Heimskringla - 11.08.1898, Blaðsíða 3

Heimskringla - 11.08.1898, Blaðsíða 3
ffEIMSKRINGLA, 11. AUGUST 1808 enginn penni eða tunga geta lýst og enginn málari teiknað. Þó ég legði mig til að lýsa þessari himnesku fegurð fyr- ir ykkur sem ekki hafið séð hana, þá mundi lýsing min verða eins þýðingar- laust glamur og hávaði, eins og alt frelsisglamrið í skáidunum og blöðunum heima sumarið 1874. Sú fegursta og einfaldasta lýsing, sem ég hefi heyrt, er þessi : “Himininn heiður og blár, Og hafið var skýnandi bjart.” sólin flaut við haflötinn og virtist eins og eldlegir boðar dreifðust yfir hið vold- uga haf. Árinu áður hafði mér kornið til hugar að fara til Vesturheims. Eg var undnr litill eftir aldri, en hafði þá minna af penin um, og þeir er ég leit- aði hjálpar hjá, báru litið traust til drengsins litla; þeir vild r ekkí kaupa mig og því var ég kyr, og því naut ég þeirrar sælu þessa ógleymanlegu nótt. Mér kom til hugar, hve voðalega harð- brjóstuð væru orlög íslands að börn þess skyldu þurfa að flýja i aðra heims- álfu. Því ef satt skal segja, lagði ég engan trúnað á alt frelsisgalið. Mér virtist ómögulegt að gera nokkuð föð- urlandinu til gagns og sóma þar heima. Ég hallaði mér upp að daggvotum brjóstum náttúrunnar og grét, grét í síðasta sinni. Ég fann að ég elskaði föðurlandið og langaði til að vinna því gagn, en sá engan opin veg að fram- kvæma nokkuð. Með öðrum orðum, ég gat ekkert gert fyrir ísland og það ekkert fyrir mig Grátekki steig upp frá brjósti mínu, Mér fanst ég ætla að missa andann; roér fanst of þröngt um mig. og þó var himininn svo hár og loftið svo hreint. Eg strengdi þess heit að flytja vestur um haf og reyna af fremsta megni að halda uppi heiðri föð- urlandsins. Ég hugsaði eitthvað á þessa leið: Elskaða ísland; ég verð að fara frá þér og leita að gæfunni fyrir handan hið ólgandi haf, þar sem sjón- deildarhringurinn er enn þá stærri, þar sem tækífærin eru fleiri að verða nýtur meðlimur mannfélagsins, og ég skal ætíð minnast þin með ást og virðingu og leitast við að koma svo fram, að þú þurfir aldrei að skammast þín fyrir litla drenginn þinn, sem ef til vill verð- ur stór maður þar fyrir vestan hafið. Hvernig ég hefi haldið þe-isi heit, um það skal ég vera fáorður. Hvernig mín persónuleg framkoma hefir verið, það vil ég leggja undir sögunnar dóm. En eitt vil ég taka fram í sambandi við þetta, og leggja þar á alla áherzlu, og það er það, að ég hefi ætíð komið fram sem íslendingur. Ég hefi verið á mörg um stöðum, þar sem ég |hefi verið skoð- aður sera náttúrunnar furðuverk, vegna þess að ég var Islendingur, á meðal fólks, Sem aldrei hafr'i séð íslend- ina, sem bókstaflega þekti ekkert til Is- lands eða áhrif þess á sögu Norður- landa. Eg hefi reynt að lýsa fyiir þess um mönnum lifnaðarháttum, stjórnar- fyrirkomulagi, trúarbrögðum og í einu orði sagt öllu því er einkendi þjóð vora. Við þessi tækifærí hefir ætíð hin fagra sumarnótt runnið upp í huga mínum, verið einskonar leiðarstjarna, og jafn- vel þó mér sé ekki tiltakanlega brugðið um hjátrú, af þeim er þekkja mig. þá samt fæ ég ekki betur skilið, en slik- ar endurminningar gæfu mér lýsingar- afl og málsnild, er ekki er á takteinutn hjá mér hversdagslaga. Og eilt er vist að frásögn mín hefir ætíð verið ættlandi voru og þjóð til sóma. Það er eitt, er sérstaklega hefir vakað fyrir mér í sambandi við föður- land vort, og ég hefi aldrei fundið hina minstu ástæðu að breyta þeirri stefnu minni, og það er það, að vér fyrst og fremst kappkostum að verða nýtir borgarar þessa lands, sem tekið hefir oss til fósturs; að vér vinnum með sam- vizkusemi verk vorrar köllunar, hvað lítið sem oss kann að sýnast í það var ið, ef oss er trúað fyrir því á annað borð af meðbræðrum vorum, þá getum um vér aldrei leyst þann starfa of vel af hendi, þvi það sem þarf að gera, er ætíð vert þess að gera það eins og bezt má verða. Þar næst að vér séum Islend- ingar, því þegar framkoma vor er eins og ég hefi drepið á hér að framan, og eins og allir menn er sannindum unna hljóta að viðurkenna að hún ætti að vera, þá get ég ekki betur séð, en að vár séum einlægt að vinna þjóð vorri og ætt og landi gagn og sóma, því þeg- ar tímar liða fram. þá verður það við- kvæðið { þessu landi, þar sem vér erum þektir — verður einskonar málsháttur, að þessi eða hinn sé eins trúverðugur, eins ráðvandur, eins duglegur og yfír höfuð eins heiðvirður borgari, eins og Islendingar að mestu eru viðurkendir að vera. Þegar vér erum búnir að grafa á hinn ameríkanska þjóðlikama þau ein- kenni, að það bezta, hraustasta, göfug- asta og fegursta verður tileinkað oss, þá segi ég, en ekki fyrri, getum vér fundið til þess með góðri samvizku. að vér höfum greitt skyldur vorar gagn- vart ættlandi voru, þjóð þess og sjálf- um oss, hvort sem Island verður þá fáment eða fjölment, það atriði kemur málefninu ekkert við. En þá getum vér haldið einn almennan þjóðminning- ardag eða Islendingadag, og það verð- ur þá ekki lengur deiluefui hvaða dag á árinu skuli tiieinka þjóðinni, því vér höfum þá þroskast og vaxið upp úr öll um slíkum krit og kotungsskap; vér höfum þá losað oss við hið íslenzka þröngsýni og eins'rengingsskap, sem vér því miður höfum flutt með oss frá gamla landinu i all-rikulegum mæli. Vér munum þá að eins það, að vér er um bræður og systur, að vér erum borg arar hins voldugasta meginlands í heimi, að vér höfum stritt og sigrað, að vor litli þjóðflokkur hafi staðið bins ó- bifanlegur og hinar steinrunnu strend ur íslands, þó holskeflur tímans hafi risið hátt eg með ógnarafli á hafi við- burðanna, og reynt til þess að soga oss undir og melja oss upp og dreifa oss saman við sandskafla gleymskunnar. En þá samt sigraði islenzkur mann- dómur og reisti þjóð vorri minnisvarða, sem lengur mun vara, en letur á mar- mara. Hin réttláta sögunnar dis, er ritar sögur þjóðanna, mun geta þess, að vér höfum komið frá þeirri fámennustu þjóð á Norðurlöndum, að vér höfum verið hinn fyrirferðarminsti þjóðflokk- ur, er hjálpaði til að byggja hinn “nýja heim”, en að þjóðerniseinkenni vor hafi reynst svo vel við aldurinn að áhrif Islendinga hafi skilið eftir glögg merki á hinum ameriska þjóðlíkama, merki, sem öll bentu áfram og upp á við, er einlægt miðuðu hærra og hærra, þar til réttlátir dómarar eru knúðir til að viðurkenna. að hinir fámennu ís- lendingar hafi grafið þau merki á þjóðiífið hér, er slá gullnum bjarma yfir blaðsíður sögunnar. Og þá eins og nú mun stíga upp frá þúsundum kverka með óviðjafnan- legu samræmi fagnaðarópið: Lengi lifi Island ! Blómgist og blessist vegur hinnar íslenzku þjóðar! . ----------- ■ -... Fæðiaðeixs $1,00 Á DAG. Grand Pucific Hoteí\ K. r O'OimioIi oi*. eigandi. Agæt herbergi og öll þægitidi sem beztu' hotel geta veitt. Beztu vín og viudlar. larket S<reet fíeot -City Hall ----WINNIPEG, MAN.------- OLI SIMONSON MÆLIR MEÐ SÍNU NÝJA SkanHmavian Hotel. 718 Main 8tr. Fæði 81.00 á dag. Islendingar athugið Þrátt fyrir hið afarháa verð á mjöli, þá sel ég nú (í nálftunnum) tví- bökur 12c. pundið og hagldabrauð á 8c. pd. Eg 1 egg og sjálfur til tunnuna alveg ókeypis G. P. Thordarson. Heyrnarleysi og suða fyrir eyrum læknast —með því að brúka— Wilsons Common 5ense Ear Drums Algerlega ný uppfinding; frábrugðin öllum öðrum útþúnaði. Þetta er sú eina áreiðanlega , hlust- pípa sem til er. Ómögu- legt að sjá hana þegar búið er að láta hana í eyr- að. Hún gagnar þar sem læknarnir geta ekki hjálpað,—Skrifið eftir bækling viðvíkjandi þessu. Verðið er, með full- komnum útbúnaði, 85.00 parið. Karl K. Albert, P. O. Box 589 503 Main St. WINNIPEG, MAN. A. B. Pantanir frá Bandaríkjunum afgreiddar fljótt og vel. Þegar þið skrifið þá getið um að auglýsingin hafi verið í Heimskringlu. GETA SELT TICKET Til vesturs % Til Kooteney plássins, Victoria, Van- couver, Seattle, Tacoma, Portland og samtengist trans-Pacific-linum til Ja- pan og Kína og strandferða- og skemtiskipum til Alaska. Einnig fljótasta og bezta ferð til San Fratic- isco og annara Californiu staða; Pul- man-vagnar alla leið til San Francis- co. Fer frá St. Paul á hverjum mið- vikudegi. Þeir sem fara frá Manitoba ættu að leggja af stað sama dag. — Sérstakur afsláttur (excursion-rates) á farseðium alt árið um kring. Til suðurs Hin ágæta braut til Minneapolis, St. Paul, Chicago. St. Louis o. s. frv.; eina brautin, sem hefir borðstofu og Pullmans svefnvagna. Til austurs. Lægsta fargjald til allra staða í Aust- ur-Canada og Bandaríkjunum i gegn um St. Paul og Chicago eða vatnsleið frá Duluth. Menn geta haldið stanz- laust áfram, eða geta fengið að stanza í stórbæjunura ef þeii vilja. Til gamla landsins Farseular seldir með öllum gufuskipa- linum, sem fara frá Montreal. Boston New York og Philadelphia til Norð- urálfunnar; einnig til Suður-Ameríku og Astralíu. Skrifið til eða talið við agenta North- ern Pacific járnbrautarfélagsins, eða skrifið til £L Swinford, General agent. WINGIPEG - - - MAN. Heimavinna FYRIR FJÖL- SKYLDR i Við viljum fá margar fjölskyldur [ til að vinna fyrir okkur heima hjá i sér, stöðugt eða að eins part af i tímanum. Vinnuefnið sem við ] | sendum er fljótlegt og þægilegt.og i sendist okkur aftur með pósti þeg- i ar það er fullgert' Hægt að inn- [ vinna sér mikla peninga heima hjá , sér. Skrifið eftir upplýsingum. THE STANDARD SUPPLY CO. Dept. B., — London, Ont. 1 Þegar þú þarfnast fyrir hlerangu ----þá farðu til- iiviviAwr. Hann er sá eini útskrifaði augnfræðing- ur af háskólanum í Chicago, sem er hér í vesturlandinu. Hann yelur gleraugu við hæfa hvers eins. W . R. Iiiman & Co. WINNIPEG, MAN. Maurice’ y Opið dag og uótt Agætt kafli Restaurant. 517 MAIN STR. Þið fáið hvergi jafngóðar og ódýrar máltíðir í bænum. Haurice Nokes eigandi. Til skiftavina. Ég er nýbúinn að fá miklar byrgðir af Roger Bros. silfurtaui. Ómögulegt er að fá heppilegri brúðkaupseða afmæl- isgjafir, en eitthvað af því. Komið inn osj skoðið vörurnar hvort sem þér ætlið að kaupa nokkuð eða ekki. Munið einnig eftir að R. Branchaud, úr- og gullsmiður i Cavalier, N. D., gerir betur ag ódýrar við úrin, klukkurnar eða gullstássið j-kkar heldur en nokkur annar, R. Branchaud, Cavalier, N. Dak. POLYNICE OLIfl --LÆKNAR-- BAKVERK, HÖFUÐVERK OG ÖLL ÞESSKONAR VEIIvINDI, GIGT OG MELTINGARLEYSI. Þessi nýja franska uppfinding hefir verið brúkuð og sýnt góðan árangur á Bellevue spítalanum i New York, How- ard spítalanum i Philadelphia.Marvland og John Hopkins háskólunum í Balti- more, bæjarspitalanum i Montreal og mörgum öðrum spítölum í stórborgum. Það sem læknirinn segir. John Hopicins University. Baltímore, 5. Apríl 1897. Reynsla sú sem hefir verið gerð hér á spitalanum, nndir minni umsjón, ,á Polvnice Oliu, hefir gefist ágætléga. Ég ráðlegg því öllum að brúka hana við allri gigt. (Undirskrifað). Dr. F. L. ROGER. POLYNICE OLIA sendist — flutningsgjald borgað — við móttöku verðs 50c., af hiuum nafnfræga franska læknir, Dr. A. Alexandre, 1218 G Street, N. W. Washington, D.C., U.S.A. IMMne Restauraní Stærsta Billiard Hall í Norð vestrlaudinu. Fjögur “Pool”-borð og tvö “Billiard”- borð. Allskonar vín og vindlar. Leiinon & Hebb, Eigendur. Manhattan Uorse aud Oattle Food er hið bezta þrifafóður handa gripum. Tilbúið af R. H. Peel, Winnipeg, Man. Mr. Gunnar Sveinsson mælir með þessu gripafóðri. John O’Keefe, prófgenginn lyfsali, CAVAVIER, N-D. Meðöl eftir læknisfyrirskrift afhent á hvaða tíma sem þarf. Búðin opin nótt og dag. John O’Keefe- Steinolia Ég sel steinolíu hverjum sem hafa vill ódýrara en nokkur annar í bænum. Til liægðarauka má panta oh'una hjá G. Sveinssyni, 131 Higgin Str. D. McNEIL, 38 MCDONALDST. Ef þér viljið fá góð 6g ódýr Yinföng* Þá kaupið þan að 65ÍO flain St. Beztu Ontario berjavín á 81,25 gallonan Allar mögulegar tegundir af vindlum, reyktóbaki og reykpípum. Verðið mis- munandi eftir gæðum, en alt ódýrt. Beliveau & Co. Corner Maine & Logan Str. DREWRY’S Family Porter er alveg ómissandi til að styrkja og hressa þá sem eru máttlitlir og uppgefnir af erfiði. Hann styrkir taugakerfið, færir hressandi svefn og er sá bezti drykkur sem hægt er að fá handa mæðrum með börn á brjósti. Til brúks i heimahús- um eru hálfmerkur-flöskurnar þægilegastar. Eiwarð L. Drewry. Redwood & Erapire Breweries. Sá sem býr til hið nafntogaða GOLDEN KEY BRAND ERATED WATERS. Bezta vínsöluhúsið Paul Sala, eftirmaður H. L. CHABOT, 513 Main Street 513 Gegnt City Hall, Minnipeg. Beztu berjavín og áfengi. Bezti spíritus. Bezta Whiskey f Manitoba. PAUL SALA, 531 Ma\n Str. B. G. SKULASON ATTORNEY AT LAW. SKRIFSTOFA í BF.ARE BLOCK. tiiraml Forks, D. China Hall Nú eru nyju vörurnar okkar komnar. Makalaus kjörkaup og mikið til að velja úr. ChinaTHall 572 Main Ht. L. H. COMPTON, ráðsmaður Canadian Pacific RAILWAY- Austur yfir stórvötnin Mikið niður- sett fargjald. Þessi gufuskip fara frá Fort William. Alberta hvern Föstndag Athabasca hvern Sunnud, Manitoba hvern Þriðjud. Lestin kemur frá Winnipeg til Fort William kl. 8.50 e. h. hvern Eimtudag, Laugardag og Mánudag. Klondike Beinaleið með C. P. R. til Wrapl, Glenora oi Skapay S. S. Tartar og Atlienian. Hin stærstu skip sem höfð eru til Yukon ferða, sérstaklega til þess ger, Þau sigla frá VAFCOUVER og VICTORIA. hvern laugardag Skrifið eftir bókinni sem lýsir Yukon- héraðinu, telur upp siglingadaga og gel' ur aðrar áætlanir og uprlýsingar. Allir umboðsmenn þessarar brautar geta selt ykkur farseðla, sem innibinda bæði máltíðir og rúm. Snúið ykkur til næsta C. P. R. um • boðsmanns. eða skrifið til Kobert Kerr, Tralfic Manager, Winniprg, Man. Nortlieni Pacific R’y C3VCE TABLE. MAIN LINE. Alrr. 1 Arr. Lv Lv l,00a 1.30p Winnigeg l,05p 9,30a 7.55a 12 Ola Morris 2 82p 12,01p 5.15a ll,00a Emerson 3,23p 45p 4,15a 10,55a Pembina 3,87p 15p I0.20p 7,30a Grand Forks 7,05p 05p l,15p 4.05a Wpg Junct 10,45p 130p 7.30a Duluth 8.00a 8.80a Minneapolis 6,40a 8.00a St. Paul 7,15a 10.30a Chicago 9,35a MORRIS-BRANDON BKANCH. Arr. Arr. Lv Lv ll,00a 1.25p Winnipeg 1.05p 9.30p 8.30p ll,50a faorris ‘2,35p 8,u0a 5.15p 10.V2a Miami 4,06p 5,ll5a lVUOa 8,‘2(ia Baldur 6,20p 12. Op 9.28a 7 ’25a Wawanesa 7.28p 9 28p 7 l»a 6 30a Braudon 8,20p 7,00p PORTAGE LA PRAIRIE BRANCH. Lv. I Arr. 4.45 p m Winnipeg 12 55 p.m. 7.30 p tn Port laPra’rie 9 30 a.m. C. S. FEE. H. SWINFORD. (Feu.Pass.Ag.,St.Paul. Gen.Ag.,Wpg, - 68 — voru áð fará fafal strætanetið, þar sem stytzt var leið j.il Nevskoi Prospekt. Þegar þar var komið var Pasliua rólegur orðinn, alveg eins og hann átti að sér — þurr, þyrkingslegur og tilfinninga- sljófur. En Basil var hálf ruglaður; undarlegar óljósar hugsanir voru að brjótast um í höfði hon- um. Það var naumast að hann sæi hve glæpur sá var voðalegur, sem frændi hans var að fremja. “Allar eru nú horfur góðar”, sagði Pashua, “Ég bjóst ekki við að gera neitt mikið i kvöld. En það sem gerzt hefir skal ég segja yfirmönn- um mín nm. Þeir fá mér svo flokk manna. Og viku eftir annaðkvöld ætla ég að taka samsæris- mennina fasta alla saman þegar þeir koma á fund í Tkjallaranum. Helminginn af mönnum mínutn ætla ég að láta vera í herberginu sem við vorum í kvöld í, Enn hinn hehninginn læt ég koma inn um matsöluhúsið. Enginn maður skal undan sleppa. Það verður bezta veiðin sem lögreglan nokkurntíma hefir klófest. Ég vissi það að samsæri þetta var mikilsvert. En samt dreymdi mig ekki um að þeir ætluðu að ná lífi keisarans”. “Það virtist vera of voðalegt til þess að vera satt”, svaraði Basil. “En hvað á að gera af frænda mínnm ? Það hjálpar mér ekkert þó að hann sé tekinn”. "Rétt er það”, mælti .Pasliua- “En mér hefir komið ráð til hugar. Þegar samsærismenn irnir eru allir samankomnir og alt er á reiðum höndum að taka þá, þá ætla ég að láta Kriloff kalla Michael Strelitz út. Hann verður svo tek- — 69 — inn undireins. Þá skulum við heimta af honum að hann skrifi uadir játningu, sem sanni það. að þú sért saklaus af hafnafölsuninni. Þú verður að vera búinnaðbúa út skjalið. Með þessum skilyrðum skulum við lofa honum frehi sínu þarna undireins. Þú getur verið viss um það, að hann gengur að þvi, þar sem hann veit það að galginn býður hans að öðrum kosii, Ef að við þá lof-im honum að sleppa með ásettu ráði, þá verður það skoðað sem óheppileg tilviljun og ég slepp við allan grun. Ef að þú kant betur ráð, þá kondu með það. En segðu ekkert af þess um næturstörfum okkar og kondu til lögreglu- stöðvanna á mánudagskvöldið klukkan tíu”. “Ég skal vera þar þá”, svaraði Basil. l,En á meðan ætla ég að hugsa um áform þetta, Ég veit naumast hvað ég vil núna”. Þeir skildu þegar þeir áttu eftir eina ‘block' að lögreglustóðvunum. Daginn eftir fékk Basil bréf frá Strelitz kaft- eini, og bað hann Basil að finna sig heima hjá sér næsta kvöld. Spurningin sem nú lá Basil þyngst á huga, var þessi: Átti hann að hegna frænda sinum sakadólginum, eins og framast mátti verða, eða átti hann að láta sér nægja að neyða hann til þess að játa upp á sig glæpinn og leyfa honum að sleppa undan hegningu fyrir misgerðir hans ? Þó að hann tæki nú þennan vægari kostinn, þá yrði hlutskifti Michaels Stielitz það að tapa mannorði sínu og öllu því sem honum var kær- ast, og þar á ofan að verða útlagi gerður og flóttamaðui — 72- áður f^'rri. En að því verður þú að komast sjáyf - Ur. Eg get ekki borið á móti því, að frændi þinn er kærkominn gestur í þessu húsi. Grunur sá sem faðir þínn einusinni hafði á honum, er horfinn. Hann kemur nú oft hingað og þau eru að minsta kosti kunningjar, Natalia og hann, en það verða engin vandræði að opna á henni aug- un fyrir illræðis áformum hans. Því er betuf farið að þú okjddir sjá þau i tæka tíð”. ‘ Er faðir minn orðinn óþolinmóður yfir því hve seint gangi málverkið?” spurði Basil. “Eg hefi verið illa fallinn til starfa þessa seinustu dagana. Ég trejTsti mér ekki til þess”. “Hann hefir talað um þig”, mælti Lubin. “Hann fór snemma að hátta í kyöld, þvi að hann ætlar til Moscow á morgun í áríðandi er- indagerðum, sem standa i sambandi við eignir hans liér. Það var í kvöld sem hann fékk hrað- skeyti um að koma. Hann hafði búist við því að Natalía og frændi þinn sætu að miðdegis- verði hjá sér á morgun. Og áður en hann gangi til hvílu skrifaði hann þeim báðum miða og skýrði frá fjarveru sinni, svo að þau skj’ldu ekki koma og verða óánægð. Ég hefi bréfin i vasa mínum og ætlaði að koma þeim á póstinn, en til þess verður nægur timi þegar þú ert farinn". “Þú ferð með föður mínum, eða er ekki svo?’ spurði Basil fljótlega. “Nei, ekki í þetta skifti. Hann tekur lög- mann sinn með sér. Ég verð eftfr að gæta húss- ins, En hann kemur aftur innan tveggja daga". “Það skal ég gera”, tautaði Basil við sjálfan —65 — “Og frændi minn er fastur i neti hennar”, áagði Basil. “Svo er víst”, hvíslaði Pashua. “En tölum nú ekki meira. Hafðu eyrun opin og hlustaðu”. Það var augljóst að ekki var á fleirum vom þvi að mennirnir færðu sig nær borðinu og tóku að fjalla um mál það tafarlaust, er þeir voru komnir að ræða um. Það var áríðandi málefni, það sýndi alvörugefnin á andlitum þeirra og lági fastmælti rómurinn, sem þeir töluðu i. Um stnnd virtist svo sem þeir mundu ekkert hej-ra, þesair tveir, sem voru að hlusta öðramegin vjd járnhurðina. Þeir hej rðu að eins orð og orð á stangli eða brot úr setningu, sem engin meining var í. Þetta gekk Sýo í hálfa aðra klukkustund.ogleit út fyrir að svona ýrði það þangað til fundi yrði slitið. En Pashua átti að fá launað ómakið, Jog þegar launin komu, þá voru þau svo rifleg, að það bætti úr hve seint þau komu. Eftir því sem áhuginn hjá samsærismönn- unum óx urðu þeir heitari og æstari og hækk- uðu röddina, án þess þeir vissuaf. Einn mann þekti Pashua þar. svartskeggjaðann, með háu enni, sneiddu aftur. og var það djnamite-sprengj arinn Boiikin. Hallaði hann sér að Michael Strelitz og sagði hátt: “En er þetta þá öldung- is víst ? Hann getur hætt við að fara”. “Það er áreiðanlegt”, svaraði Strelitz með sterkri röddu. “Nú er föstudagur. Einhvern- tíma vikuna eftir næstu viku fer Zarinn til Polo- strovo á finsku járnbrautinni. Hann fer annað- hvort með morgunlestinni eða þá seint um

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.