Heimskringla - 11.08.1898, Blaðsíða 2

Heimskringla - 11.08.1898, Blaðsíða 2
MjLMSKKÍNGLA, 11. AUGUST 1898 Heimskringla. Verð blaðsins í Canada og Bandar. $1.50 ?m árið (fyrirfram borgað). Sent tu slands (fyrirfram borgað af kaupend- ud blaðsins bér) $1.00. Peningar seudist í P. 0. Money Order Begistered Letter eða Express Money Order. Bankaávísanir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með afföllum B. F. Walters, Útgefandi. Office Corner Princess & James. P.O. BOX 305- Bismar< k. Nú er hann látinn, gamli mikil- hæfl maðurinn, sem samir elskuðu svo mjög, en aðrir hötuðu með ðllu því hatri sem þeir áttu til í eigu sinni, og viljum vér nú henda mönn um á helztu atriðin í sögu hans: Hann var fæddur 1 Apríl 1815 í höllinni Shönhausen, þar sem for- feður hans höfðu búið mann fram af manni, og varhann aðalsmaður að ættum. 6 ára gamall var hann í skóla sendur og svo í einn af öðrum þangað til hann kom á háskólann garnla og fræga í Göttingen. Var hann námsmaður ekki meira en í meðallagi, en óeirðarseggur hinn mesti og háði qvert einvígið á fætur öðru við stúdentana. Þóttu stúdent- ar í þá daga óróaseggir í Göttingen, en þó var Bismarck verstur allra. Hann var stór og sterkur, fullar 3 álnir á hæð, rekinn saman og herða- breiður, hann hvolfdi í sig heilum fötunum af bjór og brennivíni; hann var æflnleg albúinn, ef í slag þurfti að fara. En vinur var hann vina einua, tryggur og fastheldinn. Þegar frá háskólauum kom tók hann próf í lögfræði og slangraðist í gegnum það. En ekki féll honum sú iðn, og að ári liðnu gaf hann frá sér lagastðrfin og fór að búa og gift- ast. Var hann svo kosinn á þingið í Frankfurt: Þá var Þýzkaland alt í smá molum, ótal smáríki, hvert þffícru f4@inar ferhyrningsmílur að stærð, álíka og vænar bændajarðir í An.c iku taöig þeiru.. Það var 1847 sem hánn giftist- Þá var ein frelsisaldan frá Frakklandi að velta yfir Norðurálfuna. Þjóðirnar eru að fá þessar kviður,eins og sjúkir menn, kviður undan ofurvaldi aðalsins, prestanna og konunganna. Eina þessa kviðu fengu menn þá og vildu velta úr stóli öllum konungum. En Bismarck var ekki lengi að hugsa sigum hvora hl'ðina hann skyldi taka. Hann trúði því fastlega að konungunum væri af guði sjálfum gefið valdið yfir þjóðunum og hann hafði að erfðum fengið einstaka fyr- irlitningu fyrir alþýðunni. Þessi frelsisalda veltist yflr löndin að vestan og leit út fyrir að hún myndi skola með sér kórónum öllum og svelgja Prússland, en það ríki elskaði Bismarck, og hann elsk- aði konungsættina líka, og þegar háskinn barði að dyrurn, þá óð Bis- marck fram í öllum mætti sínum, harðsnúinn, kænn og víglegur og gekk með lífi og sál fram í fylking- um konungsinna. Var hann svo sendur á þingið í Frankfurt 1851. Var það mest prinsa- og prelátafundur og vildu þeir í engu tilslaka og engar frelsis- kröfur veita, hversu sanngjarnar sem voru. Þar kom Bismarck ör- ugglega fram, því að maðurinn var einarður vel og skörnngur hinn mesti. Eftir þingið var hann gerð- ur sendiherra í Pétursborg. Og þeg ar Vilhjálmur I. gerðist konungur á Prússlandi 1861, þá varð Bismarck æðsti ráðgjafi hans, og um það leyti var hann af alvöru farinn að hugsa ‘um að draga saman öll smáríkin á Þýzkalandi í eina heild undir einni krúnu, Um þetta leyti var Bismarck á- kaflega illa þokkaður; menn spýttu á eftir honum, menn gerðu um hann hvert níðið á fætur öðru, menn höt- uðu hann sem þeir mest gátu, eink- um voru það frelsismennirnir, verka mennirnir, stúdentarnir, iðnaðar- mennirnir, því að öllum þessum stóð af honum stuggur mikill. En Bis- marck kærði sig kollóttann og héit áfram stryki sínu að sameina smá- ríkin á Norður-Þýzkalandi og mynda úr þeim eina heild, sem væri svo voldug, að hún gæti boðið byrginn hverju stórveldinu sem vildi. í'yrst byrjaði hann á því að lemja á Dönum. Hann var eins og að þukla fyrir sér hvað hann væri sterkur; hann var að reyna hvort htrákarnir prússnesku dygðu nokkuð ef að þeir sæu framan í byssukjafta Ilann rcðist á Dani til að taka af þeim Slesvig, Holstein og Lauen- burg, sem í rauninni voru þýzk lönd, en Danir höfðu haft þau langa lengi og farið illa með. Til farar þessarar kvaddi hann með sér Aust- urriki, en lítið báru þeir úr býtum annað en ferðalagið. Þetta var árið 1864. Danir urðu undir, sem von- legt var, og stóðu sig þó að vonum- Sex mánuði var leiðangur sá. Ei. þegar skifta skyldi herfanginu urðu þeir saupsáttir Prússar og Austur- ríkismenn, og hafði Bismarck séð það alt fyrir, Leiddi missætti þetta til stríðsins 1866 milli Prússa og Austurríkismanna. Eina sögu man ég frá þeim tíma, sem sýnir virðinguna, er Bismarck bar fyrir konungi. Áður en stríðið hófst voru bolla- leggingar miklar um það hvort rftð- legt væri fyrir Prússa að fara á móti Austurríkismönnum og var konung- ur ragur mjög að segja þeim stríð á hendur. Hafði Bismark þá sent til konungs Mannteuffel (manndjöful) markskálk til þess að láta hann fá konung til að undirskrifa skjaiið, er segði Austurríki stríð á hendur. Ilafði Manntcuff'el setið lengi hjá konungi og ekkert ágengt orðið. Bismarck kom ekki fyrri en Mann- teuffel var að fara og mætti honum í biðsalnum og frétti að konungur vildi ekki undirskrifa. Heyrðu menn að Bismarck sagði reiður mjög: Er s c h a 11 doch unterschreiben der Dummerkopf’. (Hann skal samt undirskrifa grasasninn sá arna). Svo vindur Bismarck sér inn með skjalið og að fáum mínútum kom hann aftur með undirskrift konungs og stríðið byrjar. Því stríði lauk mcð orustunni við Sadowa 2. júlf 1866 og höfðu Prnssar sigur og knúðu Austurríki til að ganga að öllum kröfum sínum. í þes9u braski sínu hafði Bis marck ágætunn hjálparmann í Moltke greifa, hermanni miklum. Hann bjó út herinn og æfði hann og skip- aði fvrir um hergöngur í ófriði og fvlkingarskipun í bardögum, en Bismarck átti við stjórnmálin og sendi Moltke á stað með hersveitirn- ar þegar á einhverjum þurfti að berja. Eftir orustu þessa fór Bismarck fyrír alvöru að vinna að því hinu aðallega ætlunarverki, sein hann hafði sett sér, að sameina alt Þýzkaland í eina heild undir einni krúnu. Hann kipti upp einura smákonunginum á eftir öðrum og tók lönd þeirra og þegna og lét alt ganga undir Prússa konung eða í Norður-Þýzkalands- sambandið. Nicurlag í næsta blaði. “Peningar eru afl þess sem gera skal”. Vér vildum annars óska að sem allra flestir sendu oss álit sitt og upp ástungur um þetta mál nú sem fyrst, því tíminn líður og verkið sem gera þarf er margbrotið, og að mörgu leyti all-ervitt viðfangs. Sir Wilfrid Laurier, stjórnar- forinaður Canada, kom hingað til bæjarins í fyrradag og með honum hinn alræmdi rádgjafi innanríkismftla Hon. Clifford Sifton. Liberalir klíku- stólpar hér i bænum héldu fnnd með sér á laugardaginn var og ákváðu þar, að þeir skyldu ekki bjóða Laurier að tala hér opinberlega á meðan hann stendur við hér í bæn- um. Þótti mörgum þetta kynlegt í fyrstu, að þeir skyldu ekki vilja nota þetta tækifæri til þess að 1 tta þctta átrúnaðargoð sitt prédika hér þeirra pólitísku tröllatrú. Það er hvort sera er ekki nema svo sem einusinni á hundsaldri að þessi Solon þeirra lýtur svo lágt, að heimsækja þetta “vilta Vesturland” og var því nokkur ástæða til að halda, að þeir mundu nota þetta tækifæri og kjamsa út um báðumegin. En gritta grevin hér voru í vanda staddir; þeir vissu sem sé, að kjósendur hér voru ekki búnir að gleyma þeim loforðum, sem þessir menn, Laurier og Sifton, og ýmsir aðrir stórir og smáir l.vgar- ar í gritta hópnum höfðu geflð kjós- endum — loforð sem voru að eins gefln til þess, að draga menn á tálar og svíkja með þeim út atkvæði handa stjórninni eða ýmsum áharg- endum hennar, því svo má kalla að hvert einasta af þessum loforðum hafi verið svikið er til framkvæmda skyldi koma. Þessi grittaklíka hér sá því þann kost vænstan, að láta Laurier alls ekki halda neina opinbera ræðu, til þess að gefa ekki fólki hér tæki- færi til þess, að láta í ljósi óánægju sína og fyrirlitning við stjornina og allar hennar aðgerðir. — Þetta er á- stæðan fvrir því að Laurier er ekki látinn tala hér opinberlega í þessari ferð sinni. Þeír eru hræddir við al- menningsálitið,—og þeim er vorkun. Island. Ræda flutt á íslendinga-deKÍnum i Winnipeg 2. Ágúst 1898. Eftir G. A. Dalmanx. Til fólksins. Vér erum hra. E. H. Johnson þakklátir fyrir hans góðu undirtekt- ir í Islandsfararmálinu. Og vér get- inn um vel skrifað undir alt sem hann segir f grein sinni, nema skjallið sem bann þylur um kyrkjufólagið. Þar erum vér honum ekki samdóma, en bæði er það, að hann heflr eins miiknn rétt til sinna skoðana eins og vér og hver annar, og svo hitt, að slíkt ketnur ekkert þessu máli við og því er það, að vér ætlum ekki að yrðast við hann eða aðra um neinar kyrkju-klíkur í sambandi vjð þetta mál. Uppástunga hans finst oss að mörgu leyti skynsamleg. Það er sjálfsagt, að nefndin sem fyrir þessu stæði, ætti að vera skipuð mönnum, bæði frá Bandaríkjunum og Canada, því með því er enn raeiri von til góðs samkomulags og almennra und- irtekt.a En bér er sú þúfa í götu, að til þess að þessi nefnd geti starfað saman, þarf æði-mikið fé til þess að borga ferðakostnað og annað þvíum- líkt, því það er ekki hægt að ætlast til að nefndarmenn sjálflr legðu það út úr sínum vasa. En hvernig á að fá þetta fé saman ? Með samskotum eða samkomum ? Um þetta vildum vér fá uppástungu, því það er fyrsta sporið til að hrinda málinu áleiðis. Af þvi að mér er nú farið að leiðast sá sægur af fyrirspurnum sem mér ber- ast víðsvegar að. bæði munnlegar og skriflegar, um það, hvort ég sé alveg hættur að leiðbeiua Lögb. á fjósloftinu í pólitiskum málum. og af því að það eru svo fjölmarglr sem óska þess að ég haldi því góðverki áfrnm, þá læt ég læss hér getið, að ég mun efna það loforð sera ég gaf lesendura Heiroskringlu fyr- ir nokkrum vikum síðan um það, að ég mundi ekki leyfa ritstjórriarskrímsli Lögbergs að hafa siðasta orðið í þeim málum framyfir næstu fylkiskosningar að minnsta kosti. Ástæðan fyrir þvi að ég hefi ekki látið til mín heyra um nokkurn tíma, er ekki sú, að ég hafi enn úttalað um þessi mál. Nei, langt frá, því fjárglæfraklækir hinna Liberölu halda altaf rfratn, og þyngja stöðugt syndapokann, eins og meistari Magnús Paulsson benti lesendum Lögbergs á fyrir fáum vikum, E" bæði hefir ís- lendingadagsmálið tafið talsvert fyrir raér, ög svö var það hitt, áð ég hefi ver ið að bíða eftir því að Logbergsritstjór bindi einhvern enda á loforð það sem hann gaf í mútuskæklinum sínum í síðustu skammaromsunni í minn garð 26. Maí í vor. Hann lofaði þá að hann ætlaði að rekja íeril minn dálítið betur en hann var búinn að gera, og kvaðst hann vera að eins lítilfjörlega byrjaður á þvl góðverki að leiða mönnum fyrir sjónir, hversu mikill skaðræðisgripur ée væri í mannlegum félagsskap og gaf hann mönrium að skilja, að þeir mættu eiga von á frekari upplýsingum og sönnunum í því efni. En svo datt botn- inn úr þessu eins og svo mörgum öðr- um loforðum þessa manns, því ekki hefir hann með einu einasta orði minnst á mig síðan, og er það eitt út af fyrir sig næg sönnun fyrir því, að maðurinn er jafu frámunalega svikull sem hann er svívirðilega lyginn. En með þessum línum vona ég að geta unnið tvennt, fyrst það, að láta menn vita, að ég er við þvf búinn að standa við loforð það sera ég hefi þegar gefið, um að halda hrakmenninu ritstj. Lögb. við málefnið að svo miklu leyti sem það er hægt, og svo hitt að korna honum til að hrista úr asnahófunum svo að einhver brögð verði að. Enda mun nú tíminn hentug- ur til slíkra umbrota. þar sem þinggerð- ir eru allar prentaðar og Islendinga- dagsmálið útkljáð—um stund. B. L. Baldwinsox. Herra forseti, konur og menn Það hefir margt komið fyrir mig á lífsleiðinni, sem ekki hefir verið eins geðfelt og ég hafði vonað. Mörgum sinnum hafa vonir mínar og loftkastalar hrunið til grunna og legið í rústum við fætur mínar, svo gjörsamlega eyðilsgð- ar, að mér hefir sýnst ómögulegt að byggja nokkuð nýtilegt úr brotunum. Oft hefir vonarskip mitt strandað á boð- um og blindskerum viðburðanna, svo mér heflr virst ómögulegt að byggja annað skip úr flekunum; ég hefi ekki getað skoðað það eins og skáldið sem kveður um skip sinnar vonar á þessa leið : “Þó vér ætið byggjum bát Betri en hinn, í staðinn.” Hann hlýtur að hafa haft aðrar hug- sjónir en ég er hann kvað þessar hend ingar, og litið öðru visi á lífið en mér finnst íslendingum alment eðlilegt. Það hefir trauðla fyrir komið að betur h»fi gengið eu ég hefi vonað. Ég hefi orðið ð gegna opinberum störfum af og til um næstliðin 20 ár, og ég hefi reynt að koma þessu eða hinu til leiöar er mér sýndist meðbræðrum mínum til bless unar og oss íslendingum til sóma. Eg veit það vel, að þegar einhver af okkur gerir glappaskot við opinbera fram- komu, þá er ætíð viðkvæðið : Þetta er okkur mátulegt, við ættum ekki að leyfa þessum bansettum Islendingum að ráða fyrir okkur eða trúa þeim fyrir opiuberum störfum ; að grafa og moka er þéirra verkahringur, það er þeirra heimur og þar er bezt að halda þeim. — Þessir náungar eru ekki ánægðir með að sakfella þann seka, heldur álasa þeir undant.ekningarlaust öllum vorum litla þjóðflokki. Við þetta ranglæti varð ég var á fyrstu árum mínum hér vestan- hafs, og því hefi ég reynt eftir fremsta megni að leysa vel af hendi þann starfa sem mér hefir verið trúað fyrir, og á þann hátt af veikum mætti að halda uppi heiðri vorum sem íslendinga. Eri oft hefir mér fundist mér verða svo und ur lítið ágengt, og hefi þá stundum æðr- ast. Við eitt slikt tækifæri varð ég að láta undan síga ; ég reiddist og hótaði að segja af mér, þegar ég á einu augna- bliki sá mina fögru loftbygging hrynja og hverfa eins og vatnsmóðu fyrir morguní-ól. Auðvitað var þetta hin mesta yfirsjón og alveg ósarnboðið sönn um íslendingi, sem aldrei má gefast upp eða láta undan sí -'a ; enda kom þá einn vinur minn mér til hjálpar, og áminti inig á þessa leið : ' Það sem eiginlega gengur að þér er það. að þú rniðar of hátt, ef þú miðaðir læsrra. þá yrði fallið ekki eins hátt og þú meiddir þig ekki eins mikið.” Og þetta voru sannindi. ef maður hugsar eingöngu um að meiða sig ekki. en a hinn bóginn get ég ekki skilið það, að vér getum miðað of hátt í þeim skilningi er vinur minn meinti. Samverkamenn vorir eru samiíningur af flestum þjóðmn heimsins. Vérerum ef til vill minnsti þjóðflokkurrnn og verðum því eins og hálfgerð olnboga- börn hinna þjóðflokkanna, sem þykjast betri en vér. Vér verðum þvi að miða hátt og hugsa vel svo meðbræður vorir neyðist til að veita oss eftirtekt og viðurkenna að stefna vor sé rétt, að ráð vor séu góð og að þeir megi til með að fylgja oss ef vel á að fara. Þetta er frá mínu sjónarmiði sá ein asti vegur til að halda uppi virðing vorri og heiðri föðurlandsins, sem vér allir í dag og æfinlega minnumst með virðing og ást. Eg hefi mörgum sinn- um óskað að viðburðanna rás hagaði því svo. að ég fengi tækifæri til að kynnast lpndum mipum hérna jnegin! landaffiærahna óg kömast í nánara sam- band við þá, að geta lært að þekkja kröfur þeirra og land það sem þeir búa í; en ég hefi haldið að það mundi ekki ætla að heppriast, einkum vegna ann- ríkis er mestu ræður hjá okkur syðra. Við erum ákafamenn þar syðra, og það er eins og v<V búumst við heimsenda að morgni hvers komandi dags og verðum því að gera alt í dag. Það er eins og hver einstaklingur hngsí að ef hans missi við, þá fari alt á hðfuðið. segja má um óblíðu náttúrunnar á ís landi, harðstjórn og hindurvitni, ónytj ungsskap og stefnulejrsi þjóðarinnar hungur og harðrétti, fátækt og flakk. —hvað sem segja má um alt þetta, þá mun vera óhætt að ganga að því vísu. að vér allir berum hlýjan hug til fööur- landsins. Það virðist að vera náttúru lögmál eins órjúfanlegt eins og það lög mál, sem diegur segulnálina til norðurs Ég hefi tekið eftir því, að til eru menn á meðal norðurlandaþjóða. sem þykir skömm að þjóð sinni og ljúga til um þjóðerni sitt, en sem betur fer eru slíkir menn fáir, enda eru þeir fyrirlitnir af öllum nýtum mönnum og skoðaðir sem andlegir vanskapningar. En h vað á þá að segja um Island ? Eiguin vér að fara að rifja upp fyrir oss sjóferðir landnámsmanna, sem yfirgáfu óðul sín i Noregi og lögðu út á hið ó- kunna Norðurhaf. án uppdiátta eða áttavita. Gagnteknir af brennandi frelsisþrá sögðu þeir eins og Patrick Henry löngu seinna : “Gef mér frelsi eða dauða.” Með upplyftum andlituni störðu þeir á pólstjörnuna, sem þá eins og nú tindraði á hinu segulbláa norður- hveli, og benti þeim að koma þangað er enginn hai ðstjóri væri. er þvingaði þá tilhlýðni. En þó vér heiðrum þessar fornu hetjur og þó oss þyki væDt um að hið forna norræna sækonunga blóð ólg ar enn í æðum vorum, þá virðist mér það þó ekki samkvæmt kröfum nútím ans að einblína á hinn forna frægðar- ljóma, því bæ.ði er sú frægð fyrir svo löngu liðin og ávöxtur hennar að mestu leyti falinn í rústum liðinna alda. Við- burðanna rás bíður aldrei eitt augna- blik, og það er mín trú og óbifanleg saunfæring. að vér verðum að snúa brjóstum á móti holskeflunum fram- undan, og hafa gætur á hinni komandi tíð með hennar óteljandi viðburðum og urubrotum, en það getum vér ekki ef vér starblínum á hið forna en snúum bakinu við því nýja. Og mér virðist Iika að' mikið af hinum forna frelsis ljóma og gullaldarglamri sé að miklu leyti ímyndun. Vér verðum að gæta að því, að sagan er ekki nákvæm ; hún sýnir oss að eins björgin og stólpana er mynduðu hið fræga musteri fornaldar- innar, en alla smásteinana og veggfest- una fæst, hún ekkert um, því það eru einstaklingarnir er þá lutu hnefaréttin um. eins og þeir þann dag i dag lúta auðvaldinu, er sópar þeim til hliðar og fyllir með þeim holur og grifjur á fram- sóknarbrautinni, sem aldarandi vorra tíma xallar braut framfara og menn- ingar. Ékki heldur finnst mér ástæða að fara að tala um frelsisbaráttu þjóðar vorrar á hinum síðari árum. Þar virð ist alt vera á ruglingi og hringlanda ; hver höndin virðist að vera nppi á móti annari og hugsa mest um að rífa niður það sem bygt er, ef annars nokkuð verulegt er bygt, og það sem mér virð- ist mestur voðinn er það, að enginn virðist að vita hvað hann vill berjast fyrir eða leggja nokkuðí sölurnar fyrir. Allir segja að sig j’anti stjórnarbót —meira frelsi. En hvernig á að ná því, það er alt óráðiii gáta falin á bak við skýbólstra komandi tíðar. Með öðrum orðum : Endurbót á stjórnarfyrir- komulagi Islands er ekki einu sinni í skýjunum, heldur mikið lengra í burtu, einhverstaðar i hinu ómælilega rúmi. Það mætti margt segja um vorar fornu bókmentir, því þæi eru hér um bil það eiua sem hefir knúð hinn ment- aða heim til að veita oss eftirtekt og skoða o8S sem sérstakan þjóðflokk með einkeuuilegura þjóðernis liteskiftum. En bæði er það, að mér mun slíkt mál- efni ofvaxið, og svo virðist mér að hér sé ekki staður eða stund til að tala um slíkt. Fyrirlestur um það efni væri æskilegra að einhverjir af vorum lærðu mönnum héidu á ensku máli í einhvei ju vísindafélagi eða á einhverjum almenn- um roentafundi, En aldrei hafði ég vonað eða látið mér koma til hugar, að eg ætti á meðal yðar aðra eins vini og ég hefi nú þegar reynt. Þeir hafa sýnt mér meiri velvild en ég fæ með orðum lýst, sérstaklega þegar ég hugsa um vanmátt minn að endurgjalda yður alla yðar velyild og vináttu mér til handa. Þegar ég með- tók málþráðarskeytið frá íslendinga- dagsnefndinni, þá fór líkt fyrir mér og Senater Tillmann er hann sagði forðum "Hvar er ég staddur." Ég var í efa um hvar ég væri staddur, hvað ég ætti að gera og hvað ég ætti að segja, hvort eg ætti að vera svo sjálfbyrgingsfullur að halda hér ræðu á vorri hljómfögru og frægu feðratungu, sem ég kann svo undur lítið í, hér á meðal yðar, sem eig- ið svo margar islenzkuhetjur og ræðu- skörunga, sem skilja kröfur íslands mörgum sinnura betur en ég. sem skilja íslenzka tungu svo vel, að hún er eins og bergmál þeirra innra eðlis. Og vand- ræði min fóru vaxandi þegar ég varð þess vísari, að mér hafði verið úthlutað- ur sá heiður að tala fyrir minni vors kæra föðurlaDds. Því hvað mikið sem En það er eítt sem mig íangár til að minnast á með fáum orðum, og það er flótti vöf frá föðurlandinu Vestur um haf. Ég kalla þad flótta, ekki í Jreiin skilningi sem það orð er vanalega brúk- að, heldur vegna þess, að mér finst það lýsa betur minum tilfinningum þegar ég yfirgaf föðurlandið, en nokkur annnð orð er ég þekki. Einn af löndum vor- um sagði ekki alls fyrir löngu i ræðu er hann hélt á opinberum fundi, að hann áliti að vesturflutningarnir séu annað merkasta atriðið i sögu íslands. Ég vona að allir vlðurkenni þann djúpa sannleika sem felst í þessari setningu. í það minsta er það rnerkasti atburður- inn í minni lífssögu, þegar ég fór vestur um haf, og ég er viss um að flestir ein- staklingar, þegar þeir fara að gera upp sinn sögulega reikning, ef þeir á annað borð eru ráðvandir i sinni reiknings- færslu, að það séu virkileg sannindi, að vesturflutningarnir séu rojög merkilegt atriði á leiksviði íslenzkrar sögu. Eg man það vel, það var sumarið 1874, þegar öll" blöðin og öll skáldin sunvu mest um frelsi íslands, þegar skáldið Páll Ólafsson gleymdi svo gjör- samlega öllu velsæmi, er hann sagði : "Legg þú kóngi hönd um háls, hans er gjöfin, þú ert frjáls.” Þegar Matthías prestur lét árnar og fossana syngja angurblíða frelsis- söngva, þegar alt landið virtist berg- iriála af endurteknum frelsisglamranda. Ég var staddur á hinni söguríku Blá- skógaheiði í Þingeyjarsýslu ; það var snemma i Júlí og ein af þessuin guðdóm- leg: fslenzku sumarnóttum, sem Victor Salcs. Ábyrgðir að þola hvaða eldbað sem er. Allar stærðir. Fyrir $15,00 og upp. Komið inn og skoðið þær eða sendið eftir príslista. Karl K. Albert, SVestern Agent. 1481'rlncessSt,, IViunipeg. Brniisffick Hotel, á horninu á Main og Rupert St. Er eitt hið ódýrasta hezta gistihús í bænum. Allslags vín og vindlar fást þar mót -anngjarnri borgun. McLaren Bro’s, eigendur. Munið eftir Því að beza og ódýrasta gistihús (eftir gæðum), sem til er í Pembina Co. er Jennlngs House, Cavalier, N. Dak. PAT. JENNINGS. eigandi. National Hotel. Þar er staðurinn sem öllum ber saman um að sé hið ódýrasta og þægilegastaog skemtilegastá gestgjafahús í bænum, Fsedi atl eins $ s ,OÖ a (lag. Ágæt vín og vindlar með vægu verði. Munið eftir staðnum. NATIONAL HOTEL. HENRY McKITTRICK, —eigandi.— Góðir landar! Komið á hornið á King & James St. Þar er margt sem ykkur girnir að sjá. Þar fáið þið alt sem litur að hús- búnaði, svo sem RÚMSTÆÐI með öllu tdheyrandi, HLIÐARBORÐ, ný og og ömul, STÓLA, forkunnar fagra, MATREIÐSLUSTÓR af öllum mögu- lnvum stærðuin. OFNAR og OFNPÍP- UR, ljómandi LEIRTAU. og margt íieira sem hér yrði of langt upp að telja. Alt þetta er selt við lægsta verði. Við vonum að þið gerið okkur þá ánægju að koma inn og líta á samsafnið áður en þið kaupið annarstaðar, og þá sjálfsagt að kaupa ef ykkur vanhagar um eitthvað. Gætið þess að kaupa ekki köttinn i sekknum. Yðar þéuustu reiðubúnir Pálson & Bárdal. IMinp'! Lítið á eft rfylgjandi verðlista & hinni nafnfrægu Lisk’s Blikkvöru, sem er ábyrgst að riðga aldrei. Hún fæst í harðvöi'ubúðinni ban§ TRUEMNER, I Cavalier. Mr. Truemner ábyrgist vöruna sjálfur og lofar að gefa ykkur nýjann hlut fyrir sérhvað eina sem þið kaupið af Lisks Blikkvöru og sem riðgar hjá ykkur með sómasamlegri brúkun. Áður seldar Nú á 16 potta fötur 90 cts. 67 cts. 14 potta fötur 75 " 55 " 12 potta fötur 70 " 62 " 14 “ “ með sigti $1.10 78 “ 17 potta diskapönnur 90 ct. 70 11 No. 9 þvatta Boilers$2.50 $1.90 J. E. Tmemner Cavalier, N-Dak. Kaupið þér gott brauð ? Það er spurning sem hver heimil- isfaðir ætti að íhuga nú, þegar brauð er svo ódýrt, ekki nema 5-6 c. braudid. Því þá ekki að kanpa það bezta brauð sem búið er til i Canada, sem er áreiðanlega brauðið hana Boyd’s Þá fyrst finnur þú mismuninn sem er á brauðum ýmsra bakara. Kallið á einhvem af keirurum vorum oe verzlið við hann.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.