það hressilega til botns. “Veiztu hvers vegna mér hefir svo fljótlega orðið vel við þíg, yinur minn?” mælti hann svo eftir nokkra þögn. “í fyrstunni meina ég, því að síðan hefir mér lærzt að þykja vænt um þig sjálfs þin vegna. Eg held að ég ætli að fara að verða æði margmáll í kvöld. En éggetekki gert að því. Það liggur einhver þyngslabyrði á samvizku minni. Hún hefir legið þar í fjögur ár. Stundum finn ég ekkí til hennar, en i kvöld er þessi illi andi glaðvakandi aftur — glaðvak- andi”. ' Nú þagnaði hann skyndiloga og einblindi á Basil. “Þú míntir mig á frænda minn einn, sem nú er dauður. Glappaskot mín knúðu hann til eyði leggingar og örvæntirigar. Á ég að segja þér söguna? Því þá ekki”. Og nú hló hann hryss- ingslega og hélt svo áfram : “Hún er ekki löng. Foreldrar mínir eru dauðir, Basil, en ég á móð- urfrænda einn á lífi. Engar hefir liann nafn- bætur, en kominn er hann af afargömlum höfð- ingjaættum. Hann heitir Gregory Orfanoff og er feykilega ríkur. Son átti hann einn, Dmitri að nafni. Við frændurnir ólumst upp saman og voru þó eítthvað C ár á milli okkar. Eg hataði hann e:nlægt, en gerði mér þó f«r utn ;ið loyna — 24 — á hann þegar hann vissi það —, en hann gat ekki neitað því, — gat ekki neitað þvi”. Kafteinninn skjögraði um í áttina til Basils og horfði á hann ineð augnaráði, sem lýsti sam- blandi af ótta og undrun. “Nei, nei!" hrópaði hann; “hver dirfist að segja það að Dmitri hafi verið saklaus? Saklaus? Ja, það var hann nú reyndar, drengurinn. Það var ég sem — A, hvað er ég að segja ?” Svo féll hann þunglama- lega niður á stól einn og sat þar fullur og með- vitundarlaus, með höfuðið hangandi á bringu. Basil greip i borðið til þess að styðia sig. Honum fanst herbergið alt vera á hringferð. “Saklaus !” varð honum að orði. “Eg var þá saklaus af þessum voðalega glæp. Það varzt þá þú, sem stalst nafni föður míns undir ávisun- ina. Þú hefir sagt mér það sjálfur. Mikill asni var ég að niig skyldi ekki grnna það fyrri. En hegningin kemur yfir þig þótt seinna verði, Michael Strelitz. Ég skal ná mér niðri á þér fyr- ir umliðna tímann. En stundin er enn þá ekki komin”. Strelitz kafteinn heyrði þó ekkert af því sem Basil sagði. Hann hrærði hvork; legg né lið og talaði ekki orð. Eu Basil tók kápu sína og fór í flýti út úr herberginu. 3. KAFLI. Basil Ma:lott svof ekki mikið það litla sem eftir var af nóttinni. Hann fór ekki úr fötunum en fle.vgði sér á hæpind e;tt. O meðan hann lá — 17 — mig á villustig — freistaðir mín til syndar og glæpa. Þú gleður þig nú við það sem mér ber með réttu: — ást og virðing föður míns og—og —ó, við hana Nataliu !” Með einbeittum vilja sigraði Basil Marlott fljóttega líkamlegan veikleika og ákyggjur og fór batnandi með degi hverjum. í látbragði var hann hæglátur og stiltur. Leit hann út sem maður sá, er engar áhyggjur hefir, en sér eitt- hvert ákvéðið augnamið í framtíðinni, sem ekki eru líkindi til að hann missi af, og sem enginn hlutur getur snúið huga hans frá. Tveim vikum eftir þessa fyrstu heimsókn kom kafteinn Strelitz aftur á spítalann. Hafði liann þá með sér burtfararskýrteini Basils, og fóru þeir saman á brott. Því kveldi gleymdi Basil aldreí. Rússneska vorið var þá að ganga í garð. Loftið var blítt og angandi, ilmandi af angan blómanna og blaðanna. Eftir tilmælum kafteinsins fóru þeir fótgangandi og fóru yfir hið bláa Nevafljót á brú þeirri, sem liggur til finsku járnbrautarstöðvanna. Svo gengu þeir liægt og hægt niður hina tignarlegu hallar- bryggju yfir um hjá admírálshöllinni alla leið til Nevskoi Prospekt. Það stræti gengu þeir frá einum enda til antiars og þurfti þá Basilað taka á allri þeirri slillingu sem hann átti til, að leyna því, að strætin og byggingarnar umhverfis höfðu einusinni áður fyrri verið honum eins kunnug og kaftein Strelitz sjálfam. Kafteinn Strelitz bjó á Sadovaya (Gard- stræti), og í þessari hinni miklu skiautlegu bygg- ingu fékk hann Basil álíka herbergi útbúin með

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.